Showing 551 results

Authority record
Reykjavík

Benedikt Waage (1889-1966)

  • S03087
  • Person
  • 14. júní 1889 - 8. nóv. 1966

Fæddur og uppalinn í Reykjavík. Benedikt lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands. Stórkaupmaður og forseti ÍSÍ. Benedikt var mikill íþróttamaður og var m.a. fyrstur manna til þess að synda frá Viðey til lands á innan við tveimur tímum. Maki: Elísabet Einarsdóttir, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Benedikt einn son. Þau skildu árið 1932.

Benedikt Sveinsson (1885-1927)

  • S01452
  • Person
  • 8. sept. 1885 - 4. júlí 1927

Sonur Sveins Sigvaldasonar b. á Steini á Reykjaströnd o.v., síðast á Sauðárkróki og f.k.h. Ingibjargar Hannesdóttur. Benedikt ólst upp á Sauðárkróki þar sem foreldrar hans bjuggu lengst af í Árbæ. Verkamaður í Reykjavík, ókvæntur en var heitbundinn Unu Pétursdóttur frá Sauðárkróki þegar hann lést. Átti einn son með austfirskri konu.

Benedikt Sigurjónsson (1916-1986)

  • S00046
  • Person
  • 24. apríl 1916 - 16. okt. 1986

Var á Skefilsstöðum 1930. Hæstaréttardómari og forseti hæstaréttar um tíma. Síðast búsettur í Reykjavík.

Ástrún Jónsdóttir Sívertsen (1915-1999)

  • S01293
  • Person
  • 24. mars 1915 - 27. október 1999

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen fæddist á Mælifelli í Skagafirði 24. mars 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Jórunn Hannesdóttir frá Skíðastöðum og Jón Sigfússon frá Mælifelli. Var á Sauðárkróki 1930. Kvæntist 26. október 1941 fyrri manni sínum, Sveini Steindórssyni, garðyrkjubónda frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi, þau eignuðust eina dóttur, þau bjuggu að Álfafelli í Hveragerði. Sveinn lést 1944. Seinni maður Ástrúnar var Marteinn Sívertsen, húsasmíðameistari og kennari, þau bjuggu í Reykjavík, þau áttu ekki börn saman en Marteinn átti fyrir einn son.

Ástríður Magnúsdóttir (1904-1990)

  • S02190
  • Person
  • 18. sept. 1904 - 3. apríl 1990

Fædd og uppalinn í Laxnesi í Mosfellsdal, dóttir Magnúsar Þorsteinssonar prests og k.h. Valgerðar Gísladóttur. Ung að árum fór hún til starfa á Hvanneyri og kynntist þar mannsefni sínu, Tómasi Jóhannssyni frá Möðruvöllum í Eyjafirði. Þau kvæntust árið 1924 og höfðu á árunum 1924-1927 jörðina Hlíð í Hjaltadal á leigu, en bjuggu þó ekki þar nema eitt sumar en höfðu húsfólk á jörðinni. Þau voru búsett á Hólum til 1929 er Tómas lést. Árið 1930 flutti Ásta með dætur sínar til móður sinnar að Svanastöðum við Mosfellsheiði, fóru síðan að Brúarlandi í Mosfellssveit. Þar starfaði Ásta við símavörslu á landssímastöðinni. Árið 1939 flutti hún til Reykjavíkur og bjó þar síðan. Í Reykjavík starfaði Ásta m.a. á Vöggustofunni að Hlíðarenda og á Hrafnistu. Ásta og Tómas eignuðust tvær dætur.
Maki 2: Páll Guðjónsson sérleyfishafi frá Stokkseyri. Þau skildu.
Maki 3: Júlíus Ágúst Jónsson bifreiðastjóri og sérleyfishafi úr Kjós.

Ásta Jónsdóttir (1909-1975)

  • S01966
  • Person
  • 10. okt. 1909 - 30. júní 1975

Foreldrar: Jón G. Erlendsson b. á Marbæli og k.h. Anna Rögnvaldsdóttir. Ásta ólst upp hjá foreldrum sínum á Marbæli. Hún var vetrartíma á unglinganámskeiði á Hólum og tvo vetrarparta við hússtörf í Reykjavík hjá Guðrúnu Lárusdóttur. Samkvæmt Íslendingabók var Ásta námsmey á Akureyri árið 1930. Árið 1939 kvæntist hún Ólafi Jónssyni ráðunaut frá Nautabúi á Neðribyggð. Þau bjuggu á Felli í Sléttuhlíð 1938-1941 og í Stóragerði 1945-1949 er Ólafur lést. Þá flutti Ásta til Sauðárkróks með börn þeirra. Árið 1956 fluttist hún til Reykjavíkur til að skapa börnum sínum meiri möguleika til menntunar. Sonurinn Jón hafði fengið heilahimnubólgu barn að aldri, sem varð þess valdandi að hann varð heyrnarlaus. Þar sem ekki voru þá skilyrði fyrir hann til framhaldsnáms eftir Heyrnleysingjaskólann á Íslandi kom hún honum í iðnnám í Noregi, og þar settist hann að. Ásta starfaði sem matráðskona hjá Landsíma Íslands í Reykjavík. Þau Ólafur eignuðust fjögur börn.

