Showing 13 results

Authority record
Person Uppsalir

Anna Ingibjörg Jónsdóttir (1872-1960)

  • S01944
  • Person
  • 6. júlí 1872 - 19. des. 1960

Foreldrar: Jón Gíslason síðast b. á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð og s.k.h. Hólmfríður Skúladóttir frá Krossi í Óslandshlíð. Anna lærði karlafatasaum á yngri árum hjá Ingibjörgu Pétursdóttur klæðskera á Sauðárkróki og var eftirsótt til þess starfs fram á efri ár. Einnig var hún vetrartíma hjá frú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað við nám. Árið 1902 kvæntist Anna Jónasi Jónassyni (Hofdala-Jónasi), þau bjuggu í Grundarkoti 1903-1907, á Uppsölum 1907-1912, á Vöglum 1912-1918, á Óslandi 1918-1923, að Syðri-Hofdölum 1923-1936 er þau fluttu til Sauðárkróks. Anna og Jónas eignuðust þrjár dætur.

Bjarni Halldórsson (1898-1987)

  • S00960
  • Person
  • 25.01.1898-15.01.1987

Foreldrar: Halldór Einarsson b. á Íbishóli og barnsmóðir hans Helga Sölvadóttir. Bjarni ólst upp hjá móður sinni og fylgdi henni í vinnumennsku. Árið 1917 fór hann í Hvítárbakkaskóla þar sem hann dvaldi í tvo vetur. Bóndi á Völlum í Vallhólmi 1921-1925 og á Uppsölum í Blönduhlíð 1925-1973. Bjarni tók mikinn þátt í félags- og trúnaðarstörfum; var í hreppsnefnd Akrahrepps 1937-1950, í skattanefnd hreppsins 1938-1946 og yfirskattanefnd sýslunnar 1947-1962. Formaður í fasteignamatsnefnd Skagafjarðarsýslu 1963-1970 og fulltrúi Skagfirðinga á fundum Stéttarsambandsins bænda um 30 ára skeið. Jafnframt var hann fjallskila- og gangnastjóri lengi, starfaði í ungmennafélagi Akrahrepps, sat í skólanefnd og sóknarnefnd og var í stjórn Sögufélags Skagfirðinga um árabil. Bjarni kvæntist Sigurlaugu Jónasdóttur frá Völlum í Vallhólmi, þau eignuðust átta börn.

Friðbjörg Jóhanna Halldórsdóttir (1882-1961)

  • S02828
  • Person
  • 20. maí 1882 - 18. ágúst 1961

Foreldrar: Halldór Stefánsson bóndi í Stóra-Dunhaga og kona hans Lilja Daníelsdóttir. Friðbjörg missti ung foreldra sína og ólst upp hjá Sæunni, hálfsystur sinni og hennar manni. Fluttist með þeim að Sólheimum í Blönduhlíð 1898 frá Sörlatungu. Maki: Gunnlaugur Guðmundsson frá Bási í Hörgárdal. Þau eignuðust 5 börn. Þau hófu búskap í Djúpadal 1909. Á Ytri-Kotum 1910-1924, Uppsölum 1924-1925, Sólheimagerði 1925-1926, Grófargili 1926-1928, Íbishóli 1928-1933 og síðast á Bakka í Vallhólmi 1933.

Guðbjörg Semingsdóttir (1772-1847)

  • S01695
  • Person
  • 1772 - 10. nóv. 1847

Í manntalinu 1816 er hún skráð húsfreyja í Uppsölum í Silfrastaðasókn, Skagafirði og býr þar ásamt eiginmanni, Ólafi Jónssyni (f. 1771) og sex börnum þeirra. Árið 1835 býr hún enn á Uppsölum en nú hjá syni sínum, Ólafi Ólafssyni stúdent og fjölskyldu hans. Guðbjörg er þarna titluð sem "ljósmóðir". Í manntalinu 1840 býr hún enn á Uppsölum en ekki er hægt að sjá að hún búi hjá syni sínum lengur. Nú er hún titluð sem ekkja og "yfirheyrð yfirsetukona". Í manntalinu 1845 er hún skráð til heimilis á Bjarnastöðum í Hólasókn í Skagafirði og nú titluð sem ekkja og „eiðsvarin yfirsetukona á eigin kosti“.

Gunnlaugur Guðmundsson (1876-1938)

  • S02827
  • Person
  • 25. mars 1877 - 17. maí 1938

Gunnlaugur Guðmundsson, f. 25.03.1876 að Bási í Hörgárdal. Foreldrar: Guðmundur Jónsson, bóndi á Bási og víðar og kona hans Lilja Gunnlaugsdóttir. Gunnlaugur ólst upp í foreldrahúsum til fermingaraldurs. Fór þá í vinnumennsku í nokkur ár, keypti sér lausamennskubréf og stundaði vinnu hér og þar. Maki: Friðbjörg Jóhanna Halldórsdóttir, f. 20.05.1882. Þau eignuðust fimm börn. Þau hófu búskap í Djúpadal 1909. Á Ytri-Kotum 1910-1924, Uppsölum 1924-1925, Sólheimagerði 1925-1926, Grófargili 1926-1928, Íbishóli 1928-1933 og loks á Bakka í Vallhólmi 1933 til æviloka.

