Sýnir 213 niðurstöður

Nafnspjöld
Akureyri

Ólafur Jónsson (1895-1980)

  • S02801
  • Person
  • 23. mars 1895 - 16. des. 1980

Ólafur Björgvin Jónsson, f. 23.03.1895 að Freyshólum á Fljótsdalshéraði. Foreldrar: Jón Ólafsson og Hólmfríður Guðmundsdóttir. Fór til náms við Búnaðarskólann á Hvanneyri og síðan í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hann prófi 1924. Sama ár var hann ráðinn framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands og settist að í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Árið 1949 lét hann þar af störfum og gerðist jarðræktarráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og síðar hjá sambandi nautgripartæktarfélaganna þar. Þar vann hann til 1965 er hann varð sjötugur. Auk þessara starfa stundaði hann jafnan rannsóknir og sinnti skáldskap. Hann hóf útgáfu á Handbók bænda og ritstýrði henni frá 1950-1960. Ritaði margt um jarðfræði Íslands og bar þar hæst rit hans Ódáðahraun í þremur bindum, Skriðuföll og snjóflóð í tveimur bindum og ritin Dyngjufjöll, Askja og Berghlaup. Einnig sendi hann frá sér skáldsöguna Öræfaglettur og ljóðabókina Fjöllin blá. Loks komu út nokkkrar frásagnir og smásögur í bókinni Strípl. Æviminningar hans komu út á árunum 1971-1972 og bera heitið Á tveimur jafnfljótum.

Sigrún Eiríksdóttir (1897-1991)

  • S02180
  • Person
  • 19. ágúst 1897 - 7. feb. 1991

Foreldrar: Eiríkur Guðmundsson b. í Sölvanesi og s.k.h. Jórunn Guðnadóttir. Sigrún ólst upp hjá foreldrum sínum í Sölvanesi. Kvæntist árið 1917 Finnboga Bjarnasyni frá Þorsteinsstöðum í Tungusveit. Þau bjuggu í Sölvanesi 1918-1920, á Merkigili 1920-1923, á Sveinsstöðum 1923-1925, á Mið-Grund 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal 1935-1936, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og eftir það á Akureyri. Sigrún og Finnbogi eignuðust fimm syni og tóku tvö fósturbörn.

Eiríkur Hreinn Finnbogason (1922-2006)

  • S02181
  • Person
  • 13. mars 1922 - 3. maí 2006

Eiríkur Hreinn Finnbogason fæddist á Merkigili í Austurdal í Skagafirði 13. mars 1922. Foreldrar hans voru Skúli Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi, þau fluttu frá Merkigili að Sveinsstöðum í Tungusveit árið 1923 og voru þar í tvö ár, bjuggu á Mið-Grund í Blönduhlíð 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og fóru þaðan til Akureyrar. ,,Eiríkur Hreinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Hann lagði stund á íslensk fræði við Háskóla Íslands og lauk cand. mag.-prófi 1949. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann við Hringbraut (nú Hagaskóla) frá stofnun 1949 til 1962, og forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur 1959-60. Hann kenndi við Menntaskólann í Reykjavík 1962-63 og var fulltrúi í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins 1957-63. 1963 varð hann lektor við háskólana í Gautaborg og Lundi og starfaði þar til 1966 þegar hann tók við starfi borgarbókavarðar og gegndi því starfi til 1975. Eiríkur Hreinn var prófessor í afleysingum við Háskóla Íslands á vormisseri 1968 og síðar stundakennari þar um árabil. Hann kenndi einnig við MR og Verslunarskólann eftir að hann kom heim frá Svíþjóð. Hann var útgáfustjóri Almenna bókafélagsins frá 1975 til ársins 1994 þegar hann lét af störfum. Eiríkur Hreinn var upphafsmaður þáttarins Daglegs máls í Ríkisútvarpi 1953 og stjórnaði honum þá og 1955 og 1956. Eftir Eirík Hrein liggja ýmsar ritgerðir og greinar í blöðum og tímaritum auk formála eða eftirmála að flestum útgáfum sem hann annaðist. Hann þýddi verk eftir Graham Greene, Bertil Almgren og Per Olof Sundman. Hann var ritstjóri Félagsbréfa AB 1957-63 (ásamt öðrum) og ritstýrði ásamt öðrum íslensku útgáfunni af Sögu mannkyns, ritröð AB. Hann gaf út Dagbók í Höfn og ljóðmæli Gísla Brynjúlfssonar. Einnig endurbætti hann og gaf út Íslenska málfræði Björns Guðfinnssonar. Hann annaðist útgáfu á verkum eftir m.a. Guðmund G. Hagalín, Sigurð Breiðfjörð, Tómas Guðmundsson, Matthías Johannessen og Jakob Thorarensen." Eiríkur Hreinn kvæntist 4. júní 1949 Jóhönnu Pétursdóttur frá Hjalteyri, þau eignuðust þrjú börn.

Jón Jakobsson Bergdal (1893-1953

  • S03441
  • Person
  • 29.12.1893-13.08.1953

Kom 1894 frá Eyvindarstöðum að Kaupangi í Kaupangssókn. Vinnumaður í Fjósakoti, Saurbæjarhreppi, Eyj. 1920. Húsmaður á Sandhólum í Saurbæjarhreppi 1923. Bókbindari á Akureyri. Verkamaður á Akureyri 1930.

