Sýnir 3636 niðurstöður

Nafnspjöld
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**

Lestrarfélag Holtshrepps

  • S03659
  • Association
  • ódags.1911

Lestrarfélag Holtshrepps var stofnað 1911, stofnfundur félagsins var haldinn 25. janúar 1912.
Tilgangur félagsins var að standa undir bókakaup og halda utan um útlán á bókum til félagsmanna, auk þess sem velgjörðamenn félagsins gáfu því bækur og lestrarefni. Félagsmenn voru 22 árið 1916. Á aðalfundi þann 29. október 1922 kom fram tillaga að breyta félaginu í hreppsbókasafn og var hún samþykkt.

Lánsfélag Staðarhrepps

  • S03664
  • Félag/samtök
  • 1922 -1940

Tekið úr Gjörðabók og þar segir meðal annars ;
Ár 1922 fimmtudaginn 30. nóvember var fundur settur og haldin að Reynistað. Jóns Sigurðson, Reynistað setti fundinn. Hafði stjórn Kaupfjélag Skagfirðinga látið boða til fundarins með skriflegu fundarboði um hreppinn. Kaupfélagsstjóri Sigfús Jónsson hóf umræðuna. Skýrði hann frá tilgangi Kaupfjélagsstjórnarinnar með fundarhaldi þessu og væri hann sá að ræða um við félagsmenn hvort ekki myndi hægt að breyta verslun Kaupfjélagins í það hvort að hætt væri að lána en taka upp peningaverslun þar að það verslunnarfyrirkomulag sem nú væri lítt viðunandi. Þá tók Jón Sigurðsson á Reynistað til máls, segir m.a. "Helstu leiðina til að ná því takmarki áleit hann þá að bændur innanhreppar stofnuðu lánsfjélög sem útvegi meðlimum sínum eins ódýr reksturslán eins og unnt væri".
"Fundurinn er því samþykkur að Kaupfjelag Skagfirðinga hætti útlánum og breyti verslun sinni í peningaverslun frá næstu áramótum.Á fundinum voru mættir 11 fjélagsmenn, ennfremur framkvæmdarstjóri Kaupfjelags Sigfús Jónsson. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Kvenfélag Seyluhrepps

  • S03667
  • Félag/samtök
  • 1937 - 1997

Sunnudaginn 22. maí. 1932 höfðu nokkrar konur í Seyluhreppi mælt sér mót í Geldingarholti í tilefni af kvenfélagsstofnun.Þar eru mættar 12 konur. Í stjórn Félagsins voru kosnar Húsfreyja; Sigurlaug Sigurðardóttir, Fjalli ( formaður). Húsfreyja; Guðrún Guðmundsdóttir, Reykjarhóli ( gjaldkeri ). Ungfrú, Ingibjörg Jóhannsdóttir Löngumýri ( ritari ). Síðan voru lesin upp og samþykkt lög. Í lögum stendur ða félagið heitir Kvenfélag SEyluhrepps og tilgangur félagsins er að efla framtaksemi, menningu og réttindi kvenna. Það vill styðja heimilisiðnað og heima menningu, garðrækt og blómarækt, það vill gleðja aðra einkum börn. Fundir eru lögmætir ef 10 félagskonur mæta á fundi. Skráð frá Gjörðabók.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

  • S03668
  • Association
  • 14.1.1884

Búnaðarfélag Seyluhrepps var stofnað í þeim tilgangi að koma á jarðarbótum og framförum í búnaði í hreppnum.
Í gjörðabók Búnaðarfélags Seyluhrepps frá árinu 1884 segir svo;

  1. gr
    Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði félagsmanna. Það skal efla allskonar jarðabætur sem auka og bæta heyföng manna á túni og engjum, rétta meðferð á áburði, garðyrkju, svarðartekju, kynbætur á búpenings, hentugar og varanlegar húsbyggingar fyrir menn og skepnur og hlöðubyggingar fyrir heyforða, snoturlega og reglusama bústjórn utanbæjar sem innan. Þar á meðal telst að men haldi verktöflur og búreikninga.
  2. gr
    Sérhver félagsmaður er skyldur til að láta vinna að jarðabótum á bújörð sinni á vori hverju. Tvö fullkomin dagsverk fyrir hver 5 hundruð á jörðu þeirri er hann býr á. Til þessara skyldu jarðabóta telst einungis það sem gjört er til þess að auka og bæta heyföng en ekki má þar með teljast það sem í byggingarbréfum er áskilið að unnið sé.
    Árið 1930 var samþykkt frumvarp til breytinga á 2. grein laga félagsins og er hún svohljóðandi:
    Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði, svo sem jarðkosts, rétta meðferð á innlendum og erlendum áburði. Stuðla að bættum húsabótum. Einnig stuðla að því að félagsmenn bæti bústofn sinn, sér í lagi með góðri meðferð og kynbótum.

Atvinnurekstrarlánafélag Akrahrepps

  • S03671
  • Félag/samtök
  • 1930 - 1963

Á fyrsta vetrardag 25. okt. 1930 var fundur settur og haldinn á Uppsölum að undangengnu fundarboði. Fundinn setti Bjarni Halldórsson óðalsbóndi á Uppsölum er hafði boðað til fundarinn og stakk hann upp á Gísla Sigurðsyni hreppstjóra til fundarstjóra. Tók hann þegar við fundarstjórn og kvaddi til fundarskrifara Lárus Arnórsson á Miklabæ. Fundarstjórui gat þess að öllum fundarmönnum mundi kunnugt um í hverju skyni til fundar þessa væri boðað, það væri að stofna atvinnurekstrarlánafélag er starfaði í Akrahreppi framan Dalsár. Félagið heitir Atvinnurekstrarlánsfélag fremri hluta Akrarhrepps og hefur skammstöfunina A.R.A.
Markmið félagins er að efla peningaviðskipti félagsmanna sinna og útrýma skuldaverslun, að ávaxta fé félagsmanna og glæða sparnaðarhug þeirra. Félagskapur A.R.A starfaði í nokkur ár með víxillánsfé. Þegar félagið hafði lokið öllum sínum skuldbindingum út á við var stafsemi þess hætt. Nokkrar krónur voru eftir í sparisjóðbók félagsins. Í bókinni eru nú 31/12 1954. krónur 781.12. Uppsölum Bjarni Halldórsson. Árið 1963, síðla sumars koma þeir tveit eftirlifandi stjórnanefndarmenn Jóhann Sigurðsson, Úlfstöðum og Bjarni Halldórsson, Uppsölum, sér saman um að afhendaBúnaðarfélagi Akrahrepps ofanskráða innistæðu sem var þá orðin með vöxtum kr: 1300.33. Færði Bjarni upphæðina til Búnaðarfélagsins og Sparisjóðsstjóri eyðilagði bók A.R.A
( Gjörðabók 1930 - 1963)

Nautgriparæktarfélag Lýtingsstaðahrepps (1928 - 1945)

  • S03678
  • Félag/samtök
  • 1928 - 1945

Á hreppaskilum að Lýtingsstöðum 20. júní 1928, var samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi kosin nautgripa- kynbótanefnd fyrir Lýtingsstaðahrepp. í nefndinni voru tilnefndir: Sveinn Stefánsson, bóndi á Tunguháls, Hannes Kristjánsson, bóndi á Hvammkoti, formaður Magnús Sigmundsson, bóndi á Vindheimum, ritari. Á Lýtingsstöðum 3. júlí hittust nefnadarmenn og ræddu um nautahald fyrir hreppinn og kom saman um að minnst væri hægt að komast af með þrjú naut fyrir hreppinn, tvö fullorðin og eitt ungt. Þurfti svo að komast að niðurstöðu um hvaða naut yrðu notuð. Á hreppaskilum að Lýtingsstöðum 15. oktober 1929, hreifði Hannes Kristjánsson í Hvammkoti við því hvort bændur vildu ekki stofna nautgripræktarfélag fyrir hreppinn. Samþykkt var með öllum greiddu atkvæðum að stofna félagið.

Lestrarfélag Hvammsprestakalls

  • S03686
  • Félag/samtök
  • 1902 - 1960

Á nýársdag 1902 áttu nokkrir menn fund með sjér að Hvammi í Laxárdal, að lokinni guðsþjónustugjörð þar. Tilefni var að ræða um stofnun Lestrarfélags fyrir Hvammsprestakalls og fékk að hinar bestu undirtektir. Tólf menn gengu þá þegar í félagið. Í stjórn voru kostnir Séra Björn L Blöndal, Guðvarður Magnússson, Jóhann Sigurðsson. Hinn 3. januar átti Lestrarfélagið 18 bækur. Tilgangur félagsins er að glæða og auka lestrar - og fróðleiksfýsn í prestakallinu og hafa menntandi áhrif á félagsmenn. Lögin voru samþykkt á fundi á
Skefilsstöðum hinn 1.maí 1902. Segir í fundagerðabók. Ekki er vitað hvernig framhald félagsins varð.

Hitaveita Seyluhrepps (1986-1997)

  • S02846
  • Félag/samtök
  • 1986-1997

Árið 1972 var borað austan í Reykjarhólnum í tengslum við fyrirhugaða skólabyggingu. Við borunina fékkst meira vatn en þurfti að nota við skólann og var þá Hitaveita Varmahlíðar stofnuð og lögð hitaveita um íbúðarhverfið. Frá henni voru einnig lagðar leiðslur að Löngumýri og að Húsey. Í byrjun janúar 1986 undirritaði sýslunefnd Skagafjarðarsýslu og hreppsnefnd Seyluhrepps hitaveitusamning sem fól í sér að Seyluhreppur tók við öllum rekstri Hitaveitu Varmahlíðar og hét veitan því að greiða Menningarsetri Skagfirðinga í Varmahlíð 7% af sölu veitunnar á heitu vatni. Það ár var lögð hitaveita í Víðimýrartorfu og Álftagerði, en árið 1988 var unnið að hitaveitu út Langholt allt að Marbæli. Sumarið 1997 var boruð hola rétt vestan og norðan við háhólinn. Hún var 427 metra djúp og gefur a.m.k. 40 l/sek af 96 gr. heitu vatni. Það vatn er enn ónotað og bíður síns tíma. Sama ár voru Hitaveita Seyluhrepps og Hitaveita Sauðárkróks sameinaðar í einu fyrirtæki, Hitaveitu Skagafjarðar. Tveimur árum síðar var lokið lagningu hitaveitu milli Sauðárkróks og Varmahlíðar.

