Showing 6399 results

Authority record

Arngrímur Sigurðsson (1890-1968)

  • S03426
  • Person
  • 31.12.1890 - 05.12.1968

Arngrímur Sigurðsson fæddur 31.12.1890 í Dæli í Sæmundarhlíð. Dáinn 05.12.1968 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Hann var bóndi í Litlu-Gröf 1920-1967. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi í Litlu-Gröf og (Gunnvör) Guðlaug Eiríksdóttir.
Arngrímur ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Dæli til sjö ára aldurs, en eftir það í Litlu-Gröf og átti hann heima þar alla ævi síðan. Hann tók við búi foreldra sinna árið 1920. Í æsku naut hann menntunar umfram það sem almennt gerðist. Hann var við nám hjá Jóni á Reynistað, svo jók hann við þekkingu sína með lestri og sjálfsnámi. Hann tók að sér mörg störf í þágu sýslu og sveitar. Hann var oddviti hreppsnefndar Staðarhrepps 1922-1966, varamaður í sýslunefnd í fjölda ára og sat oft sýslufundi, í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga 1933-1946, lengstum ritari félagsstjórnar, í stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga lengi, allt til 1966, endurskoðandi reikninga KS 1956-1964, í skattnefnd sveitar sinnar og fræðslunefnd. Hann sat í stjórn búnaðarfélags og ungmennafélags og naut hvarvetna trausts og virðingar fyrir störf sín.
Arngrímur var giftur Sigríði Benediktsdóttur, f. 9.6.1886 á Hofi í Hjaltadal, d. 4.8.1948. Börn Arngríms og Sigríðar voru: Þórir Angantýr f. 2.1.1923, d. 20.12.2000 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og Guðlaug Sesselja Arngrímsdóttir, f. 14.1.1929, d. 31.3.2017 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Fóstursonur Arngríms og Sigríðar var: Ragnar Magnús Auðunn Blöndal f. 29.6.1918 í Stykkishólmi, d. 15.9.2010 á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri.

Heiðdal Jónsson (1916-1981)

  • S03425
  • Person
  • 28.03.1916-14.11.1981

Heiðdal Jónsson, f. 28.03.1916, d. 14.11.1981. Foreldrar: Björg Sveinsdóttir (1890-1959) og Jón Guðnason (1888-1959).
Frá Heiði í Sléttuhlíð. Pípulagningamaður á Siglufirði og í Keflavík. Síðast búsettur í Reykjavík.

Hjálmar Jónsson (1796-1875)

  • S03424
  • Person
  • 29.09.1796-25.07.1875

Hjálmar Jónsson skáld betur þekktur sem Bólu-Hjálmar fæddist á Hallandi í Eyjafirði 1796. Hann lést 25. júlí 1875 í Brekkuhúsum skammt frá Víðimýri í Skagafirði. Hjálmar var bóndi og ljóskáld og bjó lengst af í Skagafirði. Foreldrar hans voru Marsibil Semingsdóttir fædd 1769 og Jón Benediktsson fæddur 1763. Heimildum ber ekki saman um það að Jón Benediktsson hafi raunverulega verið faðir Hjálmars. Snemma var grunur um að séra Sigfús Jónsson prófastur á Höfða í Höfðahverfi hafi verið faðir hans. Hjálmar daðraði við þá hugmynd sjálfur.

Í ævisögum um Hjálmar er sagan um fæðingu hans sögð þannig að móðir hans hafi verið gestkomandi að Hallandi er hún ól son sinn. Þegar hann var einungis næturgamall lagði vinnukona á Hallandi af stað með hann til Hreppsstjórans í poka til þess að hægt væri að ráðstafa drengnum. Á leið sinni sóttist hún eftir næturgistingu hjá Sigríði á Dálksstöðum. Morgunin eftir var illviðri og þvertók Sigríður fyrir að lengra væri farið með barnið og sagðist fara með hann sjálf þegar veðrið batnaði. Af því varð aldrei, heldur tók hún hann til fósturs og gekk honum í móðurstað fyrstu árin. Á sjötta aldursári dvaldi hann einn vetur (1800-1801) hjá Oddi Gunnarssyni bónda á Dagverðareyri. Hjálmar ólst upp við algeng sveitastörf og reyndist þar liðtækur. Hann fór að stunda sjóróðra og segir hann sjálfur frá að hafa róið út frá Dagverðareyri. Þegar Hjálmar var 14 ára lést fósturmóðir hans. Talið er að Jóhann sonur Sigríðar á Dálksstöðum hafi kennt Hjálmari að lesa en fátt er vitað um menntun hans í æsku. Hann gekk ekki í skóla en af kveðskap sem er til eftir hann frá þessum árum má sjá að hann hafi snemma verið lesgjarn og fróðleiksfús. Í nokkrum vitnisburðum séra Jóns Þorvarðarsonar kemur meðal annars fram að Hjálmar er efnilegur og vel skarpur í gáfum. Eftir lát fósturmóður sinnar fór hann að Blómsturvöllum þar sem Jón faðir hans og Valgerður dóttir Sigríðar voru farin að búa.

