Eining K - Skeyti til Eyþórs Stefánssonar

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00168-D-K

Titill

Skeyti til Eyþórs Stefánssonar

Dagsetning(ar)

  • 1924 (Creation)

Þrep lýsingar

Eining

Umfang og efnisform

1 skeyti

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(14.03.1930-17.01.2022)

Lífshlaup og æviatriði

Bjarni Haraldsson fæddist 14.03.1930 á Sauðárkróki og var annað tveggja barna Haraldar Júlíussonar verslunarmanns og Guðrúnar Ingibjargar Bjarnadóttur. Bjarni giftist Ásdísi Kristjánsdóttur og eiga þau saman einn son, fyrir átti Bjarni tvær dætur og Dísa þrjú börn. Bjarni starfaði við akstur stóran hluta ævi sinnar, frá 1950-1954 ók hann norðurleiðarrútu fyrir Norðurleið. hf á leiðinni Akureyri – Reykjavík. Árið 1954 stofnaði hann fyrirtækið Vöruflutningar Bjarna Haraldssonar og tók að sér flutninga á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur á Bens bifreið. Eftir því sem árin liðu stækkuðu bílarnir og útgerðin jókst. Bjarni seldi flutningafyrirtækið árið 2001 eftir farsælan rekstur. Bjarni tók við rekstri verslunar Haraldar Júlíussonar árið 1973 en hann tók fyrir alvöru að vinna innanbúðar með föður sínum árið 1959. En verslunin hefur starfað óslitið frá 1919 og að mestu óbreytt frá 1930 þegar húsið sem hún er í nú var reist. Það ár hóf Olíuverslun Íslands BP samvinnu um eldsneytissölu við verslunina. Verslun Haralds Júlíussonar, sem í daglegu tali er nú oft kölluð verslun Bjarna Har. er fyrir löngu orðin mikilvægur þáttur í menningarlífi Sauðárkróks og í ímynd allra Skagfirðinga sem dregur ferðamenn að, enda fáar ef nokkrar búðir sem hans eftir á Íslandi. Alkunnur er húmor Bjarna og tilsvör hans orðin landsþekkt, en Bjarni er með ríka þjónustulund og hefur gaman af því að spjalla við fólk og greiða götur þess.
Bjarni var sæmdur heiðursborgara titli af Sveitarfélaginu Skagafirði sumarið 2019 fyrir framlag hans til verslunar- og þjónustureksturs til íbúa sveitarfélagsins og gesta í um 70 ár og fyrir að gera skagfirskt samfélag enn betra.

Nafn skjalamyndara

(23. jan. 1901 - 3. nóv. 1999)

Lífshlaup og æviatriði

Eyþór Stefánsson fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901. Foreldrar hans voru Stefán Sigurðsson, sjómaður og k.h. Guðrún Jónasdóttir. Hann gekk í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki, en 1928 fór hann suður í tónlistarnám hjá Emil Thoroddsen og Páli Ísólfssyni og leiklistarnám hjá Indriða Waage. Hann var síðan við framhaldsnám í þessum greinum í Hamborg 1934. Hann var aðeins 11 ára gamall er hann byrjaði að syngja með kirkjukór Sauðárkróks en kórinn var ekki formlega stofnaður fyrr en 1942 að hans tilstuðlan og var hann fyrsti stjórnandi hans. Hafði hann þá verið organisti og söngstjóri við Sauðárkrókskirkju frá árinu 1929 og gegndi hann þeim störfum allt til ársins 1972. 19 ára gamall byrjaði Eyþór að vinna að söng- og leiklistarstörfum fyrir Ungmennafélagið Tindastól, eins var hann einn af þeim sem endurreistu Leikfélag Sauðárkróks 1941 og starfaði þar sem leikstjóri og leikari allt til ársins 1976 er hann steig síðast á svið, var það hans 118. hlutverk. Hann vann við verslunar- og skrifstofustörf á Sauðárkróki 1923-1948, og var söngkennari við Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1948-1972. Skólastjóri Tónlistarskóla Sauðárkróks 1964-1974. Formaður framkvæmdanefndar um byggingu minnisvarða Stephans G. Stephanssonar á Arnarstapa 1953. Hann var á tímabili formaður Kirkjukórasambands Skagafjarðarprófastsdæmis, sat í stjórn Kirkjukórasambands Íslands og var sendikennari þess til kirkjukóra á Norður-, Austur- og Vesturlandi 1952-1961. Hann var einn af stofnendum Rotaryklúbbs Sauðárkróks 1948 og fræðslustúkunnar Mælifells, innan frímúrarareglunnar á Íslandi 1970. Hann var heiðursfélagi í mörgum félögum, þar á meðal: Kirkjukór Sauðárkróks, Leikfélagi Sauðárkróks, Ungmennafélaginu Tindastól, Rotaryklúbbi Sauðárkróks, Tónskáldafélaginu, var sæmdur heiðursmerki úr silfri frá Karlakórasambandinu Heklu á Akureyri, gullmerki frá Félagi íslenskra leikara og var heiðursborgari Sauðárkróks frá árinu 1971. Eins var hann sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að menningarmálum á Sauðárkróki. Eyþór kvæntist 13. desember 1936 Sigríði Önnu Stefánsdóttur frá Skógum í Þelamörk, f. 29. september 1905, d. 20. júní 1992. Sigríður tók virkan þátt í störfum Eyþórs bæði í leiklist og tónlist. Þau eignuðust eina dóttur.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Símskeyti frá Akureyri til Eyþórs Stefánssonar frá móður hans.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

í skjalageymslu HSk

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

SFA

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Dates of creation revision deletion

18.07.2017 frumskráning í AtoM.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir