Sýnir 3637 niðurstöður

Nafnspjöld
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**

Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason (1876-1969)

  • S02861
  • Person
  • 1. jan. 1876 - 2. ágúst 1969

Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason, f. 01.01.1876 í Glæsibæ. Foreldrar: Gísli Sigurðsson bóndi í Glæsibæ og Neðra-Ási í Hjaltadal og kona hans Kristín Björnsdóttir. Sigurbjörn lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum í Reykjavík árið 1897, embættisprófi í guðfræði frá Prestaskólanum árið 1900. Hann fór víða um heim til að kynna sér trúarmála- og líknarstörf. Hann starfaði að kristnidómsmálum alla tíð, sinnti barnaguðþjónustum guðfræðinema 1897-1900 og síðar sunnudagaskólastarfi í Reykjavík í fjóra áratugi. Hann ferðaðist um landið í 30 sumur til að vekja áhuga á kristilegu sjálfboðastarfi, kenndi við Kvennaskólann, Barnaskóla Reykjavíkur, Æskulýðsskólann, Kennaraskóla Íslands, Verslunarskóla Íslands og Vélstjóraskóla Íslands. Hann stofnaði, ásamt Gísla syni sínum, Elli- og hjúkrunarheimilið Grund og var heimilisprestur þar frá 1942 til æviloka. Sigurbjörn var ritstjóri kristilegra tímarita og sinnti ótal trúnaðarstörfum fyrir bindindishreyfinguna, kristniboð og á sviði líknarmála. Hann var formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar í 30 ár, sat í framkvæmdanefnd stórstúku Íslands, var stjórnarmaður Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og formaður Barnaverndarráðs. Hann hlaut margvíslega viðurkenningu frá íslenskum og erlendum félagasamtökum.
Maki: Guðrún Lárusdóttir alþingismaður og rithöfundur. Sigurbjörn og Guðrún bjuggu að Ási við Ásvallagötu í Reykjavík en Guðrún fórst af slysförum, ásamt tveimur dætrum þeirra hjóna, er bifreið þeirra rann út í Tungufljót árið 1938.

Björn Jónsson (1923-2011)

  • S02655
  • Person
  • 28. ágúst 1923 - 26. apríl 2011

Foreldrar: Jón Björnsson deildarstjóri á Sauðárkróki og k.h. Unnur Magnúsdóttir. Rafvirki og rafmagnseftirlitsmaður í Skagafirði, búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Guðrúnu Sigríði Andrésdóttur frá Eskifirði.

Guðni Ragnar Björnsson (1959-

  • S02666
  • Person
  • 29. júní 1959-

Sonur Margrétar Björneyjar Guðvinsdóttur og Björns Guðnasonar á Sauðárkróki. Búsettur í Kópavogi.

Óli Björn Kárason (1960-

  • S02663
  • Person
  • 26. ágúst 1960-

Óli Björn Kárason er fæddur á Sauðárkróki 26.ágúst 1960. Foreldar: Kári Jónsson (1933-1991) og Eva Mjallhvít Snæbjörnsdóttir (1930-2010). Maki: Margrét Sveinsdóttir (f. 1960) og börn þeirra eru þrjú. Óli Björn útskrifðist með stúdentspróf frá MA 1981 og BS-próf í hagfræði frá Suffolk University í Boston 1989. Óli Björn hefur starfað við ýmsa útgáfu og ritstjórn ásamt því að vera alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2016 og varaþingmaður þar áður.

Árni Theodór Jónsson (1848-1933)

  • S02662
  • Person
  • 7. sept. 1848 - 13. maí 1933

Árni Theodór Jónsson var fæddur 7. sept 1848 á Sauðá í Borgarsveit. Foreldrar hans voru hjónin Jón Árnason og Ingibjörg Símonardóttir er lengst bjuggu í Dæli í Sæmundarhlíð. Árni dvaldi hjá foreldrum sínum þar til hann var 32 ára. Vorið 1881 fór hann að búa á Marbæli í Seyluhreppi, og giftist um haustið Sigurlínu Magnúsdóttur frá Marbæli. Árið 1892 var hann skipaður hreppstjóri í Seyluhreppi og gegndi því starfi í nær 23 ár.

Kristinn Sigurðsson (1863-1943)

  • S01551
  • Person
  • 28. júlí 1863 - 5. okt. 1943

Foreldrar: Sigurður Gunnlaugsson síðast b. á Skriðulandi í Kolbeinsdal og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Kristinn ólst upp með foreldrum sínum og fluttist með þeim að Skriðulandi í Kolbeinsdal árið 1872. Reisti bú á Fjalli í Kolbeinsdal 1894. Fluttist að Þúfum í Óslandshlíð 1895, að Stóragerði 1896. Fór aftur að Skriðulandi 1897, tók við búskap þar að fullu árið 1900-1933. Kristinn fylgdi ferðamönnum ótal sinnum yfir Heljardalsheiði í erfiðum veðrum. Eftir að síminn var lagður yfir heiðina annaðist Kristinn eftirlit með línunni og bilanir voru tíðar. Kristinn kvæntist Hallfríði Jónsdóttur, hún var alin upp á Hvalnesi á Skaga, þau eignuðust einn son saman. Fyrir hafði Kristinn eignast son með Kristínu Jónsdóttur, sá fór til Vesturheims.

Elín Rannveig Briem (1856-1937)

  • S03323
  • Person
  • 19.10.1856-04.12.1937

Elín Rannveig Briem fæddist að Espihóli í Eyjafirði 19. október 1856. Foreldrar hennar voru Eggert Ólafur Briem, þá sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu, og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir. Síðar varð Eggert sýslumaður í Skagafjarðarsýslu og bjó fjölskyldan lengst af á Reynistað. Elín átti fjölmörg systkini en tvíburabróðir hennar var Páll Briem amtmaður. Elín kenndi í kvennaskólum Húnvetninga og Skagfirðinga en árið 1881 heldur hún til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði nám við kvennaskóla Nathalie Zahle. Hún lauk þar kennaraprófi 1883.
Elín hélt þá heim til Íslands og stýrði kvennaskóla Húnvetninga á Ytri-Ey á Skagaströnd til ársloka 1895 en þá giftist hún Sæmundi Eyjólfssyni guðfræðikandidat og ráðunaut Búnaðarfélags Íslands og flutti til Reykjavíkur. Tæpu ári seinna var Elín orðin ekkja.
Þá fór Elín að vinna að því að stofnaður yrði hússtjórnaskóli í Reykjavík. Hann var settur á fót 1897 og rak Elín skólann, þótt hún veitti honum ekki forstöðu. Árið 1901 flytur hún aftur norður og tekur við stjórn Kvennaskólans á Blönduósi, sem var arftaki skólans á Ytri-Ey. Í það sinn stýrði hún skólanum aðeins tvö ár, en giftist þá í annað sinn Stefáni Jónssyni, verslunarstjóra á Sauðárkróki, en hann andaðist árið 1910. Þá tók hún enn og aftur við stjórn kvennaskólans en lét af störfum 1915 og fluttist til Reykjavíkur.

Á Ytri-Ey ritaði Elín bókina Kvennafræðarann sem kom fyrst út um áramótin 1888-1889. Elín hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1921, fyrst kvenna ásamt Þórunni Jónassen, fyrir störf sín í þágu menntunar íslenskra kvenna.

Elín var barnlaus og lést 4.12. 1937.

Sigríður Daníelsdóttir (1883-1973)

  • S02954
  • Person
  • 22. júlí 1883 - 1. júlí 1973

Sigríður Daníelsdóttir fædd 22. júlí 1883, ólst upp á Steinsstöðum, dóttir Daníels Sigurðssonar b. og pósts á Steinsstöðum og s.k.h. Sigríður Sigurðardóttir. Sigríður var fyrst kvenna til þess að læra sund í Steinsstaðalaug litlu fyrir aldamótin 1900. Hún var við nám í Hvítárbakkaskóla veturinn 1908-1909 og tvo vetur á Reynistað hjá Sigríði Jónsdóttur. Eftir það dvaldi hún um tíma á Hornafirði. Eiginmaður Sigríðar var Kristján I. Sveinsson (1884-1971) frá Stekkjarflötum í Austurdal. Þau bjuggu á Sauðárkróki 1920-1942 en fluttust þá til Siglufjarðar og loks til Reykjavíkur. Á Sauðárkróki og Siglufirði vann Sigríður stundum utan heimilis, fór þá á síldarvertíðir eða í kaupavinnu. Sigríður og Kristján eignuðust þrjár dætur.

