Showing 177 results

Authority record
Organization

Verkakvennafélagið Aldan (1930-2001)

  • S01866
  • Organization
  • 1930-

Verkakvennafélagið Aldan var stofnað þann 9. janúar 1930 á Sauðárkróki. Stofnendur voru 21 talsins. Ástríður Stefánsdóttir ljósmóðir átti frumkvæði að stofnun félagsins. Í félagslögum segir m.a.: „Tilgangur félagsins er sá að styðja og efla hag félagskvenna og menningu á þann hátt, sem kostur er, meðal annars með því að ákveða vinnutíma og kaupgjald og stuðla að því, að verkalýðurinn taki sjálfstæðan þátt í stjórnmálum lands og bæjarfélags.“
Fyrstu stjórn skipuðu: Ástríður Stefánsdóttir, formaður, Sigríður A.N. Eiriksen, ritari og Pálína Bergsdóttir.
Varastjórn skipuðu: Sigurrós J. Sigurðardóttir, Helga Jóhannsdóttir og Ingunn Magnúsdóttir.
Tvo meðráðamenn kaus félagið sér til halds og trausts úr Verkamannafélaginu Fram: Friðrik Hansen og Pétur Sigurðsson.
Verkakonur á Sauðárkróki töldu rétt að bindast samtökum um kaup og kjör, en fiskvinna, einkum síldarvinna, var nokkur og fór vaxandi.
Hver sú kona sem var orðin 16 ára að aldri og var fær til algengrar vinnu gat fengið inntöku í félagið. Varð hún að senda formanni skriflega inntökubeiðni en formaður bar umsóknina undir atkvæði á félagsfundi.
Aðalstörf félagsins snérust um að bæta kjör vinnandi kvenna, sérstaklega á meðan mikið atvinnuleysi var í landinu. Árið 1931 voru t.d. konurnar neyddar til að lækka þágildandi taxta félagsins til að hægt væri meðal annars að láta verka saltfisk á Sauðárkróki. En konurnar settu fram nokkur skilyrði gegn lækkun taxtans og meðal þeirra skilyrða var að félagar Öldunnar sætu fyrir vinnu, að konur við fiskþvott hefðu skýli og að þeim yrði lögð til áhöld.
Þeim konum sem mest beittu sér fyrir síldarsöltun á Sauðárkróki sumarið 1934 var neitað um vinnu á staðnum.
Aldan stéttarfélag, varð síðar til við sameiningu Verkalýðsfélagsins Fram og Verkakvennafélagsins Öldunnar. Sameinað félag tók til starfa í ársbyrjun 2001. Stofnfélagar voru um 820 manns, félagið á sér merkilega fortíð í sögu þessara félaga og forvera þeirra.

Skátafélagið Andvarar (1929-)

  • S01213
  • Organization
  • 1929-

Skátafélagið Andvarar var stofnað á Sauðárkróki þann 22. mars árið 1929 og var það aðallega fyrir drengi. Félagið var stofnað „að tilhlutan Jónasar Kristjánssonar læknis". Kristján C. Magnússon bókari kom fótum undir félagið að beiðni læknisins; var sveitarforingi fyrsta árið. Við tók Frank Michelsen.“ (Kristmundur Bjarnason, Skagfirzkur annáll 1847-1947 II, bls. 447).
Árið 1972 voru félögin Andvarar og Ásynjur (stofnað 1935) sameinuð undir nafninu Skátafélagið Eilífsbúar.
Árið 1989 voru í Skátafélaginu Eilífsbúum 90 skátar á aldrinum 10-16 ára, bæði stelpur og strákar en stelpur voru í miklum meirihluta. Flokkarnir voru 7 talsins auk dróttskátasveitar. Flokksforingjar voru á þessum tíma 15 talsins, en engir sveitar- eða deildarforingjar voru í félaginu.
Skátafélagið hélt veglegt afmælishóf í apríl 1989, í hófinu var Franch Michelsen gerður að fyrsta heiðursfélaga Eilífsbúa fyrir brautryðjendastarf hans í þágu skátahreyfingarinnar á Sauðárkróki. Hann var einn af stofnendum Skátafélagsins Andvarar og var félagsforingi á árunum 1931-1935 og 1940-43.
Fyrsti félagsforingi Skátafélagsins Andvara og sem síðar fékk nafnið Skátafélagið Eilífsbúar var Kristján C. Magnússon, auk hans hafa eftirtaldir aðilar verið félagsforingjar skátastarfsins á Sauðárkróki; Franch Michelsen, sr. Helgi Konráðsson, Lúðvig Halldórsson, Sigmundur Pálsson, Sigurður Helgi Guðmundsson, Valur Ingólfsson, Sigurður Jónsson, Gunnar Guðjónsson, Hreinn Hreinsson og Inga H. Andreassen. Núverandi (2024) félagsforingi Eilífsbúa er Hildur Haraldsdóttir.

Ungmennafélagið Vaka

  • S03631
  • Organization
  • 1930 - 1945

Ungmennafélagið Vaka í Viðvíkursveit. Óvíst um stofndag.

Kemur fram í Gjörðabók ungmennafélagsins Vöku í Viðvíkursveit að mánudaginn 10 mars 1930 var haldin stofnfundur í þinghúsi Viðvíkurhrepps til þess að ræða stofnun Ungmennafélags í Viðvíkurhreppi, fundinn setti Jóhann Björnsson hreppstjóri á Hofstöðum.Rædd voru lög og borin undir atkvæði og samþykkt í heild. Mánudaginn 9. júní 1930 var svo haldin aðalfundur í þinghúsi Viðvíkurhrepps þar sem ákveðið var nafn félagsins. Kosið var um nöfnin Vaka, Sunna og Eining. Uppfært14.11. 2023 LVJ

Karlakór Sauðárkróks (1963-2012)

  • S01237
  • Organization
  • 1963 - 2012

Karlakór Sauðárkróks var upprunalega stofnaður 20. nóvember 1935 og starfaði til ársloka 1942. Í janúar 1943 var stofnaður annar kór er hlaut nafnið Ásbirningar. Hann starfaði fram á mitt ár 1944. Karlakór Sauðárkróks var svo endurstofnaður 25. október 1963 og starfaði fram til ársins 1982. Hann var formlega lagður niður árið 2012.
Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá að halda uppi og efla karlakórsöng og sönglífi á Sauðárkróki og í Skagafjarðarsýslu.

Ungmennafélagið Hegri (1908-1978)

  • S03669
  • Organization
  • 1908 - 1978

Sunnudaginn 30. maí 1908 var stofnfundur Ungmennafélagsins Hegri haldin að Ási í Hegrannesi.
Málshefjandi var Ólafur Sigurðsson á Hellulandi er vakið hafði fyrst máls á stofnun slíks félags nokkru áður við messu á Ríp. Eftir nokkrar umræður var félagið stofnað með tólf meðlimum. Lög voru samin og samþykkt og allir meðlimir skrifuðu undir skuldbindingar félagsins. Í stjórn félagsins var kosið og hlutu þessir kosningu, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, gjaldkeri. Ólafur Sigurðsson Hellulandi, formaður. Stefanía Guðmundsdóttir Ási, skrifari. Stofnendur félagsins voru þessir: Einar Guðmundsson Ási, Hróbjartur Jónasson Keldudal, Jósteinn Jónasson Vatnsskarði, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, Ólafur Sigurðsson Hellulandi, Páll Magnússon HEllulandi, Sigurlaug Hannesdóttir Ríp, Sigurlau Guðmundsdóttir Ási, Stefanía Guðmundsdóttir Ási, Skúli Guðjónsson Vatnskoti, Valdimar Guðmundsson Ási, Þórarinn Jóhannsson Ríp.
Á fundinum kom fram athugasemd frá Ólafi Sigurðssyni: Nú var félagið stofnað, allir stofnendur voru sammála um þða að hér væri slæmur félagsskapur og s´tor þörf að bæta úr slíku, að vísu væri ekki svo erfitt að stofna félag en það væri verra aða halda þeim saman eða að minnsta kosti vissu allir það að svo hafði það gengið með áður stofnuð félög. Nú vildu allir stofnendur þessa félags halda í orustu, allir fyrir einn og einn fyrir alla móti þessum sundrungar anda og ófélagslyndi sem væri svo mjög ríkjandi í þessari litlu sveit. Með þetta fyrir augum fór hver heim til sín.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

  • S02634
  • Organization
  • 1907-

Ungmennafélagið Tindastóll (U.M.F.T.) er íþróttafélag á Sauðárkróki stofnað 23. október 1907 í kjölfar þess að auglýst var á Sauðárkróki að fyrirhugað væri að stofna ungmennafélag er tæki yfir Skarðs- og Sauðárkrókshrepp. Auglýsing þessi var undirrituð af fjórum búfræðingum frá Hólaskóla, þeim Sigurði Á. Björnssyni og Þorbirni Björnssyni frá Veðramóti, Pétri Jakobssyni frá Skollatungu og Kristjáni Sigurðssyni á Sauðárkróki. Í kjölfar auglýsingarinnar var haldinn fundur á Sauðárkróki þann 26. október 1907. Á fundinum var rætt um þessa nýju félagshreyfingu og lýst starfstefnum ungmannafélaga hér á landi og gildi þeirra fyrir komandi kynslóð. Á fyrsta fundinum voru sambandslög fyrir ungmennafélög Íslands lesin upp ásamt skuldbindingaskrá, skrá þessi var lögð fram til undirritunar þeirra er vildu stofna hér ungmennafélag. Fjórtán manns rituðu nafn sitt undir skuldbindingaskrána þar með var Ungmennafélagið Tindastóll myndað. Ákveðið var að fresta fundinum um nokkra daga til að hægt væri að kjósa stjórn í félagið þar að eru svo fáir félagar höfðu skráð sig, en þeir sem þegar gengu í félagið höfðu tíma til að safna sem flestum stofnendum fyrir næsta fund. Tillagan var svo greidd með öllum greiddum atkvæðum. Fundarstjóra var síðan falið á fundinum að hafa samband við sambandsstjórnar ungmennafélaga á Akureyri að fá upplýsingar um atriði er félagið varðaði.
Í fyrstu lögum félagsins segir að tilgangur þess sé a) Að reyna að alefli vekja löngun hjá æskulýðnum, að starfa ötullega fyrir sjálft sig, land sitt og þjóð. b) Temja sér að beita starfskröftum sínum í félagi og utan félags. c) Allir félagar kappkostist við að efla andlegt trúarlíf meðal þjóðarinnar, einnig styðja og viðhalda öllu því sem þjóðlegt og rammíslenskt er viðhalda og halda móðurmálinu hreinu.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

