Showing 6397 results

Authority record

Sigurjón Sumarliðason (1867-1954)

  • S03046
  • Person
  • 6. nóv. 1867 - 9. maí 1954

Fæddur í Sælingsdalstungu í Hvammssveit í Dalasýslu. Foreldrar: Sumarliði Guðmundsson bóndi og póstur og fyrri kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Sigurjón ólst að nokkru upp hjá foreldrum sína en fór snemma til vandalausra. Um tvítugt flutti hann með foreldrum sínum til Eyjafjarðar. Bjuggu þau m.a. að Lögmannshlíð og í Skjaldarvík en fluttu að Ásláksstöðum. Sigurjón gerðist fylgdarmaður föður síns á póstferðum milli Akureyrar og Staðar í Hrútafirði. Árið 1888 fór hann til Ameríku og dvaldi þar í fimm ár. Heimkominn gerðist hann aftur fylgdarmaður föður síns en tók alfarið við póstferðunum árið 1902 og hélt því starfi til 1916. Jafnframt póstferðalögunum ferðaðist Sigurjón mikið með útlendingum og hélt því starfi áfram, eftir að hann hætti póstferðum. Sigurjón gerðist bóndi á Ásláksstöðum 1895 og bjó til 1930. Byggði hann sér þá hús á Akureyri, við Munkaþverárstræti 3 og bjó þar síðan. Fyrir vel unnið starf í þjónustu landsins, var Sigurjón sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Árið 1909 giftist Sigurjón Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Víðivöllum i Fnjóskadal, þau áttu einn fósturson.

Sigurfinnur Bjarnason (1868-1928)

  • S03048
  • Person
  • 14. júní 1868 - 20. júlí 1928

Fæddur á Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Bjarni Þorfinnsson b. á Daðastöðum og kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir. Sigurfinnur ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim á Sauðárkrók er þau brugðu búi 1887. Næstu ár var hann á ýmsum stöðum þar til hann fór að búa. Bóndi á Herjólfsstöðum á Laxárdal 1893-1897, Meyjarlandi 1897-1928.
Maki: Jóhanna Sigurbjörg Sigurðardóttir (1871-1949). Þau eignuðust níu börn en sex þeirra náðu fullorðinsaldri. Auk þess átti Sigurfinnur laundóttur með Helgu Gunnarsdóttur.

Björn Þórðarson (1801-1890)

  • S03052
  • Person
  • í feb. 1801 - 6. ágúst 1890

Björn Þórðarson, bóndi, hreppstjóri og dannebrogsmaður, á Ysta-Hóli og Skálá í Sléttuhlíð. Fæddist í febrúar 1801 á Illugastöðum í Flókadal. Faðir: Þórður Pétursson (1764-1810), bóndi á Ysta-Hóli. Móðir: Hallfríður Björnsdóttir (1769-1851), húsfreyja á Ysta-Hóli. Björn ólst upp með foreldrum sínum á meðan föður hans naut við en síðan með móður sinni og stjúpföður, Guðmundi Jónssyni bónda á Ysta-Hóli. Stundaði veiðiskap með búrekstrinum og átti hluta í hákarlaskipum með Fljótamönnum. Þá stundaði hann einnig fuglaveiðar við Drangey. Var hluthafi í versluninni í Grafarósi. Bóndi á Ysta-Hóli 1826-1848, Skálá 1848-1885. Fluttist að Þverá í Hrollleifsdal og bjó þar 1885-1887 og á Klóni 1887-1888 en brá þá búi vegna heilsubrests og flutti til dóttur sinnar og tengdasonar á Skálá. Bjó þar til æviloka.
Kvæntist árið 1830, Önnu Jónsdóttur (1798-1881). Þau áttu ekki börn saman.
Barnsmóðir: Anna Bjarnadóttir (1835-1915), áttu eina dóttur saman, Hallfríði fædda 1858.
Barnsmóðir: María Skúladóttir (1834-1903), áttu eina dóttur saman, Guðbjörgu fædda 1866.
Björn er talinn vera fyrirmynd Trausta hreppstjóra á Skálá í sögu Davíðs Stefánsson, Sólon Islandus.

Anna Jónsdóttir (1798-1881)

  • S03053
  • Person
  • 1798 - 5. okt. 1881

Anna Jónsdóttir fæddist að Hamri í Hegranesi árið 1798. Faðir: Jón Þorkelsson (1765-1843), síðast bóndi á Ljótsstöðum. Móðir: Guðrún Bjarnadóttir, húsfreyja.
Kvæntist árið 1830, Birni Þórðarsyni (1801-1890). Húsfreyja á Ysta-Hóli og Skálá. Þau voru barnlaus.

Steinn Kárason (1954-

  • S03068
  • Person
  • 22. okt. 1954-

Foreldrar: Kári Steinsson frá Neðra-Ási í Hjaltadal og Dagmar Valgerður Kristjánsdóttir frá Róðhóli í Sléttuhlíð. Steinn er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Kvæntur Kristínu Arnardóttur, þau eiga þrjá syni saman, fyrir átti Steinn tvö börn. Búsettur í Kópavogi.

Ole Bieltvedt (1906-1985)

  • S00458
  • Person
  • 8. mars 1906 - 13. des. 1985

Ole var fæddur í Noregi. Kvæntist Guðnýju Jónsdóttur frá Bíldudal í janúar 1936, þau eignuðust sjö börn. Þau bjuggu fyrstu árin í Noregi en fluttu svo til Íslands árið 1948. Ári síðar fluttu þau til Sauðárkróks og starfaði Ole sem tannlæknir þar í 16 ár. 1965 fluttu þau til Reykjavíkur þar sem Ole starfaði sem yfirlæknir skólatannlækninga.

Friðbjörn Ingimar Snorrason (1897-1978)

  • S03069
  • Person
  • 2. apríl 1897 - 8. feb. 1978

Foreldrar: Snorri Þorsteinsson b. á Daufá, síðar Brekkukoti á Neðribyggð og k.h. Helga Björnsdóttir. Friðbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum til sjö ára aldurs, að hann missti föður sinn. Þá kom til móður hans föðurbróðir hans, Friðbjörn Þorsteinsson, og gekk hann börnum bróður síns í föðurstað. Friðbjörn yngri tók við búi í Brekkukoti árið 1929. Árið 1935 kvæntist hann Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur frá Syðra-Vatni, þau eignuðust tvær dætur. Friðbjörn tók virkan þátt í félagsmálum sveitar sinnar, sat m.a. í stjórn lestrarfélags Mælifellsprestakalls og formaður þess um tíma. Þá sat hann einnig í hreppsnefnd nokkur ár. Árið 1943 fluttu þau hjón suður á land, að Reykjakoti við Hveragerði. Þar vann Friðbjörn hin ýmsu störf sem til féllu en allmörg síðustu árin starfaði hann við ullarþvottastöðina í Hveragerði.

Brynjólfur Eiríksson (1872-1959)

  • S03070
  • Person
  • 11. nóv. 1872 - 16. maí 1959

Foreldrar: Eiríkur Eiríksson b. á Skatastöðum og k.h. Hólmfríður Guðmundsdóttir. Brynjólfur ólst upp hjá foreldrum sínum á Skatastöðum en fór 16 ára í ársvist til Sveins bróður síns að Breiðargerði í Tungusveit. Síðan var hann um þriggja ára skeið vinnumaður á Ábæ í Austurdal. Lauk prófi frá Bændaskólanum á Hólum 1895. Eftir það vann hann að jarðabótum á vorin, í kaupavinnu á sumrin en kenndi börnum á vetrum. Bóndi í Breiðargerði 1904-1909, á Hofi í Vesturdal 1909-1910, á Gilsbakka í Austurdal 1919-1923 en bjó áfram á jörðinni til 1931 er þau fluttu til Akureyrar og bjuggu þar síðan. Maki: Guðrún Guðnadóttir frá Villinganesi, þau eignuðust sjö börn.

Guðborg Brynjólfsdóttir (1918-1993)

  • S02129
  • Person
  • 11. júlí 1918 - 30. ágúst 1993

Dóttir Brynjólfs Eiríkssonar b. á Gilsbakka í Austurdal og k.h. Guðrúnar Guðnadóttur frá Villinganesi. Þegar Guðborg var 13 ára gömul fluttust foreldrar hennar frá Gilsbakka til Akureyrar og var hún búsett þar til 1958 er hún fluttist til í Hveragerðis. Þar var hún í 30 ár starfsmaður hjá Náttúrulækningafélagi Íslands í Hveragerði og skrifstofustjóri þar mörg síðustu árin. Kvæntist Alberti Sigurðssyni rafvirkja frá Ísafirði, þau skildu.

Sigurjón Gestsson (1944-

  • S03035
  • Person
  • 8. júlí 1944-

Búsettur á Sauðárkróki. Kvæntur Svanborgu Guðjónsdóttur (1950-), þau eiga tvö börn.