Þorbjörg Stefánsdóttir (1855-1903)

  • S01535
  • Person
  • 28. sept. 1855 - 18. maí 1903

Foreldrar: Stefán Stefánsson b. á Heiði í Gönguskörðum og k.h. Guðrún Sigurðardóttir. Kvæntist Birni Jónssyni frá Háagerði við Skagaströnd árið 1877 og það sama ár hófu þau búskap þar. Vorið 1884 fluttu þau að Heiði í Gönguskörðum og 1888 að Veðramóti þar sem Þorbjörg lést árið 1903. Þorbjörg og Björn eignuðust tólf börn, tíu þeirra náðu fullorðinsaldri.

Petrea Þorsteinsdóttir (1866-1936)

  • S00620
  • Person
  • 12. sept. 1866 - 16. apríl 1936

Petrea var fædd á Grund í Þorvaldsdal. Kvæntist Sigfúsi Jónssyni presti á Mælifelli, þau eignuðust sex börn.

Sigurlaug Ólafsdóttir (1865-1922)

  • S02727
  • Person
  • 9. sept. 1865 - 31. jan. 1922

Foreldrar: Ólafur Rafnsson og Sigríður Gunnarsdóttir á Tyrfingsstöðum. Maki: Sölvi Guðmundsson bóndi á Skíðastöðum í Laxárdal og víðar. Þau eignuðust átta börn, eitt dó á fyrsta ári.

Stefán Jóhann Stefánsson (1863-1921)

  • S02979
  • Person
  • 1. ágúst 1863 - 20. jan. 1921

Fæddur á Heiði í Gönguskörðum. Foreldrar: Stefán Stefánsson (1828-1910) og Guðrún Sigurðardóttir (1831-1903). Maki: Steinunn Frímannsdóttir (1863-1947). Þau eignuðust 2 börn.
Stefán tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1884 og nam náttúrufræði við Hafnarháskóla með grasafræði sem sérgrein en lauk ekki prófi. Kennari við Gagnfræðaskólann á Möðruvöllum, síðar á Akureyri 1887–1908, skólameistari frá 1908 til æviloka. Átti heima í Stórubrekku 1889–1891. Bóndi á Möðruvöllum 1891–1910, en fluttist með skólanum til Akureyrar 1902. Oddviti Arnarneshrepps um skeið. Í amtsráði 1894–1905, er amtsráðin voru lögð niður. Ferðaðist um landið til jurtarannsókna með styrk úr landssjóði flest sumur á árunum 1883–1900. Frumkvöðull að stofnun Náttúrufræðifélags Íslands 1889 og að stofnun Náttúrugripasafnsins. Átti sæti í millilandanefndinni 1907. Í bankaráði Íslandsbanka 1913–1919. Alþingismaður Skagfirðinga 1900–1908, konungkjörinn alþingismaður 1908–1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn). Samdi rit og greinar um grasafræði, skólamál og sjálfstæðismál Íslands.

Jón Guðmundur Jónsson (1880-1971)

  • S02756
  • Person
  • 28. maí 1880 - 15. feb. 1971

Jón Guðmundur Jónsson, f. 28.05.1880 á Gautastöðum í Stíflu í Fljótum. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Brúnastöðum í Fljótum og kona hans Sigríður Pétursdóttir. Jón hóf snemma störf til sjós og lands og vann á heimili foreldra sinna. Hann stundaði nám í Möðruvallaskóla 1902-1903. Jón hóf búskap á Brúnastöðum 1906 en keypti Tungu í Stíflu árið 1910. Árið 1914 keypti hann að auki jarðirnar Háakot og Þorgautsstaði og sameinaði þær Tungu. Árið 1944 brá hann búi og flutti til Siglufjarðar og bjó þar til dánardags. Jón rak stórbú á landsvísu í Tungu og var vel efnum búinn. Jón gegndi flestum opinberum störfum á vegum sveitarinnar. Hann var t.d. einn af stofnendum málfundarfélagsins Vonar í Stíflu 1918 og fyrsti formaður þess, sat í hreppsnefnd Holtshrepps 1923-1936, þar af oddviti 1925-1934, sýslunefndarmaður 1920-1937 og hreppstjóri 1938-1944. Maki: Sigurlína Ingibjörg Hjálmarsdóttir, f. 1886 á Uppsölum í Staðarbyggð, Eyjafirði. Þau eignuðust fimm börn og komust fjögur þeirra upp. Einnig ólu þau upp þrjú fósturbörn.

Björn Einar Árnason (1896-1967)

  • S02627
  • Person
  • 27. feb. 1896 - 23. nóv. 1967

Foreldrar: Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki (sat þar 1887-1913) og Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri. Endurskoðandi í Reykjavík. Kvæntist Margréti Ásgeirsdóttur.

Gróa Sveinsdóttir (1869-1949)

  • S03055
  • Person
  • 17. feb. 1869 - 23. júlí 1949

Fædd og uppalin í Litladal í Svínavatnshreppi. Kvæntist Jóni Jóhannessyni b. í Árnesi árið 1894, þau bjuggu þar til 1929 er þau fluttu að Fagranesi í Öxnadal og þaðan til Akureyrar. Gróa var síðast búsett í Reykjavík. Gróa og Jón eignuðust tvær dætur saman, fyrir átti Jón son sem Gróa gekk í móðurstað.

Helgi Daníelsson (1888-1973)

  • S00954
  • Person
  • 1. feb. 1888 - 28. jan. 1973

Helgi ólst upp á Steinsstöðum, sonur Daníels Sigurðsson pósts á Steinsstöðum og s.k.h. Sigríðar Sigurðardóttur. Bóndi í Flugumýrarhvammi 1913-1916, 1918-1919 og 1922-1924, á Uppsölum 1920-1922, í Enni í Viðvíkursveit 1924-1927, á Miklahóli í Viðvíkursveit 1927-1928, á Sléttu í Fljótum 1929-1938, flutti þaðan á Siglufjörð. Eftir að þangað kom starfaði Helgi hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og annaðist einnig flutninga á varningi til fólks í heimahús, m.a. kolum og olíu.
Kvæntist 1920, Guðbjörgu Ágústu Jóhannsdóttur frá Þorsteinsstaðakoti, þau eignuðust ekki börn saman en ólu upp son Helga frá fyrra sambandi.

Eyjólfur Jóhannesson (1822-1904)

  • S02997
  • Person
  • 31. júlí 1822 - 6. feb. 1904

Foreldrar: Jóhannes Jónsson (1786-1862) og fyrri kona hans Arnfríður Eyjólfsdóttir (1780-1834). Bóndi í Glæsibæ í Staðarhreppi 1854-1855, á Reykjavöllum 1856-1859 og á Vindheimum 1860-1902. Maki: Guðbjörg Sigurðardóttir (1824-1903). Þau eignuðust ekki upp börn en ólu upp fósturbörn. Guðbjörg átti eina dóttur fyrir hjónaband.

Ásgrímur Þorgímsson (1879-

  • S03173
  • Person
  • 03.01.1879-?

Ásgrímur Þorgrímsson, f. 03.01.1879, dánardagur óljós. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson (1847-1900) bóndi í Hofstaðaseli og kona hans María Gísladóttir (1852-1929). Ásgrímur fór til Vesturheims frá Hofstaðaseli árið 1902.