Ásmundur Jónsson (1899-1963)

  • S02213
  • Person
  • 6. júlí 1899 - 18. sept. 1963

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi, oddviti og sýslunefndarmaður á Skúfsstöðum og barnsmóðir hans Guðrún Þorsteinsdóttir. Ásmundur ólst upp á Skúfsstöðum. Hann fór ungur til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður danska sendiráðsins þar, en fékkst einnig af og til við verslunarstörf og fleira. Ásmundur dvaldist síðan lengi erlendis, mest í Danmörku og Þýskalandi og kvæntist þar 1938 vel menntaðri danskri söngkonu af pólskum og þýskum ættum, Irmu Weile. Eftir seinna stríðið fluttust þau heim til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Ásmundur gaf út þrjár ljóðabækur og starfaði einnig við blaðamennsku.

Ásmundur Eiríksson (1899-1975)

  • S01406
  • Person
  • 2. nóv. 1899 - 12. nóv. 1975

Skrifstofumaður í Yzta-Mó, Barðssókn, Skag. 1930. Heimili: Reykjarhóll. Forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins í Reykjavík.

Áskell Einarsson (1923-2005)

  • S03109
  • Person
  • 3. júlí 1923 - 25. sept. 2005

Fæddist í Reykjavík. Móðir hans var Ólafía Guðmundsdóttir og faðir hans var Einar Þorkelsson, skrifstofustjóri Alþingis. Uppeldisforeldrar Áskels frá sex ára aldri voru hjónin Jón Guðmundsson, móðurbróðir hans, bóndi á Brúsastöðum í Þingvallasveit og veitingamaður á Valhöll á Þingvöllum, og k.h. Sigríður Guðnadóttir. ,,Áskell lauk gagnfræðaprófi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði árið 1939 og síðar námi við Samvinnuskólann á Bifröst árið 1948. Að loknu námi réðst Áskell sem auglýsingastjóri við dagblaðið Tímann og starfaði þar til 1956. 1956-1958 starfaði Áskell sem fulltrúi á skrifstofu Raforkumálastjóra. Árið 1958 var Áskell ráðinn sem bæjarstjóri á Húsavík og starfaði þar til ársins 1966 þegar hann réðst sem framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Húsavíkur. Árið 1971 var Áskell ráðinn framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga (samtök sveitarfélaga á Norðurlandi) staðsett á Akureyri og starfaði þar út starfsævina eða til ársins 1993 en Fjórðungssambandið var þá lagt niður í þáverandi mynd. Áskell tók virkan þátt í félagsmálum. Eftir hann liggja ótal greinar um landsbyggðarmál ásamt ritinu Land í mótun, byggðaþróun og byggðaskipulag, sem kom út árið 1970."
Barnsmóðir: Sveinsína Jóhanna Jónsdóttir, þau eignuðust eina dóttur.
Maki 1: Þórný Þorkelsdóttir, þau eignuðust tvær dætur.
Maki 2: Áslaug Valdemarsdóttir, þau eignuðust tvö börn, fyrir átti Áslaug son.

Ásgeir Ásgeirsson (1894-1972)

  • S02709
  • Person
  • 13. maí 1894 - 15. sept. 1972

Ásgeir Ásgeirsson fæddist árið 1894 í Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lauk stúdentsprófi 1912 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1915. Hann stundaði framhaldsnám við háskólana í Kaupmannahöfn og Uppsölum 1916-1917. Kjörinn heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1961 og við Edinborgarháskóla 1967. Hann var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn 1923-1934, utanflokka 1934-1937 og fyrir Alþýðuflokkinn 1937-1952. Forseti Sameinaðs þings 1930-1931 og varaforseti þess 1928-1929. Fjármálaráðherra 1931-1932 er hann varð forsætis- og fjármálaráðherra og gegndi hann því starfi til 1934. Ásgeir var biskupsritari 1915-1916, bankaritari við Landsbankann í Reykjavík 1917-1918 og kennari við Kennaraskólann 1918-1927. Fræðslumálastjóri 1926-1931 og 1934-1938. Bankastjóri Útvegsbankans í Reykjavík. Kjörinn forseti Íslands 29. júní 1952 og endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1956, 1960 og 1964 og lét af embætti 1968. Maki: Dóra Þórhallsdóttir, f. 23.02.1893. Þau eignuðust þrjú börn.