Rögnvaldur Elfar Finnbogason (1925-2010)

  • S01377
  • Person
  • 13.05.1925-01.02.2010

Rögnvaldur Elfar Finnbogason fæddist á Eskifirði, sonur Finnboga Þorleifssonar, útgerðarmanns og skipstj. á Eskifirði og Dórótheu Kristjánsdóttur. ,,Rögnvaldur ólst upp á Eskifirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 og stundaði nám við Háskóla Íslands veturinn 1945-46. Hann vann við skrifstofustörf á Siglufirði árin 1947-1948 eða uns þau hjónin fluttust til Sauðárkróks, þar sem hann var gjaldkeri bæjarsjóðs á árunum 1948-1958. Hann gegndi starfi bæjarstjóra á Sauðárkróki árin 1958-1966. Rögnvaldur var skrifstofustjóri síldarútvegsnefndar fyrir Austurland á árunum 1966-1970 og bjó fjölskyldan þá á Seyðisfirði. Árið 1971 lá leiðin til Reykjavíkur og hóf Rögnvaldur þá störf á skattstofunni. Þar starfaði hann til 1976. Hann gegndi starfi bæjarritara í Garðabæ frá 1976-1983 og var forstjóri Sjúkrasamlags Garðabæjar á árunum 1983-1990. Rögnvaldur starfaði lengi fyrir Brunabótafélagið, síðar VÍS, og gegndi fjölda opinberra trúnaðarstarfa bæði á Sauðárkróki og víðar." Rögnvaldur kvæntist árið 1947 Huldu Ingvarsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Árni Eiríksson (1857-1929)

  • S01071
  • Person
  • 3. september 1857 - 23. desember 1929

Foreldrar: Eiríkur Eiríksson og Hólmfríður Guðmundsdóttir á Skatastöðum. Árni ólst upp í Sölvanesi hjá móðurbróður sínum Sveini Guðmundssyni og k.h. Guðrúnu Jónsdóttur. Árni var bóndi í Hamarsgerði 1883-1885 og á Starrastöðum 1885-1887, bjó á Akureyri 1887-1888, bóndi á Nautabúi 1889-1897 og á Reykjum í Tungusveit 1897-1907. Fluttist eftir það til Akureyrar þar sem hann starfaði sem gjaldkeri í Íslandsbanka til æviloka. Á sínum yngri árum var Árni einn fremsti glímumaður sinnar sveitar. Árni lærði ungur að leika á orgel og var forsöngvari í Mælifells- og Reykjakirkjum meðan hann bjó á því svæði. Jafnframt var Árni hreppsnefndaroddviti í Lýtingsstaðahreppi í hálfan annan áratug og deildarstjóri KS í þeirri sveit. Árni kvæntist Steinunni Jónsdóttur frá Mælifelli, þau eignuðust fjögur börn en ólu einnig upp nokkur fósturbörn.

Sigurlaug Sigurgeirsdóttir (1876-1929)

  • S01310
  • Person
  • 7. maí 1876 - 6. apríl 1929

Með foreldrum og í vistum í Fnjóskadal og á Svalbarðsströnd til 1893, flutti þá til Akureyrar.

Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir (1926-2015)

  • S01504
  • Person
  • 28. sept. 1926 - 6. jan. 2015

Foreldrar Guðrúnar voru Jóna Kristín Guðmundsdóttir og Guðmundur Benediktsson. Eiginmaður Guðrúnar var Kristinn Jónasson, þau eignuðust tvö börn. Guðrún og Kristinn bjuggu í Tungu og á Knappsstöðum í Stíflu til ársins 1974 að þau fluttu til Akureyrar, þar unnu bæði í verksmiðjum Sambandsins á Gleráreyrum.

Sveinn Þorsteinsson (1903-1980)

  • S01572
  • Person
  • 1. des. 1903 - 19. júlí 1980

Alinn upp hjá Birni Gunnarssyni og Þóru Jónsdóttur á Kljáströnd við Grenivík. Verkamaður á Neskaupstað 1930. Síðar sjómaður og bankaritari á Akureyri.

Tryggvi Baldur Líndal (1918-1997)

  • S01669
  • Person
  • 17. ágúst 1918 - 17. júní 1997

Baldur Líndal fæddist á Lækjamóti í Víðidal 17. ágúst 1918. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Steinvör Sigurðardóttir Líndal, húsmóðir og kennari og Jakob Hansson Líndal, bóndi, hreppstjóri og kennari. ,,Baldur varð stúdent frá MA 1939 og lauk B.Sc. prófi í efnaverkfræði frá MIT í Boston 1949 og var við framhaldsnám í sama skóla 1955. Hann var verkfræðingur hjá raforkumálastjóra frá 1949 og sjálfstætt starfandi ráðgjafarverkfræðingur frá 1961. Baldur hannaði og ók fyrstur Íslendinga á vetnisbíl árið 1945, hafði frumkvæði að kísilúrvinnslu í Mývatni og sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Vann á 8. áratugnum ítarlega úttekt á möguleikum á magnesíumframleiðslu á Reykjanesi. Starfaði við fjölda verkefna á sviði efnavinnslu í Bandaríkjunum og Mið-Austurlöndum og fyrir Virki hf. í Mið- og Suður-Ameríku og Afríku. Baldur Líndal hlaut Hina íslensku fálkaorðu 1968, Verðlaun Ásu Guðmundsdóttur Wright 1972 og gullmerki Verkfræðingafélags Íslands 1985."
Baldur var þríkvæntur:
Fyrsta kona hans var Kristín R.F. Búadóttir, þau slitu samvistir eftir stutta sambúð og áttu ekki börn.
Önnur kona Baldurs var Amalía Líndal, f. Gourdin, rithöfundur, frá Cambridge, Massachusetts, Bandaríkjunum, þau eignuðust fimm börn. Slitu samvistir.
Þriðja kona Baldurs var Ásdís Hafliðadóttir, hún átti þrjú börn fyrir.

