Sýnir 6400 niðurstöður

Nafnspjöld

Helgi Pétursson (1865-1946)

  • S02914
  • Person
  • 4. mars 1865 - 21. okt. 1946

Helgi Pétursson fæddist árið 1865 á Fjalli í Sléttuhlíð. Foreldrar: Pétur Sigmundsson b. að Fjalli og k.h. Sigríður Helgadóttir. Helgi stundaði sjómennsku framan af en hóf svo búskap ásamt konu sinni, Margréti Sigurðardóttur frá Garðshorni á Höfðaströnd árið 1897. Bjuggu í Garðshorni 1897-1898, á hluta af Hofi á Höfðaströnd 1898-1901, á Spáná í Unadal 1901-1902, á Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902-1910 og á Kappastöðum í Sléttuhlíð 1910-1915. Eftir það áttu þau heimili hjá Vilhelmínu dóttur sinni á Hamri í Hegranesi. Helgi og Margrét eignuðust átta börn.

Anna Sigurðardóttir (1882-1947)

  • S03411
  • Person
  • 10.06.1882-29.06.1947

Anna Sigurðardóttir, f. 10.06.1882, d. 29.06.1947. Foreldrar: Sigurður Bjarnason (1829-1890) bóndi á Stóra-Vatnsskarði og seinni kona hans, Salbjörg Sölvadóttir (1839-1901). Fimmtán ára gömul flutti Anna alfarið suður., til færnda síns sr. Þorkels á Reynivöllum og Sigríðar konu hans. Hja þeim dvadli hún meðan þau lifðu og flutti með þeim til Reykjavíkur 1901. gekk hún þá í kvennaskólann og aflaði sér margvíslegrar fræðslu, m.a. varðandi verslun. Hún stundaði verslunarstörf, fyrst í Edinborgarverslun og svo hjá Johnson og Kaaber. Þar starfaði hún í 35 ár.
Anna var verslunarkona í Reykjavík.

Bjarni Jónsson (1863-1934)

  • S01696
  • Person
  • 11.08.1863-17.10.1934

Bjarni Jónsson, f. á Kimbastöðum í Borgarsveit, 11.08.1863 , d. 17.10.1934 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Bjarnason, síðast bóndi í Hólkoti á Reykjaströnd og kona hans Helga Sölvadóttir frá Steini á Reykjaströnd.
Bjarni ólst upp í foreldrahúsum til 18 ára aldurs. Þá gerðist hann vinnumaður hjá Þorleifi Jónssyni á Reykjum á Reykjaströnd. Ári síðar fluttist hann til Sauðárkróks og bjó þar til dánardags. Gerði hann út báta til fiskjar og fuglaveiða á Drangeyjarfjöru og var um áratugi sigmaður í Drangey, einkum á Lambhöfða. Var hann "eyjarkongur" til margra ára, nokkurs konar umsjónarmaður eyjarinnar, kosinn af sýslunefnd. Bjarni var mikill söngmaður og var um langt skeið í kirkjukór Sauðákrókskirkju. Tók einnig þátt í leikstarfsemi og lék m.a. hlutverk Skugga-Sveins í samnefndu verki.
Maki: Guðrún Ósk Guðmundsdóttir. Þau eignuðust ekki börn en fósturbörn þeirra voru:
Guðrún Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Jónassonar húsmanns á Sauðárkróki og Sigurlaugar Jónsdóttur. Guðrún fluttist til Noregs og lést þar.
Óskar Bjarni Stefánsson, sonur Stefáns Jónssonar verkamanns á Sauðárkróki sem síðar fluttist til Vesturheims og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur.

Kristín Eggertsdóttir Briem (1849-1881)

  • S00788
  • Person
  • 14. okt. 1849 - 10. des. 1881

Dóttir Eggerts Briem eldri, sýslumanns á Reynistað og Ingibjargar Eiríksdóttur. Kristín var vel menntuð og vann mikið að ýmsum félags-og framfaramálum. Var einn af stofnendum kvennaskólans í Ási í Hegranesi. Hún unni mjög tónlist og fyrir hennar forgöngu var fyrsta kirkjuorgelið í Skagafirði keypt í Reynistaðarkirkju. Kristín kvæntist Jean Valgard Claessen kaupmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust fjögur börn, Kristín lést aðeins viku eftir fæðingu yngsta barnsins.