  • S00318
  • Organization
  • 1943 -

Samband Skagfiskra Kvenna S.S.K. var stofnað 9.aprí 1943 á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í því skyni að stofna samband fyrir kvenfélög í Skagafjarðarsýslu. Rannveig Hansdóttir Líndal hafði framgöngu fyrir stofnun sambandsins og boðaði til fundarins eftir að hún hafði kynnt sér að konur víðsvegar í héraðinu höfðu mikinn áhuga fyrir að þetta næði fyrir fram að ganga. Rannveig hafði einnig séð svo um að nokkur félaganna sendu fulltrúa á fund þennan eða sendu skriflegar beiðnir um upptöku í sambandið ef það yrði stofnað og voru sex kvenfélög sem komu að stofnun sambandsins.
Tilgangur sambandsins var meðal annars að efla samvinnu, samúð og félagsanda meðal kvenna á félagssvæðinu. Tilgangi sínum vildi sambandið ná með því að halda fundi þar sem fulltrúar hinna eintöku félaga á félagssvæðinu séu mættir einu sinni til tvisvar á ári og einnig með því að styðja við stofnun kvenfélaga í þeim sveitum þar sem enginn kvenfélög eru og með því að vinna að áhugamálum kvenna.
Á stofnfundinum talaði Rannveig um tilgang hins væntanlega sambands, hún lagði áherslu á að félögin öll myndu hafa bæði hagsmuni og ánægju af þessum samtökum ef þau myndu takast og sagðist vita að konur sem voru búnar að fá reynslu í þessum efnum voru þessu mjög fylgjandi. Til að létta undir byrjunarörðugleika sambandsins ákvað hún að gefa því sparisjóðsbók með innistæðu, alls kr.100.- sem fyrstu eign S.S.K. Rannveig gerði uppkast að lögum S.S.K., voru þau samþykkt einróma á fundinum og eru þau fyrstu lög félagsins. Fyrsta stjórn S.S.K var kosin Rannveig Líndal formaður, Stefanía Arnórsdóttir gjaldkeri og Jórunn Hannesdóttir ritari.
Fyrsti aðalfundur Sambands Skagfirskra Kvenna var haldinn í Bifröst 14. júní 1943, það sama ár gerðist Samband Skagfirskra Kvenna aðili að Sambandi Norðlenskra Kvenna. Konur innan S.S.K. létu sig varða allt mannlegt og mörg þörf mál vor rædd, sem dæmi íslenski búningurinn, línrækt á Íslandi, raforkumál, garðrækt, matreiðsla, orlof, sjúkramál, bindindismál, mál aldraðra og uppeldismál svo einhver dæmi séu nefnd.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

  • S03733
  • Organization
  • 1895 - 1953

Árið 1895. 25. ágúst var fundur haldinn á Sauðárkrók samkvæmt fundaraboði frá nokkrum konum þar er komið höfðu sér saman um að stofna félag meðal skagfirska kvenna. Á fundinn mættu 15 konur. Fundinn setti Margrét Guðmundsdóttir og skýrði tilgang hans og var hún síðan kosin til að stýra fundinum. Lagði hún fram frumvarp til laga í 13 greinum, sem var samþykkt eftir nokkra umræðu. Tilgangur félagsins segir í 2. gr laga þess, hann er að styðja að því að réttindi og menning kvenna aukist, einnig vill það styrkja allt það sem að þess áliti horfir til samra framfara. Félagið lætur halda fyrirlestur um það efni er því þykir best henta þá er það getur því viðkomið. Stjórn var kosin og Margét Guðmundsdóttir forseti, Ólöf Hallgímsdóttir gjaldkeri, Líney Sigurjónsdóttir skrifari. Á fundinum var ákveðið að kaupa gjörðabók til fundarhalds, næsti fundur var haldin 1. des. 1895 í barnaskólanum á Sauðárkróki. Allar bækurnar sem eru hér í þessu safni segja þá miklu sögu til líkna og mannúðarmála sem þessar konur skópu og gáfu af sér til samfélagsins. Í síðustu bókinn 1942 kemur fram að félagskonur eru nú 42 og á síðasta skráða fund í þessu safni er skráður 3. feb. 1953, og e haldinn á efri hæð bakarísins þar mættu 28 konur og þar var meðal annars kosning fulltrúa í stjórn h/f félagsheimilisins Bifröst, kosin Jórunn Hannesdóttir og til vara Sigríður Auðuns og tveggja fulltrúa til að sitja aðalfundi þess, kosnar Sigríður Auðuns og Jóhanna Þorsteinsdóttir. Ýmislegt annað koma fram á þessum fundi en eftir fundinn skemmtu konur sér með sameiginlegri kaffidrykkju, söng og hljóðfæraslætti. Að því loknu var sest við spil og spilað til miðnættis. Hver framvinda félagsins er eftir þetta kemur ekki fram í þessum gögnum. (Gögn skráð úr fundagerðabókum félagsins )

Fjárræktarfélag Óslandshlíðar

  • S03725
  • Organization
  • 1952 - 1989

Sunnudaginn 4. maí 1952 var haldinn stofnfundur sauðfjárræktarfélag fyrir innhluta Hofshrepps. Fundastjóri var Sölvi Sigurðsson og nefndi hann til Trausta Þórðarson ritara. Samþykktu 10 bændur að stofna félagið og formaður varð Hjálmar Pálsson, gjaldkeri Stefán Sigmundsson, ritari Trausti Þórðasson. Fundagerðabók segir ekki hver var framvinda félagsings eftir 1968.

Fjárræktarfélag Hofshrepps

  • S03724
  • Organization
  • 1980 - 1991

Ekki kemur fram upprunasaga félagsins í gögnum þessum. Persónugreinanleg gögn.

Fjárræktarfélag Hólahrepps

  • S03723
  • Organization
  • 1974 - 1990

Ekki kemur fram upprunasaga félagsins í þessum gögnum. En gögnin eru persónugreinanleg

Girðingarfélag Deildardaldsafréttar

  • S03719
  • Organization
  • 1914 - 1963

Þann 22 nóvember 1914 var að undangengnu fundarboði um Deildardalsupprekstrarfélag settur og haldin fundur á Híðarhúsinu. Fundarstjóri var kosin Jón Erlendsson, Marbæli og nefndi hann til skrifara Þ. Rögnvaldsson, Stóragerði. Aðalefni fundar var að ræða um að afgirða Deildardalsafrétt, leggja fram áætlun, staurakaup, hleðslu og fl. og var samþykkt að afgirða Deildardalsafrétt svo fljótt sem unnt er. Kosin er 3 manna nefnd Þ. Rögnvaldsson Stóragerði, Sigurjón Jónsson Óslandi, Jón Erlendssson Marbæli. Þetta segir m. a. í fyrri fundarbók en í þeirri seinni segir. Þann 28.apríl 1929 var haldin fundur í afréttar Girðingarfélagi Óslandshlíðar ( Deildardalsafrétt). Gísli Gíslason Tumabrekku, formaður félagsins setti fundinn og stýrði honum. Loftur Rögnvaldsson ritari og 15 félagsmenn mættir. Minnst var á girðinguna í afréttinni að hana yrði að bæta með staurum og gaddavír á þessu vori. og formaður óskaði að félagsmenn sæu sér fært að setja sauðgengna brú yfir afréttaránna vestari. ( heimild úr fundabók ).
1959 er síðasta fundargerðin skrifuð og ekki vitað um framtíð félagsins eftir það.

Kvenfélag Hólahrepps

  • S03720
  • Organization
  • 1950 - 1977

Haustið 1950 fór frk. Rannveig Líndal um í Skagafirði á vegum S.N.K. Hún boðaði fund á Hólum þriðjudaginn 19 september og þar mættu sex konur sem stofnuðu Kvenfélag Hólahrepps. Helga Helgadóttir, Elísabet Júlíusdóttir, Konkordía Rósmundsdóttir ritari, Hólmfríður Jónsdóttir, Una Árnadóttir formaður og Svava Antonsdóttir gjaldkeri. Þrjár konur sem ekki gátu mætt á fundinn létu skrá sig sem félaga, Anna Jónsdóttir, Svanhildur Steinsdóttir og Guðrún Gunnlaugsdóttir. Tilgangur félagssins er að efla samvinnu og félagslund meðal kvenna á félagssvæðinu og styðja að hverskonar mannúð og menningarstarfsemi.

Fjárræktarfélag Holtshrepps

  • S03718
  • Organization
  • 1974 - 1991

Ekki kemur fram í gögnum þessum uppruni né saga félagsins. Persónugreinanleg gögn.