Zóphónías Halldórsson (1845-1908)

  • S02137
  • Person
  • 11.06.1845-03.01.1908

Zóphónías Halldórsson, f. í Brekku í Svarfaðardal. Foreldrar: Halldór Rögnvaldsson (1816-1881) bóndi í Brekku og kona hans Guðrún Björnsdóttir (1800-1857). Zóphónías lærði undir skóla hjá sr. Páli Jónssyni sálmaskáldi á Völlum í Svarfaðardal. Hann varð stúdent í Reykjavík 1873 og cand theol. 1876. Honum voru veittir Goðdalir 1876 og Viðvík 1886. Settur prófastur í Skagafjarðarprófastdæmi 1889 og skipaður ári síðar. Var prestur í Viðvík og prófastur til æviloka. Ásamt Hjörleifi Einarssyni beitti hann sér fyrir stofnun Prestafélags hins forna Hólastiftis 1898 og var formaður þess frá stofnun til æviloka. Var formaður Kaupfélags Skagfirðinga frá 1889-1890. Stofnaði ýmis félög í heimasveit sinni og héraðinu, m.a. Lestrarfélag presta í Skagafjarðarsýslu, Lestrarfélag Viðvíkurhrepps, Búnaðarfélag Viðvíkurhreppps. Einnig stofnaði hann kristilegt ungmennafélag í prestakalli sínu. Var hreppsnefndaroddviti frá 1894-1904, sýslunefndarmaður frá 1898-1904. Var kennari við Hólaskóla nokkur síðustu árin og einnig fyrirlesari. Stundaði smáskammtalækningar og starfaði mikið að bindindismálum. Hlaut Riddarakross Dannebrogs 1905. Ritaði í Tíðindi prestafélags Hólastiftis og greinar í Kirkjublaðið, Nýja kirkjublaðið og Bjarma.
Maki: Jóhanna Soffía Jónsdóttir (1855-1931) frá Hafnarfirði. Þau eignuðust þrjá syni.

Gísli Konráðsson (1865-1932)

  • S03042
  • Person
  • 3. ágúst 1865 - 1. feb. 1933

Fæddur á Marbæli á Langholti. Foreldrar: Konráð Jóhannesson (1837-1905) bóndi á Ytra-Skörðugili og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir (1810-1878). Gísli ólst upp með foreldrum sínum og flutti með þeim að Skarðsá og reisti þar bú með móður sinni og Konráð bróður sínum. Hann var bóndi þar 1890-1904, á Egg í Hegranesi 1904-1911, Bessastöðum 1911-1932. Bessastaði keypti hann af föðurbróður konu sinnar og bjó þar til æviloka. Mikið tjón varð á bænum er íbúðarhúsið brann til kaldra kola árið 1922. Gísli sat í hreppsnefnd Staðarhrepps og var oddviti frá 1901-1904. Maki: Sigríður Sveinsdóttir (1883-1919) frá Hóli í Sæmundarhlíð. Þau eignuðust níu börn og komust sjö þeirra upp. Launsonur Gísla var Sigurður Jóhann (f. 1893), verslunarmaður og kennari á Akureyri. Móðir hans var Guðbjörg Guðmundsdóttir (1867-1952). Hún giftist síðar Halldóri Halldórssyni í Brekkukoti í Óslandshlíð.

Sigurður Gunnlaugsson (1833-1900)

  • S02281
  • Person
  • 22. mars 1833 - 9. maí 1900

Foreldrar: Gunnlaugur Gunnlaugsson b. á Skriðulandi og k.h. Kristín Sigurðardóttir. Sigurður reisti bú í Flögu í Hörgárdal 1862, fluttist að Skúfsstöðum 1866, keypti Skriðuland og fluttist þangað 1872, bjó þar til æviloka. Kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur frá Spáná í Unadal, þau eignuðust fjögur börn. Sigurður var um skeið hreppstjóri í Hólahreppi og síðar oddviti.

Jón Gunnlaugsson (1899-1970)

  • S02755
  • Person
  • 13.02.1899-19.10.1970

Jón Gunnlaugsson, f. 13.02.1899 á Mjóafelli í Stíflu í Fljótum. Foreldrar: Gunnlaugur Magnús Jónsson húsmaður á Mjóafelli og Sigríður Guðvarðardóttir. Jón var bóndi á Deplum í Stíflu 1921-1924 og á Mjóafelli 1924-1963. Jón missti föður sinn á unga aldri, en ólst áfram upp hjá móður sinni og í skjóli föðurafa og ömmu og var þar til 18 ára aldurs. Árið 1921 hóf hann búskap í félagi við móður sína á Deplum en fluttist árið 1924 að Mjóafelli og bjó þar samfleytt til 1963. Var móðir hans bústýra lengi vel en síðan Guðrún systir hans. Skólagöngu naut Jón ekki utan barnaskóla eins og hann var á þeim tíma. Var virkur í félagsstörfum og var m.a. einn af stofnendum ungmennafélagsins Vonar í Stíflu og lengi gjaldkeri þess. Sat í sveitarstjórn 1938-1942 og aftur 1946-1963 og var oddviti allt síðara tímabilið. Einnig forðagæslumaður um árabil og sýslunefndarmaður 1947-1965. Jón var ógiftur og barnlaus. Oft voru börn og unglingar á heimilinu og Haukur Gíslason systursonur hans ólst alveg upp á heimili hans. Er Jón hætti búskap fluttist hann í Haganesvík og starfaði þar hjá Samvinnufélagi Fljótamanna. Síðan fluttist hann suður og starfaði þar hjá BYKO.

Hauður Sigrún Haraldsdóttir (1932-)

  • S03607
  • Person
  • 10.03.1932-

Hauður Sigrún Haraldsdóttir, f. 10.03.1932. Forldrar: Haraldur Sigurðsson verslunarmaður á Sauðárkróki (1882-1963) og Ólöf Sesselja Bjarnadóttir (1904-1984).
Búsett í Reykjavík, starfaði við veirurannsóknir. Ógift.

Björn Gunnlaugsson (1788-1876)

  • S03560
  • Person
  • 25.09.1788-17.03.1876

Björn Gunnlaugsson, f. að Tannstöðum við Hrútafjörð 25.09.1788, d. 17.03.1876. Foreldrar: Gunnlaugur Magnússon smiður og Ólöf Bjarnardóttir. Þau fluttust síðar búferlum á Vatnsnesið. Björn var settur til bóknáms, fyrst hjá Gísla presti Magnússyni að Tjörn á Vatnsnesi og síðan hjá Halldóri prófasti Ámundasyni að Melstað. Þaðan var hann útskrifaður af Geir biskupi Vídalín árið 1808. Hann sigldi til Kaupmannahafnar og lærði þar. Varð hann síðar aðstoðarmaður Schumachers, hins nafnkunna stjörnumeistara, við mælingarstörf hans á Holtsetalandi næstu tvö árin. Eftir það varð hann kennari við Bessastaðaskóla og hélt því starfi meðan skólinn var á Bessastöðum og áfram í Reykjavík. Frá 1850-1862 var hann yfirkennari skólans.
Maki 1: Ragnheiður Bjarnadóttir (d. 1834). Þau eignuðust eina dóttur. Fyrir átti Ragnheiður einn son.
Maki 2: Guðlaug Aradóttir (d. 1873). Þau eignuðust ekki börn en Guðlaug átti eina dóttur fyrir.
Björn lét eftir sig mörg rit og árið 1831 byrjaði hann að starfa að uppdrætti Íslands og lauk því árið 1843.

Sigurður Jóhannsson Möller (1915-1970)

  • S03127
  • Person
  • 10. des. 1915 - 11. okt. 1970

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Jóhannsson Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Sigurður var vélstjóri og vélfræðingur í Reykjavík. Maki: Guðrún J. Möller, þau eignuðust tvö börn. Árið 1958 flutti fjölskyldan að Sogsvirkjunum, þar sem þau bjuggu fram til ársins 1968, er þau fluttu aftur til Reykjavíkur.

Eiríkur Valdimarsson (1923-1985)

  • S00201
  • Person
  • 1. júní 1923 - 17. ágúst 1985

Sonur Valdimars Guðmundssonar b. í Vallanesi og k.h. Guðrún Jóhannsdóttir. Eiríkur kvæntist Sigríði Jónsdóttur frá Molastöðum í Fljótum og eignuðust þau þrjú börn. Þau bjuggu í Vallanesi frá 1952.

Jósef Blöndal (1839-1880)

  • S01568
  • Person
  • 10. maí 1839 - 29. des. 1880

Verslunarstjóri í Grafarósi. Kvæntist Önnu Margréti Þuríði Kristjánsdóttur Möller, þau eignuðust þrjú börn.

Anna Vigdís Steingrímsdóttir (1855-1939)

  • S03415
  • Person
  • 05.09.1854-24.01.1939

Anna Vigdís Steinsgrímsdóttir, f. 05.09.1854, d. 24.01.1939. Foreldrar: Steingrímur Jónsson bóndi í Saurbæ í Myrkárdal og kona hans Rósa Egilsdóttir.
Anna Vigdís og Þorvaldur Ari bjuguu á Flugumýri 1882-1896 og á Víðimýri 1896-1921.
Maki: Þorvaldur Ari Arason (1849-1926). Þau eignuðust sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

Anna Jónsdóttir (1883-1962)

  • S03400
  • Person
  • -1962

Anna Jónsdóttir, f. 21.10.1883, d. 23.06.1962. Foreldrar: Jón Björn Stefánsson (1856-) og
Skráð á Tjörnum í Staðarbakkasókn 1901, Bragagötu 31 í Reykjavík 1930.
Maki: Björn Jónatansson frá Bæ á Höfðaströnd. Þau ólu upp fósturbarn, Báru Þorbjörgu Jónsdóttur (1943).
Búsett á Bakka í Viðvíkursveit og síðar Ásgeirsbrekku. Fluttu svo í Stykkishólm.