Árni Jónsson (1848-1932)

  • S03619
  • Person
  • 07.09.1848-13.05.1932

Árni Jónsson, f. á Sauðá 07.09.1848, d. 13.05.1932. Foreldrar: Jón Árnason (1817-1902) síðast bóndi í Dæli í Sæmundarhlíð og kona hans Ingibjörg Símonardóttir (1815-1885) húsmóðir.
Árni ólst upp með foreldrum sínum og vann að búi þeirra fram yfir þrítugsaldur, eða þar til hann flutti á heimili unnustu sinnar voriuð 1881. Hann var bóndi á Marbæli á Langholti 1881-1882 og 1884-1932. Fyrstu árin bjó hann á móti Magnúsi tengdaföður sínum og taldist húsmaður 1882-1884. Árni sat lengi í hreppsnefnd Seyluhrepps, var oddviti hennar 1888-1892. Hann var hreppsstjóri Seyluhrepps frá 1892-1917.
Maki: Sigurlína Magnúsdóttir (1860-1940). Þau eignuðust ekki börn.

Tómas Jónasson (1887-1939)

  • S03224
  • Person
  • 11.08.1887-07.02.1939

Tómas Jónasson, f. á Mið-Hóli í Sléttuhlíð 11.08.1887, d. 07.02.1939. Foreldrar: Jónas Árnason bóndi á Mið-Hóli og ráðskona hans, Guðrún Tómasdóttir frá Ysta-Hóli í Sléttuhlíð. Þau bjuggu stutt saman og ólst Tómas upp með móður sinni og skyldmennum hennar á ýmsum stöðum. Fór snemma að vinna fyrir sér og stundaði jöfnum höndum landbúnaðarvinnu og sjómennsku. Reri hann á hákarlaskipum og fiskiskipum og nokkuð á árabátum eftir að hann hóf búskap. Tómas vann að stofnun Kaupfélags Fellshrepps, sem staðsett var á Hofsósi og stofnað 1919 og var framkvæmdastjóri þess frá upphafi til dánardags. Var bóndi á Mið-Hóli 1908-1023 og á fjórða hluta jarðarinnar eftir það og til æviloka. Tómas var oddviti Fellshrepps 1919-1923, formaður fræðslunefndar í allmörg ár, sýslunefndarmaður fyrir Fellshrepp 1913-1924 og gekkst fyrir byggingu skólahúss fyrir hreppinn. Eftir að Tómas fluttist á Hofsós vann hann að ýmsum umbótamálum þar. Hann fórst með vélbátnum Þengli, á leið frá Hofsósi til Siglufjarðar.
Maki: Ólöf Sigríður Þorkelsdóttir (1885-1963). Þau eignuðust tíu börn.

Eiríkur Jónsson (1863-1948)

  • S00719
  • Person
  • 4. júní 1863 - 15. sept. 1948

Sonur Jóns Jónssonar og Valgerðar Eiríksdóttur í Djúpadal. Bóndi og trésmiður í Djúpadal 1897-1923. Kvæntist Sigríði Hannesdóttur (1875-1958), þau eignuðust átta börn.