Fjárræktarfélag Haganeshrepps

  • S03717
  • Organization
  • 1974 - 1990

Ekki kemur fram í gögnum þessum, neitt um uppruna félagsins né framhald, en gögnin eru persónugreinanleg

Lestrarfélag Fellshrepps

  • S03716
  • Organization
  • 1918 - 1974

Árið 1918, 24.nóv komu menn saman í Þinghúsi Fellshrepps í því tilefni að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins hafði boðað Friðrik Guðmundsson á Bræðraá. Fyrstu starfsmenn Friðrik Guðmundsson Bræðraá, Jóhann Jónsson Glæsibæ, Eiður Sigurjónsson Skálá. Tilgangur félagsins er að auka fróðleik og lestrarfýsn í sveitinni. Fram kemur í gjörðabók að 22. des.1956 brann íbúðarhúsið á Skálá en þar voru bækur félagssins geymdar. Alls brunnu 670 bindi og tveir bókaskápar. Safnið var brunatryggt.

Mjólkurflutningafélag Fljóta og Fellshrepps

  • S03712
  • Organization
  • 1974 - 1985

Þriðjudaginn 30 júní 1974 var stofnfundur Mjólkurflutningafélags Fljóta og Fellshrepps haldin að Sólgörðum. Fundarboðandi var Trausti Sveinsson og nefndi hann til fundarstjóra Hermann Jónsson og fundarritara Sigurbjörn Þorleifsson. Samþykkt var á fundinum gjaldskrá í 5 liðum og fór svo fram stjórnarkjör, fyrir Holtshrepp, Trausti Sveinsson og Hermann Jónsson, fyrir Haganeshrepp Sigurbjörn Þorleifsson og Sigmundur Jónsson, fyrir Fellshrepp Stefán Gestsson. Tilgangur félagsins er að flytja mjólk af félagssvæðinu til Mjólkursamlags Sakagfirðinga, farþega og vörur með bifreið er félagið á og rekur á eigin ábyrgð. Félagssvæðið er Hóltshreppur, Haganeshreppur og Fellshreppur. Allir bændur á félagssvæðinu sem framleiða mjólk skulu ganga í félagið og flytja mjólk sína með því. Enginn getur gengið úr félaginu nema hann hætti mjólkurframleiðslu eða flytji burtu. Fram kom að þjónustu K.S. Sauðárkróki væri ábótavant í sambandi við afgreiðslu á vörum fyrir bændur. Fundurinn ákvað að beina því til stjórnar K.S. að bætt verði afgreiðsla á fóðurvörum og á vörupöntunum sem sendar eru með mjólkurbílstjóra.
Á fundi 11.03.1977 kom fram að breitt fyrirkomulag á mjólkurflutingum hér í héraði tæki gldi 1. maí með tilkomu tankbíla til flutninga og þá um leið allir mjólkurflutningar í umsjá Mjókursamlags Skagfirðinga og væri því ekki þörf fyrir flutningafélagið að reka né eiga bíla. Og 1.maí hætti félagið að flytja mjólk til Sauðarkróks og flutningum til bænda frá Sauðárkrók og tók Kaupfélag Skagfirðinga við þeim, og keypti annan bílinn en hinn bíllinn var seldur Bjarna Haraldssyni. Óráðstafaður afgangur 138.970 kr, var ákveðið að ráðstafa til Kvenfélaga í Fljótum og Sléttuhlíð. Kvenfélagið í Fljótum fær 100.000 kr, en Kvenfélagið í Fellshreppi það sem eftir er. Samþykkt var að slíta félaginu þegar endalegir reikninga þess liggja fyrir. ( Upplýsingar koma frá fundagerðabók félagsins ).

Lestrarfélagið Mímir

  • S03711
  • Organization
  • 1915 - 1944

Ár 1915, 28 nóvember komu nokkrir menn saman í þinghúsinu í Haganeshreppi í tilefni af því að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins höfðu boðað Benedikt Guðmundsson, Syðstumói og Guðmundur Jónsson Austarihóli. Með einróma samþykki fundarmanna var svo lestrarfélagið stofnað og hlaut þegar í stað nafnið Mímir. Benedikt Guðmundsson Syðstamói var kosin formaður, Jón Jónasson Haganesvík ,bókavörður og Eirikur Jóhannesson gjaldkeri.

Ungmennafélagið Eining

  • S03710
  • Organization
  • 1933 - 1954

Ekki kemur fram fundagerðir eða stofnun félagsins í gögnum þessum eða framtíð félagsins. En í gögnum segir í lögum, að félagið hefur á stefnuskrá sinni að vekja löngunn hjá öllum félagsmönnum til að starfa fyrir sjálfa sig , land og þjóð. Ennfremur að efla efnalegt og andlegt sjálfstæði innan félagsins svo sem með því ða keppa að reglusemi, árverkni, stundvísi og fleiru því sem horfir félagskapnum til heilla.
Samkvæmt reikningabók var unnið að uppbyggingu Geirmundarhólaskógar.

Hestamannafélagið Stormur / Svaði ( 1974 - 1988)

  • S03709
  • Organization
  • 1974 - 1988

Samkvæmt fundargjörðabók segir að þann 2.10.1974 hafi Gísli Kristjánssson, oddviti Hofsóshrepps boðað hrossaeigendur í Hofsóshreppi til fundar í félagsheimilinu Höfðaborg. Mættir voru 8 hrossaeigendur og skýrði oddviti frá því vandamáli sem skapast hefur í þorpinu vegna hrossa sem þar ganga laus og sagði úrbætur mjög nauðsynlegar og þar sem engin félagasamtök væru til væri mjög æskilegt að stofna hestamannafélag þá yrðu þessi mál leyst og skipulögð á félagslegum grundvelli. Sýndur var á fundinum uppdráttur af fyrirhuguðu gripahúsahverfi í landi hreppsins hjá Hofsgerði. Máli þessu skildi hraðað sem hægt væri. Mætt voru auk oddvita. Jóhannes Pálsson, Sveinn Einarsson, Snorri Jónssson. Friðbjörn Þórhallsson, Pétur Olafsson, Gunnar Baldvinsson, Sigursteinn Guðlaugsson og Margrét Kristjánsdóttir.
Hlé kemur í ritun bókar frá 1976 til 1984.
Í fundagerð 14.02.1984 sem er framhaldsfundur frá 13.02 þá eru kynnt drög af lögum félasins og þar kom fram að breyta ætti nafni félagsins vegna væntanlegrar inngöngu í L.H og gerði tillögu að félagið heiti Svaði. ( skráð úr fundagjörðabók 28.12.2023 LVJ )

Nautgriparæktarfélag Fellshrepps (1928 - 1966)

  • S03708
  • Organization
  • 1928 - 1966

Ekki kemur fram í þessum gögnum upphaf félagsins né framtíð. Í fundargerð kemur fram ráðstöfun á þarfanauti hreppsins og formanni falið að semja við Eið Sigurjónsson sem fóðrað hafði nautið undnfarandi ár. Nautatollur er ákveðin og kaup á kálfi af Finnboga Sveinssyni á Keldum.

Upprekstrarfélag Staðarafréttar

  • S03693
  • Organization
  • 1945 - 2001

Samkvæmt fundagjörðabók er félagið búið að vera starfandi í einhvern tíma fyrir þessa fundagjörðabók en ekki kemur fram stofnár né framvinda eftir 2001.

Ungmennafélag Haganeshrepps

  • S03690
  • Organization
  • 1949 -1962

Ekkert í gögnum kom fram um uppruna félagsins né framtíð eftir þessi ártöl. Þau gögn koma vonandi bráðlega.

Skógræktarfélag Staðarhrepps

  • S03692
  • Organization
  • 1950 - 1955

Stofnfundur Skógræktarfélas Staðarhrepps var haldin 17.nóvember 1050 en boðað var til fundarins af stjórn Ungmennafélags Æskunnar. Fundinn setti Sigurður Ellertsson. En kosnir í stjórn voru Sigurður Jónsson, Reynistað. Steinbjörn Jónsson, Hafsteinsstöðum. Sigurður Ellertsson, Holtsmúla og til var Halldór Hafstað, Vík.
Eins og segir í lögum félagsins er tilgangurinn að stuðla að útbreiðslu og eflingu Skógræktarinnar í Staðarhreppi og þá fyrst og fremst að vinna að því að koma upp tjágróðri við bæi og vísi að nytjaskógi á hverri jörð í Staðarhreppi. Ekki er vitað um framvindu félagsins.

Mjólkursölufélag Óslandshlíðar

  • S03698
  • Organization
  • 1944 - 1949

Þriðjudaginn 2 maí.1944 komu 10 mjólkurframleiðendur saman í Hlíðartúni til þess að ræða saman um mjólkurflutninga úr Óslandshlíð til Mjólkursamlags Sauðárkróks. Kosnir voru 3 menn til þess að halda utan um þessi mál með fulltrúum frá hóla og Viðvíkurhreppum. Þessir menn voru kosnir Stefán Sigmundsson, Kristján Jónssson, Óskar Gíslason og til vara Rögnvaldur Jónssson og Jóhann Gunnarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem fundur er haldinn um þessi mál í Óslandshlíð en mjólkurflutningar héðan hófust fyrst snemma í mars síðastliðinn eins og segir í fundagerðabók 1944. Hver framvinda félagsins varð er ekki nefnd.

