Tunga í Stíflu

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Tunga í Stíflu

Equivalent terms

Tunga í Stíflu

Associated terms

Tunga í Stíflu

9 Authority record results for Tunga í Stíflu

9 results directly related Exclude narrower terms

Einar Halldórsson (1853-1941)

  • S02165
  • Person
  • 30. mars 1853 - 5. júní 1941

Foreldrar: Halldór Jónsson, bóndi í Tungu í Stíflu og s.k.h. Rósa Hermannsdóttir. Einar missti föður sinn tveggja ára gamall, en móðir hans giftist aftur Jóni Guðmundssyni, er varð bóndi í Tungu. Ólst Einar upp hjá þeim og var fermdur þaðan. Vann hann að búi þeirra í Tungu þar til móðir hans lést og stjúpi hans brá búi, en tók þá ábúð á jörðinni. Bóndi í Tungu 1874-1875, í Háakoti 1875-1883 og í Hrúthúsum í Fljótum 1883-1884. Byggði þá þurrabúðarbýlið Hól hjá Hraunum í Fljótum og bjó þar 1884-1991. Bóndi á Minna-Grindli í Fljótum 1891-1998, í Lambanesi í Fljótum 1898-1900 og í Hrúthúsum aftur 1900-1903. Missti þá fyrri konu sína og brá búi og var lausamaður á Hraunum í Fljótum 1903-1904. Þaðan fluttist hann til Siglufjarðar. Átti hann fyrst heima hjá Steini syni sínum þar í kauptúninu 1904-1905, en keypti þá nýlegt íbúðarhús, sem reist hafði verið í Búðarhólum við Hvanneyrarbót 1899 og bjó þar 1905 og til æviloka.
Maki 1: Guðrún Steinsdóttir frá Lambanesi, þau eignuðust fjögur börn, fyrir átti Guðrún dóttur. Einnig ólu þau upp systurdóttur Guðrúnar. Guðrún lést árið 1902.
Maki 2: Svanborg Rannveig Benediktsdóttir, þau eignuðust níu börn saman.

Einar Jónsson (1865-1940)

  • S00672
  • Person
  • 29.07.1865-01.10.1940

Fæddur í Tungu í Stíflu, sonur Jóns Steinssonar hreppstjóra og b. í Tungu og Guðrúnar Nikulásdóttur. ,,Eftir að faðir hans drukknaði var honum komið í fóstur til Steins Jónssonar og Ólafar Steinsdóttur að Vík í Héðinsfirði, fluttist síðan með fósturmóður sinni að Heiði í Sléttuhlíð. Fór sem vinnumaður að Hólum í Hjaltadal 15 ára gamall, kom í Brimnes fulltíða maður þar sem hann kvæntist Margréti Símonardóttur, þau bjuggu á Brimnesi 1896-1926. Einar var hreppstjóri 1900-1926, sýslunefndarmaður 1904-1926, formaður Búnaðarfélagsins í mörg ár, deildarstjóri Pöntunarfélagsins og Kaupfélags Skagfirðinga. Einar og Margrét fluttust til Reykjavíkur eftir að þau brugðu búi." Einar og Margrét eignuðust þrjár dætur, tvær þeirra komust á legg.

Guðrún Bergsdóttir (1867-1956)

  • S02918
  • Person
  • 14. okt. 1867 - 29. feb. 1956

Guðrún Bergsdóttir, f. á Mjóafelli í Stíflu. Foreldrar: Bergur Jónsson bóndi á Þrasastöðum í Stíflu og kona hans Katrín Þorfinnsdóttir húsfreyja. Maki 1: Magnús Gunnlaugsson (1845-1912) frá Garði í Hegranesi. Guðrún var seinni kona hans. Þau eignuðust níu börn sem upp komust. Með Magnúsi bjó Guðrún fyrst að Hamri í Stíflu, árið 1886, en ári síðar fluttu þau að Tungu í Stíflu og bjuggu þar næstu þrjú árin. Þaðan að Saurbæ í Kolbeinsdal og voru þar í ellefu ár. Árið 1901 keyptu þau Ytri-Hofdali. Magnús lést árið 1912 en Guðrún kvæntist aftur árið 1916 Sigtryggi Jóhanni Guðjónssyni sem áður hafði verið ráðsmaður á Hofdölum. Þess er getið að Guðrún hafi gengið í öll störf, svo sem vefnað, vegghleðslu, trésmíði og tóvinnu. Hún átti sæti í hreppsnefnd Viðvíkurhrepps 1910-1914, líklega fyrst kvenna í Skagafirði til að gegna slíku trúnaðarstarfi. Sigtryggur og Guðrún eignuðust ekki börn saman en ólu upp tvo dóttursyni Guðrúnar.

Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir (1926-2015)

  • S01504
  • Person
  • 28. sept. 1926 - 6. jan. 2015

Foreldrar Guðrúnar voru Jóna Kristín Guðmundsdóttir og Guðmundur Benediktsson. Eiginmaður Guðrúnar var Kristinn Jónasson, þau eignuðust tvö börn. Guðrún og Kristinn bjuggu í Tungu og á Knappsstöðum í Stíflu til ársins 1974 að þau fluttu til Akureyrar, þar unnu bæði í verksmiðjum Sambandsins á Gleráreyrum.

