Stóra-Holt í Fljótum

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Stóra-Holt í Fljótum

Equivalent terms

Stóra-Holt í Fljótum

Associated terms

Stóra-Holt í Fljótum

7 Authority record results for Stóra-Holt í Fljótum

7 results directly related Exclude narrower terms

Friðbjörn Jóhannes Friðbjörnsson (1874-1966)

  • S02166
  • Person
  • 22. júlí 1874 - 4. ágúst 1966

Foreldrar: Friðbjörn Benediktsson b. á Finnastöðum í Sölvadal og kona hans Sigríður Sveinsdóttir. Ungur að árum missti Jóhannes föður sinn og fór þá í fóstur í Öxnadal. Varð gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla árið 1900 og réðst sama ár kennari í Holtshrepp í Fljótum. Jóhannes ávann sér fljótt ást þeirra barna sem hann kenndi og virðingu forreldra þeirra. Jóhannes giftist Kristrúnu Jónsdóttur frá Illugastöðum og bjuggu þau víða í Fljótum; Á Lambanes-Reykjum, Molastöðum, Stóra-Holti, Sléttu, Hólum, Gili og Illugastöðum. Síðast bjuggu þau á Brúnastöðum. Hann gegndi föstum kennarastörfum 1900-1915 og smábarnakennslu 1936-1942. Oddviti Holtshrepps varð hann 1913 og gegndi því ásamt öðrum trúnaðarstörfum til 1922. Jóhannes og Kristrún eignuðust þrjú börn.

Hallgrímur Bogason (1898-1985)

  • S03027
  • Person
  • 17. ágúst 1898 - 12. júní 1985

Fæddur í Stóra-Holti í Fljótum. Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson og Kristrún Hallgrímsdóttir, bændur á Minni-Þverá í Fljótum og víðar. Hallgrímur ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á ýmsum jörðum í Austur-Fljótum. Hann hóf ungur störf til sjós. Er þau bjuggu á Skeiði kynntist hann verðandi eiginkonu sinni. Hófu þau búskap í sambýli við foreldra Hallgríms og fluttust með þeim að Sléttu ári síðar. Árið 1925 hófu þau sjálfstæðan búskap á Minna-Grindli en fóru tveimur árum síðar að Knappstöðum í Stíflu og voru þar fyrstu tvö árin í sambýli með foreldrum Kristrúnar. Árið 1929 tóku þau við jörðinni allri og bjuggu til ársins 1960 er þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík hóf Hallgrímur störf við útkeyrslu hjá ÁTVR en lenti í vinnuslysi sem hann jafnaði sig ekki af. Hallgrímur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sínu byggðarlagi, var um áraraðir meðhjálpari við Knappstaðakirkju og lengi kjötmatsmaður hjá Samvinnufélagi Fljótamanna.
Maki: Kristrún Aronía Jónasdóttir (1903-1989) frá Knappstöðum. Þau eignuðust átta börn.

Jón Jóakimsson (1890-1972)

  • S03263
  • Person
  • 01.10.1890-31.10.1972

Jón Jóakimsson, f. á Melbreið í Stíflu 01.10.1890, d. 31.10.1972 í Reykjavík. Foreldrar: Jóakim Guðmundsson bóndi í Hvammi í Fljótum og kona hans Sigurlína Sigurðardóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum þar til hann hafði aldur til að sjá fyrir sér sjálfur. Vann þá vinnu sem bauðst til lands og sjávar og var m.a. á hákarlaskipum sem gerðu út frá Kljáströnd við Eyjafjörð. Var um skeið vinnumaður hjá Guðmundi Ólafssyni og Svanfríði Jónsdóttur sem bhuggu í Stóra-Holti í Fljótum og kynntist þar konu sinni. Jón var einn af stofnendum Ungmennafélags Holtshrepps árið 1919 og tók virkan þátt í starfi þess fyrstu árin. Vorið 1922 tóku Jón og Guðný á leigu hluta af Hólum og bjuggu þar í tvö ár en þegar Guðný veiktist af berklum fór hún á Kristneshæli og átti þaðan ekki afturkvæmt. Jón hætti þá búskap og börnunum var komið í fóstur.
Vorið 1928 hóf Jón búskap á Húnsstöðum í Stíflu með seinni sambýliskonu sinni og bjó þar til 1933, á Gili 1933-1935, á Skeiði 1935-1938, á Sléttu 1939-1941, á Illugastöðum 1942-1943, á Sléttu 1944-1949, í Árósum við Miklavatn 1949-1957. Jón kenndi ungur vanheilsu en var þó að mestu við við búskap þessi ár. Vann einnig við vegarlagningu yfir Siglufjarðarskarð og virkjunarframkvæmdir við Skeiðsfoss. Haustið 1957 fluttist hann til Reykjavíkur og bjó hjá syni sínum og tengdadóttur.
Maki 1: Guðný Ólöf Benediktsdóttir (27.05.1891-07.09.1927). Þau eignuðust einn son. Fyrir átti Guðný tvo syni, en hún var ekkja eftir Berg Jónsson á Lundi í Stíflu.
Maki 2: Ingibjörg Arngrímsdóttir (05.08.1887-12.06.1977). Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Ingibjörg uppkomna dóttur með Jóni G. Jónssyni í Tungu.

