Sýnir 6399 niðurstöður

Nafnspjöld

Fóðurbirgðafélag Hofshrepps

  • S03682
  • Félag/samtök
  • 1938 - 1974

Í fundagerðabók er sagt að félagið hafi verið stofnað 1938 og í fjárgjaldabók (A ) segir í fyrstu fundagerð.
Ár 1938 26.júlí kom stjórn fóðurbirgðafélags Hofshrepps saman að Bæ.
Verkefni var: 1. Tekin ákvörðun um fóðurbætiskaup fyrir næsta vetur. Ákveðið var að skrifa stjórn Síldarverksmiðju Ríkisins á Siglufirði og fara fram á innleiðingu á greiðslu fyrir allt að 200 sekkjum til 31. oktober 1938 með ábyrgð hreppsnefndar.

  1. Kaupfélagi Fellshrepps var skrifað þar sem farið var fram á að á næsta vori 1939 sæi stjórn og framkvæmdarstjóri um að til yrðu ca, 75 tunnur af rúgmjöli og maísmjöli sem ekki yrði látið til manneldis fyrr en sýnt yrði að bændur þyrfti ekki á því að halda til skepnufóðurs.
    Í fundagerðabók 24.04.1974 segir á almennum hreppsfundi haldin í Höfðaborg, les formaður bréf frá Búnaðarfélagi Íslands það sem segir að fóðurbirgðaafélög skuli nú lögð niður samkvæmt lögum og eignum þeirra ráðstafað á almennum hreppsfundi. Fundurinn óskaði eftir tillögu frá stjórn félagsins um ráðstöfun sjóðsins sem er samkvæmt reikningi kr: 53434.40. Stjórn gerði svofellda tillögu að sjóður Fóðurbirgðarfélagsins verði í vörslu hreppsnefndar og skuli vöxtum hans varið til að verðlauna snyrtimennsku í búskap og umgengni á félassvæðinu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Það eru trúlega endalok þessa félags.

Búnaðarfélag Akrahrepps

  • S03679
  • Association
  • 1890 - 1978

Á fundi að Stóru - Ökrum 17. júní 1886 á 75 ára afmæli Jóns Sigurðssonar voru samþykkt lög handa Jarðabótafélagi Akrahrepps er Ólafur Briem stúdent á Frostastöðum hafði samið frumvarp til laga og á þeim fundi var hann kosinn formaður félagsins. Vorið 1887 flutti Ólafur og var þá séra Einar Jónsson á Miklabæ kjörinn formaður til vorsisn 1989 er hann flutti . En á þessu márum var svolítið unnið að jarðabótum en eigi þótti til neins að sækja opinberan styrk hans búnaðarfélaginu enda engum skýrslum safnað um störf þess. Vorið 1989 var Þorvaldur Arason bóndi á Flugumýri kosinn formaður og safnaði formaður skýrslu um jarðabótafélagið saman og sendi til sýslunefnadar og sótti um styrk handa félaginu sem fékk 42 kr. úr landssjóði. 1890 var samþykkt að ráða búfræðing til félagsins Páll Ólafsson í Litladalskoti, síðan árið 1891 voru þeir orðnir tveir er Guðmundur búfræðingur er staddur var á fundinum var ráðinn.

Nautgriparæktarfélag Lýtingsstaðahrepps (1928 - 1945)

  • S03678
  • Félag/samtök
  • 1928 - 1945

Á hreppaskilum að Lýtingsstöðum 20. júní 1928, var samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi kosin nautgripa- kynbótanefnd fyrir Lýtingsstaðahrepp. í nefndinni voru tilnefndir: Sveinn Stefánsson, bóndi á Tunguháls, Hannes Kristjánsson, bóndi á Hvammkoti, formaður Magnús Sigmundsson, bóndi á Vindheimum, ritari. Á Lýtingsstöðum 3. júlí hittust nefnadarmenn og ræddu um nautahald fyrir hreppinn og kom saman um að minnst væri hægt að komast af með þrjú naut fyrir hreppinn, tvö fullorðin og eitt ungt. Þurfti svo að komast að niðurstöðu um hvaða naut yrðu notuð. Á hreppaskilum að Lýtingsstöðum 15. oktober 1929, hreifði Hannes Kristjánsson í Hvammkoti við því hvort bændur vildu ekki stofna nautgripræktarfélag fyrir hreppinn. Samþykkt var með öllum greiddu atkvæðum að stofna félagið.

Vinagjöf - sjóður, Lýtingsstaðarhreppi

  • S03677
  • Family
  • 1903 - 1942

Eins og segir í bók: Við undirrituð ekta hjón, Jóhann P.Pétursson hreppstjóri og damibrogsmaður, og Elín Guðmundsdóttir á Brúnatöðum og við hjónin Björn Þorkelsson og Guðlaug Gunnlaugsdóttir á Sveinstöðum, gjörum hér með kunnugt að við hvor um sig gefur 1000-eitt þúsund krónur til stofnunnar sjóðs ern verja skal til uppeldis munaðarlausum börnum í Lýtingsstaðarhreppi og gilda um sjóð þennan reglur. Í lögunum segir meðal annars í 2.gr. Höfuðstóll sjóðsins skal leggjast í Sparísjóðinn á Sauða´rkróki og skal hann standa það á vöxtum um aldur og æfi, sem föst innistæða en aldrei má skerða en vöxtum sjóðsins skal árlega varið til uppfósturs börnum er misst hafa foreldra sina og sveit eiga í Lýtingsstaðarhreppi. Undirritað er og þinglýst á manntalsþingi að Lýtinssstöðum 27.maí. 1903. Eggert Briem.
Ekki kemur fram í gögnum þessum um framtíð sjóðsins.

Ungmennafélagið Bjarmi

  • S03676
  • Félag/samtök
  • 1922 - 1939

Ungmennafélagið Bjarmi í Goðdalssókn var stofnað sunnudaginn 11.júní 1922. Stofnfundur var haldinn í Goðdölum að 17 mönnum viðstöddum.
Fundarstjóri var Ólafur Tómasson og nefndi hann Guðjón Finnson til skrifara.
Lög félagsins 1922-1923 þar segir í 2. gr. Tilgangur félagsins er að styðja allar þær andlegu, líkamlegu og verklegu framkvæmdir er áhugi félagsmanna hneigist að og í 3.gr. Félagið leitast við að ná tilgangi sínum með því að halda málfundi. Gefa út blað. Fá hæfan mann í að koma á stofn og stjórna söngflokk. Koma á stofn knattspyrnuflokk, Hafa vínbindindi. Starfa að verklegum framkvæmdum.
Meðlimir 1922 - 1923. Eirikur Einarsson og Guðjón Jónsson, Tunguhálsi. Ólafur, Sveinn og Eyþór Tómassynir, Bústöðum. Guðmundur Eiriksson, Villinganesi, Skapti Magnusson, Teigakoti. Erlendur Einarsson, Goðdölum. Snjólaug Stefánsdóttir, Árnastöðum. Guðlaug Egilsdóttir, Hvannakoti. Guðmundur Ólafsson, Litliu- Hlíð. Sveinn Guðmundssson, Bjarnastaðahlíð.
Ekki er vitað um framhald Ungmennafélagsins Bjarma, annað en samruna við U.M.S.S

Framræslu og áveitufélagið - Akrahreppi

  • S03675
  • Félag/samtök
  • 1932

Gögnin innihalda, frumvarp til laga fyrir félagið það segir að tilgangur félasins er að bæta engjalönd þeira jarða sem taldar eru í gr.2 Hjaltastaði, Hjaltastaðakot, Hjaltastaðahvamm, Frostastaði, Ystu- Grund, Syðri - Brekkur, Ytri - Brekkur, með framræslu og áveitu. Vatn til áveitunnar skal tekið úr Héraðsvötnum og Þverá.

