Sýnir 6399 niðurstöður

Nafnspjöld

Elín Sigurðardóttir (Sölvanesi)

  • Person
  • ?

Elín kom í Sölvanes frá Húsavík ásamt manni sínum Óskari Magnússyni. Kenndu bæði við Varmahlíðarskóla um tíma. Þau eiga tvö uppkomin börn. Hafa rekið ferðaþjónustu í Sölvanesi.

Ólafur Gottskálksson (1798-1857)

  • S02305
  • Person
  • 1798 - 8. nóv. 1857

Bóndi á Auðbjargarstöðum og Fjöllum. Var í Nýjabæ í Þingeyjarsýslu 1801.

Indíana Sveinsdóttir (1891-1968)

  • S02678
  • Person
  • 3. ágúst 1891 - 22. júní 1968

Foreldrar: Sveinn Gunnarsson b. á Mælifellsá og k.h. Margrét Þórunn Árnadóttir. Kvæntist Hallgrími Valberg, þau bjuggu á Mælifellsá 1918-1923, í Kálfárdal 1923-1931, eftir það á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Baldur Ólafsson (1911-1988)

  • S03002
  • Person
  • 2. ágúst 1911 - 27. des. 1988

Foreldrar: Ólafur Helgi Jensson kaupmaður á Hofsósi og kona hans, Lilja Haraldsdóttir. Maki: Jóhanna Ágústsdóttir. Ólst upp á Hofsósi en fluttist með foreldrum sínum til Siglufjarðar árið 1922, þar sem hann gekk í unglingaskóla og síðan til Vestmannaeyja árið 1927. Þar störfuðu þeir feðgar við póststörf til 1930. Það ár réðst Baldur í Útvegsbanka Íslands í Vestmannaeyjum. Vann þar sem ritari, gjaldkeri og útibússtjóri frá árinu 1953. Hann gegndi því starfi til 1968 að hann tók við útibústjórastörfum í Kópavogi. Tók einnig virkan þátt í félagslífi, ma. í Oddfellowreglunni. Var vararæðismaður Norðmanna í Eyjum. Maki: Jóhanna Ágústsdóttir frá Kiðabergi í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust 3 börn en fyrir átti Jóhanna eina dóttur.

Eiríkur Haukur Stefánsson (1933-1992)

  • S03430
  • Person
  • 24.08.1938-17.07.1992

Eiríkur Haukur Stefánsson, f. á Hjaltastöðum í Blönduhlíð 24.08.1938, d. 17.07.1992. Foreldrar: Stefán Vagnsson og Helga Jónsdóttir, Hann ólst upp á Hjaltastöðum fyrstu æviárin en þegar hann var enn á barnsaldri fluttist fjölskyldan á Sauðárkrók. Hann dvaldi þó áfram á sumrin í Hjaltastaðakoti. Hann hélt til Kanda ásamt vini sínum, Kára Jónssyni frá Sauðárkróki að snemma á sjötta áratugnum. Valdi hann þar, aðallega í Winnipeg, í hálft annað ár við ýmis störf. Heim kominn lærði hann málaraiðn og starfaði við það á Sauðárkróki. Síðar var hann við skrifstofustörf hjá Saumastofunni Vöku. Lengst af bjuggu hann og Minný á Víðigrund 13. Þau eignuðust ekki börn en Minný átti tvö börn fyrir.
Maki: Minný Leósdóttir.

Jón Kristján Andrésson (1897-1967)

  • S03116
  • Person
  • 1. sept. 1897 - 26. jan. 1967

Frá Öldubakka á Skaga. Sonur Andrésar Péturssonar b. á Öldubakka o.v. og k.h. Kristjönu Jónsdóttur. Sjómaður á Sauðárkróki, seinna búsettur á Akureyri. Kvæntist Guðlaugu Konráðsdóttur frá Brekkukoti í Blönduhlíð, þau eignuðust fjögur börn.

Vilhjálmur Jón Þ. Gíslason (1897-1982)

  • S03383
  • Person
  • 16.09.1897-19.05.1982

Vilhjálmur Þ. Gíslason, f. 16.09.1897, d. 19.05.1982. Foreldrar: Þorsteinn Gíslason ritstjóri og skáld og kona hans Þórunn Pálsdóttir. Vilhjálmur ólst upp í Ryekjavík. Hann varð stúdent 1917, lagði stund á íslensk fræði og tók meistarapróf í norrænum fræðum 1923. Hann stundaði ritstörf, bæði fræðilegs efnis og skáldskap. Einnig starfaði hann við fréttamennsku og var fréttamaður útvarps. Árið 1935 varð hann bókmenntaráðunautur útvarpsins. Árið 1952 var hann skipaður útvarpsstjóri og gegndi því embætti til sjötugs.