Franz Jónatansson (1873-1958)

  • S03186
  • Person
  • 24.08.1873-11.11.1958

Franz Jónatansson, f. á Siglunesi 24.08.1873, d. 11.11.1958 á Siglufirði. Foreldrar: Jónatan Ögmundsson og Guðný Björnsdóttir. Ársgamall fluttist Franz með foreldrum sínum frá Siglunesi að Bæ á Höfðaströnd. Þar bjuggu þau til 1889 en flutti þá að Mannskaðahóli í sömu sveit. Franz ólst upp með foreldrum sínum til 1895. Hann naut heimiliskennslu og lærði að spila á orgel og gerðist síðar forsöngvari í Hofs- og síðar Fellssókn. Franz var barnakennari nær óslitið 1897-1941 í Hofs- og Fellshreppum og í heimahúsum. Sat í nokkur ár í sóknarnefnd Hofshrepps og var oddviti sóknarnefndar og hreppsnefndar Fellshrepps. Árið 1897 kom hann upp nýbýlinu Garðhúsum við Höfðavatni og stundaði sjósókn í nokkur ár frá Bæjarklettum. Árið 1905 stofnaði hann, ásamt fleirum, Mótorfélagið sem gerði út vélbáta frá Bæjarklettum. Var hann vélamaður á öðrum vélbátanna tveggja sem félagið gerði út.
Árið 1910 tók Franz Málmey á leigu. Þar konu og börnum til 1914, er þau hjónin misstu son sinn af slysförum. Þá kaupa þau Skálá í Sléttuhlíð og bjuggu þar til 1919, er þau fóru aftur í Málmey. Þau keyptu eyjuna og bjuggu þar óslitið til 1941. Þá flutti Franz til Siglufjarðar og vann þar ýmis afgreiðslustörf til æviloka.
Maki: Jóhanna Gunnarsdóttir (28.05.1878-16.10.1964) frá Krossi í Mjóafirði eystra, síðar búsett á Vatni á Höfðaströnd. Þau eignuðust þrjú börn: Guðlaugu Veroníku, Jónu Guðnýju og Hjálmar.

Guðrún Jónsdóttir (1830-1905)

  • S02284
  • Person
  • 1. maí 1830 - 21. apríl 1905

Frá Spáná í Unadal. Kvæntist Sigurði Gunnlaugssyni frá Skriðulandi. Þau hófu búskap á Flögu í Hörgárdal árið 1862, fluttust svo að Skúfsstöðum í Hjaltadal árið 1866 og síðan að Skriðulandi í Kolbeinsdal árið 1872 og bjuggu þar til æviloka. Sigurður og Guðrún eignuðust fjögur börn.

Ingibjörg Eiríksdóttir Briem (1827-1890)

  • S02674
  • Person
  • 16. sept. 1827 - 15. sept. 1890

Ingibjörg Eiríksdóttir f. 16.09.1827, d. 15.09.1890. Foreldrar: Eiríkur Sverrisson sýslumaður í Rangárvallasýslu og seinni k.h. Kristín Ingvarsdóttir. Var á Hamri í Borgarsókn í Mýrarsýslu 1835. Maki: Eggert Briem sýslumaður á Reynistað. Þau eignuðust 19 börn, 13 þeirra komust upp.

Margrét Símonardóttir (1869-1963)

  • S00585
  • Person
  • 10. júlí 1869 - 2. maí 1963

Fædd og uppalin á Brimnesi, dóttir Símonar Pálmasonar og Sigurlaugar Þorkelsdóttur. Margrét átti frumkvæðið að stofnun heimilisiðnaðarfélags í Viðvíkursveit, sem starfaði þar í mörg ár, og sat í stjórn þess. Margrét skrifaði um áhugamál sín, t.d. heimilisiðnað og fl. í tímaritið Hlín. Margrét kvæntist Einari Jónssyni frá Tungu í Stíflu, þau bjuggu á Brimnesi frá 1896-1926 en fluttust eftir það til Reykjavíkur, þau eignuðust þrjár dætur, tvær þeirra komust á legg.