Nautgriparæktarfélagið í Akrahreppi (úthluta)

  • S03673
  • Félag/samtök
  • 1929 - 1933

Hvenær félagið var stofnað eða aflagt kemur ekki fram í þessum gögnum. Gögnin innihalda hin ýmsu gögn er varða starfsemi félagsins. Reikningur um rekstur nautahaldsins, ( keypt naut á árinu, vetrarfóðrun sumarhirðing, lán og styrkir og kaup á eftirlitsmanni ). Fylgigögn frá 1929 - 1932.
Lög um kynbætur nautgripa, 1.júní 1928.
Sendibréf til formanns Nautgriparæktarfélags Akrahrepps ( úthluta ) Hr. Björn Sigtryggsson, Framnesi. Styrkur fyrir fullmjólkandi kýr. Tveir reikningar frá Dansk Mælketeknisk Laboratorium A- S Köbenhavn 16.03.1929 og 06.08.1929.og sendibréf því tengt til Herr Björn Sigtryggsson.
Fundargerð 16.03 1930 en þau gögn eru tvö blöð illa farin og nokkuð lesanleg, þar kemur fram að Stefán Vagnsson skýrir frá starfsemi félagsinsá næst liðnu ári ,var aðalkjarni þess fóðrun og hirðing þarfanauts félagsins, (Páls ).

Atvinnurekstrarlánafélag Akrahrepps

  • S03671
  • Félag/samtök
  • 1930 - 1963

Á fyrsta vetrardag 25. okt. 1930 var fundur settur og haldinn á Uppsölum að undangengnu fundarboði. Fundinn setti Bjarni Halldórsson óðalsbóndi á Uppsölum er hafði boðað til fundarinn og stakk hann upp á Gísla Sigurðsyni hreppstjóra til fundarstjóra. Tók hann þegar við fundarstjórn og kvaddi til fundarskrifara Lárus Arnórsson á Miklabæ. Fundarstjórui gat þess að öllum fundarmönnum mundi kunnugt um í hverju skyni til fundar þessa væri boðað, það væri að stofna atvinnurekstrarlánafélag er starfaði í Akrahreppi framan Dalsár. Félagið heitir Atvinnurekstrarlánsfélag fremri hluta Akrarhrepps og hefur skammstöfunina A.R.A.
Markmið félagins er að efla peningaviðskipti félagsmanna sinna og útrýma skuldaverslun, að ávaxta fé félagsmanna og glæða sparnaðarhug þeirra. Félagskapur A.R.A starfaði í nokkur ár með víxillánsfé. Þegar félagið hafði lokið öllum sínum skuldbindingum út á við var stafsemi þess hætt. Nokkrar krónur voru eftir í sparisjóðbók félagsins. Í bókinni eru nú 31/12 1954. krónur 781.12. Uppsölum Bjarni Halldórsson. Árið 1963, síðla sumars koma þeir tveit eftirlifandi stjórnanefndarmenn Jóhann Sigurðsson, Úlfstöðum og Bjarni Halldórsson, Uppsölum, sér saman um að afhendaBúnaðarfélagi Akrahrepps ofanskráða innistæðu sem var þá orðin með vöxtum kr: 1300.33. Færði Bjarni upphæðina til Búnaðarfélagsins og Sparisjóðsstjóri eyðilagði bók A.R.A
( Gjörðabók 1930 - 1963)

Ungmenna og Lestrarfélagið Æskan

  • S03670
  • Félag/samtök
  • 1914 - 1969

Stofnfundur félagsins "Æskan" var haldin 22.11.1914. Lög félagsins voru sett þar og undrrituð af Brynjólfur Sveinsson, Pétur Jónasson, Jóhann Sigtryggsson, Jón Sigtryggsson, Sig G Jósafatsson, Björn Konráðsson, Björn Jónasson, Sigurður Jónsson. Fundurinn var haldin í Framnesi af 7 félögum í ungmennafélaginu "Framsókn" sem eru á fram huta félagssviðinu auk 3ja manna utan félags. Markmið fundar er að mynda deild út úr áðurnefndu f+elagi sem héldi málfuni með sér og héldi út blaði til ritæfinga. Ástæða til þessarar deildarstofnunar var sú að meðlimum félagsins þótti svo erfitt að ná saman sökum strjábýlis. Eins og segir í lögum félagsins 2.gr. Takmark félagsins er að æfa meðlimi sína í því að koma hugsunum sínum skipulega fram í ræðu og riti.
í bókinni er líka Reglugerð fyrir heyskap, lestrarfélagsins Æskan sumarið 1930. Lög félagsins voru svo endurskoðuð 1927 og í gjörðabók voru ekki færðar inn fundargjörðir frá 1936 - 1940 og segir að þær séu trúlega glataðar. Aftur er tilgreint að fundargjörðir vanti fyrir 1946 - 1955 og munu þær eflaust glataðar. En fundargerð byrjar aftir 1958. Það gerist svo 12.01. það gerist svo 1966 að það bárust tilmæli frá Lestrarfélagi Flugumýrarsóknar um athugun á sameiningu félaganna. Fundarmenn lýstu sig fylgjandi og á aðalfundi 1969 mættu auk félaga úr Æskunni nokkrir fyrrverandi félaga úr Lestarafélagi Flugumýrarsóknar rætt var stækkun félagsins Æskunnar.

Ungmennafélagið Hegri (1908-1978)

  • S03669
  • Félag/samtök
  • 1908 - 1978

Sunnudaginn 30. maí 1908 var stofnfundur Ungmennafélagsins Hegri haldin að Ási í Hegrannesi.
Málshefjandi var Ólafur Sigurðsson á Hellulandi er vakið hafði fyrst máls á stofnun slíks félags nokkru áður við messu á Ríp. Eftir nokkrar umræður var félagið stofnað með tólf meðlimum. Lög voru samin og samþykkt og allir meðlimir skrifuðu undir skuldbindingar félagsins. Í stjórn félagsins var kosið og hlutu þessir kosningu, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, gjaldkeri. Ólafur Sigurðsson Hellulandi, formaður. Stefanía Guðmundsdóttir Ási, skrifari. Stofnendur félagsins voru þessir: Einar Guðmundsson Ási, Hróbjartur Jónasson Keldudal, Jósteinn Jónasson Vatnsskarði, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, Ólafur Sigurðsson Hellulandi, Páll Magnússon HEllulandi, Sigurlaug Hannesdóttir Ríp, Sigurlau Guðmundsdóttir Ási, Stefanía Guðmundsdóttir Ási, Skúli Guðjónsson Vatnskoti, Valdimar Guðmundsson Ási, Þórarinn Jóhannsson Ríp.
Á fundinum kom fram athugasemd frá Ólafi Sigurðssyni: Nú var félagið stofnað, allir stofnendur voru sammála um þða að hér væri slæmur félagsskapur og s´tor þörf að bæta úr slíku, að vísu væri ekki svo erfitt að stofna félag en það væri verra aða halda þeim saman eða að minnsta kosti vissu allir það að svo hafði það gengið með áður stofnuð félög. Nú vildu allir stofnendur þessa félags halda í orustu, allir fyrir einn og einn fyrir alla móti þessum sundrungar anda og ófélagslyndi sem væri svo mjög ríkjandi í þessari litlu sveit. Með þetta fyrir augum fór hver heim til sín.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

  • S03668
  • Association
  • 14.1.1884

Búnaðarfélag Seyluhrepps var stofnað í þeim tilgangi að styðja við umbætur og efla framfarir í landbúnaði í hreppnum, einnig hafa eftirfylgni með jarðvinnslu og framkvæmdum á bújörðum. Fyrsti fundur hins nýstofnaðs félags var haldinn á Fjalli og mættu meirihluti þeirra bænda í Seyluhreppi er ætluðu að ganga í búnaðarfélag sem átti að koma á fót fyrir alla Skagafjarðarsýslu árið 1882.
Í 2. gr. gjörðabókar Búnaðarfélags Seyluhrepps frá árinu 1884 segir að tilgangur félagsins sé að efla allskonar framfarir í búnaði félagsmanna. Það skal efla allskonar jarðabætur sem auka og bæta heyföng manna á túni og engjum, rétta meðferð á áburði, garðyrkju, svarðartekju, kynbætur á búpeningi, hentugar og varanlegar húsbyggingar fyrir menn og skepnur og hlöðubyggingar fyrir heyforða, snoturlega og reglusama bústjórn utanbæjar sem innan. Þar á meðal telst að menn haldi verktöflur og búreikninga.
Ennfremur segir í 3. gr laganna.
Sérhver félagsmaður er skyldur til að láta vinna að jarðabótum á bújörð sinni á vori hverju. Tvö fullkomin dagsverk fyrir hver 5 hundruð á jörðu þeirri er hann býr á. Til þessara skyldu jarðabóta telst einungis það sem gjört er til þess að auka og bæta heyföng en ekki má þar með teljast það sem í byggingarbréfum er áskilið að unnið sé.
Þann 7.2.1930 var samþykkt frumvarp til breytingar á 2. gr laga félagsins.
Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði, svo sem jarðkosts, rétta meðferð á innlendum og erlendum áburði. Stuðla að bættum húsabótum. Einnig stuðla að því að félagsmenn bæti bústofn sinn, sér í lagi með góðri meðferð og kynbótum

