Showing 3772 results

Authority record
Person

Jónmundur Gunnar Guðmundsson (1908-1997)

  • S003316
  • Person
  • 07.05.1908 - 25.08.1997

Jónmundur Gunnar Guðmundsson fæddist í Langhúsum, Fljótum í Skagafjarðarsýslu 7. Maí 1908.
Foreldrar hans voru hjónin Lovísa Sigríður Grímsdóttir og Guðmundur Árni Ásmundsson, Laugalandi. Jónmundur var sjöundi í röðinni af níu systkinum. Hann kvæntist Valeyju Benediktsdóttur frá Haganesi, Fljótum þann 26. September 1931. Jónmundur og Valey eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu að Laugalandi í Fljótum til 1954 en þá fluttu þau á Akranes. Á Akranesi starfaði Jónmundur lengst af hjá Sementsverksmiðju ríksins sem birgðavörður.

Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1981)

  • S03315
  • Person
  • 14.02.1913 - 25.03.1981

Var fæddur 14. Febrúar 1913 í Hlíð í Álftafirði í Norður-Ísafjarðarsýslu, sonur Hjálmars Hjálmarsson bónda og eiginkonu hans Maríu Rósinskransdóttur. Hann ólst upp í Hlíð. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1932 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1940. Hann bjó á Langeyri í Álftafirði til ársins 1940. Hann var kennari í Grunnavíkurgreppi árin 1936-1938. Hann flutti til Hofsós árið 1940 og átti heima þar til hinsta dags. Hann starfaði hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga í Hofsósi frá 1940-1946. Hann varð stöðvarstjóri Pósts og síma árið 1946 og hafði þá stöðu á hendi æ síðan. Hann var virkur í ýmsum félagsmálum og nefndum. Hann var til að mynda formaður Leikfélags Hofsóss frá stofnun þess 1951.
Þorsteinn kvæntist 31. Maí 1940 Pálu Pálsdóttur kennara í Ártúnum við Hofsós. Þau áttu 9 börn.

Baldvin Bergvinsson Bárðdal (1859-1937)

  • S03313
  • Person
  • 27.07.1859-14.10.1937

Fæddur í Sandvík í Bárðardal. Kenndi víða t.d. í Skagafirði 1890-1900. Var skólastjóri í Bolungavík og stofnaði þar söngfélagið Gleym mér ei og var söngstjóri þess um skeið. Amtsbókavörður í Stykkishólmi 17 ár. Bæjarpóstur á Sauðárkróki í 17 ár. Starfaði mikið að félagsmálum, gaf m.a. úr nokkur sveitarblöð og ljóðabókina Hörpu 1903.

Fjóla B. Bárðdal (1929-2011)

  • S03312
  • Person
  • 12.05.1929 - 10.01.2011

Fædd 12. maí 1929 á Fossi í Blönduhlíð í Skagafirði. Látin 10. janúar 2011 á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Fjóla var í sambúð með Sigurþóri Hjörleifssyni, f. 15.06.1927.
Fjóla ólst upp á Sauðárkróki. Hún fór ung í vist á Sauðárkróki og vann síðar við ýmis störf svo sem fiskvinnu og saumaskap.
Haustið 1967 tók Fjóla að sér heimilið í Messuholti og þrjár ungar dætur Sigurþórs og Guðbjargar Hafstað sem lést 02.07.1966. Fjóla tók virkan þátt í Kvenfélagi Skarðshrepps og var ein af stofnendum þess. Í mörg ár voru börn í sumardvöl hjá Fjólu og önnur til lengri tíma. Einnig var hún dagmamma um árabil.

Eiríkur Jón Guðnason (1875-1949)

  • S3308
  • Person
  • 25.05.1875-21.02.1949

Eiríkur Jón Guðnason, f. í Villinganesi 25.05.1875, d. 21,02,1949. Foreldrar: Guðni Guðnason og Ingiríður Eiríksdóttir. Bóndi í Villinganesi 1897-1899 og aftur 1901-1946, í Breiðargerði 1899-1901.
Maki 1: Guðrún Þorláksdóttir (05.08.1876,-08.09.1905). Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Margrét Stefanía Sveinsdóttir (03.12.1879-01.03.1912). Þau eignuðust eitt barn sem dó kornungt.

Eiríkur Einarsson (1898-1952)

  • S03307
  • Person
  • 24.07.1898-06.06.1952

Eiríkur Einarsson, f. í Ytri-Svartárdal í Svartárdal 24.07.1898, d. 06.06.1952 á Akureyri. Foreldrar: Einar Björnsson og Stefanía Björnsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en fór snemma að vinna fyrir sér. Hann fór í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1921. Hann hóf búskap á Sveinsstöðum í Tungusveit 1925-1927, í Breiðargerði í sömu sveit 1927-1931 og á Lýtingsstöðum 1931-1937. Þaðan fluttust Eiríkur og kona hans til Akureyrar þar sem Eiríkur stundaði ýms averkamannavinnu. Þau reistu sér hús í Laxagötu 7 og síðar að Hólabraut 22. Síðasta árið sem Eiríkur lifði var hann auglýsingastjóri og afgreiðslumaður Íslendings á Akureyri. Hann tók virkan þátt í félagsmálum og var einn stofnenda Sleipnis, málfundafélags Sjálfstæðisverkamanna og sjómanna á Akureyri og formaður þess félags fyrstu árin. Þá átti hann sæti í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna og var eitt skeið fyrsti varamaður flokksins í bæjarstjórn.
Maki: Rut Ófeigsdóttir, f. 27.03.1900, d. 04.06.1981. Þau eignuðust sjö börn.

Sigurlaug Björnsdóttir (1895-1966)

  • S00522
  • Person
  • 21.01.1895 - 03.03.1966

Sigurlaug Björnsdóttir fæddist á Borgarey í Lýtingsstaðahreppi 21. janúar 1895.
Hún var verkakona og vann við prjónaskap, búsett á Siglufirði.
Ógift og barnslaus.
Sigurlaug lést 3. mars 1966.

Andrés Björnsson

  • S03306
  • Person
  • 16.03.1917-29.12.1998

Andrés Björnsson, f. í Krossanesi í Vallhólma 16.03.1917, d. 29.12.1998. Foreldrar: Björn Bjarnasson bóndi og Stefanía Ólafsdóttir húsfreyja. Andrés var Cand.mag í íslenskum fræðum og starfaði hjá breska upplýsingaráðinu frá 1943 til 1944, en hóf þá störf hjá Ríkisútvarpinu og var settur útvarpsstjóri 1968-1984. Andrés sótti námskeið í útvarps-og sjónvarpsfræðum við Bostonháskóla1959. Hann var aukakennari við M.R 1943-1945 og aukakennari hjá Verslunarskóla Íslands 1952-1955.
András gegndi mörgum félags - trúnaðarstörfum, m.a.stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1968 -1982 og formaður Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins. Sat í stjórn Hins fornvinafélags.
Andrés lagði stund á ritstörf og þýðingar s.s. rit eftir Knut Hamsun, Somerset Maugham og margt annað liggur eftir hann.
Hann kvæntist árið 1947, Margréti Villhjálmsdóttur húsfreyju. Þau eignuðust fjögur börn.

Albert Guðmundsson (1925-1994)

  • S03305
  • Person
  • 1925-1994

Albert var fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Gíslason gullsmiður og kona hans Indíana Katrín Bjarnadóttir húsfreyja. Börn:Helena Þóra, Ingi Björn og Jóhann Halldór.
Samvinnuskólagenginn, Verslunarnám frá Skotlandi.
Atvinnumaður í knattspyrnu, heildsali í Reykjavík. Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra. Sendiherra Íslands í París.

Guðmundur J. Jónasson (1887- 1982)

  • S03304
  • Person
  • 1887-1982

Guðmundur var fæddur á Breiðstöðum í Gönguskörðum í Skagafirði árið 1887. Fyrrverandi forseti þjóðræknisdeildar. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson og Anna Kristjánsdóttir kennd við Tjörn, lítið býli í nágrenni Sjávarborgar í Skagafirði. Fór til Vesturheims 1905.

Björn Jónsson (1848-1924)

  • S03303
  • Person
  • 14.06.1848-23.01.1924

Björn Jónsson f. 14.06.1848 í Háagerði á Skagaströnd, d. 23.01.1924 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppstjóri í Hágerði (1798-1865) og kona hans, Guðríður Ólafsdóttir (1817-1885) frá Harrastöðum.
Björn ólst upp hjá foreldrum sínum og vandist strax í æsku öllum algengum störfum, bæði til lands og sjávar. Naut auk þess nokkurrar kennslu umfram það sem þá var algengt. Var hann m.a. tvo vetrarparta við nám hjá sóknarprestinum á Höskuldsstöðum.
Maki: Þorbjörg Stefánsdóttir, f. 17.07.1877 á Ríp í Hegranesi, d. 18.05.1903 á Veðrarmóti.
Björn og Þorbjörg hafa líklega kynnst er hún var við nám á Skagaströnd hjá danskri konu sem þar bjó. Þau reistu bú í Háagerði árið 1877 en þá hafði Björn um nokkurra ára skeið verið fyrirvinna fyrir búi móður sinnar eftir að hún varð ekkja. Vorið 1884 fluttust þau að Heiði í Gönguskörðum en foreldrar Þorbjargar að Veðramóti. Árið 1888 fluttust Björn og Þorbjörg að Veðramóti en foreldrar Þorbjargar fluttust til dóttur sinnar. Björn bjó á Veðramóti til ársins 1914. Hann var kjörinn til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og hérað. Var m.a. hreppstjóri Sauðárhrepps hins forna 1892-1907, Skarðshrepps

Margrét Helga Magnúsdóttir (1896-1986)

  • S03302
  • Person
  • 18.03.1896-19.01.1986

Margrét Helga Magnúsdóttir, 18.03.1896 í Gilhaga á Fremribyggð, d. 19.01.1986 á Sauðárkróki. Foreldrar: Magnús Jónsson bóndi í Gilhaga og kona hans Helga Indriðadóttir ljósmóðir. Margrét ólst upp hjá föður sínum til fullorðinsára. Níu ára gömul missti hún móður sína. Hún naut menntunar hjá heimiliskennurum sem teknir voru í Gilhaga.
Maki 1: Steindór Kristján Sigfússon (12.12.1895-21.08.1921) bóndi í Hamrsgerði á Fremribyggð. Þau giftu sig 12. desember 1916 á Mælifelli. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigurjón Helgason (1895-1974), Þau eignuðust fjögur börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Margrét og Steindós bjuggu á Mælifelli 1918-1919 og í Hamrsgerði 1919-1921. Steindór lést það ár og eftir það bjó Margrét áfram eitt ár í Hamrsgerði en giftist þá Sigurjóni Helgasyni og bjó með honum í Hamarsgerði til 1929. Þá fóru þau að Árnesi og bjuggu þar til 1938 en síðan á Nautabúi frá 1938-1974, er Steindór lést.

Einar Oddsson (1931-2005)

  • S03300
  • Person
  • 20.04.1931-17.11.2005

Einar Oddsson, f. í Flatatungu 20.04.1931, d. á Vík í Mýrdal 17.11.2005. Foreldrar: Sigríður Gunnarsdóttir (1899-1989) og Oddur Einarsson (1904-1979)
Maki. Halla Þorbjörnsdóttir barnageðlæknir (1929-). Þau eignuðust tvo syni.
Einar ólst upp í föðurhúsum og naut heimakennslu, utan nokkrar vikur sem hann gekk í barnaskóla á Stóru-Ökrum. Við framhaldsnám nau hann kennslu Eiríks Kristinssonar heima í Flatatungu. Síðasta veturinn gekk hann í Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi þaðan 1953. Haustið eftir fór hann í lagadeild Háskóla Íslands og lauk þaðan embættisprófi vorið 1959 og fékk hdl réttindi 1962. Eftir embættispróf var Einar fulltrúi hjá Útflutningssjóði, síðar fulltrúi hjá Sýslumanninum á Ísafirði, þá fulltrúi hjá Borgardómara í Reykjavík þar til hann var skipaður sýslumaður í Skaftafellssýslum í feb. 1963 með aðsetur í Vík í Mýrdal. Þegar AusturSkaftafellssýsla var gerð að sérstöku lögsagnarumdæmi 1977 var Einar áfram sýslumaður vestursýslunnar. Auk þessa stofnaði hann fyrst fjárbú í Norður-Vík og síðar hrossabú sem hann sinnti með sýslumannsstarfinu. Heilsa hans bilaði á miðjum aldri en hann sinnti þó starfi sínu til ársins 1992. Eftir það fluttust þau hjónin til Reykjavíkur.