Halldór Bjarnason (1922-2010)

  • S01806
  • Person
  • 20. feb. 1922 - 18. des. 2010

Halldór Bjarnason fæddist á Völlum í Skagafirði 20. febrúar 1922. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Jónasdóttir og Bjarni Halldórsson. ,,Halldór fluttist með foreldrum sínum að Uppsölum í Blönduhlíð árið 1925 og ólst þar upp ásamt systkinum sínum. Báðar ömmur hans voru alla tíð á heimilinu og tóku þátt í uppeldi barnanna. Hann fór í bændaskólann á Hvanneyri 1943 og lauk þaðan búfræðiprófi 1945. Halldór kvæntist 22. maí 1948 Guðrúnu Bergþórsdóttur frá Fljótstungu í Hvítársíðu, þau eignuðust þrjár dætur. Hann hóf búskap með Guðrúnu á Uppsölum til ársins 1957 er þau fluttu að Hesti í Borgarfirði og síðan í Borgarnes 1959. Þar vann Halldór hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Halldór og Guðrún skildu. Seinni kona hans var Antonía Jóna Bjarnadóttir. Halldór og Antonía bjuggu lengst af í Hveragerði og á Álftanesi og vann hann síðustu ár starfsævinnar hjá Glettingi í Þorlákshöfn. Halldór var kjötmatsmaður meðfram öðrum störfum frá 1963 til 1998. Síðustu tvö árin bjó Halldór á Vífilsstöðum og nú síðast í Mörk."

Helga Bjarnadóttir (1935-)

  • S01230
  • Person
  • 13.12.1935

Foreldrar hennar voru hjónin Sigurlaug Jónasdóttir og Bjarni Halldórsson á Uppsölum. Hún var skólastjóri Grunnskóla Akrahrepps og hefur lengi starfað við kvenfélagsstörf, bæði með Kvenfélagi Akrahrepps og Sambandi skagfirskra kvenna og m.a. ritari þar. Helga var um tíma formaður Kvenfélags Akrahrepps.
Búsett á Frostastöðum í Akrahreppi, Skagafirði og síðar í Varmahlíð.
Maður hennar: Konráð Gíslason (1923-2005).

Helga Sölvadóttir (1859-1942)

  • S01805
  • Person
  • 18. nóv. 1859 - 23. sept. 1942

Dóttir Sölva Sölvasonar b. í Hvammkoti á Skaga og k.h. Maríu Jónsdóttur. Síðar búsett á Uppsölum í Blönduhlíð hjá Bjarna syni sínum. Kvæntist ekki en eignaðist tvö börn.

Helgi Daníelsson (1888-1973)

  • S00954
  • Person
  • 1. feb. 1888 - 28. jan. 1973

Helgi ólst upp á Steinsstöðum, sonur Daníels Sigurðsson pósts á Steinsstöðum og s.k.h. Sigríðar Sigurðardóttur. Bóndi í Flugumýrarhvammi 1913-1916, 1918-1919 og 1922-1924, á Uppsölum 1920-1922, í Enni í Viðvíkursveit 1924-1927, á Miklahóli í Viðvíkursveit 1927-1928, á Sléttu í Fljótum 1929-1938, flutti þaðan á Siglufjörð. Eftir að þangað kom starfaði Helgi hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og annaðist einnig flutninga á varningi til fólks í heimahús, m.a. kolum og olíu.
Kvæntist 1920, Guðbjörgu Ágústu Jóhannsdóttur frá Þorsteinsstaðakoti, þau eignuðust ekki börn saman en ólu upp son Helga frá fyrra sambandi.

Jón Gunnlaugsson (1915-1984)

  • S03341
  • Person
  • 15.11.1915-12.04.1984

Jón Gunnlaugsson, f. á Ytri-Kotum í Norðurárdal 15.11.1915, d. 12.04.1984 á Akranesi. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Bakka í Vallhólmi og kona hans Friðbjörg Halldórsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á Ytri-Kotum til níu ára aldurs, síðan eitt ár á Uppsölum og annað á Sólheimagerði. Á Grófargili í tvö ár, Ípishóli í fimm ár og var síðan búsettur á Bakka frá 1933 og bóndi þar á hluta af jörðinni 1938-1941. Haustið 1933 fór hann í Bóndaskólann á Hólum og var þar til vors 1934. Kom aftur seinni hluta vetrar 1935 en var þá við smíðanám. Árið 1936 kvæntist hann fyrri konu sinni. Það ár keypti hann vörubifreið og fór að stunda margskonar flutninga. Vorið 1941 fór fjölskyldan að Víðimýri og var þar í eitt ár. Þau Soffía skildu og Jón fór til Siglufjarðar 1942, með seinni konu sinni. Þar vann hann við bifreiðaakstur en stundaði jafnframt ökukennslu. Einnig lærði hann að gera tundurdufl óvirk og fékkst við það. Árið 1952 fluttist Jón til Akraness og stundaði þar bifreiðaakstur. Jón hafði góða söngrödd og söng með Karlakórnum Vísi á Siglufirði og Karlakórnum Svönum á Akranesi.
Maki 1: Soffía Jónsdóttir (1910-2006). Þau eignuðust tvö syni.
Maki 2: María Nálsdóttir (1917-2003). Þau eignuðust einn son.