Jón Örn Berndsen (1951-

  • S03043
  • Person
  • 20. sept. 1951-

Fyrrum byggingarfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Búsettur að Ytra-Skörðugili í Seyluhreppi, kvæntur Elínu Sæmundsdóttur, þau eiga tvö börn.

Reynir Þorgrímsson (1936-2014)

  • S03072
  • Person
  • 7. okt. 1936 - 1. maí 2014

Reynir Þorgrímsson fæddist á Siglufirði 7. október 1936. Foreldrar Reynis voru Þorgrímur Brynjólfsson frá Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum og Margét Ingibjörg Jónsdóttir frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd. ,,Reynir ólst upp á Siglufirði og bjó þar til 16 ára aldurs. Þá flutti hann til Reykjavíkur og stundaði nám við Samvinnuskólann og útskrifaðist þaðan árið 1954. Reynir kom víða komið við í atvinnulífinu, hann var einn af stofnendum Hagkaups, rak og átti verksmiðju á Sauðárkróki þar sem sokkabuxur undir nafninu Gleymmérei voru framleiddar. Hann átti bílasöluna Bílakaup sem var í Borgartúninu. Þá stofnaði hann Fyrirtækjasöluna í Suðurveri árið 1986 og rak hana þar til hann settist í helgan stein árið 2012. Reynir var áhugaljósmyndari og hélt hann margar ljósmyndasýningar, meðal annars í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem hann sýndi og seldi ljósmyndir sem hann hafði tekið og nefndi Skartgripi fjallkonunnar. Reynir var virkur í félagsstörfum, hann var félagsmaður í JCI og var þar landsforseti frá '73-'74, hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins Víðarr og þá var hann einnig frímúrari. Reynir kvæntist Rósu Guðbjörgu Gísladóttur, þau eignuðust fjögur börn, þau bjuggu meirihluta ævi sinnar í vesturbænum í Kópavogi."

Árni Ragnarsson (1949-

  • S03073
  • Person
  • 6. mars 1949-

Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, sonur Önnu Pálu Guðmundsdóttur og Ragnars Pálssonar. Arkitekt á Sauðárkróki. Kvæntur Ásdísi Hermannsdóttur, þau eiga þrjú börn.

Ólafur Grétar Guðmundsson (1946-

  • S03074
  • Person
  • 26. feb. 1946-

Foreldrar: Anna Friðriksdóttir frá Jaðri og Guðmundur Ólafsson, þau skildu árið 1947. Ólafur ólst upp með móður sinni á Sauðárkróki. Kvæntist Láru Margréti Ragnarsdóttur hagfræðingi, þau eignuðust þrjú börn. Þau skildu. Seinni kona Ólafs er Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, hún átti þrjú börn fyrir. Augnlæknir í Reykjavík.

Þorgils Guðmundsson (1892-1975)

  • S03075
  • Person
  • 4. des. 1892 - 26. júní 1975

Íþróttakennari og ráðsmaður við Hvanneyrarskóla, fæddur og uppalinn á Valdastöðum í Kjósarsýslu. Starfaði seinna á fræðslumálaskrifstofunni í Reykjavík og var einnig gjaldkeri ÍSÍ um tíma. Kvæntist Halldóru Sigurðardóttur frá Fiskilæk í Melasveit, þau eignuðust þrjú börn.

Guðmundur Ólafsson (1885-1958)

  • S03076
  • Person
  • 11. feb. 1885 - 16. maí 1958

Fæddur að Fjósatungu í Fnjóskadal. Lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar árið 1904. Stundaði barnakennslu á Ljósavatni, Skútustöðum, Djúpavogi og víðar 1904-1909. Lauk prófi frá Kennaraskólanum vorið 1910. Kennari við alþýðuskólann á Hvítárbakka 1910-1912 og farkennari í Fnjóskadal 1912-1920, stundaði búskap samhliða. Kennari við barnaskólann á Akranesi 1920-1928 og við héraðsskólann á Laugarvatni 1928-1955. Var við nám í Englandi 1921 og í Noregi 1939.
Maki: Ólöf Sigurðardóttir frá Dyrhólum í Mýrdal, þau eignuðust átta börn.

Jón F. Hjartar (1916-1996)

  • S03077
  • Person
  • 15. ágúst 1916 - 31. maí 1996

Jón F. Hjartar var fæddur 15. ágúst 1916 á Suðureyri við Súgandafjörð. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Hjartar skólastjóri og Þóra Jónsdóttir Hjartar. Hinn 3. júlí 1947 kvæntist Jón Rögnu Hjartardóttur frá Flateyri, þau eignuðust þrjá syni. ,, Jón lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1937 og framhaldsnámi í íþróttum frá Idræts højskolen Gerlev í Danmörku 1939. Hann sótti síðan íþróttanámskeið í Svíþjóð. Jón var íþróttakennari við barna- og gagnfræðaskólana á Siglufirði, Flateyri og víðar. Hann vann við skrifstofustörf og almenna kennslu á Flateyri ásamt ýmsum öðrum störfum. Hann var fulltrúi sveitarstjóra í Borgarnesi og seinna deildarstjóri á bæjarskrifstofu Kópavogs. Jón starfaði innan íþróttahreyfingarinnar í fjölda ára og var sæmdur margvíslegum heiðursmerkjum fyrir störf sín og árangur. Hann tók þátt í starfi Góðtemplarareglunnar frá unga aldri og var heiðursfélagi þar. Hann var félagi í Rotary og einnig í Oddfellow-reglunni. Jón var virkur í kór og safnaðarstarfi bæði í Borgarnesi og við Áskirkju í Reykjavík."

Jóhann Bernhard (1918-1963)

  • S03078
  • Person
  • 8. okt. 1918 - 16. ágúst 1963

Ritstjóri, teiknari og skrifstofumaður í Reykjavík, hann var áberandi innan íþróttahreyfingarinnar. Kvæntist Svövu Þorbjarnardóttur söngkonu, þau eignuðust þrjú börn.

Bjarni G. Bachmann (1919-2010)

  • S03079
  • Person
  • 27. apríl 1919 - 13. jan. 2010

Fæddur og uppalinn í Borgarnesi. Eiginkona Bjarna var Anna Þórðardóttir hárgreiðslukona frá Ísafirði, þau eignuðust fjögur börn. ,,Eftir að skólagöngu lauk þar fór hann í Héraðsskólann í Reykholti 1935-1937, síðan í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og fyrir hans tilstuðlan fór hann í Íþróttakennaraskóla Björns Jakobssonar á Laugarvatni. Hann sótti einnig íþróttanámskeið í Svíþjóð. Bjarni kenndi á vegum UMFÍ og ÍSÍ á Vestfjörðum og hjá Héraðssambandi Skarphéðins. Frá 1947 til 1961 kenndi hann við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar, bæði íþróttir og bóklegar greinar. Frá 1961 til 1979 kenndi hann einnig íþróttir og bóklegar greinar við barna- og miðskóla Borgarness. Þegar Bjarni starfaði á Ísafirði þjálfaði hann í mörgum greinum íþrótta, m.a. þjálfaði hann fimleikaflokk sem ferðaðist víða um land með sýningar. Í Borgarnesi þjálfaði hann meðal annars unglingalið Skallagríms í körfubolta og gerði annan og þriðja flokk karla að Íslandsmeisturum. Á sumrin vann hann ýmsa sumarvinnu eins og t.d. vegavinnu og byggingarvinnu. Bjarni var formaður sóknarnefndar Borgarneskirkju um árabil. Árið 1969 var hann ráðinn forstöðumaður í Safnahúsi Borgarfjarðar. Þar vann hann til 1994 er hann lét af starfi vegna aldurs. Bjarni hafði mikinn áhuga á ættfræði og sögu Borgarness, og skráði mikið á því sviði. Eftir að hann lét af störfum hóf hann skráningu húsa sem reist höfðu verið í Borgarnesi frá upphafi byggðar til ársins 1930 og hverjir höfðu verið ábúendur þar, hann myndaði einnig húsin sem enn voru til á þeim tíma sem hann vann að þessu hugðarefni sínu. Bjarni var félagi í Oddfellowstúkunni Gesti á Ísafirði og síðar Agli á Akranesi. Þá var hann félagi í Rotaryklúbbi Borgarness."

Haukur Snorrason (1916-1958)

  • S03080
  • Person
  • 1. júlí 1916 - 10. maí 1958

Fæddur á Flateyri. Búsettur á Akureyri 1930-1956, síðustu tvö árin í Reykjavík. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri og fór síðan til náms í Englandi. Starfaði sem gjaldkeri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga um tíma og var einnig fræðslufulltrúi þess. Tók við ritstjórn blaðsins Dags á Akureyri árið 1944 og hélt því starfi til 1956. Þá varð hann annar af tveimur ritstjórum Tímans í Reykjavík. Á árunum 1947-1950 var hann einnig ritstjóri Samvinnunnar.
Maki: Else Friðfinnsson, þau eignuðust þrjú börn.