Arnbjörn Jóhannsson (1910-1985)

  • S03287
  • Person

Arnbjörn Jóhannsson, f. 09.10.1910, d. 11.01.1985. Foreldrar: Jóhann Gunnarsson (1880-1985) og Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965). Var búsettur á Sauðárkróki, ókvæntur og barnlaus.

Haraldur Hróbjartsson (1925-1985)

  • S03101
  • Person
  • 11. des. 1925 - 31. mars 1985

Foreldrar: Hróbjartur Jónasson og Vilhelmína Helgadóttir á Hamri í Hegranesi. Múrarameistari á Sauðárkróki. Kvæntist Sigríði Jónsdóttur frá Hóli í Sæmundarhlíð árið 1952 og það sama ár hófu þau búskap á Hamri í félagi við foreldra Haraldar, systur hans og mág. Haraldur og Sigríður eignuðust fjögur börn.

Gísli Jónasson (1891-1967)

  • S02485
  • Person
  • 22. des. 1891 - 11. okt. 1967

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 2.k.h. Elísabet Gísladóttir. Kennari og síðar skólastjóri í Reykjavík. Kvæntist Margréti Jónu Jónsdóttur frá Hafnarfirði.

Sæmundur Jónasson (1890-1972)

  • S02483
  • Person
  • 30. mars 1890 - 17. júlí 1972

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 2.k.h. Elísabet Gísladóttir. Verkamaður í Reykjavík.

Sigrún Guðmundsdóttir (1929-2017)

  • S02777
  • Person
  • 26. júní 1929 - 14. sept. 2017

Sigrún Guðmundsdóttir, f. 26.06.1929 á Ísafirði. Foreldrar: Guðmundur Guðni Kristjánsson f. 23.01.1893 og Lára Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 19.07.1894. Hún átti sjö bræður. Sigún ólst upp á Ísafirði. Hún útskrifaðist sem fóstra frá uppeldisskóla Sumargjafar í Reykjavík árið 1949 og vann á leikskólum þar til hún giftist árið 1954. Hún hóf aftur störf árið 1972 og starfaði þá sem leikskólakennari í Garðabæ og Reykjavík. Var leikskólastjóri í Hlíðarborg við Eskihlíð í Reykjavík frá 1974 og þar til hún lét af störfum árið 1982. Maki: Hallgrímur F. Árnason bifreiðastjóri, f. 12.09.1918. Þau eignuðust þrjú börn. Bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði en eftir að Hallgrímur lést fluttist Sigrún til Reykjavíkur.

Helga Gunnlaugsdóttir (1893-1922)

  • S02752
  • Person
  • 3. mars 1893 - 10. sept. 1922

Foreldrar: Gunnlaugur Pétur Tómasson, f. 1848 og Nikólína Helga Magnúsdóttir f. 1855, búsett á Miðgrund. Helga dó ógift og barnlaus.

Ástína Þorbjörg Jóhannsdóttir (1892-1954)

  • S02747
  • Person
  • 4. okt. 1892 - 4. feb. 1954

Fædd á Vatnsenda í Ólafsfirði. Foreldrar: Jóhann Friðrik Tómasson og Sigurbjörg Björnsdóttir, síðast búsett í Sveinskoti á Reykjaströnd. Maki: Jón Gíslason, f. 1891. Þorbjörg kom sem kaupakona í Skagafjörð og kynntist Jóni þar. Þau bjuggu í Krossanesi 1922-1933, síðan á Sauðárkróki. Þau eignuðust einn son.

Svanlaug Bjarnadóttir (1905-1982)

  • S02745
  • Person
  • 11. okt. 1905 - 18. mars 1982

Foreldrar: Bjarni Björnsson bóndi í Hlíð við Reykjavík og kona hans Júlíana Guðmundsdóttir. Svanlaug missti föður sinn á áttunda ári og brá móðir hennar þá búi. Maki: Ísleifur Jónsson. Þau hófu búskap hjá foreldrum hans, Lovísu Ísleifsdóttur og Jóni Eyvindarsyni, á Stýrimannastíg 9 í Reykjavík en bjuggu lengst af á Túngötu 41. Svanlaug var virk í ýmsu félagsstarfi kvenna og var heiðursfélagi í Thorvaldsen félaginu.

Polly Grönvald (1889-1934)

  • S02737
  • Person
  • 25.03.1889-04.08.1934

Foreldrar: Karl Gústaf Grönvold verslunarstjóri á Siglufirði og k.h. Karólína Vilborg Grönvold. Eftir andlát föður síns fór Polly til frænda síns Jóns Vigfússonar verslunarstjóra á Akureyri. Fór til Reykjavíkur 1912. Maki: Gísli J. Ólafsson, f.09.09.1888, d. 15.08.1931, bæjarsímstjóri í Reykjavík. Þau eignuðust tvær dætur.

Gísli Ólafsson (1888-1931)

  • S02738
  • Person
  • 9. sept. 1888 - 15. ágúst 1931

Foreldrar: Jón Ólafsson og Helga Eiríksdóttir. Byrjaði á námi í Latínuskólanum, fór 1904 til Danmerkur og nam símritun. Var síðan í þjónustu Landsímans í Reykjavík frá 1927. Maki: Polly Grönvold frá Siglufirði, f. 1889. Þau eignuðust tvær dætur.

Sigurbjörg Þórarinsdóttir (1915-1997)

  • S02723
  • Person
  • 23. ágúst 1915 - 27. jan. 1997

Fædd á Auðnum í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Þórarinn Sigurjónsson b. á Auðnum í Sæmundarhlíð, Vík í Staðarhreppi, Glæsibæ í Staðarhreppi og Garði í Hegranesi og f.k.h. Hallfríður Sigríður Jónsdóttir. Maki: Ragnar Marinó Bjarnason rafvirki, fæddur á Álftanesi. Þau eignuðust ekki börn en ólu upp fósturdóttur. Voru búsett í Reykjavík.

Margrét Jónsdóttir (1877-1965)

  • S02718
  • Person
  • 15. júlí 1877 - 31. maí 1965

Foreldrar: Jón Antonsson og Guðlaug Sveinsdóttir á Arnarnesi í Eyjafirði. Ólst upp í foreldrahúsum. Fór um tvítugt til Kaupmannahafnar til að leita sér menntunar og dvaldi þar hjá frænkum sínum. Kom heim 1898. Maki: Sigtryggur Benediktsson. Þau eignuðust einn son. Ráku Hótel Hvanneyri á Siglufirði og Hótel Akureyri um tíma. Komu upp matsölu og gistihúsi á Hjalteyri og ráku það. Margrét var einnig um tíma ráðskona á heimavist Gagnfræðaskólans á Akureyri. Dvöldu á heimilis sonar síns í Reykjavík en síðustu árin dvaldist Margrét á Ási í Hveragerði og Elliheimilinu Grund í Reykjavík.

Skafti Óskarsson (1912-1994)

  • S02712
  • Person
  • 12. sept. 1912 - 7. ágúst 1994

Foreldrar: Óskar Á. Þorsteinsson og Sigríður Hallgrímsdóttir, búsett í Hamarsgerði og síðar Kjartansstaðakoti. Nemandi á Hólum í Hjaltadal 1930. Bóndi á Kjartansstöðum á Langholti. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Maki: Ingibjörg Hallgrímsdóttir, f. 08.02.1915. Þau eignuðust fjórar dætur.

Thor Harald Thors (1903-1965)

  • S02710
  • Person
  • 26. nóv. 1903 - 11. jan. 1965

Foreldrar: Thor Jensen og Margrét Þ. Kristjánsdóttir. Stúdent 1922 og lauk lögfræðiprófi við Háskóla Íslands 1926. Stundaði framhaldsnám í hagfræði í Cambridge og París og einnig um skeið á Spáni og í Portúgal. Framkvæmdastjóri hjá Kveldúlfi hf., forstjóri Sölusambands Íslenskra fiskframleiðenda. Skipaður aðalræðismaður Íslands í Bandaríkjunum 1941 og ambassador þar 1955. Einnig sendiherra Íslands í mörgum öðrum ríkjum vestan hafs. Var alþingsmaður Snæfellinga 1933-1941. Maki: Ágústa Ingólfsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn.