Lestrarfélag Staðarhrepps

  • S03691
  • Organization
  • 1924 - 1997

Stofnfundur Lestrarfélags Staðarhrepps, haldinn að Reynistað 25. janúar 1924.
Fundarboðendur voru, Hr. Alþingismaður, Jón Sigurðsson, Reynistað. Hr. Bjarni Þorleifsson, Sólheimum. Hr. Árni J Hafstað, Vík. Hr. Jón Sveinsson, Hóli. Fundinn setti alþingismaðurinn Jón Sigurðsson og bar fram tillögu um að Árni J Hafstað yrði kosinn fundarstjóri og var hún samþykkt í einu hljóði. Fundastjóri kvaddi sér skrifara Guðmund Gíslason og þá lýsti fundastjóri því yfir að orðið væri heimilt hverjum er vildi. Voru lög félagsins þá lesin upp af framsögumanni málefnisins Bjarna Þorleifssyni, Sólheimum en þar segir m.a. 2 gr. Tilgangur félagsins er að veita meðlimum sínum sem fjölbreyttasta fræðslu og ódýra skemmtun. Bókaskápur fyrir bækur félagsins gaf alþingmaður Jón Sigurðsson.
Í fundagerð 25 febrúar 1997 kemur stjórn Lestrarfélagsins saman til fundar til að fara yfir stöðuna í félaginu og þar segir: Stjórn Lestrarélags Staðarhrepps beinir því til Hreppsnefndar Staðarhrepps að barnabækur lestrarfélagsins verði afhentar sameinuðu skólastarfi Varmahlíðarskóla. Kynnt var nýtt frumvarp til laga um almenn bókasöfn og þar er m.a. gert ráð fyrir að skipting í héraðs - bæja og hreppsbókasöfn verði aflögð og lágmarks fjárframlög sveitafélaga til almenningsbókasafna falli niður. Undirritað Ingibjörg Hafstað. Sigurður Baldursson. Ingibjörg Sigurðardóttir. Sólveig Arnórsdóttir. Hér endar saga félagins.

Kvenfélagið Ósk í Óslandshlíð

  • S03697
  • Organization
  • 1941 - 1944

Fimmtudaginn 2. janúar 1941, vqr fundur haldinn að Hlíðarhúsi í þeim ákveðna tilgangi að stofna kvenfélag. 11 konur voru á stofnfundi en formaður kosin Sigurbjörg Halldórsdóttir. Nanna Ingjaldsdóttir gjaldkeri. Guðrún Jónsdóttir ritari. Umræða snerist um að taka spunavél á leigu hjá Sigurmon Hartmannssyni, Kölkuós. Ekki kemur fram eftir ártal þetta hver framvinda félagsins verður.

Jarðræktarfélag Óslandshlíðar

  • S03696
  • Organization
  • 1933 - 1945

Í þessum gögnum kemur ekkert fram um uppruna félagsins né framgang. En gögnin eru persónugreinanleg.

Jarðabótafélag Óslandshlíðar í Hofshreppi

  • S03695
  • Organization
  • 1902 - 1943

Ár 1902 16. maí var fundur settur og haldinn í Brekkukoti i Hofshreppi og þar stofnað Jarðabótafélag af 12 bændum. Kosnir í stjórn félagsins : Jón Erlendsson, Marbæli. Sigurjón Jónsson, Óslandi formaður. Þorleifur Rögnvaldsson, Brekkukoti. Félagið heitir Jarðarbótafélag Óslandshlíðar í Hofshreppi. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt , garðrækt og búpeningsrækt.

Búnaðarfélag Rípurhrepps

  • S03700
  • Organization
  • 1912 - 1984

Tilgangur félagsins er að efla áhuga og framkvæmdir í jarðarækt og búnaði. Fram kemur í gögnum að Lög Búnaðarfélags Rípurhrepps samþykkt á aðalfundi er haldin var í Ási 16. mars 1912. Og þennan dag var aðalfundur haldin en það kemur ekki hreint fram hvort hér hafi verið um stofnfund að ræða en gengið er út frá því og kosin er stjórn og hlutu kosningu Ólafur Sigurðsson , formaður. Magnús Gunnarsson og Gísli Jakobsson, meðstjórnendur og endurskoðandi Guðmundur Ólafsson.
Framhald félagins eru í þessum gögnum til 1984 en í Reikningabók D er aftast í bók þetta skráð, Árið 1984, þessari bók er lokað og önnur tekin í notkun 1985. Jón Björnsson , Hellulendi.
Ekki er vitað um framhald félagsins eftir það.

Ungmennafélagið Fram (1907-)

  • S02833
  • Organization
  • 20.10.1907-

Haustið 1907 hittust sjö ungir menn úr Seyluhreppi í svokölluðu Garðhúsi, austan við Reykjarhól í Varmahlíð og ákváðu þar að stofna ungmennafélag. Þessir stofnfélagar voru Hjörtur
Benediktson í Marbæli, Brynleifur Tobíasson í Geldingaholti, Páll Sigurðsson í Geldingaholti, Árni Arason á Víðimýri, Jón Árnason á Vatnsskarði, Sigurður Þórðarson á Fjalli og Klemens Þórðarson, bróðir Sigurðar. Á þessum fundi voru Brynleifur. Páll og Sigurður kosnir til aö semja uppkast að iögum fyrir félagið og stofnfundur ákveðinn að Víðimýri 20. okt. Á þeim fundi mættu 5. Voru þar lög samþykkt og í stjórn kosnir Brynleifur Tobíasson, Páil Sigurðson og Sigurður Þórðarson. Þar með var formlega gengið frá stofnun félagsins.
Félagið átti aðild að stofnun Ungmennasambands Skagafjarðar 17. apríl árið 1910.

Búnaðarfélag Óslandshlíðar*

  • S03694
  • Organization
  • 1945 - 1976

Fundagerðabók segir ekkert um uppruna félagsins né framvindu félagsins eftir 1976. En fram kemur í fundagerð 12 mars 1972 ap fundur er haldin sameiginllegur með Búnaðarfélagi Hofshrepps.

Kvenfélag Skefilsstaðahrepps (1908 - 1983)

  • S03684
  • Organization
  • 1908 - 1983

Ár 1908, sunnudaginn 26. apríl var haldinn fundur að Hvammi í Laxárdal af nokkrum konum í Skefilstaðahrepi, sem höfðu komið sér saman um að stofna félag sín á milli. Aðalefni fundar þessa var að semja og undirskrifa lög fyrir félag þetta, kjósa forstöðunefnd til næsta árs og ákveða fundarhöld og framkvæmdir félagsins.
Kosnar voru, Sigríður Magnúsdóttir, Sævarlandi, forstöðukona. Ragnheiður Eggertsdóttir, Hvammi, skrifari og Sigurlaug Sigurðardóttir, Gaukstöðum, gjaldkeri.
Enduskoðendur reikninga Þórunn Sigurðardóttir, Fossi. Varakonur í forföllum, Ingibjörg Bjarnadóttir, Gaukstöðum. Hólmfríður Halldórsdóttir, Selá.
Tilgangur félagsins kemur fram í lögum að styðja að því að menning og réttindi kvenna aukist, einnig voll það styrkja allt það er að þess áliti hafir til gagns og framfara. Hver kvenmaður sem er 15 ára eða eldri hefur rétt til að ganga í félagið með samþykki félagskvenna á fundi.

Fóðurbirgðafélag Skefilsstaðahrepps (1936-)

  • S03699
  • Organization
  • 1936-

Stofnað 1936.
Samkvæmt fundagerðabók 1919, en þar eru lög félagsins rituð ásamt tekjulögum í 14.gr og þar segir í niðurlagi að : Þannig samþykkt á stofnfundi félagsins að Skefilstöðum 28.apríl 1919. Jóhann Sigurðsson fundarstjóri. Það er svo 7.júní 1919 a Skefilstöðum að loknu manntalsþingi að haldin er fyrsti ársfundur Fóðurbirgðafélags Skefilsstaðahrepps. Á fundinn mættu 11 af 12 félagsmönnum. Kosnir voru í stjórn Þórður R Blöndal formaður, Sveinn M Sveinsson gjaldkeri, Arnór Árnasson ritari.

  1. júní 1974 las formaður upp grein úr búfjárræktarlögum þess efnis að sveitastjórnum væri heimilt að láta fóðurbirgðafélag hafa framkvæmd sorðagæslu sem sveitastjórnum annars ber að sjá um samkvæmt lögum nr. 31, 24. apríl 1973.
    Með áðurgreindu lögum er stoðum kippt undan fóðurbirgðarfélögunum þar sem ríkið hættir öllum fjárstuðningi við félögin. Vegna breytra laga lagði stjórn til að félagið yrði lagt niður 22.júní 1974 og Sjóður Fóðurbirgðafélags Skefilstaðarhrepps er nú kr: 112.022,20 og verði fengin til vörslu og umráða hjá hreppsnefnd Skefilstaðarhrepps og ávaxtast í útibúi Búnaðarabankans honum skal varið t.d. til að lána búfjáreigendum í hreppnum til fóðurkaupa þegar illla árar eða þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi um öflun nægs fóðurs hjá einstökum búfjáreigendum. bækur Fóðurbirgðafélagsins Skefilstaðarhrepps verði afhentar Héraðsskjalasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki til varðveislu.

Búnaðarfélag Haganeshrepps

  • S03689
  • Organization
  • 1924 - 1983

Gjörðabók í safni segir ekki uppruna félagsins né framhald eftir 1983. Svo þær upplýsingar bíða seinni tíma.