Bjarni Bjarnason (1889-1970)

  • S03081
  • Person
  • 23. okt. 1889 - 2. ágúst 1970

Fæddur að Búðarhóli í Landeyjum. Gagnfræðapróf Flensborg 1909. Kennarapróf KÍ 1912. Kennarapróf í íþróttum og sundi við Statens Gymnastikinstitut í Kaupmannahöfn 1914. Námsför til Stokkhólms 1929. Kennari við barnaskólann í Hafnarfirði 1912–1915, skólastjóri 1915–1929. Jafnframt leikfimikennari við Flensborgarskóla 1912–1927 og íþróttakennari í ýmsum íþróttafélögum í Hafnarfirði. Keypti Straum í Hafnarfirði og rak þar búskap 1918–1930. Skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni 1929–1959. Jafnframt stundakennari við skóla Björns Jakobssonar, síðar Íþróttakennaraskóla Íslands 1932–1946 og Húsmæðraskóla Suðurlands 1942–1952. Ráðsmaður við skólabúið að Laugarvatni 1935–1953, sjálfur bóndi þar 1953–1962 og átti þar heima til 1967, er hann fluttist til Reykjavíkur. Formaður Sambands íslenskra barnakennara frá stofnun 1921–1927, í stjórn til 1931. Í miðstjórn Framsóknarflokksins 1933–1956. Gæslustjóri Búnaðarbanka Íslands 1938. Kosinn í landsbankanefnd 10. mars 1938. Í stjórn Íþróttakennaraskóla Íslands 1942–1960. Fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda 1945–1960 og fulltrúi á Búnaðarþingi 1946–1962. Í stjórn Stéttarsambands bænda 1953–1960. Átti sæti í tryggingaráði 1953–1956 og 1959–1967.
Alþingismaður Árnesinga 1934–1942, alþingismaður Snæfellinga 1942 (Framsóknarflokkur). Gaf út 1969–1970 Suðra, bók í þrem bindum um sunnlensk málefni.
Maki 1: Þorbjörg Þorkelsdóttir (fædd 9. október 1896, dáin 21. apríl 1946), þau voru barnlaus.
Maki 2: Anna Jónsdóttir (fædd 22. apríl 1906, dáin 24. júlí 1977), þau eignuðust tvö börn.

Eiríkur Kristófersson (1892-1994)

  • S03082
  • Person
  • 5. ágúst 1892 - 16. ágúst 1994

Fæddur að Brekkuvelli í Vestur-Barðastrandarsýslu. ,,Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1918 og starfaði sem stýrimaður til ársins 1926 að hann varð skipstjóri á varðskipum ríkisins, en af því starfi lét hann 1962. Þekktastur var hann í þorskastríðinu 1958-61. Eiríkur Kristófersson gegndi mörgum trúnaðarstörfum og fékk fjölda viðurkenninga um ævina. Hann var einn af stofnendum Skipstjórafélags Íslands og var þar í stjórn um margra ára skeið, síðast sem varaformaður 1957-62. Hann var sæmdur fjölda viðurkenninga og heiðursmerkja innlendra sem erlendra, meðal annars stórriddarakrossi fálkaorðunar 1962 og bresku orðunni Commander of the British Empire 1963. Eiríkur Kristófersson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jóhanna Una Eiríksdóttir og eignuðust þau þrjú börn. Seinni kona hans var Hólmfríður Gísladóttir. Eiríkur náði 102 ára aldri."

Guðjón Runólfsson (1907-1999)

  • S03083
  • Person
  • 9. júlí 1907 - 16. sept. 1999

Guðjón fæddist í Reykjavík 9. júlí 1907. ,,Guðjón hóf nám í bókbandi 1. febrúar 1926, hjá föður sínum í bókbandsstofu Landsbókasafnsins. Lauk hann námi 1930 og framhaldsnámi 1931, en síðan hóf hann störf á bókbandsstofu Landsbókasafnsins, þar sem hann starfaði til starfsloka. Guðjón vann að ýmsum félagsstörfum fyrir bókbindara og um tíma var hann einnig gjaldkeri ÍR. Að auki gekk hann til liðs við oddfellowstúkuna Þórstein, árið 1943." Hinn 16. maí 1931 kvæntist Guðjón Kristínu Maríu Gísladóttur frá Eskifirði, þau eignuðust þrjú börn.

Guðmundur G. Hagalín (1898-1985)

  • S03084
  • Person
  • 10. okt. 1898 - 26. feb. 1985

,,Fjölskylda Guðmundar bjó í fyrstu að Lokinhömrum í Arnarfirði, þar sem Guðmundur fæddist, en fluttist síðar að Haukadal í Dýrafirði. Guðmundur lauk gagnfræðaprófi og hóf árið 1917 nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Árið 1918 gerðist hann blaðamaður í Reykjavík og síðar á Seyðisfirði en þar var hann ritstjóri blaðanna Austurlands og Austanfara. Hann dvaldi í Noregi árin 1924-27 en flutti árið 1928 til Ísafjarðar og starfaði þar sem bókavörður og kennari. Árið 1965 fluttist hann í Borgarfjörð og bjó á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal. Hann stofnaði ásamt fleirum Félag íslenskra rithöfunda árið 1945. Árið 1955 var hann skipaður bókafulltrúi ríkisins og gegndi því starfi til 1969." Guðmundur gaf út fjölda bóka, bæði skáldsögur og ævisögur, má þar nefna ævisögu Moniku Helgadóttur á Merkigili: Konan í dalnum og dæturnar sjö.

Kjartan Bergmann (1911-1999)

  • S03085
  • Person
  • 11. mars 1911 - 17. des. 1999

Fæddist 11. mars 1911 á Flóðatanga í Stafholtstungum í Borgarfirði. Hann bjó lengst af á Bragagötu 30 í Reykjavík en var síðast til heimilis á Skúlagötu 20 í Reykjavík.
Maki: Helga Kristinsdóttir, þau eignuðust þrjú börn. ,,Kjartan byrjaði 7 ára gamall að æfa íslenska glímu við bróður sinn sem var þremur árum eldri. Eftir almenna sveitaskólakennslu fór hann að æfa frjálsar íþróttir og sund. Hann var í íþróttaskólanum í Haukadal hjá Sigurði Greipssyni 17 ára gamall. Síðan æfði hann glímu og fimleika hjá Jóni Þorsteinssyni íþróttakennara í Ármanni. Kjartan var kjörinn formaður UMF Stafholtstungna í Mýrasýslu 18 ára frá 1929-1931, og hóf þá félagsmálastarfsemi sína, sem hann hélt ætíð síðan. Kjartan gerðist bóndi á Sigmundarstöðum í Hálsasveit í Borgarfirði 22 ára með föðursystur sinni, Kristínu Kjartansdóttur, og bjó þar frá 1933-1938. Þegar Kjartan fluttist suður til Reykjavíkur gerðist hann lögreglumaður þar 1939-1942. Hann gerðist glímu- og sundkennari hjá ÍSÍ og fræðslumálastjórn víða um land 1942-1945, og svo framkvæmdastjóri ÍSÍ 1945-1951. Árið 1951 gerðist hann yfirskjalavörður Alþingis og starfaði hann þar til ársins 1982. Ásamt sínu aðalstarfi á Alþingi var íslenska glíman og ýmis störf innan íþróttahreyfingarinnar áfram hans hjartans mál. Hann var kosinn formaður Glímusambands Íslands á stofnfundi þess, 11. apríl 1965. Hann baðst undan formennsku 1970, en var kosinn aftur formaður 1974-1975 og vann þá að undirbúningi að för glímuflokks til Kanada sumarið 1975 í tilefni 100 ára afmælis landnáms Íslendinga í Vesturheimi. Kjartan Bergmann var aðalstofnandi Ungmennafélagsins Víkverja í Reykjavík 1964, og kennari þar til margra ára, og síðar kosinn heiðursfélagi. Einnig var hann kjörinn heiðursfélagi Glímusambands Íslands 1981 og Íþróttasambands Íslands 1992. Á ferli sínum sem glímumaður vann hann til flestra þeirra verðlauna sem íslenskur glímumaður getur unnið til, en aðalsmerki hans var að glíma fallega og drengilega glímu. Árið 1993 réðst Kjartan í það þrekvirki að gefa út bókina stóru sem hann og samdi, Íslensk glíma og glímumenn."

