Anna Sigurðardóttir, f. 10.06.1882, d. 29.06.1947. Foreldrar: Sigurður Bjarnason (1829-1890) bóndi á Stóra-Vatnsskarði og seinni kona hans, Salbjörg Sölvadóttir (1839-1901). Fimmtán ára gömul flutti Anna alfarið suður., til færnda síns sr. Þorkels á Reynivöllum og Sigríðar konu hans. Hja þeim dvadli hún meðan þau lifðu og flutti með þeim til Reykjavíkur 1901. gekk hún þá í kvennaskólann og aflaði sér margvíslegrar fræðslu, m.a. varðandi verslun. Hún stundaði verslunarstörf, fyrst í Edinborgarverslun og svo hjá Johnson og Kaaber. Þar starfaði hún í 35 ár.
Anna var verslunarkona í Reykjavík.
Stóra-Vatnsskarð
10 Authority record results for Stóra-Vatnsskarð
Foreldrar: Sigurður Benediktsson b. og söðlasmiður og k.h. Margrét Valgerður Klemensdóttir. Benedikt var fæddur á Stóra-Vatnsskarði en fjögurra ára gamall flutti hann með foreldrum sínum að Auðólfsstöðum í Langadal þar sem þau bjuggu til 1874 er þau fluttu að Botnastöðum. Benedikt lærði söðlasmíði af föður sínum og stundaði þá iðn frá barnæsku til efri ára. Benedikt færði bú sitt að Fjalli í Sæmundarhlíð árið 1887 og stóð móðir hans fyrir búi hjá honum þar til hann kvæntist árið 1906, Sigurlaugu Sigurðardóttur frá Stóra-Vatnsskarði. Benedikt lærði ungur að leika á orgel og kenndi fjölda manns bæði söng og orgelleik. Eins tók hann virkan þátt í félagslífi sveitar sinnar, sat í hreppsnefnd í 30 ár, í skattanefnd, sóknarnefndarformaður lengi og safnaðarfulltrúi. Þá sat hann í stjórn Lestrarfélags Seyluhrepps og Búnaðarfélags Seyluhrepps. Benedikt var um árabil organisti við Víðimýrar- og Glaumbæjarkirkju og einn af stofnendum Bændakórsins 1917.
Benedikt og Sigurlaug eignuðust þrjú börn. Benedikt og móðir hans, síðar Benedikt og Sigurlaug, tóku allavega sjö börn í varanlegt fóstur.
Foreldrar: Kristján Þorvaldsson b. í Stapa og k.h. Sæunn Lárusdóttir. Um aldamótin mun Eggert hafa numið söðla- og aktygjasmíði á Stóra-Vatnsskarði eða þar um slóðir. Að því loknu settist hann að á Sauðárkróki og stundaði þar iðn sína af áhuga og alúð. Hin síðari árin rak hann jafnframt smáverslun á Sauðárkróki. Í ágúst 1916 fluttust þau hjón suður til Reykjavíkur. Þar stofnaði Eggert söðlasmiðjuna "Sleipni" og stundaði þar iðn sína með miklum myndarskap, á meðan líf og heilsa entist. Sagt var, að hann gengi ekki hart eftir greiðslu fyrir verk sín og vörur, ef fátækir áttu í hlut. Kvæntist Sumarrósu Sigurðardóttur, fæddri að Bræðraá í Sléttuhlíð, þau eignuðust þrjú börn. Sumarrós lést 1927. Ári síðar kvæntist Eggert Oddbjörgu Jónsdóttur frá Reykjavík, þau eignuðust tvö börn saman.
Foreldrar: Guðrún Þorvaldsdóttir frá Framnesi og Árni Jónsson b. og snikkari í Borgarey í Vallhólmi. Árni lést þegar Ingibjörg var aðeins fimm ára gömul. Móðir hennar kvæntist aftur, Pétri Gunnarssyni á Stóra-Vatnsskarði. Um tvítugsaldur settist Ingibjörg í kvennaskóla á Akureyri og lauk þar námi. Eftir það stóð hún fyrir búi hjá Árna bróður sínum á Stóra-Vatnsskarði þar til hann kvæntist. Hún tók í fóstur frænku sína, Guðrúnu Þorvaldsdóttur, þær fluttu til Reykjavíkur árið 1945 og bjó Ingibjörg þar til æviloka.
Foreldrar: Benedikt Sigurðsson og Sigurlaug Sigurðardóttir. Margrét ólst upp á Fjalli í Sæmundarhlíð hjá foreldrum sínum til fullorðinsára. Liðlega tvítug að aldri dvaldi Margrét einn vetur í húsmæðradeild Kvennaskólans í Reykjavík þar sem hún lærði fatasaum. Hjá föður sínum lærði Margrét að leika á orgel, hafði næmt tóneyra og var mjög söngelsk. Kvæntist Benedikti Péturssyni, þau bjuggu að Stóra-Vatnsskarði, þau eignuðust tvo syni, fyrir átti Benedikt dóttur. Margrét lést úr berklum aðeins 28 ára gömul.
Sigurlaug Sigurðardóttir f. á Stóra-Vatnsskarði 05.01.1878, d. 15.10.1974 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurður Bjarnason bóndi á Stóra-Vatnsskarði og seinni kona hans, Salbjörg Sölvadóttir. Sigurlaug missti föður sinn þegar hún var tólf ára. Móðir hennar lét þá af búskap og fór Sigurlaug í vist til frænku sinnar Soffíu Þorkelsdóttur og eiginmanns hennar. Meðna hún dvaldi þar lærði hún margt nytsamlegt, svo sem fatasaum.
Maki: Benedikt Sigurðsson. Þau bjuggu á Fjalli í Sæmundarhlíð. Þau eignuðust þrjú börn og tóoku nokkur til viðbótar í fóstur.
Foreldrar: Einar Jónsson b. á Varmalandi, og k.h. Rósa Gísladóttir. Sólveig ólst upp í foreldrahúsum á Varmalandi en þegar faðir hennar lést árið 1922 fór hún að vinna fyrir sér á ýmsum bæjum var m.a. vinnukona á Stóra Vatnsskarði 1925-1926. Sólveig var einstaklega nærfærin við skepnur og bráðlagin hestakona. Kvæntist Árna Árnasyni frá Stóra-Vatnsskarði og þar bjó hún til dauðadags. Sólveig og Árni eignuðust tvö börn.
Stefán Sigurðsson, f. 07.04.1879, d. 30.08.1971. Foreldrar: Sigurður Bjarnason (1829-1890) bóndi á Stóra-Vatnsskarði og seinni kona hans, Salbörg Sölvardóttir. Hreppstjóri og bóndi í Gili í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Mjóadal, A-Hún., síðar hreppstjóri á Gili í Svartárdal. Var á Sunnuhvol, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
Foreldrar: Stefán Einarsson og k.h. Lilja Kristín Jónsdóttir, þau bjuggu í Þröm á Langholti, í Geldingaholti, á Stóra-Vatnsskarði, í Hátúni, í Vík, á Grófargili, á Litlu-Seylu (nú Brautarholt) og loks í Vatnshlíð. Verkakona í Reykjavík. Ógift og barnlaus.
Foreldrar: Pétur Gunnarsson bóndi á Stóra-Vatnsskarði og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir. Ólst upp hjá foreldrum sínum í Borgarey, Löngumýri og síðast á Stóra-Vatnsskarði. Bóndi þar 1917-1924. Lést úr lungnabólgu langt um aldur fram. Ókvæntur og barnlaus.