Ingibjörg Björnsdóttir (1896-1997)

  • S01701
  • Person
  • 21. okt. 1896 - 2. sept. 1997

Foreldrar: Björn Benónýsson b. á Illugastöðum í Laxárdal og k.h. Ingibjörg Stefánsdóttir. Tveggja ára gömul fór Ingibjörg í fóstur til Sigríðar föðursystur sinnar og manns hennar Magnúsar Hjálmarssonar að Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Árið 1907 fluttust þau hjón með Ingibjörgu að Illugastöðum í Laxárdal til Björns föður hennar. Þar voru þau eitt ár, en fluttust síðan til árs búskapar að Ingveldarstöðum ytri á Reykjaströnd og árið 1909 fóru þau til Sauðárkróks og settust að í húsinu Brimgarði. Ingibjörg fermdist árið 1911, og sama árið fór hún vinnukona að Hólkoti á Reykjaströnd. Árið 1912 fór hún frá Hólkoti að Bakka í Vallhólmi, þar sem kynntist mannsefni sínu, Agli Gottskálkssyni. Þau bjuggu á Hvammkoti á Skaga 1917-1921, á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1921-1926, í Hjaltastaðakoti 1926-1935, á Mið-Grund 1935-1968. Síðast búsett á Akureyri. Ingibjörg lést 101 árs gömul.
Ingibjörg og Egill eignuðust átta börn.

Ólafur Haukur Helgason (1930-2006)

  • S01705
  • Person
  • 11. apríl 1930 - 31. okt. 2006

Foreldrar Ólafs Hauks voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. ,,Ólafur varð stúdent frá MA 1952. Nám í læknisfræði við HÍ 1952-53, cand. phil. þaðan og með próf í efnafræði. Nám í tannlækningum við háskólana í Kiel og Heidelberg í V-Þýskalandi en lauk ekki prófi. Kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1963. Vann við kennslustörf um árabil og ýmis önnur störf. Sendi frá sér frumsamin kvæði sem birt voru í Morgunblaðinu og víðar."

Halldóra Helgadóttir (1932-2005)

  • S01706
  • Person
  • 15. apríl 1932 - 7. feb. 2005

Halldóra Helgadóttir fæddist á Akureyri 15. apríl 1932, dóttir Helga Ólafssonar kennara á Sauðárkróki og Akureyri og k.h. Valýar Þorbjargar Ágústsdóttur. ,,Halldóra var gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri, hjúkrunarnemi, síðar sjúkraliði á Landakoti um árabil." Halldóra giftist Friðrik Sigurbjörnssyni lögfræðingi, þau eignuðust þrjú börn.

Guðmundur Stefánsson (1919-2005)

  • S01727
  • Person
  • 16. mars 1919 - 31. okt. 2005

Foreldrar: Stefán Guðmundsson, bóndi á Hrafnhóli í Hjaltadal og Sigurlína Þórðardóttir húsmóðir á Hrafnhóli. ,,Guðmundur fæddist í Hjaltadal og ólst upp á Hrafnhóli. Hann tók við búi foreldra sinna. Auk bústarfa gegndi hann fjölmörgum störfum, var m.a. oddviti Hólahrepps, meðhjálpari í Hóladómkirkju, sláturhússtjóri á Sauðárkróki. Eftir að hann hætti búskap og flutti til Akureyrar starfaði hann m.a. sem verkstjóri og gjaldkeri fyrir Félag eldriborgara, auk margra annarra nefnda- og trúnaðarstarfa. Hann starfaði mikið fyrir Lionshreyfinguna og Sjálfstæðisflokkinn. Á yngri árum keppti Guðmundur í mörgum íþróttagreinum og vann til margra verðlauna. Talsvert hefur verið birt af ljóðum og vísum eftir hann í blöðum og tímaritum. Kvæntist Fjólu Ísfeld Kristjánsdóttur, þau eignuðust sex börn.