Magnús Sigurbjörn Ásgrímsson (1888-1963)

  • S01849
  • Person
  • 10. sept. 1888 - 14. júlí 1963

Foreldrar: Ásgrímur Björnsson b. í Hólakoti í Austur-Fljótum og k.h. María Stefanía Eiríksdóttir. Magnús fór í hákarlalegur strax og aldur leyfði og var samskipa föður sínum á Fljótavíkingi 1904 þegar Ásgrímur féll fyrir borð og drukknaði. Hann var í vinnumennsku í Stóra-Holti í Fljótum um hríð, réðst þaðan til Héðinsfjarðar og var síðan um skeið á Siglufirði. Fluttist árið 1912 í Skagafjörð og kvæntist Elísabetu Evertsdóttur árið 1914. Bóndi í Miklagarði á Langholti 1917-1918, á Rein í Hegranesi 1920-1921 og 1923-1931, í Vatnskoti í Hegranesi 1931-1935. Eftir það á Sauðárkróki til 1952 er þau hjónin fluttust að Kúskerpi í Blönduhlíð til dóttur sinnar og bjuggu þar síðan. Á Sauðárkróki vann Magnús við fiskvinnslu og aðra daglaunavinnu sem til féll. Magnús og Elísabet eignuðust tvö börn.

Ólafur Jóhannesson (1913-1984)

  • S00157
  • Person
  • 01.03.1913-20.05.1984

Ólafur Jóhannesson var fæddur í Stóra-Holti í Fljótum þann 1. mars 1913. Foreldrar hans voru Jóhannes Friðbjörnsson og Kristrún Jónsdóttir.
Ólafur var lagaprófessor og forsætisráðherra í Reykjavík. Kona hans var Dóra Guðrún Magdalena Guðbjartsdóttir (1915-2004) og þau eignuðust þrjú börn. Ólafur var alþingismaður Skagfirðinga 1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959–1979, alþingismaður Skagfirðinga 1979–1984. Varaþingmaður Skagfirðinga apríl–maí 1957. Forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra 1971–1974 og 1978–1979, dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra 1974–1978, utanríkisráðherra 1980–1983. Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1969–1971.

Þorsteinn Helgason (1886-1970)

  • S00030
  • Person
  • 6. júlí 1886 - 22. júní 1970

Þorsteinn Helgason var fæddur í Gröf í Kaupangssveit, Eyjafirði þann 6. júlí 1886. Bóndi á Rifkelsstöðum í Eyjafirði 1910-1916, á Höfða á Akureyri 1917-1919, á Rangárvöllum í Kræklingahlíð, Eyjafirði 1919-26 og í Stóra-Holti í Fljótum frá 1926-1946, bjó áfram í Stóra-Holti hjá syni sínum. Á unga aldri æfði Þorsteinn glímu og var mjög virkur í ungmennafélaginu Unglingi í Öngulsstaðahreppi, formaður þess 1910-1911. Þorsteinn var svo fær glímumaður að honum var boðið að fara með glímuflokki Jóhannesar Jósefssonar til Rússlands, það varð þó ekki úr því þar sem Þorsteinn veiktist af fótameini og lá í því á annað ár. Þorsteinn var framkvæmdasamur í búskap sínum og bryddaði upp á margri nýbreytni, ræktaði m.a. rauðkál, hvítkál, rauðrófur og hreðkur. Einnig var hann manna afkastamestur við kartöflurækt. Þorsteinn stofnaði Fóðurbirgðafélag Fljótamann. Hann sat einnig í stjórn búnaðarfélagsins í Fljótum og kom að stofnun nautgriparæktarfélagsins
Maki 1: María Guðmundsdóttir (1885-1921), þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Sigurbjörg Bjarnadóttir (1888-1933), þau eignuðust einn son.

Þuríður Helga Þorsteinsdóttir (1912-1996)

  • S03144
  • Person
  • 28. júlí 1912 - 6. maí 1996

Foreldrar: Þorsteinn Helgason s. b. í Stóra-Holti í Fljótum og f.k.h. María Guðmundsdóttir. Þuríður fæddist á Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Fjögurra ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum til Akureyrar og bjó þar í þrjú ár. Árið 1919 flutti fjölskyldan að Rangárvöllum í Kræklingahlíð en þar missti Þuríður móður sína árið 1921. Árið 1926 flutti hún ásamt föður sínum, stjúpu (Sigurbjörgu Bjarnadóttur) og systkinum að Stóra-Holti í Fljótum. Þegar Þuríður var 21 árs féll stjúpa hennar frá og stóð hún þá fyrir búi ásamt föður sínum í þrjú ár. Árið 1935 kvæntist hún Jóni Jónssyni frá Helgustöðum í Fljótum. Þau bjuggu fyrst um sinn í Stóra-Holti en fluttu svo að Helgustöðum árið 1937 þar sem þau bjuggu til ársins 1967 er þau fluttu til Sauðárkróks. Þuríður og Jón eignuðust sjö börn og tóku einn fósturson. Þuríður var ein af stofnendum kvenfélagsins Framtíðarinnar í Fljótum og var formaður þess í 20 ár. Einnig sat hún í skólanefnd Holtshrepps í fjögur ár.