Búnaðarfélag Seyluhrepps

  • S03668
  • Association
  • 14.1.1884

Búnaðarfélag Seyluhrepps var stofnað í þeim tilgangi að koma á jarðarbótum og framförum í búnaði í hreppnum.
Í gjörðabók Búnaðarfélags Seyluhrepps frá árinu 1884 segir svo;

  1. gr
    Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði félagsmanna. Það skal efla allskonar jarðabætur sem auka og bæta heyföng manna á túni og engjum, rétta meðferð á áburði, garðyrkju, svarðartekju, kynbætur á búpenings, hentugar og varanlegar húsbyggingar fyrir menn og skepnur og hlöðubyggingar fyrir heyforða, snoturlega og reglusama bústjórn utanbæjar sem innan. Þar á meðal telst að men haldi verktöflur og búreikninga.
  2. gr
    Sérhver félagsmaður er skyldur til að láta vinna að jarðabótum á bújörð sinni á vori hverju. Tvö fullkomin dagsverk fyrir hver 5 hundruð á jörðu þeirri er hann býr á. Til þessara skyldu jarðabóta telst einungis það sem gjört er til þess að auka og bæta heyföng en ekki má þar með teljast það sem í byggingarbréfum er áskilið að unnið sé.
    Árið 1930 var samþykkt frumvarp til breytinga á 2. grein laga félagsins og er hún svohljóðandi:
    Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði, svo sem jarðkosts, rétta meðferð á innlendum og erlendum áburði. Stuðla að bættum húsabótum. Einnig stuðla að því að félagsmenn bæti bústofn sinn, sér í lagi með góðri meðferð og kynbótum.

Kvenfélag Seyluhrepps

  • S03667
  • Félag/samtök
  • 1937 - 1997

Sunnudaginn 22. maí. 1932 höfðu nokkrar konur í Seyluhreppi mælt sér mót í Geldingarholti í tilefni af kvenfélagsstofnun.Þar eru mættar 12 konur. Í stjórn Félagsins voru kosnar Húsfreyja; Sigurlaug Sigurðardóttir, Fjalli ( formaður). Húsfreyja; Guðrún Guðmundsdóttir, Reykjarhóli ( gjaldkeri ). Ungfrú, Ingibjörg Jóhannsdóttir Löngumýri ( ritari ). Síðan voru lesin upp og samþykkt lög. Í lögum stendur ða félagið heitir Kvenfélag SEyluhrepps og tilgangur félagsins er að efla framtaksemi, menningu og réttindi kvenna. Það vill styðja heimilisiðnað og heima menningu, garðrækt og blómarækt, það vill gleðja aðra einkum börn. Fundir eru lögmætir ef 10 félagskonur mæta á fundi. Skráð frá Gjörðabók.

Lestrarfélag Seyluhrepps

  • S03666
  • Félag/samtök
  • 1923

Þriðjudaginn 6. nóv. 1923 var stofnfundur Lestrarfélags Seyluhrepps settur og haldin að Stóru - Seylu. Á fundinum voru 10 manns mættir. Haraldur Jónasson setti fundinn og var hann kosin fundarstjóri og nefndi hann til skrifara Bjarna Halldórsson. Fundarstjóri gat þess að á síðastliðnu vori á hreppaskilaþingi höldnu á Brautarholti hefði hann vakið máls á því hvort eigi væri reynandi að stofna lestrarfélag í hreppnum þar sem ekkert slíkt félag væri starfandi í hreppnum. Tóku menn vel í málið og var kosin þriggja manna nefnd til að að semja uppkast að lögum fyrir félagið og sjá um stofnun þess. Bjarni Halldórsson á Völlum. Eiríkur Guðmundsson Ytra - Vallholti og Haraldur Jónasson Völlum.
Lög Lestarfélag Seyluhrepps samþykkt á stofnfundi félagsins 6. nóv. 1923.
Föstudaginn 25. nóvember. 1955 var haldin fundur í Lestrarfélagi Seyluhrepps að Varmahlíð. Haraldur Jónasson setti fundinn og stýrði honum og setti til ritara Sr. Gunnar Gíslasson. Formaður skýrði frá hinum nýju bókasafnslögum og hvað það verkefni þessa fundar að taka ákvörðun um framtíðarskipan í lestrarfélaginu með tillit til hinna nýju laga. Fundurinn samþykkti að halda Lestrarfélagi Seyluhrepps áfram í sama formi og verið hefur. Til tals kom að fá húsnæði undir bækur félagsins hjá A. Lindemann í Varmahlíð í húsi sem hann er að reisa. Lindemann gaf góðar vonir um að úr þessu gæti orðið.
Upplýsingar teknar úr gjörðabók er liggur í E00039 A.

Skátafélagið Fálkar

  • S03665
  • Félag/samtök
  • 1941 - 1946

Stofnað í júlí 1940 og var fyrsta skátafélagið sem starfaði í sveit. Félagið var stofnað með aðstoð frá Skátafélaginu Andvörum á Sauðárkróki. Starfið var flott fyrstu árin en þá voru 11 meðlimir í félaginu auk stjórnar. Fundað var reglulega og haldnar útilegur. Þrátt fyrir fáa meðlimi keyptu þeir skála og voru duglegir að gera hann upp. Stjórn félagsins fyrstu 3 árin voru Sigurður Jónsson, Baldur Jónsson og Sveinbjörn Jónsson en Sigurður var sveitarforinginn.

Lánsfélag Staðarhrepps

  • S03664
  • Félag/samtök
  • 1922 -1940

Tekið úr Gjörðabók og þar segir meðal annars ;
Ár 1922 fimmtudaginn 30. nóvember var fundur settur og haldin að Reynistað. Jóns Sigurðson, Reynistað setti fundinn. Hafði stjórn Kaupfjélag Skagfirðinga látið boða til fundarins með skriflegu fundarboði um hreppinn. Kaupfélagsstjóri Sigfús Jónsson hóf umræðuna. Skýrði hann frá tilgangi Kaupfjélagsstjórnarinnar með fundarhaldi þessu og væri hann sá að ræða um við félagsmenn hvort ekki myndi hægt að breyta verslun Kaupfjélagins í það hvort að hætt væri að lána en taka upp peningaverslun þar að það verslunnarfyrirkomulag sem nú væri lítt viðunandi. Þá tók Jón Sigurðsson á Reynistað til máls, segir m.a. "Helstu leiðina til að ná því takmarki áleit hann þá að bændur innanhreppar stofnuðu lánsfjélög sem útvegi meðlimum sínum eins ódýr reksturslán eins og unnt væri".
"Fundurinn er því samþykkur að Kaupfjelag Skagfirðinga hætti útlánum og breyti verslun sinni í peningaverslun frá næstu áramótum.Á fundinum voru mættir 11 fjélagsmenn, ennfremur framkvæmdarstjóri Kaupfjelags Sigfús Jónsson. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Búnaðarfélag Staðarhrepps

  • S03662
  • Félag/samtök
  • 1889 - 1988

Árið 1889, 1. desember var aðalfundur búnaðarfélagsins í Staðarhreppi haldin á Páfastöðum af formanni félagsins, Jóni Pálmasyni. Mættir voru 10 félagsmenn. Málefni voru ný lög félagsins, reikningar og jaðarbótastörf félagsins.

Málfundafélagið Vísir

  • S03660
  • Félag/samtök
  • 1927 - 1934

Málfundafélagsins Vísir, Stíflu, var stofnsett 14.11.127 að 7 meðlimum mættum. Fundirnir voru haldnir í húsi málfundarfélagsins Von. Í Gjörðabókinni eru fundargerðir og einnig komu fram á fundunum spurningar almenns eðlis s.s. 1. Hvort er betra að gefa kindum kveld eða morgna í svona jarðelti? 2. Hvort er betra að vera í sveit eða kaupstað? 3. Til hvers eru Ungmennafélög? 4 . Hvaða vetrarverk þykir ykkur skemmtilegust? 5. Hvort lifa sveitirnar fyrir kaupstaðina eða kaupstaðirnir fyrir sveitirnar? o.s.fr. Gaman af þessu. Ekki er vitað um líftíma félagsins af svo stöddu.