Ingibjörg Jónsdóttir (1908-2001)

  • S01489
  • Person
  • 5. apríl 1908 - 11. ágúst 2001

Ingibjörg er fædd á Bólu í Blönduhlíð, dóttir Jóns Ingimars Jónassonar og k.h. Oddnýjar Stefánsdóttur. Ingibjörg ólst upp í Bólu en fór til Akureyrar 1922 þar sem hún var m.a. í vistum. Hún fór í Kvennaskólann í R.vík og lauk þar námi. Árið 1930 flutti hún til Siglufjarðar þar sem hún setti upp matsölu og rak hana að sumrinu. Þá rak hún einnig saumastofu á Siglufirði og saumaði skinnhúfur, skinnhanska, lúffur og vinnuvettlinga. Þessa framleiðslu seldi hún víða um land. Ingibjörg tók mikinn þátt í félagslífi á Siglufirði. Auk þess að syngja með Kirkjukór Siglufjarðar starfaði hún með kvenfélaginu þar og eitthvað með leikfélagi Siglufjarðar. Árið 1945 flutti hún ásamt manni sínum, Pétri Helgasyni, til Sauðárkróks, þar sem þau tóku fyrst við rekstri Hótel Tindastóls og síðar Villa Nova. Eftir að þau hættu rekstri Hótel Tindastóls, setti Ingibjörg þar upp hannyrðaverslun í félagi við Sigríði Önnu Stefánsdóttur og ráku þær hana þar til 1970, að Ingibjörg opnaði verslun að Hólavegi 16 sem hún rak meðan heilsa leyfði. Vefnaðarvöruverslun hennar var vinsæl og þekkt fyrir góða og vandaða vöru. Hún gekk til liðs við Kirkjukór Sauðárkróks og söng þar meðan heilsa leyfði. Einnig var hún virk í starfi Kvenfélags Sauðárkróks og var gerð að heiðursfélaga á 90 ára afmæli félagsins árið 1985.
Ingibjörg og Pétur eignuðust einn son saman og tóku einn fósturson, fyrir hjónaband hafði Pétur eignast dóttur.

Snorri Lárusson (1899-1980)

  • S02003
  • Person
  • 26. ágúst 1899 - 6. maí 1980

Ritsímastjóri á Seyðisfirði 1930, símritari á Akureyri, síðast fulltrúi í Reykjavík.

Rósa Stefánsdóttir (1895-1993)

  • S02042
  • Person
  • 10. okt. 1895 - 14. júlí 1993

Rósa fæddist 10. október á Króksstöðum í Kaupvangssveit í Eyjafirði. ,,Sem unglingur var Rósa í vist hjá hinum nafntogaða presti og fræðimanni, sr. Jónasi á Hrafnagili sem þá var kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Árið 1930 var hún ráðin aðstoðarkona á Sjúkrahúsi Akureyrar, en skömmu síðar ráðskona við Menntaskólann á Akureyri. Hélt síðan til frekara náms í Danmörku og lauk prófi frá merktum hússtjórnarskóla, Ankerhus í Sorø. Næstu árin stundaði hún kennslu í sinni grein við Kvennaskólann á Laugalandi í Eyjafirði og síðar Kvennaskólann og Miðbæjarskólann í Reykjavík. Árið 1940 giftist hún Jóni Þ. Björnssyni skólastjóra á Sauðárkróki sem þá hafði verið ekkjumaður í átta ár, hann hafði átt tíu börn með fyrri konu sinni. Hún sá um þungt heimili þeirra af skörungsskap, en kenndi jafnframt við Barna- og unglingaskóla Sauðárkróks 1942­1952. Auk færni sinnar í öllum húsmóðurstörfum var Rósa mikill matreiðslusnillingur. Í meira en áratug stóð hún fyrir hótelrekstri á Hólum í Hjaltadal á sumrin eða þar til þau hjónin fluttust til Reykjavíkur 1962. Eftir það var Rósa lengi matráðskona við Hagaskólann í Reykjavík."

Barði Brynjólfsson (1909-1970)

  • S02131
  • Person
  • 19. des. 1909 - 21. ágúst 1970

Foreldrar: Brynjólfur Eiríksson b. á Gilsbakka í Austurdal og k.h. Guðrún Guðnadóttir frá Villinganesi. Bjó á Akureyri. Gagnfræðingur og nam síðan í iðnskóla. Lærði húsamálun hjá Jóni Þórarinssyni Þór á Akureyri, fór síðan til Danmerkur í framhaldsnám. Starfaði síðan við húsamálun í Akureyri og nágrenni. Kvæntist Guðríði Þorsteinsdóttur hjúkrunarkonu.

Stefán Yngvi Finnbogason (1931-2019)

  • S02177
  • Person
  • 13. jan. 1931 - 14. júní 2019

Stefán Yngvi Finnbogason fæddist á Mið-Grund í Skagafirði 13. janúar 1931. Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Foreldrar hans fluttu frá Mið-Grund að Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og þaðan til Akureyrar. Stefán varð stúdent frá MA árið 1950 og cand. odont. frá HÍ 1957. Yfirskólatannlæknir í Reykjavík frá 1976. Kvæntist Hólmfríði Árnadóttur frá Rauðuskriðu í Aðaldal.

Árni Björnsson (1894-1966)

  • S02297
  • Person
  • 24. jan. 1894 - 29. apríl 1966

Bóndi og kennari á Stóru-Brekku í Möðruvallasókn í Eyjafirði 1930. Seinna kennari á Akureyri. Kvæntist Jónínu Sigrúnu Þorsteinsdóttur, húsmóður og leikkonu, þau eignuðust tvö börn.

Jón Þ. Þór (1944-

  • S02342
  • Person
  • 14. ágúst 1944-

Sagnfræðingur. Fæddur 1944 og ólst upp á Akureyri. Skrifaði m.a. Sögu Grindavíkur og Sögu Ísafjarðarkaupstaðar og Eyrarhrepps hins forna. Hefur einnig fengist við kennslu.