Gunnar Árnason (1901-1985)

  • S03086
  • Person
  • 13. júní 1901 - 31. júlí 1985

Fæddist á Skútustöðum við Mývatn sonur Árna Jónssonar prófasts og alþingsmanns á Skútustöðum og k.h. Auðar Gísladóttur. Nam guðfræði við Háskóla Íslands. Sóknarprestur í Bergstaðaprestakalli frá 1925 og bjó á Æsustöðum í Langadal. Veitt Bústaðaprestakall í Reykjavík 1952, sóknarprestur í Bústaðaprestakalli frá því ári og tók við þjónustu Kópavogsprestakalls er því var skipt úr Bústaðaprestakalli 1964, jafnan með búsetu í Kópavogi. Hann lét af prestsþjónustu 1971. Gunnar var afkastamikill rithöfundur, samdi þónokkur útvarps- leikrit, tók saman sagnfræði og þjóðfræðiþætti, samdi bókakafla í ýmis rit og var afkastamikill þýðandi.
Maki: Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) frá Auðkúlu, þau eignuðust fimm börn.

Benedikt Waage (1889-1966)

  • S03087
  • Person
  • 14. júní 1889 - 8. nóv. 1966

Fæddur og uppalinn í Reykjavík. Benedikt lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands. Stórkaupmaður og forseti ÍSÍ. Benedikt var mikill íþróttamaður og var m.a. fyrstur manna til þess að synda frá Viðey til lands á innan við tveimur tímum. Maki: Elísabet Einarsdóttir, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Benedikt einn son. Þau skildu árið 1932.

Erlingur Pálsson (1895-1966)

  • S03088
  • Person
  • 3. nóv. 1895 - 22. okt. 1966

Erlingur Pálsson var fæddur 3. nóvember 1895 að Árhrauni á Skeiðum. ,,Á fermingaraldri gerðist hann aðstoðarmaður föður síns við sundkennslu í Reykjavík, en 19 ára gamall tók hann sig upp og fór til Lundúna til þess að nema nýjustu sundkennsluaðferðir. Lauk hann þar sundkennaraprófi með prýði, en kenndi eftir það um nokkurt árabil skólanemendum í Reykjavík, sjómönn um og sundkennurum björgunar sund og lífgunaraðferðir. Á árinu 1919 var ákveðið að stofna embætti yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Erlingi var boðið starfið, sem hann þáði, með því skilyrði að hann fengi tækifæri til þess að nema lögreglufræði í erlendum skólum. Var það auðsótt mál. Hélt Erlingur nú til Danmerkur og Þýskalands, þar sem hann sótti lögregluskóla og kynnti sér skipulagningu og dagleg störf lögregluliða. Eftir ársdvöl ytra kom hann heim til þess að taka við embætti, en æ síðar leitaðist hann við að bæta við þekkingu sína á sviði lögreglumála með kynnisferðun til útlanda og lestri fræðibóka og tímarita. Þannig hófst giftusamlegur starfsferill Erlings Pálssonar í lögregluliði Reykjavíkur, sem stóð yfir í hátt á fimmta áratug. Á því sama ári sem Erlingur tók við yfirlögregluþjónsembætti kvæntist hann Sigríði Sigurðardóttur frá Ámanesi í Hornafirði, þau eignuðust tíu börn.
Erlingur var mikill íþróttafrömuður, einkum á sviði sundíþróttarinnar. Sjálfur vann hann glæsileg afrek í þeirri grein; synti fyrstur nútímamanna hið fræga Drangeyjarsund og varð sigurvegari í fjöldamörgum sundkeppnum. Hann var lengi í forystuliði íþróttamanna, formaður Sundfélags Reykjavíkur árin 1926-1931, Sundráðs Reykjavíkur frá stofnun þess árið 1951 og varaforseti Í.S.Í. árin 1933-1951."

Ingimundur Grímsson (1889-1969)

  • S03089
  • Person
  • 11. ágúst 1889 - 25. apríl 1969

Fæddur og uppalinn að Veiðileysu í Árneshreppi. Fluttist til Ólafar systur sinnar að Svanshóli í Kaldrananeshreppi árið 1924 er hún missti mann sinn frá stórum barnahópi og stjórnaði Ingimundur þar búi þar til börnin voru öll upp komin. Síðast búsettur á Finnbogastöðum. Ingimundur var ókvæntur og barnlaus.

Ólafur Jóhannesson (1913-1984)

  • S00157
  • Person
  • 01.03.1913-20.05.1984

Ólafur Jóhannesson var fæddur í Stóra-Holti í Fljótum þann 1. mars 1913. Foreldrar hans voru Jóhannes Friðbjörnsson og Kristrún Jónsdóttir.
Ólafur var lagaprófessor og forsætisráðherra í Reykjavík. Kona hans var Dóra Guðrún Magdalena Guðbjartsdóttir (1915-2004) og þau eignuðust þrjú börn. Ólafur var alþingismaður Skagfirðinga 1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959–1979, alþingismaður Skagfirðinga 1979–1984. Varaþingmaður Skagfirðinga apríl–maí 1957. Forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra 1971–1974 og 1978–1979, dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra 1974–1978, utanríkisráðherra 1980–1983. Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1969–1971.

Ólafur Axel Jónsson (1934-2018)

  • S01021
  • Person
  • 15. sept. 1934 - 26. okt. 2018

Ólafur Axel Jónsson fæddist 15. september 1934 á Kjartansstöðum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Jón Friðbjörnsson og Hrefna Jóhannsdóttir. Hann var fyrst um sinn sjómaður og gerði út bátinn Sigurvon. Lengst af starfaði hann hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Maki: Bára Þóranna Svavarsdóttir, f. 1936, þau eignuðust þrjár dætur.

Hrefna Jóhannsdóttir (1905-1993)

  • S03091
  • Person
  • 17. des. 1905 - 3. jan. 1993

,,Hún var fædd á Kjartansstöðum í Staðarhreppi 17. desember 1905. Foreldrar hennar voru þau Ingibjörg Jónsdóttir, ljósmóðir frá Botnastöðum í Svartárdal, og Jóhann Sigurðsson, bóndi frá Sæunnarstöðum í Hallárdal. Hrefna kvæntist Jóni Friðbjörnssyni frá Rauðuskriðu í Aðaldal, árið 1933. Þau settust að á Sauðárkróki og bjuggu lengst af á Freyjugötu 23, í húsi sem þau reistu og kölluðu Víkingvatn, þau eignuðust tvo syni."

Haukur Kristjánsson (1928-1994)

  • S03092
  • Person
  • 13. júlí 1928 - 15. júlí 1994

Foreldrar: Kristján Árnason b. á Krithóli o.v. og k.h. Ingibjörg Jóhannsdóttir. Bifvélavirki, verkstjóri í mjólkurstöð KEA á Akureyri. Haukur kvæntist Önnu Steindórsdóttur frá Akureyri 26. janúar 1952, þau eignuðust tvö börn.

Guðmundur Halldórsson (1926-1991)

  • S03093
  • Person
  • 24. feb. 1926 - 13. júní 1991

Alinn upp á Skottastöðum í Svartárdal og síðar á Bergsstöðum í sömu sveit og var ætíð kenndur við þann bæ. Foreldrar: Halldór Jóhannsson og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Rithöfundur og bókavörður á Sauðárkróki. Guðmundur fór ungur að skrifa sögur, þó hann væri kominn á miðjan aldur þegar fyrsta bók hans kom út. Hann skrifaði sjö bækur. Sú fyrsta kom út 1966, en sú síðasta 1990. Kvæntist Þórönnu Kristjánsdóttur frá Stapa árið 1969, þau eignuðust eina dóttur, fyrir átti Þóranna tvo syni.

Ingimundur K. Guðjónsson (1958-

  • S03094
  • Person
  • 25. feb. 1958-

Sonur Guðjóns Ingimundarsonar íþróttakennara á Sauðárkróki og k.h. Ingibjargar Kristjánsdóttur. Tannlæknir á Sauðárkróki. Kvæntur Agnesi Huldu Agnarsdóttur, þau eiga fimm börn.

Sigurður Guðjónsson (1960-

  • S03095
  • Person
  • 14. okt. 1960-

Sonur Guðjóns Ingimundarsonar íþróttakennara á Sauðárkróki og k.h. Ingibjargar Kristjánsdóttur. Verkfræðingur í Reykjavík, m. Steinunn Sigurþórsdóttir frá Kimbastöðum, þau eignuðust tvo syni.

Agnes Hulda Agnarsdóttir (1960-

  • S03096
  • Person
  • 30. sept. 1960-

Foreldrar: Agnar Bragi Guðmundsson b. og smiður á Blönduósi og k.h. Lilja Þorgeirsdóttir. Hjúkrunarfræðingur. Kvænt Ingimundi Guðjónssyni tannlækni á Sauðárkróki, þau eiga fimm börn.

Agnar Bragi Guðmundsson (1919-1989)

  • S03090
  • Person
  • 17. ágúst 1919 - 5. nóv. 1989

Fæddur að Fremstagili í Langadal. Smiður og bóndi á Sólheimum á Blönduósi. Kvæntist Lilju Þorgeirsdóttur frá Hólmavík, þau eignuðust fjögur börn saman, fyrir átti Agnar dóttur.

