Vestur-Íslendingar

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Vestur-Íslendingar

Equivalent terms

Vestur-Íslendingar

Associated terms

Vestur-Íslendingar

213 Archival descriptions results for Vestur-Íslendingar

213 results directly related Exclude narrower terms

Mynd 27

Ljósmynd í cab stærð.
Á myndinni eru óþekkt fjölskylda, hjón með fimm börn.
Tvær af stúlkunum gætu verið þær sömu og á mynd nr. 26.
Myndin er tekin á ljósmyndastofu í Winnipeg.

Guðmundur Trjámannsson

Vesturfarar: Ljósmyndasafn

  • IS HSk N00369
  • Fonds
  • 1880-1993

Ljósmyndir, 127 stk.

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)

Mynd 8

Maðurinn og barnið á myndinni er óþekkt en aftan á hana eru skrifaðar þessar upplýsingar:
"Þetta er af pabba í sumar, tekið framan við húsið heima."

Mynd 114

Sigurður Pétursson frá Sjávarborg.
Aftan á myndina er skrifað: "Sigurður Pétursson sýslumaður frá Sjávarborg dó ungur."
Myndin var gefin 09.07.2003 úr dánarbúi Kristínar Sölvadóttur Skr.

Mynd 115

Fjögur óþekkt börn.
Aftan á myndina er skrifað:
"Kalli bróðir minn."
Gefandi er Magnús Gíslason frá Frostastöðum, 20.05.1997.

Mynd 126

Þorbjörg Þorvaldsdóttir og fjölskylda hennar.
Þorbjörg var dóttir Þorvaldar Einarssonar og Láru Sigfúsdóttur á Sauðárkróki.
Aftan á myndina er ritað:
"Pjettur bróðir. Jeg sendi þjer mind af okkur en vonast til að fá mind af ykkur ef þið gjettið. Þín systir Þorbjörg."

Mynd 61

Samkvæmt upplýsingum á myndinni er maðurinn á myndinni annað hvort Sigurbjörn Bjarnason eða Guðmundur Bjarnason, bróðir Bjargar Bjarnadóttur í Borgargerði, en þeir fóru báðir til Vesturheims. Myndin var send Björgu Bjarnadóttur í Borgargerði.

Mynd 63

Börnin á myndinni eru óþekkt.
Myndin er merkt Sigríði Magnúsdóttur á Hofsósi og virðist hún því hafa fengið hana senda.

Mynd 116

Tveir óþekktir menn.
Mennirnir heita Daníel og Kristján.
Úr eigu Sigurðar Laxdal, Holtsmúla.

Mynd 123

Óþekkt hjón með þrjú börn.
Myndin er tekin um 1904 af Benedikt Ólafssyni sem var ljósmyndari í Winnipeg.

Mynd 125

Þrjár óþekktar stúlkur, líklega dætur Hólmfríðar Jóhannsdóttur, Litladalskoti.
Aftan á myndina er skrifað: "Sigmundur Vindheimum."

Mynd 60

Fimm óþekkt börn.
Aftan á myndina er ritað:
"Sigríður Magnúsdóttir með lukku ósk frá S. Þórarinsdóttur."

Mynd 44

Á myndinni eru óþekktur maður í hermannabúningi með byssu um öxl.
Aftan á myndina er skrifað:
"Sonur Björns Skagfjörð í Ameríku."

Mynd 118

Fólkið á myndinni er óþekkt en skírnarnöfn þeirra eru rituð aftan á myndina:
Eggert, Elín, Jakob (eldri),Guðný, Ída, Jakob (yngri). Ída giftist í júní 1938 heitir Mrs. McConnell. Guðný og family.
Gefandi: Una Árnadóttir frá Kálfsstöðum.

Mynd 82

Á myndinni eru níu óþekktar konur. Flestar eru þær í íslenskum búningum.

Mynd 113

Óþekkt fólk.
Aftan á myndina er skrifað:
"Úr myndum Árna Daníelssonar, Sjávarborg."