Ásgeir Ásgeirsson (1894-1972)

  • S02709
  • Person
  • 13. maí 1894 - 15. sept. 1972

Ásgeir Ásgeirsson fæddist árið 1894 í Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lauk stúdentsprófi 1912 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1915. Hann stundaði framhaldsnám við háskólana í Kaupmannahöfn og Uppsölum 1916-1917. Kjörinn heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1961 og við Edinborgarháskóla 1967. Hann var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn 1923-1934, utanflokka 1934-1937 og fyrir Alþýðuflokkinn 1937-1952. Forseti Sameinaðs þings 1930-1931 og varaforseti þess 1928-1929. Fjármálaráðherra 1931-1932 er hann varð forsætis- og fjármálaráðherra og gegndi hann því starfi til 1934. Ásgeir var biskupsritari 1915-1916, bankaritari við Landsbankann í Reykjavík 1917-1918 og kennari við Kennaraskólann 1918-1927. Fræðslumálastjóri 1926-1931 og 1934-1938. Bankastjóri Útvegsbankans í Reykjavík. Kjörinn forseti Íslands 29. júní 1952 og endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1956, 1960 og 1964 og lét af embætti 1968. Maki: Dóra Þórhallsdóttir, f. 23.02.1893. Þau eignuðust þrjú börn.

Hrafnhildur Ester Pétursdóttir (1939-

  • S02705
  • Person
  • 3. maí 1939-

Foreldrar: Pétur Jónsson verkstjóri á Sauðárkróki og kona hans Ólafía Sigurðardóttir. Flugfreyja hjá Loftleiðum um tíma. Tannfræðingur og starfsmaður á tannlæknastofu og hjá Reykjavíkurborg. Lærði tannfræði í Árósum í Danmörku. Búsett á Akureyri, síðar í Reykjavík. Maki: Pétur Pálmason byggingarverkfræðingur, þau eignuðust fimm börn.

Jón Jónsson (1894-1952)

  • S02701
  • Person
  • 3. ágúst 1894 - 23. apríl 1952

Foreldrar: Jóhanna Eiríksdóttir, f. 1864 og Jón Jónsson, f. 1853, vinnumaður og húsmaður á Höskuldsstöðum. Jón var smiður, ókvæntur og barnlaus, búsettur á Höskuldsstöðum.

Geirþrúður Kristjánsdóttir (1916-1933)

  • S02695
  • Person
  • 24. okt. 1916 - 19. feb. 1933

Geirþrúður Kristjánsdóttir, f. 24.10.1916 á Minni-Ökrum, d. 19.02.1933 á Sauðárkróki. Ólst upp á Minni-Ökrum. Lést úr skarlatsótt. Foreldrar: Kristján Ragnar Gíslason og Aðalbjörg Vagnsdóttir Minni-Ökrum.

Þorvaldur Árnason (1906-1974)

  • S02693
  • Person
  • 28. júlí 1906 - 1. júlí 1974

Foreldrar: Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki (sat þar 1887-1913) og Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri. Maki: Kristín Sigurðardóttir. Þau áttu tvö börn. Þorvaldur var tannsmiður í Reykjavík. Kvæntur Kristínu Sigurðardóttur.

Ólafur Örn Jónsson (1964-

  • S02688
  • Person
  • 25. maí 1964-

Ólafur Örn Jónsson, f. 25.05.1964 á Siglufirði. Fyrrum staðarhaldari á Lónkoti í Sléttuhlíð.

Gunnar Þórðarson (1917-2015)

  • S02685
  • Person
  • 6. okt. 1917 - 1. apríl 2015

Foreldrar hans voru Þórður Gunnarsson bóndi á Lóni í Viðvíkursveit og k.h. Anna Björnsdóttir. Eiginkona Gunnars var Jófríður Björnsdóttir frá Bæ á Höfðaströnd, þau eignuðust tvær dætur. Þau bjuggu á Hólavegi 17, Sauðárkróki, nær alla sína búskapartíð. Þau reistu sér sumarbústað á Lóni þar sem Gunnar sinnti æðarvarpi, lax- og silungsveiði, auk skógræktar og landgræðslustarfa. Einnig gerði Gunnar út trillu og stundaði skot- og stangveiðar fram á elliár. Gunnar sótti barnaskóla í Viðvíkursveit, gekk í Bændaskólann á Hólum og Héraðsskólann á Laugarvatni. Hann ók langferða- og leigubílum á yngri árum en var síðar yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. Var einnig prófdómari ökuprófa og bifreiðaeftirlitsmaður á Sauðárkróki. Starfaði mörg ár í Rótarýklúbbi Sauðárkróks, Veiðifélagi Skagafjarðar, Æðarræktarfélagi Skagafjarðar og bridgefélagi Sauðárkróks.

María Kristín Sigríður Gísladóttir (1932-)

  • S02683
  • Person
  • 4. ágúst 1932-

María Kristín Sigríður Gísladóttir, frá Eyhildarholti, f. 04.08.1932. Foreldrar Maríu voru Gísli Magnússon b. í Eyhildarholti og k.h. Guðrún Sveinsdóttir. Maki: Árni Ásgrímur Blöndal. Þau voru barnlaus.

Kolbjörg Katla Hinriksdóttir (1994-

  • S02680
  • Person
  • 23. des. 1994-

Foreldrar: Kolbrún María Sæmundsdóttir og Hinrik Már Jónsson á Syðstu-Grund í Blönduhlíð.

Herbert Sölvi Ásgrímsson (1915-1963)

  • S02760
  • Person
  • 20. jan. 1915 - 31. júlí 1963

Foreldrar: Ólöf Konráðsdóttir og Ásgrímur Halldórsson, búsett á Tjörnum í Sléttuhlíð og víðar. Herbert var bifreiðastjóri í Reykjavík. Reisti sér hús í landi Tjarna og kallaði Þrastarlund. Maki: Kristín Anna Jóhannsdóttir, f. 1911 á Lónkoti í Sléttuhlíð. Þau eignuðust sex börn.

Sigmundur Baldvinsson (1900-1983)

  • S02772
  • Person
  • 4. jan. 1900 - 13. jan. 1983

Sigmundur Baldvinsson, f. 04.01.1900. Foreldrar: Baldvin Jóhannsson, útvegsbóndi á Þönglabakka, f. 1857 og kona hans Anna Sigurlína Jónsdóttir, f. 1863. Sigmundur átti eina systur, Sigurbjörgu, sem fluttist með honum í Hofsós árið 1953. Maki: Efemía Jónsdóttir, f. 04.07.1904, d. 27.07.1976. Sigmundur var útgerðarmaður á Þönglabakka og síðar á Hofsósi. Er hann flutti frá Þönglabakka 1953 fór jörðin í eyði.

Valdimar Helgi Guðmundsson (1878-1966)

  • S02779
  • Person
  • 20. mars 1878 - 25. nóv. 1966

Valdimar Helgi Guðmundsson, f. 25.03.1877 á Myrká í Hörgárdal. Foreldrar: Guðmundur Jónsson, bóndi á Bási í Hörgárdal og víðar og kona hans Lilja Gunnlaugsdóttir. Valdimar fór ungur úr foreldrahúsum til móðurbróður síns, Jóhanns í Flöguseli og var þar fram yfir fermingu. Stundaði svo vinnumennsku í nokkur ár. Hóf búskap á Bessahlöðum í Öxnadal. Fluttist að Efra-Rauðalæk á Þelamörk 1905. Á yngri árum fékkst Valdimar við nautgripakaup fyrir Kaupfélag Eyfirðinga og eitt vorið rak hann í einni ferð um 30 naut, mörg fullorðin og mannýg, í einni ferð niður yfir heiði til Akureyrar. Með honum í för var aðeins Guðmundur sonur hans, þá innan við fermingu. Árið 1910 fluttist hann ásamt konu sinni, Arnbjörgu Guðmundsdóttur, að Fremri-Kotum og bjuggu þau þar til 1924. Keyptu þá jörðina Bólu og fluttu þangað og bjó Valdimar þar lengst af síðan, síðast hjá Guðmundi syni sínum. Valdimar og Arnbjörg eignuðust tvo syni og eins fósturdóttur.