Umhverfissamtök Skagafjarðar (2001-

  • S02831
  • Félag/samtök
  • 26.11.2001-

Umhverfissamtök Skagafjarðar voru stofnuð þann 26.11.2001 í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Stofnfélagar voru 23. Félagið stóð m.a. fyrir fjöruhreinsun í júní 2002. í mars 2007 varð félagið deild innan SUNN. Þann 02.09.2009 var það skráð í firmaskrá með kennitöluna 440102-3360.

Framkvæmdanefnd samnorrænu sundkeppninnar (1953-)

  • S02844
  • Félag/samtök
  • 1953

Samnorræna sundkeppnin var haldin árin 1954,1957, 1960 og 1963. Á Íslandi var áhugi fyrir þessari keppni mikill. Fólk var hvatt til þess að synda 200 metra og vera skráð sem fulltrúar þjóðarinnar í sundkeppninni og fá rétt til að kaupa sér barmmerki því til staðfestingar.

Íþróttasamband Íslands (1912-)

  • S02841
  • Félag/samtök
  • 1912-

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (skammstafað ÍSÍ) eru heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og æðsti aðili frjálsar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Eitt af meginverkefnum ÍSÍ er að efla, samræma og skipuleggja íþróttastarfsemi á Íslandi, auk þess að stuðla að þróun hvers kyns íþrótta, jafnt almennings- sem afreksíþrótta. Núverandi ÍSÍ varð til árið 1997 þegar Íþróttasamband Íslands (st. 1912) og Ólympíunefnd Íslands sameinuðust.

Landgræðslusjóður (1944-)

  • S02839
  • Félag/samtök
  • 1944-

Landgræðslusjóður var stofnaður árið 1944. Megin hlutverk sjóðsins er að klæða landið skógi, en önnur landgræðsla og gróðurvernd er einnig á verksviði hans. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna einstaklinga, stofnana og félaga á verksviði sjóðsins. Stjórn Landgræðslusjóðs skipa (árið 2019): Þuríður Yngvadóttir, Þröstur Eysteinsson, Árni Bragason, Jónatan Garðarsson
og Lydía Rafnsdóttir.

Elín Christine Jakobsdóttir Havsteen (1800-1873)

  • S02855
  • Person
  • um 1800 - 24. ágúst 1873

Foreldrar: Jakob Havsteen kaupmaður á Hofsósi og Thora Emilie Marie Havsteen. Maki: Lárus Stefánsson Thorarensen, f. 1799, sýslumaður Skagfirðinga. Þau giftust árið 1826 og áttu eina dóttur, Maren Ragnheiði Friðrikku. Þau bjuggu á Enni á Höfðaströnd.

Jakob Hansson Líndal (1880-1951)

  • S02858
  • Person
  • 18. maí 1880 - 13. mars 1951

Foreldrar: Anna Pétursdóttir og Hans Baldvinsson á Hrólfsstöðum í Blönduhlíð. Jakob ólst upp hjá foreldrum sínum á Hrólfsstöðum. Maki: Jónína Steinvör Líndal. Lauk prófi frá Möðruvallaskóla 1903 og búfræðiprófi frá Hólaskóla 1904. Árin 1906-1907 nam hann við Lýðskólann í Askov í Danmörku. Veturinn eftir var hann í Ási í Noregi. Var framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands 1910-1917. Það ár hóf hann búskap á Lækjamóti í Víðidal. Jakob gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum í sveit sinni og stundaði mikilvægar jarðvegsrannsóknir.

Gottskálk Albert Björnsson (1869-1945)

  • S02864
  • Person
  • 11. júlí 1869 - 21. des. 1945

Gottskálk Albert Björnsson, f. á Ytri-Reykjum í Miðfirði 11.07.1869. Foreldrar: Björn ,,eldri" Gottskálkson og Jóhanna Jóhannsdóttir b. á Ytri-Reykjum í Miðfirði, síðar í Kolgröf. Albert ólst upp með foreldrum sínum og síðan móður og stjúpa, Birni Þorlákssyni, bónda í Kolgröf, þar til hann festi ráð sitt. Var bóndi á hluta jarðarinnar Vindheima 1896-1898, í Litladalskoti 1898-1901, á Neðstabæ í Norðurárdal í A-Húnavatnssýslu 1901-1932 og mun hafa átt heima þar til æviloka. Maki: Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir, f. 1866. Þau eignuðust átta börn.

Auðbjörg Sigríður Albertsdóttir (1908-1994)

  • S02870
  • Person
  • 27. sept. 1908 - 13. sept. 1994

Auðbjörg Sigríður Albertsdóttír f. 27.09.1908 í Neðstabæ í A-Húnavatnssýslu. Foreldrar: Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp á Sölvanesi) og Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf, þau bjuggu á Neðstabæ. Auðbjörg ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Einn vetur stundaði hún nám við Hvítárbakkaskólann. Maki: Sigurður Guðlaugsson frá Sæunnarstöðum í Hallárdal. Þau hófu búskap á Neðstabæ en fluttust þaðan að Hafursstöðum og bjuggu þar um 30 ára skeið. Árið 1972 fluttu þau að Blönduósi. Þau eignuðust fimm börn. Frásagnir eftir Auðbjörgu hafa birst í tímaritinu Heima er best, þar sem hún segir sögur af dýrum og ýmsum atburðum. Hún hafði einnig mikla ánægju af garðrækt og fékkst nokkuð við að yrkja kvæði.

Birgir Magnús Valdimarsson (1949-)

  • S02881
  • Person
  • 23. des. 1949-

Foreldrar: Margrét Ólöf Stefánsdóttir, f. 1928 og Valdimar Líndal Magnússon (1922-1988) á Sauðárkróki. Birgir var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.

Gunnlaugur Tobíasson (1950-2013)

  • S02885
  • Person
  • 29. jan. 1950 - 5. mars 2013

Foreldrar: Tobías Sigurjónsson bóndi í Geldingaholti og kona hans Kristín Gunnlaugsdóttir húsfreyja. Í uppvextinum vann Gunnlaugur að bústörfum í Geldingaholti. Einnig við skógrækt og við sjósókn á vetrarvertíðum á Suðurnesjum. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1967-1969 og lauk þaðan búfræðinámi. Hann starfaði sem frjótæknir 1979-2008, er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Lauk einkaflugmannsprófi og var mikill áhugamaður um flug. Hann var virkur í félagsmálum og starfaði m.a. í Lionsklúbbi Skagafjarðar, Veiðifélagi Húseyjarkvíslar og sat í sóknarnefn Glaumbæjarkirkju um árabil. Starfaði einnig lengi með Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð.
Maki: Gerður Hauksdóttir (1949-2015). Þau eignuðust einn son og fyrir átti Gerður eina dóttur.

Gunnar Geir Gunnarsson (1952-

  • S02897
  • Person
  • 24. jan. 1952-

Foreldrar: Gunnar Geir Gunnarsson (1927-2016) og Arnbjörg Jónsdóttir (1928-), kölluð Ebba. Ólst upp á Hofsósi. Búsettur í Reykjavík.

Svavar Haraldur Stefánsson (1952-

  • S02898
  • Person
  • 22. feb. 1952-

Foreldrar: Stefán Gunnar Haraldsson (1930-2014) og Marta Fanney Svavarsdóttir (1931-2013) í Víðidal. Maki: Ragnheiður G. Kolbeins, f. 1957. Þau eiga sex börn. Bóndi í Brautarholti.

Jón Gissurarson (1946-

  • S02887
  • Person
  • 5. nóv. 1946-

Foreldrar Gissur Jónsson bóndi og skáld í Valadal og kona hans Ragnheiður Eiríksdóttir. Bóndi í Víðimýrarseli. Maki: Hólmfríður Ingibjörg Jónsdóttir. Þau eiga fjögur börn.

Sigurður Rúnar Gíslason (1948-

  • S02904
  • Person
  • 7. ágúst 1948-

Foreldrar: Gísli Sigurðsson sérleyfishafi í Sigtúnum í Kolbeinsdal og kona hans Helga Margrét Magnúsdóttir starfsmaður á Landakotsspítala og sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Maki: Heiða Sigurðardóttir frá Fitlum, f. 1947. Búsettur á Sauðárkróki. Bifvélavirki og rak lengi útgerð fólksflutningabíla þar.

Ólafur Bergmann Sigurðsson (1936-2017)

  • S02906
  • Person
  • 18. júlí 1936 - 21. apríl 2017

Foreldrar: Ólína Ragnheiður Ólafsdóttir og Sigurður Bergmann Magnússon. Þau bjuggu á Hafursstöðum við Skagaströnd en síðan á Sauðárkróki. Ólafur starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Jónas Skagfjörð Svavarsson (1948-

  • S02902
  • Person
  • 17. feb. 1948-

Jónas Skagfjörð Svavarsson. Foreldrar: Jón Svavar Ellertsson (1911-1992) og Helga Sigríður Sigurðardóttir (1909-1987).
Fv. verslunarmaður á Sauðárkróki.
Maki: Jóhanna Petra Haraldsdóttir. Þau eiga þrjár dætur og eru búsett á Sauðárkróki.

Stefán Leó Holm (1930-2018)

  • S02909
  • Person
  • 22. nóv. 1930 - 22. júlí 2018

Foreldrar: Fanney Margrét Árnadóttir Holm (1899-1969) og Bogi Thomsen Holm (1873-1948).
Maki 1: Björg Þóra Pálsdóttir, f. 1937. Þau eignuðust 7 börn.
Maki 2: Guðrún Sigurbjörg Stefánsdóttir (1938-2006). Þau eignuðust 1 barn. Þau giftu sig árið 1980 og bjuggu fyrstu árin á Sauðárkróki, svo á Stokkseyri og í Reykjavík en fluttu árið 1985 á Blönduós.