Solveig Sigurðardóttir (1868-1948)

  • S03299
  • Person
  • 1868-27.12.1948

Solveig SIgurðardóttir, f. 1868, d. 27.12.1948. Foreldrar: Sigurður SIgurðsson og Ingibjörg Hallgrímsdóttir. Þau bjuggu víða í vinnumennsku og húsmennsku.
Vinnukona í Flatatungu, systir Sesselju Sigurðardóttur (1872-1945) sem þar var húsmóðir frá 1899, gift Einari Jónssyni (1863-1950).
Solveig var ógift og barnlaus.

Stefán Erlendsson (1908-1991)

  • S03298
  • Person
  • 20.09.1908-16.06.1991

Stefán Erlendsson, f. 20.09.1908, d. 16.06.1991. Foreldrar: Erlendur Helgason (1884-1964) og Guðríður Jónsdóttir (1885-1911). STefán ólst upp á Þorljótsstöðum í Vesturdal fyrstu tvö árin en þá flutti fjölskyldan að í Tungusveit. Móðir hans lést árið 1911 en faðir hans bjó áfram á Breið í tíu ár eftir það og kvæntist aftur, Moniku Sæunni Magnúsdóttur.
Bóndi í Bakkakoti í Vesturdal í Skagafirði. Bifreiðastjóri. Síðast búsettur á Akureyri.
Maki: Helga Hjálmarsdóttir (03.07.1919-26.02.2007) frá Bakkakoti. Þau eignuðust tvö bör. Þau bjuggu í Bakkakoti 1937-1945 og á Mælifelli 1945-1947. Síðan fluttu þau til Akureyrar og áttu þar heima til æviloka. Þar fékkst Stefán við ýmsa vélavinnu. o

Árni Kristjánsson (1915-1974)

  • S03297
  • Person
  • 12.07.1915-04.07.1974

Árni Kristjánsson, f. á Finnastöðum í LJósavatnshreppi í Suður-Þingeyjasýslu 12.07.1915, d. 04.07.1974. Foreldrar: Kristján Árnason og Halldóra Sigurbjarnardóttir. Árni varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 og stúdent þaðan utanskóla 1937. Hann lauk kennaraprófi 1938 og cand mag. prófi í íslensku fræðum frá HÍ 1943. Hann var stundakennari við Samvinnuskólann 1937-1942 og 1943-1952, og við Kvennaskólann f Reykjavík1944-1945. Árni var starfsmaður Orðabókarháskólans 1944-1952 og kennari
við Menntaskólann á Akureyri 1952-1972, er hann tók við forstöðu Amtsbókasafnsins á Akureyri og grundvallaði héraðsskjalasafnið. Sumarið Sumarið áður en hann lést lét hann af stöðu amtsbókavarðar og hóf aftur kennslu við M.A. að hausti, en vanheilsa lamaði þá fljótt starfsgetu hans.
Maki: Hólmfríður Jónsdóttir frá Ystafelli. Þau eignuðust fimm börn.

Frímann Ágúst Jónasson (1901-1988)

  • S03296
  • Person
  • 30.11.1901-16.01.1988

Frímann Ágúst Jónasson, f. 30.11.1901, d. 16.01.1988. Foreldrar: Jónas Jósef Hallgrímsson (1863-1906) bóndi á Fremri-Kotum og kona hans Þorey Magnúsdóttir (1861-1935) húsmóðir. Foreldrar Frímanns voru búandi á Fremri-Kotum þegar hann fæddist en þegar hann var þriggja ára lést faðir hans. Móðir hans bjó þar áfram til 1909 en fluttist þá að Bjarnastöðum og bjó þar á móti Hirti syni sínum til 1912. Frímann nam bókband á Akureyri 1916-1917 og lauk síðar sveinsprófi í þeirri iðn 1947. Hann fór síðar í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1923. Síðan kenndi hann tvo vetur á Melgraseyri við Ísafjarðardjúp og var kennari við barnaskólann á Akranesi í átta ár. Árið 1933 tók hann við heimavistarskóla á Strönd á Rangárvöllum og stýrið honum í sextán ár en árið 1949 gerðist hann skólastjóri við Kópavogsskóla og gengdi því starfi til 1964. Síðustu æviárin fékkst hann við bókband. Auk kennslu sinnti hann ýmsum félagsmálum, sat í stjórnum kennarafélaga og ungmennafélaga þar sem hann var kennari, einnig í stjórn Norræna félagsins í Kópavogi og Rotaryklúbbs Kópavogs.
Lengi starfaði hann í Góðtemplarareglunni, var einn aðalstofnandi stúkunnar á Rangárvöllum og lengi æðstitemplari hennar. Hann var á Akranesárum sínum i stjórn bókasafnsins þar, en á Rangárvöllum sá hann um bækur lestrarfélagsins og í Kópavogi var hann í stjórn bókasafnsins. Hann var lengi í stjórn Sambands íslenskra barnakennara. Frímann skrifaði nokkrar bækur handa börnum og unglingum: Hve glöð er vor æska (1944). Þegar sól vermir jörð (1950). Valdi villist í Reykjavík (1980). Landið okkar, Iesbók um landafræði íslands (1969).
Maki: Málfríður Björnsdóttir (1893-1977 kennari. frá Innstavogi við Akranes. Þau eignuðust þrjú börn.

Guðjón Agnar Hermannsson (1933-2014)

  • S03295
  • Person
  • 03.09.1933-09.06.2014

(Guðjón) Agnar Hermannsson, f. að Fjalli í Kolbeinsdal 03.09.1933, d. 09.06.2014 í Reykjavík. Foreldrar: Hermanns Sigurvin Sigurjónsson (1901-1981) bóndi á Lóni í VIðvíkursveit og kona hans, Rósa Júlíusdóttir (1897-1988) húsmóðir. Agnar ólst upp hjá foreldrum sínum á nokkrum bæjum í Hólahreppi til 1938, að hann fluttist með þeim að Lóni í Viðvíkursveit þar sem hann átti heima í 25 ár. Þar stofnaði hann sitt heimili en fluttist með fjölskyldu sína til Sauðárkróks árið 1963 þar sem þau hjón reistu sér íbúð að Hólavegi 28 og þar átti Agnar heimili sitt til æviloka. Sumarið 1963 hóf Agnar störf sem ýtumaður hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga og var þar óslitið til 1974 en það sumar stofnaði hann ýtufyrirtæki með starfsfélaga sínum Hjalta Pálssyni, og keyptu þeir litla ýtu, Caterpillar D-3, hina fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Árið 1980 keypti hann vélina alla og rak síðan fyrirtæki sitt, Agnar og Hjalta, í mörg ár, seinna í félagi við Hermann son sinn. Agnar vann á jarðýtum samtals fjóra áratugi. Í fjölmörg ár stundaði hann einnig sauðfjársæðingar á vegum Búnaðarsambands Skagfirðinga.
Maki: Anna Lilja Leósdóttir frá Hvalnesi á Skaga (1941-). Þau eignuðust þrjú börn.

Albert Jónsson Finnbogason (1900-1988)

  • S03294
  • Person
  • 24.07.1900-11.08.1988

Albert Jónsson FInnbogason, f. á Reyðarfirði 24.07.1900, d. 11.08.1988. Foreldrar: Jón Finnbogason kaupmaður og Björg Ísaksdóttir húsmóðir. Ungur flutti Albert með fjölskyldu sinni til Kanada en síðar flutti fjölskyldan aftur heim. hann gekk í Bændaskólann á Hólum en nam seinna prentiðn í Bandaríkjunum.
Albert starfaði í Prentsmiðjunni Gutenberg við vélsetningu og setti saman setjaravélar sem komu til landsins á árunum 1925-1957. Í rúman áratug rak hann Bókaútgáfuna Norðra en gerðist síðan bóndi á Hallkelshólum í Grímsnesi.
Hann vann ýmis störf fyrir HIð íslenska prentarafélag. Einnig átti hann þátt í stofnun tímaritsins Heima er bezt.
Maki: Margrét S: Benediktsdóttir. Þau eignuðust eina dóttur.

Anna Guðmundsdóttir (1846-1894)

  • S03293
  • Person
  • 19.08.1846-25.05.1894

Anna Guðmundsdóttir, f. á Ásláksstöðum í Kræklingahlið 19.08.1846, d. 25.05.1894 á Egilsá. Foreldrar: Guðmundur Pétursson þá vinnumaður á Hranastöðum og kona hans Ásdís Þorsteinsdóttir. Anna ólst að mestu leyti upp hjá Jóni Jónssyni í Bandagerði við Akureyri. Fluttist hann með Önnu til Skagafjarðar og dvaldi hjá henni til dánardags.
Maki: Sveinn Magnússon (1857-1926) bóndi. Þau eignuðust einn son. Bjuggu á Stekkjarflötum 1883-1893, Tyrfingsstöðum 1893-1894 og á Egilsá 1894-1896. Sveinn kvæntist aftur.

Sigurður Sigurðsson (1879-1939)

  • S03292
  • Person
  • 15.09.1879-04.08.1939

Sigurður Sigurðsson, f. í Kaupmannahöfn 15.09.1879, d. 04.08.1939. Faðir hans var við nám í Danmörku en móðir hans var dönsk. Sigurður fór til Íslands á vegum föður síns sem drukknaði þegar hann var fimm ára gamall. Eftir það ólst Sigurður upp hjá Birni M. Ólsen rektor Lærða skólans. Þar lærði Sigurður en hætti námi í 6. bekk. Sigurður lagði síðar stund á lyfjafræði bæði á Íslandi og erlendis. Sigurður var lyfsali í Vestmannaeyjum frá 1913-1931 en fluttist þá til Reykjavíkur og bjó þar til dauðadags. Hann var fyrsti lyfsali í Vestmannaeyjum og bjó hann að Arnarholti við Vestmannabraut. Hann nefndi húsið Arnarholt en áður hét það Stakkahlíð. Sigurður var einn af helstu hvatamönnum þess að Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað árið 1918. Sigurður var einn af máttarstólpum Björgunarfélagsins fyrstu ár þess og tók virkan þátt í starfi þess frá byrjun. Það var hann sem fór og keypti björgunarskip fyrir hönd félagsins og var skipið Þór fyrsta björgunar- og varðskip Íslendinga. Ljóð sín gaf Sigurður fyrst út í bók sem hét Tvístirnið. Eftir það hafa komið út fjórar útgáfur af ljóðum hans. Sigurður hafði einnig viðurnefnið slembir og skáld.
Maki: Anna Guðrún Pálsdóttir (1882-1959). Þau eignuðust eina dóttur.

Anna Guðrún Pálsdóttir (1882-1959)

  • S03291
  • Person
  • 16.08.1882-24.09.1959

Anna Guðrún Pálsdóttir (Guðrún Anna Pálsdóttir, skv. Íslendingabók) f. 16.08.1882, d. 24.09.1959. Foreldrar: sr. Páll Sigurðsson prestur, síðast í Gaulverjabæ (1839-1887), og kona hans Margrét Andrea Þórðardóttir (1841-1938).
Maki: Sigurður Sigurðsson (1879-1939), skáld og lyfsali. Þau eignuðust eina dóttur sem lést á þritugsaldri. Þau bjuggu í Arnarholti í Vestmannaeyjum (áður nefnt Stakkahlíð) þar sem Apótekið var í áratugi. Anna tók virkan þátt í félagslífi í Eyjum og var píanóleikari. Vegna lélegs heilsufars Sigurðar varð hann að hætta störfum og fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur í byrjun fjórða áratugarins.

Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965)

  • S03290
  • Person
  • 26.12.1883-18.07.1965

Anna Guðrún Þorleifsdóttir, f. 26.12.1883, d. 18.07.1965. Foreldrar: Þorleifur Þorleifsson bóndi í Brekkukoti og Miklabæ í Óslandshlíð (1850-1937) og kona hans Elísabet Magnúsdóttir (1845-1931). Þau bjuggu á Miklabæ þegar Anna fæddist.
Maki: Jóhann Gunnarsson (1880-1962). Þai eignuðust þrjú börn en áður átti Jóhann dóttur með Guðrúnu Ástvaldsdóttur. Jóhann og Anna bjuggu á parti í Utanverðunesi 1907-1908, í Garði 1908-1913, Bjarnastöðum í Unadal 1914-1927, Enni í Viðvíkursveit 1927-1928 og á Krossi 1928-1962, en þá lést Jóhann. Ekki er getið um hvort Anna dvaldi þar áfram þau þrjú ár sem hún átti ólifuð.