Eyþór Jóhann Hallsson (1903-1988)

  • S02784
  • Person
  • 4. ágúst 1903 - 4. feb. 1988

Eyþór Jóhann Hallsson, f. 04.08.1903 á Hofsósi. Foreldrar: Hallur Einarsson og Friðrika Jóhannsdóttir (Jakobína Friðrikka Karina Jóhannsdóttir). Eyþór lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1927 og var þekktur skipstjóri til ársins 1945. Veiktist þá af berklum sem hann síðar læknaðist af. Var framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Siglufjarðar á árunum 1947-1953. Umboðsmaður Olíufélagsins Skeljungs hf. á Siglufirði frá árinu 1957. Meðeigandi í Síldarsöltun O. Henriksens sf. frá árinu 1950 og fékkst að auki við útgerð. Eyþór var ræðismaður Noregs á Siglufirði frá árinu 1958. Sat í ýmsum nefndum og stjórnum. Maki: Ólöf Jónsdóttir frá Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Þau ólu upp fósturdóttur.

Guðmundur Valdimarsson (1911-1976)

  • S02785
  • Person
  • 7. nóv. 1911 - 17. okt. 1976

Foreldrar: Valdemar Helgi Guðmundsson bóndi á Fremri-Kotum og síðar Bólu og kona hans Arnbjörg Guðmundsdóttir. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Fremri-Kotum og fór með þeim að Bólu 1924. Eftir að móðir hans lést í nóvember 1938 bjuggu þeir feðgar áfram í Bólu. Valdemar lést í nóvember 1966 en Guðmundur bjó í Bólu til æviloka, oftast einn. Nokkur síðustu árin var hjá honum piltur, Gunnar Sigurðsson að nafni, er kom til hans ellefu eða tólf ára. Guðmundur var lengi formaður sóknarnefndar Silfrastaðakirkju og vann mikið að málefnum hennar. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus.

Þorleifur Benedikt Þorgrímsson (1903-1981)

  • S02796
  • Person
  • 14. júlí 1903 - 23. sept. 1981

Foreldrar: Arnór Þorgrímur Helgason og Salbjörg Helga Jónsdóttir á Miklahóli í Viðvíkursveit. Þorleifur var kaupmaður og útgerðarmaður í Reykjavík. Maki: Sigrún Pétursdóttir. Þau eignuðust einn son. Bjuggu í Snælandi í Kópavogi.

Stefán Valdimar Sigurjónsson (1886-1973)

  • S02803
  • Person
  • 28. okt. 1886 - 13. apríl 1973

Foreldrar: Sigríður Helgadóttir og Sigurjón Jónsson.
Maki: Sigríður Guðrún Pálsdóttir, f.1891. Þau eignuðust sjö börn.
Bóndi á Grjótgarði í Kræklingahlíð og síðar á Blómsturvöllum á Þelamörk.

Tryggvi Þórhallsson (1889-1935)

  • S02804
  • Person
  • 9. feb. 1889 - 31. júlí 1935

Foreldrar: Þórhallur Bjarnarson, f. 1855 og Valgerður Jónsdóttir, f. 1863. Maki: Anna Guðrún Klemensdóttir, f. 1890. Þau eignustu sjö börn.
Tryggvi tók stúdentspróf frá MR 1908 og guðfræðipróf frá HÍ 1912. Var biskupsritari og barnakennari í Reykjavík 1912-1913, prestur á Hesti í Borgarfirði 1913-1917. Settur dósent í guðfræði við HÍ 1916-1917. Ritstjóri Tímans 1917-1927. Forsætisráðherra og atvinnumálaráðherra frá 1927. Jafnframt fjármálaráðherra frá 1928 til 1929. Var síðan forsætis, dóms,- krikju- og kennslumálaráðherra frá apríl til ágúst 1931 og þá aftur forsætisráðherra og atvinnumálaráðherra. Bankastjóri Búnaðarbankans frá 1932 til æviloka. Sat einnig í ýmsum nefndum og stjórnum. Var formaður Búnaðarfélags Íslands 1925-1935 og formaður Framsóknarflokksins 1927-1932. Formaður Bændaflokksins 1933-1935.

Ármann Þorsteinsson (1903-1987)

  • S02797
  • Person
  • 19. mars 1903 - 22. ágúst 1987

Foreldrar: Þorsteinn Jónsson og Ólöf Guðmundsdóttir. Ármann fluttist með foreldrum sínum að Bakka í Öxnadal árið 1912 og ólst þar upp til fullorðinsára. Maki: Anna Sigurjónsdóttir ljósmóðir, f. 1899, frá Ási á Þelamörk. Þau hófu búskap á Ási en fluttu tveimur árum síðar að Þverá í Öxnadal. Þau eignuðust tvo syni. Anna lést árið 1968 og bjó Ármann áfram á Þverá, fyrst hjá syni sínum og tengdadóttur en síðar hjá frænda sínum sem leigði jörðina. Fór síðar á elliheimilið Skjaldarvík. Ármann var um langt árabil formaður Búnaðarfélags Öxndæla og deildarstjóri Öxndæladeildar KEA.

Albert Guðmundsson (1925-1994)

  • S03305
  • Person
  • 1925-1994

Albert var fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Gíslason gullsmiður og kona hans Indíana Katrín Bjarnadóttir húsfreyja. Börn:Helena Þóra, Ingi Björn og Jóhann Halldór.
Samvinnuskólagenginn, Verslunarnám frá Skotlandi.
Atvinnumaður í knattspyrnu, heildsali í Reykjavík. Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra. Sendiherra Íslands í París.

Frosti Fífill Jóhannsson (1952-)

  • S0
  • Person
  • 27. apríl 1952

Fæddur að Ljósalandi í Lýtingsstaðarhreppi í Skagafirði. For: Jóhann Hjálmarsson og María Benediktsdóttir. Frosti er þjóðfræðingur að mennt.

Guðmundur J. Jónasson (1887- 1982)

  • S03304
  • Person
  • 1887-1982

Guðmundur var fæddur á Breiðstöðum í Gönguskörðum í Skagafirði árið 1887. Fyrrverandi forseti þjóðræknisdeildar. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson og Anna Kristjánsdóttir kennd við Tjörn, lítið býli í nágrenni Sjávarborgar í Skagafirði. Fór til Vesturheims 1905.

Gestur Jónsson (1865-1940)

  • S02806
  • Person
  • 25. des. 1866 - 4. des. 1940

Gestur Jónsson, f. 23.12.1865 að Gilsbakka í Austurdal. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hagyrðingur á Gilsbakka og fyrri kona hans, Valgerður Guðmundsdóttir. Gestur ólst upp á Gilsbakka og byrjaði þar búskap árið 1886 og bjó til 1893. Fluttist að Stekkjaflötum það ár og bjó þar leiguliði til 1910. Fluttist að Keldulandi 1910 og keypti þá jörð og bjó á henni til 1933 að hann brá búi. Dvaldi síðustu æviárin á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Maki 1: Soffía Jónatansdóttir, f. 07.07.1857 á Auðnum í Hörgárdal. Hún lést 03.02.1926. Þau ólu upp einn dreng, Gest Jónsson f. 21.09.1909.
Maki 2: Guðrún Pálsdóttir ljósmóðir, f. 16.11.1899. Þau eignuðust einn son, Snæbjörn, f. 13.01.1928. Guðrún bjó á Keldulandi 1935-1950 en hún lést það ár.

Sjálfstæðisflokkurinn (1929-)

  • S02814
  • Opinber aðili
  • 25.05.1929-

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí 1929 við samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Fyrsti formaður flokksins var Jón Þorláksson, verkfræðingur og síðar borgarstjóri í Reykjavík. Hann gegndi því embætti til 1934 þegar Ólafur Thors tók við. Því næst var formaður dr. Bjarni Benediktsson 1961-1970, þá Jóhann Hafstein til 1973, næstur Geir Hallgrímsson til 1983, Þorsteinn Pálsson til 1991, Davíð Oddsson til 2005 og Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005-2009. Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 29. mars 2009. Hann var endurkjörinn formaður á landsfundi þann 26. júní 2010.