Sigurður Jón Halldórsson (1947-1997)

  • S02907
  • Person
  • 27. sept. 1947 - 4. nóv. 1997

Foreldrar: Halldór Ingimar Gíslason (1909-1998) og Guðrún Sigurðardóttir (1914-1986) á Halldórsstöðum á Langholti. Sigurður bjó með foreldrum sínum á Halldórsstöðum og stundaði bústörf frá unga aldri. Hann bjó sjálfstæðu búi síðustu árin þar til þeir feðgar fluttu á Sauðárkrók árið 1988. Jafnframt var hann starfsmaður Vegagerðarinnar í áratugi. Hann söng með Karlakórnum Heimi, Rökkurkórnum, Kirkjukór Glaumbæjarsóknar og Kirkjukór Sauðárkróks Maki: Kristín Friðfinna Jóhannsdóttir frá Tyrfingsstöðum á Kjálka. Þau eignuðust ekki börn saman en Kristín átti tvö börn fyrir.

Sveinn Árnason (1945-

  • S02910
  • Person
  • 29.08.1945-

Fæddur á Brúnastöðum í Fljótum. Foreldrar: Sigríður Jóhannesdóttir húsfreyja og Árni Anton Sæmundsson bóndi á Brúnastöðum og síðar bifreiðastjóri á Sauðárkróki.
Sveinn er ókvæntur og barnlaus. Verkamaður á Sauðárkróki.

Þórður Hansen (1949-

  • S02893
  • Person
  • 8. júní 1949-

Foreldrar: Jóhannes Friðrik Hansen (1925-) og Ingibjörg Jóhanna Þórðardóttir Hansen (1927-2011).
Maki: Edda Lúðvíksdóttir. Þórður er verktaki á Sauðárkróki.

Anna Pálsdóttir (1910-1984)

  • S03410
  • Person
  • 14.05.1910-06.09.1984

Anna Pálsdóttir, f. 14.05.1910, d. 06.09.1984. Foreldrar: Páll Ísaksson, bóndi og kennari á Hofsósi bóndi í Ártúnum og kona hans Þórey Halldóra Jóhannsdóttir ljósmóðir.
Anna lauk ljósmæðraprófi 1940. Hún var ljósmóðir við Landspítalann 1940-1945 og frá 1973. Ljósmíðir í Vestmannaeyjum 1945-1973.

Framfærslumálanefnd Ríkisins (1940-

  • S02923
  • Félag/samtök
  • 12.02.1940-

,,Þann 12. febrúar árið 1940 voru samþykkt lög um breytingar á framfærslulögunum frá 1935. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði skyldi ríkisstjórnin skipa þriggja
manna nefnd, einn mann úr hverjum stóru flokkanna, sem myndi samkvæmt fyrirmælum ráðherra, sjá um „framkvæmdir og ráðstafanir til framleiðslubóta og atvinnuaukningar.“
Félagsmálaráðherra, Stefán Jóhann Stefánsson, skipaði Framfærslumálanefnd ríkisins þann 13. febrúar 1940. Framkvæmdastjóri nefndarinnar og fulltrúi
Framsóknarflokksins var Jens Hólmgeirsson, Sigurður A. Björnsson framfærslufulltrúi átti þar sæti fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og Kjartan Ólafsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, fyrir hönd Alþýðuflokksins. Félagsmálaráðherra fól nefndinni fjölmörg störf í hendur, meðal annars að leggja fram tillögur um vinnu unglinga, sumardvöl barna, meðalmeðlag barnsfeðra,
skipulag ráðningastofu fyrir landbúnaðinn og fleira. Nefndin átti að koma með tillögur um ráðstöfun á því fé sem nota átti til framleiðslubóta og atvinnuaukningar.
Einnig hve hátt mótframlag bæjar- og sveitarfélaga ætti að vera gegn ríkissjóðsframlagi til framleiðslubóta og aukningar á atvinnumöguleikum í bæjar- eða sveitarfélögum. Féð átti að nota í arðgæfar framkvæmdir til styrktar atvinnulífinu og koma þannig atvinnulausu fólki til starfa í framleiðsluvinnu. Nefndin gerði úttekt á atvinnuskilyrðum og atvinnuástandi í bæjum og kauptúnum og leitaði úrræða til að nýta atvinnutækifæri betur á hverjum stað. Nefndin átti að gæta þess að sveitar- og bæjarstjórnir gerðu allt sem þær gætu til að útvega fólki vinnu í stað þess að hafa það á sinni framfærslu. Hafði nefndin heimild ráðherra til að gera ráðstafanir í þessu skyni, líkt og sveitar- og bæjarfélög höfðu, lögum samkvæmt. Ráðherra myndi aðstoða nefndina við skrifstofustörf og Búnaðarfélag Íslands skyldi hjálpa nefndinni við útvegun atvinnu í sveitum landsins. Eitt veigamesta verkefni framfærslumálanefndarinnar var að rannsaka styrkþegaframfærið í landinu. Nefndin átti að hafa eftirlit með framkvæmd og ráðstöfun framfærslu- og fátækramála hjá bæjar- og sveitarfélögum, í samvinnu við eftirlitsmann sveitarstjórnarmálefna, Jónas Guðmundsson. Þann 11. apríl árið 1940 sendi nefndin út bréf fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins til allra oddvita, lögreglustjóra og bæjarstjóra á landinu, þar sem fyrirhuguð rannsókn var útskýrð. Með bréfinu voru send eyðublöð sem framfærslufulltrúar á hverjum stað áttu að fylla út, eitt fyrir hvern styrkþega, þar sem gera átti grein fyrir framfærslu hvers og eins. Tilgangurinn með rannsókninni var að fá nákvæmt og sundurliðað yfirlit yfir fátækraframfærslu í landinu árið 1939, athuga ástæður og orsakir framfærslunnar og hvernig framfærslumálum væri háttað á hverjum stað, til þess að vinna að frekari úrbótum í þessum málaflokki."

Páll Stephensen (1862-1935)

  • S02985
  • Person
  • 9. maí 1862 - 6. nóv. 1935

Fæddur í Holti í Önundarfirði. Foreldrar: Stefán Pétursson Stephensen (1829-1900) og Guðrún Pálsdóttir Stephensen (1825-1896). Stúdent frá Lærða skólanum 1884, cand. theol. frá prestaskólanum 1886. Veitt Kirkjubólsþing og Staður á Snæfjallaströnd 1886. Bjó á Melgraseyri. Veitt Holt í Önundarfirði 1908 og sat þar til 1929. Fluttist til Reykjavíkur en fór til þjónustu í Holtsprestakalli undir Eyjafjölum 1930-1932, var í Nesprestakalli í Norðfirði 1934-1935.
Maki: Helga Þorvaldsdóttir Stephensen (1832-1912). Þau eignuðust 5 börn.

Guðbrandur Magnússon (1907-1994)

  • S02958
  • Person
  • 24. ágúst 1907 - 15. okt. 1994

Guðbrandur var fæddur að Hólum í Steingrímsfirði 24. ágúst 1907. Foreldrar hans voru Magnús Steingrímsson og Kristín Árnadóttir. Guðbrandur varð gagnfræðingur frá Akureyri 1928 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1935. Hann stundaði enskunám í Pulteney Institute í London 1937-1938. Guðbrandur var víða kennari, meðal annars við bændaskólann á Hvanneyri, Austurbæjarskóla í Reykjavík og gagnfræðiskólann á Siglufirði. Jafnframt var Guðbrandur skólastjóri á Hofsósi, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík og skólastjóri gagnfræðiskólans á Akranesi. Guðbrandur varð aftur kennari við gagnfræðiskólann á Siglufirði 1947 og starfaði við skólann til 1976 er hann lét af störfum. Guðbrandur skrifaði fjölda blaða- og tímaritsgreina, einkum um náttúrufræði og var kjörfélagi Hins íslenska náttúrufræðifélags og sæmdur gullmerki þess. Eiginkona Guðbrandar var Anna Júlía Magnúsdóttir (1920-2011) frá Vestmannaeyjum og eignuðust þau átta börn.

Jóhannes Gísli Sölvason (1931-2007)

  • S02960
  • Person
  • 3. sept. 1931 - 19. feb. 2007

Jóhannes fæddist á Undhóli í Óslandshlíð í Hofshreppi í Skagafirði í september 1931. Foreldrar hans voru Sölvi Meyvant Sigurðsson og Halldóra Guðnadóttir á Undhóli, seinna í Reykjavík. Jóhannes ólst upp að Undhóli og að loknu barnaskólanámi fór hann til Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri vorið 1953. Þaðan lá leið hans til Reykjavíkur í Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist 1957. Jóhannesar starfaði í varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins í Reykjavík, var forstöðumaður Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, fulltrúi í bókhaldsdeild Loftleiða hf. í Reykjavík og forstöðumaður fjármálasviðs International Air Bahama í New York 1970-1980. Eftir það var hann deildarstjóri fjármála- og bókhaldsdeildar Flugleiða hf. í New York og síðar í Columbia, Maryland. Áhugamál Jóhannesar voru margvísleg og sat hann m.a. í stjórn og varastjórn Frjálsíþróttasambands Íslands 1958–1961, var formaður 1960–1961. Jóhannes kvæntist fyrri konu sinni Kristjönu Jakobsdóttur Richter (1936), tónlistarkennara 1954 og eignuðust þau fjögur börn saman. Seinni kona Jóhannesar var Marilyn Hollander (1929-2006).

Tryggingastofnun Ríkisins (1936-)

  • S03008
  • Félag/samtök
  • 01.04.1936-

Tryggingastofnun ríkisins, stofnuð 1. apríl 1936. Varð til í kjölfar félagsumbyltingar í landinu með gildistöku laga um alþýðutryggingar á árinu 1936. Var þá komið á virku almannatryggingakerfi. Stofnunin er framkvæmdaaðili þess kerfis. Er í dag þjónustustofnun fyrir almenning varðandi velferðarkerfið. Hlutverk hennar er að ákvarða og veita tryggingabætur

Eggrún Arnórsdóttir (1895-1975)

  • S02980
  • Person
  • 22. apríl 1895 - 10. apríl 1975

Foreldrar: Arnór Árnason (1860-1938) prestur í Hvammi í Laxárdal og seinni kona hans, Ragnheiður Eggertsdóttir (1862-1937). Maki: Steingrímur Guðmundsson frá Gufudal í A-Barð, prentsmiðjustjóri hjá Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Þau eignuðust tvær dætur. Bjuggu m.a. í Kaupmannahöfn og síðar á Grettisgötu 46 í Reykjavík.