Lestrarfélag Holtshrepps

  • S03659
  • Association
  • ódags.1911

Lestrarfélag Holtshrepps var stofnað 1911, stofnfundur félagsins var haldinn 25. janúar 1912.
Tilgangur félagsins var að standa undir bókakaup og halda utan um útlán á bókum til félagsmanna, auk þess sem velgjörðamenn félagsins gáfu því bækur og lestrarefni. Félagsmenn voru 22 árið 1916. Á aðalfundi þann 29. október 1922 kom fram tillaga að breyta félaginu í hreppsbókasafn og var hún samþykkt.

Búnaðarfélag Holtshrepps

  • S03658
  • Félag/samtök
  • Ekki vitað

Búnaðarfélag Holtshrepps í Fljótum, ekki er vitað um stofnár eða hver var stofnandi félagsins. Tilgangur félagsins er að stuðla að hverskonar framförum og umbótum í búnaði, svo og jarðrækt, búfjárrækt, húsabótum og fl. Meðal annars keypti félagið vélar og tæki til jarðræktunar sem bændur höfðu aðgang að og einnig sá félagið um að kaupa kartöfluútsæði, fræ og áburð. Búnaðarfélag Holtshrepps gerðist síðar aðili að búnaðarsambandi Skagfirðinga árið 1945.
Ekki fundust upplýsingar um hvort félagið sé ennþá starfandi.

Ungmennafélagið Glóðafeykir

  • S03657
  • Félag/samtök
  • 02.05.1926

Stofnfundur Ungmennafélagsins Glóðafeyki var haldinn 2. maí 1926, að Stóru Ökrum, félagssvæði þess er Akrahreppur. Lög félagsins voru samþykkt 27. júní sama ár. Tilgangur félagsins var að efla félagslíf íbúa hreppsins með margvíslegum hætti eins og t.d. með málfundum, íþróttum, skemmtunum og nytsamlegri vinnu. Eins og segir í lög og reglum félagsins; „Tilgangur félagsins er að glæða félagslíf á félagssvæðinu, að efla hverskyns manndáð og drengskap, auka samvinnu og bróðurhug og örva menn og auka þeim möguleika á að starfa í þeim anda“. Virk starfsemi var í félaginu framan að, á árunum 1945 - 1964 virðist sem starfsemin sé með daufara móti en er endurvakin með fundi í Héðinsmynni 12. apríl 1974. Þann 22.06.1952 fékk félagið inngöngu í Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS).
Fyrsti formaður félagsins var Björn Sigtryggsson (14.05.1901-26.08.2002) í Framnesi og voru stofnfélagar 27 manns.

Kvenfélag Staðarhrepps (1908-)

  • S03656
  • Félag/samtök
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá fyrstu lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagni og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjugarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrðanámskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Kvenfélag Akrahrepps

  • S03653
  • Association
  • 1919 - 1996

Hinn 20 des. 1919 var á Víðivöllum haldin stofnfundur í Kvenfélagi Akrahrepps. Eins og segir í formála bókar Kvenfélags Akrahrepps 100 ára. Blómarósir í Blönduhlíð, ( Dalla Þórðardóttir,2019 ) þá voru fyrstu verkefni sem konurnar í Kvenfélagi Akrahrepps beittu sér fyrir aðkallandi. Þær voru stórhuga og vildu létta líf hreppsbúa. Þær vildu fegra mannlífið og gæða það gleði. Þær vildu efla heimilisiðnaðinn og héldu til þess námskeið og fegruðu umhverfið með jurta - og trjárækt. Á þeirri öld sem er liðinn frá stofnun Kvenfélags Akrahrepps hafa þjóðhættir breyst verulega og svo almennur hagur fólks. Lagst hefur af að fátæk heimili séu styrkt eða að börn þurfi ný klæði til jólanna sem kemur fram í fyrstu árum félagsins. Það styrkir líknar - og menningarstarf innan hrepps og utan. Félagið hefur í tvígang safnað efni í og gefið út bækur, í bæði skiptin á afmælisári. Í tilefni 85 ára afmæli félagsins árið 2004 birtist bókin Burknar, með frumsömdu efni eftir kvenfélagskonur. Fimm árum síðar kom út bókin Næring og Nautnir. Megi þróttur og gleði áfram fylgja félaginu okkar.

Ungmennafélag Höfðstrendinga*

  • S03652
  • Association
  • 1917 - 1987

Þann 25. mars.1917 komu nokkur ungmenni úr Hofsós og grendinni saman í þinghúsi hreppsins í þeim tilgangi að stofna ungmennafélag. Á þessum fyrsta fundi var samþykkt að félagið héti Ungmennafélag Höfðstrendinga. U.M.F.H. Og svo segir m.a. í lögum nýs félags, að félagsmenn geta þeir orðið sem ekki neyta áfengra drykkja og þeir sem eru innan 20 ára ( breyttist svo í 16 ára ). Séu ekki tóbaksneytendur en aldurstakmark félagsmanna er 12 - 40 ára og byggja þeir stefnu sína á kristilegum grundvelli. Allir sem skrifa undir skuldbindingu og lög félagsins skulu þúast. Fundir skulu byrja og enda með því að syngja eða lesa eitthvað ættjarðarljóð. Í bréfi sem Björn í Bæ ritar og er í þessum gögnum segir að fyrsta verkefni var að stofna Unglingaskóla og að það var mikill áhugi hjá fólki að láta gott af sér leiða og margir hafi fengið sínar fyrstu æfingu að setja hugsanir sínar í mælt mál. Starfrækt var kartöflurækt, opnuð var sundlaug milli Hugljótstaða og Hólakots, árið 1927 var strengt heit að koma upp samkomuhúsi og 29 .des.1928 var húsið fullbyggt og vígt með viðhöfn og skýrt Skjaldborg. Það var eins og öll skemmtanahöld lifnuðu við með tilkomu Skjaldborgar, leikfélagið var með margar sýningar og starfandi karlakórinn Þröstur, flestir ungmennafélagar, þá þótti engin skemmtun boðleg nema samsöngur væri. Félagar ungmennasambanda skiptust á að mæta á fundi hjá hvorum öðrum og flutt voru ýmis erindi sem voru svo tekin til umræðu, þetta færði unga fólkið saman í starfi og góðum anda.
Stjórnarfundur sem haldin var 11.maí.1982 í U.M.F.Höfðstrending samþykkti ( áður samþ á aðalfundi 24. febrúar.1982 ) að UMSS hafi forgöngu um viðræður milli U.M.F Geisla og U.M.F Höfðstrendings. Í Byggðasögu Skagafjarðar X. bindi er þess getið að með sameiningu Ungmennafélags Geisla í Óslandshlíð og Íþróttafélagsins Neista 22. mars.1990 hafi orðið til Ungmennafélag Neisti og Ungmennafélag Höfðstrendingur hafi ekki verið með í þeirri sameiningu og starfaði ekkert eftir þetta.

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

  • S03651
  • Association
  • 1898 - 1990

Bindindisfélagið Tilreyndin var stofnað 12.febrúar 1898. Það var svo 1923 sem félaginu er breytt í Bindindisfélagið Geisli. Í febrúar 1926 var á aðalfundi rætt um að ungmennafélagsnafn eigi betur við lög félagsins og einnig til þess að fá fleira fólk í félagið. Að lokinni atkvæðagreiðslu var þetta samþykkt með 12 atkvæðum gegn 8 og U.M.F Geisli varð til. Á aðalfundi U.M.F Geisla 22. mars.1990 var svo samþykk sameining U.M.F Geisla og Íþróttafélagsins Neista að því tilskyldu að hið sameiginlega félag starfi áfram sem ungmennafélag innan U.M.S.S.Tillagan var samþykkt með samhljóð atkvæðum allra fundarmanna.

Guðrún Jónsdóttir (1854-1943)

  • S03649
  • Person
  • 31.07.1854-14.10.1943

Guðrún Jónsdóttir fæddist að Hóli í Sæmundarhlíð 31. júlí 1854. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppstjóri að Hóli (1820-1904) og Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja að Hóli (1828-1912). Guðrún bjó lengi á Hóli hjá foreldrum sínum. Er skráð sem vinnukona að Ási í Rípurhreppi árið 1930. Ógift og barnlaus. Dó 14. október 1943.