Margrét Pálsdóttir (1874-1937)

  • S02989
  • Person
  • 31. des. 1874 - 13. des. 1937

Foreldrar: Páll Andrésson og Anna Jónsdóttir bændur á Egilsá, Breið, Bústöðum og víðar. Margrét ólst að mestu leyti upp á Merkigili hjá þeim Agli og Sigurbjörgu. Var um tíma starfsstúlka hjá baróninum á Hvítárvöllum. Stundaði barnakennslu lengi, fyrst á Sauðárkróki og síðan á Akureyri. Kennari í Reykjavík 1930. Margrét kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Sigtryggi Friðfinnssyni á Giljum.

Anna María Magnúsdóttir Thorlacius (1857-1942)

  • S03409
  • Person
  • 10.12.1857-10.12.1942

Anna María Magnúsdóttir Thorlacius, f. 10.12.1857, d. 10.12.1942. Foreldrar: Séra Magnús Thorlacius prestur í Glaumbæ og kona hans, Guðrún Jónasdóttir Thorlacius (1831-1918).
Anna María var í Botni, Hrafnagilssókn, Eyj. 1860. Gift Grönvold yfirkennara á Hamri í Noregi.

Gunnlaugur Jóhannsson (1914-2006)

  • S03288
  • Person

Gunnlaugur Jóhannsson, f. á Bjarnastöðum í Unadal 19.04.1914, d. 02.06.2006 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhann Gunnarsson síðast bóndi á Krossi í Óslandshlíð (1880-1962) og kona hans Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965). Gunlagur bjó fyrstu æviár sín á Bjarnastöðum en flutti með foreldrum og systkinum að Krossi í Óslandshlíð árið 1928. Þau fluttustu síðan til Sauðárkróks ásamt móður sinni eftir andlát Jóhanns og bjuggu saman á Freyjugötu 40 meðan heilsa leyfði. Gunnlaugur starfaði við vegavinnu og fiskvinnu.

Jónas Jónsson (1885-1968)

  • S02945
  • Person
  • 1. maí 1885 - 19. júlí 1968

Fæddur í Hriflu í Bárðardal. Foreldrar: Jón Kristjánsson bóndi þar og kona hans Rannveig Jónsdóttir. ,,Gagnfræðapróf Akureyri 1905. Nám í lýðháskólanum í Askov á Jótlandi 1906–1907, í kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn 1907–1908. Kynnti sér skólamál í Þýskalandi, Frakklandi og Englandi 1908–1909 með styrk úr landssjóði, dvaldist þá m. a. eitt missiri á Ruskin College í Oxford. Kennari við unglingaskólann á Ljósavatni 1905–1906. Kennari við Kennaraskólann í Reykjavík 1909–1918. Skólastjóri Samvinnuskólans frá stofnun hans haustið 1919–1927 og 1932–1955. Skipaður 28. ágúst 1927 dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 20. apríl 1931, skipaður 20. ágúst 1931 dóms- og kirkjumálaráðherra að nýju, lausn 28. maí 1932, en gegndi störfum til 3. júní. Kosinn 1925 í bankamálanefnd, 1926 í alþingishátíðarnefnd. Í dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni 1926–1939. Í Þingvallanefnd 1928–1946. Í menntamálaráði 1934–1946. Tók sæti í bankaráði Landsbankans 1927 og 1936, í orðunefnd 1935–1944. Forseti Þjóðvinafélagsins 1940–1941. Í skipulagsnefnd atvinnumála 1934. Formaður Framsóknarflokksins 1934–1944. Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1938–1942. Í skipulagsnefnd bygginga við Lækjargötu 1943."

,,Landskjörinn alþingismaður 1922–1934, alþingismaður Suður-Þingeyinga 1934–1949 (Framsóknarflokkur).
Dóms- og kirkjumálaráðherra 1927–1931 og 1931–1932.
Milliþingaforseti efri deildar 1932 og 1933."