Vigfús Lárus Friðriksson (1899-1986)

  • S03384
  • Person
  • 19.10.1899-18.05.1986

Vigfús Lárus Friðriksson, f. í Bjarghúsum í Vesturhópi 19.10.1899, d. 18.05.1986. Foreldrar: Friðrik Magnússó bóndi og trésmiður í Bjarghúsum og Ingibjörg Vigfúsdóttir.
Vigfús tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1915. Hann lærði ljósmyndum hjá Guðmundi R. Trjámannssyni á Akureyri 1923-1925 og tók sveinspróf 1927. Hann var við verslunarstörf og fleira á Akureyri 1915-1923. Stofnaði ljósmyndastofu á Akueyri um 1925 en Vigfús Sigurgeirsson keypti stofuna 1926. Vigfús Lárus rak stofu í félagið við Jón Sigurðsson undir nafninu Jón og Vigffús á áriunum 1926-1952.
Maki: Nýbjörg Jakobsdóttir (1906-1994). Þau eignuðust eina dóttur.

Kristján Eiríksson (1945-

  • S02428
  • Person
  • 19. nóv. 1945-

Kristján fæddist á Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði árið 1945. Hann lauk stúndentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, BA - prófi og cand. mag.prófi í íslenskum bókmenntum frá H.Í. Kristján kenndi lengi við Menntaskólann á Laugarvatni. Var lektor í íslenskum bókmenntum í Björgvin í Noregi, einnig kenndi hann við KHÍ. Kristján hefur starfað við Árnastofnun frá árinu 1999. Eiginkona hans er Sigurborg Hilmarsdóttir. Þau eiga þrjú börn.

Helgi Hallgrímsson (1935-

  • S02472
  • Person
  • 11. júní 1935-

Helgi er fæddur í Holti í Fellum, en ólst upp á Arnheiðarstöðum og Droplaugarstöðum í Fljótsdal. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. 1955. Helgi nam líffræði og grasafræði við háskóla í Göttingen og Hamborg 1955-1963. Hann kenndi við Eiðaskóla og M.A. 1957-1969. Helgi var forstöðumaður við Náttúrugripasafnið á Akureyri 1964-1987 og rannsóknarstöðina Kötlu á Arsskógsströnd 1970-1976. Helgi hefur fengist við margskonar rannsóknir á íslenskri náttúru, einkum vatnalífi og sveppaflóru landsins og skrifað kver um þau efni, Sveppakverið og Veröldin í vatninu; hefur einnig ritað fjölda greina í blöð og tímarit. Hann stofnaði og stýrði Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi 1969-1980 og Vísindafélagi Norðlendinga 1971-1987. Helgi stofnaði og ritstýrði tímaritinu Týli, tímarit um náttúruvernd og var í ritstjórn Glettings, tímarit um austfirsk málefni.Árið 2005 gaf hann út veglega bók um Lagarfljót.
Hann hefur beitt sér fyrir verndun náttúrunnar á ýmsum vettvangi. Hefur verið búsettur á Egilsstöðum frá 1987.

Jón Þórarinsson (1917-2012)

  • S02443
  • Person
  • 13. sept. 1917 - 12. feb. 2012

Jón Þórarinsson fæddist í Gilsárteigi í Eiðaþinghá, S-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Þórarinn Benediktsson, hreppstjóri og alþingismaður, f. í Keldhólum á Völlum og k.h. Anna María Jónsdóttir. Árið 1920 flutti fjölskyldan til Seyðisfjarðar. ,,Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann lauk Mus.B-prófi í tónfræði 1946 og Mus.M-prófi í tónsmíði 1947 við Yale-háskólann í Bandaríkjunum. Sumarið 1945 stundaði hann nám við Juilliard-tónlistarháskólann í New York og fór til námsdvalar í Austurríki og Þýskalandi 1954-1955. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-1968, stundakennari við sama skóla frá 1979 og kennari við Söngskólann í Reykjavík 1983-1987. Hann starfaði við Ríkisútvarpið að mestu óslitið 1938-1956, var dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Ríkissjónvarpsins 1968-1979 og sat í Útvarpsráði 1983-1987. Hann var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrsti stjórnarformaður 1950-1953 og framkvæmdastjóri hennar 1956-1961. Þá sat hann aftur í stjórn hljómsveitarinnar frá 1988-2002. Jón var söngstjóri Fóstbræðra 1950-1954, Gamalla Fóstbræðra frá stofnun 1959-1997 og Stúdentakórsins 1964-1967. Hann var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1951-1952 og 1963-1966, var formaður úthlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs 1985-1986 og framkvæmdastjóri Listahátíðar 1988. Jón sat í undirbúningsnefnd Samtaka um byggingu tónlistarhúss (1987) og í stjórn samtakanna um skeið. Auk þess að gegna ýmsum öðrum stjórnar- og trúnaðarstörfum hjá samtökum listamanna. Jón var meðlimur í Rótarýklúbbi Reykjavíkur frá 1975 til dauðadags. Eftir Jón liggur fjöldi tónverka. Meðal þekktra sönglaga Jóns eru Fuglinn í fjörunni, Íslenskt vögguljóð á Hörpu og Sex gamlir húsgangar. Jón samdi auk þess tónlist við mörg leikrit og kvikmyndir og gerði fjölda útsetninga á verkum annarra höfunda, meðal annars hljómsveitarútsetningu þjóðsöngsins. Megnið af frumsaminni tónlist Jóns kom út á geisladiskasafninu Fuglinn í fjörunni 1998. Meðal ritverka Jóns eru Stafróf tónfræðinnar (1962) Páll Ísólfsson (1963) Sveinbjörn Sveinbjörnsson ævisaga (1969) og óútgefin Tónlistarsaga Íslands frá landnámsöld til miðbiks tuttugustu aldar sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni. Hann skrifaði tónlistargagnrýni og um tónlist og tónlistarmenn í Alþýðublaðið (1948-1950), Morgunblaðið (1962-1968) og Vísi á árum áður. Eftir Jón liggur auk þess mikill fjöldi greina um tónlist og tónlistarmálefni frá ýmsum tímum. Jón var riddari íslensku fálkaorðunnar frá 1978 og stórriddari hennar frá 1999." Fyrri kona Jóns var Þórdís Edda Kvaran, þau eignuðust þrjá syni. Þau skildu. Seinni kona Jóns var Sigurjóna Jakobsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Sigfús Elíasson (1896-1972)

