Ysti-Mór

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Ysti-Mór

Equivalent terms

Ysti-Mór

Associated terms

Ysti-Mór

8 Authority record results for Ysti-Mór

8 results directly related Exclude narrower terms

Ásmundur Eiríksson (1899-1975)

  • S01406
  • Person
  • 2. nóv. 1899 - 12. nóv. 1975

Skrifstofumaður í Yzta-Mó, Barðssókn, Skag. 1930. Heimili: Reykjarhóll. Forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins í Reykjavík.

Haraldur Hermannsson (1923-2014)

  • S01972
  • Person
  • 22. apríl 1923 - 3. apríl 2014

Haraldur fæddist á Ysta-Mói í Fljótum og ólst þar upp. Faðir: Hermann Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Ysta-Mói (1891-1974). Móðir: Elín Lárusdóttir (1890-1980) húsfreyja á Ysta-Mói. Eftir barna- og unglingaskóla í Fljótum hélt Haraldur til náms við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði og var þar einn vetur. Haraldur hóf búskap á Ysta-Mói ásamt konu sinni árið 1947 og bjó þar í félagi við foreldra sína. Þau hættu búskap 1973 þegar elsti sonur hans tók við búinu. Haraldur flutti þá í Haganesvík þar sem hann tók við starfi kaupfélagsstjóra Samvinnufélags Fljótamanna ásamt því að sjá um póstafgreiðslu fyrir sveitina. Hann var kaupfélagsstjóri til ársins 1977 en þá var Samvinnufélag Fljótamanna sameinað Kaupfélagi Skagfirðinga og starfsemin flutt að Ketilási. Haraldur vann svo hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, fyrst að Ketilsási og síðan hjá byggingarvörudeild Kaupfélagsins á Sauðárkróki en þangað flutti hann 1979. Haraldur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. hreppstjóri Haganeshrepps 1970-82, hreppsnefndarmaður, sýslunefndarmaður, í stjórn Búnaðarsambands Skagafjarðar og formaður jarðanefndar Skagafjarðarsýslu, ásamt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Haraldur sinnti auk þess ýmsum félags- og íþróttamálum, t.d. formennsku í Skíðafélagi Fljótamanna um árabil, formennsku fyrir Veiðifélag Flókadalsár, ásamt ýmsum öðrum félagsstörfum. Hann var mikill áhugamaður um skák. Haraldur kvæntist 29.12. 1946 Guðmundu Pálínu Hermannsdóttur, þau eignuðust níu börn.

Jónína Jónsdóttir (1883-1966)

  • S02619
  • Person
  • 23. ágúst 1883 - 4. sept. 1966

Fædd á Hraunum í Fljótum. Foreldrar: Jón Magnússon bóndi á Helgustöðum í Fljótum og sambýliskona hans María Jónsdóttir. Jónína ólst nær alveg upp hjá hjónunum Guðbrandi Jónssyni og Sveinsínu Sigurðardóttur á Steinhóli í Flókadal. Er talin þar léttastúlka frá fermingaraldri og síðar vinnukona til 21 árs aldurs. Er þá talin hafa farið sem vinnukona að Sigríðarstöðum í Fljótum til Baldvins Sveinssonar og sona hans. Fór síðan að búa með Baldvini Baldvinssyni þar til hann lést árið 1921. Áttu þau saman níu börn. Bjó eitt ár í Borgargerði eftir lát Baldvins en fór síðan að Ysta-Mói í Flókadal og bjó þar lengst af til æviloka. Átti eina dóttur með vinnumanni þar, Sveinbirni Jóhannessyni.