Arnór Sigurðsson (1919-1998)

  • S00920
  • Person
  • 01.03.1919-14.11-1998

Arnór Sigurðsson fæddist á Ísafirði 1. mars 1919. Foreldrar Arnórs voru Sigurður Sigurðsson, sýslumaður í Skagafirði, f. í Vigur í Ísafjarðardjúpi og kona hans Guðríður Stefanía Arnórsdóttir. Arnór kvæntist árið 1943 Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 30.3. 1922, d. 24.7. 1981. Arnór og Guðrún eignuðust tvö börn. Sýsluskrifari og verslunarmaður á Sauðárkróki. Var á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. í Kópavogi. ,,Arnór flutti barnungur frá Reykjavík til Sauðárkróks þar sem hann bjó til ársins 1996. Hann starfaði sem sýsluskrifari á Sauðárkróki frá árinu 1941 en síðar sem yfirmaður í afgreiðslu skipadeildar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Arnór var verðlagseftirlitsmaður á Norðurlandi vestra til ársins 1990. Síðustu tvö æviárin bjó hann í Fögrubrekku í Kópavogi."

Árni Thorsteinson (1870-1962)

  • S02696
  • Person
  • 15. okt. 1870 - 16. okt. 1962

Foreldrar: Árni Bjarnason Thorsteinson landfógeti í Reykjavík, f. 1839 og Soffía Kristjana Hannesdóttir Thorsteinson húsfreyja, f. 1839. Árni varð stúdent frá Lærða skólanum 1890 og Cand.phil. 1891. Las lög um hríð en lauk ekki prófi. Lærði ljósmyndum á ljósmyndastofu Charles Petersen í Kaupmannahöfn árið 1897. Rak ljósmyndastofu í Reykjavík árin 1897-1918. Var bókhaldari hjá Sjóvártryggingafélagi Íslands 1918-1929 og starfsmaður Landsbankans frá 1930. Maki: Helga Einarsdóttir Thorsteinson húsfreyja, f. 22.10.1875. Þau eignuðust 4 börn.

Árni Jónsson (1851-1897)

  • S03620
  • Person
  • 1851-1897

Árni Jónsson, f. í Vatnsdalshólum 1851, d. 1897 á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði. Forledrar: Jón Jónsson bóndi og trésmiður í Vatnsdalshólum og kona hans Björg Þórðardóttir.
Árni ólst upp hjá foreldrum sínum og var fermdur frá þeim. Sama ár fór hann til Magnúsar föðurbróður síns, sem kenndi honum undir skóla og var hjá honum á Hofi á Skagaströnd 1866-1868 og á Skorrastað í Norðfirði 1868-1869. Árni var við nám í Reykjavík næstu ár og lauk þar stúdentsprófi 1875. Hann varð cand. phil. í Reykjavík 1876 og cand. med. frá Læknaskólanum 1878. Hann starfaði á fæðingarstofnun í Kaupmannahöfn 18788-187 en var skipaður héraðslæknir 1879. Sat hann á Sauðárkróki 1879-1880, á Sauðá 1880-1881, í Glæsibæ 1881-1892 og hafði jafnframt búrekstur þar 1881-1883 og 1887-1892. Árið 1892 var hann skipaður héraðslæknir í Vopnafirði.
Maki: Sigríður Jóhannesdóttir (1851-1890) Þau eignuðust 4 börn. Tvö þeirra dóu á fyrsta ári.
Maki 2: Sigurveig Ósk Friðfinnsdóttir (1865-1946). Þau eignuðust fjögur börn. Seinni maður Sigurveigar var Jón Benediktsson (1873-1946). Þau eignuðust tvö börn.

Árni Jóhannsson (1933-2015)

  • S02460
  • Person
  • 30. jan. 1933 - 22. feb. 2015

Árni Jóhannsson fæddist 30. janúar 1933 að Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. ,,Árni lauk handíðakennarapróf árið 1952 frá Handíða- og myndlistaskólanum og íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennarskólanum á Laugarvatni árið 1954. Á þessum árum sinnti Árni ýmsum störfum auk kennslu og sjómennsku svo sem trésmíði og löggæslu. Hann var kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík 1956-61. Árni var til sjós frá 1961-65, m.a. með Þorsteini Gíslasyni, skipstjóra, á Guðrúnu Þorkelsdóttur. Árið 1965 stofnaði Árni byggingarfyrirtækið Brún og starfaði sem verktaki þar til eftirlaunaaldri var náð. Fyrirtæki Árna komu að uppbyggingu stórra mannvirkja í Reykjavík og á landsbyggðinni. Auk vegbrúnna í Kópavogi reisti fyrirtæki Árna brú yfir Elliðaárnar, Höfðabakkabrúna og Gullinbrú. Árni var því ósjaldan titlaður brúarsmiður." Kona Árna til þrjátíu ára var Unnbjörg Eygló Sigurjónsdóttir, þau eignuðust ekki börn saman en Árni gekk börnum hennar frá fyrra sambandi í föðurstað.