Jónas Bjarnason (1926-2003)

  • S01804
  • Person
  • 26. mars 1926 - 19. okt. 2003

Jónas Bjarnason fæddist á Uppsölum í Blönduhlíð í Skagafirði 26. mars 1926. Foreldrar hans voru hjónin á Uppsölum, Sigurlaug Jónasdóttir og Bjarni Halldórsson. ,,Jónas ólst upp á Uppsölum við hefðbundin sveitastörf og stundaði vegavinnu á sumrin. Fór síðan til Akureyrar og nam rennismíði í Vélsmiðjunni Atla, lauk sveinsprófi 1949 og hlaut meistararéttindi 1952. Jónas starfaði við rennismíðar allan sinn starfsferil og um rúmlega hálfrar aldar skeið átti hann og rak Járnsmiðjuna Varma á Akureyri, lengst af í félagi við Ívar Ólafsson. Jónas var frá unga aldri stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og á tímabili virkur í starfi flokksins á Akureyri. Þá var hann lengi félagi í Karlakór Akureyrar. Hin síðari ár var hann ötull félagsmaður Oddfellowreglunnar." Jónas kvæntist 25. desember 1954 Rakel Grímsdóttur sjúkraliða, f. í Örlygshöfn við Patreksfjörð, þau eignuðust þrjú börn.

Jónas Sveinsson (1873-1954)

  • S01630
  • Person
  • 4. des. 1873 - 29. mars 1954

Foreldrar: Sveinn Kristjánsson b. í Litladal og k.h. Hallgerður Magnúsdóttir. Jónas ólst upp í Litladal með foreldrum sínum fram til tólf ára aldurs en þá voru þau bæði látin. Var í vist að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, á Grenjaðarstað, að Öndólfsstöðum í Reykjadal og Múla í Aðaldal. Lauk námi frá Möðruvallaskóla árið 1893. Veturinn 1894-1895 var hann í Höfnum á Skaga og kynntist þar konuefni sínu. Ári síðar kvæntist hann fyrri konu sinni, Björg Björnsdóttir frá Harrastaðakoti á Skagaströnd, fyrsta hjúskaparár sitt bjuggu þau þar. 1897-1898 bjuggu þau í Háagerði á Skagaströnd. Sumarið 1898 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til 1911. Þegar þau bjuggu á Sauðárkróki sat Jónas í hreppsnefnd Sauðárhrepps frá 1904-1911, þar af oddviti 1904-1907. Jónas var einnig deildarstjóri í Sauðárkróksdeild kaupfélagsins og fékk umsjón með uppskipun og útskipun á vörum kaupfélagsins. Árið 1911 fluttu þau vestur í Þverárdal í Laxárdal þar sem þau bjuggu í eitt ár. Árið 1912 fluttu þau að Uppsölum í Blönduhlíð þar sem þau bjuggu til 1919 er þau fluttu til Akureyrar. Á Akureyri stundaði Jónas ýmsa vinnu, starfaði hjá klæðaverksmiðjunni Gefjunni, seldi bækur og fór í hrossasöluferðir. 1920-1925 var hann bókavörður við Amtbókasafnið á Akureyri. Jónas og Björg Björnsdóttir fyrri kona hans eignuðust eina dóttur og tóku tvö fósturbörn. Björg lést árið 1934. Seinni kona Jónasar var Ingibjörg Valgerður Hallgrímsdóttir frá Úlfsstaðakoti, þau eignuðust fjögur börn saman.

Sigurlaug Jónasdóttir (1892-1982)

  • S001107
  • Person
  • 08.07.1892-13.10.1982

Foreldrar: Jónas Egilsson og Anna Kristín Jónsdóttir á Völlum. Sigurlaug ólst upp á Völlum hjá foreldrum sínum. Árið 1908 fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi, þaðan sem hún útskrifaðist tveimur árum seinna. Námsárangur hennar varð með þeim ágætum, að forstöðukonan, Rósa Arasen, vildi fá hana sér til aðstoðar við kennsluna. Nokkrum árum síðar var Sigurlaug einn vetur í Reykjavík. Þar stundaði hún vinnu á saumastofu fyrri hluta dags, en seinni partinn var hún vinnukona hjá Sigurði Thoroddsen og Maríu Kristínu Claessen. Árið 1921 kvæntist hún Bjarna Halldórssyni og það sama ár hófu þau búskap á Völlum þar sem þau bjuggu til 1925 er þau keyptu Uppsali í Blönduhlíð þar sem þau bjuggu til 1973. Sigurlaug og Bjarni eignuðust átta börn.