,,Afkastamikill rithöfundur, skrifaði bækur, bókarkafla og greinar í blöð og tímarit. Samdi kennslubækur, oft endurprentaðar, og skrifaði greinar um menn og málefni: skólamál, samvinnumál, þjóðfélagsmál o. fl. — Jónas Kristjánsson annaðist útgáfu bókarinnar: Jónas Jónsson frá Hriflu. Ævi hans og störf (1965). Indriði G. Þorsteinsson skrifaði: Samtöl við Jónas (1977). Guðjón Friðriksson skrifaði ævisögu Jónasar Jónssonar í þremur bindum: Með sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni. Dómsmálaráðherrann. Ljónið öskrar (1991–1993).
Ritstjóri: Skinfaxi (1911–1917). Tímarit íslenskra samvinnufélaga (1917–1925). Samvinnan (1926– 1928 og 1931–1946). Ófeigur (1944–1956). Landvörn (1946). Landvörn (1948–1953)."

Jóhanna Ögmundsdóttir (1917-1997)

  • S02777
  • Person
  • 06.06.1917-27.05.1997

Jóhanna Ögmundsdóttir, f. 06.06.1917 á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki., d. 27.05.1997 í Keflavík. Foreldrar: Kristín Björg Pálsdóttir, f. 1884 og Ögmundur Magnússon, f. 1879, söðlasmiður á Sauðárkróki. Jóhanna ólst upp á Sauðárkróki en á unglingsárum var hún í vist og síldarvinnu. Hún og eiginmaður hennar bjuggu á Sauðárkróki 1940-1949, á Skagaströnd 1949-1955 en eftir það í Ytri-Njarðvík. Jóhanna starfaði með Hvítasunnusöfnuðinum en hún kenndi um skeið við sunnudagaskóla ásamt Kristjáni, einkum í Njarðvík en einnig í Keflavík, Grindavík og Garði.
Maki: Kristján Reykdal, f. 27.06.1918, ökukennari. Þau eignuðust fjögur börn.

Páll Steinar Guðmundsson (1926-2015)

  • S02771
  • Person
  • 29. ágúst 1926 - 13. feb. 2015

Páll Steinar Guðmundsson f. 29.09.1926 á Ísafirði. Foreldrar: Lára Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 1894 Guðmundur Guðni Kristjánsson, f.1893. Páll ólst upp á Ísafirði til 17 ára aldurs. Að loknu gagnfræðaprófi tók hann skíðakennarapróf og vann við skíðakennslu á Vestfjörðum. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann tvo vetur og fór að því loknu í Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni þaðan sem hann útskrifaðist 1949. Árið 1953 lauk Páll prófi frá Kennaraskóla Íslands. Hann stundaði nám við Metropolitan State College, Denver í Colorado, 1976- 77 og lauk fjölda námskeiða hérlendis og erlendis. Páll kenndi við Barnaskólann í Borgarnesi frá 1950 til 1959. Hann var ráðinn skólastjóri við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi árið 1959 og gegndi hann því starfi þar til hann fór á eftirlaun árið 1995. Auk þess starfaði Páll sem fararstjóri á sumrin, jafnt innanlands sem utan. Páll gegndi fjölda trúnaðarstarfa sem tengdust starfi hans. Maki: Unnur Ágústsdóttir kennari. Þau eignuðust fimm dætur.

Jón Hjaltdal Jóhannsson (1911-1999)

  • S02766
  • Person
  • 24. júní 1911 - 18. mars 1999

Jón Hjaltdal Jónsson, f. 24.06.1911 á Hofi í Hjaltadal. Foreldrar: Jóhann Guðmundsson, d. 1876 og Birgitta Guðmundsdóttir, f. 1881 bændur í Brekkukoti (nú Laufskálum). Jón fluttist með foreldrum sínum í Brekkukot í Hjaltadal tveggja ára gamall. Hann lauk búfræðinámi frá Hólaskóla árið 1932. Árið 1934 flutti hann úr föðurhúsum og stundaði að mestu sjálfstæðan atvinnurekstur sem bifreiðarstjóri eftir það. Jón var umboðsmaður Tryggingar hf á Sauðárkróki í 35 ár. Sat í sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju og var safnaðarfulltrúi um tíma og meðhjálpari frá 1977-1992. Maki: Sigríður Árnadóttir frá Atlastöðum í Svarfaðardal. Þau eignuðust fjögur börn.