Árni Gunnarsson (1936-

  • S02090
  • Person
  • 9. sept. 1936-

Sonur Ingibjargar Guðrúnar Árnadóttur frá Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi og Gunnars Guðmundssonar b. og rafvirkja á Reykjum á Reykjaströnd. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum á Reykjum. Bóndi á Reykjum og síðar verkamaður og fiskmatsmaður á Sauðárkróki, síðar rithöfundur í Reykjavík. Kvæntist Elísabetu Beck Svavarsdóttur.

Árni Guðmundsson (1927-2016)

  • S02957
  • Person
  • 12. sept. 1927 - 7. mars 2016

Árni fæddist á Sauðárkróki 12. september 1927. Foreldrar hans voru Dýrleif Árnadóttir og Guðmundur Sveinsson á Sauðárkróki. Árni tók próf frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1945, samvinnuskólapróf frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1947, íþróttakennarapróf frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1948, kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1952 og íþróttakennarapróf frá Statens Gymnastikkskole í Ósló 1954, auk þess sem hann nam við íþróttaskóla víðar á Norðurlöndum og sótti fjölmörg námskeið í faginu. Árni var skólastjóri Íþróttakennaraskóla Íslands frá 1956 og gegndi því starfi í 41 ár. Árni giftist Hjördísi Þórðardóttir og eignuðust þau einn son.

Árni Guðmundsson (1927-1999)

  • S02153
  • Person
  • 8. júlí 1927 - 11. sept. 1999

Foreldrar: Guðmundur Magnús Árnason b. á Þorbjargarstöðum í Laxárdal og k.h. Kristín Árnadóttir. Árni lauk námi í rennismíði frá vélsmiðjunni Héðni árið 1951. Fluttist þá aftur til Sauðárkróks og stofnaði ásamt Ingólfi bróður sínum verkstæðið Áka við þriðja mann. Árni var síðan einn af stofnendum Skjaldar hf. á sjöunda áratugnum sem rak hraðfrystihús á Eyrinni. Kom einnig mjög að stofnun og uppbyggingu Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki og sat í stjórn hennar. Starfaði um áratugaskeið í Sjálfstæðisflokknum og gegndi þar margvíslegum trúnaðarstörfum, sat jafnframt í bæjarstjórn Sauðárkróksbæjar ýmist sem aðal- eða varamaður um 16 ára skeið.
Kvæntist Svanfríði Guðrúnu Þóroddsdóttur frá Hofsósi, þau bjuggu alla tíð á Sauðárkróki og eignuðust fjögur börn.

Árni G. Eylands (1895-1980)

  • S02210
  • Person
  • 8. maí 1895 - 26. júlí 1980

Árni G. Eylands, ráðnautur, var fæddur á Þúfum í Óslandshlíð, 8. maí 1895. Foreldrar hans voru Þóra Friðbjörnsdóttir og Guðmundur Guðmundsson. Kona Árna var Margit Larsson frá Fosstveit í Noregi. Árni varð búfræðingur frá Hólaskóla en nam síðan búfræði í Noregi og Þýskalandi; kynntist þar ýmsum nýmælum í búskap svo sem vélum og verkfærum. Árið 1921 réðist Árni til starfa hjá Búnaðarfélagi Íslands, m.a. sem þúfnabanastjóri. Síðar varð Árni verkfæraráðunautur Búnaðarfélagsins, framkvæmdastjóri búnaðardeildar SÍS, Áburðarsölu ríkisins og Grænmetisverslunar ríkisins. Þá var hann í forystu Verkfæranefndar og Vélasjóðs þar sem í hlut hans kom það að vinna að innflutningi búvéla og verkfæra, svo og prófun þeirra. Hann leiðbeindi einnig um notkun búvéla og tækni. Má segja að Árni hafi hafi komið að flestu því er varðaði þá miklu verktæknibyltingu landbúnaðarins er hófst á þriðja áratug 20. aldar. Árni skrifaði bókina Búvélar og ræktun, sem út kom árið 1950. Bókin er mikið og einstakt heimildarrit um tæknivæðingu íslensks landbúnaðar á fyrri helmingi 20. aldar, auk þess að vera kennslubók síns tíma í mótor- og búvélafræðum. Árni og Margit eignuðust tvö börn.