Vorið 1820 fór Hjálmar vestur í Blönduhlíð í Skagafirði og gerðist vinnumaður á Silfrastöðum til vorsins 1821. Á næsta bæ bjó móðursystir hans, Guðbjörg Semingsdóttir fjölskylda hennar. Dóttir hennar Guðný og Hjálmar fóru að vera saman og eignuðust barn sumarið 1821 sem lést mánuði síðar. Ári síðar giftu þau sig. Þau bjuggu á ýmsum bæjum í Skagafirði næstu árin og var mjög þröngt í búi. Þau áttu sjö börn, fimm af þeim komust á fullorðins aldur.
Hann var kenndur við Bólu (Bólstaðargerði) í Blönduhlíð þar sem hann bjó í rúm 15 ár. Hjálmar átti í deilum við sveitunga sína og kvað gjarnan vísur um þá og ávirðingar þeirra. Hann varð einangraður frá öðrum, menn hræddust hann og var illa við hann. 1838 var hann sakaður um sauðaþjófnað en var sýknaður af þeim ákærum. Hann hraktist frá Bólu ári seinna. Þaðan fór hann að Minni-Ökrum. Þar missti hann konu sína sem dó 24. júní 1845. Hann var á Minni-Ökrum í 28 ár. Með árunum varð hann nær ófær til allra verka en gat áfram skrifað. Hann háði ævilanga baráttu við fátækt og strit. Frá Minni-Ökrum fór hann að Grundargerði í Akrahreppi og þaðan að Starrastöðum í Tungusveit og var þar í 2 ár í húsamennsku með Guðrúnu, yngstu dóttur sinni. Þaðan fóru þau að Brekku nálægt Víðimýri. Eftir 5 vikna dvöl þar í beitarhúsum dó hann 5. ágúst 1875, á 80. aldursári.

Í kveðskap Hjálmars fjallar hann gjarnan um slæm kjör og samferðamenn sína. Hjálmar þótti óvæginn og illskeyttur. Þrátt fyrir að eiga sér marga óvildarmenn átti hann líka marga vini og var hann fenginn til að skemmta í veislum. Honum var margt til lista lagt. Hann var þjóðfræðisafnari, listaskrifari, góður kvæðamaður og þótti hafa merkilega frásagnargáfu og var því eftirsóttur til ræðuhalda á mannamótum.
Kveðskapur eftir Hjálmar Jónsson er mikill að vöxtum, rímur, ljóð og lausavísur. Eftir hann hafa einnig varðveist fagurlega útskornir gripir.

Arnarneshreppur (1000-2010)

  • S03423
  • Organization
  • 1000-2010

Arnarneshreppur (hét áður Hvammshreppur) ar hreppur vestan megin í Eyjafirði sem sameinaðist Hörgárbyggð undir nafninu Hörgársveit árið 2010. Hreppurinn var kenndur við bæinn Arnarnes á Gálmaströnd. Fyrr á öldum var hann víðlendari en árið 1911 var honum skipti í tvennt og varð nyrðri hlutinn að Árskógshreppi. Hjalteyri tilheyrði hreppnum. Þann 20. mars 2010 var sameining Arnarneshrepps og Hörgárhrepps samþykkt í kosningum.

Ari Þorvaldsson Arason (1892-1967)

  • S03422
  • Person
  • 18.03.1892-15.07.1967

Ari Þorvaldsson Árason, f. 18.03.1892, d. 15.07.1967. Foreldrar: Þorvaldur Ari Arason (1849-1926) og Anna Vigdís Steingrímsdóttir. Ari ólst upp á Víðimýri í Skagafirði.
Hann hóf störf hjá Landsbankanum 1929 og starfaði þar til starfsloka.
Maki: Karítas Jónsdóttir. Þau eignuðust tvær dætur.