Jes Einar Þorsteinsson (1934-

  • S03097
  • Person
  • 5. sept. 1934-

,,Jes fæddist í Vestmannaeyjum árið 1934. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík stundaði hann nám í myndlist og arkitektúr í París og útskrifaðist sem arkitekt frá Ecole Nationale Supérieure des Beaux-Arts árið 1967. Á námsárunum vann hann í tvö sumur hjá Gísla Halldórsssyni arkitekt og með námi hjá Högnu Sigurðardóttur arkitekt og á ýmsum teiknistofum í París. Strax að námi loknu hóf Jes rekstur eigin teiknistofu sem hann hefur rekið í eigin nafni alla tíð. Jes Einar er án vafa kunnastur fyrir hönnun mannvirkja á sviði íþrótta og heilsugæslu. Allan sinn starfsaldur hefur Jes Einar verið áberandi og leiðandi í félagsstarfi Arkitektafélagsins og lagt sitt af mörkum í hagsmunamálum arkitekta. Hann var formaður félagsins 1984-85, ritari 1971-72 og meðstjórnandi 1983 og 1986. Þá hefur hann setið í gjaldskrár-, samkeppnis- og siðanefndum félagsins og verið fulltrúi þess í stjórn Bandalags Íslenskra Listamanna. Mest er þó arfleifð hans í menntamálum stéttarinnar. Þar ber hæst vinna hans við ÍSARK og síðar við að stuðla að varanlegri kennslu í arkitektúr á háskólastigi á Íslandi."

Þorkell V. Þorsteinsson (1956-

  • S03098
  • Person
  • 12. nóv. 1956-

Alinn upp í Keflavík. Kennari á Sauðárkróki. Kvæntur Lydíu Jósafatsdóttur, þau eiga þrjú börn.

Pála Pálsdóttir (1912-1993)

  • S00419
  • Person
  • 25.10.1912 - 29.05.1993

Pála Pálsdóttir fæddist á Hofsósi 25. október 1912. Foreldrar hennar voru Páll Árnason og Halldóra Jóhannsdóttir í Ártúni á Höfðaströnd. Pála útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1933. Að námi loknu varð hún kennari, og skólastjóri um tíma, við Barnaskóla Súðavíkur. Þar kenndi hún til vors 1939, að undanskildu árinu 1935, en þá sótti hún kennaranámskeið við lýðháskólann í Askov í Danmörku og í Vadstena í Svíþjóð. Vorið 1939 var hún skipuð kennari við barnaskólann á Hofsósi og gegndi því starfi til 1975, síðar stundakennari til 1977. 11 ára gömul byrjaði hún að læra á orgel og var organisti við Hofskirkju og síðar Fellskirkju frá 1939-1960, einnig í Hofsóskirkju 1960-1972. Hún var frumkvöðull að stofnun Kvenfélagsins Öldunnar í Hofsósi árið 1951 og formaður þess til 1965 og síðan aftur frá 1975. Hún vann einnig töluvert fyrir Samband skagfirskra kvenna.
Hún sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 1983, sérstaklega fyrir framlag sitt til tónlistar og söngmenntunar.
Maður hennar var Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1993) póst- og símstöðvarstjóri á Hofsósi, þau eignuðust níu börn.

Þorsteinn Þorsteinsson (1948-

  • S03099
  • Person
  • 27. mars 1948-

Foreldrar: Pála Pálsdóttir kennari á Hofsósi og Þorsteinn Hjálmarsson póst- og símstöðvarstjóri á Hofsósi. Fæddur og uppalinn á Hofsósi. Menntun: Samvinnuskólapróf 1966, BS í viðskiptafræði við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn 1970, MS-próf í rekstrarhagfræði við sama skóla 1972. Kostnaðareftirlit og markaðsrannsóknir hjá Minnesota Mining and Manufacturing Co. í Kaupmannahöfn 1972-1975. Ráðgjafi hjá Hagvangi í Reykjavík 1975. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1978-1982. Framkvæmdastjóri steinullarverksmiðjunnar 1982-1986. Starfaði hjá Norræna frjárfestingarbankanum 1986-1996. Framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Búnaðarbankans í Reykjavík 1996-2001. Bankastjóri Búnaðarbankans Int. í Lúxemborg 2001-2003. Sjálfstætt starfandi ráðgjafi 2003-2005. Ráðinn framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga 2005-2009. Starfaði síðast í fjármálaráðuneytinu.
Maki 1: Kristín Hildur Jónsdóttir Sætran, þau eignuðus þrjá syni.
Maki 2: Þórdís Victorsdóttir, hún átti einn son fyrir, hún lést árið 2000.
Maki 3: Jónína Helga Jónsdóttir, hún átti þrjú börn fyrir.

Bragi Þór Haraldsson (1953-

  • S03100
  • Person
  • 8. mars 1953-

Foreldrar: Sigríður Jónsdóttir og Haraldur Hróbjartsson frá Hamri í Hegranesi. Tæknifræðingur, starfar á verkfræðistofunni Stoð á Sauðárkróki. Maki: Sigríður Jónasína Andrésdóttir, þau eiga þrjú börn.

Haraldur Hróbjartsson (1925-1985)

  • S03101
  • Person
  • 11. des. 1925 - 31. mars 1985

Foreldrar: Hróbjartur Jónasson og Vilhelmína Helgadóttir á Hamri í Hegranesi. Múrarameistari á Sauðárkróki. Kvæntist Sigríði Jónsdóttur frá Hóli í Sæmundarhlíð árið 1952 og það sama ár hófu þau búskap á Hamri í félagi við foreldra Haraldar, systur hans og mág. Haraldur og Sigríður eignuðust fjögur börn.

Hákon G. Torfason (1929-2020)

  • S03102
  • Person
  • 1. mars 1929 - 13. sept. 2020

Verkfræðingur í Reykjavík. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1966-1974. Maki: Ásta Kristjánsdóttir, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Ásta tvær dætur sem Hákon gekk í föðurstað.

Fiskiver Sauðárkróks hf.

  • S03103
  • Privat company
  • 1957-1964

Líklega stofnað 1957 og hætti líklega starfsemi 1964.

Stefán Sigurðsson (1920-1993)

  • S00926
  • Person
  • 19.03.1920-08.02.1993

Fæddur á Ísafirði. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skagfirðinga og Stefanía Arnórsdóttir. Stefán stundaði ýmis störf til lands og sjós á yngri árum. Varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1942 og cand. Juris frá Háskóla Íslands árið 1951. Að námi loknu gegndi hann stöðu fulltrúa sýslumanns Skagfirðinga og bæjarfógetans á Sauðárkróki, eða frá 1952-1961. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1958. Maki: Erla Gísladóttir. Þau eignuðust ekki börn. Þau fluttust á Akranes árið 1961 og starfaði Stefán um skeið sem fulltrúi bæjarfógeta þar. Stofnaði síðan lögmannsstofu sem hann rak til dánardags.

Gísli Halldórsson (1914-2012)

  • S03104
  • Person
  • 12. ágúst 1914 - 8. okt. 2012

Gísli fædd­ist 12. ág­úst 1914 á Jörfa á Kjal­ar­nesi. ,,Gísli lauk prófi frá Iðnskól­an­um í Reykja­vík 1933 og sveins­prófi í húsa­smíði árið 1935. Að því loknu lá leið hans til Kaup­manna­hafn­ar þar sem hann lauk prófi sem bygg­ing­ar­fræðing­ur frá Det Tekn­iske Selska­bs Skole árið 1938. Síðan stundaði hann nám í Det Kong­elige Aka­demi for de Skønne Kun­ster 1938-1940 en kom þá heim vegna seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Hann lauk brott­farar­prófi sem arki­tekt 1947. Gísli setti á fót eig­in teikni­stofu í Reykja­vík ásamt Sig­valda Thor­d­ar­son arki­tekt sem þeir starf­ræktu sam­eig­in­lega til árs­ins 1948. Hann rak stof­una síðan einn til 1957 en eft­ir það sem sam­eign­ar­fé­lag með nokkr­um sam­starfs­mönn­um. Gísli hef­ur teiknað fjöl­mörg mann­virki, þar á meðal mörg fé­lags­heim­ili og íþrótta­mann­virki. Gísli sat sem varamaður í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur 1954-1958 og borg­ar­full­trúi 1958-1974. Var vara­for­seti borg­ar­stjórn­ar 1958 og for­seti borg­ar­stjórn­ar 1970-1974. Í borg­ar­ráði 1962-1970. Sat í bygg­ing­ar­nefnd Reykja­vík­ur 1954-1958. Skipu­lags­nefnd Reykja­vík­ur 1958-1974 og um­ferðar­nefnd 1962-1966. Formaður í stjórn íþrótta­vall­anna 1958-1961. Formaður íþróttaráðs 1961-1974. Gísli starfaði um ára­bil fyr­ir KR og íþrótta­hreyf­ing­una." Eig­in­kona Gísla var Mar­grét Hall­dórs­son, fædd í Kaupmannahöfn, þau eignuðust einn son.