Kristinn Gunnlaugsson (1897-1984)

  • S03600
  • Person
  • 27.05.1897-22.02.1984

Kristinn Gunnlaugsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 27.05.21897, d. í Kópavogi 22.02.1984. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Stafshóli í Deildardal og kona hans Sigurlaug Margrét Hólmfríður Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar skólagöngu sem þá tíðkaðist. Fjórtán ára fór hann í vinnumennsku að Kolkuósi og var þar næstu tvö árin. Þar slasaðist hann og náði sér aldrei til fulls eftir það. Hann var eitt ár í Saurbæ í Kolbeinsdal, síðan á Ysta-Mói og loks á Hraunum í Fljótum. Þaðan fór hann til Siglufjarðar vorið 1919 og hóf þar trésmíðanám en lauk því ekki fyrr en löngu síðar. Kristinn hóf búskap vorið 1921 og næsta ár voru þau í húsmennsku í Saurbæ en síðan eitt ár í Brimnesi. Vorið 1924 byrjuðu þau aftur búskap í Saurbæ og voru þá tvö ár. Árið 1926-1927 voru þau í húsmennsku á Skúfstöðum. Næsta ár vann hann við byggingar á hólum og árið eftir á Skagaheiði. Haustið 1928 flutti hann á Sauðárkrók. Veturinn 1929 fór Kristinn í Sandgerði til vinnu. Hann byggði sér íbúðarhús á Króknum upp úr 1930 og frá 1938 var hann eingöngu við vinnu þar. Hann stofnaði Trésmiðjuna Björk ásam Jósep Stefánssyni. Seinna var hann verkstjóri, t.d. í frystihúsi í 5 ár, við síldarssöltun og fleira. Var einnig framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins um tíma, sá um fasteignaviðskipti og fleira. Hann sinnti mikið félagsmálum og var lengi í Alþýðuflokknum. Einnig í hreppsnefnd Sauðárkróks og fyrstu bæjarstjórn. Árið 1954 flutti hann suður og stundaði þar smíðar og verkstjórn.
Maki 1: Gunnhildur Stefanía Sigurðardóttir (1898-1929). Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Guðný Jóhannsdóttir (1885-1981). Ekki börn en Guðný átti þrjú börn fyrir.

Lárus Hermannsson (1914-2007)

  • S03372
  • Person
  • 04.03.1914-12.04.2007

Lárus Hermannsson f. á Hofsósi 04.03.1914, d. 12.04.2007 í Reykjavík. Foreldrar: Hermann Jónsson bóndi og hreppstjóri á Ysta-Mói og kona hans Elín Lárusdóttir.
Maki: Aðalheiður Halldórsdóttir. Þau eignuðust einn son.
Maki 2: María Jakobína Sófusdóttir. Þau eignuðust þrjá syni.
Lárus ólst upp á Ysta-Móií Fljótum. Þar gekk hann í barnaskóla í Haganesvík. Hann stundaði nám við Íþróttaskólann á Laugarvatni einn vetur og fír síðan í Samvinnuskólann. Að loknu námi þar fór hann til Ísafjarðar og starfaði hjá kaupfélaginu þar í nokkur ár. Þá starfaði hann hjá KRON og síðan SÍS. Lárus var hagmæltur og eftir hann liggur nokkur kveðskapur. Árið 1998 gaf hann út bókina Frásagnir frá fyrri tíð sem geymir m.a. sagnaþætti og vísur.

Páll Árnason (1868-1916)

