Tjarnir í Sléttuhlíð

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Tjarnir í Sléttuhlíð

Equivalent terms

Tjarnir í Sléttuhlíð

Associated terms

Tjarnir í Sléttuhlíð

8 Authority record results for Tjarnir í Sléttuhlíð

8 results directly related Exclude narrower terms

Alda Björk Konráðsdóttir (1942-2007)

  • S03535
  • Person
  • 08.09.1942-21.11.2007

Alda Björk Konráðsdóttir, f. á Tjörnum í Sléttuhlíð 08.09.1942, d. 21.11.2007. Foreldrar: Konráð Ásgrímsson (1917-2000) og Guðrún Þorsteinsdóttir (1918-). Alda ólst upp í Sléttuhlíð og á Höfðaströnd í Skagafirði. Hún fór ung að heiman og vann ýmist verslunarstörf, m.a. á Sauðárkróki og í Reykjavík. Hún og Trausti hófu búskap á Laufskálum 1964. Eftir að þau brugðu búi árið 1982 starfaði Alda við Bændaskólann á Hólum í 15 ár, en á Hólum bjuggu þau til ársins 1999, er þau fluttu á Sauðárkrók. Þar vann Alda í fiskvinnslu og síðar á Heilbrigðisstofnuninni, þar til hún lét af störfum sökum veikinda. Í Hjaltadal var Alda virk í kvenfélaginu og söng um árabil í kirkjukór Hóladómkirkju.
Maki: Jón Trausti Pálsson (1931-2019). Þau eignuðust þrjú börn.

Ásgrímur Halldórsson (1886-1960)

  • S03240
  • 27.11.1886-21.12.1960

Ásgrímur Halldórsson, f. 27.11.1886 í Tungu í Stíflu í Fljótum, d. 21.12.1960 á Sauðárkróki. Foreldrar: Halldór Jónsson bóndi á Bjarnargili í Fljótum og kona hans Þóranna Guðrún Gunnlaugsdóttir. Ásgrímur fluttist þriggja´ára gamall með foreldrum sínum að Bjarnargili og ólst þar upp til 12 ára aldurs. Þá fór hann með Ásgrími móðurbróður sínum að Hvammi í Hjaltadal og var þar fram yfir fermingu. Fór hann þá aftur út í Fljót til foreldrar sinna. Stundaði hann þar vinnu til lands og sjávar, m.a. á hákarlaskipum. Árið 1913 keypti hann jörðina Keldur í Sléttuhlíð og hóf þar búskap og hóf þar búskap sama ár, fyrst með foreldrum sínum en árið eftir kvæntist hann Ólöfu konu sinni. Þau bjuggu á Mýrum 1915-1918, Ysta-Hóli 1918-1925, Móskógum í Fljótum 1925-1929 og Tjörnum 1929-1955.
Fljótlega eftir að Ásgrímur kom að Tjörnum gerðist hann verkstjóri hjá Vegagerð Ríkisins og vann við það í rúman áratug.
Maki: Ólöf Konráðsdóttir (16.03.1890-16.03.1956). Þau eignuðust sjö börn og dú tvö þeirra í bernsku. Auk þess ólu þau upp tvö fósturbörn, Guðna Kristján Hans Friðriksson og Sigríði Sölvínu Sölvadóttur.

Guðni Friðriksson (1928-1963)

  • S01736
  • Person
  • 29.08.1928-22.03.1963

Guðni Kristján Hans Friðriksson, f. 29.08.1928, d. 22.03.1963. Sonur Friðriks Ingvars Stefánssonar b. í Nesi í Flókadal, síðar búsettur á Siglufirði og fyrri konu hans, Guðnýjar Kristjánsdóttur. Móðir hans lést rúmum 10 dögum eftir að hann fæddist. Fósturforeldrar: Ásgrímur Halldórsson og Ólöf Konráðsdóttir á Tjörnum í Sléttuhlíð. Frá 12 ára aldri var hann fóstraður í Víðinesi í Hjaltadal, fluttist þaðan til Vestmannaeyja árið 1947. Drukknaði af mótorbátnum Erlingi IV, Ve 45. Ókvæntur og barnlaus.