Þorsteinn Einarsson (1911-2001)

  • S03105
  • Person
  • 23. nóv. 1911 - 5. jan. 2001

Fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Skólavörðuholtinu. ,,Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá MR 1932, stundaði kennslu og íþróttakennslu við Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1934-41 og kenndi þar og þjálfaði glímu, leikfimi og frjálsar íþróttir hjá Tý og Þór. Hann var íþróttafulltrúi ríkisins 1941-81 og framkvæmdastjóri félagsheimilasjóðs og formaður skólanefndar Íþróttakennaraskóla Íslands 1943-81. Þorsteinn keppti í glímu með Glímufélaginu Ármanni um árabil, varð glímusnillingur Íslands 1932 og sýndi glímu í Þýskalandi 1929 og í Svíþjóð 1932. Hann iðkaði frjálsar íþróttir og var methafi í kúluvarpi, í hástökki án tilhlaups 1931, tvisvar meistari í hástökki með tilhlaupi sem og í kringlukasti, keppti með meistaraliði á fjögurra manna bátum, æfði og keppti í handbolta í skólaliði MR, var þjálfari kvennaliðs Ármanns um skeið og sýndi leikfimi í sýningaflokki og keppnisliði Jóns Þorsteinssonar. Hann var félagsforingi skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum, sat í stjórn Bandalags skáta og var varaskátahöfðingi. Þorsteinn var upphafsmaður Íslenskra getrauna, sat í stjórn Dýraverndunarfélags Íslands og Dýraverndunarsambandsins í rúm 20 ár, sat í Dýraverndunarnefnd ríkisins og Fuglaverndunarnefnd Íslands og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum." Eiginkona Þorsteins var Ásdís Guðbjörg Jesdóttir, þau eignuðust tíu börn.

Björn Guðnason (1929-1992)

  • S03106
  • Person
  • 27. apríl 1929 - 11. maí 1992

Björn fæddist að Nöf í Hofsósi. Foreldrar: (Kristinn) Guðni Þórarinsson og s.k.h. Jóhanna Ragnheiður Jónasdóttir. ,,Byggingameistari á Sauðárkróki og framkvæmdastjóri Byggingafélagsins Hlyns hf. Björn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sauðárkrókskaupstað, samtök iðnaðarmanna á Sauðárkróki og átti um skeið sæti í bæjarstjórn Sauðárkróks fyrir Sjálfstæðisflokkinn." Maki: Margrét Guðvinsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Óskar Guðvin Björnsson (1957-)

  • S02224
  • Person
  • 07.07.1957-

Sonur Björns Finnboga Guðnasonar byggingameistara á Sauðárkróki og Margrétar Guðvinsdóttur. Skólastjóri Árskóla á Sauðárkróki. Kvæntur Erlu Kjartansdóttur, þau eiga fjóra syni.

Guðni Ragnar Björnsson (1959-

  • S02666
  • Person
  • 29. júní 1959-

Sonur Margrétar Björneyjar Guðvinsdóttur og Björns Guðnasonar á Sauðárkróki. Búsettur í Kópavogi.

Björn Jóhann Björnsson (1967-

  • S02267
  • Person
  • 20.05.1967-

Sonur Björns Finnboga Guðnasonar og Margrétar Björneyjar Guðvinsdóttur. Blaðamaður í Kópavogi.

Lárus Þjóðbjörnsson (1908-1991)

  • S03107
  • Person
  • 12. sept. 1908 - 15. júlí 1991

Húsasmíðameistari á Akranesi og í Reykjavík. Maki: Margrét Sigríður Jóhannsdóttir.

Guðmundur Svavar Valdimarsson (1920-1991)

  • S03108
  • Person
  • 28. maí 1920 - 11. okt. 1991

,,Guðmundur fæddist að Mið-Mói í Fljótum 28. maí 1920, sonur Margrétar Gísladóttur og Valdimars Guðmundssonar. Ársgamall flutti hann að Garði í Hegranesi og bjó fjölskyldan þar til 1927 er þau fluttu til Sauðárkróks. 20. desember 1942 gekk Mundi að eiga Sigurbjörgu Sigurðardóttur, Boggu, frá Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð. Þau hófu búskap fyrst á Skagfirðingabrautinni hjá foreldrum hans en byggðu sér síðan íbúðarhús á Bárustíg 3 og fluttu í það 1952 þar sem þau bjuggu síðan. Mundi vann allan sinn starfsaldur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, byrjaði í Mjólkursamlaginu 16 ára gamall og keyrði síðan flutningabíl milli Reykjavíkur og Sauðárkróks, en byrjaði að vinna á Bifreiðaverkstæði K.S. 1947 og vann þar til 1. maí 1990. Í áratugi var hann sýningarmaður í Sauðárkróksbíói, og í 23 ár samfellt sáu þau hjón um rekstur þess." Mundi og Bogga eignuðust tvær dætur.

Áskell Einarsson (1923-2005)

  • S03109
  • Person
  • 3. júlí 1923 - 25. sept. 2005

Fæddist í Reykjavík. Móðir hans var Ólafía Guðmundsdóttir og faðir hans var Einar Þorkelsson, skrifstofustjóri Alþingis. Uppeldisforeldrar Áskels frá sex ára aldri voru hjónin Jón Guðmundsson, móðurbróðir hans, bóndi á Brúsastöðum í Þingvallasveit og veitingamaður á Valhöll á Þingvöllum, og k.h. Sigríður Guðnadóttir. ,,Áskell lauk gagnfræðaprófi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði árið 1939 og síðar námi við Samvinnuskólann á Bifröst árið 1948. Að loknu námi réðst Áskell sem auglýsingastjóri við dagblaðið Tímann og starfaði þar til 1956. 1956-1958 starfaði Áskell sem fulltrúi á skrifstofu Raforkumálastjóra. Árið 1958 var Áskell ráðinn sem bæjarstjóri á Húsavík og starfaði þar til ársins 1966 þegar hann réðst sem framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Húsavíkur. Árið 1971 var Áskell ráðinn framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga (samtök sveitarfélaga á Norðurlandi) staðsett á Akureyri og starfaði þar út starfsævina eða til ársins 1993 en Fjórðungssambandið var þá lagt niður í þáverandi mynd. Áskell tók virkan þátt í félagsmálum. Eftir hann liggja ótal greinar um landsbyggðarmál ásamt ritinu Land í mótun, byggðaþróun og byggðaskipulag, sem kom út árið 1970."
Barnsmóðir: Sveinsína Jóhanna Jónsdóttir, þau eignuðust eina dóttur.
Maki 1: Þórný Þorkelsdóttir, þau eignuðust tvær dætur.
Maki 2: Áslaug Valdemarsdóttir, þau eignuðust tvö börn, fyrir átti Áslaug son.

Einar Eylert Gíslason (1933-2019)

  • S03110
  • Person
  • 5. apríl 1933 - 5. sept. 2019

For­eldr­ar hans voru Gísli Eylert Eðvalds­son hár­skera­meist­ari og Hulda Ein­ars­dótt­ir. ,,Ein­ar lauk bú­fræðiprófi frá Hvann­eyri vorið 1951, var í verk­legu bú­fræðinámi í Dan­mörku og Svíþjóð næstu tvö árin og út­skrifaðist bú­fræðikandí­dat frá Hvann­eyri 1955. Ráðunaut­ur í naut­griparækt fyr­ir Naut­griparækt­ar­sam­band Borg­ar­fjarðar 1955-58, bóndi á Stóra-Hrauni í Kol­beinsstaðahreppi 1958-60, bú­stjóri og til­rauna­stjóri fjár­rækt­ar­bús­ins á Hesti í Borg­ar­f­irði 1960-74, héraðsráðunaut­ur hjá Búnaðarsam­bandi Skag­f­irðinga 1974-84 og bóndi á Syðra-Skörðugili 1974-2000 og stundaði sauðfjár­rækt, hross­a­rækt og loðdýra­rækt. Ein­ar var mik­ill frum­kvöðull í fé­lags­starfi bænda. Hann sat í stjórn Fé­lags hrossa­bænda frá stofn­un 1975, var formaður þess 1984-93, sat í stjórn Sam­bands ís­lenskra loðdýra­rækt­enda í 13 ár og var formaður þess 1984-93. Hann var fram­kvæmda­stjóri Hross­a­rækt­ar­sam­bands Skag­f­irðinga 1974-84 og síðan formaður til 1993, vann að stofn­un Loðdýra­rækt­ar­fé­lags Skag­f­irðinga og var formaður þess fyrstu níu árin. Var stofn­andi og formaður Fé­lags hrossa­bænda í Skagaf­irði 1975-94, aðal­hvatamaður að stofn­un fóður­stöðvar­inn­ar Mel­rakka hf. á Sauðár­króki og stjórn­ar­formaður henn­ar fyrstu fimm árin, vann að stofn­un Fé­lags sauðfjár­bænda í Skagaf­irði og sat í stjórn fyrstu sex árin. Ein­ar var jafn­framt aðal­hvatamaður að stofn­un Lands­sam­taka sauðfjár­bænda og sat í stjórn fyrstu árin."
Maki: Ásdís Sigurjónsdóttir (1949-, þau eignuðust fjóra syni. Fyrir átti Einar kjördóttur.