Jóhann Gunnarsson (1880-1962)

  • S03289
  • Person
  • 20.08.1880-27.08.1952

Jóhann Gunnarsson, f. að Egg í Hegranesi 20.08.1880, d. 27.08.1962 á Sauðárkróki. Foreldrar: Gunnar Ólafsson síðar bóndi í Keflavík í Hegranesi og kona hans Arnbjörg Hannesdóttir.
Bóndi í Utanverðunesi (á parti) 1907-1908, í Garði 1908-1913, á Bjarnastöðum í Unadal 1914-1927, í Enni í Viðvíkursveit 1927-1928, á Krossi 1928-1962.
Kona: Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965) frá Miklabæ í Óslandshlíð. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Jóhann dóttur með Guðrúnu Ástvaldsdóttur.

Gunnlaugur Jóhannsson (1914-2006)

  • S03288
  • Person

Gunnlaugur Jóhannsson, f. á Bjarnastöðum í Unadal 19.04.1914, d. 02.06.2006 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhann Gunnarsson síðast bóndi á Krossi í Óslandshlíð (1880-1962) og kona hans Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965). Gunlagur bjó fyrstu æviár sín á Bjarnastöðum en flutti með foreldrum og systkinum að Krossi í Óslandshlíð árið 1928. Þau fluttustu síðan til Sauðárkróks ásamt móður sinni eftir andlát Jóhanns og bjuggu saman á Freyjugötu 40 meðan heilsa leyfði. Gunnlaugur starfaði við vegavinnu og fiskvinnu.

Arnbjörn Jóhannsson (1910-1985)

  • S03287
  • Person

Arnbjörn Jóhannsson, f. 09.10.1910, d. 11.01.1985. Foreldrar: Jóhann Gunnarsson (1880-1985) og Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965). Var búsettur á Sauðárkróki, ókvæntur og barnlaus.

Reimar Helgason (1902-1970)

  • S00589
  • Person
  • 27.05.1902-21.11.1970

Reimar Helgason, f. að Kirkjuhóli í Seyluhrepp27.05.1902, d. 21.11.1970. Foreldrar: Helgi Guðnason og fyrri kona hans, Sigurbjörg Jónsdóttur. Reimar ólst upp í foreldrahúsum á Kirkjubóli þar til hann missti móður sína 12 ára gamall, þá fór hann í fóstur til Jóhanns Sigurðssonar og Sigurlaugar Ólafsdóttur á Löngumýri. Varð hann síðan vinnumaður þar í áraraðir og síðar lausamaður. Árið 1942 keypti hann jörðina Bakka í Vallhólmi en var alltaf viðloða Löngumýrarheimilið og sá t.d. um rekstur rafstöðvarinnar þar. Reimar var ókvæntur og barnlaus.

Kristinn Helgason (1899-1971)

  • S00886
  • Person
  • 29. 07.1899 -18.08.1971

Kristinn Helgason, f. 27.07.1899, d. 18.08.1971. Foreldrar: Helgi Guðnason bóndi á Kirkjuhóli og fyrri kona hans, Sigurbjargar Jónsdóttur. Bóndi á Kúskerpi í Blönduhlíð (1931-1932), í Litladal (1933-1935), á Minni-Ökrum (1935-1938), í Borgargerði í Norðurárdal (1939-1943), á Bakka í Vallhólmi (1943-1945) á Íbishóli (1945-1951), bjó eftir það um tíma að Fremsta-Gili í Langadal og svo í Varmahlíð, síðast á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Kvæntist Sólrúnu Sigurðardóttur frá Grundargerði í Blönduhlíð, þau eignuðust ekki börn.

Anna Helgadóttir (1905-1974)

  • S00885
  • Person
  • 2. 06.1905 -28.06.1974

Anna Helgadóttir, f. 09.06.1905, d. 28.06.1974. Foreldrar: Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932) bóndi í Kirkjuhóli í Seyluhreppi og fyrri kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir.
Anna var verkakona, búsett á Akureyri. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á Kirkjuhóli í Seyluhreppi 1901-1914, en það ár lést móðir Önnu. Faðir hennar eignaðist síðar börn með bústýru sinni. Þau bjuggu á Kirkjuhóli árið sem Anna fæddist en fluttust ári síðar að Kolgröf og bjuggu á parti þar, síðan á Þröm 1916-1925 og á Miðsitju 1926-1931. Þá brá hann búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð.
Maki: Júlíus Davíðsson (1905-1986), verkamaður á Akureyri. Fósturdóttir þeirra er Valdís Brynja Þorkelsdóttir (1946-), systurdóttir Önnu. Þá ólst dóttir Júlíusar, Sigrún Margrét Júlíusdóttir, upp hjá þeim frá 12 ára aldri, en móðir hennar var Margrét Sigurrós SIgfúsdóttir.

Jóhanna Birna Helgadóttir (1911-1990)

  • S00888
  • Person
  • 6. júlí 1911 - 21. desember 1990

Jóhanna Birna Helgadóttir, f. að Kirkjuhóli í Seyluhreppi 06.07.1911, d. 21.12.1990. Foreldrar: Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932) og fyrri kona hans, Sigurbjörg Jónsdóttir (1871-1914). Þau bjuggu á Kirkjuhóli árið sem Birna fæddist en fluttust ári síðar að Kolgröf og bjuggu á parti þar, síðan á Þröm 1916-1925 og á Miðsitju 1926-1931. Þá brá hann búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð. Birna missti móður sína þegar hún var þriggja ára gömul en Helgi tók sér bústýru, Maríu Guðmundsdóttur, og eignaðist með henni börn. Hún gekk börnum hans einnig í móðurstað. Fjórtán ára gömul fluttist Birna til Akureyrar og dvaldi í vistum hjá skyldfólki sínu. Það ár missti hún föður sinn. Árið 1935 réðist hún í kaupavinnu að Fremstagili í Langadal. Þar bjó Hilmar, sem síðar varð eiginmaður hennar.
Maki: Hilmar Arngrímur Frímannsson. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu allan sinn búskap á Fremstagili.
Birna var hgmælit og félagslind og tók þátt í starfi kvenfélagsins í sveitinni.

Anna Friðriksdóttir (1909-1993)

  • S01357
  • Person
  • 22. desember 1909 - 2. janúar 1993

Anna Friðriksdóttir, f. 22.12.1909, d. 02.01.1993. Fædd og uppalinn á Akureyri. Móðir: Þorbjörg Sigurgeirsdóttir (1879-1970). Húsfreyja á Sauðárkróki 1930. Kvæntist Jóni Nikódemussyni hitaveitu- og vatnsveitustjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust fimm börn.

Alfreð Jónsson (1921-2011)

  • S02758
  • Person
  • 5. ágúst 1921 - 22. mars 2011

Alfreð Jónsson, f. að Stóru-Reykjum í Fljótum. Foreldrar: Jóns Guðmundsson, f. 1900 og Helga Guðrún Jósefsdóttir, f. 1901. Alfreð var elstur 13 barna þeirra. Maki: Viktoría Lilja Guðbjörnsdóttir, f. 20.10.1924. Þau eignuðust sex börn, en eitt dó í fæðingu. Alfreð ólst upp í foreldrahúsum í Fljótum. Fyrstu árin í Neðra-Haganesi, þá í Dæli og árið 1929 fluttist fjölskyldan í Móskóga. Vorið 1940 flutti hann með foreldrum sínum að Molastöðum. Hann fór ungur að vinna fyrir sér og aðstoða á heimili foreldra sinna. Alfreð og Lilja hófu búskap á Reykjarhóli 1944 og bjuggu þar til 1973, er Guðmundur sonur þeirra tók við búinu. Meðfram búskapnum stundaði Alfreð ýmis störf til sjós og lands, átti m.a. vörubíl sem hann vann á við gerð Skeiðsfossvirkjunar. Eftir að þau hættu að búa fluttu þau að Nýrækt í Fljótum og þaðan til Siglufjarðar en Alfreð vann þá hjá Vegagerð ríkisins á sumrin og var til sjós á veturna. Hann vann áfram hjá Vegagerðinni eftir að þau fluttu á Sauðárkrók 1978 og sigldi á millilandaskipum Sambandsins nokkra vetur. Einnig átti hann trillu eftir að hann hætti störfum vegna aldurs. Alfreð starfaði talsvert að félagsmálum, sat m.a. í hreppsnefnd Holtshrepps og var í stjórn Landssambands smábátaeigenda um tíma. Á efri árum sat hann við skriftir og skrifaði þætti í Skagfirskar æviskrár og endurminningaþætti sem sumir birtust í Skagfirðingabók. Einnig lauk hann við að rita endurminningar sínar og gefa út fyrir fjölskyldu og vini. Þegar Alfreð og Lilja fluttu á Sauðárkrók byggði hann hús að Fornósi 9 og bjó þar til dánardags.

Alda Valdimarsdóttir (1911-1970)

  • S01581
  • Person
  • 01.07.1911-02.02.1970

Alda Valdimarsdóttir, f. 01.07.1911, d. 02.02.1970. Faðir: Valdimar Jónsson sjómaður á Sauðárkróki. Öldu átti hann áður en hann giftist Guðrún Ólafía Frímannsdóttir.
Maki: Magnús Bjarnason (1914-1995). Voru búsett á Stokkseyri.

Adolf Ingimar Björnsson (1916-1976)

  • S01376
  • Person
  • 28. febrúar 1916 - 3. febrúar 1976

Adolf Ingimar Björnsson, f. í Vestmannaeyjum 28.02.1916, d. 03.02.1976. Foreldrar: Björn Erlendsson, formaður og Stefanía Jóhannsdóttir, húsmóðir. Adolf lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1937. Hann tók sveinsprófið í rafvirkjun 1939 og varð löggiltur rafvirkjameistari árið 1945. „Háspennupróf tók hann árið 1949 og féll leyfisbréf til háspennuvirkjunar sama ár. Á árunum 1938—1949 starfaði Adolf sem rafvirkjasveinn og meistari í Reykjavik, og m.a. á þeim árum var hann um skeið við framkvæmdir við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum og á Siglufirði. 15. mars 1949 réði hann sig sem rafveitustjóra til Rafv. Sauðárkróks og starfaði sem slíkur til dauðadags. Samhliða því var hafði Adolf eftirlit með raflögnum í Skagafjarðarsýslu frá 1950 til 1959. Adolf var mikill áhugamaður um eflingu iðnfyrirtækja í Skagafirði og var mikill baráttumaður fyrir vatnsvirkjunum á Norðurlandi vestra. Adolf var mjög virkur í félagsstarfi ýmis konar. Til dæmir var Adolf ritari í Félagi ísl. rafvirkja 1944 til 1945. Formaður iðnaðarmannafélags Sauðárkróks 1952 til 1968. Þá var hann formaður stjórnar félagsheimilisins Bifrastar á Sauðárkróki 1953-1958, í stjórn Sambandi íslenskra rafveitna 1960, 1962, 1974 til 1976. Adolf tók virkan þátt í starfi Rotary og Frímúrarareglunnar á Íslandi."
Þann 28. febrúar 1947, kvæntist Adolf Stefáníu Önnu Frimannsdóttur, frá Austara-Hóli i Fljótum. Þeim var ekki barna auðið en Stefanía átti fyrir einn son sem Adolf gekk í föðurstað.

Jóhann Jóhannesson (1870-1914)

  • S00982
  • Person
  • 29.07.1870-04.11.1914

Jóhann Jóhannesson, f. 23.07.1870, d. 04.11.1914. Móðir: Guðlaug Hannesdóttir (04.10.1845-04.07.1882).
Skósmiður og kaupmaður. Bóndi í Jóhannshúsi, Sauðárkrókssókn 1901. Húsbóndi í Reykjavík 1910.