Lestrarfélag Hvammsprestakalls

  • S03686
  • Organization
  • 1902 - 1960

Á nýársdag 1902 áttu nokkrir menn fund með sjér að Hvammi í Laxárdal, að lokinni guðsþjónustugjörð þar. Tilefni var að ræða um stofnun Lestrarfélags fyrir Hvammsprestakalls og fékk að hinar bestu undirtektir. Tólf menn gengu þá þegar í félagið. Í stjórn voru kostnir Séra Björn L Blöndal, Guðvarður Magnússson, Jóhann Sigurðsson. Hinn 3. januar átti Lestrarfélagið 18 bækur. Tilgangur félagsins er að glæða og auka lestrar - og fróðleiksfýsn í prestakallinu og hafa menntandi áhrif á félagsmenn. Lögin voru samþykkt á fundi á
Skefilsstöðum hinn 1.maí 1902. Segir í fundagerðabók. Ekki er vitað hvernig framhald félagsins varð.

Nautgriparæktarfélag Lýtingsstaðahrepps (1928 - 1945)

  • S03678
  • Organization
  • 1928 - 1945

Á hreppaskilum að Lýtingsstöðum 20. júní 1928, var samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi kosin nautgripa- kynbótanefnd fyrir Lýtingsstaðahrepp. í nefndinni voru tilnefndir: Sveinn Stefánsson, bóndi á Tunguháls, Hannes Kristjánsson, bóndi á Hvammkoti, formaður Magnús Sigmundsson, bóndi á Vindheimum, ritari. Á Lýtingsstöðum 3. júlí hittust nefnadarmenn og ræddu um nautahald fyrir hreppinn og kom saman um að minnst væri hægt að komast af með þrjú naut fyrir hreppinn, tvö fullorðin og eitt ungt. Þurfti svo að komast að niðurstöðu um hvaða naut yrðu notuð. Á hreppaskilum að Lýtingsstöðum 15. oktober 1929, hreifði Hannes Kristjánsson í Hvammkoti við því hvort bændur vildu ekki stofna nautgripræktarfélag fyrir hreppinn. Samþykkt var með öllum greiddu atkvæðum að stofna félagið.

Kvenfélag Seyluhrepps

  • S03667
  • Organization
  • 1937 - 1997

Sunnudaginn 22. maí. 1932 höfðu nokkrar konur í Seyluhreppi mælt sér mót í Geldingarholti í tilefni af kvenfélagsstofnun.Þar eru mættar 12 konur. Í stjórn Félagsins voru kosnar Húsfreyja; Sigurlaug Sigurðardóttir, Fjalli ( formaður). Húsfreyja; Guðrún Guðmundsdóttir, Reykjarhóli ( gjaldkeri ). Ungfrú, Ingibjörg Jóhannsdóttir Löngumýri ( ritari ). Síðan voru lesin upp og samþykkt lög. Í lögum stendur ða félagið heitir Kvenfélag SEyluhrepps og tilgangur félagsins er að efla framtaksemi, menningu og réttindi kvenna. Það vill styðja heimilisiðnað og heima menningu, garðrækt og blómarækt, það vill gleðja aðra einkum börn. Fundir eru lögmætir ef 10 félagskonur mæta á fundi. Skráð frá Gjörðabók.

Fóðurbirgðafélag Hofshrepps

  • S03682
  • Organization
  • 1938 - 1974

Í fundagerðabók er sagt að félagið hafi verið stofnað 1938 og í fjárgjaldabók (A ) segir í fyrstu fundagerð.
Ár 1938 26.júlí kom stjórn fóðurbirgðafélags Hofshrepps saman að Bæ.
Verkefni var: 1. Tekin ákvörðun um fóðurbætiskaup fyrir næsta vetur. Ákveðið var að skrifa stjórn Síldarverksmiðju Ríkisins á Siglufirði og fara fram á innleiðingu á greiðslu fyrir allt að 200 sekkjum til 31. oktober 1938 með ábyrgð hreppsnefndar.

  1. Kaupfélagi Fellshrepps var skrifað þar sem farið var fram á að á næsta vori 1939 sæi stjórn og framkvæmdarstjóri um að til yrðu ca, 75 tunnur af rúgmjöli og maísmjöli sem ekki yrði látið til manneldis fyrr en sýnt yrði að bændur þyrfti ekki á því að halda til skepnufóðurs.
    Í fundagerðabók 24.04.1974 segir á almennum hreppsfundi haldin í Höfðaborg, les formaður bréf frá Búnaðarfélagi Íslands það sem segir að fóðurbirgðaafélög skuli nú lögð niður samkvæmt lögum og eignum þeirra ráðstafað á almennum hreppsfundi. Fundurinn óskaði eftir tillögu frá stjórn félagsins um ráðstöfun sjóðsins sem er samkvæmt reikningi kr: 53434.40. Stjórn gerði svofellda tillögu að sjóður Fóðurbirgðarfélagsins verði í vörslu hreppsnefndar og skuli vöxtum hans varið til að verðlauna snyrtimennsku í búskap og umgengni á félassvæðinu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Það eru trúlega endalok þessa félags.

Ungmenna og Lestrarfélagið Æskan

  • S03670
  • Organization
  • 1914 - 1969

Stofnfundur félagsins "Æskan" var haldin 22.11.1914. Lög félagsins voru sett þar og undrrituð af Brynjólfur Sveinsson, Pétur Jónasson, Jóhann Sigtryggsson, Jón Sigtryggsson, Sig G Jósafatsson, Björn Konráðsson, Björn Jónasson, Sigurður Jónsson. Fundurinn var haldin í Framnesi af 7 félögum í ungmennafélaginu "Framsókn" sem eru á fram huta félagssviðinu auk 3ja manna utan félags. Markmið fundar er að mynda deild út úr áðurnefndu f+elagi sem héldi málfuni með sér og héldi út blaði til ritæfinga. Ástæða til þessarar deildarstofnunar var sú að meðlimum félagsins þótti svo erfitt að ná saman sökum strjábýlis. Eins og segir í lögum félagsins 2.gr. Takmark félagsins er að æfa meðlimi sína í því að koma hugsunum sínum skipulega fram í ræðu og riti.
í bókinni er líka Reglugerð fyrir heyskap, lestrarfélagsins Æskan sumarið 1930. Lög félagsins voru svo endurskoðuð 1927 og í gjörðabók voru ekki færðar inn fundargjörðir frá 1936 - 1940 og segir að þær séu trúlega glataðar. Aftur er tilgreint að fundargjörðir vanti fyrir 1946 - 1955 og munu þær eflaust glataðar. En fundargerð byrjar aftir 1958. Það gerist svo 12.01. það gerist svo 1966 að það bárust tilmæli frá Lestrarfélagi Flugumýrarsóknar um athugun á sameiningu félaganna. Fundarmenn lýstu sig fylgjandi og á aðalfundi 1969 mættu auk félaga úr Æskunni nokkrir fyrrverandi félaga úr Lestarafélagi Flugumýrarsóknar rætt var stækkun félagsins Æskunnar.

Nautgriparæktarfélagið í Akrahreppi (úthluta)

  • S03673
  • Organization
  • 1929 - 1933

Hvenær félagið var stofnað eða aflagt kemur ekki fram í þessum gögnum. Gögnin innihalda hin ýmsu gögn er varða starfsemi félagsins. Reikningur um rekstur nautahaldsins, ( keypt naut á árinu, vetrarfóðrun sumarhirðing, lán og styrkir og kaup á eftirlitsmanni ). Fylgigögn frá 1929 - 1932.
Lög um kynbætur nautgripa, 1.júní 1928.
Sendibréf til formanns Nautgriparæktarfélags Akrahrepps ( úthluta ) Hr. Björn Sigtryggsson, Framnesi. Styrkur fyrir fullmjólkandi kýr. Tveir reikningar frá Dansk Mælketeknisk Laboratorium A- S Köbenhavn 16.03.1929 og 06.08.1929.og sendibréf því tengt til Herr Björn Sigtryggsson.
Fundargerð 16.03 1930 en þau gögn eru tvö blöð illa farin og nokkuð lesanleg, þar kemur fram að Stefán Vagnsson skýrir frá starfsemi félagsinsá næst liðnu ári ,var aðalkjarni þess fóðrun og hirðing þarfanauts félagsins, (Páls ).

Ungmennafélagið Bjarmi

  • S03676
  • Organization
  • 1922 - 1939

Ungmennafélagið Bjarmi í Goðdalssókn var stofnað sunnudaginn 11.júní 1922. Stofnfundur var haldinn í Goðdölum að 17 mönnum viðstöddum.
Fundarstjóri var Ólafur Tómasson og nefndi hann Guðjón Finnson til skrifara.
Lög félagsins 1922-1923 þar segir í 2. gr. Tilgangur félagsins er að styðja allar þær andlegu, líkamlegu og verklegu framkvæmdir er áhugi félagsmanna hneigist að og í 3.gr. Félagið leitast við að ná tilgangi sínum með því að halda málfundi. Gefa út blað. Fá hæfan mann í að koma á stofn og stjórna söngflokk. Koma á stofn knattspyrnuflokk, Hafa vínbindindi. Starfa að verklegum framkvæmdum.
Meðlimir 1922 - 1923. Eirikur Einarsson og Guðjón Jónsson, Tunguhálsi. Ólafur, Sveinn og Eyþór Tómassynir, Bústöðum. Guðmundur Eiriksson, Villinganesi, Skapti Magnusson, Teigakoti. Erlendur Einarsson, Goðdölum. Snjólaug Stefánsdóttir, Árnastöðum. Guðlaug Egilsdóttir, Hvannakoti. Guðmundur Ólafsson, Litliu- Hlíð. Sveinn Guðmundssson, Bjarnastaðahlíð.
Ekki er vitað um framhald Ungmennafélagsins Bjarma, annað en samruna við U.M.S.S

Framræslu og áveitufélagið - Akrahreppi

  • S03675
  • Organization
  • 1932

Gögnin innihalda, frumvarp til laga fyrir félagið það segir að tilgangur félasins er að bæta engjalönd þeira jarða sem taldar eru í gr.2 Hjaltastaði, Hjaltastaðakot, Hjaltastaðahvamm, Frostastaði, Ystu- Grund, Syðri - Brekkur, Ytri - Brekkur, með framræslu og áveitu. Vatn til áveitunnar skal tekið úr Héraðsvötnum og Þverá.