Sigurður Sigurðsson (1890-1965)

  • S03112
  • Person
  • 4. sept. 1890 - 30. ágúst 1965

Fæddur á Fossi á Skaga, sonur Sigurður Gunnarssonar b. og hreppstjóra á Fossi og k.h. Sigríðar Gísladóttur. Verkamaður í Reykjavík. Kvæntist Sigríði Jóhannesdóttur.

Sigurður Gunnarsson (1833-1909)

  • S03113
  • Person
  • 4. mars 1833 - 7. feb. 1909

Fæddur á Skíðastöðum í Laxárdal. Foreldrar: Gunnar Gunnarsson hreppstjóri á Skíðastöðum og k.h. Ingibjörg Björnsdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum á Skíðastöðum. Bóndi á Hafragili 1863-1865. Kvæntist árið 1867 Sigríði Gísladóttur, þau eignuðust tólf börn og bjuggu á Fossi á Skaga frá 1865. Sigurður var hreppstjóri Skefilsstaðahrepps 1872-1875.
Sigurður lést árið 1909 úr taugaveiki, sama ár létust einnig tvær dætur hans úr sama sjúkdómi.

Gunnar Sigurðsson (1885-1956)

  • S00696
  • Person
  • 02.02.1885-02.02.1956

Faðir: Sigurður Gunnarsson (1833-1909) bóndi og hreppstjóri á Fossi á Skaga. Móðir: Sigríður Gísladóttir (1853-1936) húsfreyja á Fossi. Gunnar keypti Aðalgötu 9 (Miklibær/Dýrfinnuhús) og hafði þar greiðasölu og gistingu í húsinu. Gunnar stækkaði húsið í suður og var sú viðbygging nefnd Salurinn, veitingastofa en þessi viðbygging var rifin 1959. Gunnar var viðriðinn peningafölsunarmáli sem kom upp haustið 1914 og ritað hefur verið um í Skagfirðingabók 22 (1993). Gunnar var kvæntur Dýrfinnu Jónasdóttur frá Keldudal en hún var ekkja eftir Þórð Jónsson bónda á Auðólfsstöðum, þau skildu. Gunnar flutti til Reykjavíkur og opnaði þar verslunina Von (Laugavegur 55), 3. maí 1919 og var kallaður Gunnar í Von. Seinni kona hans var Margrét Gunnarsdóttir frá Ysta - Gili í Langadal. Þau eignuðust fimm dætur sem allar tóku drjúgan þátt í rekstri búðarinnar og einnig við rekstur búsins á Gunnarshólma. En þau Gunnar og Margrét reistu sér sumarbústað rétt utan við borgina 1928. En bústaðurinn varð að stórbýlinu Gunnarshólma sem blasir við þegar er ekið um Suðurlandsveg."

Sigurlaug Sigurðardóttir (1877-1961)

  • S03114
  • Person
  • 17. mars 1877 - 23. nóv. 1961

Fædd á Fossi á Skaga. Dóttir Sigurðar Gunnarssonar b. og hreppstjóra á Fossi og k.h. Sigríðar Gísladóttur. Kvæntist Ásgeiri Halldórssyni, þau bjuggu á Fossi frá 1903 en höfðu jafnframt einn þriðja hluta af Gauksstöðum til ábúðar til 1922. Árið 1951 fluttu þau til Sauðárkróks og þaðan til Reykjavíkur. Sigurlaug og Ásgeir eignuðust eina dóttur.

Símon Jóhannsson (1892-1960)

  • S01031
  • Person
  • 26.05.1892-17.03.1960

Foreldrar: Jóhann Eyjólfsson og Ingibjörg Guðjónsdóttir. Bóndi á Herjólfsstöðum í Laxárdal 1915-1916, Þverá í Hallárdal, A-Hún 1919-1920, í húsmennsku á Starrastöðum 1921-1925, bóndi í Teigakoti í Tungusveit 1925-1933, á Keldulandi á Kjálka 1933-1935, í Goðdölum 1935-1949, í Teigakoti aftur 1949-1951, síðast búsettur í Goðdölum hjá sonum sínum. Símon stundaði töluverða hrossaverslun á tímabili, keypti þá afsláttarhross í framanverðum Skagafirði og seldi til Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Fljóta. Hann var einnig við mæðiveikivörslu við Blöndu og Kúlukvísl í einhver sumur. Vorið 1941 réði Símon sig í flokk vegagerðarmanna undir stjórn Lúðvíks Kemp við lagningu Siglufjarðarbrautar þar sem hann sá um hrossagæslu, annaðist aðföng og hafði umsjón með mötuneyti ásamt fleiri viðskiptum fyrir vegagerðarmenn. Símon kvæntist Moniku Sveinsdóttur frá Bjarnastaðahlíð, þau eignuðust þrjá syni.

Jón Kristján Andrésson (1897-1967)

  • S03116
  • Person
  • 1. sept. 1897 - 26. jan. 1967

Frá Öldubakka á Skaga. Sonur Andrésar Péturssonar b. á Öldubakka o.v. og k.h. Kristjönu Jónsdóttur. Sjómaður á Sauðárkróki, seinna búsettur á Akureyri. Kvæntist Guðlaugu Konráðsdóttur frá Brekkukoti í Blönduhlíð, þau eignuðust fjögur börn.

Guðmundur Jóhannes Andrésson (1895-1992)

  • S00549
  • Person
  • 08.06.1895-20.03.1992

Guðmundur var fæddur á Gauksstöðum á Skaga og voru foreldrar hans þau Andrés Pétursson og Kristjana Jóhanna Jónsdóttir. Guðmundur lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum vorið 1921. Eftir það sótti hann námskeið í dýralækningum hjá Sigurði Hlíðar á Akureyri. Næstu ár starfaði hann við barnakennslu, síldarvinnu og fleira sem til féll. Í kringum 1927 fékk Guðmundur vinnu í Apótekinu á Sauðárkróki, fyrst hjá Karli Lindgren og síðan Ingvari Sörensen þar sem hann kynntist hinum ýmsu lyfjategundum. Vorið 1931 fékk hann 200 kr. fjárstyrk frá Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu til náms hjá Hannesi Jónssyni yfirdýralækni í Reykjavík, þar var hann í fjögur ár. Það var svo árið 1937 sem Guðmundur var settur dýralæknir í Skagafjarðarhéraði og starfaði í 20 ár samfelld. Eftir það tók hann að sér afleysingar og afgreiðslu lyfja.
Árið 1934 giftist Guðmundur Dagbjörtu Lárusdóttur (1907-1975), þau skildu. Þau áttu einn son. Fyrir átti Guðmundur eina dóttur. Seinni kona Guðmundar var Jónasína Hallgrímsdóttir (1894-1983) frá Grenivík.

Páll Þorsteinsson (1920-2008)

  • S03117
  • Person
  • 28. mars 1920 - 24. feb. 2008

Páll Þorsteinsson múrarameistari fæddist á Stóru-Gröf í Skagafirði 28. mars 1920. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jóhannsson bóndi og Mínerva Sveinsdóttir. ,,Páll flutti til Reykjavíkur um tvítugt, og lauk sveinsprófi 1946. Hann fékk meistararéttindi í múrsmíði 1949 og var félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur 1946-1953, og síðan félagi í Múrarameistarafélagi Reykjavíkur. Hann var í stjórn Sveinssambands byggingamanna 1948-1949, ritari í stjórn Múrarameistarafélags Reykjavíkur 1957-1960, 1977 og síðar, í prófnefnd og í verðskrárnefnd 1975-1985. Hann starfaði sem múrarameistari þar til hann lét af störfum 70 ára að aldri." Hinn 31. mars 1945 giftist Páll Margréti Eggertsdóttur söngkonu, þau eignuðust þrjú börn.