Eðvald Eilert Friðriksson Möller (1875-1960)

  • S03216
  • Person
  • 28.10.1875-24.02.1960

Eðvald Eilert Friðriksson Möller, f. 28.10.1875 á Skagaströnd, d. 24.02.1960 á Akureyri. Foreldrar: Friðrik E. Möller, síðar póstmeistari á Akureyri og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir. Eðvald varð stúdent frá Lærða skólanum 1896. Fór eftir það til náms í læknisfræði í Kaupmannahöfn en lauk því námi ekki. Heimkominn stofnaði hann Sápuverksmiðju. Þegar þeim rekstri lauk gerðist hann verslunarmaður hjá Ólafi Árnasyni á Stokkseyri. Eftir það stundaði hann verslunarstörf til æviloka, m.a. í Haganesvík í Fljótum. Eftir að konan hans féll frá árið 1946 bjó hann í skjóli barna sinna, lengst af hjá dóttur sinni á Akureyri.
Maki: Pálína Margrét Jóhannesdóttir Möller, f. 26.12.1871, d. 22.06.1946. Þau eignuðust fjögur börn.

Friðrik Valgeir Guðmundsson (1898-1974)

  • S03237
  • Person
  • 13.10.1898-26.06.1974

Friðrík Valgeir Guðmundsson, f. að Bræðrá á Sléttuhlíð 13.10.1898, d. 26.06.1974.
Foreldrar: Þórleif Valgerður Friðriksdóttir og Guðmundur Anton Guðmundsson. Hann var yngstur af þremur systkinum. Á unglingsárum fór hann tvo vetur í gagnfræðaskóla á Siglufirði. Árið 1922 fluttist hann að Höfða á Höfðaströnd ásamt foreldrum sínum og tók þar við búsforráðum. Er Þóra kona hans lést af barnförum brá Friðrik búi og flutti til Reykjavíkur. Þar gerðist hann tollvörður þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Maki 1: Þóra Jónsdóttir frá Stóragerði í Óslandshlíð (18.09.1908-13.04.1937). Þau eignuðust einn son.
Maki 2: Guðríður Hjaltesteð (08.09.1914-). Þau eignuðust tvo syni.

Sigurður Eiríksson (1922-2010)

  • S00927
  • Person
  • 14.12.1922-01.02.2010

Sigurður Haukur Eiríksson fæddist á Sauðárkróki 14. desember 1922. Foreldrar hans voru hjónin Eiríkur Kristjánsson, kaupmaður á Akureyri og María Þorvarðardóttir. Sigurður kvæntist 15. júní 1950 Auði Ingvarsdóttur tannsmíðameistara, f. 1922 á Norðfirði, þau eignuðust tvö börn. ,,Sigurður ólst upp á Akureyri. Hann fór í Menntaskólann á Akureyri og síðan í verslunarskóla í Kaupmannahöfn. Að námi loknu starfaði hann fyrst í Bandaríkjunum, en eftir heimkomuna starfaði hann sem skrifstofustjóri hjá IBM og aðalbókari hjá Loftleiðum og síðar hjá Flugleiðum. Sigurður var íþróttamaður og lagði einkum stund á sund. Hann tók þátt í starfi og uppbyggingu KA og var formaður þess árið 1945."

Ellert Símon Jóhannsson (1890-1977)

  • S03195
  • Person
  • 14.10.1890-19.02.1977

Ellert Símon Jóhannsson, f. í Þorsteinsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi 14.10.1890, d. 19.02.1977. Foreldrar: Jóhann Jóhannsson bóndi í Þorsteinsstaðakoti og kona hans Þuríður Símonarsdóttir. Árið 1899 fluttust þau að Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi og þar ólst Ellert upp til fullorðinsára, ásamt níu systkinum. Ungur fór hann í Hvítárbakkaskóla.
Maki (giftust árið 1910): Ingibjörg Sveinsdóttir frá Hóli í Sæmundarhlíð. Þau hófu búskap á Hóli í Sæmundarhlíð og síðar í Holtsmúla. Þau eignuðust sex börn og ólu upp eina kjördóttur, Hafdísi Ellertsdóttur, f. 1944.
Ellert var einn af stofnfélögum Ungmennafélagsins í Lýtingsstaðahreppi. Tók þátt í ýmsum félagsmálum og átti m.a. sæti í hreppsnefnd í mörg ár. Stóð um árabil í fjárkaupum fyrir Sláturfélag Skagfirðinga. Rak stórgripaslátrun og kjötsólu og á seinni
árum sveitaverslun i dálitlum stíl.

Þorbjörn Árnason (1948-2003)

  • S02253
  • Person
  • 25. júlí 1948 - 17. nóv. 2003

Þorbjörn Árnason fæddist á Sauðárkróki 25. júlí árið 1948. Foreldrar: Þorbjörg Þorbjörnsdóttir og Guðbjartur S. Kjartansson bifreiðastjóri. Kjörforeldrar Þorbjörns frá fyrsta ári voru Árni Þorbjörnsson fv. kennari og lögfræðingur á Sauðárkróki, og Sigrún Sigríður Pétursdóttir, húsfreyja og skrifstofumaður. ,,Þorbjörn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1968, lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1974 og hlaut lögmannsréttindi 1983. Hann starfaði hjá bæjarfógetanum á Sauðárkróki og sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu frá árinu 1974 til 1985, þar af aðalfulltrúi síðustu fimm árin. Þorbjörn gerðist framkvæmdastjóri sútunarverksmiðjunnar Loðskinns á Sauðárkróki 1985 og gegndi því starfi til 1990. Hann rak eftir það eigin lögmannsstofu á Sauðárkróki í nokkur ár en frá 1998 var hann með slíkan rekstur í Reykjavík auk þess að reka fyrirtækið Markfell ásamt eiginkonu sinni. Þorbjörn var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Sauðárkróks árin 1978-1990, þar af forseti bæjarstjórnar í tvö kjörtímabil. Á þeim tíma sat hann í fjölmörgum nefndum og ráðum fyrir sveitarfélagið og Sjálfstæðisflokkinn. Undanfarin ár gegndi Þorbjörn ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Landssamtök hjartasjúklinga og sat í stjórn samtakanna frá árinu 1998 sem varaformaður. Átti hann m.a. sæti í stjórn og framkvæmdaráði SÍBS og var um skeið stjórnarformaður Múlalundar."
Þorbjörn var tvíkvæntur. Fyrri eiginkona hans er Þórdís Þormóðsdóttir meinatæknir, þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona Þorbjörns er Birna Sigurðardóttir, hún átti einn son fyrir.

Sölvi Jónsson (1879-1944)

  • S02628
  • Person
  • 24. ágúst 1879 - 10. okt. 1944

Sölvi fæddist að Völlum í Vallhólmi. Foreldrar: Jón Stefánsson bóndi á Völlum, Skinþúfu og víðar og Ragnheiður Þorfinnsdóttir. Sölvi ólst upp með foreldrum sínum, þar til faðir hans og hálfbræður fluttust til vesturheims um aldamótin 1900. Eftir 1896 dvaldist Halldór Einarsson áður bóndi á Íbishóli, á Völlum og hjá honum lærði Sölvi járnsmíði. Árið 1900 réðst hann vinnumaður til sr. Jóns Magnússonar sem fluttist að Ríp í Hegranesi. Frá Ríp fluttist Sölvi til Sauðárkróks árið 1902 og bjó þar til dánardægurs. Fyrstu árin stundaði Sölvi járnsmiði en vorið 1907 bað Gránufélagið hann að fara til Akureyrar og kynna sér gæslu og viðhald mótorvéla. Samningar tókust um þetta og tók Sölvi við vélstjórn á bát félagsins "Fram", er hann kom til Sauðárkróks sumarið 1907 og hafði hann það starf á hendi til ársins 1914, er báturinn var seldur til Hríseyjar. Nokkru síðar var keyptur til Sauðárkróks vélbáturinn Hringur og var Sölvi vélstjóri á honum á sumrum og fram á haust. 1922 gerðist han gæslumaður og stöðvarstjóri við rafstöð, sem fékk afl sitt frá mótorvélum. Árið 1933 er reist vatnsaflstöð fyrir Sauðárkrók og tók hann við stjórn þeirrar stöðvar og hafði hana á hendi til ársins 1942, að hann lét af störfum vegna veikinda. Sölvi kvæntist Stefaníu Marínu Ferdinandsdóttur frá Hróarsstöðum í Vindhælishreppi, þau eignuðust sjö börn ásamt því að ala upp bróðurson Stefaníu.

Hjálmar Pálsson (1904-1983)

  • S03193
  • Person
  • 03.03.1904-15.04.1983

Hjálmar Pálsson, fæddur 03.03.1904 (05.03. skv. kirkjubók) á Stafni í Deildardal, d. 15.04.1983 í Hafnarfirði. Foreldrar: Páll Ágúst Þorgilsson bóndi í Stafni og síðar á Brúarlandi í Deildardal og kona hans Guðfinna Ásta Pálsdóttir. Hjálmar fluttist með foreldrum sínum frá Stafni að Brúarlandi aðeins eins ár að aldri og ólst þar upp í hópi margra systkina. Faðir hans dó 1925, aðeins 52 ára gamall. Eftir það bjó Hjálmar með móoður sinni og Þorgils bróður sínum á Brúarlandi 1925-1928. Þá fluttist hann að Kambi og kvæntist árið etir Steinunni frændkonu sinni. Mun hann hafa haft ítök í Brúarlandi næstu tvö árin og er þar opinberlega talinn bóndi, en 1930 tekur hann alfarið við búi á Kambi er Hjálmar tengdafaðir hans bregðu búi. Hjálmar var svo búsettur að Kambi til ársins 1982, er hann fór til Hafnarfjarðar til barna sinni. Var hann þá orðinn heilsulaus og lést vorið eftir. Steinunn kona hans lést árið 1942 frá sjö ungum börnum en Hjálmar hélt áfram búskap og ól upp börnin og tóku yngstu dæturnar að sér húsmóðurhlutverkið barnungar. Tvö barnanna voru tekin í fóstur í nærliggjandi bæjum. Í rúm 20 ár bjó Hjálmar félagsbúi ásamt Páli syni sínum og Erlu konu hans en þau flutti til Sauðárkróks 1976 og síðustu 3-4 árin var Hjálmar einn á Kambi. Var hann þá með annan fótinn á Háleggsstöðum hjá Þórönnu dóttur sinni.
Maki: Steinunn Hjálmarsdóttir (11.06.1905-15.07.1942). Þau eignuðust tíu börn. Tvö dóu úr kíghósta á fyrsta ári og eitt lést samdægurs.

Bjarni Jónsson (1863-1934)

  • S01696
  • Person
  • 11.08.1863-17.10.1934

Bjarni Jónsson, f. á Kimbastöðum í Borgarsveit, 11.08.1863 , d. 17.10.1934 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Bjarnason, síðast bóndi í Hólkoti á Reykjaströnd og kona hans Helga Sölvadóttir frá Steini á Reykjaströnd.
Bjarni ólst upp í foreldrahúsum til 18 ára aldurs. Þá gerðist hann vinnumaður hjá Þorleifi Jónssyni á Reykjum á Reykjaströnd. Ári síðar fluttist hann til Sauðárkróks og bjó þar til dánardags. Gerði hann út báta til fiskjar og fuglaveiða á Drangeyjarfjöru og var um áratugi sigmaður í Drangey, einkum á Lambhöfða. Var hann "eyjarkongur" til margra ára, nokkurs konar umsjónarmaður eyjarinnar, kosinn af sýslunefnd. Bjarni var mikill söngmaður og var um langt skeið í kirkjukór Sauðákrókskirkju. Tók einnig þátt í leikstarfsemi og lék m.a. hlutverk Skugga-Sveins í samnefndu verki.
Maki: Guðrún Ósk Guðmundsdóttir. Þau eignuðust ekki börn en fósturbörn þeirra voru:
Guðrún Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Jónassonar húsmanns á Sauðárkróki og Sigurlaugar Jónsdóttur. Guðrún fluttist til Noregs og lést þar.
Óskar Bjarni Stefánsson, sonur Stefáns Jónssonar verkamanns á Sauðárkróki sem síðar fluttist til Vesturheims og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur.

Eysteinn Bjarnason (1902-1951)

  • S00208
  • Person
  • 26.06.1902-05.10.1951

Fæddur í Reykjavík, alinn upp frá tveggja ára aldri hjá ömmubróður sínum Pálma Péturssyni og k.h. Helgu Guðjónsdóttur á Sjávarborg, síðar á Sauðárkróki. Lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands vorið 1920 og fór eftir það til Þýskalands í framhaldsnám í verslunarrekstri. Starfaði síðan sem kaupmaður og sparisjóðsformaður á Sauðárkróki. Kvæntur Margréti Hemmert frá Skagaströnd, þau eignuðust þrjú börn.

