Varmilækur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Varmilækur

Equivalent terms

Varmilækur

Associated terms

Varmilækur

3 Authority record results for Varmilækur

3 results directly related Exclude narrower terms

Gunnar Jóhannsson (1922-1979)

  • S00598
  • Person
  • 09.02.1922-09.01.1979

Fæddur og uppalinn á Mælifellsá á Efribyggð í Lýtingsstaðahreppi, sonur Jóhanns Péturs Magnússonar og Lovísu Sveinsdóttur. Fimmtán ára gamall lærði Gunnar leðursaum og skósmíði á Akureyri og átján ára gamall stofnsetti hann saumastofu á heimili foreldra sinna, þar sem framleiddar voru skinnavörur. Um þetta leyti fór hann að finna fyrir vöðvarýrnun sem ágerðist nokkuð hratt svo að innan við tvítugt þurfti hann að nota hækjur og var bundinn við hjólastól frá 25 ára aldri. Árið 1943 kvæntist hann Þuríði Kristjánsdóttur og keyptu þau hjón 30 ha. landspildu úr landi Skíðastaða á Neðribyggð ásamt heitavatnsréttindum og byggðu nýbýlið Varmalæk, þar sem þau settust að og ráku saumastofu, gróðurhús og verslun. Eftir tíu ára búsetu á Varmalæk hafði heilsu Gunnars hrakað mjög og þurftu þau að hjón að flytja til Reykjavíkur til þess að hafa greiðari aðgang að læknisþjónustu v. sjúkdóms hans. Í Reykjavík ráku þau verslun og saumastofu um tíu ára skeið. Eftir það hóf Gunnar störf hjá Múlalundi og varð síðar einn af aðal hvatamönnum að stofnun Sjálfsbjargar og starfaði mikið fyrir félagið. Síðustu starfsárin starfaði hann við rekstur fornmunaverslunar. Gunnar var snjall hagyrðingur og mikill söngmaður.
Gunnar og Þuríður eignuðust átta börn.

Herdís Björnsdóttir (1925-2006)

  • S01822
  • Person
  • 23. des. 1925 - 26. feb. 2006

Herdís Björnsdóttir fæddist á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð í Skagafirði 23. desember 1925. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Sigurðsson, bóndi á Stóru-Ökrum og k.h. Sigríður Gunnarsdóttir. ,,Herdís giftist hinn 6. júní 1951 Sveini Jóhannssyni frá Mælifellsá í Skagafirði, þau hófu búskap á Stóru-Ökrum, en bjuggu lengst af á Varmalæk í Skagafirði þar sem þau stunduðu hefðbundinn búskap og hrossarækt og ráku verslun. Rekstur verslunarinnar á Varmalæk var aðalstarf Herdísar um áratuga skeið auk þess að halda fjölmennt og ákaflega gestkvæmt heimili." Herdís og Sveinn eignuðust sex börn.

Sveinn Jóhannsson (1929-1987)

  • S01832
  • Person
  • 7. júní 1929 - 17. sept. 1987

Sveinn var sonur hjónanna Lovísu Sveinsdóttur frá Mælifellsá og Jóhanns Péturs Magnússonar frá Gilhaga, sem bjuggu á Mælifellsá allan sinn bú skap. Sveinn ólst upp á Mælifellsá til 17 ára aldurs er foreldrar hans hættu búskap. Þá fór hann til eins vetrar undirbúningsnáms fyrir menntaskóla hjá séra Halldóri Kolbeins. Hann fór síðan í Menntaskólann á Akureyri og stundaði þar nám í einn vetur. 6. júní 1950, giftist Sveinn Herdísi Björnsdóttur frá Stóru-Ökrum í Blönduhlíð, þau eignuðust sex börn. Árið 1954 keyptu þau jörðina Varmalæk í Lýtingsstaðahreppi af Gunnari bróður Sveins. Á Varmalæk og Mælifellsá stundaði Sveinn hefðbundinn búskap með kindur og kýr, ásamt hrossabúskap, hrossarækt og umfangsmikilli hrossaverslun. Einnig seldi hann og keypti reiðhesta og allar tegundir hrossa til útflutnings og slátrunar. Á Varmalæk var verslun og bensínsala ásamt hestaleigu fyrir ferðamenn. Sveinn og Björn sonur hans tóku einnig að sér fararstjórn í fjallaferðum um Ey vindarstaðaheiði, Kjöl og Sprengisand um árabil. Sveinn tók virkan þátt í félagsmálum sveitunga sinna, var í hreppsnefnd í 20 ár, varaoddviti í eitt kjörtímabil og í ýmsum nefndum og ráðum. Auk þess að vera bóndi og kaupmaður á Varmalæk var Sveinn framkvæmdastjóri Slátursamlags Skagfirðinga og í forustusveit skagfirskra hestamanna.