  • S01752
  • Person
  • 12.08.1868-30.12.1916

Páll Árnason, f. á Ysta-Mói í Fljótum 12.08.1868, f. 30.12.1916 á Sauðárkróki. Foreldrar: Árni Þorleifsson (1824-1889) bóndi og hreppstjóri á Ysta-Mói og kona hans Valgerður Þorvaldsdóttir.
Páll ólst upp í foreldrahúsum og stundaði sjósókn og landbúnaðarstörf. Hann hlaut meiri fræðslu en almennt gerðist hjá sr Tómasi Bjarnasyni á Barði, sem síðar varð tengdafaðir hans. Einnig fékkst hann mikið við smíðar, einkum bátasmíðar. Páll hóf búskap á Ysta-Mói 1892 og bjó þar til æviloka, fyrst með móður sinni en síðar með konu sinni. Pall gegndi fjölda trúnaðarstarfa, var m.a. odvviti Holtshrepps hins forna 1896-1898, fyrsti hreppsstjóri Haganeshrepps 1896-1916, en hann lést það ár. Var einnig í hreppsnefnd Haganeshrepps fjölda ára og oddviti hreppsins í 10 ár. Sýslunefndarmaður frá 1912-1915.
Páll var mikill framkvæmdamaður og byggði m.a. íbúðarhús úr timbri árið 1896 sem var eitthvert vandaðsta hús í sveit á þeim tíma. Auk búskaparins stundaði hann sjósókn og skipa- og bátasmíðar.
Kona: Ragnheiður Tómasdóttir frá Barði, f. 23.09.1868, d. 23.03.1962. Ragnheiður og Páll eignuðust þrjú börn og komust tvö þeirra til fullorðinsára.

Sæmundur Árni Hermannsson (1921-2005)

  • S00453
  • Person
  • 11.05.1921-12.08.2005

Sæmundur Árni Hermannsson fæddist á Ysta-Mói í Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Hermann Jónsson bóndi og hreppstjóri og Elín Lárusdóttir. ,,Sæmundur stundaði bústörf á unglingsárunum, var í vegavinnu, í síldarvinnu á sumrin og á vertíð í Keflavík. Hann var síðar með bílaútgerð í Fljótum. Sæmundur flutti til Vestmannaeyja 1950, var þar hótelstjóri og síðan tollvörður, tollvörður á Þórshöfn á Langanesi sumarlangt og loks á Keflavíkurflugvelli. Sæmundur flutti til Sauðárkróks 1957 og var tollvörður þar um árabil. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Skagfirðinga í ársbyrjun 1961 og gegndi því til 1991 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sæmundur helgaði sig hrossarækt eftir að hann flutti í Skagafjörð og rak hrossaræktarbú að Ytra-Skörðugili frá árinu 1971. Sæmundur var alla tíð virkur félagi í Framsóknarflokknum, sat m.a. í bæjarstjórn Sauðárkrókskaupstaðar fyrir flokkinn. Þá var hann virkur félagi í Lionshreyfingunni og fyrsti forseti hennar á Sauðárkróki. Sæmundur var einn af stofnendum félags eldriborgara á Sauðárkróki og fyrsti formaður þess." Sæmundur Árni kvæntist 26. janúar 1952 Ásu Sigríði Helgadóttur frá Vestmannaeyjum, þau eignuðust sjö börn.

Sveinn Árnason (1864-1936)

  • S03233
  • Person
  • 07.07.1864-16.07.1936

Sveinn Árnason, f. 07.07.1864 á Ysta-Mói í Flókadal í Fljótum, d. 16.07.1936 í Felli. Foreldrar: Árni Pálsson á Ysta-Mói og kona hans. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Ysta-Mói og naut þar góðrar fræslu. Hann sótti námskeið í stýrimannafræðum og var vel að sér í þeirri grein. Einnig lærði hann smíðar. Árið 1890-1891 bjó hann á Minna-Grindli og var þar heimamaður tengdamóður sinnar en í manntali það ár er hann talinn skipstjóri. Vorið 1891 reisti hann bú í Felli og keypti jörðina skömmu síðar og bjó þar til æviloka. Bærinn brann til kaldra kola nálægt aldamótum en var endurreistur. Janframt landbúnaðinum stundaði hann sjósókn. Hann vann ýmis trúnaðarstörf og var m.a. skipaður hrepppstjóri 1899 en baðst lausnar árið 1935.
Maki 1: Jórunn Steinunn Sæmundsdóttir (12.07.1865-10.12.1903). Þau eignuðust sex börn en aðeins þrjú þeirra komust upp.
Maki 2: Hólmfríður Sigtryggsdóttir (15.04.1881-29.09.1971). Þau eignuðust fjögur börn.