Elísabet Elín Arnórsdóttir (1892-1980)

  • S02981
  • Person
  • 23. jan. 1892 - 19. maí 1980

Fædd á Felli í Kollafirði í Strandasýslu. Foreldrar: Arnór Árnason prestur í Hvammi í Laxárdal (1860-1938) og fyrri kona hans, Stefanía Sigríður (1857-1893). Maki: Martin Bartels bankafulltrúi í Kaupmannahöfn. Þau eignuðust eina dóttur. Hún ólst upp í Bæ í Króksfirði hjá þeim Ólafi Sigvaldasyni, héraðslækni þar, og konu hans, Elísabetu Jónsdóttur. Elísabet Arnórsdóttir fluttist eftir lát Ólafs læknis með fósturmóður sinni til Reykjavíkur og bjuggu þær á Bókhlöðustíg 7. Hún fluttist síðar til Kaupmannahafnar.

Fiskiver Sauðárkróks hf.

  • S03103
  • Einkafyrirtæki
  • 1957-1964

Líklega stofnað 1957 og hætti líklega starfsemi 1964.

Margrét Arnórsdóttir (1887-1920)

  • S03011
  • Person
  • 9. júlí 1887 - 18. ágúst 1920

Foreldrar: Arnór Árnason (1860-1938), prestur í Hvammi í Laxárdal og víðar og fyrri kona hans, Stefanía Sigríður Stefánsdóttir (1857-1893). Foreldrar Margrétar bjuggu á Felli í Kollafirði 1886-1904, á Ballará á Skarðsströnd 1904-1907 og síðan á Hvammi í Laxárdal. Maki: Gísli Jónsson kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki og síðan verslunarmaður á Seyðisfirð, þau eignuðust fimm börn.

Hákon Guðmundsson (1904-1980)

  • S03014
  • Person
  • 18.10.1904-06.01.1980

Hákon Guðmundsson, f. á Hvoli í Mýrdal 18.10.1904, d. 06.01.1980. Foreldrar: Guðmundur Þorbjarnarson og Ragnhildur Jónsdóttir, síðar búsett á Stóra-Hofi á Rangárvöllum. Þangað fluttu þau er Hákon var á þriðja ári og ólst hann þar upp. „Hákon fór ungur í skóla, lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg 1922 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1925 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1930. Hann stundaði síðan framhaldsnám í lögfræði í Svíþjóð og Noregi og síðar Englandi. Hákon starfaði sem fulltrúi lögmanns i Reykjavik fyrstu árin, en árið 1936 var hann skipaður ritari Hæstaréttar og gegndi þvi starfi tíl 1964 er hann var skípaður I émbætti yfirborgardómara I Reykjavik, en af þvi starfi lét hann I byrjun árs 1974. Hann var forseti Félagsdóms frá stofnun hans 1938 til 1. okt. 1974 eða 36 ár. Formaður Siglingadóms i 10 ár frá 1964-1974. Þá var hann lengi formaður stjórnar Lifeyrissjóðs starfsmanna rlkisins. Auk þessa kenndi hann vissa þætti i lögfræði á námskeiðum og var lengi prófdómari við lagadeild Háskólans. Hann átti sæti i Náttúrverndarráði 1967-1972, og sem varamaðurfrá 1972-1975 og starfaði þá jafnan nokkuö fyrir það sem lögfræðilegur ráðunautur. Hann átti sæti í mörgum stjórnskipuðum nefndum til undirbúnings löggjafar. Í félögum áhugamanna og frjálsum félagsskap lét Hákon að sér kveða á svo ólikum sviðum sem félagsmál lögfræðinga, flugmál — kirkjumál, skógræktar og landgræðslumál eru. Formaður Skógræktarfélags Íslands var hann frá 1961-1972 er hann lét af því starfi að eigin ósk.
Maki: Ólöf Árnadóttir frá Skútustöðum. Þau eignuðust þrjár dætur.

Valdimar Stefánsson (1910-1973

  • S03017
  • Person
  • 24.09.1910-23.04.1973

Valdimar Stefánsson, f. í Fagraskógi við Eyjafjörð 24.09.1910, d. 23.04.1973. Foreldrar: Stefán Baldvin Stefánsson og Ragnheiður Davíðsdóttir. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1930 og lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1934. Eftir það sinnti hann ýmsum lögfræðistörfum í Reykjavík og víðar. Haustið 1936 gerðist hann fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Árið 1940 varð hann fulltrúi sakadómara. Skipaður sakadómari 1947 og yfirsakadómari 1961.
Maki: Ásta Júlía Andrésdóttir. Þau eignuðust tvö börn.

Solveig Pétursdóttir Eggerz (1876-1966)

  • S03023
  • Person
  • 1. apríl 1876 - 22. júní 1966

Fædd á Borðeyri við Hrútafjörð. Foreldrar: Pétur Friðriksson Eggerz og Sigríður Guðmundsdóttir. Húsfreyja á Völlum í Svarfaðardal.

Einar Eylert Gíslason (1933-2019)

  • S03110
  • Person
  • 5. apríl 1933 - 5. sept. 2019

For­eldr­ar hans voru Gísli Eylert Eðvalds­son hár­skera­meist­ari og Hulda Ein­ars­dótt­ir. ,,Ein­ar lauk bú­fræðiprófi frá Hvann­eyri vorið 1951, var í verk­legu bú­fræðinámi í Dan­mörku og Svíþjóð næstu tvö árin og út­skrifaðist bú­fræðikandí­dat frá Hvann­eyri 1955. Ráðunaut­ur í naut­griparækt fyr­ir Naut­griparækt­ar­sam­band Borg­ar­fjarðar 1955-58, bóndi á Stóra-Hrauni í Kol­beinsstaðahreppi 1958-60, bú­stjóri og til­rauna­stjóri fjár­rækt­ar­bús­ins á Hesti í Borg­ar­f­irði 1960-74, héraðsráðunaut­ur hjá Búnaðarsam­bandi Skag­f­irðinga 1974-84 og bóndi á Syðra-Skörðugili 1974-2000 og stundaði sauðfjár­rækt, hross­a­rækt og loðdýra­rækt. Ein­ar var mik­ill frum­kvöðull í fé­lags­starfi bænda. Hann sat í stjórn Fé­lags hrossa­bænda frá stofn­un 1975, var formaður þess 1984-93, sat í stjórn Sam­bands ís­lenskra loðdýra­rækt­enda í 13 ár og var formaður þess 1984-93. Hann var fram­kvæmda­stjóri Hross­a­rækt­ar­sam­bands Skag­f­irðinga 1974-84 og síðan formaður til 1993, vann að stofn­un Loðdýra­rækt­ar­fé­lags Skag­f­irðinga og var formaður þess fyrstu níu árin. Var stofn­andi og formaður Fé­lags hrossa­bænda í Skagaf­irði 1975-94, aðal­hvatamaður að stofn­un fóður­stöðvar­inn­ar Mel­rakka hf. á Sauðár­króki og stjórn­ar­formaður henn­ar fyrstu fimm árin, vann að stofn­un Fé­lags sauðfjár­bænda í Skagaf­irði og sat í stjórn fyrstu sex árin. Ein­ar var jafn­framt aðal­hvatamaður að stofn­un Lands­sam­taka sauðfjár­bænda og sat í stjórn fyrstu árin."
Maki: Ásdís Sigurjónsdóttir (1949-, þau eignuðust fjóra syni. Fyrir átti Einar kjördóttur.

Vagn Jóhannsson (1906-1971)

  • S03024
  • Person
  • 14. des. 1906 - 24. mars 1971

Fæddur í Sveinatungu í Norðurárdal. Foreldrar: Jóhann Eyjólfsson og Ingibjörg Jóhanna Sigurðardóttir. Var um tíma einn besti glímumaður landsins. Var um skeið gjaldkeri hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur en fór síðan að fást við gipsmunagerð. Vann ýmis trúnaðarstörf fyrir sjálfstæðisflokkinn.
Maki 1: Guðrún Bjarnþóra Guðmundsdóttur. Þau eignuðust eina dóttur.
Maki 2: Vilborg Helgadóttir hjúkrunarkona. Þau bjuggu allan sinn búskap í Goðatúni 1 í Garðahreppi.

Hallgrímur Bogason (1898-1985)

  • S03027
  • Person
  • 17. ágúst 1898 - 12. júní 1985

Fæddur í Stóra-Holti í Fljótum. Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson og Kristrún Hallgrímsdóttir, bændur á Minni-Þverá í Fljótum og víðar. Hallgrímur ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á ýmsum jörðum í Austur-Fljótum. Hann hóf ungur störf til sjós. Er þau bjuggu á Skeiði kynntist hann verðandi eiginkonu sinni. Hófu þau búskap í sambýli við foreldra Hallgríms og fluttust með þeim að Sléttu ári síðar. Árið 1925 hófu þau sjálfstæðan búskap á Minna-Grindli en fóru tveimur árum síðar að Knappstöðum í Stíflu og voru þar fyrstu tvö árin í sambýli með foreldrum Kristrúnar. Árið 1929 tóku þau við jörðinni allri og bjuggu til ársins 1960 er þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík hóf Hallgrímur störf við útkeyrslu hjá ÁTVR en lenti í vinnuslysi sem hann jafnaði sig ekki af. Hallgrímur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sínu byggðarlagi, var um áraraðir meðhjálpari við Knappstaðakirkju og lengi kjötmatsmaður hjá Samvinnufélagi Fljótamanna.
Maki: Kristrún Aronía Jónasdóttir (1903-1989) frá Knappstöðum. Þau eignuðust átta börn.

