Vatnsdalur í Austur-Húnavatnssýslu

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Vatnsdalur í Austur-Húnavatnssýslu

Equivalent terms

Vatnsdalur í Austur-Húnavatnssýslu

Associated terms

Vatnsdalur í Austur-Húnavatnssýslu

4 Authority record results for Vatnsdalur í Austur-Húnavatnssýslu

4 results directly related Exclude narrower terms

Elínborg Margrét Jónsdóttir (1921-2007)

  • S02217
  • Person
  • 30. júní 1921 - 7. jan. 2007

Elínborg fæddist að Másstöðum í Vatnsdal. Foreldrar hennar voru Jón Kristmundur Jónsson bóndi og Halldóra Gestsdóttir húsfreyja. Elínborg flutti til Skagastrandar 1950, eða þar um bil og bjó þar alla tíð síðan. Hún lærði til kennara og kenndi einn vetur á Eyrarbakka, en síðan við Höfðaskóla á Skagaströnd 1945-1995. Ættfræði var hennar helsta áhugamál og kom hún að útgáfu bókana Ættir Austur-Húnvetninga. Elínborg var ógift og barnlaus.

Jakob Benedikt Bjarnason (1896-1984)

  • S02360
  • Person
  • 26. okt. 1896 - 30. okt. 1984

Jakob Benedikt Bjarnason var fæddur 26. október 1896 að Forsælu í Vatnsdal. Foreldrar hans voru Guðrún 1875-1967 og Bjarni 1863-1945. Jakob ólst upp á vegum móður sinnar, sem var ráðskona að Forsælu. Þegar Jakob var á þriðja ári réðst hún sem vinnukona að Geitaskarði og hafði drenginn með sér, en var þar aðeins eitt ár að þessu sinni. Næstu árin var hún á ýmsum stöðum í Engihlíðarhreppi, en kom Jakobi fyrir hjá systur sinni Hólmfríði, sem bjó á Björnólfsstöðum. Jakob varð fljótt afar bókhneigður. Hann var í vinnumennsku hingað og þangað. Hann kvæntist Elínborgu Ósk dóttur þeirra Síðuhjóna Einars Guðmundssonar og Sigurlaugar Þ. Björnsdóttur. Ungu hjónin bjuggu þar og svo kom að þau keyptu alla jörðina. Þau eignuðust eina dóttur, Magdalenu, f. 1930, en sama ár kenndi Jakob sér fyrst þess meins sem fylgdi honum æ síðan, liðagigtar og var hann oft lítt vinnufær. Jakob og Sigurlaug brugðu búi að fullu árið 1971. Jakob var mikill bókaáhugamaður, safnari og fræðimaður.

Páll Sigurðsson (1880-1967)

  • S02834
  • Person
  • 4. apríl 1880 - 9. sept. 1967

Páll Sigurðsson f. 04.04.1880 á Þóroddsstöðum í Köldukinn. Foreldrar: Sigurður Pálsson bóndi í Pálsgerði í Dalsmynni og kona hans Hólmfríður Árnadóttir. Páll ólst upp á heimili foreldra sinna en eftir að móðir hans lést fluttist hann ásamt föður sínum og bræðrum að Brenniborg í Lýtingsstaðahreppi árið 1902. Þar bjó þá Margrét systir hans, ásamt eiginmanni sínum Stefáni Sigurðssyni. Ásamt yngri bræðrum sínum sótti hann nám við Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan vorið 1906. Að lokinni skólavist tók við lausamennska á ýmsum stöðum í Skagafirði og Húnaþingi, lenst af með heimili hjá Kristjáni bróður sínum á Brúsastöðum í Vatnsdal. Árið 1907-1910 var hann eftirlitsmaður hjá Nautgriparæktarfélagi Lýtingsstaðahrepps og stundaði jafnframt barnakennslu á vetrum. Maki: Guðrún Elísa Magnúsdóttir, f. 24.04.1899 á Kleifum í Kaldbaksvík í Strandasýslu. Þau eignuðust 7 börn og tóku tvær fósturdætur. Bóndi á Bergsstöðum í Svartárdal A-Hún 1921-1922, í Kolgröf á Efribyggð 1922-1927, í Austurhlíð í Blöndudal A-Hún 1927-1933, í Dæli í Sæmundarhlíð 1933-1935, í Holtskoti í Seyluhreppi 1935-1942 og í Keldudal 1942-1953. Páll söng um hríð í karlakórnum Heimi og var safnaðarfulltrúi í mörg ár. Síðast búsettur á Sauðárkróki.

Sigurður Nordal (1886-1974)

  • S02517
  • Person
  • 14. sept. 1886 - 21. sept. 1974

Sigurður var fæddur á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Foreldrar hans voru Björg Sigurðardóttir húsfreyja og Jóhannes Nordal íshússtjóri. Sigurður ólst upp hjá föðurbróður sínum Jónasi Guðmundssyni og Steinunni Steinsdóttur konu hans. Hann varð stúdent frá MR árið 1906 og lauk meistaraprófi frá Hafnarháskóla í norrænum fræðum 1912 og Dr. phil.-prófi 1914 frá sama skóla. Einnig stundaði hann heimspekinám í Berlín og Oxford 1917 - 1918. Sigurður var prófessor í íslenskum fræðum og íslenskum skáldskap og menningarsögu. Hann var sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn frá 1951 til 1957. Eftir Sigurð liggur fjöldi merkra ritverka, einnig greinar, ljóð og leikrit.
,,Sigurður Nordal var útgáfustjóri Íslenskra fornrita 1933-1951, ritstjóri Studia Islandica 1937-1953 og Monumenta typographica 1-5, en meðritstjóri Nelson's Icelandic Texts og meðútgefandi tímaritsins Vöku 1927-1929. Hann var þjóðernishyggjumaður og lagði rækt við íslenskt mál og íslenska hugsun. Þótt íslensk fræði hafi verið stunduð hér á landi á undan Sigurði Nordal af mönnum eins og Sveinbirni Egilssyni og Birni M. Ólsen var það fyrst með honum að verulega fór að kveða að rannsóknum í íslenskum fræðum við æðri menntastofnanir og áhrifa þeirra að gæta út fyrir landsteinana. Ritskýringar hans og lýsing á þróun íslenskra bókmennta voru um eitt skeið viðteknar þar sem þessi fræði eru stunduð.
Sigurður aðhylltist svokallaða bókfestukenningu um uppruna Íslendinga sagna. Sigurður setti saman Íslenska lestrarbók 1400 - 1900 árið 1924. Þar birti hann ritgerð sína um samhengið í íslenskum bókmenntum sem er stórsaga íslenskra bókmennta um aldir. Þetta bókmenntasöguyfirlit hafði mikil áhrif og ekki síður val hans á bókmenntaverkum til lestrar því bókin var notuð í skólum í áratugi." Fyrri kona Sigurðar var Nanna Henriksson. Seinni konan hans var Ólöf Nordal, þau eignuðust tvo syni.