Þórarinn Jónsson (1863-1890)

  • S03648
  • Person
  • 1863-1890

Fæddist að Hóli í Sæmundarhlíð. Heimildum ber ekki saman um fæðingarár. Skagfirskar æviskrár segja að hann hafi fæðst 20. nóvember 1962 en í Íslendingabók er hann talinn hafa fæðst árið 1863. Þórarinn var búfræðingur frá Hólum. Kvæntur Sigríði Þorleifsdóttur (1864-1949). Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Þórarinn fór niður um ís á Winnipegvatni og drukknaði í desember 1890.

Magnús Jónsson Fjalli (1851-1942)

  • S03647
  • Person
  • 17.07.1851-31.03.1942

Magnús fæddist árið 17. júlí árið 1851 að Hóli í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Jón Jónsson, hreppstjóri og bóndi að Hóli og Sigríður Magnúsdóttir, húsfreyja að Hóli. "Magnús ólst upp hjá foreldrum sínum og vann búi þeirra á Hóli til 1874, var í húsmennsku hjá tengdamóður sinni á Fjalli 1874-77, en tók þá við ábúð á jörðunni. Bjó á Fjalli 1877-87. Brá þá búi og fór vestur um haf. Nam land í Víðirnesbyggð í Nýja Íslandi, byggði þar nýbýlið Hjarðarholt og bjó þar 1887-91, en nam þá land í Hólabyggð í Assinibonedal í Manitoba, um tólf mílu norðaustur af Glenboro, og bjóð þar 1891-1902. Þaðan fluttist hann til Blaine og bjó þar 1902-17, var hjá Jóni sýni sínm í New Westminster í Bresku Columbiu 1917-27, en fór þá aftur til Blaine og átti þar heima til æviloka." (Skagf. æviskrár V, 245).
Kvæntist Margréti Unu Grímsdóttur (1848-1934) árið 1874 en Margrét var frá Fjalli í Sæmundarhlíð.
Saman áttu þau fimm börn, tvö þeirra komust á legg.

Þorbergur Jónsson (1860-1920)

  • S03646
  • Person
  • 31.03.1860-1920

Þorbergur Jónsson fæddist 31. mars árið 1960 að Hóli í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppstjóri að Hóli (1820-1904) og Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja að Hóli (1828-1912). Þorbergur kvæntist Helgu Bjarnadóttur/Guðbjörgu Bjarnadóttur (1858-1912) árið 1886 en heimildum ber ekki saman um heiti konunnar. Var bóndi í Vík í Staðarhreppi en flutti til Vesturheims árið 1887, nánar tiltekið Nýja Íslands. "Flutti í Argylebyggð 1892 og á land sitt í Hólabyggð ári seinna. Hann bjó félagsbúi með bróður sínum Magnúsi í nokkur ár en flutti svo seinna suður í byggðina þar sem hann keypti lönd suðvestur af Glenboro".
Þorbergur og Guðbjörg ólu upp Sigríði Jakobsdóttur.
Þorbergur dó 2. janúar árið 1920 í Manitoba.

Lestrarfélag Óslandshlíðar

  • S03645
  • Association
  • 1913-1957

Lestrarfélag Óslandshlíðar var stofnað 29. apríl 1913 á Hlíðarhúsi og voru stofnendur 11. Lögð voru fyrir fundinn lög félagins og þau samþykkt.
Þann 31.mai.1957 varð tillaga um að bókasafn Lestrarfélags Óshlíðar muni sameinast í Lestrarfélag Hofshrepps. Tillaga þessi var samþykkt.

Verkamannafélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03644
  • Association
  • 1949-?

Verkamannafélag Lýtingsstaðahrepps var stofnað 3. apríl 1949 að Lýtingsstöðum. Stofnfélagar voru 17 karlmenn sem allir bjuggu í Lýtingsstaðahreppi. Í fyrstu stjórn félagsins sátu Jóhann Hjálmarsson Ljósalandi (formaður), Björn Egilsson Sveinsstöðum (ritari), Jón Þórarinsson Efrakoti (gjaldkeri). Árið 1952 er farið að rita nafn félagsins Verkalýðsfélags í stað Verkamannafélags. Ekki er ljóst hvenær félagið var lagt niður. Síðast fundargjörð er rituð 5. okt. 1962 en á þeim fundi er ekkert rætt um að breyta eða leggja niður félagsskapinn.

Ungmennafélag Holtshrepps

  • S03643
  • Association
  • 1919-1971?

Stofnfundur Ungmennafélags Holtshrepps var haldinn 9. febrúar 1919 að Stóraholti, alls voru 22 stofnfélagar. Tilgangur félagsins eins og segir í 2.gr "er að æfa meðlimi sína í að koma hugsun sinni skýrt fram í ræðu og riti. Virkja athygli þeirra á ýmsum vitsömum framfara málefnum og koma þeim í framkvæmd að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stendur". Inntökurétt höfðu bæði konur og karlar í Holtshreppi frá 12 til 30 ára aldurs, utanhreppsmenn fengu inngöngu í félagið aðeins með samþykki meirihluta félagsmanna á lögmætum fundi. Allir félagsmenn eldri en 14 ára höfðu atkvæðisrétt. Fyrsti formaður félagsins var Snorri Snorrason.
Ýmislegt bendir til þess að Ungmennafélagið Von í Stíflu hafi runnið saman við félagið kringum 1945 þó ekki sé það beint nefnt í fundargjörðum félaganna.

Málfundafélagið Von í Stíflu

  • S03642
  • Association
  • 1918-1945

Málfundarfélagið Von í Stíflu var stofnað 25. apríl 1918 á Knappstöðum. Árið 1928 er málfundarfélaginu breytt í ungmennafélag og hét þá eftirleiðis Ungmennafélagið Von í Stíflu, skammstafað U.m.f.V. Síðasta fundagjörð U.m.f.V. er frá 15.4.1945 en ekki kemur þar fram að félagið sé formlega lagt niður. Erfitt hefur þó verið að halda félagsskapnum gangandi því í fundargjörð frá 29.3.1945 kemur fram að félagsmenn ræddu hvort leggja ætti félagið niður, ekki síst þar sem "... svo fáir félagsmenn eru á félagssvæðinu og út lit fyrir að þeim muni fækka en þá meira af völdum Fljótarvyrkjunar, þar sem félagssvæðið Stíflan legðist að mestu undir vatn." Í sömu fundargjörðabók tekur við lög Ungmennafélags Holtshrepps og félagaskrá frá 1949 til 1958. Allt bendir því til þess að félagið hafi runnið inn í þann félagsskap.

Hestamannafélagið Léttfeti (1933-2016)

  • S03641
  • Association
  • 1933-2016

Hestamannafélagið Léttfeti var stofnað árið 1933. Starfssvæði félagsins var Sauðárkrókur og nágrenni. Árið 2016 voru hestamannafélögin Léttfeti, Stígandi og Svaði sameinuð í eitt félag sem fékk nafnið Hestamannafélagið Skagfirðingur.

Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu (1976-1999)

  • S03640
  • Félag/samtök
  • 1976-1999

Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu var stofnaður árið 1976. Í kjölfar sameiningar sveitarfélaga í Skagafirði var Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu sameinaðir árið 1999 undir heitinu Tónlistarskóli Skagafjarðar.

Tónlistarfélag Skagfirðinga (1964-2001)

  • S03639
  • Association
  • 1964-2001

Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.

Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu (1976-2020)

  • S03638
  • Association
  • 1976-2020

Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.

Tónlistarfélag Skagafjarðar (2001-2023)

  • S03637
  • Association
  • 2001-2023

Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.

Pétur Björnsson (1872-1923)

  • S03634
  • Person
  • 28.12.1872 - 28.09.1923

Pétur Björnsson bóndi í Teigakoti, Tungusveit var fæddur á Vindheimum 28. des. 1872, dáin 28. september 1923.
Foreldrar hans voru Björn Björnsson bóndi í Ytri-Svartárdal og Þorbjörg Pétursdóttir.

Bóndi í Teigakoti 1909-1922. Pétur var lítill vexti og ekki mikill verkmaður, en snoturvirkjur, og gekk vel um alla hluti, sem hann hafði með höndum. Hann var af sumum talinn sérvitur, en stórvel gefinn á sumum sviðum. Hann hafði svo miklra reikningsgáfu að frábært þótti. Hann kunni fingrarím utanbókar og mun hafa verið síðastur manna í sinni sveit sem kunni það og notaði. Var almælt, að hann hefði fundið skekkju í almanakinu einhvern tíma laust eftir aldamótin og eru margar aðrar sögur til um reiknigáfur hans. Hann hafði óvenju sterkt minni. Pétur hafði fagra rithönd og gegndi opinberum störfum. Hann var í hreppsnefnd um skeið, deildarstjóri í Lýtingsstaðahreppi í Kaupfélagi Skagfirðinga, formaður safnarstjórnar Mælifellssóknar o. fl. Hann var gangnastjóri Vestflokks á Eyvindarstaðaheiði í nokkur ár.