Hilmar Skagfield (1923-2011)

  • S00295
  • Person
  • 24.7.1923-14.8.2011

Hilm­ar fædd­ist á Páfa­stöðum 25. júlí 1923, son­ur hjón­anna Lovísu Al­berts­dótt­ur og Sig­urðar Skag­field. Bókhaldari í Reykjavík 1945. ,,Hann kvænt­ist Krist­ínu Guðmunds­dótt­ur og fluttu þau til Talla­hassee í Flórída, þar sem Hilm­ar stundaði nám. Þau bjuggu þar síðan. Hilm­ar var ræðismaður Íslands frá 1980 og aðalræðismaður frá 1985 þar til hann lét af störf­um 2007. Hilm­ar hafði alla tíð mik­il sam­skipti við Ísland og Íslend­inga. Hann var m.a. hvatamaður að stofn­un Kiw­an­is-hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi. Þá var hann einnig hvatamaður að því að lög­regl­an í Reykja­vík og lög­regl­an í Talla­hassee tóku upp sam­starf á sviði mennt­un­ar lög­reglu­manna." Hilmar og Kristín eignuðust þrjú börn.

Magnús Blöndal (1918-2010)

  • S03118
  • Person
  • 29. júní 1918 - 15. sept. 2010

Ragnar Magnús Auðunn Blöndal fæddist í Stykkishólmi hinn 29. júní 1918. Foreldrar hans voru Magnús Benedikt Blöndal Benediktsson, hreppstjóri, oddviti, hafnarstjóri og settur sýslumaður og s.k.h. Guðný Björnsdóttir. Foreldrar Magnúsar létust frá honum er hann var aðeins tveggja ára gamall og fór hann þá í fóstur til hálfsystkina sinna þeirra Þórðar og Elínar Blöndal að Sævarlandi í Laxárdal. Þau komu honum svo seinna í fóstur að Litlu-Gröf í Staðarhreppi, hjá hjónunum Arngrími Sigurðssyni og Sigríði Benediktsdóttur. ,,Magnús var trésmíðameistari á Siglufirði, byggingafulltrúi hjá Bygginganefnd ríkisins og húsameistara ríkisins í Reykjavík og síðar hjá framkvæmdadeild Innkaupastofnunar. Hann hafði fyrst og fremst eftirlit með skólabyggingum og sá um framkvæmdir við þær." Magnús kvæntist 4. júlí 1942 Ingiríði Jónasdóttur, f. 9. október 1920, frá Eiðstöðum í Blöndudal, þau eignuðust þrjú börn.

Elín Sigríður Magnúsdóttir Blöndal (1894-1975)

  • S02950
  • Person
  • 29. mars 1894 - 3. jan. 1975

Fædd í Gautsdal í Geiradal. Foreldrar: Magnús Benedikt Benediktsson Blöndal og Ólöf Snæbjörnsdóttir ljósmóðir í Gautsdal. Elín ólst upp hjá móður sinni í Gautsdal, en fluttist ásamt henni árið 1914 að Sævarlandi til Þórðar hálfbróður síns og gerðist bústýra hans, Ólöf var ekki móðir Þórðar. Eftir lát Þórðar árið 1949 fluttist Elín til Reykjavíkur. Þar stundaði hún sauma í nokkur ár en dvaldist lengst af á heimili Sigríðar fósturdóttur sinnar. Þau systkinin Elín og Þórður eignuðust hvorugt barn en ólu upp fósturbörn. Þau voru:
Sigríður Þorvaldsdóttr, f. 22.12.1929. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Þorvaldsson og Helga Jóhannesdóttir.
Friðberg Björnsson, f. 11.06.1906. Foreldrar hans voru Björn Benónýsson og Ingibjörg Stefánsdóttir.
Ragnar Magnús Auðunn Magnússon Blöndal, f. 29.06.1918. Ragnar var hálfbróðir þeirra systkina. Þau tóku hann að sér tveggja ára gamlan en komu honum síðar í fóstur í Litlu-Gröf á Langholti og kostuðu uppeldi hans.

Lucinda Sigríður Möller (1921-1965)

  • S03119
  • Person
  • 12. ágúst 1921 - 22. nóv. 1965

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Lucinda ólst upp hjá Sigrúnu Pálmadóttur móðursystur sinni og Jóni Sigurðssyni á Reynistað. Maki: Eiríkur Sigurbergsson framkvæmdastjóri og kennari í Reykjavík, þau eignuðust tvö börn.

Jóhann Georg Möller (1937-1958)

  • S00102
  • Person
  • 23. apríl 1937 - 29. mars 1958

Sonur Jóhanns Georgs Möller (1907-1955) og Edith Poulsen. Læknanemi í Reykjavík. Fórst í flugslysi á Öxnadalsheiði.

Pálmi Möller (1922-1988)

  • S00059
  • Person
  • 04.11.1922-19.06.1988

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Prófessor í tannlækningum í Birmingham í Bandaríkjunum. Eiginkona: Málfríður Óskarsdóttir Möller (1925-1996).

Jón Ólafur Möller (1911-1965)

  • S00058
  • Person
  • 20. júní 1911 - 24. sept. 1965

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Verslunarmaður í Reykjavík. Kona Jóns var Dórothea M. Óskarsdóttir (1926-). Saman áttu þau tvö börn.

Þorbjörg Möller (1919-2008)

  • S03120
  • Person
  • 20. ágúst 1919 - 7. sept. 2008

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Eiginmaður Þorbjargar var Jón Leifs tónskáld, þau eignuðust einn son. ,,Fyrstu árin ólst Þorbjörg upp á Sauðárkróki en fluttist til afa síns og ömmu eftir andlát föður síns 1926. Þau voru Pálmi Þóroddsson prestur á Hofsósi og Anna Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja. Á unglingsárum fluttist Þorbjörg til Reykjavíkur og stundaði nám í Verslunarskólanum. Síðar vann hún við skrifstofustörf hjá Slippfélaginu. Þorbjörg fluttist til Kaupmannahafnar þar sem hún hélt heimili fyrir Jakob Möller frænda sinn, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, ásamt því að stunda skrifstofustörf í sendiráðinu um árabil. Eftir að hún fluttist til Íslands 1951 vann hún á skrifstofu Þjóðleikhússins þar til hún giftist Jóni Leifs. Þorbjörg og Jón hófu búskap að Freyjugötu 3 árið 1956. Á heimili þeirra var skrifstofa Stefs til húsa þar til 1969 er skrifstofan var flutt að Laufásvegi 40. Þorbjörg starfaði þar sem úthlutunarstjóri til ársins 1984. Einnig sat hún í stjórn Stefs um áratugaskeið."

Jóhanna Þorbjörg Hull (1940-

  • S00086
  • Person
  • 14. júní 1940-

Dóttir Lucindu Möller og Eiríks Sigurbergssonar. Fædd og uppalin í Reykjavík.

Alda Alvilda Möller (1912-1948)

  • S00082
  • Person
  • 23. sept. 1912 - 1. okt. 1948

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Leikkona í Reykjavík. Maki: Þórarinn Kristjánsson.

Lovísa Möller (1914-1966)

  • S03121
  • Person
  • 19. ágúst 1914 - 14. mars 1966

Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Jóhannsson Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Lucinda ólst upp hjá Sigrúnu Pálmadóttur móðursystur sinni og Jóni Sigurðssyni á Reynistað. Maki: Sigurður Samúelsson prófessor, þau eignuðust þrjú börn. Síðast búsett í Reykjavík.

Jóhanna María Möller Bernhöft (1909-1983)

  • S03122
  • Person
  • 15. feb. 1909 - 24. sept. 1983

Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Jóhannsson Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Maki: Guido Bernhöft, þau eignuðust þrjú börn. Þau voru búsett í Reykjavík.

Örn Guido Bernhöft (1930-2007)

  • S03123
  • Person
  • 23. apríl 1930 - 22. okt. 2007

Örn Guido Bernhöft fæddist í Reykjavík 23. apríl 1930. Foreldrar hans voru hjónin Óskar Guido Bernhöft stórkaupmaður og Jóhanna María Möller frá Sauðárkróki. ,,Örn ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík, lengst af í Garðastræti, Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951 hélt hann utan til náms í Technische Hochschule í München 1952-1956, fyrst í efnaverkfræði og síðar í rafmagnsverkfræði. 1957 hóf Örn störf hjá Reykjavíkurborg, fyrst hjá Teiknistofu Rafmagnsveitunnar, þar sem hann gegndi um hríð starfi forstöðumanns, síðar sem fulltrúi skipulagsstjóra og svo á skrifstofu borgarstjóra. Í byrjun áttunda áratugarins hóf Örn störf hjá innflutningsfyrirtæki fjölskyldu sinnar, H.Ólafsson & Bernhöft, og starfaði þar meðan heilsan leyfði. Örn var meðal þeirra fyrstu hér á landi sem gerðu við sjónvarpstæki og settu upp sjónvarpsloftnet enda var hann alla tíð áhugasamur um rafmagnstækni. Hann var mikill hestamaður og gefinn fyrir útilegur og ferðalög. Örn gegndi trúnaðarstörfum fyrir FR, Félag farstöðvaeigenda á Íslandi, og var um tíma formaður þess. Hann var félagi í Frímúrarareglunni." Örn kvæntist 20. janúar 1961 Svövu Jóhönnu Pétursdóttur, þau eignuðust tvo syni.

Results 4591 to 4675 of 6397