Herbert Sölvi Ásgrímsson (1915-1963)

  • S02760
  • Person
  • 20. jan. 1915 - 31. júlí 1963

Foreldrar: Ólöf Konráðsdóttir og Ásgrímur Halldórsson, búsett á Tjörnum í Sléttuhlíð og víðar. Herbert var bifreiðastjóri í Reykjavík. Reisti sér hús í landi Tjarna og kallaði Þrastarlund. Maki: Kristín Anna Jóhannsdóttir, f. 1911 á Lónkoti í Sléttuhlíð. Þau eignuðust sex börn.

Kjartan Jónsson Hallgrímsson (1928-2006)

  • S01872
  • Person
  • 19. jan. 1928 - 24. maí 2006

Kjartan Jónsson Hallgrímsson fæddist á Siglufirði 19. janúar 1928. Foreldrar hans voru Hallgrímur Jónsson smiður og k.h. Sólveig Halldórsdóttir. ,,Kjartan stundaði ýmis störf þar til hann varð bóndi á Tjörnum í Sléttuhlíð. Jafnhliða búinu sinnti hann vitavörslu í Málmey og var refaskytta og minkabani í Sléttuhlíð til margra ára. Seinna var hann landpóstur í nágrenni Hofsóss. Hann var mikill og góður söngmaður með einstaklega fallega tenórrödd og söng með Kirkjukór Fellskirkju og í Söngfélaginu Hörpunni á Hofsósi. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Höfða á Hofsósi. Hann átti bát á móti öðrum, bæði vegna vitavörslu í Málmey og eins til fiskveiða." Kjartan kvæntist 17. janúar 1953 Sigrúnu Þóru Ásgrímsdóttur frá Tjörnum í Sléttuhlíð, þau eignuðust fimm börn.

Kristinn Gísli Konráðsson (1892-1982)

  • S02196
  • Person
  • 11.09.1892 - 31.03.1982

Kristinn Gísli Konráðsson var fæddur 11. september 1892, sonur Konráðs Karls Kristinssonar bónda á Tjörnum í Sléttuhlíð og k.h. Önnu Pétursdóttur. Gísli vandist snemma sjómennsku og veiðiskap. 15 ára gamall fór hann fyrst á þilskip sem gert var út á handfæraveiðar fyrir Norður- og Vesturlandi. Þá var hann einnig á hákarlaskipum. Seinna gerðist Gísli ráðsmaður í Málmey hjá Franz Jónatanssyni og Jóhönnu Gunnarsdóttur. Árið 1941 seldu þau eyna og Gísli fluttist ásamt Jóhönnu að Sólvangi í Sléttuhlíð, í landi Glæsibæjar. Gísli bjó þar óslitið frá 1942 til dauðadags. Á þeim tíma gerði hann út lítinn vélbát frá Lónkotsmöl, einnig starfaði hann töluvert við brúarsmíði.

Ólöf Konráðsdóttir (1890-1956)

  • S03190
  • Person
  • 16.03.1890-16.03.1956

Ólöf Konráðsdóttir, f. á Ysta-Hóli 16.03.1890, d. 16.03.1956 á Tjörnum. Foreldrar: Konráð Jón Sigurðsson bóndi á Ysta-Hóli og kona hans Indíana Guðbjörg Sveinsdóttir. Ólöf ólst upp hjá foreldrum sínum, elst fjögurra systra. Um tveggja ára skeið lærði hún karlamannafatasaum og hannyrðir á Sauðárkróki, Akureyri og Siglufiri. Fékkst hún mikið við saumaskap eftir það.
Maki: Ásgrímur Halldórsson (27.2.2886-21.02.1960), bóndi á Tjörnum. Þau eignuðust sjö börn.Tvö dóu í bernsku. Auk þeirra ólu þau upp fósturbörnin Guðna Kristján Hans Friðríksson og Sigríði Sölvínu Sölvadóttur.

Sigrún Þóra Ásgrímsdóttir (1923-2020)

  • S02759
  • Person
  • 25. des. 1923 - 8. mars 2020

Sigrún Þóra Ásgrímsdóttir, f. 25.12.1923 á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð. Foreldrar: Ólöf Konráðsdóttir, f. 1890 og Ásgrímur Halldórsson f. 1886 á Tjörnum í Sléttuhlíð. Sigrún kvæntist Kjartani Jónssyni Hallgrímssyni, þau eignuðust fimm börn og bjuggu lengst af á Tjörnum. Sigrún var síðast búsett á Sauðárkróki.