  • S02455
  • Person
  • 24. okt. 1896 - 22. okt. 1972

Búfræðingur og hárskerameistari á Akureyri og í Reykjavík. Rakari á Akureyri 1930. Rithöfundur og skáld. Starfrækti Dulspekiskólann í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Haukur Snorrason (1916-1958)

  • S03080
  • Person
  • 1. júlí 1916 - 10. maí 1958

Fæddur á Flateyri. Búsettur á Akureyri 1930-1956, síðustu tvö árin í Reykjavík. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri og fór síðan til náms í Englandi. Starfaði sem gjaldkeri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga um tíma og var einnig fræðslufulltrúi þess. Tók við ritstjórn blaðsins Dags á Akureyri árið 1944 og hélt því starfi til 1956. Þá varð hann annar af tveimur ritstjórum Tímans í Reykjavík. Á árunum 1947-1950 var hann einnig ritstjóri Samvinnunnar.
Maki: Else Friðfinnsson, þau eignuðust þrjú börn.

Sigurður Jónasson (1913-1989)

  • S03141
  • Person
  • 25. júlí 1913 - 6. des. 1989

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 3. k. h. Lilja Jónsdóttir. Sigurður starfaði sem smiður. Kvæntist Lilju Sigurðardóttur kennara frá Sleitustöðum árið 1955, þau eignuðust þrjú börn. Þau hófu búskap í Hróarsdal árið 1957 og bjuggu þar til ársins 1969 er þau fluttu til Akureyrar en dvöldu þó flest sumur í Hróarsdal.

Steinunn Guðrún Eiríksdóttir (1893-1964)

  • S02605
  • Person
  • 31. jan. 1893 - 12. mars 1964

Steinunn Guðrún Eiríksdóttir, f. í Fremri-Svartárdal í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar: Eiríkur Sigurðsson b. á Írafelli í Svartárdal og k.h. Helga Björnsdóttir. Maki: Stefán Stefánsson, járnsmíðameistari á Akureyri, f. í Litlu- Hlíð í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Þau eignuðust tvö börn og bjuggu á Akureyri.

Stefán Jóhann Stefánsson (1863-1921)

  • S02979
  • Person
  • 1. ágúst 1863 - 20. jan. 1921

Fæddur á Heiði í Gönguskörðum. Foreldrar: Stefán Stefánsson (1828-1910) og Guðrún Sigurðardóttir (1831-1903). Maki: Steinunn Frímannsdóttir (1863-1947). Þau eignuðust 2 börn.
Stefán tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1884 og nam náttúrufræði við Hafnarháskóla með grasafræði sem sérgrein en lauk ekki prófi. Kennari við Gagnfræðaskólann á Möðruvöllum, síðar á Akureyri 1887–1908, skólameistari frá 1908 til æviloka. Átti heima í Stórubrekku 1889–1891. Bóndi á Möðruvöllum 1891–1910, en fluttist með skólanum til Akureyrar 1902. Oddviti Arnarneshrepps um skeið. Í amtsráði 1894–1905, er amtsráðin voru lögð niður. Ferðaðist um landið til jurtarannsókna með styrk úr landssjóði flest sumur á árunum 1883–1900. Frumkvöðull að stofnun Náttúrufræðifélags Íslands 1889 og að stofnun Náttúrugripasafnsins. Átti sæti í millilandanefndinni 1907. Í bankaráði Íslandsbanka 1913–1919. Alþingismaður Skagfirðinga 1900–1908, konungkjörinn alþingismaður 1908–1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn). Samdi rit og greinar um grasafræði, skólamál og sjálfstæðismál Íslands.

Gróa Sveinsdóttir (1869-1949)

  • S03055
  • Person
  • 17. feb. 1869 - 23. júlí 1949

Fædd og uppalin í Litladal í Svínavatnshreppi. Kvæntist Jóni Jóhannessyni b. í Árnesi árið 1894, þau bjuggu þar til 1929 er þau fluttu að Fagranesi í Öxnadal og þaðan til Akureyrar. Gróa var síðast búsett í Reykjavík. Gróa og Jón eignuðust tvær dætur saman, fyrir átti Jón son sem Gróa gekk í móðurstað.