Abel Jónsson (1898-1953)

  • S02707
  • Person
  • 18. apríl 1898 - 25. des. 1953

Abel Jónsson, f. 18.04.1898 í Brautarholti í Svarfaðardal. Foreldrar: Jón Jónsson og Margrét Jóhannsdóttir. Abel var fyrsta árið hjá móður sinni að Brautarholti en hjá foreldrum sínum á Hrísum í Svarfaðardal 1898-1900. Fór þá í fóstur til Sigurjóns Jónassonar og Kristínar Stefánsdóttur sem síðast bjuggu að Sæbóli í Aðalvík. Um tvítugt kom Abel í Skagafjörð og var þar vinnumaður á Heiði í Gönguskörðum, síðan á Veðramóti. Flutti til Sauðárkróks 1923. 25 ára að aldri. Stundaði þar sjómennsku og einnig í tvö ár á Dalvík. Fór aftur til Sauðárkróks og starfaði m.a. sem matsveinn á síldarbátum nokkur sumur. Maki: Gunnhildur Andrésdóttir, f. 22.08.1887 á Tyrfingsstöðum á Kjálka. Þau eignuðust ekki börn en tóku að sér fósturdóttur.

Lára Michelína Sigurðardóttir (1899-1967)

  • S01138
  • Person
  • 11. júní 1899 - 30. nóv. 1967

Foreldrar: Sigurður Pálsson héraðslæknir á Sauðárkróki og k.h. Þóra Gísladóttir. Húsfreyja í Reykjavík. Kvæntist Friðriki Ólafssyni skólastjóra Stýrimannaskólans.

Sigurður Pálsson (1869-1910)

  • S00800
  • Person
  • 24.06.1869-10.10.1910

Héraðslæknir á Sauðárkróki, f. á Miðdal í Laugardal, Árness., drukknaði 1910 í Laxá milli Refasveitar og Skagastrandar. Sigurður varð stúdent árið 1890 útskrifaður úr Læknaskólanum 1894 með 1. einkunn. Var á spítölum í Khöfn 1894-1895. Settur Héraðslæknir í Skagafirði 1896. Byggði sér íbúðarhús á Sauðárkróki er hann bjó í til æviloka. Þegar hann kom til S.króks var þar ekkert sjúkraskýli. Hann varð því að koma þeim sjúklingum fyrir í íbúðarhúsum í kauptúninu. Gekk það misjafnlega eins og eðlilegt var. Sigurður beitti sér fyrir því ásamt fleiri áhugamönnum að byggt væri allstórt og myndarlegt sjúkrahús á Króknum. Var byggingin fullgerð 1906. Kvæntist Þóru Gísladóttur frá Reykjavík, þau eignuðust tvö börn.

Guðlaug Sigurðardóttir (1893-1950)

  • S03276
  • Person
  • 25.12.1893-15.08.1950

Guðlaug Sigurðardóttir, f. á Dæli í Sæmunarhlíð 25.12.1893, d. 15.08.1950. Foreldrar: Sigurður Jónsson bóndi í Litlu-Gröf á Langholti og kona hans Gunnvör Guðlaug Eiríksdóttir. Guðlaug ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Dæli en síðan að Litlu-Gröf. Var hún hjá þeim lengst af þangað til hún fór sjálf að búa að Geirmundarstöðum. Hálfan vetur var hún á hússtjórnarskóla í Reykjavík, eftir áramótin 1916. Guðlaug hélt áfram búskap á Geirmundarstöðum eftir lát manns síns með aðstoð Valtýs bróður síns og Sigurðar tengdaföður síns, en hann lést 1925. Sumarið 1931 varð hún að bregða bí eftir að taugaveiki hafði komið upp á heimliinu. Eftir aðgerðir vegna þessa stóð hún uppi nánast allslaus. Um haustið fóru hún og dóttir hennar að Stóru-Gröf til Jórunnar systur hennir en veturinn eftir fór Guðlaug að Páfastöðum. Vorið 1932 fór hún á Sauðárkrók og réðist fyrst sem þvottakona á sjúkrahúsið og starfaði þar í þrjú ár. Einnig gekk hún í umönnunarstörf þar. Árið 1935 réði hún sig svo í sem vinnukonu hjá Haraldi Júlíussyni kaupmanni en fór svo að Geirmundarstöðum vorið eftir þegar mágkona hennar veiktist af berklum. Þar var hún síðan nánast til æviloka.
Maki: Sigurður Sigurðsson (13.02.1897-23.12.1922). Þau eignuðust eina dóttur.

Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir (1883-1919)

  • S01204
  • Person
  • 2. september 1883 - 14. desember 1919

Dóttir Sveins Jónssonar og Hallfríðar Sigurðardóttir á Hóli í Sæmundarhlíð. Húsfreyja á Bessastöðum og á Egg í Hegranesi. Kvæntist Gísla Konráðssyni og eignuðust þau níu börn, af þeim komust sjö á legg. Sigríður lést þegar yngstu börnin, tvíburar, voru aðeins fjögurra ára gömul.

Þórhildur Ingibjörg Jakobsdóttir (1912-1996)

  • S01682
  • Person
  • 29. feb. 1912 - 19. ágúst 1996

Þórhildur Ingibjörg Jakobsdóttir fæddist á Skúf í Norðurárdal. Móðir hennar var Hallfríður Sigurðardóttir og faðir hennar Jakob Frimannsson. Þórhildur var aðeins sex mánaða gömul er faðir hennar lést úr berklum. Sigurlaug Sigurðardóttir og Ólafur Björnsson á Árbakka tóku Þórhildi þá til fósturs og ólu hana upp sem sitt eigið barn. Þórhildur giftist árið 1938 Guðmundi Torfasyni frá Kollsvík í Strandasýslu, þau eignuðust þrjú börn og voru alla sína búskapartíð búsett í Reykjavík.

Steinunn Jónsdóttir (1850-1932)

  • S01072
  • Person
  • 20. september 1850 - 20. ágúst 1932

Var á Hvanneyri, Hvanneyrarsókn, Eyj. 1860. Húsfreyja á Mælifelli, Lýtingsstaðahr. Skag. Hamarsgerði, Nautabúi, Reykjum í Tungusveit og síðast á Akureyri.

Guðmundur Þorvaldsson (1815-1875)

  • S03285
  • Person
  • 1815-01.10.1875

Guðmundur Þorvaldsson (1815-1875) bóndi á Auðnum í Sæmundarhlíð
Guðmundur fæddist árið 1815 í Litlu-Gröf í Staðarhreppi. Foreldrar: Þorvaldur Þorvaldsson (1780-1848) bóndi í Litlu-Gröf og Margrét Guðmundsdóttir (1791-1845), húsfreyja í Litlu-Gröf. „Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum barnahóp. Hann var elstur bræðra sinna og fór þegar eftir fermingu í vistir, var allvíða. Síðast var hann húsmaður á Hafsteinsstöðum og kom sér upp nokkrum bústofni. Reisti bú á hluta af Sólheimum og bjó þar 1863-64 og Auðnum 1864-68. Brá þá búi og var þar húsmaður næstu tvö ár. Aftur bóndi á Auðnum 1870-74. Er þá orðinn sjúklingur, fluttur að Sólheimum og andast þar á næsti ári ...“ (Skagf. æviskrár 1850-1890 I, 83).
Eiginkona Guðmundar var Guðbjörg Evertsdóttir (1830-1921). Faðir: Evert Jónsson bóndi í Mýrakoti á Höfðaströnd og víðar. Móðir: Sæunn Sigurðardóttir/Guðmundsdóttir vinnukona.
Guðmundur og Guðbjörg áttu tvö börn sem komust á legg en áður hafði Guðbjörg átt börn með Jóni Árnasyni bónda í Sólheimum. Öll börn Guðbjargar fluttu vestur um haf. Guðbjörg gerði það einnig árið 1887 og lést þar árið 1921.

Jón Stefánsson (1836-1906)

  • S03284
  • Person
  • 03.02.1836-26.02.1906

Jón Stefánsson (1836-1901) bóndi á Skinþúfu.
Jón fæddist í Tumabrekku 2. febrúar 1836. Foreldrar: Stefán Jónsson (1809-1866) sem var lengst af bóndi á Garðshorni á Höfðabrekku og fyrstu konu hans, Guðríðar Sveinsdóttur (1795-1843). Jón ólst upp hjá foreldrum sínum í Garðshorni en missti móður sína unga að árum. Jón er bóndi á Ingveldarstöðum í Hjaltadal 1865-66, Borgarseli 1866-67, Holtsmúla 1867-76, Völlum 1876-91 og Skinþúfu 1891-1900. Brá búi og flutti til Kanada ásamt nokkru af sínu fólki, þá orðinn ekkjumaður. Er skráður sem bóndi í Gimli, Selkirk, Manitoba árið 1901 og á Fiskilæk í Arborg, Manitoba.
Eiginkona: Kristín Sölvadóttir (1829-1886). Foreldrar hennar voru Sölvi Þorláksson (1797-) bóndi á Þverá í Hrolleifsdal og Halldóra Þórðardóttir. Þau áttu fjögur börn saman sem öll komust á legg.
Jón átti þrjú börn með Ragnheiði Þorfinnsdóttur (1842-1927).
Jón lést í Kanada 26. febrúar 1906.

Jón Árnason (1815-1859)

  • S03282
  • Person
  • 1815-1859

Jón Árnason bóndi í Sólheimum í Sæmundarhlíð. Jón fæddist árið 1815 á Fjalli í Sæmundarhlíð. Faðir: Árni Helgason (1760-1831) bóndi á Fjalli. Móðir: Guðrún Þorvaldsdóttir, ógift vinnukona á Fjalli, síðar húsfreyja á Auðnum í Sæmundarhlíð.
Jón ólst upp á Fjalli hjá föður sínum og eiginkonu hans, Margréti Björnsdóttur en móðir hans var ráðskona á Fjalli allt til ársins 1829. Jón vann á búi föður síns þar til faðir hans andaðist árið 1831. Þá var hann vinnumaður hjá móður sinni og stjúpa á Auðnum 1831-1843. Bjó í Sólheimum 1843 og bjó þar til æviloka. Eiginkona hans var Valgerður Klemenzdóttir (1790-1861). Hún var þrígift og var Jón þriðji maður hennar. Þau áttu ekki börn saman en fyrir átti Jón dóttur með Sigríði Gísladóttur og tvö börn með fylgikonu sinni Guðbjörgu Evertsdóttur.
Annar maður Valgerðar var Björn Árnason, hálfbróðir Jóns. Eftir lát Björns bjó Valgerður ekkja í Sólheimum 1838 til 1843 þegar hún giftist Jóni. Jón deyr 8. Desember 1831. Valgerður tók við búrekstrinum og bjó þar til hún andaðist 21. Janúar 1861.

Árni Gísli Gíslason (1833-1908)

  • S03281
  • Person
  • 08.10.1833-08.09.1908

Árni Gísli Gíslason fæddist 8. október 1833. Faðir: Gísli Árnason (1794-?) bóndi á Ketu og Rein í Rípurhreppi og Hjaltastaðakoti í Akrahreppi. Móðir: Málfríður Guðmundsdóttir (1796-5.8.1859), húsfreyja á sömu stöðum. Ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt tveimur systkinum. Árið 1856 flytja þau frá Ketu að Rein. Gísli, faðir Árna, deyr 3. ágúst 1855 og tók þá Málfríður við bústjórn en synir hennar tveir, Árni og Gísli eru ráðsmenn hjá henni. Árið 1859 flytja þau frá Rein að Hjaltastaðakoti í Akrahreppi en Málfríður deyr það sama ár þann 5. ágúst. Upp úr 1860 flytur Árni frá Hjaltastaðakoti (nú Grænumýri) til Suðurnesja. Árið 1870 býr Árni á Hvalnesi í Hvalsnessókn í Gullbringusýslu ásamt konu sinni, Málfríði Jónsdóttur (24.1.1841-3.4.1891),stundum ritað Málmfríður, og tveimur börnum; Halldóru og Magnúsi. Árni er titlaður „hreppstjóri“ og virðist lifa af fiskveiðum. Árið 1880 býr Árni og fjölskylda á Lönd í Hvalsnessókn í Gullbringusýslu. Bæðst hefur í barnahópinn sem nú eru orðin sex. Árni og Málfríður búa þar enn árið 1890 ásamt börnunum sex. Ári síðar, eða 3. apríl 1891 deyr Málfríður. Árið 1901 er Árni skráður til heimilis hjá syni sínum, Magnúsi sem nú býr í Guðfinnuhúsi í Sauðárkrókssókn ásamt konu sinni, Kristínu Sigurðardóttur og syni þeirra Árna Georg. Halldóra dóttir Árna flyst einnig í Skagafjörðinn en hún var gift Friðriki Árnasyni, sjómanni á Sauðárkróki, syni Árna Árnasonar verts á Sauðárkróki.
Árni Gíslason deyr 8. September 1908.