Mynd 122

Gunnlagur Sölvason og Guðríður kona hans. Börnin eru Björn, Stefán og Lilja.
Myndin er tekin um 1901 eða 1902.
Myndin er gefin 09.07.2003 úr dánarbúi Kristínar Sölvadóttur á Sauðárkróki.

Mynd 111

Fólkið á myndinni er óþekkt en hún er tekin á járnbrautarstöð vestan hafs.
Aftan a myndina er skrifað:
"Joseph, bróðir minn og ég. Við vorum að bíða eftir járnbrautarlest (það er rétta orðið er það ekki?)."
Rithöndin er sú sama og á myndum nr 98, 101 og 102.

Mynd 133

Árni Kristinsson les jólasögu fyrir tvö af barnabörnum sínum, Patti og Steve Thompson. Myndin er tekin 24. desember 1959 í Saskaton.

Mynd 130

Sigríður (Johnson) Kirstinsson, kölluð Sadie. Kona Árna á mynd nr 1. Ef til vill brúðarmynd og ef svo er væri hún tekin árið 1012. Tekin í Winnipeg í Kanada.

Mynd 131

Guðrún Ólöf (Kristinsson) Thompson, kölluð Olive, með bróður sínum, Jóhn Alan Kristinsson. Börn Árna á mynd nr 1. Myndin er tekin í Saskatoon, Saskatchewan í Kanada í september 1993.

Mynd 132

Guðrún Ólöf (Olive) með börn sín, talið frá vinstri: Bob Thompson, Carol (Thompson) Hellman, Olive (Kristinsson) Thompson, Patti (Thompson) Miller, gefandinn og Steve Thompson. Myndin er tekin í Saskaton í september 1993.

Mynd 129

Kristín Jónsdóttir (1847-1933). Móðir Árna á mynd nr 1. Myndin er tekin í Mountain, Norður-Dakota.

Mynd 128

Árni Kristinsson, 12 ára gamall. (F. 30.04.1883).
Líklega fyrsta mynd sem til er af honum.
Tekin í Winnipeg, Manitoba, Kanada árið 1895.

Mynd 1

Fólkið á myndinni er óþekkt.
Aftan á myndina er skrifað: "Our home in Moves Bay Calif., before us moved to to Bellingham Wash."

Mynd 97

Fólkið á myndinni er óþekkt.
Aftan á myndina er skrifað:
"Þetta er Silvía dóttir Gunnlýgs bróðir míns og heit bróðir hennar."

Mynd 101

Aftan á myndina er skrifað:
Antoniette og Eurico og ég. Þetta er sama sunnudaginn. Hjónin heita Carmine og Antoniette Mezzacappa og drengirnir eru Eurico. Mig þekkið þið býst ég við."
Myndin er merkt með sömu rithönd og mynd nr 98.

Mynd 108

Konan hægra megin á myndinni er Sigurlína, sem var hjá Pálma Péturssyni og Helgu og Sjávarborg en fór til Vesturheims.
Hin konan er óþekkt.

Sagnaþættir og ljóð

Handskrifuð stílabók, með hendi Jóns Sveinssonar frá Þangskála, sem inniheldur ljóð og sagnaþætti eftir Jón:
I. "Saknaðar og minningar ljóð........", Útfararljóð".
I Um flutninga fólks til Ameríku úr Skefilsstaðahreppi og Sauðárhreppi á tímabilinu frá 1874-1904".
II. "Afburðamenn að afli og leikni í glímu íþróttinni".
III. Dulræn sögn viðkomandi Fljótamönnum. Um sjóslysið 6. jan. 1899 .
IV. "Sagnir viðkomandi Sölva Helgasyni förumanni".

Mynd 89

Tvær óþekktar konur vinna við hannyrðir utan dyra. Myndin er tekin í Vesturheimi.

Mynd 98

Fólkið á myndinni er óþekkt.
Aftan á myndina er skrifað:
"Carmine og Eurico og ég. Autonette konan hans tók myndina sama sunnudag."

Mynd 104

Maður í hermannabúning með byssu um öxl.
Aftan á myndina er skrifað:
"Sonur Björns Hafstað."

Results 1 to 85 of 213