Árni Björn Árnason (1902-1979)

  • S03140
  • Person
  • 18. okt. 1902 - 15. ágúst 1979

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Nam lækningar hér heima og í Danmörku. Héraðslæknir á Grenivík frá 1937. Stundaði einnig búskap á gömlu Grenivíkurjörðinni um tíma. Kvæntist Kristínu Loftsdóttur.

Ari Þorvaldsson Arason (1892-1967)

  • S03422
  • Person
  • 18.03.1892-15.07.1967

Ari Þorvaldsson Árason, f. 18.03.1892, d. 15.07.1967. Foreldrar: Þorvaldur Ari Arason (1849-1926) og Anna Vigdís Steingrímsdóttir. Ari ólst upp á Víðimýri í Skagafirði.
Hann hóf störf hjá Landsbankanum 1929 og starfaði þar til starfsloka.
Maki: Karítas Jónsdóttir. Þau eignuðust tvær dætur.

Ari Arason (1813-1881)

  • S01722
  • Person
  • 1. jan. 1813 - 12. sept. 1881

Ari var fæddur á Flugumýri 1813. Faðir: Ari Arason (1763-1840) fjórðungslæknir. Móðir: Sesselja Vigfúsdóttir húsfreyja.
Ari ólst upp hjá foreldrum sínum og hlaut "betri manna" menntun fyrir fermingu. Eftir fermingu var honum komið til náms hjá Pétri prófasti Péturssyni á Víðivöllum. Útskrifaðist stúdent úr heimaskóla sumarið 1831 hjá Gunnlaugi Oddssyni dómkirkjupresti í Reykjavík. Fór til Kaupmannahafnar sama sumar til náms í Háskólanum. Hóf þar nám í tannlækningum. Kom heim aftur 1833 en fór aftur utan sama ár og tók þá að lesa læknisfræði. Lauk þar ekki fullnaðarprófum til embættis. Faðir hans aldraður og heilsuveill kallaði hann heim til að aðstoða sig við búreksturinn. Faðir hans lést 1840 og veitti Ari búi móður sinnar forstöðu þar til hún andaðist árið 1843. Það haust fór Ari til Reykjavíkur og dvaldi þar við ýmis störf um veturinn, meðal annars lagði hann stund á orgelleik og söng hjá Pétri Guðjónsen orgelleikara. Ari er skráður húsmaður á Flugumýri 1844 en tók jörðina til ábúðar 1845 og bjó þar til æviloka. Rak þar stórbú.
Eiginkona: Helga Þorvaldsdóttir (1816-1894).
Saman áttu þau 11 börn. Fjögur þeirra komust á legg.

Anton Ingimarsson (1958-2011)

  • S01896
  • Person
  • 11.08.1959-31.08.2011

Anton Ingimarsson fæddist á Sauðárkróki 11. ágúst 1959. Foreldrar hans eru Ingimar Antonsson og Gíslína Kristín Helgadóttir. ,,Anton ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum á Sauðárkróki. Hann nam vélvirkjun og starfaði í því fagi framan af. Lengst af starfsævinni vann hann hjá ÁTVR, fyrst á Sauðárkróki, þá í Reykjavík sem verslunarstjóri í Austurstræti og Kringlunni og loks sem verslunarstjóri á Akureyri og svæðisstjóri vínbúða á Norðurlandi."
Sambýliskona 1: Ólöf Ása Þorbergsdóttir, þau eignuðust eina dóttur, þau slitu samvistum.
Maki 2: Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, þau eignuðust einn son, þau skildu.

Anna Sveinsdóttir (1894-1990)

  • S01541
  • Person
  • 28. apríl 1894 - 4. okt. 1990

Foreldrar: Sveinn Eiríksson b. á Skatastöðum og k.h. Þorbjörg Bjarnadóttir. Anna fór fimm ára gömul í fóstur að Bústöðum í Austurdal. Ung stúlka fór hún í kaupavinnu austur að Eiríksstöðum á Jökuldal þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Sigurjóni Jónssyni presti. Þau bjuggu að Barði í Fljótum 1917-1920 og í Kirkjubæ í Hróarstungu 1920-1945 er þau slitu samvistum. Það sama ár flutti Anna til Akureyrar ásamt yngstu börnum sínum. Síðast búsett í Reykjavík. Anna og Sigurjón eignuðust sex börn.

Anna Sigurbjörg Jóhannsdóttir (1927-2006)

  • S01545
  • Person
  • 5. feb. 1927 - 6. sept. 2006

Anna Sigurbjörg Jóhannsdóttir fæddist 5. febrúar 1927 á Skriðulandi í Kolbeinsdal í Skagafirði. Foreldrar Önnu voru Jóhann Jóhannsson og Guðrún Sigmundsdóttir. Maður hennar var Ásgeir Sæmundsson (1923-2007), rafmagnstæknifræðingur, þau voru búsett í Reykjavík og eignuðust sex börn.