Jóhannes Bogason (1901-1995)

  • S03026
  • Person
  • 29. ágúst 1901 - 19. sept. 1995

Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson og Kristrún Hallgrímsdóttir bændur á Minni-Þverá í Fljótum. Jóhannes ólst upp með foreldrum sínum og naut kennslu í foreldrahúsum. Hann fór snemma að vinna og stundaði m.a. síldar- og hákarlaveiðar. Árið 1924 hóf hann búskap á Gautastöðum og bjó þar til 1962. Hann vann meðfram búskapnum og var m.a. vegavinnuverkstjóri nokkur vor. Er hann hætti hefðbundnum búskap fluttist hann til Siglufjarðar og vann m.a. á síldarplani. Síðustu árin bjó hann á dvalarheimilinu Skálarhlíð.
Maki: Guðrún Anna Ólafsdóttir (1902-1988). Þeim varð ekki barna auðið en þau ólu upp þrjú fósturbörn.

Kristinn Jónasson (1914-1996)

  • S03028
  • Person
  • 17. ágúst 1914 - 24. ágúst 1996

Foreldar: Jónas Jósafatsson og síðari kona hans, Lilja Kristín Stefánsdóttir. Maki: Guðrún Guðmundsdóttir frá Berghyl í Fljótum. Þau eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Tungu og Knappstöðum í Stíflu þar til 1974 er þau brugðu búi og fluttu til Akureyrar.

Broddi Reyr Hansen (1970-

  • S02888
  • Person
  • 1. okt. 1970-

Broddi Reyr Hansen, f. 1970. Starfsmaður við Háskólann á Hólum.

Valdimar Briem (1848-1930)

  • S02936
  • Person
  • 1. feb. 1848 - 3. maí 1930

Fæddur á Grund í Eyjafirði. Foreldrar: Ólafur Briem timburmeistari og Valgerður Dómhildur Þorsteinsdóttir, þau bjuggu á Grund. Valdimar ólst upp frá tíu ára aldri hjá föðurbróður sínum, Jóhanni Briem, prófasti í Hruna og konu hans, Sigríði Stefánsdóttur Briem. Hann lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1869 og embættisprófi í guðfræði frá Prestaskólanum í Reykjavík 1872. Hann var barnakennari í Reykjavík 1872-1873. Prestur á Hrepphólum í Hrunamannahreppi 1873-1880 og á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi. Fluttist hann þangað 1880 og bjó til æviloka. Prófastur í Árnesprófastdæmi 1897-1918. Vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi 1909-1930. Valdimar var eitt helsta sálmaskáld þjóðarinnar fyrr og síðar og afkastamikill þýðandi. Fjölda sálma eftir hann er að finna í sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar og einnig í færeysku sálmabókinni.

Sölvi Helgason (1820-1895)

  • S01403
  • Person
  • 16. ágúst 1820 - 27. nóv. 1895

,,Sölvi Helgason fæddist á bænum Fjalli í Sléttuhlíð við austanverðan Skagafjörð 16. ágúst árið 1820. Foreldrar Sölva voru Helgi Guðmundsson og Ingiríður Gísladóttir. Þegar Sölvi var fjögurra ára missti hann föður sinn. Hann bjó ekki hjá móður sinni frá sex ára aldri heldur var vistaður á hinum og þessum bæjum á svæðinu. Móðir hans dó svo þegar Sölvi var fjórtán ára. Munnmælasögur segja Sölva snemma hafa verið ófyrirleitinn og óþægan en sýnt nokkur merki um gáfur. Einnig eru til sögur um að hann hafi hlotið illa meðferð sem barn og nokkuð harkalegt uppeldi. Björn Þórðarson hreppstjóri á Ysta-Hóli lét ferma Sölva 16 ára gamlan. 18 ára er hann síðan sendur að Möðruvöllum í Hörgárdal til Bjarna Thorarensen skálds og amtmanns. Þar er hann í það minnsta í eitt ár áður en hann fer austur í Þingeyjar- og Múlasýslur. Þaðan fór hann svo að flakka um landið. Í október árið 1843 var Sölvi tekinn fastur í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Reglur um vistarskyldu voru í gildi og því mátti ekki ferðast um nema með leyfi frá sýslumanni; reisupassa eða vegabréf. Sölvi hafði undir höndum falsað vegabréf og var dæmdur 8. mars 1845 fyrir falskan reisupassa og flakk. Refsing hans var milduð í 27 vandarhögg og 8 mánaða gæslu. Í mars 1850 var Sölvi aftur tekinn fastur fyrir stuld á bókum og buxnagarmi. Hann var svo dæmdur til að hljóta 20 vandarhögg fyrir flakk og lausamennsku þar sem ekki tókst að sanna á hann stuldinn. 1854 var Sölvi enn dæmdur, nú til þriggja ára betrunarvistar í Kaupmannahöfn, fyrir að virða ekki vistarband og að hafa sennilega stolið hinu og þessu, aðallega bókum. Árið 1858 kom hann aftur til Íslands og er sendur aftur í sveit sína. Þegar hann ræddi um dvöl sína í Danmörku seinna lét hann eins og hann hefði verið þar sem frjáls maður og hlotið mikinn frama. Sölvi hélt áfram að flakka um landið. Árið 1870 var hann dæmdur til að þola 3x27 vandarhögg fyrir flakk og þjófnað."

,,Sölvi var alltaf að mála myndir og skrifa eitthvað, bæði upp úr sjálfum sér og þýðingar á verkum erlendra meistara. Ljóst þykir af skrifum Sölva að hann var veikur á geði. Hann var t.d. haldinn ofsóknaræði einkum gagnvart veraldlegum höfðingjum. Þá sem höfði komið nálægt því að fá Sölva dæmdan kallaði hann öllum illum nöfnum og málaði jafnvel af þeim skrípamyndir og líkti við djöfulinn. Yfir hundrað myndir hafa varðveist en þær myndir eru oft skreyttir stafir, blómaskraut og sjálfsmyndir. Myndir Sölva eru oft með fagurlega dregnum línum og ótrúlega vönduðum litum miðað við hvaða aðstæður þær hafa verið teiknaðar. Skrif Sölva eru af ýmsu tagi. Má þar nefna spekimál, hugleiðingar, sagnfræði, vísindalegar upplýsingar, frásagnir af því þegar hann reyndi að kristna landið og Frakklandssaga. Hann skrifaði líka um ferðir sínar þegar hann sagðist vera að ferðast um landið til að sinna vísindarannsóknum."

,,Sölvi eignaðist dótturina Stefaníu Kristínu með Júlíönu Sveinbjörnsdóttur. Stefanía fór til Vesturheims 1899."

Sólborg Hjálmarsdóttir (1905-1984)

  • S01684
  • Person
  • 9. júní 1905 - 28. mars 1984

Foreldrar: Rósa Björnsdóttir og Hjálmar S. Pétursson á Breið í Tungusveit. Kvæntist Guðmundi Sveinbjörnssyni árið 1937 og það sama ár fluttu þau að Sölvanesi í Neðribyggð þar sem þau bjuggu til ársins 1963. Sólborg stundaði ljósmóðurstörf í Lýtingsstaða- og Akrahreppi samhliða bústörfum. Eftir að Guðmundur og Sólborg brugðu búi fluttu þau að Laugabóli í Lýtingsstaðahreppi og þaðan fluttu þau til Sauðárskróks, þau eignuðust sjö börn.

Sigmar Þorleifsson (1890-1968)

  • S03370
  • Person
  • 15.10.1890-27.02.1968

Sigmar Þorleifsson, f. á Ljótsstöðum á Höfðaströnd 15.10.1890, d. 27.02.1968 á Sauðárkróki. Foreldrar: Þorleifur Pálsson bóndi á Hrauni í Unadal og kona hans Margrét Ingólfsdóttir. Sigmar ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra þar til hann giftist. Hann bjó í Svínavallakoti 1913-1920, á Þverá í Hrolleifsdal 1920-1928 og á Bjarnastöðum í Unadal 1928-1930. Þegar hann hætti búskap flutti hann með konu sinni í Nöf á Hofsósi. Þar vrou þau til vorsins 1936 og fluttu þá í Bræðraborg, sem synir þeirra höfðu byggt. Eftir að Sigmar varð ekkil fluttist hann til Hjálmars sonar síns á Hofsósi og bjó þar þangað til hann keypti Gilsbakka á Hofósis 1957. Þar bjó hann svo til æviloka.
Maki: Kristjana Sigríður Guðmundsdóttir (1889-1945). Þau eignuðust átta börn.

Jóhanna Lovísa Pálmadóttir (1893-1980)

  • S03343
  • Person
  • 04.11.1893-03.12.1980

Jóhanna Lovísa Pálmadóttir, f. 04.11.1893, d. 03.12.1980. Foreldrar: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955) og kona hans
Húsfreyja í Reykjavík.
Maki: Jón ísleifsson verkfræðingur.

Guðlaug Arngrímsdóttir (1929-2017)

  • S03319
  • Person
  • 14.01.1929-31.03.2017

Guðlaug Arngrímsdóttir fæddist í Litlu-Gröf, Skagafirði 14. Janúar 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki 31. mars, 2017.
Foreldrar hennar voru Arngrímur Sigurðsson (f. 31. desember 1890 og d. 5 desember 1968) og Sigríður Benediktsdóttir (f. 9 júní 1886 og d. 4 ágúst 1948). Bróðir Guðlaugar var Þórir Angantýr (f. 2 janúar 1923 og d. 30 desember 2000). Uppeldisbróðir Guðlaugar var Ragnar Magnús Auðunn Blöndal (f. 29 júní 1918 og d. 15 september 2010).
Guðlaug gekk í barnaskóla í Hátúni einn vetur og í Varmahlíð svo fór hún í gagnfræðaskólann á Sauðárkróki. Hún vann á Akureyri um tíma í verslun en snéri aftur í Skagafjörð þegar móðir hennar lést. Síðar fór hún í Húsmæðraskólann í Reykjavík. Guðlaug var bóndi og húsmóðir í Litlu-Gröf en starfaði einnig utan heimilis. Meðal annars í félagsheimilinu Miðgarði frá því að það var opnað 1967, á haustin í sláturhúsinum, hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, í Kjöthöllinni og sem leiðbeinandi hjá dagvistun aldraðra. Guðlaug tók til sín börn í sumardvöl í sveit. Hún bjó með föður sínum Arngrími og Þóri Angantýr bróður sínum. Guðlaug var ógift og barnlaus.