Polly Grönvald (1889-1934)

  • S02737
  • Person
  • 25.03.1889-04.08.1934

Foreldrar: Karl Gústaf Grönvold verslunarstjóri á Siglufirði og k.h. Karólína Vilborg Grönvold. Eftir andlát föður síns fór Polly til frænda síns Jóns Vigfússonar verslunarstjóra á Akureyri. Fór til Reykjavíkur 1912. Maki: Gísli J. Ólafsson, f.09.09.1888, d. 15.08.1931, bæjarsímstjóri í Reykjavík. Þau eignuðust tvær dætur.

Margrét Jónsdóttir (1877-1965)

  • S02718
  • Person
  • 15. júlí 1877 - 31. maí 1965

Foreldrar: Jón Antonsson og Guðlaug Sveinsdóttir á Arnarnesi í Eyjafirði. Ólst upp í foreldrahúsum. Fór um tvítugt til Kaupmannahafnar til að leita sér menntunar og dvaldi þar hjá frænkum sínum. Kom heim 1898. Maki: Sigtryggur Benediktsson. Þau eignuðust einn son. Ráku Hótel Hvanneyri á Siglufirði og Hótel Akureyri um tíma. Komu upp matsölu og gistihúsi á Hjalteyri og ráku það. Margrét var einnig um tíma ráðskona á heimavist Gagnfræðaskólans á Akureyri. Dvöldu á heimilis sonar síns í Reykjavík en síðustu árin dvaldist Margrét á Ási í Hveragerði og Elliheimilinu Grund í Reykjavík.

Verslun L. Popps (1875-

  • S02850
  • Einkafyrirtæki
  • 02.07.1875-

Sumarið 1875 hóf Ludvig Popp, sem áður hafði verið verslunarmaður á Akureyri, lausakap á Sauðárkróki. Hann falaði Sauðárkrókshöndlun af Halli Ásgrímssyni og var gerður kaupsamningur 3. júlí þetta ár. Kristján Hallgrímsson varð fyrsti verslunarstjóri hans á Sauðárkróki en síðan Valgard Claessen, er Grafarósfélagið leið undir lok, en hann var síðasti verslunarstjóri þess. Popp fluttist til Sauðárkróks með fjölskyldu sína árið 1886. Hann hafði mikla verslun á Sauðárkróki, auk þess sem hann hafði í seli austan fjarðar.

Guðbrandur Magnússon (1907-1994)

  • S02958
  • Person
  • 24. ágúst 1907 - 15. okt. 1994

Guðbrandur var fæddur að Hólum í Steingrímsfirði 24. ágúst 1907. Foreldrar hans voru Magnús Steingrímsson og Kristín Árnadóttir. Guðbrandur varð gagnfræðingur frá Akureyri 1928 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1935. Hann stundaði enskunám í Pulteney Institute í London 1937-1938. Guðbrandur var víða kennari, meðal annars við bændaskólann á Hvanneyri, Austurbæjarskóla í Reykjavík og gagnfræðiskólann á Siglufirði. Jafnframt var Guðbrandur skólastjóri á Hofsósi, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík og skólastjóri gagnfræðiskólans á Akranesi. Guðbrandur varð aftur kennari við gagnfræðiskólann á Siglufirði 1947 og starfaði við skólann til 1976 er hann lét af störfum. Guðbrandur skrifaði fjölda blaða- og tímaritsgreina, einkum um náttúrufræði og var kjörfélagi Hins íslenska náttúrufræðifélags og sæmdur gullmerki þess. Eiginkona Guðbrandar var Anna Júlía Magnúsdóttir (1920-2011) frá Vestmannaeyjum og eignuðust þau átta börn.

Jóhannes Gísli Sölvason (1931-2007)

  • S02960
  • Person
  • 3. sept. 1931 - 19. feb. 2007

Jóhannes fæddist á Undhóli í Óslandshlíð í Hofshreppi í Skagafirði í september 1931. Foreldrar hans voru Sölvi Meyvant Sigurðsson og Halldóra Guðnadóttir á Undhóli, seinna í Reykjavík. Jóhannes ólst upp að Undhóli og að loknu barnaskólanámi fór hann til Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri vorið 1953. Þaðan lá leið hans til Reykjavíkur í Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist 1957. Jóhannesar starfaði í varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins í Reykjavík, var forstöðumaður Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, fulltrúi í bókhaldsdeild Loftleiða hf. í Reykjavík og forstöðumaður fjármálasviðs International Air Bahama í New York 1970-1980. Eftir það var hann deildarstjóri fjármála- og bókhaldsdeildar Flugleiða hf. í New York og síðar í Columbia, Maryland. Áhugamál Jóhannesar voru margvísleg og sat hann m.a. í stjórn og varastjórn Frjálsíþróttasambands Íslands 1958–1961, var formaður 1960–1961. Jóhannes kvæntist fyrri konu sinni Kristjönu Jakobsdóttur Richter (1936), tónlistarkennara 1954 og eignuðust þau fjögur börn saman. Seinni kona Jóhannesar var Marilyn Hollander (1929-2006).