Pétur kvæntist ekki né eignaðist afkomanda en ráðskona hans var Guðbjörg Guðmundsdóttir f. í Eyhildarholti 21. ágúst 1862

Erfingar Péturs voru Guðmundur Þorláksson húsmaður í Víðinesi í Hjaltadal og systir hans Ragnheiður í Saurbæ í Kolbeinsdal.

Veiðifélag Laxár í Laxárdal

  • S03633
  • Opinber aðili
  • 08.04.1972-

Stofnfundur Veiðifélags Laxár í Laxárdal var haldinn á Þorbjargarstöðum í Laxárdal þann 8. apríl 1972.

Kristján Ingólfur Sigtryggsson (1906-1982)

  • S03632
  • Person
  • 27.10.1906-11.01.1982

Kristján Ingólfur Sigtryggsson, f. á Giljum í Vesturárdal í Skagafirði 27.10.1906, d. 11.01.1982 í Reykjavík. Foreldrar: Sigtryggur Friðfinnsson bóndi á Giljum og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir húsfreyja. Kristján ólst upp í foreldrahúsum og vann ýmis störf, greip m.a. í bókband með föður sínum. Hann nam húsgagnasmíði hjá Steindóri Jónssyni á Sauðárkróki og setti þar upp verkstæði að námi loknu. Kristján bjó lengst af á Siglufirði. Þar starfaði hann að félagsmállum. Gekk í Siglufjarðardeil Kommúnistaflokksins, átti sæti í stjórn og fulltrúaráði Sósóalistafélags Siglufarðar og starfaði einnig nokkur í Alþýðubandalaginu. Þá starfaði hann nokkuð að tónlistarmálum og var í stjórnum Iðnaðarmannafélagsins og Trésmíðafélagsins.
Maki: Aðalbjörg Pálsdóttir. frá Siglufirði. Þau eignuðust fimm börn.
Móðir: Ingibjörg Pálsdóttir (1868-1930).

Ungmennafélagið Vaka

  • S03631
  • Félag/samtök
  • 1930 - 1945

Ungmennafélagið Vaka í Viðvíkursveit. Óvíst um stofndag.

Kemur fram í Gjörðabók ungmennafélagsins Vöku í Viðvíkursveit að mánudaginn 10 mars 1930 var haldin stofnfundur í þinghúsi Viðvíkurhrepps til þess að ræða stofnun Ungmennafélags í Viðvíkurhreppi, fundinn setti Jóhann Björnsson hreppstjóri á Hofstöðum.Rædd voru lög og borin undir atkvæði og samþykkt í heild. Mánudaginn 9. júní 1930 var svo haldin aðalfundur í þinghúsi Viðvíkurhrepps þar sem ákveðið var nafn félagsins. Kosið var um nöfnin Vaka, Sunna og Eining. Uppfært14.11. 2023 LVJ

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar

  • S03630
  • Félag/samtök
  • 1905 - 1931

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar. Óvíst um stofndag.
Uppfært 22.11.2023 LVJ.
Í Fundargjörðabók kemur fram að Lestrarfélag Flugumýrarsóknar var stofnað í nóvember 1905 á fundi í Réttarholti hafði verið boðað til hans af Eiriki Albertssyni og Jóni Rögnvaldssyni. Stofnendur voru rúmir 40. Voru þá samið og samþykkt lög fyrir félagið þau er nú gilda ( eins og segir í gjörðabók). Sumarið 1907 brann gjörðabók félagsins sem í höfðu verið skrifaðar fundargjörðir þess frá því það var stofnað. Síðan hefir engin gjörðabók verið haldin fyrir félagið. 1910 var ákveðið á fundi að kaupa gjörðabók fyrir félagið.
Ekki er vitað um félagið í framhaldinu en það kemur fram í Gjörðabók Ungmenna og Lestrarfélagið Æskan að fyrrverandi félagar Lestrarfélags Flugumýrarsóknar mættu á fund 1969 og rædd var sameining félagana.

Ása Þorvaldsdóttir Baldurs (1930-2021)

  • S03629
  • Person
  • 27.11.1930-19.04.2021

Ása Þorvaldsdóttir Baldurs, f. á Þóroddsstöðum í Hrútafirði 27.11.1930, d. 19.04.2021. Foreldrar: Þorvaldur Böðvarsson bóndi og hreppsstjóri á Þóroddsstöðum og kona hans Gróa María Oddsdóttir húsfreyja. Ása ólst upp í stórum systkinahópi. Hún stundaði nám við Reykjaskóla og síðar Kvennaskólann á Blönduósi. Hún starfaði á símstöðinni á Borðeyri í Hrútafirði, hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og hjá Langlínumiðstöð Landssímans í Reykjavík. Lengst af starfaði Ása þó hjá Landssambandi vörubifreiðarstjóra. Ása og Jóhann bjuggu lengst af að Urðarbraut 9 í Kópavogi. Ása var virk í félagsstarfi Kvenfélags Kópavogs, Sinawik og ITC.
Maki: Jóhann Frímann Baldurs (1926-2014). Þau eignuðust þrjá syni.

Ása Jónsdóttir Norðfjörð (1883-1963)

  • S03628
  • Family
  • 11.06.1883-26.10.1963

Húsfreyja á Grettisgötu 46, Reykjavík 1930. Veitingamaður á Sauðárkróki og húsfreyja í Reykjavík.
Maki: Jón Árnason (7. okt. 1856 - 20. mars 1929)

Árskógshreppur (1911-1998)

  • S03626
  • Félag/samtök
  • 1911-1998

Hreppur í Eyjafirði. Varð til árið 1911 þegar Arnarneshreppi var skipt í tvennt. Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Árskógshreppur Dalvíkurbyggð og Svarfaðardalshreppi undir nafninu Dalvíkurbyggð.

Arnljótur Gunnbjörn Sveinsson (1917-1992)

  • S03625
  • Person
  • 06.10.1917-06.07.1992

Arnljótur Sveinsson, f. 06.10.1917, d. 06.07.1992. Bóndi á Ytri-Mælifellsá.
Arnljótur var fæddur á Syðri-Mælifellsá en bjó á Ytri-Mælifellsá frá 12 ára aldri en var einnig um tíma á Reykjavöllum og í Sölvanesi.

Árni Tryggvason (1911-1985)

  • S03624
  • Person
  • 02.08.1911-25.09.1985

Árni Tryggvason, f. 02.08.1911, d. 25.09.1985. Foreldrar: Tryggvi Árnason trésmiður og Arndís Jónsdóttir. Árni var settur til mennta og lauk studentsprófi 1930 og lögræðiprói 1936. Sama ár varð hann fulltrúi hjá lögmanninum í Reykjavík. Hann var skipaður borgardómari 1944 og gegndi því starfi til 1. maí 1945, er hann var skipaður hæstaréttardómari. Hann fékk lausn úr því embætti 24.03.1964. Gekk hann þá í utanríkisþjónustuna og var sendiherra. Fyrst hafði hann aðsetur í Stökkhólmi en síðan í Bonn og Osló. Árni var sæmdur fjölda heiðursmerkja, bæði innlendra og erlendra.

Árni Thorsteinsson (1870-1962)

  • S03623
  • Person
  • 15.10.1870-16.10.1962

Árni Thorsteinsson, f. 15.10.1870, d. 16.10.1962. Foreldrar: Soffía Hannesdóttir Johnsen og Árni Thorsteinsson, landfógeti.
Árni tók stúdentspróf árið 1890 og lagði stund á lögfræði um nokkurt skeið, en hætti því námi og lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn. Stundaði þá iðn um nokkurra ára skeið. Árni var einnig tónskáld.
Maki: Helga Einarsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.