Vilhelm Georg Theodór Bernhöft (1869-1939)

  • S03385
  • Person
  • 05.01.1869-24.06.1939

Vilhelm Georg Theodor Bernhöft, f. í Reykjavíik 05.01.1869, d. 24.06.1939. Foreldrar: Vilhelm Georg Theodor Bernhöft, f. 1828, d. 1871, bakarameistari í Reykjavík, og Johanne Louise Bernhöft, fædd Bertelsen. Vilhelm varð stúdent frá Lærða skólanum 1890 og cand.med. frá Læknaskólanum 1894. Hann fór til Kaupmannahafnar sama ár, dvaldi hjá Carl Thorlaksson tannlækni í tvö ár og kynnti sér almenna tanngerð og tannfyllingar með verklegum æfingum en lauk ekki prófi í tannlækningum. Þegar heim kom til Íslands árið 1896 varð hann tannlæknir í Reykjavík til æviloka. Vilhelm var kennari í tannlækningum við Læknaskólann 1898-1911 og síðan við læknadeild Háskóla Íslands. Vilhelm var í raun fyrsti tannlæknirinn á Íslandi því þótt aðrir hefðu stundað þessa iðn þá var Vilhelm sá fyrsti sem hafði til þess raunverulega kunnáttu.
Maki: Kristín Þorláksdóttir Bernhöft, f. 26.9. 1878, d. 2.12. 1957, húsfreyja og tannsmiður. Þau eignuðust fimm börn.

Ágúst Magnússon (1895-1979)

  • S03391
  • Person
  • 08.08.1895-03.10.1979

Ágúst Magnússon, f. í Víðinesi 08.08.1895, d. 03.10.1979 á Sauðárkróki. Foreldrar: Magnús Vigfóusson bóndi í Garðakoti í Hjaltadal og Kristín Jónsdóttir í Víðinesi. Ágúst ólst upp hjá móður sinni í Víðinesi og átti þar heima óslitið alla sína ævi. Hann tók við búsforráðum af móður sinni 1924 og bjó samfellt í 44 ár.
Ágúst var ókvæntur og barnlaus en Jórunn Sigrún Skúladóttir (1890-1970) var ráðskona hans um langa hríð.

Ingimar Sigurðsson (1881-1908)

  • Person
  • 23.05.1881-08.12.1908

Bjó hjá foreldrum sínum á Draflastöðum. Búfræðingur. Ókvæntur og barnlaus. Varð úti á Héðinsskörðum 1908.

Guðrún Jósefsdóttir Blöndal (1865-1898)

  • S02031
  • Person
  • 1865-1898

Dóttir Önnu Margrét Þuríðar Kristjánsdóttur Möller og fyrri manns hennar Jósefs Gottfreðs Björnssonar Blöndal. Guðrún kvæntist Jónasi Jónssyni verslunarstjóra á Hofsósi, þau eignuðust ekki börn. Guðrún lést aðeins 33 ára gömul úr lungnabólgu.

Haraldur Ólafsson (1906-1922)

  • S03003
  • Person
  • 23. apríl 1906 - 14. maí 1922

Foreldrar: Ólafur Jensson kaupmaður á Hofsósi og kona hans Lilja Haraldsdóttir. Haraldur drukknaði með Öldunni frá Akureyri árið 1922.

Anna Kristín Jóhannsdóttir (1865-1930)

  • S02824
  • Person
  • 25. mars 1865 - 24. mars 1930

Anna Kristín Jóhannsdóttir, f. 25.03.1865 að Gröf á Höfðaströnd. Foreldrar: Jóhann Bjarnason og kona hans Halldóra Þorfinnsdóttir á Gröf á Höfðaströnd.
Maki: Jón Jónsson frá Ólafsfirði, f. 1861, þau eignuðust sjö börn. Þau bjuggu á Torfhóli í Óslandshlíð 1887-1897, Stóragerði 1897-1906, Brekkukoti 1906-1909. Brugðu þá búi en reistu aftur bú á Torfhóli 1911. Voru þar til 1918. Brugðu þá búi og fluttust til Hofsóss. Fluttust þaðan til Siglufjarðar, til Halldóru dóttur sinnar. Þar dó Anna Kristín.