Þórarinn Magnússon (1819-1878)

  • S03280
  • Person
  • 13.10.1819-18.06.1878

Þórarinn Magnússon er fæddur 13. október 1819 í Presthvammi þar sem foreldrar hans þá bjuggu. Faðir: Magnús Ásmundsson (1787-1843) bóndi og hreppstjóri á Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu og víðar. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir (1794-1862), húsfreyja á Halldórsstöðum og víðar.
Þórarinn ólst upp hjá foreldrum sínum til tvítugs en þá fer hann frá Halldórsstöðum og að Grenjaðarstað þar sem hann var „meðalasveinn“ séra Jóns Jónssonar sem fékkst við lækningar. Þórarinn dvaldi í fjögur ár á Grenjaðarstað og lagði þar stund á nám í skrift, reikningi, dönsku og fleira. Guðrún Jónsdóttir (1821-1886) frá Hóli í Sæmundarhlíð (systir Jóns Jónssonar hreppstjóra á Hóli) dvaldi á sama tíma á Grenjaðarstað en hún var frænka séra Jóns. Svo fór að Guðrún og Þórarinn giftust 6. Júní 1842. Svaramenn þeirra voru Magnús Ásmundsson, faðir Þórarins og Þorleifur Bjarnason bóndi í Vík í Sæmundarhlíð, stjúpi Guðrúnar.
Árið 1843 fluttu Guðrún og Þórarinn að Bessastöðum í Sæmundarhlíð en hún hefur líklega erft jörðina eftir Jón Oddsson afa sinn. Þar bjuggu þau til ársins 1849 er þau fluttu að Halldórsstöðum í Laxárdal. Þegar þau bjuggu á Bessastöðum var Sigríður systir Þórarins send þangað til dvalar en hún hafði eignast barn í lausaleik. Svo fór að Sigríður og Jón Jónsson, albróðir Guðrúnar, giftust. Önnur systir Þórarins, Hólmfríður Magnúsdóttir, giftist svo Bjarna Þorleifssyni í Vík í Sæmundarhlíð en hann var hálfbróðir (sammæðra) Guðrúnar konu Þórarins. Tengsl og samneyti milli þessara tveggja ætta var því mikill.
Þórarinn og Guðrún eignuðust 7 börn sem komust á legg.
Þórarinn dó á Halldórsstöðum þann 18. Júní 1878.

Metúsalem Magnússon (1832-1905)

  • S03279
  • Person
  • 05.12.1832-06.03.1905

Metúsalem Magnússon var fæddur á Halldórsstöðum í Laxárdal 5. mars 1832. Faðir: Magnús Ásmundsson, hreppstjóri og bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir, húsfreyja á Halldórsstöðum. Þegar Metúsalem var níu ára missti hann föður sinn. Ólst hann upp hjá móður sinni sem þá tók við búrekstrinum. Um tvítugt nemur hann jarðyrkjustörf, af manni sem hafði numið slíkt í Danmörku. Fékkst Metúsalem við þau störf vor og haust en átti heimili hjá móður sinni. Á veturnar kenndi hann unglingum skrift og reikning.
Þegar Metúsalem er 25 ára flytur hann norður á Langanesstrandir. Hann kvæntist Þorbjörgu Þórsteinsdóttur á Bakka í Skeggjastaðasókn í Norður-Múlasýslu og bjuggu þau þar. Fimm árum eftir að þau giftust deyr Þorbjörg. Þau eignuðust tvö börn; Magnús sem dó í bernsku og Sigríði Björg Metúsalemsdóttur (09.04.1863-15.08.1939).
Árið 1869 kvæntist Metúsalem Karólínu Soffíu Helgadóttur (10.07.1848-19.03.1920) frá Helluvaði við Mývatn. Fyrst um sinn bjuggu þau á Bakka en árið 1870 fluttu þau frá Bakka og að Helluvaði þar sem þau tóku við búi. 1879 fluttu þau að Einarsstöðum í Reykjadal. Síðustu æviárin bjó Metúsalem á Arnarvatni við Mývatn.
Metúsalem og Karólínu eignuðust tvö börn; Benedikt og Halldóru.
Metúsalem dó 6. mars 1905.

Árni Jónsson (1913-1972)

  • S02100
  • Person
  • 21. apríl 1913 - 10. okt. 1972

Fæddur á Vatni á Höfðaströnd, sonur Amalíu Sigurðardóttur frá Víðivöllum og fyrri manns hennar Jóns Kristbergs Árnasonar. Bóndi, organisti og stöngstjóri á Víðimel í Seyluhreppi. Kvæntist Hallfríði Báru Jónsdóttur frá Hóli í Sæmundarhlíð. Þau bjuggu alla sína búskapartíð á Víðimel og eignuðust fimm börn.

Jón Jónsson (1820-1904)

  • S03278
  • Person
  • 09.03.1820-24.11.1904

Jón Jónsson var fæddur á Bessastöðum í Sæmundarhlíð í Skagafirði 9. mars 1820. Faðir: Jón Jónsson húsmaður á Bessastöðum ( ) en hann drukknaði við selaveiðar. Móðir: Guðbjörg Þorbergsdóttir (1796-1883).
Guðbjörg giftist aftur. Eiginmaður hennar var Þorleifur Bjarnason frá Hraunum í Fljótum en þau bjuggu á Bessastöðum og Vík. Jón og Guðrún systir hans ólust upp hjá móður sinni og stjúpa. Jón erfði talsvert fé eftir Jón Oddsson afa sinn sem hann nýtti til að kaupa Hól í Sæmundarhlíð. Þar var hann bóndi 1849 til 1886. Bjó svo á Bessastöðum 1886 til 1894 og frá 1896 til æviloka. Jón var talinn var einn af bestum bændum í Staðarhrepp. Hann var hreppstjóri Staðarhrepps 1859 til 1863 og hreppsnefndaroddviti sama hrepps 1874 til 1880. Jón keypti Bessastaði 1880 og flutti þangað 1886 þegar sonur hans, Sveinn, tók við búi á Hóli. Jón dó 24. nóvember 1904 á Bessastöðum.
Jón kvæntist Sigríði Magnúsdóttur árið 1849. Sigríður (1828-1912) var frá Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Faðir: Magnús Ásmundsson, hreppstjóri og bóndi á Halldórsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir.
Sigríður og Jón eignuðust átta börn saman en fyrir átti Sigríður eina dóttur.

Ásgrímur Jónsson (1917-1986)

  • S00311
  • Person
  • 8.6.1917-25.3.1986

"Hann missti móður sína, Filippíu Konráðsd., þegar hann var aðeins tveggja ára gamall. Eftir fráfall hennar var honum kom- ið í fóstur hjá vandalausu fólki, því möguleikar voru ekki miklir fyrir einstæðan efnalítinn föður að hafa tvo unga drengi hjá sér. Ekki er ólíklegt að móðurmissirinn hafi haft varanleg áhrif á Ásgrím, svo ungur sem hann var. En þegar faðir hans kvæntist aftur, árið 1927, eftirlifandi konu sinni, Maríu Hjálmarsdóttur tók hann Ásgrím og eldri bróður hans Þorgrím til sín aftur. Áttu þeir því heimili hjá föður sínum og stjúpmóður fram til þess tíma er þeir stigu út í hringiðu lífsins og hófu sjálfstæða lífsbaráttu. Ásgrímur kaus að mennta sig. Hann hóf skólagöngu 17 ára gamall, enda greindur vel og átti létt með að læra. Þræddi hann menntaveginn eins stíft og fjárhagur hans leyfði. Skólagöngu hans lauk er hann út- skrifaðist úr búnaðarháskóla í Ohio. Þegar heim kom, árið 1947, réðist hann til starfa hjá rannsóknarstofn- un Háskólans að Úlfarsá í Mosfells- sveit. Þar lét hann af starfi þremur árum síðar. Flutti hann þá að Laug- arvatni og byggði þar íbúðarhús og gróðurhús. Starfaði hann við gróður- húsræktun á eigin vegum til ársins 1973. Þá tók hann við tilraunastöð landbúnaðarins að Korpu í landi Korpúlfsstaða og veitti henni for- stöðu til dauðadags."

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)

  • S00144
  • Person
  • 31.05.1929-22.09.2017

Árni Ásgrímur Blöndal, f. 31.05.1929, d. 22.09.2017. Foreldrar: Jóhanna Árnadóttir Blöndal frá Geitaskarði í A-Húnavatnssýslu og Jean Valgard Blöndal kaupmaður. Maki: María Kristín Sigríður Gísladóttir, frá Eyhildarholti, f. 04.08.1932. Þau eignuðust ekki börn en tóku að sér bróðurson Árna, Kristján Þórð Blöndal. Árni ólst upp á Sauðárkróki og gekk þar í barnaskóla. Fór síðan í Héraðsskólann í Varmahlíð og stundaði nám við Iðnskólann á Sauðárkróki árið 1954. Foreldrar hans voru hótelhaldarar á Villa Nova á Sauðárkróki og ráku jafnframt bókaverslun Kr. Blöndal. Vann Árni á þessum stöðum frá unga aldri og kom síðar að rekstrinum með foreldrum sínum. Árið 1955 keypti hann bókabúðina og rak hana ásamt konu sinni allt til ársins 1982. Tók einnig við starfi flugvallarvarðar af föður sínum árið 1965 og gegndi því til 1996. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í félagslífi bæjarins. Stundaði laxveiði og bridge. Var einn af brautryðjendum frímúararreglunnar á Sauðárkróki og félagi í Rótarýklúbbi Sauðárkróks. Var virkur í Félagi eldri borgara og söng í Kór eldri borgara. Mikill áhugamaður um tónlist og hagmæltur og eftir hann liggja vísur sem m.a. hafa birst í vísnahorni Morgunblaðsins.

Hólmar Magnússon (1914-1995)

  • S02550
  • Person
  • 14. okt. 1914 - 8. júlí 1995

Hólmar var fæddur á Sauðárkróki. Hann ólst upp hjá ömmu sinni, Málfríði Friðgeirsdóttur og manni hennar Þorkeli Jónssyni. Hólmar var stýrimaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og vann sem slíkur í mörg ár. Hann var einnig húsasmiður að mennt og starfaði lengi á verkstæði Leikfélags Reykjavíkur.

Þórarinn Jónsson (1870-1944)

  • S03253
  • Person
  • 06.02.1970-05.09.1944

Fæddur í Geitagerði í Skagafirði 6. febrúar 1870, dáinn 5. september 1944. Foreldrar: Jón Þórarinsson bóndi þar og kona hans Margrét Jóhannsdóttir húsmóðir. Faðir Hermanns Þórarinssonar varaþingmanns. Lauk Búfræðiprófi frá Hólum 1890. Kennari við Hólaskóla 1893–1896. Bústjóri á Hjaltabakka 1896–1899, síðan bóndi þar til æviloka. Sáttamaður í héraði yfir 30 ár, formaður sáttanefndar frá 1937. Hreppstjóri frá 1906 til æviloka. Oddviti Torfalækjarhrepps frá því um aldamót til 1920. Í fræðslunefnd 1908–1930, lengst af formaður. Í stjórn Kvennaskólans á Blönduósi rúm 30 ár, formaður skólastjórnar frá 1920 til æviloka. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1926. Skipaður 1927 í yfirfasteignamatsnefnd. Kosinn 1927 í milliþinganefnd í landbúnaðarmálum. Konungkjörinn alþingismaður 1905–1908, alþingismaður Húnvetninga 1911–1913 og 1916–1923, alþingismaður Vestur-Húnvetninga 1923–1927 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn). Sagði af sér þingmennsku 1908. Varaforseti sameinaðs þings 1924–1926.