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar

  • S03630
  • Organization
  • 1905 - 1931

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar. Óvíst um stofndag.
Uppfært 22.11.2023 LVJ.
Í Fundargjörðabók kemur fram að Lestrarfélag Flugumýrarsóknar var stofnað í nóvember 1905 á fundi í Réttarholti hafði verið boðað til hans af Eiriki Albertssyni og Jóni Rögnvaldssyni. Stofnendur voru rúmir 40. Voru þá samið og samþykkt lög fyrir félagið þau er nú gilda ( eins og segir í gjörðabók). Sumarið 1907 brann gjörðabók félagsins sem í höfðu verið skrifaðar fundargjörðir þess frá því það var stofnað. Síðan hefir engin gjörðabók verið haldin fyrir félagið. 1910 var ákveðið á fundi að kaupa gjörðabók fyrir félagið.
Ekki er vitað um félagið í framhaldinu en það kemur fram í Gjörðabók Ungmenna og Lestrarfélagið Æskan að fyrrverandi félagar Lestrarfélags Flugumýrarsóknar mættu á fund 1969 og rædd var sameining félagana.

Atvinnurekstrarlánafélag Akrahrepps

  • S03671
  • Organization
  • 1930 - 1963

Á fyrsta vetrardag 25. okt. 1930 var fundur settur og haldinn á Uppsölum að undangengnu fundarboði. Fundinn setti Bjarni Halldórsson óðalsbóndi á Uppsölum er hafði boðað til fundarinn og stakk hann upp á Gísla Sigurðsyni hreppstjóra til fundarstjóra. Tók hann þegar við fundarstjórn og kvaddi til fundarskrifara Lárus Arnórsson á Miklabæ. Fundarstjórui gat þess að öllum fundarmönnum mundi kunnugt um í hverju skyni til fundar þessa væri boðað, það væri að stofna atvinnurekstrarlánafélag er starfaði í Akrahreppi framan Dalsár. Félagið heitir Atvinnurekstrarlánsfélag fremri hluta Akrarhrepps og hefur skammstöfunina A.R.A.
Markmið félagins er að efla peningaviðskipti félagsmanna sinna og útrýma skuldaverslun, að ávaxta fé félagsmanna og glæða sparnaðarhug þeirra. Félagskapur A.R.A starfaði í nokkur ár með víxillánsfé. Þegar félagið hafði lokið öllum sínum skuldbindingum út á við var stafsemi þess hætt. Nokkrar krónur voru eftir í sparisjóðbók félagsins. Í bókinni eru nú 31/12 1954. krónur 781.12. Uppsölum Bjarni Halldórsson. Árið 1963, síðla sumars koma þeir tveit eftirlifandi stjórnanefndarmenn Jóhann Sigurðsson, Úlfstöðum og Bjarni Halldórsson, Uppsölum, sér saman um að afhendaBúnaðarfélagi Akrahrepps ofanskráða innistæðu sem var þá orðin með vöxtum kr: 1300.33. Færði Bjarni upphæðina til Búnaðarfélagsins og Sparisjóðsstjóri eyðilagði bók A.R.A
( Gjörðabók 1930 - 1963)

Skátafélagið Fálkar

  • S03665
  • Organization
  • 1941 - 1946

Stofnað í júlí 1940 og var fyrsta skátafélagið sem starfaði í sveit. Félagið var stofnað með aðstoð frá Skátafélaginu Andvörum á Sauðárkróki. Starfið var flott fyrstu árin en þá voru 11 meðlimir í félaginu auk stjórnar. Fundað var reglulega og haldnar útilegur. Þrátt fyrir fáa meðlimi keyptu þeir skála og voru duglegir að gera hann upp. Stjórn félagsins fyrstu 3 árin voru Sigurður Jónsson, Baldur Jónsson og Sveinbjörn Jónsson en Sigurður var sveitarforinginn.

Lestrarfélag Seyluhrepps

  • S03666
  • Organization
  • 1923

Þriðjudaginn 6. nóv. 1923 var stofnfundur Lestrarfélags Seyluhrepps settur og haldin að Stóru - Seylu. Á fundinum voru 10 manns mættir. Haraldur Jónasson setti fundinn og var hann kosin fundarstjóri og nefndi hann til skrifara Bjarna Halldórsson. Fundarstjóri gat þess að á síðastliðnu vori á hreppaskilaþingi höldnu á Brautarholti hefði hann vakið máls á því hvort eigi væri reynandi að stofna lestrarfélag í hreppnum þar sem ekkert slíkt félag væri starfandi í hreppnum. Tóku menn vel í málið og var kosin þriggja manna nefnd til að að semja uppkast að lögum fyrir félagið og sjá um stofnun þess. Bjarni Halldórsson á Völlum. Eiríkur Guðmundsson Ytra - Vallholti og Haraldur Jónasson Völlum.
Lög Lestarfélag Seyluhrepps samþykkt á stofnfundi félagsins 6. nóv. 1923.
Föstudaginn 25. nóvember. 1955 var haldin fundur í Lestrarfélagi Seyluhrepps að Varmahlíð. Haraldur Jónasson setti fundinn og stýrði honum og setti til ritara Sr. Gunnar Gíslasson. Formaður skýrði frá hinum nýju bókasafnslögum og hvað það verkefni þessa fundar að taka ákvörðun um framtíðarskipan í lestrarfélaginu með tillit til hinna nýju laga. Fundurinn samþykkti að halda Lestrarfélagi Seyluhrepps áfram í sama formi og verið hefur. Til tals kom að fá húsnæði undir bækur félagsins hjá A. Lindemann í Varmahlíð í húsi sem hann er að reisa. Lindemann gaf góðar vonir um að úr þessu gæti orðið.
Upplýsingar teknar úr gjörðabók er liggur í E00039 A.

Lánsfélag Staðarhrepps

  • S03664
  • Organization
  • 1922 -1940

Tekið úr Gjörðabók og þar segir meðal annars ;
Ár 1922 fimmtudaginn 30. nóvember var fundur settur og haldin að Reynistað. Jóns Sigurðson, Reynistað setti fundinn. Hafði stjórn Kaupfjélag Skagfirðinga látið boða til fundarins með skriflegu fundarboði um hreppinn. Kaupfélagsstjóri Sigfús Jónsson hóf umræðuna. Skýrði hann frá tilgangi Kaupfjélagsstjórnarinnar með fundarhaldi þessu og væri hann sá að ræða um við félagsmenn hvort ekki myndi hægt að breyta verslun Kaupfjélagins í það hvort að hætt væri að lána en taka upp peningaverslun þar að það verslunnarfyrirkomulag sem nú væri lítt viðunandi. Þá tók Jón Sigurðsson á Reynistað til máls, segir m.a. "Helstu leiðina til að ná því takmarki áleit hann þá að bændur innanhreppar stofnuðu lánsfjélög sem útvegi meðlimum sínum eins ódýr reksturslán eins og unnt væri".
"Fundurinn er því samþykkur að Kaupfjelag Skagfirðinga hætti útlánum og breyti verslun sinni í peningaverslun frá næstu áramótum.Á fundinum voru mættir 11 fjélagsmenn, ennfremur framkvæmdarstjóri Kaupfjelags Sigfús Jónsson. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Búnaðarfélag Staðarhrepps

  • S03662
  • Organization
  • 1889 - 1988

Árið 1889, 1. desember var aðalfundur búnaðarfélagsins í Staðarhreppi haldin á Páfastöðum af formanni félagsins, Jóni Pálmasyni. Mættir voru 10 félagsmenn. Málefni voru ný lög félagsins, reikningar og jaðarbótastörf félagsins.

Málfundafélagið Vísir

  • S03660
  • Organization
  • 1927 - 1934

Málfundafélagsins Vísir, Stíflu, var stofnsett 14.11.127 að 7 meðlimum mættum. Fundirnir voru haldnir í húsi málfundarfélagsins Von. Í Gjörðabókinni eru fundargerðir og einnig komu fram á fundunum spurningar almenns eðlis s.s. 1. Hvort er betra að gefa kindum kveld eða morgna í svona jarðelti? 2. Hvort er betra að vera í sveit eða kaupstað? 3. Til hvers eru Ungmennafélög? 4 . Hvaða vetrarverk þykir ykkur skemmtilegust? 5. Hvort lifa sveitirnar fyrir kaupstaðina eða kaupstaðirnir fyrir sveitirnar? o.s.fr. Gaman af þessu. Ekki er vitað um líftíma félagsins af svo stöddu.