Ari Birgir Pálsson (1934-2001)

  • S03421
  • Person
  • 08.03.1934-04.02.2001

Ari Birgir Pálsson, f. á Sauðárkróki 08.03.1934, d. 04.02.2001. Foreldrar: Ósk Guðbrún Aradóttir frá Móbergi í Langardal og Páll H. Árnason frá Geitaskarði. Ari bjó á Móbergi til 17 ára aldurs. Þá flutti hann til Vestmannaeyja með foreldrum sínum og tveimur bræðrum. Ari og Rebekka hófu búskap í Stakkholti í Vestmannaeyjum en fluttu svo í Uppsali þar sem Ari bjó þar til hann lést. Hann stundaði sjómennsku á yngri árum en gerðist svo bifreiðastjóri.
Maki: Rebekka Óskarsdóttir. Þau áttu þrjú börn.

Ari Jónsson Arnalds (1872-1957)

  • S03420
  • Person
  • 07.06.1872-14.04.1957

Ari Jónssson Arnalds, f. á Hjöllum við Þorskafjörð 07.06.1872, d. 14.04.1957. Foreldrar: Sigríður Jónsdóttir (1831-1914) og Jón Finnsson sem þar bjuggu. Ari ólst upp á Hjöllum. Hann lauk stúdentsprófi 1898 og lögfræðiprófi við Kaupmannahafnarháskóla 1905. Var um skeið blaðamaður við Verdens Gang í Osló. Ritstjóri Dagfara á Eskifirði og meðritstjóri Ingólfs í Reykjavík. Sýslumaður um skeið í Húnavatnssýslu og Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Þá var hann um árabil starfsmaður í fjármálaráðuneytinu. Árin 1909-1911 var hann þingmaður Strandasýslu. Á eftri árum vann hann að ritstörfum og ritaði fjölda greina í blöð og útvarp.
Maki: Matthildur Einarsdóttir, Þau eignuðust þrjá syni. Þau skildu.

Anna Þorkelsdóttir (1907-1978)

  • S03419
  • Person
  • 01.04.1907-11.09.1978

Anna Þorkelsdóttir, f. 01.04.1907, d. 11.09.1978. Foreldrar: Anna Sigríður Jónsdóttir (1879-1959) og Þorkell Jónsson (1876-1929) á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Anna ólst þar upp. Hún var verkakona, búsett á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus. Var ráðskona Friðvins Þorsteinssonar. Fóstursonur þeirra var Guðni Friðriksson.

Sigurlaug Þorkelsdóttir (1913-2005)

  • S03418
  • Person
  • 05.05.1913-18.05.2005

Sigurlaug Þorkelsdóttir, f. á Daðastöðum á Reykjaströnd 05.05.1913, d. 18.05.2005. Foreldrar: Anna Sigríður Sigurðardóttir og Þorkell Jónsson á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Sigurlaug ólst upp á Daðastöðum á Reykjaströnd. Sigurlaug var lengst af búsett á Bárustíg á Sauðárkróki og starfaði hjá Skildi. Síðustu árin bjó hún á dvalarheimilinu á Sauðárkróki.
Maki: Friðrik Friðriksson. Þau eignuðust fjögur börn, en fyrir átti Sigurlaug eina dóttur.

Kristján Árnason (1904-1993)

  • S03417
  • Person
  • 29.08.1904-18.09.1993

Kristján Árnason, f. 29.08.1904, d. 18.09.1993. Foreldrar: Árni Frímann Árnason og Þorbjörg Jóhannesdóttir.
Fósturforeldrar: Jóhann Oddsson og Anna Sveinsdóttir.
Bílstjóri á Siglufirði 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast búsettur í Reykjavík.
(F. 25.8.1904 skv. kirkjubók).

Anna Sveinsdóttir (1866-1938)

  • S03416
  • Person
  • 18.07.1866-11.11.1938

Anna Sveinsdóttir, f. á Miðsitju í Blönduhlíð. Foreldrar: Sveinn Pálsson bóndi á Þangskála og Guðleif Sæmundsdóttir vinnukona á Miðsitju. Anna var skömmu eftir fæðingu flutt til Siglufjarðar með móður sinni. Þar var hún tekin í í fóstur af Árna Gíslasyni bóndi í Skarðdalskoti og síðar Hólum í Fljótum og konu hans, Sigriðir Pálsdóttur, sem var föðursystir Önnu. Hún fermdist á Barði 1881. Eftir það var hún í vistum á ýmsum stöðum, þar til hún tók við búsforráðum hjá Jóhanni Oddssyni sem þá var ekkill. Bjó hún með honum til æviloka. au bjuggu á parti af Vík 1901-1908, Grænhóli í Borgarsveit 1908-1920, Ásgrímsstöðum í Hegranesi 1920-1925 og Staðarhóli í Siglufirði.