Heimdallur (1927-

  • S02812
  • Opinber aðili
  • 16.02.1927-

Félagið var stofnað 16. febrúar 1927 og er elsta svæðisfélag íslensks stjórnmálaflokks. Tæplega 7000 meðlimir eru í félaginu á aldrinum 15 til 35 ára.

Þórarinn Magnússon (1913-1965)

  • S02825
  • Person
  • 15. ágúst 1913 - 12. okt. 1965

Þórarinn Magnússon, f. 15.08.1913 að Hrútsholti í Eyjahreppi. Maki: Herta Haag frá Svíþjóð. Sem ungur maður fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri. Þaðan fór hann í lýðsháskóla í Edslöv og síðan í Svalö, landbúnaðarháskóla í Svíþjóð. Var hann 7 ár í Svíþjóð og stundaði þar störf á sviði landbúnaðar. Kom til Vestamannaeyja árið 1946 og fór svo víða um land, m.a. í Stykkishólm. Stundaði trúboð til æviloka, en hann varð bráðkvaddur á Grænlandi eftir fjögurra ára veru við trúboðsstörf þar.

Arnbjörg Guðmundsdóttir (1880-1938)

  • S02847
  • Person
  • 3. des. 1880 - 19. nóv. 1938

Foreldrar: Guðmundur Sigfússon bóndi í Grjótgarði á Þelamörk og kona hans Steinunn Anna Sigurðardóttir. Maki: Valdemar Helgi Guðmundsson. Þau eignuðust tvo syni og ólu auk þess upp fósturdóttur. Þau hófu búskap á Bessahlöðum í Öxnadal en fluttust svo að Efri-Rauðalæk á Þelamörk 1905. Þaðan fluttust þau að Fremri-Kotum 1910 og bjuggu þar til 1924. Þá keyptu þau jörðina Bólu í Blönduhlíð og var Arnbjörg búsett þar til dánardags.

Verslun L. Popps (1875-

  • S02850
  • Einkafyrirtæki
  • 02.07.1875-

Sumarið 1875 hóf Ludvig Popp, sem áður hafði verið verslunarmaður á Akureyri, lausakap á Sauðárkróki. Hann falaði Sauðárkrókshöndlun af Halli Ásgrímssyni og var gerður kaupsamningur 3. júlí þetta ár. Kristján Hallgrímsson varð fyrsti verslunarstjóri hans á Sauðárkróki en síðan Valgard Claessen, er Grafarósfélagið leið undir lok, en hann var síðasti verslunarstjóri þess. Popp fluttist til Sauðárkróks með fjölskyldu sína árið 1886. Hann hafði mikla verslun á Sauðárkróki, auk þess sem hann hafði í seli austan fjarðar.

Stefanía Björg Ástvaldsdóttir (1926-2013)

  • S03579
  • Person
  • 11.09.1926-03.04.2013

Stefanía Björg Ástvaldsdóttir, f. á Sauðárkróki 11.09.1926, d. 03.04.2013 á Sauðárkróki. Foreldrar: Ástvaldur Einarsson (1889-1955) og Sigurbjörg Pálsdóttir (1894-1949).
Maki: Geirald Gíslason (1910-1977). Þau eignuðust einn son.

Ágústa Jónasdóttir (1904-2006)

  • S03585
  • Person
  • 01.08.1904-08.12.2006

Ágústa Jónasdóttir, f. á Merkigili 01.08.1904, d. 08.12.2006. Foreldrar: Jónas Steindór Kristjánsson og Stefanía Sigurðardóttir. Foreldrar Ágústu voru í húsmennsku á Merkigili þegar hún fæddist og tveggja ára var henni komið í fóstur til Jóns Guðmundssonar, sem síðar bjó á Hofi í Vesturdal og komu hans, Margrétar Jóhannesdóttur. Ólst hún upp hja´þeim á Minni-Ökrum, Tyrfingsstöðum og Stekkjarflötum. Hún fór vinnkonu að Héraðsdal árið 1921 og giftist Sigtryggi, sem þar hóf búskap árið áður. Ágústa stundaði heimilisstörf í Héraðsdal en þegar þú hjón fluttu til Sauðárkróks fór hún að vinna við þríf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þau bjuggu í Lindargötu 5 (Borgarey).
Þess er sérstaklega getið í æviskrám að Ágústa hafi sundriðið Héraðsvötn til að fæða sonstinn í umsjón ljósmóður sem var búsettt í Sólheimagerði.
Maki: Sigtryggur Einarsson bóndi í Héraðsdal (1886-1955). Þau eignuðust sex börn.

Þóroddur Sigtryggsson (1902-1962)

  • S03602
  • Person
  • 25.02.1902-22.07.1962

Þóroddur Sigtryggsson, f. að Giljum í Vesturdal 25.02.1902, d. 22.07. 1962. Foreldrar: Sigtryggur Friðfinnsson bóndi á Giljum og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir. Þóroddur ólst upp með foreldrum sínum fram um fermingardaldur. Hann var síðan nokkuð á faraldsfæti og var m.a. vinnumaður á Ábæ. Um tvítugt fluttist hann til Sauðárkróks og vann þar ýmsa vinnu til sjós og lands. Hann átti m.a. eigin bát. Hann glímdi við flogaveiki og var lengi heilsulaus andlega og líkamlega. Hann tók virkan þátt í verkalýðsbaráttu og var dyggur stuðningsmaður Kommúnistaflokksins og síðan Sósíalistflokksins. Mörg hin síðari ár var hann vistmaður á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki en vann þar einnig ýmis smáviðvik. Þóroddur var ógiftur og barnlaus.

Sigurður Nataníel Brynjólfsson

  • S03578
  • Person
  • 20.02.1912-15.06.1993

Sigurður N. Brynjólfsson f. á Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum 20.02.1912, d. 15.06.1993.
Foreldrar: Margrét Guðmundsdóttir og Brynjólfur Jónsson. Tveggja ára fór Sigurður í fóstur til Guðlaugs Sigurðssonar og Ingveldar Guðmundsdóttur á Lækjahvammi í sömu sveit. Þar ólst hann upp ásamt Ágústi syni þeirra. Hann ólst upp við hefðbundin sveitastörf og lauk skyldunámi, auk þess að vera einn vetur í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal.
Sigurður stundaði sjómennsku og daglaunavinnu í Reykjavík og síðan lögreglustörf á Sauðárkróki. Einnig var hann lögregluþjónní Keflavík. Eftir að hann lét af störfum í lögreglunni stundaði hann oftast almenna verkamannavinnu. Síðustu árin var hann húsvörður við íþróttahús barnaskólans í Keflavík. Hann var einn af stofnendum Alþýðubandalags Keflavíkur og formaður þess um tíma. Einnig var hann virkuur félagi í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og var um árabil í stjórn Kaupfélags Suðurnesja. Þá tók hann virkan þátt í íþrótta- og ungmennafélagsstarfi og var formaður Héraðssambands Skagafjarðar meðan hann var á Sauðárkróki. Sigurður var mikil íþróttamður, einkum glímumaður. Hann stundaði glímkennslu víða.
Maki: Pálína Ragnhildur Rögnvaldsdóttir (1918-1992). Þau eignuðust sjö börn, eitt þeirra dó samdægurs.

Guðný Þórðardóttir (1937-2018)

  • S03605
  • Person
  • 08.06.1937-21.07.2018

Guðný Þórðardóttir, f. 08.06.1937, d. 21.07.2018. Lést af í bílslysi. Foreldrar: Þórður Sighvatsson (1909-1993) og María Njálsdóttir (1917-2003). Guðný ólst upp á Sauðárkróki, Siglufirði og Akranesi. Hún varð gagnfræðingur frá gagnfræðaskólanum á Akranesi og var einn vetur í húsmæðraskóla á Löngumýri. Hún hóf störf hjá Landssímanum 1951 og starfaði þar allan sinn starfsferil, nema með hléum vegna náms Grétars í Skotlandi. Hún nam ensku einn vetur í verslunarháskóla í Aberdeen en hóf aftur störf hjá Pósti og síma. Nokkrum árum síðar var hún skipuð yfirumsjónarmaður Talsambands við útlönd og gengdi þeirri stöðu rúm 20 ár. Guðný og Grétar voru lengst af búsett í Reykjavík og síðar á Selstjarnarnesi en eftir ða þau fóru á eftirlaun settust þau að á jörð sinni Hvammkoti í Lýtingsstaðahreppi. Stunduðu þau skógrækt þar.
Maki: Grétar Magni Guðbergsson (1934-2013) jarðfræðingur. Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Grétar einn son.