Anna Ólafsdóttir (1955-

  • S02473
  • Person
  • 25. júlí 1955-

Anna er fædd í Reykjavík árið 1955, dóttir hjónanna Jónínu Tryggvadóttur Kvaran og Ólafs Kristjánssonar. Hún er tónlistarkennari. Gift Pálma Gunnarssyni tónlistarmanni. Þau eiga tvær dætur.

Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller (1846-1918)

  • S00809
  • Person
  • 28.08.1846-20.02.1918

Dóttir Kristjáns Möller veitingamanns í Reykjavík og Sigríðar Magnúsdóttur. Fyrri maður Önnu var Jósef Gottfreð Blöndal verslunarstjóri í Grafarósi og áttu þau saman þrjú börn. Jósef Blöndal lést 1880. Í september 1885 giftist Anna Jean Valgard Claessen kaupmanni á Sauðárkróki. Saman eignuðust þau fjögur börn, tvö þeirra komust á legg. Fyrir átti Jean Valgard fjögur börn með Kristínu Eggertsdóttur Briem, Anna gekk þeim í móðurstað.

Anna Jónsdóttir (1912-1992)

  • S02192
  • Person
  • 23. júlí 1912 - 25. jan. 1992

Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson vélfræðingur og útgerðarmaður í Hrísey og k.h. Sóley Jóhannesdóttir. Anna stundaði nám við Verslunarskólann í Reykjavík á unglingsárum. Hún giftist Torfa Hjartarsyni sýslumanni á Ísafirði, síðar tollstjóra í Reykjavík, þau eignuðust fimm börn.

Anna Jónsdóttir (1867-1911)

  • S02736
  • Person
  • 13. ágúst 1867 - 6. nóv. 1911

Var í Reykjavík. Húsfreyja á Höfða í Skutulsfirði. Maki: Kristmundur Jónsson bóndi þar.

Anna Guðrún Pálsdóttir (1882-1959)

  • S03291
  • Person
  • 16.08.1882-24.09.1959

Anna Guðrún Pálsdóttir (Guðrún Anna Pálsdóttir, skv. Íslendingabók) f. 16.08.1882, d. 24.09.1959. Foreldrar: sr. Páll Sigurðsson prestur, síðast í Gaulverjabæ (1839-1887), og kona hans Margrét Andrea Þórðardóttir (1841-1938).
Maki: Sigurður Sigurðsson (1879-1939), skáld og lyfsali. Þau eignuðust eina dóttur sem lést á þritugsaldri. Þau bjuggu í Arnarholti í Vestmannaeyjum (áður nefnt Stakkahlíð) þar sem Apótekið var í áratugi. Anna tók virkan þátt í félagslífi í Eyjum og var píanóleikari. Vegna lélegs heilsufars Sigurðar varð hann að hætta störfum og fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur í byrjun fjórða áratugarins.

Anna Guðmundsdóttir (1916-1990)

  • S02773
  • Person
  • 3. júní 1916 - 14. sept. 1990

Anna Guðmundsdóttir, f. 03.06.1916 í Hvarfsdal í Dölum. Foreldrar: Guðmundur Ari Gíslason Kaldbak, f. 1880, bóndi í Steinholti í Staðarhreppi og kona hans Sigríður Helga Gísladóttir, f. 1891. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en þau bjuggu þá í Dölum og Snæfellssýslu. Þau fluttu svo til Skagafjarðar og fór Anna fljótlega eftir það í fóstur til Jóns Sigurðssonar og Sigrúnar Pálmadóttur á Reynistað og ólst þar upp frá sex ára aldri. Hún flutti til Siglufjarðar 1933 og var þar í eitt ár. Fór þá til Reykjavíkur. Húsmóðir og starfsmaður við matreiðslu í Hafnarhúsinu í 16 ár. Síðar lengi við Laugarnesskóla og loks forstöðumaður Athvarfsins þar. Maki: Einar Sigurjón Magnússon, bifreiðastjóri hjá Hreyfli, f. 14.10.1906. Þau eignuðust fjögur börn en ólu auk þess upp dóttur Einars frá fyrra hjónabandi.

Anna Dóra Antonsdóttir (1952-

  • S02575
  • Person
  • 3. okt. 1952-

Anna Dóra er fædd og uppalin á Dalvík. Hún lauk kennaraprófi og MA í sagnfræði. Býr í Reykajavík.