Hallur Pálsson (1898-1979)

  • S01781
  • Person
  • 18. mars 1898 - 23. ágúst 1979

Foreldrar: Páll Pálsson lengst af b. í Garði í Hegranesi og k.h. Steinunn Hallsdóttir. Hallur fluttist með foreldrum sínum í Framnes vorið 1920 þar sem hann kynntist konuefni sínu, Kristínu Sigtryggsdóttur. Þau hófu búskap á hluta Framness 1922 og bjuggu þar í tvö ár. Þaðan fóru þau í Brimnes þar sem þau virðast hafa dvalið í tvö ár. Árið 1926 festu þau kaup á hluta Garðs í Hegranesi þar sem þau bjuggu til 1937 er þau fluttu til Akureyrar. Á Akureyri starfaði Hallur í Skinnaverksmiðjunni. Vorið 1946 fluttu þau suður til Reykjavíkur þar sem Hallur fékk starf sem fangavörður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Árið 1955 hóf hann störf sem verkstjóri hjá Trésmiðjunni Víði og starfaði þar í tíu ár. Hallur og Kristín eignuðust ekki börn en tóku tvö fósturbörn.

Páll Sigurðsson (1904-1992)

  • S01729
  • Person
  • 3. júní 1904 - 25. des. 1992

Foreldrar: María Guðmundsdóttir og Sigurður Kristjánsson. Fæddist í Háakoti í Stíflu þar sem foreldrar hans bjuggu fyrstu æviár hans, síðar fluttust þau að Lundi í Stíflu. Páll fór í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1927. Stundaði nám hjá Sigurði Greipssyni í Haukadal 1929­-1930 og var í glímuflokki sem sýndi á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Árið 1934 gerðist hann kennari við Hólaskóla og kenndi þar íþróttir allt til ársins 1963, að vetrinum 1936­-1937 undanskildum, er hann var við nám í Íþróttaskólanum á Laugarvatni. Bóndi á Hofi í Hjaltadal 1945-1963. Formaður Ungmennasambands Skagafjarðar 1939-­1942, kenndi sund víðsvegar um Skagafjörð um langt árabil, sat í hreppsnefnd Hólahrepps og var oddviti um skeið. Flutti ásamt konu sinni til Akureyrar árið 1963 þar sem þau unnu til ársins 1983, árið 1985 lá leið þeirra aftur heim í Skagafjörðinn og settust þau þá að á Sauðárkróki. Páll vann að mikilli heimildasöfnum fyrir Sögufélag Skagfirðinga og ritaði auk þess margt á eigin vegum. Páll kvæntist Önnu Aðalbjörgu Gunnlaugsdóttur frá Víðinesi í Hjaltadal, þau eignuðust þrjú börn.

Hrossaræktarsamband Norðurlands

  • S03745
  • Opinber aðili
  • 1958 - 1969

Fimmtudaginn 15. maí 1958 komu stjórnir hestamannafélaganna í Skagafirði, Akureyri og Blönduósi saman til fundar í Varmahlíð. Egill Bjarnason, ráðunautur setti fundinn og fól Haraldi Árnasyni ráðunaut fundarstjórn en Magnúsi á Frostastöðum að rita fundargjörð. Tilefni fundarins var að ræða um stofnun hrossaræktarsambands fyrir Norðlendinga - fjórðung. Forsaga málsins er sú að hinn 8. maí s.l. kvaddi stjórn B.S.S. stjórnar hestamannafélaganna í Skagafirði á fund í Varmahlíð og skýrði þeim frá því, að ef af stofnun áminnsts hrossaræktarsambands yrði, þá myndi hún leggja til við næsta aðalfund Búnaðarsambandssins að það afhendi hinu væntanlega hrossaræktarsambandi endurgjaldslaust þá 3. stóðhesta er það nú á, svo og þann sjóð er það hefur undir höndum til styrktar. hrossaræktarstarfseminni.
Aðalfundur Hrossaræktarsambands Norðurlands haldinn á Hótel KEA Akureyri 14.09.1969 samþykkir að leysa sambandið uoo með það fyrir augum að stofnuð verði þrjú sjálfstæð sambönd á núverandi sambandssvæði. Sú tillaga var felld með 15 atkvæðum gegn 8. Þá kom fram tillaga frá hestamannafélaginu Stíganda, flutningsmaður Sveinn Jóhannsson, að aðalfundurinn leggur til að Hrossaræktarsambandið Norðurlands verði skipt í þrjár deildir með undirstjórnum og ein yfirstjórn. 1. Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjarsýsla. 2. Skagafjarðarsýsla. 3. Húnavatnssýslur. ( tekið frá fundagerðabók).

Ragnheiður Dóra Árnadóttir (1933-2020)

  • IS-HSk
  • Person
  • 08.07.1933 - 13.12.2020

Ragnheiður Dóra Árnadóttir, dóttir hjónanna Árna Jóns Gíslasonar (15.02.1904-13.08.1964), bifreiðarstjóra og síðar verslunarmanns hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki, og Ástrúnar Sigfúsdóttur (21.10.1897-02.11.1981) húsfreyju á Sauðárkróki. Bróðir Ragnheiðar var Sigfús Jón Árnason fyrrv. prófastur og kennari.
Ragnheiður fæddist í Vestmannaeyjum og fluttist ung með foreldrum sínum til Sauðárkróks, hún lærði hjúkrunarfræði og fluttist til Akureyrar, bjó og starfaði þar. Eiginmaður Ragnheiðar var Pétur Breiðfjörð Freysteinsson (16.09.1930-05.05.2019), gullsmiður á Akureyri.

Niðurstöður 171 to 213 of 213