Búnaðarfélag Holtshrepps

  • S03658
  • Organization
  • Ekki vitað

Búnaðarfélag Holtshrepps í Fljótum, ekki er vitað um stofnár eða hver var stofnandi félagsins. Tilgangur félagsins er að stuðla að hverskonar framförum og umbótum í búnaði, svo og jarðrækt, búfjárrækt, húsabótum og fl. Meðal annars keypti félagið vélar og tæki til jarðræktunar sem bændur höfðu aðgang að og einnig sá félagið um að kaupa kartöfluútsæði, fræ og áburð. Búnaðarfélag Holtshrepps gerðist síðar aðili að búnaðarsambandi Skagfirðinga árið 1945.
Ekki fundust upplýsingar um hvort félagið sé ennþá starfandi.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

  • S00376
  • Organization
  • 1905

Ungmennafélagið Æskan var stofnað í Staðarhreppi þann 20. október 1905. Stofnfélagar voru 15. Aðalforgöngumaður að stofnun félagsins var Jón Sigurðsson (1888-1972). Ungmennafélagið Æskan varð síðar brautryðjandi að stofnun Ungmennasambands Skagafjarðar. Tilgangur félagsins var meðal annars að „reyna að alefli að vekja löngun hjá æskulýðum til að starfa ötullega fyrir sjálft sig, land og þjóð og fyrst og fremst að þeim framfararmálum sem kunna að koma innan sveitarinnar“ eins og kemur fram í lögum félagsins. Einnig voru félagsmenn hvattir til að vinna ötullega að hvers konar íþróttamálum og yfirleitt að efla allt það er að andlegri og líkamlegu atgerfi lítur. Úr fundargerðabók 13.3.1960.
Það kemur ekki fram í fundargerðarbókunum hvenær, eða hvort félagið var lagt formlega niður.

Ungmennafélagið Glóðafeykir

  • Organization
  • 02.05.1926

Stofnfundur Ungmennafélagsins Glóðafeyki var haldinn 2. maí 1926, að Stóru Ökrum, félagssvæði þess er Akrahreppur. Lög félagsins voru samþykkt 27. júní sama ár. Tilgangur félagsins var að efla félagslíf íbúa hreppsins með margvíslegum hætti eins og t.d. með málfundum, íþróttum, skemmtunum og nytsamlegri vinnu. Eins og segir í lög og reglum félagsins; „Tilgangur félagsins er að glæða félagslíf á félagssvæðinu, að efla hverskyns manndáð og drengskap, auka samvinnu og bróðurhug og örva menn og auka þeim möguleika á að starfa í þeim anda“. Virk starfsemi var í félaginu framan að, á árunum 1945 - 1964 virðist sem starfsemin sé með daufara móti en er endurvakin með fundi í Héðinsmynni 12. apríl 1974. Þann 22.06.1952 fékk félagið inngöngu í Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS).
Fyrsti formaður félagsins var Björn Sigtryggsson (14.05.1901-26.08.2002) í Framnesi og voru stofnfélagar 27.

Kvenfélag Staðarhrepps (1908-)

  • S03656
  • Organization
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá fyrstu lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagni og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjugarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrðanámskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Ungmennafélagið Glóðafeykir

  • S03657
  • Organization
  • 02.05.1926

Stofnfundur Ungmennafélagsins Glóðafeyki var haldinn 2. maí 1926, að Stóru Ökrum, félagssvæði þess er Akrahreppur. Lög félagsins voru samþykkt 27. júní sama ár. Tilgangur félagsins var að efla félagslíf íbúa hreppsins með margvíslegum hætti eins og t.d. með málfundum, íþróttum, skemmtunum og nytsamlegri vinnu. Eins og segir í lög og reglum félagsins; „Tilgangur félagsins er að glæða félagslíf á félagssvæðinu, að efla hverskyns manndáð og drengskap, auka samvinnu og bróðurhug og örva menn og auka þeim möguleika á að starfa í þeim anda“. Virk starfsemi var í félaginu framan að, á árunum 1945 - 1964 virðist sem starfsemin sé með daufara móti en er endurvakin með fundi í Héðinsmynni 12. apríl 1974. Þann 22.06.1952 fékk félagið inngöngu í Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS).
Fyrsti formaður félagsins var Björn Sigtryggsson (14.05.1901-26.08.2002) í Framnesi og voru stofnfélagar 27 manns.

Kvenfélag Staðarhrepps

  • E00027
  • Organization
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagn og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn og muni í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjgarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrða námskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Ungmennafélagið Æskan

  • E00026
  • Organization
  • 20.10.1905 - 17.4.1990

Ungmennafélagið Æskan var stofnað í Staðarhreppi 20. október 1905. Stofnfélagar voru í upphafi 15 manns. Aðalforgöngumaður að stofnun félagsins var Jón Sigurðsson (1888-1972). Ungmennafélagið Æskan varð síðar eitt af stofnfélögum Ungmennasambands Skagafjarðar (U.M.S.S) ásamt tveimur öðrum félögum þegar það var stofnað 17. apríl 1910.
Tilgangur félagsins var meðal annars að „reyna að alefli að vekja löngun hjá æskulýðum til að starfa ötullega fyrir sjálft sig, land og þjóð og fyrst og fremst að þeim framfararmálum sem kunna að koma innan sveitarinnar“ eins og kemur fram í lögum félagsins. Einnig voru félagsmenn hvattir til að vinna ötullega að hvers konar íþróttamálum og yfirleitt að efla allt það er að andlegri og líkamlegu atgerfi lítur. Úr fundargerðabók 13.3.1960.
Það kemur ekki fram í fundargerðarbókunum hvenær eða hvort félagið var lagt formlega niður.

Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu (1976-1999)

  • S03640
  • Organization
  • 1976-1999

Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu var stofnaður árið 1976. Í kjölfar sameiningar sveitarfélaga í Skagafirði var Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu sameinaðir árið 1999 undir heitinu Tónlistarskóli Skagafjarðar.

Árskógshreppur (1911-1998)

  • S03626
  • Organization
  • 1911-1998

Hreppur í Eyjafirði. Varð til árið 1911 þegar Arnarneshreppi var skipt í tvennt. Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Árskógshreppur Dalvíkurbyggð og Svarfaðardalshreppi undir nafninu Dalvíkurbyggð.

Amtsráð norðuramtsins (1892-1904)

  • S03569
  • Organization
  • 1892-1904

"Á Íslandi voru ömt frá árinu 1684 til ársins 1904. Æðsti embættismaður í amti var amtmaður og var Ísland eitt amt í Konungsríkinu Danmörku á tímabilinu 1684-1770. Því var síðan skipt niður í tvö ömt Suður- og Vesturamt og Norður- og Austuramt árið 1770. Árið 1787 var Suður- og Vesturamt síðan klofið niður í Suðuramt og Vesturamt. Árið 1873 þegar embætti stiftamtmans var lagt niður og landshöfðingi tók við var amtmaður Vesturamts settur sem amtmaður Suðuramts en ömtin héldust samt aðskilin. Árið 1890 voru sett lög sem skiptu Norður- og Austuramti í tvennt og kom til framkvæmda árið 1892. Aftur var sami amtmaður en ömtin héldust aðskilin[1]. Amtskipanin var lögð af árið 1904 þegar Íslendingar fengu heimastjórn."

Amtsbókasafnið á Akureyri (1827-)