Sambýlismaður: Jóhann Oddsson (1864-1949). Anna og Jóhann áttu ekkert barn en ólu upp Kristján Árnason.

Anna Vigdís Steingrímsdóttir (1855-1939)

  • S03415
  • Person
  • 05.09.1854-24.01.1939

Anna Vigdís Steinsgrímsdóttir, f. 05.09.1854, d. 24.01.1939. Foreldrar: Steingrímur Jónsson bóndi í Saurbæ í Myrkárdal og kona hans Rósa Egilsdóttir.
Anna Vigdís og Þorvaldur Ari bjuguu á Flugumýri 1882-1896 og á Víðimýri 1896-1921.
Maki: Þorvaldur Ari Arason (1849-1926). Þau eignuðust sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

Þorvaldur Ari Arason (1849-1926)

  • S03414
  • Person
  • 23.09.1849-03.03.1926

Þorvaldur Ari Arason, f. 23.09.1849, d. 04.03.1926. Foreldrar: Ari Arason bóndi og kanselliráð á Flugumýri og kona hans Helga Þorvaldsdóttir. Þorvaldur ólst upp á Flugumýri. Hann var við nám í Lærða skólanum í Reykjavík en hætti þar og gjörðist bóndi á Flugumýri 1882-1896. Hann var bóndi á Víðimýri 1896-1921 en brá þá búi og var eftir það hjá sonum sínum til æviloka. Hann var póstafgreiðslumaður meðan hann bjó á Víðimýri.
Maki: Anna Vigdís Steingrímsdóttir (1854-1939). Þau eignuðust sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

Anna Rósa Þorvaldsdóttir (1886-1976)

  • S03413
  • Person
  • 21.05.1886-23.04.1976

Anna Rósa Þorvaldsdóttir, f. 21.05.1886, d. 23.04.1976. Foreldrar: Þorvaldur Ari Arason bóndi á Flugumýri og kona hans Anna Vigdís Steingrímsdóttir. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi og tók svo kennarapróf frá Flensborgarskóla. Árin 1909-1911 var hún við kennaraskóla í Kaupmannahöfn. Hún var um skeið kennari við barna-og unglingaskóla Sauðárkróks og síðar skólastjóri við Kvennaskólann á Blönduósi 1911ö1923. Hún fluttist til Reykjavíkur og kenndi þar fyrstu árin en réðst 1928 til skrifstofustarfa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hún var ógift og barnlaus.

Stefán Sigurðsson (1879-1971)

  • S03412
  • Person
  • 07.04.1879-30.08.1971

Stefán Sigurðsson, f. 07.04.1879, d. 30.08.1971. Foreldrar: Sigurður Bjarnason (1829-1890) bóndi á Stóra-Vatnsskarði og seinni kona hans, Salbörg Sölvardóttir. Hreppstjóri og bóndi í Gili í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Mjóadal, A-Hún., síðar hreppstjóri á Gili í Svartárdal. Var á Sunnuhvol, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Anna Sigurðardóttir (1882-1947)

  • S03411
  • Person
  • 10.06.1882-29.06.1947

Anna Sigurðardóttir, f. 10.06.1882, d. 29.06.1947. Foreldrar: Sigurður Bjarnason (1829-1890) bóndi á Stóra-Vatnsskarði og seinni kona hans, Salbjörg Sölvadóttir (1839-1901). Fimmtán ára gömul flutti Anna alfarið suður., til færnda síns sr. Þorkels á Reynivöllum og Sigríðar konu hans. Hja þeim dvadli hún meðan þau lifðu og flutti með þeim til Reykjavíkur 1901. gekk hún þá í kvennaskólann og aflaði sér margvíslegrar fræðslu, m.a. varðandi verslun. Hún stundaði verslunarstörf, fyrst í Edinborgarverslun og svo hjá Johnson og Kaaber. Þar starfaði hún í 35 ár.
Anna var verslunarkona í Reykjavík.