Árni Rögnvaldsson (1891-1968)

  • S03621
  • Person
  • 06.02.1891-05.04.1968

Árni Rögnvaldsson, f. á Ríp í Hegranesi 06.02.1891, d. 05.04.1968 á Sauðárkróki. Foreldrar: Rögnvaldur Jónasson, b. síðast á Þröm á Langholti og sambýliskona hans Sigurlaug Þorláksdóttir húsfreyja.
Árni ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á Rein, Steini, Jaðri og síðast á Þröm á Langholti frá 1910-1916, en þá fluttu þau með Árna að Hólkoti (nú Birkihlíð). Árni bjó í Hólkoti frá 1916-1920, á Hafragili í Laxárdal 1920-1921 og á Selnesi á Skaga 1921-1923. Þegar hann hætti búskap fluttist hann til Sauðárkróks ásamt konu sinni og bjó þar til æviloka. Þar stundaði hann sjómennsku og daglaunavinnu sem gafst þess á milli. Auk þess áttu þau hjónin oftast nokkrar skepnur.
Maki: Margrét Jónasdótir (1883-1972). Þau eignuðust eina dóttur

Árni Jónsson (1851-1897)

  • S03620
  • Person
  • 1851-1897

Árni Jónsson, f. í Vatnsdalshólum 1851, d. 1897 á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði. Forledrar: Jón Jónsson bóndi og trésmiður í Vatnsdalshólum og kona hans Björg Þórðardóttir.
Árni ólst upp hjá foreldrum sínum og var fermdur frá þeim. Sama ár fór hann til Magnúsar föðurbróður síns, sem kenndi honum undir skóla og var hjá honum á Hofi á Skagaströnd 1866-1868 og á Skorrastað í Norðfirði 1868-1869. Árni var við nám í Reykjavík næstu ár og lauk þar stúdentsprófi 1875. Hann varð cand. phil. í Reykjavík 1876 og cand. med. frá Læknaskólanum 1878. Hann starfaði á fæðingarstofnun í Kaupmannahöfn 18788-187 en var skipaður héraðslæknir 1879. Sat hann á Sauðárkróki 1879-1880, á Sauðá 1880-1881, í Glæsibæ 1881-1892 og hafði jafnframt búrekstur þar 1881-1883 og 1887-1892. Árið 1892 var hann skipaður héraðslæknir í Vopnafirði.
Maki: Sigríður Jóhannesdóttir (1851-1890) Þau eignuðust 4 börn. Tvö þeirra dóu á fyrsta ári.
Maki 2: Sigurveig Ósk Friðfinnsdóttir (1865-1946). Þau eignuðust fjögur börn. Seinni maður Sigurveigar var Jón Benediktsson (1873-1946). Þau eignuðust tvö börn.

Árni Jónsson (1848-1932)

  • S03619
  • Person
  • 07.09.1848-13.05.1932

Árni Jónsson, f. á Sauðá 07.09.1848, d. 13.05.1932. Foreldrar: Jón Árnason (1817-1902) síðast bóndi í Dæli í Sæmundarhlíð og kona hans Ingibjörg Símonardóttir (1815-1885) húsmóðir.
Árni ólst upp með foreldrum sínum og vann að búi þeirra fram yfir þrítugsaldur, eða þar til hann flutti á heimili unnustu sinnar voriuð 1881. Hann var bóndi á Marbæli á Langholti 1881-1882 og 1884-1932. Fyrstu árin bjó hann á móti Magnúsi tengdaföður sínum og taldist húsmaður 1882-1884. Árni sat lengi í hreppsnefnd Seyluhrepps, var oddviti hennar 1888-1892. Hann var hreppsstjóri Seyluhrepps frá 1892-1917.
Maki: Sigurlína Magnúsdóttir (1860-1940). Þau eignuðust ekki börn.

Árni Hólmsteinn Árnason (1923-2001)

  • S03617
  • Person
  • 18.09.1923-30.03.2001

Árni Hólmsteinn Árnason, f. á Kálfsstöðum í Hjaltadal 18.09.1923, d. 30.03.2001 á Sauðárkróki. Foreldrar: Árni Sveinsson bóndi á Kálfsstöðum og kona hans, Sigurveig Friðriksdóttir húsmóðir. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum á Kálfsstöðum og vann að búi þeirra. Á veturnar skiptust hann og Friðrik bróðir hans á að fara á vetríði og vinna á Vellinum, eins og það var kallað. Árið 1964 fluttist Árni ásamt fjölskyldunni á Sauðárkrók og bjó þar á Ægisstíg 6 til æviloka. Árið eftir lést Árni, faðir hans. Á Sauðárkróki vann hann í blikksmiðju Jónasar Guðlaugssonar. Einnig vann hann eitt ár hjá versluninni Hegra, síðan 2 ár hjá Braga Sigurðssyni vélsmið og loks eitt ár hjá Trésmiðjunni Hlyn. Árið 1972 hóf hann störf hjá Sútunarverksmiðjunni Loðskinni og vann þar til 1990, er hann fór á eftirlaun. Árni var ókvæntur og barnlaus.

Árni Hólm Gottskálksson (1898-1932)

  • S03616
  • Person
  • 10.03.1898-14.02.1932

Árni Hólm Gottskálksson, f. á Bakka í Vallhólmi 10.03.1898, d. 14.02.1932 í Húsey í Vallhólmi. Foreldrar: Gottskálk Egilsson bóndi á Bakka og kona hans Guðlaug Árnadóttir húsmnóðir. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum á Bakka til fullorðins ára. Hann naut ekki skólagöngu og vann ekki utan heimilis að ráði. Hann hóf sjálfstæðan búskap á Bakka 1926 og var Helga systir hans bústýra hjá honum. Tóku þau í fóstur bróðurdóttur sína, Guðlaugu Egilsdóttur. Árni kvæntist ekki.
Eftir fjögurra ára búskap á Bakka keypti Árni nágrannajörðina Húsey, en bjó þar aðeins rúm tvö ár, því hann andaðist úr lugnabólgu aðeins 34 ára að aldri.

Valdimar Friðbjörnsson (1926-1996)

  • S03615
  • Person
  • 06.01.1926-19.06.1996

Valdimar Friðbjörnsson, d. 06.01.1926, d. 19.06.1996. Foreldrar: Friðbjörn Björnsson og Björg Valdimarsdóttir. Maki: Sigurlaug Barðadóttir. Þau eignuðust fjögur börn.
Sjómaður og skipstjóri og starfaði einnig við fiskverkun og hjá Olíuverslun Íslands. Einnig hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.

Gunnur Pálsdóttir (1930-)

  • S03614
  • Person
  • 04.01.1930-

Gunnur Pálsdóttir, f. 04.01.1930.
Móðir: Sigríður Guðjónsdóttir (1900-1988).

Hulda Gísladóttir (1913-1993)

  • S03611
  • Person
  • 08.08.1913-14.08.1993

Hulda Gísladóttir, f. á Bólstað í Svartárdal 08.08.1913, d. 14.08.1993. Foreldrar: Gísli Ólafsson og Jakobína Þorleifsdóttir. Um tvítugt fluttist Hulda til Siglufjarðar. Þar starfaði hún m.a. við síldarsöltun. Hún giftist fyrri manni sínum þar. Þegar seinni maður hennar lést árið 1954 flutti hún til Sauðárkróks og bjó þar síðan. Hún starfaði sem matráðskona hjá Kaupfélagi Skagfirðinga.
Maki: Anton Ingimarsson. Þau slistu samvistir. Þau eignuðust fjögur börn.
Maki 2: Hilmar Jónsson frá Tungu í Fljótum.

Guðrún Þrúður Vagnsdóttir (1939-2007)

  • S03610
  • Person
  • 16.01.1939-23.05.2007

Guðrún Þrúður Vagnsdóttir, f. á Minni-Ökrum í Skagafirði 16.01.1939, d. 23.05.2007. Foreldar: Vagn Gíslason (1901-1986) og Fjóla Stefánsdóttir (1914-2004).
Maki: Hreinn Þorvaldsson. Þau eignuðust fimm börn.

Hauður Sigrún Haraldsdóttir (1932-)

  • S03607
  • Person
  • 10.03.1932-

Hauður Sigrún Haraldsdóttir, f. 10.03.1932. Forldrar: Haraldur Sigurðsson verslunarmaður á Sauðárkróki (1882-1963) og Ólöf Sesselja Bjarnadóttir (1904-1984).
Búsett í Reykjavík, starfaði við veirurannsóknir. Ógift.