Halldóra Jónsdóttir (1897-1973)

  • S02822
  • Person
  • 22. feb. 1897 - 13. mars 1973

Halldóra Jónsdóttir, f. 22.02.1896 á Torfhóli í Óslandshlíð. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Torfhóli í Óslandshlíð og kona hans Anna Kristín Jóhannsdóttir. Halldóra ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra. Hún var í barnaskóla í sinni heimasveit, en þar var kennari Sigurður Gíslason. Á unglingsárunum sínum fór Halldóra til Akureyrar og var þar vetrarpart vinnukona en sótti kvöldtíma í dönsku. Maki: Andrés Þorsteinsson vélsmiður frá Hjaltastöðum í Blönduhlíð. Þau bjuggu á Hjaltastöðum 1917-1922 er þau fluttu til Siglufjarðar. Eftir að til Siglufjarðar kom vann Halldóra flest sumur í síld auk þess sem hún sá um heimilið. Fyrstu átta árin voru foreldrar hennar á heimilinu. Árið 1930 dó móðir hennar og fór þá faðir hennar til dóttur sinnar á Akureyri. Þau eignuðust einn son og tóku einn fósturson.

Anna Rósa Þorvaldsdóttir (1886-1976)

  • S03413
  • Person
  • 21.05.1886-23.04.1976

Anna Rósa Þorvaldsdóttir, f. 21.05.1886, d. 23.04.1976. Foreldrar: Þorvaldur Ari Arason bóndi á Flugumýri og kona hans Anna Vigdís Steingrímsdóttir. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi og tók svo kennarapróf frá Flensborgarskóla. Árin 1909-1911 var hún við kennaraskóla í Kaupmannahöfn. Hún var um skeið kennari við barna-og unglingaskóla Sauðárkróks og síðar skólastjóri við Kvennaskólann á Blönduósi 1911ö1923. Hún fluttist til Reykjavíkur og kenndi þar fyrstu árin en réðst 1928 til skrifstofustarfa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hún var ógift og barnlaus.

Halldór Briem (1852-1929)

  • S01300
  • Person
  • 5. sept. 1852 - 29. júní 1929

Foreldrar: Eggert Briem sýslumaður á Reynistað og k.h. Ingibjörg Eiríksdóttir. Prestur og kennari, síðast bókavörður í Reykjavík.

Magnús Kristján Gíslason (1897-1977)

  • S02791
  • Person
  • 31. mars 1897 - 25. mars 1977

Magnús Kristján Gíslason, f. 31.03.1897 á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð. Foreldrar: Gísli Sigurjón Björnsson og kona hans Þrúður Jónína Árnadóttir. Magnús ólst upp með foreldrum sínum, sem þá bjuggu á hálfum Stóru-Ökrum. Tvo vetrarparta var hann við nám á Frostastöðum hjá Gísla Magnússyni frænda sínum og síðar varð hann búfræðingur frá Hólum vorið 1918. Gísli faðir hans var leiguliði á Ökrum en keypti Vagla í Blönduhlíð 1914 og fluttu þeir feðgar þangað 1918. Magnús tók við búinu 1921 og bjó svo á Vöglum allan sinn búskap eða til 1977, síðast ásamt Gísla syni sínum. Magnús var skáldmæltur og orti m.a. textann alkunna Undir bláhimni. Hann var virkur í félagslífi sveitarinnar og sat í hreppsnefnd um skeið.
Maki: Ingibjörg Stefánsdóttir, f. 14.4.1898 á Svaðastöðum. Þau eignuðust einn son.

Páll Einarsson (1868-1954)

  • S02194
  • Person
  • 2505.1868-17.12.1954

Páll Einarsson, f. á Hraunum í Fljótum 25.05.1868, d. 17.12.1954. Foreldrar: Einar B. Guðmundsson bóndi á Hraunum í Fljótum og fyrsta kona hans, Kristín Pálsdóttir.
Páll lauk embættisprófi i lögfræði frá Hafnarháskóla 1891. Hann var málflutningsmaður við Landsyfirréttinn, sýslumaður í Barðastrandarsýslu, bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann var kosinn fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík 1908 og gegndi því embætti í eitt kjörtímabil sem var þá sex ár. Hann var síðan bæjarfógeti og sýslumaður á Akureyri og loks hæstaréttardómari.
Maki 1: Sigríður Thorsteinsson. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigríður Símsen. Þau eignuðust sex börn.