Jón Guðmundur Jónsson (1880-1971)

  • S02756
  • Person
  • 28. maí 1880 - 15. feb. 1971

Jón Guðmundur Jónsson, f. 28.05.1880 á Gautastöðum í Stíflu í Fljótum. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Brúnastöðum í Fljótum og kona hans Sigríður Pétursdóttir. Jón hóf snemma störf til sjós og lands og vann á heimili foreldra sinna. Hann stundaði nám í Möðruvallaskóla 1902-1903. Jón hóf búskap á Brúnastöðum 1906 en keypti Tungu í Stíflu árið 1910. Árið 1914 keypti hann að auki jarðirnar Háakot og Þorgautsstaði og sameinaði þær Tungu. Árið 1944 brá hann búi og flutti til Siglufjarðar og bjó þar til dánardags. Jón rak stórbú á landsvísu í Tungu og var vel efnum búinn. Jón gegndi flestum opinberum störfum á vegum sveitarinnar. Hann var t.d. einn af stofnendum málfundarfélagsins Vonar í Stíflu 1918 og fyrsti formaður þess, sat í hreppsnefnd Holtshrepps 1923-1936, þar af oddviti 1925-1934, sýslunefndarmaður 1920-1937 og hreppstjóri 1938-1944. Maki: Sigurlína Ingibjörg Hjálmarsdóttir, f. 1886 á Uppsölum í Staðarbyggð, Eyjafirði. Þau eignuðust fimm börn og komust fjögur þeirra upp. Einnig ólu þau upp þrjú fósturbörn.

Jón Gunnlaugsson (1849-1934)

  • S03054
  • Person
  • 1. sept. 1849 - 30. júní 1934

Foreldrar: Gunnlaugur Magnússon b. í Garði í Ólafsfirði og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum í Garði. Mun síðan hafa átt heima um skeið á Auðnum í Ólafsfirði. Hann hóf búskap að Garði um 1875 og bjó þar, uns hann fluttist að Tungu í Stíflu 1888. Bjó þar til 1898 og á Mjóafelli 1898-1917. Brá þá búi en var kyrr á sama stað. Jón var nokkur ár í hreppsnefnd og réttarstjóri til fjölda ára. Árið 1870 kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur, þau eignuðust sjö börn.

Kristinn Jónasson (1914-1996)

  • S03028
  • Person
  • 17. ágúst 1914 - 24. ágúst 1996

Foreldar: Jónas Jósafatsson og síðari kona hans, Lilja Kristín Stefánsdóttir. Maki: Guðrún Guðmundsdóttir frá Berghyl í Fljótum. Þau eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Tungu og Knappstöðum í Stíflu þar til 1974 er þau brugðu búi og fluttu til Akureyrar.

Sigurður Jónsson (1863-1952)

  • S02955
  • Person
  • 19. ágúst 1863 - 16. maí 1952

Sigurður Jónsson, f. í Tungu í Stíflu. Foreldrar: Jóns Steinsson og Guðrún Nikulásdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin en árið 1871 drukknaði faðir hans. Fór þá Sigurður til föðurbróður síns, Bessa Steinssonar, að Kýrholti í Viðvíkursveit og ólst upp hjá honum og konu hans, Guðrúnu Pálmadóttur. Var hann skráður þar til heimilis til 1892. Þá er hann eitt ár vinnumaður að Bakka í Viðvíkursveit. Árin 1893-1895 er hann skráður vinnumaður að Hvalnesi á Skaga. Eftir það flutti hann með konuefni sínu að Bakka í Viðvíkursveit og var þar 1895-1897. Þaðan á Sauðárkrók þar sem þau voru eitt ár og aftur að Bakka 1898-1903. Þá réðust þau til hjónanna að Hvalnesi og taka þar við búi og búa þar 1903-1919, nema hvað þau leigðu jörðina árið 1908-1909 og voru sjálf í húsmennsku. Árið 1919 fóru þau á Sauðárkrók þar sem Sigurður rak verslun næstu þrjú árin. Árið 1922-1923 bjuggu þau að Hringveri í Hjaltadal, þar sem Guðrún lést. Vorið 1929 fluttist Sigurður til Sigurlaugar dóttur sinnar í Brimnesi og var þar til dánardags. Sigurður sat um skeið í sveitarstjórn og gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Lengi hafði hann og verslun í Hvalnesi. Maki: Guðrún Símonardóttir (1871-1924), frá Brimnesi. Þau eignuðust tvö börn, en sonur þeirra lést ungur úr mislingum.

Stefán Ásgrímsson (1848-1930)

  • S00720
  • Person
  • 20.07.1848-09.03.1930

Foreldrar: Ásgrímur Steinsson og Guðrún Kjartansdóttir á Gautastöðum í Stíflu. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum. Bóndi í Tungu 1870-1975, Stóru Brekku 1875-1883 og í Efra Ási 1883-1930. Hann gróðursetti trjálund við bæ sinn og ræktaði garðjurtir í stórum stíl, sem var afar sjaldgæft á þeim tíma. Kvæntist Helgu Jónsdóttur (1845-1923), þau eignuðust fjögur börn sem upp komust.