  • S03568
  • Organization
  • 1827-

"Segja má að saga safnsins hefjist árið 1791 þegar Stefán Þórarinsson amtmaður stofnaði Hið norðlenska lestrarfélag. Það félag lagðist af en Grímur Jónsson, amtmaður á Möðruvöllum í Hörgárdal, tók við keflinu og stofnaði Eyfirska lesfélagið árið 1825. Tveimur árum síðar, árið 1827, var Amtsbókasafnið formlega stofnað.
Helsti bókakostur safnsins voru bækur úr Hinu norðlenska lestrarfélagi og bókagjafir sem margar hverjar komu frá Danmörku. Fyrsti amtsbókavörðurinn vann kauplaust og skaut jafnframt skjólshúsi yfir safnið. Þetta var Andreas Mohr sem bjó í Hafnarstræti 11, húsi sem nú er jafnan kallað Laxdalshús. Það er elsta hús Akureyrar.
Eftir að Mohr hætti sem amtsbókavörður var safnið á hrakhólum. Ekki rættist úr fyrr en 1849. Næsti viðkomustaður safnsins var Aðalstræti 40 þar sem safnið var í tíu ár. Það var um tíma einnig í Aðalstræti 46 og var loks flutt í nýtt þing- og varðhaldshúsi Akureyrarkaupstaðar í Búðargili árið 1875. Húsið var neðst í gilinu en það stendur ekki lengur. Friðbjörn Steinsson varð bókavörður.
Kaflaskil urðu í sögu safnsins þegar Akureyrarkaupstaður eignaðist það árið 1905. Kaupstaðurinn eignaðist safnið með því skilyrði að byggt yrði utan um það eldtraust geymsluhús auk lestrarstofu en mörg ár liðu þar til það varð að veruleika.
Safnið var um þetta leiti í Samkomuhús bæjarins. Þar var þó opnuð lesstofa í fyrsta sinn í sögu safnsins. Samkvæmt gestabókum voru námsmenn tíðir gestir á safninu sem og kennarar. Nokkrir gegndu stöðu amtsbókavarðar. Þekktastur er Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, sem hóf þar störf árið 1925 og gegndi hann embættinu í 27 ár.
Árið 1930 var safnið flutt Í Hafnarstræti 53, gamla barnaskólann á Akureyri. Davíð bjó einnig í húsinu á þeim tíma. Þá var fólki farið að leiðast flutningar safnsins fram og til baka og árið 1933 vakti Matthíasarnefnd Stúdentafélags Menntaskólans athygli á því að 100 ára afmæli Matthíasar Jochumsonar þjóðskálds nálgaðist og tilvalið væri að byggja hús undir safnið af því tilefni. Sigurður Guðmundsson skólameistari og Steindór Steindórsson kennari sátu fund með byggingarnefnd Akureyrarbæjar og báru upp erindið.
Samþykkt var að hefja undirbúning að byggingu safnahúss sem átti að bera nafnið Matthíasarbókhlaða. Auk þess sem húsið átti að vera bókhlaða bæjarins var einnig gert ráð fyrir að í framtíðinni yrði þar náttúrusafn og listasafn.
Þegar hófst fjársöfnun fyrir byggingunni. Húsið átti að kosta 110 þúsund krónur en þar sem 10 til 15 þúsund krónur vantaði upp á þótti ekki ráðlegt að taka lán og ráðast strax í framkvæmdirnar. Þess í stað var fjárfest í húsi við Hafnarstræti 81 þar sem bókasafnið var í 20 ár, uppi á 2. hæð. Það hús stendur við Sigurhæðir Matthíasar Jochumsonar.
Eftir að Árni Jónsson tók við sem safnvörður árið 1960 jukust vinsældir safnsins. Árni stóð fyrir breytingum, meðal annars jók hann aðgengi með því að setja bækur í opnar hillur þannig að fólk gat tekið sér nægan tíma í að velja sér bækur í stað þess að fá þær afhendar yfir afgreiðsluborðið. Árni lengdi einnig opnunartíma safnsins til muna, það hafði aðeins verið opið einn til þrjá daga í viku en Árni opnaði safnið alla virka daga, fyrst um sinn frá 14 til 19. Enn jókst aðsóknin, hún tvöfaldaðist fljótlega og rúmlega það.
Tveimur árum áður en Árni tók við, hafði Bæjarstjórn Akureyrar samþykkt að byggja loks hús fyrir safnið í tilefni 100 ára afmælis Akureyrarbæjar árið 1962. Leitað var til arkitektanna sem unnu samkeppnina 1935 og lögðu þeir fram alveg nýja og nútímalega hugmynd að bókhlöðu sem jafnframt var mun stærri en gamla tillagan. Það var 29. júní árið 1963 að nýja tillagan var samþykkt eftir bollaleggingar fram og til baka á fundum byggingarnefndarinnar.
Hið nýja húsnæði var vígt þann 9. nóvember árið 1968 við hátíðlega athöfn. Bjarni Einarsson bæjarstjóri tók á móti byggingunni fyrir hönd Akureyrarbæjar með stuttri ræðu.
Nokkrum áratugum síðar hafði starfsemin enn sprengt utan af sér húsnæðið. Amtsbókasafnið er annað af tveimur skylduskilabókasöfnum á Íslandi sem þýðir að það á að minnsta kosti eitt eintak af öllum bókum sem prentaðar eru á Íslandi fara til safnsins. Þetta er gríðarlega mikið magn á hverju ári og því er safnkosturinn fljótur að stækka. Þrengslin í bókhlöðunni voru yfirþyrmandi og safnið varð að taka á leigu húsnæði í bænum til að geyma bækur og blöð sem minna voru notuð. Auk þess stækkaði skjalasafnið óðum. Árið 1987 var ákveðið að byggja við safnið og efnt var til samkeppni um viðbygginguna.
Frá því Amtsbókasafnið komst í viðunandi húsnæði árið 1968 hefur starfsemin vaxið og dafnað jafnt og þétt. Þar er nú góð aðstaða til tölvunotkunar og einnig sýningaraðstaða og veitingastaður. Þá hýsir safnahúsið Héraðsskjalasafn Akureyrar."

Alþýðusamband Íslands (1916-)

  • S03567
  • Organization
  • 12.03.1916-

"Alþýðusamband Íslands (ASÍ) er heildarsamtök íslenskra stéttarfélaga, stofnað 12. mars 1916. Í dag eru meðlimir þess um það bil 108.000 u.þ.b. helmingur starfandi vinnuafls. Félagsmenn eru hvort tveggja starfandi á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera. Á heimasíðu ASÍ segir að „verkalýðshreyfingin hafi að verulegu leyti byggt upp það velferðarkerfi sem við njótum góðs af í dag, samstaðan og fjöldinn gerir henni kleift að hafa pólitísk áhrif og móta þjóðfélagið að þörfum fólksins. ASÍ gerir kröfu um úrbætur, völd og áhrif fyrir hönd félaga sinna, en úrslitavaldið þegar mest á reynir, til dæmis við gerð kjarasamninga eða verkfallsboðun, er ætíð í höndum fólksins í stéttarfélögunum.“"

Alþýðubandalagið (1968-1999)

  • S03566
  • Organization
  • 1956-1999

"Sósíalistaflokkurinn og Málfundafélag jafnaðarmanna (vinstri armur Alþýðuflokksins) stofnuðu Alþýðubandalagið árið 1956. Fyrst í stað var um kosningabandalag að ræða, sem Þjóðvarnarflokkurinn gekk til liðs við árið 1963. Árið 1968 varð bandalagið formlegur stjórnmálaflokkur. Alþýðubandalagið tók þátt í kosningabandalaginu Samfylkingin í kosningum til Alþingis 1999."

Alþingi (930-)

  • S03565
  • Organization
  • 930-

"Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930. Þinghaldsstaðurinn hét Lögberg. Þar komu höfðingjar saman í júní ár hvert til að setja lög og kveða upp dóma. Flestum öðrum var einnig frjálst að fylgjast með þinghaldinu, eins og tíðkast á Alþingi enn í dag. Æðsti maður þingsins var lögsögumaðurinn sem var gert að leggja á minnið lög landsins og þylja upp fyrir aðra sem þingið sátu; einn þriðja laganna á ári hverju. Fram að árinu 1271 var svo þinginu slitið eftir tvær vikur á svokölluðum þinglausnardegi, en eftir það var þinghald stytt nokkuð.
1262-4 gengu Íslendingar Noregskonungi á hönd með gerð Gamla sáttmála og við það breyttust störf Alþingis. Til að lög Alþingis tækju gildi þurfti konungur nú að samþykkja þau, og hann einn fór með framkvæmdavaldið. Tveir lögmenn komu svo í stað lögsögumanns. Aðalverk Alþingis varð smám saman að grunda dóma, og varð eina verk þess þegar löggjafarvaldið færðist alfarið til Danakonungs á seinni hluta 17. aldar. Þann 6. júní árið 1800 skipaði konungur svo fyrir að Alþingi skyldi lagt niður. Þá tók landsyfirréttur í Reykjavík við hlutverki Lögréttu sem æðsti dómstóll Íslands. Árið 1920 var hann svo lagður niður en í hans stað kom Hæstiréttur.
Þann 8. mars árið 1843 skipaði konungur svo fyrir að Alþingi skyldi endurreist sem ráðgjafarþing, og 1. júlí árið 1845 kom þingið saman á ný. Einungis efnamiklir karlmenn höfðu kosningarétt, en þeir voru ekki nema um 5% allra landsmanna á þessum tíma. Árið 1874 fengu Íslendingar svo stjórnarskrá og Alþingi sömuleiðis löggjafarvald á ný, þótt enn hefði konungur neitunarvald sem hann beitti oft. Þann 3. október árið 1903 fengu Íslendingar heimastjórn og þingræði komst á. Sömuleiðis fengu fleiri kosningarétt, enn þó bara karlmenn. Árið 1915 fengu svo bæði konur og vinnuhjú rétt til að kjósa í Alþingiskosningum.
Þann 1. desember árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki og Alþingi fór með löggjafarvald án afskipta konungs. Konungur fór enn með utanríkismál og sá um landhelgisgæslu. Þegar Danmörk var hernumin árið 1940 sendi Alþingi frá sér tilkynningu um að það skyldi fara með öll mál sem vörðuðu Ísland, þar með talin utanríkismál og landhelgismál. Lýðveldið Ísland var svo formlega stofnað á Þingvöllum 17. júní árið 1944."

Æðarræktarfélag Íslands (1969-)

  • S03554
  • Organization
  • 1969-

"Æðrarræktarfélag Íslands var stofnað árið 1969.
Félagið er búgreinafélag með aðild að Bændasamtökum Íslands. Fulltrúi félagsins situr á búnaðarþingi.
Félagar geta þeir orðið sem njóta hlunninda af æðarvarpi og þeir sem hafa áhuga fyrir æðarrækt og stofnun nýrra varpstöðva.
Félagar eru vel á þriðja hundrað.
Félagið vinnur að því að efla æðarrækt, m.a. með því að:
-stuðla að rannsóknum, fræðslu og leiðbeiningum um atvinnugreinina.
-leita leiða til að draga úr tjóni í æðarvörpum af völdum vargs.
Félagið fylgist með sölu á æðardúni og styður við markaðsmál, m.a. með útgáfu kynningarefnis.
Félagið starfar í deildum eftir landsvæðum.

Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra (1992-)

  • S03546
  • Organization
  • 1992-

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra var stofnaður árið 1992 og fékk við það sína eigin skipulagsskrá. Samkvæmt skipulagsskrá Farskólans eru markmið skólans að efla endur- og símenntun á Norðurlandi vestra, greina þarfir fyrir fræðslu, standa fyrir hvers konar námi og koma á fót háskólanámi í heimabyggð.
Stofnaðilar Farskólans samkvæmt endurskoðari skipulagsskrá frá árinu 2009 eru:
Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, sveitarfélagið Skagaströnd, Akrahreppur, sveitarfélagið Skagafjörður, stéttarfélagið Samstaða, Aldan, stéttarfélag, Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Verslunarmannafélag Skagfirðinga, Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki, Fisk Seafood ehf., Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Hólaskóli.

Icelandic Association of Utah Inc.

  • S03500
  • Organization

"The Association has three primary purposes:
Celebrate and perpetuate a common interest in the culture and heritage of Iceland through shared activities and continuing education.
Promote closer and better relations with the people of Iceland.
Preserve the memory of the early Icelandic pioneers who established the first permanent Icelandic settlement in North America in Spanish Fork, Utah."

Results 1 to 85 of 177