Margrét Bergsdóttir (1924-2007)

  • S02749
  • Person
  • 17. ágúst 1924 - 2. nóv. 2007

Margrét Bergsdóttir, f. 17.08.1924 í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit. Foreldrar: Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir og Bergur Magnússon. Maki: Júlíus Þórarinsson, f. 18.08.1923. Þau eignuðust tvö börn og ólu auk þess upp Inga Bergmann Vigfússon. Húsfreyja á Enni í Viðvíkursveit og síðar á Siglufirði.

Jón Hallgrímsson (1883-1961)

  • S02734
  • Person
  • 10. okt. 1883 - 16. des. 1961

Foreldrar Hallgrímur Jónsson, f. 1849 og Ingibjörg f. 1856, lengst af búsett á Kappastöðum í Sléttuhlíð. Jón var húsmaður á Árbakka á Neðri-Skútu í Siglufirði 1906-1908, bjó í Neðri-Skútu í tvíbýli við móður sína og stjúpa 1908-1909. Fór þá til Noregs og var þar næstu ár en kom svo aftur heim og bjó á Siglufirði eftir það, síðast að Túngötu 10b. Maki: María Einarsdóttir, f. 1882. Þau slitu samvistum þegar Jón fór til Noregs. Þau eignuðust einn son.

María Sölvadóttir (1860-óvíst)

  • S02732
  • Person
  • 1860-óvíst

Foreldrar: Sölvi Guðmundsson, f. 1806 og seinni kona hans Guðrún Ólafsdóttir, f. 1827 á Skarði í Gönguskörðum. María var búsett í Danmörku. Dánardagur ekki skráður.

Oddur Björnsson (1865-1945)

  • S02707
  • Person
  • 18.07.1865-05.07.1945

Oddur Björnsson, f. 18.07.1865 að Hofi í Vatnsdal, d. 05.07.1945. Foreldrar: Björn Oddsson bóndi á Hofi og seinni kona hans, Rannveig Ingibjörg Sigurðardóttir. Oddur lauk prentnámi í Reykjavík 1884. Fór til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn og starfaði síðar þar sem prentari til ársins 1901. Fluttist til Akureyrar og rak prentsmiðju og bókaútgáfu þar. Maki: Ingiibjörg Benjamínsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn. Var gerður að heiðursborgara Akureyrar 1935. Hlaut riddarakross fálkaorðunnar 1935 og stórriddarakross 1938.

Eggert Jónsson (1853-1877)

  • S02706
  • Person
  • 18. júní 1853 - 6. nóv. 1877

Foreldrar: Jón Sveinsson, f. 1815, prestur á Mælifelli í Skagafirði og víðar og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir, f. 1821. Drukknaði á Gefjunni á leið til náms í Danmörku. Sagður eiga unnustu og í einni heimild er getið um konu, Sigurbjörgu Ingimundardóttur f. 1827 og barn þeirra Sólveigu, f. 1869.

Ingibjörg Árnadóttir (1883-1979)

  • S02703
  • Person
  • 17. sept. 1883 - 1. ágúst 1979

Foreldrar: Guðrún Þorvaldsdóttir frá Framnesi og Árni Jónsson b. og snikkari í Borgarey í Vallhólmi. Árni lést þegar Ingibjörg var aðeins fimm ára gömul. Móðir hennar kvæntist aftur, Pétri Gunnarssyni á Stóra-Vatnsskarði. Um tvítugsaldur settist Ingibjörg í kvennaskóla á Akureyri og lauk þar námi. Eftir það stóð hún fyrir búi hjá Árna bróður sínum á Stóra-Vatnsskarði þar til hann kvæntist. Hún tók í fóstur frænku sína, Guðrúnu Þorvaldsdóttur, þær fluttu til Reykjavíkur árið 1945 og bjó Ingibjörg þar til æviloka.