Sesselja Helga Jónsdóttir (1916-2006)

  • S03344
  • Person
  • 07.08.1916-30.11.2006

Sesselja Helga Jónsdóttir, f. 07.08.1916, d. 30.11.2006.
Foreldrar: Jóhanna Lovísa Pálmadóttir og Jón H. Ísleifsdóttir.
Maki: Jóhann Salberg sýslumaður.

Jónas Kristjánsson (1940-2018)

  • S03348
  • Person
  • 05.02.1940-29.06.2018

Jónas Kristjánsson, f. 05.02.1940, d. 29.06.2018. Foreldrar: Kristján Jónsson (1914-1947) og Anna Pétursdóttir (1914-1976).
Maki: Kristín Halldórsdóttir ritsjóri og alþingiskona. Þau eignuðust fjögur börn.
Jónas var blaðamaður og fréttastjóri á Tímanum 1961-1964. Fréttastjóri Vísis 1964-1966. Ritstjóri Vísis 1966-1975. Einn stofnendar og ritstjóri Dagblaðsins 1975-1981. Ritstjóri DV 1981-2001. Ritstjóri Fréttablaðsins 2002. útgáfustjóri Eiðfaxa 2003-2005.

Matthías Eggertsson (1865-19559

  • S03356
  • Person
  • 15.06.1865-09.10.1955

Matthías Eggertsson f. í Melanesi á Rauðasandi, V-Barð 15.06.1865, d. 09.10.1955. Foreldrar hans:Eggert Jochumsson, síðar barnakennari og sýsluskrifari á Ísafirði og fyrri kona hans, Guðbjörg Ólafsdóttir, húsfreyja í Haga á Barðaströnd og Melanesi.
Matthías varð stúdent frá Lærða skólanum 1883 og cand. theol. frá Prestaskólanum 1888. Hann var barnakennari og sýsluskrifari á Ísafirði 1883-86 og var prestur á Helgastöðum í Reykjadal, S-Þing., 1888-1895 og prestur á Miðgörðum í Grímsey 1895-1937. Eftir að hann fékk lausn frá embætti dvaldist hann í Reykjavík til dánardags.
Matthías var barnaskólastjóri í Grímsey í tíu ár alls, bréfhirðingarmaður í 28 ár og bókavörður í 37 ár. Hann hafði veðurathuganir á hendi í 40 ár og var loftskeytastöðvarstjóri í átta ár. Hann fékkst við ættfræðirannsóknir og eftir hann liggur Ættartölubók í handriti, alls 14 bindi. Matthías var oddviti hreppsnefndar í Grímsey í 25 ár og formaður skólanefndar í 20 ár og var sýslunefndarmaður í Eyjafjarðarsýslu í 30 ár.
Maki: Mundína Guðný Guðmundsdóttir, f. 29.4. 1869, d. 29.4. 1956, húsfreyja. Matthías og Guðný eignuðust 14 börn.

Andrea Jónsdóttir (1881-1979)

  • S03396
  • Person
  • 20.09.1881-12.01.1979

Andrea Jónsdóttir, f. 20.09.1881, d. 12.01.1979. Foreldrar: Jón Andrésson (1842-1882) og Guðrún Jónsdóttir. Kornung missti hún foreldra sína og var sett niður sem sveitarómagi að Hvítuhlíð í Bitrufirði. Fimm ára gömul var hún komin að Felli í Kollafirði í fóstur hjá séra Arnóri Árnasyni og Stefaníu Stefánsdóttur.
Andrea og Franklín hófu búskap í Þrúðardal 1904 en fluttu ári síðar að Litla-Fjarðarhorni. Árið 1940 lést Franklín af krabbameini. Andrea bjó áfram í Litla-Fjarðarhorni til 1947 en þá brá hún búi og flutti til Siglufjarðar með yngstu börnin. Árið 1973 fór hún á elliheimili á Siglufirði.
Maki: Franklín Þórðarson frá Stóra-Fjarðarhorni. Þau eignuðust 13 börn.

Jón Sigfússon (1890-1969)

  • S03572
  • Person
  • 21.04.1890-01.01.1969

Jón Sigfússon, f. á Krakavöllum í Flókadal 21.04.1890, d. 01.01.1969. Foreldrar: Margrét Jónsdóttir og Sigfús Bergmann Jónsson, bóndi þar, þau voru ættuð frá Svarfaðardal. Jón fluttist með foreldrum sínum um fimm ára aldur að Höfn á Siglufirði. Um tvítugt fór hann til Páls Kröyers á Siglufirði og lærði hjá honum skipasmíði. Að námi loknu stundaði hann sjóróðra, m.a. frá Bolungarvík og Skagaströnd. Um 1916 fluttist hann í Viðvíkursveit, fyrst með Hólmfríði systur sinni að Ásgeirsbrekku og síðar í Ásgarð. Þar hóf hann búskap með eiginkonu sinni. Þaðan fluttu þau að Ytri-Hofdölum árið 1927. Hann sat lengi í hreppsnefnd, skattanefnd og gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Meðfram búskapnum var hann formaður á árabátum. Hann vann mikið björgunarafrek þegar hann var á veiðum á bát frá Brimnesi og bjargaðist naumlega í aftakaveðri. Árið 1946 fluttist Jón til Akureyrar. Þar vann hann lengst af við skipasmíðar.
Maki: Sigríður Magnúsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.

Hjálmar Jónsson (1796-1875)

  • S03424
  • Person
  • 29.09.1796-25.07.1875

Hjálmar Jónsson skáld betur þekktur sem Bólu-Hjálmar fæddist á Hallandi í Eyjafirði 1796. Hann lést 25. júlí 1875 í Brekkuhúsum skammt frá Víðimýri í Skagafirði. Hjálmar var bóndi og ljóskáld og bjó lengst af í Skagafirði. Foreldrar hans voru Marsibil Semingsdóttir fædd 1769 og Jón Benediktsson fæddur 1763. Heimildum ber ekki saman um það að Jón Benediktsson hafi raunverulega verið faðir Hjálmars. Snemma var grunur um að séra Sigfús Jónsson prófastur á Höfða í Höfðahverfi hafi verið faðir hans. Hjálmar daðraði við þá hugmynd sjálfur.

Í ævisögum um Hjálmar er sagan um fæðingu hans sögð þannig að móðir hans hafi verið gestkomandi að Hallandi er hún ól son sinn. Þegar hann var einungis næturgamall lagði vinnukona á Hallandi af stað með hann til Hreppsstjórans í poka til þess að hægt væri að ráðstafa drengnum. Á leið sinni sóttist hún eftir næturgistingu hjá Sigríði á Dálksstöðum. Morgunin eftir var illviðri og þvertók Sigríður fyrir að lengra væri farið með barnið og sagðist fara með hann sjálf þegar veðrið batnaði. Af því varð aldrei, heldur tók hún hann til fósturs og gekk honum í móðurstað fyrstu árin. Á sjötta aldursári dvaldi hann einn vetur (1800-1801) hjá Oddi Gunnarssyni bónda á Dagverðareyri. Hjálmar ólst upp við algeng sveitastörf og reyndist þar liðtækur. Hann fór að stunda sjóróðra og segir hann sjálfur frá að hafa róið út frá Dagverðareyri. Þegar Hjálmar var 14 ára lést fósturmóðir hans. Talið er að Jóhann sonur Sigríðar á Dálksstöðum hafi kennt Hjálmari að lesa en fátt er vitað um menntun hans í æsku. Hann gekk ekki í skóla en af kveðskap sem er til eftir hann frá þessum árum má sjá að hann hafi snemma verið lesgjarn og fróðleiksfús. Í nokkrum vitnisburðum séra Jóns Þorvarðarsonar kemur meðal annars fram að Hjálmar er efnilegur og vel skarpur í gáfum. Eftir lát fósturmóður sinnar fór hann að Blómsturvöllum þar sem Jón faðir hans og Valgerður dóttir Sigríðar voru farin að búa.

Vorið 1820 fór Hjálmar vestur í Blönduhlíð í Skagafirði og gerðist vinnumaður á Silfrastöðum til vorsins 1821. Á næsta bæ bjó móðursystir hans, Guðbjörg Semingsdóttir fjölskylda hennar. Dóttir hennar Guðný og Hjálmar fóru að vera saman og eignuðust barn sumarið 1821 sem lést mánuði síðar. Ári síðar giftu þau sig. Þau bjuggu á ýmsum bæjum í Skagafirði næstu árin og var mjög þröngt í búi. Þau áttu sjö börn, fimm af þeim komust á fullorðins aldur.
Hann var kenndur við Bólu (Bólstaðargerði) í Blönduhlíð þar sem hann bjó í rúm 15 ár. Hjálmar átti í deilum við sveitunga sína og kvað gjarnan vísur um þá og ávirðingar þeirra. Hann varð einangraður frá öðrum, menn hræddust hann og var illa við hann. 1838 var hann sakaður um sauðaþjófnað en var sýknaður af þeim ákærum. Hann hraktist frá Bólu ári seinna. Þaðan fór hann að Minni-Ökrum. Þar missti hann konu sína sem dó 24. júní 1845. Hann var á Minni-Ökrum í 28 ár. Með árunum varð hann nær ófær til allra verka en gat áfram skrifað. Hann háði ævilanga baráttu við fátækt og strit. Frá Minni-Ökrum fór hann að Grundargerði í Akrahreppi og þaðan að Starrastöðum í Tungusveit og var þar í 2 ár í húsamennsku með Guðrúnu, yngstu dóttur sinni. Þaðan fóru þau að Brekku nálægt Víðimýri. Eftir 5 vikna dvöl þar í beitarhúsum dó hann 5. ágúst 1875, á 80. aldursári.

Í kveðskap Hjálmars fjallar hann gjarnan um slæm kjör og samferðamenn sína. Hjálmar þótti óvæginn og illskeyttur. Þrátt fyrir að eiga sér marga óvildarmenn átti hann líka marga vini og var hann fenginn til að skemmta í veislum. Honum var margt til lista lagt. Hann var þjóðfræðisafnari, listaskrifari, góður kvæðamaður og þótti hafa merkilega frásagnargáfu og var því eftirsóttur til ræðuhalda á mannamótum.
Kveðskapur eftir Hjálmar Jónsson er mikill að vöxtum, rímur, ljóð og lausavísur. Eftir hann hafa einnig varðveist fagurlega útskornir gripir.