Guðrún Þrúður Vagnsdóttir (1939-2007)

  • S03610
  • Person
  • 16.01.1939-23.05.2007

Guðrún Þrúður Vagnsdóttir, f. á Minni-Ökrum í Skagafirði 16.01.1939, d. 23.05.2007. Foreldar: Vagn Gíslason (1901-1986) og Fjóla Stefánsdóttir (1914-2004).
Maki: Hreinn Þorvaldsson. Þau eignuðust fimm börn.

Símon Ingi Gestsson (1944-2018)

  • S03591
  • Person
  • 23.12.1944-05.06.2018

Símon Ingi Gestsson, f. 23.12.1944 í Saltnesi í Hrísey, d. 05.06.2018 í Reykjavík. Foreldrar: Friðfinna Símonarsdóttir (1927-1995) og Gestur Árelíus Frímannsson (1924-2007). Símon ólst upp hjá foreldrum sínum á Siglufirði en dvaldist einnig langdvölum hjá föðurforeldrum sínum, Frímanni Viktori Guðbrandssyni og Jósefínu Jósefsdóttur á Austara-Hóli. Hann gekk í barnaskóla á Siglufirði og útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum árið 1961. Auk hefðbundinna sveitastarfa vann Símon m.a. við gerð Strákaganga og keyrði leigubíl í Keflavík um tíma. Árið 1970 tóku Símon og Heiðrún jörðina Barð í Fljótum á leigu. Auk búskapar vann Símon m.a. við akstur mjólkurbíls og skólabíls. Hann var útibússtjóri KS á Ketilási frá 1981-1991 og vann við póstafgreiðslu á Ketilási og póstdreifingu. Á Barði bjuggu Heiðrún og Símon til 2008, er þau fluttu á Bæ á Höfðaströnd. Þar hafði Símon starfað um skeið sem ráðsmaður og gengdi því starfi til haustsins 2016 en þá lét hann af störfum og flutti í Hofsós. Símon gengdi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. formaður Hestamannafélagsins Svaða og formaður sóknarnefndar Barðskirkju.
Maki: Heiðrún Guðbjörg Alfreðsdóttir (1946-2016). Þau eignuðust fjögur börn.

Tómas Þorsteinn Sigurðsson (1932-2017)

  • S03591
  • 29.04.1932-22.07.2017

Tómas Þorsteinn Sigurðsson, f. á Sauðárkróki 29.04.1932, d. 22.07.2017. Foreldrar: Sigurður Pétursson (1890-1958) og Margrét Björnsdóttir (1899-1983).
Tómas ólst upp í foreldrahúsum á Sauðárkróki til 15 ára aldurs. Flutti þá til Reykjavíkur og hóf þar sumarstarf hjá Vitamálastjórn. Hann lauk námi í vélsmíði og vann fyrstu árin við vitabyggingar um land allt. Hann var forstöðumaður Vitamálastofnunar frá 1973. Var einnig forstöðumaður vita- og siglingasviðs Siglingastofnunar en lengst af forstöðumaður vitasviðis Siglingastofnunar.
Tómas var lengi trúnaðarmaður fyrir Starfsmannafélag Ríkisstofnana.
Maki: Sigrún Sigurbergsdóttir kennari (1931-). Þau eignuðust eina dóttur.

Lilja Hannesdóttir (1920-2002)

  • S03598
  • Person
  • 25.08.1920-17.08.2002

Lilja Hannesdóttir, f. á Skefilsstöðum á Skaga 25.08.1920, d. 17.08.2002. Foreldrar: Hannes Benediktsson og Sigríður Björnsdóttir. Lilja ólst upp í Hvammkoti til 17 ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan að Hvammi í Laxárdal. Lilja gekk í Kvennaskólann á Blönduósi. Hún vann íymis störf, m.a. á hótelum og við veitingasölu, bæði á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
Maki: Pálmi Jóhannsson frá Búrfelli í Svarfaðardal. Þau giftu sig árið 1948. Eftir það bjó Lilja á Dalvík og starfaði við fiskvinnslu og einnig við félagsheimilið Víkurröst. Þau eignuðust tvíbura.

Sigríður Guðrún Sigurðardóttir (1910-1977)

  • S03601
  • Person
  • 30.08.1910-28.05.1977

Sigríður Guðrún Sigurðardóttir, f. að Rein í Hegranesi 30.08.1910, d. 28.05.1977 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurður Þórðarson og Pálína Jónsdóttir á Egg. Sigríður útskrifaðist úr Kvennaskólanum á Blönduósi en vann annars búi foreldra sinna og tók við búsforráðum eftir að móðir hennar dó árið 1942. Byggði hús á Sauðárkróki og flutti þangað með föður sínum og var þar síðustu árin. Sigríður var ógift og barnlaus. Mörg börn dvöldu hjá henni á sumrin um árabil á Egg, m.a. Unnur Jóhannesdóttir. Hún var ein af stofnendum Kristniboðsfélagsins Frækornið.

Tónlistarfélag Skagafjarðar (2001-2023)

  • S03637
  • Association
  • 2001-2023

Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.

Guðrún Jónsdóttir (1854-1943)

  • S03649
  • Person
  • 31.07.1854-14.10.1943

Guðrún Jónsdóttir fæddist að Hóli í Sæmundarhlíð 31. júlí 1854. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppstjóri að Hóli (1820-1904) og Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja að Hóli (1828-1912). Guðrún bjó lengi á Hóli hjá foreldrum sínum. Er skráð sem vinnukona að Ási í Rípurhreppi árið 1930. Ógift og barnlaus. Dó 14. október 1943.

Kvenfélag Akrahrepps

  • S03653
  • Association
  • 1919 - 1996

Hinn 20 des. 1919 var á Víðivöllum haldin stofnfundur í Kvenfélagi Akrahrepps. Eins og segir í formála bókar Kvenfélags Akrahrepps 100 ára. Blómarósir í Blönduhlíð, ( Dalla Þórðardóttir,2019 ) þá voru fyrstu verkefni sem konurnar í Kvenfélagi Akrahrepps beittu sér fyrir aðkallandi. Þær voru stórhuga og vildu létta líf hreppsbúa. Þær vildu fegra mannlífið og gæða það gleði. Þær vildu efla heimilisiðnaðinn og héldu til þess námskeið og fegruðu umhverfið með jurta - og trjárækt. Á þeirri öld sem er liðinn frá stofnun Kvenfélags Akrahrepps hafa þjóðhættir breyst verulega og svo almennur hagur fólks. Lagst hefur af að fátæk heimili séu styrkt eða að börn þurfi ný klæði til jólanna sem kemur fram í fyrstu árum félagsins. Það styrkir líknar - og menningarstarf innan hrepps og utan. Félagið hefur í tvígang safnað efni í og gefið út bækur, í bæði skiptin á afmælisári. Í tilefni 85 ára afmæli félagsins árið 2004 birtist bókin Burknar, með frumsömdu efni eftir kvenfélagskonur. Fimm árum síðar kom út bókin Næring og Nautnir. Megi þróttur og gleði áfram fylgja félaginu okkar.

Ungmennafélagið Æskan

  • E00026
  • Félag/samtök
  • 20.10.1905 - 17.4.1990

Ungmennafélagið Æskan var stofnað í Staðarhreppi 20. október 1905. Stofnfélagar voru í upphafi 15 manns. Aðalforgöngumaður að stofnun félagsins var Jón Sigurðsson (1888-1972). Ungmennafélagið Æskan varð síðar eitt af stofnfélögum Ungmennasambands Skagafjarðar (U.M.S.S) ásamt tveimur öðrum félögum þegar það var stofnað 17. apríl 1910.
Tilgangur félagsins var meðal annars að „reyna að alefli að vekja löngun hjá æskulýðum til að starfa ötullega fyrir sjálft sig, land og þjóð og fyrst og fremst að þeim framfararmálum sem kunna að koma innan sveitarinnar“ eins og kemur fram í lögum félagsins. Einnig voru félagsmenn hvattir til að vinna ötullega að hvers konar íþróttamálum og yfirleitt að efla allt það er að andlegri og líkamlegu atgerfi lítur. Úr fundargerðabók 13.3.1960.
Það kemur ekki fram í fundargerðarbókunum hvenær eða hvort félagið var lagt formlega niður.

Niðurstöður 3401 to 3485 of 3637