Vagn Kristjánsson (1921-2011)

  • S02697
  • Person
  • 4. nóv. 1921 - 20. jan. 2011

Foreldrar: Kristján Ragnar Gíslason, f. 1887 og Aðalbjörg Vagnsdóttir, f. 1893, bjuggu á Minni-Ökrum. Maki: Svana H. Björnsdóttir, f. 1923. Þau eignuðust sex syni. Vagn ólst upp á Minni-Ökrum í Blönduhlíð og flutti með foreldrum sínum til Sauðárkróks þegar þau hættu búskap. Hefðbundin skólaganga fór fram á Króknum og síðan var hann tvo vetur á Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Vagn vann ungur að árum í verslun Haraldar Júlíussonar, þar til hann tvítugur að aldri flutti til Reykjavíkur. Þar starfaði hann við ýmislegt, en sneri sér fljótlega að akstrinum sem varð hans ævistarf. Vagn var einn af stofnendum Hreyfils og vann þar við leiguakstur svo lengi sem heilsa leyfði. Hann stofnaði og rak flutningafyrirtæki ásamt Brynleifi Sigurjónssyni, sem sá um flutninga til Akureyrar og Ísafjarðar á framleiðsluvörum Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, ásamt því að vera með umboðsskrifstofu á Akureyri.

Gísli Tómasson (1927-1998)

  • S02694
  • Person
  • 19. júlí 1927 - 20. apríl 1998

Foreldrar: Tómas Gíslason kaupmaður á Sauðárkróki, f. 1876 og Elínborg Jónsdóttir, f. 1886. Maki: Kristín Sigurjónsdóttir frá Vestmannaeyjum. Þau eignuðust þrjú börn. Útskrifaðist frá MA 1949. Framkvæmdastjóri, veðurathugunarmaður og verslunarstjóri í Reykjavík.

Kristín Jakobína Guðmundsdóttir (1894-1983)

  • S02679
  • Person
  • 27. nóv. 1894 - 3. maí 1983

Foreldrar: Guðmundur Finnbogason og Sigríður Jónsdóttir, þau voru ekki gift. Móðir hennar kvæntist síðar Pétri Hannessyni. Ólst upp í skjóli föðurömmu sinnar, Guðrúnar í Mjóadal til 6 eða 7 ára aldurs. Fluttist þá til föður síns á Ísafjörð um tíma og var í fóstri á bæjum í A-Húnavatnssýslu. Fór síðar í fóstur að Kirkjuskarði í Laxárdal til Sigríðar Björnsdóttur og Stefáns Guðmundssonar. Gekk í Kvennaskólann á Blönduósi. Giftist Helga Magnússyni frá Núpsöxl í Laxárdal fremri og bjuggu þau þar 1918-1935 og í Tungu í Gönguskörðum 1835-1949 er þau skildu og Kristín fluttist Reykjavíkur. Þau eignuðust átta börn. Í Reykjavík starfaði hún við matseld og barnagæslu. Seinna hóf hún sambúð með Halldóri Þorsteinssyni frá Grýtubakka í Eyjafirði. Kristín var vel hagmælt og varð virkur félagi í Kvæðamannafélaginu Iðunni.

Jytte Tuxen

  • Person

Jytte var eiginkona Tuxens sem var þekktur skordýrafræðingur og kom hér oft vegna vinnu sinnar. Vinur K.B. og fjölskyldu hans.

Sigrún Þóra Ásgrímsdóttir (1923-2020)

  • S02759
  • Person
  • 25. des. 1923 - 8. mars 2020

Sigrún Þóra Ásgrímsdóttir, f. 25.12.1923 á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð. Foreldrar: Ólöf Konráðsdóttir, f. 1890 og Ásgrímur Halldórsson f. 1886 á Tjörnum í Sléttuhlíð. Sigrún kvæntist Kjartani Jónssyni Hallgrímssyni, þau eignuðust fimm börn og bjuggu lengst af á Tjörnum. Sigrún var síðast búsett á Sauðárkróki.

Böðvar Magnússon (1878 - 1966)

  • S0
  • Person
  • 1878-1966

Böðvar var fæddur í Holtsmúla á Landi. Foreldrar hans voru Magnússon Magnússon hreppstjóri og Arnheiður Böðvarsdóttir húsfreyja.Fjölskyldan flutti að Úthlíð í Biskupstungum þegar Böðvar var á þriðja ári og þegar hann var á tíunda ári missti hann móður sína. Magnús flutti að Laugarvatni ásamt fjórum börnum sínum sínum ári síðar, þá var Böðvar á ellefta ári.
Hann var búfræðingur að mennt og hlaut oft viðurkenningar sem ræktunarmaður og bændahöfðingi.

Niðurstöður 4421 to 4505 of 6399