Pétur Kristófer Guðmundsson (1923-2009)

  • S02677
  • Person
  • 28. júlí 1923 - 17. maí 2009

Pétur fæddist á Refsteinsstöðum í Víðidal. Foreldrar: Guðmundur Pétursson og Sigurlaug Jakobína Sigurvaldadóttir. Maki: Rósa Pálmadóttir frá Reykjavöllum. Þau eignuðust þrjú börn og ólu auk þess upp tvö barnabörn. Um fermingu flutti Pétur að Nefstöðum í Stíflu. Hann var tvo vetur við Héraðsskólann á Laugarvatni. Árið 1945 keypti hann jörðina Hraun í Fljótum ásamt tveimur bræðrum sínum og foreldrum þeirra. Var í tvíbýli þar með Vilhjálmi bróður sínum til 1962. Pétur sinnti ýmsum félagsstörfum, m.a. formennsku í Búnaðarfélagi Holtshrepps og sat um langt skeið í hreppsnefnd. Pétur og Rósa fluttu til Akureyrar 2002 og þar var hann búsettur til dánardags.

Jón Pétursson (1867-1946)

  • S02820
  • Person
  • 3. júlí 1867 - 7. feb. 1946

Jón Pétursson, f. í Valadal 03.07.1867. Foreldrar: Pétur Pálmason bóndi í Valadal og síðar á Álfgeirsvöllum og kona hans Jórunn Hannesdóttir frá Hömrum. Jón var bóndi í Sölvanesi 1889-1890, á Löngumýri 1890-1891, í Valadal 1891-1897, á Nautabúi 1897-1912, í Eyhildarholti 1912-1923, Neðri Haganesvík og Dæli í Fljótum 1926-1930 en fluttist þá til Akureyrar.
Jón var landskunnur hagyrðingur og einn af þekktustu hestamönnum í Skagafirði á sínum tíma.
Maki: Sólveig Eggertsdóttir (1869-19446). Þau eignuðustu 13 börn.

Júlíana Jóhannsdóttir (1915-1987)

  • S02765
  • Person
  • 23. sept. 1915 - 16. júní 1987

Júlíana Jóhannsdóttir, f. 23.09.1915í Brekkukoti í Hjaltadal. Foreldrar: Jóhann Guðmundsson bóndi í Brekkukoti, f. 1876 og kona hans Birgitta Guðmundsdóttir, f. 1881.
Maki: Páll Jóhannes Þorsteinsson skipstjóri á Ólafsfirði, f. 1900. Þau eignuðust fimm börn.

Ragnar Bernharð Steingrímur Jóhannesson (1905-1974)

  • S02754
  • Person
  • 16. maí 1905 - 25. des. 1974

Ragnar Bernharð Steingrímur Jóhannesson, f. 16.05.1905 á Hólum í Öxnadal. Foreldar: Guðný Jónsdóttir og Jóhannes Sigurðsson bóndi á Engimýri í Öxnadal.
Útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólaskóla 1930. Fór í íþróttaskólann í Haukadal 1930-1931 og gerðist íþróttakennari á Hólum veturinn eftir. Maki: Margrét Jósefsdóttir, f. 1911, frá Vatnsleysu. Þau eignuðust eina dóttur. Hófu búskap á Vatnsleysu 1934 ásamt föður Margrétar. Þar bjuggu þau hjónin í átta ár en fluttu þá til Akureyrar og bjuggu þar til 1955. Á Akureyri stundaði Rangar verslunar- og skrifstofustörf. Fluttu á höfuðborgarsvæðið og bjuggu síðast að Móaflöt 21 í Garðahreppi. Þar starfaði Ragnar hjá Sambandi íslenskra Samvinnufélaga. Ragnar var hagmæltur og mikil tónlistarunnandi og tók virkan þátt í kóra- og menningarstarfi.

Niðurstöður 936 to 1020 of 6400