Steintún

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Steintún

Equivalent terms

Steintún

Associated terms

Steintún

1 Authority record results for Steintún

1 results directly related Exclude narrower terms

Sigfús Steindórsson (1921-2005)

  • S01830
  • Person
  • 7. júní 1921 - 18. nóv. 2005

Sigfús Steindórsson fæddist í Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hinn 7. júní árið 1921. ,,Foreldrar hans voru Margrét Helga Magnúsdóttir frá Gilhaga og Steindór Kristján Sigfússon frá Mælifelli. Sigfús missti föður sinn rúmlega tveggja mánaða og ólst því upp hjá móður sinni og seinni manni hennar, Sigurjóni Helgasyni. Fyrstu árin bjuggu þau í Hamarsgerði en síðan í Árnesi. Árið 1938 fluttu þau í Nautabú, þar sem þau bjuggu síðan. Sigfús lauk farskólaprófi í Lýtingsstaðahreppi árið 1935, prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni árið 1940, minnimótors vélstjóraprófi árið 1945 og meiraprófi bifreiðastjóra árið 1948. Hann stundaði sjómennsku, m.a. vélstjórn skipa, áætlunarakstur milli landshluta með ýmsan varning, vörubílstjórn á Keflavíkurflugvelli o.fl. Árið 1953 gerðist hann bóndi, fyrst rúm tvö ár á Breið og síðan óslitið í Steintúni til ársins 1980, eða 24 ár. Eftir að Sigfús hætti búskap árið 1980, fluttu þau hjón á Sauðárkrók, og vann hann hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í nokkur ár. Síðustu ár starfsævinnar vann hann hjá Loðskinni h.f. Sigfús var góður hagyrðingur og eftir hann liggja margar vísur. Hann gaf út eitt ljóðakver, sem hann kallaði Fýkur í hendingum hjá Fúsa." Sigfús kvæntist Jórunni Margréti Guðmundsdóttur frá Breið, þau eignuðust fjögur börn.