Anna Pálsdóttir (1910-1984)

  • S03410
  • Person
  • 14.05.1910-06.09.1984

Anna Pálsdóttir, f. 14.05.1910, d. 06.09.1984. Foreldrar: Páll Ísaksson, bóndi og kennari á Hofsósi bóndi í Ártúnum og kona hans Þórey Halldóra Jóhannsdóttir ljósmóðir.
Anna lauk ljósmæðraprófi 1940. Hún var ljósmóðir við Landspítalann 1940-1945 og frá 1973. Ljósmíðir í Vestmannaeyjum 1945-1973.

Anna María Magnúsdóttir Thorlacius (1857-1942)

  • S03409
  • Person
  • 10.12.1857-10.12.1942

Anna María Magnúsdóttir Thorlacius, f. 10.12.1857, d. 10.12.1942. Foreldrar: Séra Magnús Thorlacius prestur í Glaumbæ og kona hans, Guðrún Jónasdóttir Thorlacius (1831-1918).
Anna María var í Botni, Hrafnagilssókn, Eyj. 1860. Gift Grönvold yfirkennara á Hamri í Noregi.

Anna Margrét Magnúsdóttir (1873-1959)

  • S03408
  • Person
  • 18.11.1873-16.07.1959

Anna Margrét Magnúsdóttir, f. á Möðruvöllum í Eyjafirði 18.11.1873, d. 16.07.1959. Foreldrar: Magnús Ólafsson bóndi og hreppstjóri á Möðruvöllum og kona hans Marselína Kristjánsdóttir. Anna var í Kvennaskólanum á Laugalandi 1889-1892. Hún lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn um 1897. Mun einnig hafa lært matreiðslu þar. Þá lærði hún handavinnu og hattagerð í Kaupmannahöfn um 1901. Rak ljósmyndastofu í Lækjargötu 3 á Akureyri frá 1902 og síðar í Brekkugötu 1b. Rak handavinnuskóla á Akureyri 1911-1922. Fluttist frá Akureyri um 1930 og var eftir það m.a. búsett í Reykjavík, á Siglufirði og Vestmannaeyjum. Anna var ógfit og barnlaus en ól upp Jóhönnu Jóhannsdóttur, söngkonu.

Anna Jósafatsdóttir (1910-1984)

  • S03407
  • Person
  • 11.04.1910-01.01.1984

Anna Jósafatsdóttir, f. í Húsey í Hólmi í Skagafirði 11.04.1910, d. 01.01.1984. Foreldrar: Jósafat Guðmundsson (1853-1934) bóndi í Húsey, og Ingibjörg Jóhannsdóttir vinnukona hans. Anna fóru í fóstur á fyrsta ári en fluttist með föður síðun að Ytri-Hofdölum 1914 og Hlíð í Hjaltadal. Hún fór í unglingaskóla á Hólum. Hún og Jónas hófu búskap á Hranastöðum í Eyjafirði. Vorið 1947 fóru þá að Hafursá á Fljótdalshéraði. Þaðan fóru að Skriðuklaustri tveimur árum síðar. Fyrstu árin var Anna á Akureyri á vetrum og hélt heimili fyrir eldri börnin sem voru í skóla. Frá 1962 bjuggu þau í Lagarfelli og í Reykjavík yfir þingtímann.
Heimili: Axlarhagi, Akrahr. Húsfreyja á Hranastöðum í Hrafnagilshreppi, Eyj. Síðast bús. í Fellahreppi.
Maki: Jónas Pétursson. Þau eignuðust þrjú börn.

Anna Kristín Árnadóttir (1908-1987)

  • S03406
  • Person
  • 07.04.1908-08.03.1987

Anna Kristín Árnadóttir, f. á Seyðisfirði 07.04.1908, d. 08.03.1987. Foreldrar: Árni Stefánsson og Jónína Friðfinnsdóttir. Fjölskylda Önnu bjó lengst af á Akureyri.
Maki 1: Páll Árnason. Þau eignuðust eina dóttur. Þau skildu.
maki 2: Björgvin Bjarnason. Þau eignuðust þrjú börn. Einnig ólu þau upp Árna Stefán Vilhjálmsson, systurson Önnu. Þau bjuggu í Norðfirði , lengst af í Lundi. Síðar fluttust þau til Hafnarfjarðar.