Andrés H. Valberg (1919-2002)

  • S02058
  • Person
  • 15. okt. 1919 - 1. nóv. 2002

Andrés H. Valberg fæddist á Syðri-Mælifellsá í Skagafirði 15. október 1919. Foreldrar hans voru Hallgrímur A. Valberg frá Reykjavöllum, bóndi á Mælifellsá og Kálfárdal, bjó síðast á Sauðárkróki, og Indíana Sveinsdóttir frá Mælifellsá. ,,Andrés var alinn upp á Mælifellsá hjá foreldrum sínum fyrstu þrjú árin, flutti þaðan í Kálfárdal í Gönguskörðum, bjó þar til 1931 og á Sauðárkróki til ársins 1946. Hann gekk í farskóla og í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki. Á efri árum þreytti hann próf frá Leiðsögumannaskólanum í Reykjavík. Hann var virkur í skátafélaginu Andvara á Sauðárkróki og stundaði ýmsar íþróttir. Á Sauðárkróki stundaði Andrés ýmsa vinnu, var sjómaður, loðdýrabóndi og verkamaður. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur, 1946, tók hann meirapróf bifreiðastjóra og var leigubílstjóri um nokkurra ára skeið. Andrés vann lengst af við járn- og trésmíðar á eigin verkstæði. Hann var kunnur hagyrðingur og var virkur í kvæðamannafélaginu Iðunni frá árinu 1957 og var heiðursfélagi þar. Oft var hann fenginn til þess að skemmta fólki með kveðskap sínum. Hann var afkastamikill safnari. Stærst safna hans eru forngripa- og fornbókasafn og náttúrugripasafn. Þessi söfn hefur hann gefið Byggðasöfnunum á Skógum og á Sauðárkróki og í Varmahlíðarskóla í Skagafirði. Á síðari árum stundaði Andrés ritstörf og átti hann í fórum sínum nokkur handrit, heimildir um horfinn tíma; vinnuhætti, mannlýsingar vísur og ljóð. Hann setti upp tvær náttúrugripasýningar. Rit eftir Andrés, sem komið hafa út: Stuðlastrengir, 1949, 1960, 1970. Hreyfilsljóð, 1953. 100 skagfirskar hringhendur, 1983. 100 dýrtrímaðar lausavísur, 1994. Þorbergur frá Sauðá, í Skagfirðingabók, 1998. Skagfirðingur skýr og hreinn, æviminningar, 2000."
Andrés kvæntist 1951 Jóhönnu Þuríði Jónsdóttur frá Fagurhólsmýri, þau eignuðust þrjú börn, fyrir átti Andrés son.

Alda Alvilda Möller (1912-1948)

  • S00082
  • Person
  • 23. sept. 1912 - 1. okt. 1948

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Leikkona í Reykjavík. Maki: Þórarinn Kristjánsson.

Ágúst Hörður Helgason (1927-2010)

  • S01703
  • Person
  • 13. feb. 1927 - 6. ágúst 2010

Ágúst Hörður Helgason fæddist á Sauðárkróki 13. febrúar 1927. Foreldrar Harðar voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. ,,Hörður útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1946. Nám í læknisfræði við Háskóla Íslands 1946-1953, cand. Med. þaðan 1953. Námskandidat á Herrick Memorial Hospital í Berkeley í Kaliforníu 1954-1955; aðstoðarlæknir á John Hopkins Hospital í Baltimore 1955-1956 og á Baltimore City Hospital 1956-1959. Sérnám á meinafræðideild sama sjúkrahúss 1959-1961 og á Union Memorial Hospital í Baltimore 1961-1963. Almennt lækningaleyfi og viðurkenning sem sérfræðingur í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum 1959. Amerískt læknapróf í Maryland 1961 og í Texas 1967. Viðurkenndur sérfræðingur í meinafræði í Bandaríkjunum 1963. Lauk sérfræðiprófi í húðsjúkdómameinafræði (dermatopathology) 1981, viðurkennt af American Board of Dermatology og American Board of Pathology. Námskeið í kjarnlæknisfræði við U.S. Naval Medical School í Bethesda í Maryland 1964. Starfsferill: Héraðslæknir í Súðavíkurhéraði 1953, aðstoðarlæknir við Union Memorial Hospital 1963-1965. Fyrsti aðstoðarlæknir við Veterans Administration Hospital í Houston, Texas við rannsóknir á lungnasjúkdómum 1965-1969. Sérfræðingur í meinafræði við Memorial Hospital System frá 1969. Aðstoðarprófessor í meinafræði við Baylor University College of Medicine í Houston 1965-1969 og aðstoðarprófessor í klínískri meinafræði við sama skóla frá 1969. Forstöðumaður School of Medical Technology við Memorial Hospital System 1973-1977 og forstöðumaður líffærameinafræðideildar sömu stofnunar frá 1977."
Maki I: 1957, Kristín Björnsdóttir Axfjörð, þau skildu.
Maki II: 1959, Marjorie Joyce ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, þau eignuðust þrjár dætur.