Björn Hafliðason (1863-1939)

  • S01869
  • Person
  • 9. júlí 1864 - 27. okt. 1939

Foreldrar: Hafliði Finnbogason og k.h. Guðrún Steingrímsdóttir á Hamri í Fljótum. Björn var í foreldrahúsum til 11 ára aldurs, en fór þá til Siglufjarðar og var þar smaladrengur og við aðra snúninga. Fermdur í Hvanneyrarkirkju. Upp úr því fluttist hann að Heiði í Sléttuhlíð til Jóhannesar föðurbróður síns og var þar í 3 ár. Síðan vinnumaður hjá Jóni Jónassyni að Syðri Á í Ólafsfiðri um 9 ára skeið, síðan hjá Jakobi b. og útgm í Hornbrekku og konu hans Önnu Einarsdóttur. Kynntist þar verðandi konu sinni, Engilráð Einarsdóttur. Voru þau hjónin fyrstu búskaparár sín í húsmennsku í Hornbrekku í Ólafsfirði, en fluttust síðan að Brimnesi í sömu sveit og bjuggu þar í 3 ár á hluta af jörðinni. Síðan í Barðsgerði í Haganeshreppi 1896-1898, í Borgargerði 1898-1907, á Sigríðarstöðum 1907-1923, Mið-Mói 1923-1925. Brugðu þá búi og fluttust til Ólafsfjarðar. Voru þar í 2 ár, en fóru þá til Siglufjarðar og höfðu þar heimili ásamt sonum sínum til æviloka. Samfara búskapnum stundaði Björn sjómennsku. Björn og Engilráð eignuðust níu börn og ólu einnig upp bróðurdóttur Björns.

Björn Jónsson (1902-1989)

  • S00228
  • Person
  • 20.12.1902-24.04.1989

Var fæddur í Bæ á Höfðaströnd. Foreldrar hans voru Jón Konráðsson b. og hreppstjóri og Jófríður Björnsdóttir. Björn tók snemma þátt í félag- og skemmtanalífi og var til að mynda einn af 18 stofnendum Ungmennafélagsins Höfðstrendings 1918. Einnig söng Björn í kirkjukór Hofskirkju frá fermingaraldri til sextugs. Björn útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólaskóla vorið 1922. Hann var við íþróttanám hjá Jóni Þorsteinssyni íþróttakennara í Reykjavík veturinn 1926 ásamt því að vinna í byggingarvinnu við grunn Landspítalans. 1927-1928 kenndi Björn glímu og aðrar íþróttir á námskeiðum á vegum ungmennafélagana á Sauðárkróki, Hofsósi, Ólafsfirði og Dalvík. Björn var bóndi í Bæ 1926-1963, fyrstu fjögur árin í sambýli við foreldra sína. Björn tók ríkan þátt í öllum félagsmálum, Sat í stjórn Búnaðarfélags Hofshrepps í 34 ár, var einn af stofnendum Búnaðarsambands Skagfirðinga og sat þar lengi í stjórn, formaður Fóðurbirgðafélags Hofshrepps 1938-1967 og formaður Nautgriparæktarfélags Hofshrepps. Í hreppsnefnd Hofshrepps 1932-1965, fjallskilastjóri Upprekstrarfélags Unadalsafréttar, formaður Ungmennafélagsins Höfðstrendings 1918-1932 og í stjórn Sjúkrasamlags Hofshrepps 1946-1972. Björn var hreppstjóri Hofshrepps í rúm 30 ár eða frá 1952-1983. Björn kvæntist Kristínu Ingibjörgu Kristinsdóttur, þau eignuðust sjö börn og áttu þrjú fósturbörn.

Guðbrandur Jónsson Valsberg (1877-1941)

  • S02238
  • Person
  • 5. sept. 1877 - 5. des. 1941

Guðbrandur Jónsson Valsberg. Íslendingabók segir Guðbrand vera fæddan 5. september 1877. Í manntölum kemur fram að hann hafi fæðst í Reykjavíkursókn. Árið 1880 er hann skráður sem niðursetningur á Húsabakka í Glaumbæjarsókn í Skagafirði. Líklega er hann skráður niðursetningur á Grófargili árið 1890
Árið 1899 kvænist hann Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) ekkju Gríms Grímssonar bónda í Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd. Virðist hún hafa búið sem húskona að Rein í Hegranesi stuttu áður en þau giftust. Guðbrandur og Theodóra fluttu til Reykjavíkur með börn hennar af fyrri samböndum. Í manntalinu 1901 er hann (þá nefndur Jón Guðbrandur Jónsson), ásamt Theodóru, skráður til heimilis í Melbæ í Reykjavík. Árið 1910 er Theodóra skráð til heimilis ... ásamt

og hann hafi verið ,,...húsbóndi í Reykjavík 1910 og 1913. Verslunarmaður, síðar verkamaður í Hafnarfirði." Erfitt er að finna hann í manntalinu vegna ruglings með nafnið hans. "Jón Guðbrandur Jónsson" er húsbóndi á Melbæ í Reykjavík árið 1901, þá giftur Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) en hann er þó sagður búa á Bakka í Sauðárkrókshreppi árið 1920 en er þá fráskilinn. Fæðingardagur hans er líka eitthvað á reiki. Í manntalinu 1920 er hann sagður fæddur 23.09.1878. Í minningu (ljóð) er birtist um hann í Morgunblaðinu 16.04.1942 er hann sagður fæddur 23.09.1879. Árið 1911 tilkynnir hann í Lögréttu að hann ætli að taka upp nafnið Valsberg.

Jakob Einarsson (1902-1987)

  • S03275
  • Person
  • 09.01.1902-18.07.1987

Jakob Einarsson, f. á Varmalandi í Sæmundarhlíð 09.01.1902, d. 18.07.1987 á Sauðárkróki. Foreldrar: Einar Jónsson bóndi á Varmalandi og kona hans Rósa Gísladóttir. Jakob ólst upp á heimili foreldra sinna og vann að búi þeirra. Eftir að faðir hans lést 1922 stóð Jakob fyrir búinu með móur sinni til vors 1923 en þá brugðu þau búi og Jakob fór í Valadal á Skörðum þar sem hann var meira og minna næstu þrjú árin. Sama haust fór hann í Hólaskóla og lauk þaðan prófi 1925. Einnig sótti hann plægingarnámskeið og stundaði plægingar fyrir bændur. Árið 1929 kvæntist hann og hóf búskap á hluta Víðimýri. Árið eftir keypti hann Dúk í Sæmundarhlíð og bjó þar til æviloka.
Maki: Kristín Jóhannsdóttir (25.10.1900-10.09.1965). Þau eignuðust þrjú börn.

Konráð Konráðsson (1868-1951)

  • S03274
  • Person
  • 14.12.1868-22.01.1951

Konráð Konráðsson, f. á Marbæli á Langholti 14.12.1868, d. 22.01.1951 á Skarðsá. Foreldrar: Konráð Jóhannesson bóndi á Ytra-Skörðugili og kona hans Filippía Gísladóttir.
Konráð fluttist vorið 1890 að Skarðsá í Sæmundarhlíð með foreldrum sínum og tók þar við búsforráðum er Gísli bróðir hans fluttist að Egg. Var bóndi á Skarðsá 1904-1951. Bjó fyrst með móður sinni en eftir andlát hennar 1928 tók Pálína dóttir hans við bústjórninni og hélt henni meðan hann lifði. Konráð kvæntist ekki en eignaðist þrjú börn.
Barnsmóðir 1: Steinunn Stefánsdóttir (22.07.1876-28.06.1931). Þau eignuðust tvö börn.
Barnsmóðir 2: Halldóra Sigvaldadóttir (12.01.1876-08.10.1913). Þau eignuðust eina dóttur.

Karl Valdimar Konráðsson (1897-1976)

  • S03273
  • Person
  • 25.12.1897-28.10.1976

Karl Valdimar Konráðsson, f. á Skarðsá í Sæmundarhlíð 25.12.1897, d. 28.10.1976 á Auðnum í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Konráð Konráðsson bóndi á Skarðsá og barnsmóðir hans Steinunn Stefánsdóttir, þá vinnukona á Skarðsá. Karl ólst upp hjá móður sinni í ýmsum stöðum fyrstu fjögur æviárin en var þá látinn í fóstur í Litlu-Gröf til Guðlaugar Eiríksdóttur og Sigurðar Jónssonar. Árið 1904 hóf faðir hans búskap á Skarðsá ásamt Sigurbjörgu móður sinni og tók börn sín þá til sín. Hjá þeim ólst Karl upp þar til hann hóf sjálfur búskap á Auðnum 1928. Þá kom til hans sem ráðskona hálfsystir hans, Anna Guðrún Stefanía Sveinsdóttir, síðar húsfreyja á Varmalandi í Sæmundarhlíð. Að tveimur árum liðnum réðist til hans uppeldissystir hans, Sigríður María Jóhannesdóttir (20.11.1882-04.08.1965). Alllöngu síðar fluttist svo einnig til þeirra Vigdís Jóhannesdóttir, hálfsystir Sigríðar. Voru þær báðar þar til heimilis til æviloka. Uppeldissonur Karls og Sigríðar var Valdimar Stefán Eiríksson (19.12.1921-05.02.1942), sonur Eiríks Sigurgeirssonar og Kristínar Vermundardóttur.

Eiríkur Sigurgeirsson (1891-1974)

  • S02859
  • Person
  • 24.09.1891-13.05.1974

Eiríkur Sigurgeirsson, f. 24.09.1891 á Miðsitju í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurgeir Jónsson húsmaður í Vík í Staðarhreppi og kona hans Ólína Jónsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, þar til þau slitu samvistir árið 1899. Fyrst eftir það var hann að mestu leyti hjá móður sinni en síðan á ýmsum bæjum í Staðarhreppi. Bóndi í Hólkoti (Birkihlíð) í Víkurtorfu 1912-1913, á Auðnum 1920-1928, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1928-1934, á Bessastöðum í sömu sveit 1934-1938, í Vatnshlíð 1938-1963. Var hjá Valdimar bróður sínum á Blönduósi 1963-1964, á Freyjugötu 17 á Sauðárkróki 1964-1973. Eiríkur var alblindur allmörg síðustu árin og var illa haldinn af heymæði. Maki: Kristín Karólína Vermundardóttir, f. á Sneis í Laxárdal fremri. Þau eignuðust 13 börn.

Elísabet Davíðsdóttir (1864-1950)

  • S03272
  • Person
  • 07.07.1864-02.09.1950

Elísabet Davíðsdóttir, f. á Sneis á Laxárdal 07.07.1864, d. 02.09.1950. Húsfreyja á Dæli í Sæmundarhlíð frá 1890.
Maki: Önundur Jónasson (1846-1928). Þau eignuðust eina dóttur.

Bjarni Hólm Þorleifsson (1895-1937)

  • S03271
  • Person
  • 25.11.1893-10.07.1937

Bjarni Hólm Þorleifsson, f. 25.11.1895 (1893 skv. Sk.æv.), d. 10.07.1937. Foreldrar: Þorleifur Bjarnason (1859-1910) bóndi í Sólheimum og kona hans Ingibjörg Árnadóttir (1867-1954). "Bústjóri hjá móður sinni, mikill efnismaður." Ógiftur og barnlaus.

Anton Grímur Jónsson (1882-1931)

  • S03248
  • Person
  • 11.12.1882-26.04.1931

Anton Grímur Jónsson, f. að Garði í Ólafsfirði 11.12.1882, d. 26.04.1931 á Siglufirði. Foreldrar: Jón Gunnlaugsson bóndi að Garði, síðast að Mjóafelli í Stíflu og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Anton ólst upp hjá foreldrum sínum og vandist snemma algengri sveitavinnu. Stóð hugur hans snemma að smíðum og varð hann lagtækur smiður. Anton var bóndi að Deplum 1907-1920 er hann fluttist að Reykjum í Ólafsfirði og var þar til 1924. Flyst þá að Nefsstaðakoti (nú Nefstöðum) og bjó þar til dauðadags, fyrst sem leiguliði en keypti síðar jörðina. Stefanía kona hans hélt áfram búskap eftir lát hans til 1934 er Jónas sonur hennar tók við búsforráðum.
Maki: Jónína Stefanía (15.05.1881-24.04.1954). Foreldrar: Jónas Jósafatsson síðast bóndi á Knappstöðum og fyrri kona hans Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir frá Móskógum. Þau eignuðust sex börn en misstu eitt þeirra ungt. Einnig eignuðust þau fósturbarnið Stefaníu Guðnadóttur.