Heiðdal Jónsson (1916-1981)

  • S03425
  • Person
  • 28.03.1916-14.11.1981

Heiðdal Jónsson, f. 28.03.1916, d. 14.11.1981. Foreldrar: Björg Sveinsdóttir (1890-1959) og Jón Guðnason (1888-1959).
Frá Heiði í Sléttuhlíð. Pípulagningamaður á Siglufirði og í Keflavík. Síðast búsettur í Reykjavík.

Einar Pálmi Jóhannsson (1933-1999)

  • S03453
  • Person
  • 24.11.1933-08.08.1999

Einar Jóhannsson, f. á Þönglaskála við Hofsósi 24.11.1933, d. 08.08.1999. Foreldrar: Sigurlaug Einarsdóttir frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum og Jóhann Eiríksson frá Berlín við Hofsós.
Maki: Erna Geirmundsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.
Lengst af stundaði Einar eigin útgerð og með öðrum. Árið 1985 gerðist hann stöðvarstjóri Pósts og síma á Hofsósi og tvö síðustu árin hjá Íslandspósti.

Eysteinn Steingrímsson (1965-)

  • S03449
  • Person
  • 11.08.1965-

Eysteinn Steingrímsson, f. 11.08.1965. Foreldrar: Steingrímur Vilhjálmsson (1924-2014) og Anna M. Jónsdóttir, sem bjuggu á Laufhóli í Viðvíkursveit.
Búsettur á Laufhóli.
Maki: Aldís Axelsdóttir.

María Markan (1905-1995)

  • S03436
  • Person
  • 25.06.1905-16.05.1995

María Markan, f. 25.06.1905, d. 16.05.1995. María var fædd í Ólafsvík 25. júní 1905. Foreldrar: Einar Markússon (1864-1951) og kona hans, Kristín Árnadóttir (1864-1930). María æfði píanóleik frá 8 ára aldri, var tvo vetur í Kvennaskólanum í Reykjavík og stundaði söngnám í Berlín í Þýskalandi frá 1927. María lærði bæði fyrir konsert og óperu og tók óperupróf við Buhnen Nachweis í Beriín 1935. Maria var konsert- og óperusöngkona og starfaði í Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmi, Hamborg, Berlín og Reykjavík 1935-39, í London, Glyndebourne (Englandi), Kaupmannahöfh og Ástraíu 1939-40, í Vancouver og Winnipeg í Kanada 1940-41 og í Metropolitan óperunni í New York 1941-42. María fluttist heim tíl Íslands og settist að í Keflavík þar sem hún stundaði einkakennslu og þjálfun Karla- og Kirkjukórs Keflavíkur. Hún var búsett í Reykjavík frá 1962 og rak þar Raddþjálfunar- og óperusöngskóla. María hélt hér konserta 1949 við mikla aðsókn og söng í íslenska útvarpinu. Útvarpsráð lét og gera hljómplötur með tíu íslenskum sönglögum til sölu erlendis.
María var sæmd riddarakrossi 1939 og stórriddarakrossi 1. janúar 1980. Hún var heiðursfélagi i Félagi íslenskra tónlistarmanna, Félagi íslenskra einsöngvara, Young Icelandic League of Winnipeg, Imperial Order of the Daughters of the Empire í Winnipeg og í Icelandic- Canadian Club of Winnipeg. María var skipuð af Alþingi í heiðurslaunaflokk listamanna og er fyrsti söngvari og fyrsta kona sem þann heiður hlaut.
Maki: George Östlund (1901-1961). Þau eignuðust einn son.

Kolbeinn Högnason (1889-1949)

  • S03459
  • Person
  • 25.06.1889-14.05.1949

Kolbeinn Högnason, f. í Kollafirði á Kjalarnesi 25.06.1889, d. 14.05.1949. Foreldrar: Högni Finnsson frá Meðalfelli og Katrín Kolbeinsdóttir. Kolbeinn tók við búi í Kollafirði af afa sínum, Kolbeini Eyjólfssyni. Bjó hann þar til 1943, er hann flutti til Reykjavíkur. Kolbeinn varð þjóðkunnur fyrir kveðskap sinn. Hann gaf út nokkrar smá sögur og einnig ljóðabækurnar Kræklur, Olnbogabörn, Hnoðnaglar, Kurl og Kröfs.
Maki 1: Guðrún Jóhannsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Maki 2: Málfríður Jónsdóttir frá Bíldsfelli. Þau eignuðust tvö börn.

Indriði G. Þorsteinsson (1926-2000)

  • S03478
  • Person
  • 18.04.1926-03.09.2000

Indriði G. Þorsteinsson, f. í Gilhaga í Skagafirði 18.04.1026, d. 03.09.2000. Foreldrar: Þorsteinn Magnússon bóndi og Anna Jósefsdóttir húsfreyja.
Maki: Þórunn Friðriksdóttir. Þau eignuðust fjóra syni.
Indriði stundaði nám við Héraðsskólann á Laugavatni 1941-1943, var bílstjóri á Akureyri og blaðamaður við Tímann og Alþýðublaðið. Hann var ritstjóri Tímans 1962-1973, framkvæmdastjóri Þjóðhátíðar 1973-1975, var aftur ritstjóri Tímans 1987-1991 og skrifaði eftir það sjónvarpsgagnrýni í Morgunblaðið til æviloka. Hann þótti íhaldssamur en beittur penni í þjóðmálaumræðu líðandi stundar og oft afar skemmtilegur í ræðu og riti.
Indriði sendi frá sér skáldsögur, ævisögur, smásögur og leikrit. Hann var í heiðurslaunaflokki Alþingis.

Sigurður Guðbjartur Helgason (1893-1975)

  • S03482
  • Person
  • 09.11.1893-18.01.1975

Sigurður Guðbjartur Helgason, f. í Garðshorni á Höfðaströnd 09.11.1893, d. 18.01.1975. Foreldrar: Helgi Pétursson bóndi á Kappastöðum í Sléttuhlíð og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigurður var í fyrstu hjá afa sínum og ömmu á Kappastöðum en fór með foreldrum sínum að Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902 og var þar í átta ár. Haustið 1911 fór hann vetrarmaður að Framnesi í Blönduhlíð og var þar síðan vinnumaður næsta ár. Um sumarið var hann sendur í vegavinnu á Sauðárkrók þar sem byrjað var að leggja Skagfirðingabrautina. Síðan tók við skepnuhirðing um veturinn og síldarvinna í Siglufirði sumarið 1912. Hann fór þá heimtil foreldra sinna um haustið og var um veturinn 1912-1913 við hirðingu hjá Sveini Árnasyni í Felli. Þar var hann síðan samfleytt til ársins 1919 að hann fór í vinnumennsku að Ási í Hegranesi til eins árs. Þaðan fór hann að Ríp og var þar til 1924, að hann fluttist um tíma að Hellulandi sem lausamaður og tók að sér umsjón með dragferjunni á Vesturósnum fyrir Hróbjart Jónasson mág sinn. Síðan fór hann aftur að Ríp og var þar til 1929 að hann fór að Hamri til Vilhelmínu systur sinnar og var þar til 1935. Þar ko hann sér upp nokkrum bústofni sem hann færði með sér um Utanverðunes þar sem hann var í húsmennsku til 1947 en þáflutti hann með skepnur sínar til Sauðárkróks og átti þar heimili til dauðadags. Bjó hann þá hjá Ármanni bróður sínum og Sigurbjörgu Pétursdóttur konu hans að Ránarstíg 2. Þar rak hann talsverðan fjárbúskap og fékk land á erfðafestu úr Sauðárkrjörð, túnbletti norðan í Sauðárhæðinni og út í Sauðárgilið. Byggði hann fjárhús og hlöðu.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus.

Vesturfarasetrið (1995-)