Agnar Vigfússon (1937-1993)

  • S02063
  • Person
  • 29. júní 1937 - 3. feb. 1993

Agnar var fæddur í Varmahlíð í Skagafirði 29. júní 1937. Foreldrar hans voru Vigfús Helgason frá Hóli í Hörðudal og kona hans var Elín Helga Helgadóttir frá Núpum í Fljótshverfi. Agnar fór ungur í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi tæpra 17 ára vorið 1954. Sumarið 1965 hóf hann störf hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga, fyrst mörg ár á jarðýtu, síðar lengi á skurðgröfu, allt til ársins 1987. Agnar var ókvæntur og barnlaus, síðast búsettur í Reykjavík.

Agnar Magnússon (1907-1970)

  • S02713
  • Person
  • 8. feb. 1907 - 4. mars 1970

Foreldrar: Magnús Einar Jóhannsson, f. 1874, læknir á Hofsósi og Rannveig Tómasdóttir. Maki: Anna G. Laxdal, f. 1922, d. 1999. Þau eignuðust 6 börn. Bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík.

Adolf Ingimar Björnsson (1916-1976)

  • S01376
  • Person
  • 28. febrúar 1916 - 3. febrúar 1976

Adolf Ingimar Björnsson, f. í Vestmannaeyjum 28.02.1916, d. 03.02.1976. Foreldrar: Björn Erlendsson, formaður og Stefanía Jóhannsdóttir, húsmóðir. Adolf lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1937. Hann tók sveinsprófið í rafvirkjun 1939 og varð löggiltur rafvirkjameistari árið 1945. „Háspennupróf tók hann árið 1949 og féll leyfisbréf til háspennuvirkjunar sama ár. Á árunum 1938—1949 starfaði Adolf sem rafvirkjasveinn og meistari í Reykjavik, og m.a. á þeim árum var hann um skeið við framkvæmdir við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum og á Siglufirði. 15. mars 1949 réði hann sig sem rafveitustjóra til Rafv. Sauðárkróks og starfaði sem slíkur til dauðadags. Samhliða því var hafði Adolf eftirlit með raflögnum í Skagafjarðarsýslu frá 1950 til 1959. Adolf var mikill áhugamaður um eflingu iðnfyrirtækja í Skagafirði og var mikill baráttumaður fyrir vatnsvirkjunum á Norðurlandi vestra. Adolf var mjög virkur í félagsstarfi ýmis konar. Til dæmir var Adolf ritari í Félagi ísl. rafvirkja 1944 til 1945. Formaður iðnaðarmannafélags Sauðárkróks 1952 til 1968. Þá var hann formaður stjórnar félagsheimilisins Bifrastar á Sauðárkróki 1953-1958, í stjórn Sambandi íslenskra rafveitna 1960, 1962, 1974 til 1976. Adolf tók virkan þátt í starfi Rotary og Frímúrarareglunnar á Íslandi."
Þann 28. febrúar 1947, kvæntist Adolf Stefáníu Önnu Frimannsdóttur, frá Austara-Hóli i Fljótum. Þeim var ekki barna auðið en Stefanía átti fyrir einn son sem Adolf gekk í föðurstað.

Aðalsteinn Gottfreð Michelsen (1918-1994)

  • S00092
  • Person
  • 28. okt. 1918 - 9. des. 1994

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem bifvélameistari, síðast búsettur í Reykjavík.

Aðalbjörg Vagnsdóttir (1893-1951)

  • S02015
  • Person
  • 14. feb. 1893 - 16. ágúst 1951

Foreldrar: Vagn Eiríksson b. í Miðhúsum í Blönduhlíð og k.h. Þrúður Jónsdóttir. Faðir hennar lést þegar hún var aðeins fimm ára gömul, móðir hennar bjó áfram í Miðhúsum með börnin í tvö ár en var eftir það í húsmennsku. Kvæntist Kristjáni R. Gíslasyni frá Grundarkoti í Blönduhlíð, þau bjuggu á Minni-Ökrum frá 1914-1927 er þau fóru í húsmennsku að Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Voru svo í húsmennsku á Bakka í Vallhólmi og á Hjaltastöðum. Fluttu til Sauðárkróks árið 1930. Eftir að þau hættu búskap á Minni-Ökrum var Aðalbjörg ráðskona í vegavinnu hjá Rögnvaldi Jónssyni frá Kotum. Árið 1945 fluttu þau til Reykjavíkur, þau eignuðust sex börn.

Results 511 to 551 of 551