Guðný Þórðardóttir (1937-2018)

  • S03605
  • Person
  • 08.06.1937-21.07.2018

Guðný Þórðardóttir, f. 08.06.1937, d. 21.07.2018. Lést af í bílslysi. Foreldrar: Þórður Sighvatsson (1909-1993) og María Njálsdóttir (1917-2003). Guðný ólst upp á Sauðárkróki, Siglufirði og Akranesi. Hún varð gagnfræðingur frá gagnfræðaskólanum á Akranesi og var einn vetur í húsmæðraskóla á Löngumýri. Hún hóf störf hjá Landssímanum 1951 og starfaði þar allan sinn starfsferil, nema með hléum vegna náms Grétars í Skotlandi. Hún nam ensku einn vetur í verslunarháskóla í Aberdeen en hóf aftur störf hjá Pósti og síma. Nokkrum árum síðar var hún skipuð yfirumsjónarmaður Talsambands við útlönd og gengdi þeirri stöðu rúm 20 ár. Guðný og Grétar voru lengst af búsett í Reykjavík og síðar á Selstjarnarnesi en eftir ða þau fóru á eftirlaun settust þau að á jörð sinni Hvammkoti í Lýtingsstaðahreppi. Stunduðu þau skógrækt þar.
Maki: Grétar Magni Guðbergsson (1934-2013) jarðfræðingur. Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Grétar einn son.

Þóroddur Sigtryggsson (1902-1962)

  • S03602
  • Person
  • 25.02.1902-22.07.1962

Þóroddur Sigtryggsson, f. að Giljum í Vesturdal 25.02.1902, d. 22.07. 1962. Foreldrar: Sigtryggur Friðfinnsson bóndi á Giljum og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir. Þóroddur ólst upp með foreldrum sínum fram um fermingardaldur. Hann var síðan nokkuð á faraldsfæti og var m.a. vinnumaður á Ábæ. Um tvítugt fluttist hann til Sauðárkróks og vann þar ýmsa vinnu til sjós og lands. Hann átti m.a. eigin bát. Hann glímdi við flogaveiki og var lengi heilsulaus andlega og líkamlega. Hann tók virkan þátt í verkalýðsbaráttu og var dyggur stuðningsmaður Kommúnistaflokksins og síðan Sósíalistflokksins. Mörg hin síðari ár var hann vistmaður á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki en vann þar einnig ýmis smáviðvik. Þóroddur var ógiftur og barnlaus.

Sigríður Guðrún Sigurðardóttir (1910-1977)

  • S03601
  • Person
  • 30.08.1910-28.05.1977

Sigríður Guðrún Sigurðardóttir, f. að Rein í Hegranesi 30.08.1910, d. 28.05.1977 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurður Þórðarson og Pálína Jónsdóttir á Egg. Sigríður útskrifaðist úr Kvennaskólanum á Blönduósi en vann annars búi foreldra sinna og tók við búsforráðum eftir að móðir hennar dó árið 1942. Byggði hús á Sauðárkróki og flutti þangað með föður sínum og var þar síðustu árin. Sigríður var ógift og barnlaus. Mörg börn dvöldu hjá henni á sumrin um árabil á Egg, m.a. Unnur Jóhannesdóttir. Hún var ein af stofnendum Kristniboðsfélagsins Frækornið.

Kristinn Gunnlaugsson (1897-1984)

  • S03600
  • Person
  • 27.05.1897-22.02.1984

Kristinn Gunnlaugsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 27.05.21897, d. í Kópavogi 22.02.1984. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Stafshóli í Deildardal og kona hans Sigurlaug Margrét Hólmfríður Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar skólagöngu sem þá tíðkaðist. Fjórtán ára fór hann í vinnumennsku að Kolkuósi og var þar næstu tvö árin. Þar slasaðist hann og náði sér aldrei til fulls eftir það. Hann var eitt ár í Saurbæ í Kolbeinsdal, síðan á Ysta-Mói og loks á Hraunum í Fljótum. Þaðan fór hann til Siglufjarðar vorið 1919 og hóf þar trésmíðanám en lauk því ekki fyrr en löngu síðar. Kristinn hóf búskap vorið 1921 og næsta ár voru þau í húsmennsku í Saurbæ en síðan eitt ár í Brimnesi. Vorið 1924 byrjuðu þau aftur búskap í Saurbæ og voru þá tvö ár. Árið 1926-1927 voru þau í húsmennsku á Skúfstöðum. Næsta ár vann hann við byggingar á hólum og árið eftir á Skagaheiði. Haustið 1928 flutti hann á Sauðárkrók. Veturinn 1929 fór Kristinn í Sandgerði til vinnu. Hann byggði sér íbúðarhús á Króknum upp úr 1930 og frá 1938 var hann eingöngu við vinnu þar. Hann stofnaði Trésmiðjuna Björk ásam Jósep Stefánssyni. Seinna var hann verkstjóri, t.d. í frystihúsi í 5 ár, við síldarssöltun og fleira. Var einnig framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins um tíma, sá um fasteignaviðskipti og fleira. Hann sinnti mikið félagsmálum og var lengi í Alþýðuflokknum. Einnig í hreppsnefnd Sauðárkróks og fyrstu bæjarstjórn. Árið 1954 flutti hann suður og stundaði þar smíðar og verkstjórn.
Maki 1: Gunnhildur Stefanía Sigurðardóttir (1898-1929). Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Guðný Jóhannsdóttir (1885-1981). Ekki börn en Guðný átti þrjú börn fyrir.

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen (1915-1999)

  • S03599
  • Person
  • 24.03.1915-27.10.1999

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen, f. á Mælifelli í Skagafirði 24.03.1915 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Sigfússon (1892-1957) og Jórunn Hannesdóttir (1914-1978).
Maki 1: Sveinn Steindórsson garðyrkjumaður í Hveragerði. Þau eignuðust stúlku sem lést samdægurs. Þau bjuggu saman í Hveragerði. Sveinn lést í bruna á Hótel Íslandi 1944.
Maki 2: Marteinn Sívertsen húsasmíðameistari og kennari Í Reykjavík. Þau eignuðust ekki börn en Marteinn átti einn son fyrir. Þau bjuggu engst af í Litlagerði 7.

Lilja Hannesdóttir (1920-2002)

  • S03598
  • Person
  • 25.08.1920-17.08.2002

Lilja Hannesdóttir, f. á Skefilsstöðum á Skaga 25.08.1920, d. 17.08.2002. Foreldrar: Hannes Benediktsson og Sigríður Björnsdóttir. Lilja ólst upp í Hvammkoti til 17 ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan að Hvammi í Laxárdal. Lilja gekk í Kvennaskólann á Blönduósi. Hún vann íymis störf, m.a. á hótelum og við veitingasölu, bæði á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
Maki: Pálmi Jóhannsson frá Búrfelli í Svarfaðardal. Þau giftu sig árið 1948. Eftir það bjó Lilja á Dalvík og starfaði við fiskvinnslu og einnig við félagsheimilið Víkurröst. Þau eignuðust tvíbura.

Sigurður Heimsberg Jónasson (1928-2006)

  • S03597
  • Person
  • 20.08.1928-19.11.2006

Sigurður Heimsberg Jónasson, f. 20.08.1928, d. 19.11.2006. Kenndur við Salinn á Sauðárkróki og kallaður Beggi í Salnum.
Síðast til heimilis að Birkiteig 22 í Keflavík.

Ragnheiður Brynjólfsdóttir (1930-1986)

  • S03597
  • Person
  • 31.10.1930-16.10.1986

Ragnheiður Brynjólfsdóttir, f. 31.10.1930. d. 16.10.1986. Foreldrar: Brynjólfur Danivalsson og Emilía Lárusdóttir, þau bjuggu á Suðurgötu 24 á Sauðárkróki (Árbæ).
Ragnheiður fór ung til Reykjavíkur í atvinnuleit og fór síðan í ljósmæðranám og útskrifaðist úr því 1963. Hún vann lengst af við Sjúkrahúsið í Keflavík. Í Keflavík hélt hún heimili með tveimur systkinum sínum. Ragnheiður var meðlimur í Sóroptimistaklúbbi Keflavíkur. Hún fór síðar til starfa á Sauðárkróki og var þar síðustu 4 æviárin.
Ragnheiður eignaðist einn son.

Evert Skagfjörð Þorkelsson (1918-1991)

  • S03596
  • Person
  • 23.07.1918-27.01.1996

Evert Þorkelsson, f. 23.07.1918, d. 27.01.1996. Foreldrar: Þorkell Friðriksson og Jóhanna Evertsdóttir.
Maki: Sigrún Ólöf Snorradóttir (f. 1913). Þau eignuðust sex börn.

Niðurstöður 86 to 170 of 6399