  • S034503
  • Félag/samtök
  • 1995-

"Stutt frá Hofsósi er landnámsjörðin Höfði þar sem Þórður bjó, forfaðir Snorra saga1Þorfinnssonar, fyrsta barnsins af evrópskum ættum sem fætt er á meginlandi Ameríku. Foreldrar Snorra voru landkönnuðurnir Þorfinnur karlsefni Þórðarson og Guðríður Þorbjarnardóttir. Þorfinnur karlsefni var mikill sæfari og var um tíma með skip í förum milli Íslands og Norges, Grænlands og Ameríku. Þau Þorfinnur og Guðríður kona hans stofnuðu heimili á Vínlandi, sennilega á árunum 1004 til 1006 og eignuðust þar soninn Snorra. Eftir að Þorfinnur og Guðríður sneru aftur til Íslands settust þau að í Skagafirði.
Hofsós var einn af elstu versluarstöðum landsins. Í lok 19. aldar varð staðurinn, jafnt og aðrir staðir, fyrir áhrifum bágindaáranna. Í lok 20. aldar var elsti hluti þorpsins mikið niður níddur og sögufræg hús að falli komin vegna skorts á viðhaldi. Valgeir Þorvaldsson hófst þá handa um endurreisn kjarna gamla þorpsins með það í huga að vernda staðinn og gamlar húsagerðir og gera Hofsós að áhugaverðum viðkomustað.
Í öðrum áfanga var gamla hótelið endurbyggt en þar er rekin veitingastofan Sólvík yfir sumartímann. Þá voru nokkur íbúðarhús á Plássinu lagfærð og eru þau í einkaeigu.
Valgeir Þorvaldsson hefur alltaf haft mikinn áhuga á sögu forfeðra sinna sem voru meðal þeirra 16 – 20 þúsunda fólks sem fluttust frá Íslandi milli 1870 og 1914 til að byrja nýtt líf í Norður-Ameríku. Hann átti þann draum að heiðra minningu brottfluttra Íslendinga frá þessum tíma með því að koma á fót upplýsingasetri með þjónustu og sýningum fyrir afkomendurna og aðra áhugasama gesti. Upphafið að veruleika þessa draums hófst með því að bjarga Gamla Kaupfélagshúsinu frá eyðileggingu.
Endurreisn fjölda gamalla húsa gamla þorpkjarnans og bygging nýrra húsa hefði ekki verið möguleg án góðs fjárhagslegs stuðnings einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og hins opinbera. Fyrirtækið Snorri Þorfinnsson h.f. var stofnað af hópi fólks árið 1995 og stóð það fyrir fjármögnun verkefnisins og daglegum rekstri Vesturfarasetursins eftir opnun þess.
Endurbyggingu Gamla Kaupfélagshússins lauk árið 1996 og í samvinnu við safnstjóra Byggðasafns Skagafirðinga var komið þar upp sýningu sem nefnd var “Nýtt Land, Nýtt Líf” og er sýningin í eigu Byggðasafnsins. Í húsinu er einnig að finna stofu Stephan G. Stephanssonar þar sem safngestir geta fengið upplýsingar um líf og starf þessa íslensk-kanadíska skáldjöfurs. Byggingin var opnuð af forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur við hátíðlega athöfn í júlí 1996. Gerður var samningur við Byggðasafnið um að það kæmi að öflun heimilda og sýninga um sögu afkomenda Vestur-Íslendinga.
Samningur við forsætisráðuneytið gerði það mögulegt árið 1999 að hefjast handa um nýja byggingu sem jók sýningarrýmið að miklum mun. Húsið var nefnt Frændgarður og var byggt í svipuðum stíl og gamla Pakkhúsið. Þar er að finna sýningarsal, ættfræðisetur, bókasafn, skrifstofu setursins og íbúð fyrir fræðimenn og aðra gesti. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson opnaði húsið árið 2000 og var við það tækifæri opnuð sýningin “Fyrirheitna landið”. Hún var unnnin í samvinnu við Íslendingafélagið í Utah og lýsir sögu um það bil 400 Íslendinga sem fluttust til Utah milli áranna 1852 til 1914. Þessi athyglisverða og velsótta sýning var síðan sett upp í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík árið 2004. Á sama tíma var opnuð ljósmyndasýningin “Þögul leiftur” í Frændgarði, sem hinn þekkti sagn- og ættfræðingur Nelson Gerrard er höfundur að.
Sumarið 2002 lauk byggingu Nýja-Konungsverslunarhússins og var það opnað af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Um leið var opnuð sýningin “Akranna skínandi skart” sem unnin var í samvinnu við afkomendur landnemanna í Pembina-sýslu í Norður-Dakóta. Þessi bygging er nánast eftirlíking af verslunarhúsinu sem stóð á sama stað samkvæmt gömlum ljósmyndum af þorpskjarnanum. Auk sýningarsvæðis á jarðhæð hússins er á annari hæð fjölnotasalur þar sem rúmast 50-60 manns á fundum eða í samkvæmishaldi.
Snorri Þorfinnsson ehf. hætti rekstri Setursins árið 2006 og Vesturfarasetrinu var breytt í sjálfseignastofnun. Fullyrða má, að með starfsemi setursins hafi tekist að rækta og styrkja vináttubönd við afkomendur landnemanna í Norður-Ameríku. Mikill fjöldi fólks hefur fundið og kynnst skyldmennum sínum handan við hafið og meðal Íslendinga hefur vaknað áhugi á þessum þýðingarmikla þætti í sögu lands og þjóðar. Margir afkomenda landnemanna finna hjá sér hvöt til að rækta tengsl við uppruna sinn og þann menningararf sem forfeður þeirra tóku með sér vestur um haf fyrir meira en öld síðan. Tilgangur Vesturfarasetursins er að veita grundvöll fyrir ræktun þessara tengsla og varðveita sameiginlega menningararf Íslendinga og afkomenda þeirra."

New Iceland Heritage Museum (1972-)

  • S03502
  • Félag/samtök
  • 1972-

"The Icelandic community in North America long felt the desire to establish a truly ethnic museum to foster the heritage and the culture of its people and provide a repository for the many artifacts that would relay the story of the first settlements of their forefathers.
In 1971, the Canadian Forces Base at Gimli was withdrawn. This move was a devastating blow to the community and to compensate for the hardships created, the two senior governments granted the sum of $1.6 million to the area to create work and establish a program of rural and urban development.
THE ICELANDIC CULTURAL CORPORATION WAS INCORPORATED IN MARCH 1972 AS A NON-PROFIT ORGANIZATION WHOSE FIRST PRIORITY WAS TO DEAL WITH THE ESTABLISHMENT OF A MUSEUM.
In 1973 the Gimli Development Corporation purchased the old B.C. Packers fish packing plant and by 1974 it had been renovated to form a threefold museum, containing and Icelandic Room, a Ukrainian Room, and a Fishing Room. The museum was open for 20 consecutive summer seasons proving to be an interesting attraction for visitors and residents and providing many summer jobs for local students throughout these years.
In 1994, the Icelandic Cultural Corporation turned the operation of the museum to the Town of Gimli. Prior to handing over the keys, a professional firm from Ontario had been retained to do a feasibility study in order to assess the best options for future development of the Museum and to explore ways in which the Museum could contribute to tourism in Gimli.
While Gimli long had a small community museum, the New Iceland Heritage Museum (NIHM) initiated a plan to create a new museum facility which today stands on the main floor of Gimli’s Waterfront Centre.
One of the recommendations made in the Planning and Feasibility study completed in 1994 by Lord Cultural Resources Planning and Management Inc. was that a new museum be a major departure from the traditional concept of a small community museum. That it be developed as a national or even international museum dedicated to telling the story of New Iceland and the Icelandic experience in North America. This would attract a larger and more diverse audience while educating visitors about a very unique chapter in Canada’s history. This development option was the one chosen by the Board of Directors
In 1995 a group of concerned citizens incorporate the Icelandic International Heritage Corporation in order to ensure the continuation of a museum presence in Gimli."

Jón Helgi Ingvarsson (1917-1941)

  • S03489
  • Person
  • 20.09.1917-30.12.1941

Jón Helgi Ingvarsson, f. á Hóli í Tungusveit 20.09.1917, d. 30.12.1941 á farsóttarhúsinu í Reykjavík.
Foreldrar: Marta Kristín Helgadóttir (1894-1917) og Ingvar Jónsson á Hóli í Tungusveit. Móður sína missti hann skömmu eftir að hann fæddist. Hann ólst upp hjá föður sínum og ömmu sinni, Margréti Björnsdóttur, sem þá stóð fyrir búi hjá föður hans um margra ára skeið. Hin síðari ár dvaldi hann öðru hvoru á heimili móðurbróður sins, Magnúsar Helgasonar í Héraðsdal. Jón var við nám í Bændaskólanum á Hvanneyri frá 1938-1940. Haustið 1941 fór hann að Reykjum í Mosfellssveit til vetrardvalar en um jólin kenndi hann þess sjúkdóms er skyndilega dró hann til dauða.

Ólafur Ragnar Grímsson (1943-)

  • S03508
  • Person
  • 14.05.1943-

Ólafur Ragnar Grímsson, f. 14.05.1943.
F.v. stjórnmálamaður og forseti Íslands.

Kristbjörg Guðbrandsdóttir (1934-2009)

  • S03504
  • Person
  • 15.06.1934-03.12.2009

Kristbjörg Guðbrandsdóttir, f. í Ólafsvík 15.06.1934, d. 03.12.2009 á Sauðárkróki. Foreldrar: Guðbrandur Guðbjartsson og Kristjana Sigþórsdóttir. Kristbjörg giftist Magnúsi H. Sigurjónssyni árið 1954. Á Sauðárkróki vann hú ýmis störf. M.a. í Landssímastöðinni, kenndi handavinnu við barnaskóla Sauðárkróks, leiðbeindi í skólagörðum bæjarins og starfaði um árabil við verslun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Hún var mikil hannyrðakona. Stofnaði kvenfata- og snyrtivöruverslunina Ísafold árið 1988 og rak í tæp tuttugu ár. Kristbjörg var félagi í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar.

Maki. Magnús Heiðar Sigurjónsson, f.v. verslunarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.

Herdís Ásu Sæmundardóttir (1945-)

  • S03559
  • Person
  • 30.07.1954-

Herdís Ásu Sæmundardóttir, f. 30.07.1954.
Búsett á Sauðárkróki. Fyrrum kennari og fræðslustjóri, starfar á fræðslusviði sveitarfélagsins.

Hólmfríður Haraldsdóttir (1942-)

  • S03513
  • Person
  • 21.08.1942-

Hólmfríður Haraldsdóttir, f. 21.08.1942.
Maki 1: Björn Ásgeirsson (f. 1933). Þau skildu. Þau eignuðust einn sön.
Maki 2: Kristján Jónsson (1928-1982). Sjómaður í Bolungarvík. Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 3: Barði Þórhallsson (f. 1943) lögfræðingur. Þau eignuðust tvö börn.
Einnig átti Hólmfríður einn sön með Sigurjóni Úlfari Björnssyni bifreiðarstjór (f. 1938).
Hólmfríður var um nokkurra ára skeið ráðskona hjá Ríkharði Jónssyni á Brúnastöðum í Fljótum.

Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra (1992-)

  • S03546
  • Félag/samtök
  • 1992-

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra var stofnaður árið 1992 og fékk við það sína eigin skipulagsskrá. Samkvæmt skipulagsskrá Farskólans eru markmið skólans að efla endur- og símenntun á Norðurlandi vestra, greina þarfir fyrir fræðslu, standa fyrir hvers konar námi og koma á fót háskólanámi í heimabyggð.
Stofnaðilar Farskólans samkvæmt endurskoðari skipulagsskrá frá árinu 2009 eru:
Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, sveitarfélagið Skagaströnd, Akrahreppur, sveitarfélagið Skagafjörður, stéttarfélagið Samstaða, Aldan, stéttarfélag, Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Verslunarmannafélag Skagfirðinga, Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki, Fisk Seafood ehf., Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Hólaskóli.

Guðbrandur Jón Guðbrandsson (1964-)

  • S03543
  • Person
  • 19.06.1964-

Guðbrandur Jón Guðbrandsson, f. 19.06.1964.
Foreldrar: Guðbrandur Jón Frímannsson (1922-2000) og Hallfríður Eybjörg Rúdolfsdóttir (1927-).
Tónlistarkennari á Sauðárkróki.

Niðurstöður 3486 to 3570 of 3636