Sveinn Hallfreður Sigurjónsson (1907-1994)

  • S03268
  • Person
  • 30.01.1907-22.01.1994

Sveinn Hallfreður Sigurjónsson, f. 30.01.1907, d. 22.01.1994. Foreldrar: Sigurjón Jónasson bóndi í Hólkoti og á Skefilsstöðum og kona hans Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir. Hann eignaðist tvo syni með Kristínu Baldvinsdóttur (f. 12.12.1909-15.01.1979)

Björn Símonarson (1892-1952)

  • S03267
  • Person
  • 19.12.1892-09.05.1952

Björn Símonarson, f. á Hofstöðum í Viðvíkursveit 19.12.1892, d. 09.05.1952 í Reykjavík. Foreldrar: Símon Björnsson bóndi í Hofstaðaseli og kona hans, Anna Björnsdóttir. Foreldrar hans slitu samvistir árið 1914 og Símon gerðist lausamaður og fjármaður á Hólum en Anna giftist aftur Þórði Gunnarssyni á Lóni í Viðvíkursveit.
Björn ólst að mestu upp á Hofstöðum til 8 ára aldurs, en síðan hjá foreldrum sínum í Hofstaðaseli. Hann settist í búnaðarskólann á Hólum haustið 1917 og lauk þaðan brottfararprófi vorið 1919. Eftir það vann hann ýmis störf þar til hann hélt til Noregs haustið 1920 og vann þar á búgarði í sex mánuði og kynnti sér landbúnaðarstörf. Eftir það fór hann til verklegs náms í landbúnaðarháskólann í Ási og nam þar til haustsins 1921. Þaðan fór hann til Danmerkur og vann á búgarði til vorsins 1922 er hann fór um nokkurra mánaða skeið í landbúnaðarskólann í Korinth á Fjóni og síðan um haustið í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hann prófi sumarið 1925.
Vorið 1925 réðist Björn til Ræktunarfélags Norðurlands og sem trúnaðarmaður fyrir Búnaðarfélag Íslands og starfaði nær eingöngu fyrir þessi félög til ársins 1931. Þá réiðist hann til Sambands nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar og gerðist árið 1932 jafnframt ráðunautur Búnaðarsambands Eyjafjarðar.. Haustið 1934 var hann settur kennari við Bændaskólann á Hólum og jafnframt skólastjóri 1934-1935 í afleysingum. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum um ævina, var m.a. hreppsnefndaroddviti Viðvíkurhrepps. Var í stjórn Búnaðarfélags Hólahrepps og annar aðalendurskoðandi Kaupfélags Skagfirðinga í mörg ár. Árið 1940 var hann skipaður í fyrsta tilraunaráð búfjárræktar. Björn var kennari á Hólum í 18 ár. Hann las sér mikið til um dýralækningar og stundaði þær nokkuð. Björn hóf búskap í Kýrholti og var síðar eitt ár á eignarjörð sinni Enni. Meðan hann bjó á Akureyri og samhliða kennslunni á Hólum ræktaði hann jafnan hross í Enni. Heima á Hólum bjó hann líka með nokkurn bústofn.
Maki: Lilja Gísladóttir frá Kýrholti (25.03.1898-07.02.1970). Þau eignuðust þrjú börn.

Jón Steinmóður Sigurðsson (1877-1932)

  • S03265
  • Person
  • 11.07.1877-14.01.1932

Jón Steinmóður Sigurðsson, f. að Hrauni í Öxnadal 11.07.1877, d. 14.01.1932 í Grundarkoti. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson bóndi í Þverbrekku á Öxnadal og Guðrún Einarsdóttir, þá ekkja á Hrauni. Jón var fermdur frá Bægisá 1892 og fluttist með móður sinni frá Hólum í Öxnadal að Flatatungu. Hann var bóndi á Tyrfingsstöðum 1899-1900, Grundarkoti 1909-1913, Tungukoti 1913-1922 og Grundarkoti 1926-1932.
Maki: Oddný Hjartardóttir (24.09.1888-03.05.1963). Þau eignuðust sjö börn en tvö þeirra dóu ung.

Jónas Jósafatsson (1856-1932)

  • S03264
  • Person
  • 27.08.1856-15.07.1932

Jónas Jósafatsson, f. að Hvarfi í Víðidal 27.08.1856, d. 15.07.1932 að Knappsstöðum. Foreldrar: Jósafat Helgason bóndi í Reykjum í Miðfirði og Jóhanna Davíðsdóttir frá Hvarfi. Ungur missti Jónas móður sína og ólst upp í skjóli móður sinnar og móðurafa. Móðir hans giftist aftur, Bendikt Jónassyni á Mið-Grund og víðar. Jónas fór snemma að vinna fyrir sér í vinnumennsku á ýmsum stöðum, aðallega í Skagafirði. Hann hóf búskap með fyrri konu sinni á Móskógum og bjó þar 1881-1884. Brá þá búi um eins árs skeið. Var bóndi á Bakka á Bökkum 1885-1896, brá aftur búi og fór að Felli í Sléttuhlíð og síðan með sinni konu sinni að Laugalandi. Bjó aftur á Bakka 1900-1911, á Þverá í Hrollleifsdal 1911-1914. Brugðu þá búi um skeið og voru í húsmennsku á ýmsum stöðum 1914-1918. En árið 1918 hófu þau búskap á Hreppsendaá í Ólafsfirði og voru þar í þrjú ár, þá á Móafelli í Stíflu 1921-1924 og á Knappsstöðum 1924-1929. Var Jónas síðan í skjóli Kristrúnar dóttur sinnar þar til hann lést.
Maki 1: Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1895). Þau eignuðust fjögur börn en misstu tvö þeirra í bernsku.
Maki 2: Lilja Kristín Stefánsdóttir (26.12.1879-01.12.1945). Þau eignuðust níu börn.

Jón Jóakimsson (1890-1972)

  • S03263
  • Person
  • 01.10.1890-31.10.1972

Jón Jóakimsson, f. á Melbreið í Stíflu 01.10.1890, d. 31.10.1972 í Reykjavík. Foreldrar: Jóakim Guðmundsson bóndi í Hvammi í Fljótum og kona hans Sigurlína Sigurðardóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum þar til hann hafði aldur til að sjá fyrir sér sjálfur. Vann þá vinnu sem bauðst til lands og sjávar og var m.a. á hákarlaskipum sem gerðu út frá Kljáströnd við Eyjafjörð. Var um skeið vinnumaður hjá Guðmundi Ólafssyni og Svanfríði Jónsdóttur sem bhuggu í Stóra-Holti í Fljótum og kynntist þar konu sinni. Jón var einn af stofnendum Ungmennafélags Holtshrepps árið 1919 og tók virkan þátt í starfi þess fyrstu árin. Vorið 1922 tóku Jón og Guðný á leigu hluta af Hólum og bjuggu þar í tvö ár en þegar Guðný veiktist af berklum fór hún á Kristneshæli og átti þaðan ekki afturkvæmt. Jón hætti þá búskap og börnunum var komið í fóstur.
Vorið 1928 hóf Jón búskap á Húnsstöðum í Stíflu með seinni sambýliskonu sinni og bjó þar til 1933, á Gili 1933-1935, á Skeiði 1935-1938, á Sléttu 1939-1941, á Illugastöðum 1942-1943, á Sléttu 1944-1949, í Árósum við Miklavatn 1949-1957. Jón kenndi ungur vanheilsu en var þó að mestu við við búskap þessi ár. Vann einnig við vegarlagningu yfir Siglufjarðarskarð og virkjunarframkvæmdir við Skeiðsfoss. Haustið 1957 fluttist hann til Reykjavíkur og bjó hjá syni sínum og tengdadóttur.
Maki 1: Guðný Ólöf Benediktsdóttir (27.05.1891-07.09.1927). Þau eignuðust einn son. Fyrir átti Guðný tvo syni, en hún var ekkja eftir Berg Jónsson á Lundi í Stíflu.
Maki 2: Ingibjörg Arngrímsdóttir (05.08.1887-12.06.1977). Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Ingibjörg uppkomna dóttur með Jóni G. Jónssyni í Tungu.

Jónas Guðlaugur Antonsson (1909-1983)

  • S03262
  • Person
  • 14.08.1909-01.06.1983

Jónas Guðlaugur Antonsson, f. á Deplum í Stíflu 14.08.1909, d. 01.06.1983 í Reykjavík. Foreldrar: Anton Grímur Jónsson bóndi á Deplum og Nefstöðum og kona hans Stefanía Jónasdóttir. Jónas ólst upp í foreldrahúsum til 15 ára aldurs en þá fór hann í vinnu til Siglufjarðar og lærði trésmíðar. Árið 1931 féll faðir hans frá og féll þá í hans hlut að standa fyrir búi með móður sinni. Nokkru síðar tók hann við búsforráðum á Nefstöðum tils ársins 1936 er hann fluttist til Ólafsfjarðar þar sem hann bjó næstu 18 árin. Þá fluttist hann til Siglufjarðar og dvaldi þar í átta ár þar til hann fluttist til Kópavogs árið 1961. Lengst af starfaði hann við trésmíðar og á fullorðinsaldri, eða árið 1962, tók hann sveinspróf í þeirri grein.
Maki: Hólmfríður Guðleif Jónsdóttir (03.04.1913-21.01.1972) frá Ólafsfirði. Þau eignuðust tvö börn, en annað þeirra lést samdægurs. Einnig ólu þau upp systurdóttur Hólmfríðar, Margréti Jónfríði Helgadóttur upp. Kom hún til þeirra tveggja ára gömul.

Björn Stefánsson (1896-1982)

  • S03261
  • Person
  • 08.08.1896-12.05.1982

Björn Stefánsson, f. á Hóli í Siglufirði 08.08.1896, d. 12.05.1982 á Sauðárkróki. Foreldrar: Stefán Magnússon bóndi í Grafargerði (í landi Skarðsdals) og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum við almenn sveitastörf og stofnaði heimili í sambýli við tengdaforeldra sína á Stóru-Þverá fyrstu þrjú árin, en þar bjó hann 1925-1965. Samhliða vann hann þá vinnu sem bauðst innan sveitar, aðallega við vegagerð. Einnig vann hann við byggingu Skeiðsfossvirkjunar 1942-1946. Björn tók virkan þátt í starfsemi Ungmennafélags Holtshrepps.
Maki: Karólína Sigríður Kristjánsdóttir (21.05.1902-28.07.1951) ljósmóðir. Þau eignuðust tvö börn.
Eftir að Karólína féll frá bjó Björn með Þóru Pálsdóttur frá Hvammi í FLjótum (06.11.1901-04.04.1982). Kom hún til hans í Stóru-Þverá 1951 og bjuggu þau þar til 1964 er þau fluttu að Garði í Hegranesi til Sigurjóns sonar Björns og Þórunnar, seinni konu hans. Þar voru þá til ársins 1975 er þau fluttu á Sauðárkrók.

Sigurbjörn Bogason (1906-1983)

  • S03260
  • Person
  • 03.09.1906-08.11.1983

Sigurbjörn Bogason, f. á Minni-Þverá í Fljótum 03.09.1906, d. 08.11.1983 á Akureyri. Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson bóndi á Minni-Þverá og kona hans Kristrún Hallgrímsdóttir. Sigurbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum á ýmsum stöðum í Fljótum. Eftir fermingu dvaldist hann áfram hjá þeim og vann að búi þeirra þar til hann kvæntist. Hann sótti einnig tilfallandi vinnu, einkum vegavinnu. Var bóndi á Gili í Fljótum 1935-1936, í Nefstaðakoti í Stíflu 1936-1938, á Skeiði 1938-1950. Eins og margir Fljótamenn sótti hann vinnu við byggingu Skeiðsfossvirkjunar. Þegar Sigurbjörn brá búi fluttist hann til Siglufjarðar og keypti húsið Nefstaði að Lindargötu 17. Þá hóf hann sumarvinnu á söltunarstöð Kaupfélags Siglufjarðar en á veturna í Tunnuverksmiðju ríkisins. Þegar verksmiðjan brann árið 1964 var mannskapurinn sendur til vinnu í tunnuverksmiðju á Akureyri og var Sigurbjörn þeirra á meðal. Einnig vann hann í saltfiskverkun Ísafoldar og Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði en síðustu starfsárin vann hann í Áhaldahúsi Siglufjarðarkaupstaðar. Sigurbjörn var mikill söngmaður og lék einnig á harmónikku og var oft fenginn til að leika fyrir dansi.
Maki: Jóhanna Ragnheiður Antonsdóttir (09.12.1913-01.11.2004). Þau eignuðust sex börn. Auk þess ólu þau upp og ættleiddu systurdóttur Jóhönnu, Guðrúnu Steinunni.

Results 426 to 510 of 3772