Sigrún Jónsdóttir (1904-1996)

  • S03404
  • Person
  • 26.07.1904-17.06.1996

Sigrún Jónsdóttir, f. í Vík 26.07.1904, d. 17.06.1996. Foreldrar: Jón Jóhannesson og Anna Soffía Jósefsdóttir. FImm ára missti hún móður sína og ólst upp hjá föður sínum í Birkihlíð og á Auðnum. Með henni ólst upp frændi hennar, Þorsteinn Björnsson. Hún hóf búskap með Kristjáni á Litla-Vatnsskarði í A-Hún og síðan áttu þau heima á Sauðárkróki og nágrenni þar til þau slitu samvistir. Sigrún gerðist kaupakona að Dalkoti í V-Hún og kynntist þar seinni manni sínum. Þau bjuggu þar fyrst ásamt foreldrum hans en fluttu til Hvammstanga. Árið 1951 fluttu þau í Vatnahverfi í A-Hún. Þar bjuggu þau tæð 20 ár. Þá fluttu áu suður og stofnuðu til búrekstar að Katrínarkoti í Garðabæ. Nokkru síðar keypti Sigrún sér íbúð í Keldulandi 7 í Reykjavík.
Maki: Kristján Guðbrandsson frá Syðra-Hóli á Skagaströnd. Þau eignuðust fimm börn. Þau skildu.

Anna Soffía Jósefsdóttir (1868-1909)

  • S03403
  • Person
  • 28.04.1868-12.10.1909

Anna Soffía Jósefsdóttir, f. 28.04.1868, d. 12.10.1909. Forledrar: Jósef Þorleifsson smiður á Eyrarlandi og Ingibjörg Helgadóttir kona hans.
Anna og Jón bjuggu í Vík 1897-1907 og í Birkihlíð frá 1907.
Maki: Jón Jóhannesson (1864-1930). Þau eignuðust eina dóttur.

Anna Jóhannesdóttir (1850-1903)

  • S03402
  • Person
  • 18.08.1950-28.07.1903

Anna Jóhannesdóttir, f. 18.08.1850, d. 28.07.1903. Foreldrar: Jóhannes Guðmundsson og Maren Lárusdóttir. Var skráð í Prestabakkasókn í Strandasýslu 1860.
Maki: dr. Valtýr Guðmundsson, þingmaður.

Anna Jónsdóttir (1886-?)

  • S03401
  • Person
  • 26.06.1886-?

Anna Jónsdóttir, f. 26.06.1886, d.? Foreldrar: Jón Sölvason (1844-1922) og Kristín Jónsdóttir, þá ógift vinnukona á Læk. Hún ólst upp hjá föður sínum til fermingaraldurs á Narfastöðum. Fór svo í Ásgeirsbrekku og þaðan til Vesturheims 1902.

Anna Jónsdóttir (1883-1962)

  • S03400
  • Person
  • -1962

Anna Jónsdóttir, f. 21.10.1883, d. 23.06.1962. Foreldrar: Jón Björn Stefánsson (1856-) og
Skráð á Tjörnum í Staðarbakkasókn 1901, Bragagötu 31 í Reykjavík 1930.
Maki: Björn Jónatansson frá Bæ á Höfðaströnd. Þau ólu upp fósturbarn, Báru Þorbjörgu Jónsdóttur (1943).
Búsett á Bakka í Viðvíkursveit og síðar Ásgeirsbrekku. Fluttu svo í Stykkishólm.

Anna Jónsdóttir (1892-1987)

  • S03399
  • Person
  • 16.12.1892-04.07.1987

Anna Jónsdóttir, f. í Hafnarfirði 16.12.1892, d. 04.07.1987. Foreldrar: Jón Þórarinsson skólastjóri í Hafnarfirði og síðar fræðslumálastjóri og kona hans Guðrún Jóhanna Laura Pétursdóttir Hafstein.
Anna var í Flensborgarskólanum 1905-1907. Hún lærði ljósmyndum hjá Péturi Brynjólfssyni í Reykjavík 1907-1910. Var við framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1927-1929.
Mun líklega hafa starfað á ljósmyndastofu Péturs á árunum eftir 1910. Vann á ljósmyndastofu Ólafs Magnússonar 1916-1919 og 1929-1930. Stofnaði og rak ljósmyndastofu með Jóhönnu Pétursdóttur og Sigþrúði Brynjólfsson á Laugavegi 11 1920-1924. Rak ljosmyndastofu í Hafnarfirði 1930-1962.

Anna Guðmundsdóttir (1902-1985)

  • S03398
  • Person
  • 19.04.1902-30.11.1985

Anna Guðmundsdóttir f. á Skálanesi í Vopnafirði 19.04.1902, d. 30.11.1985. Foreldrar. Stefanía Benjamínsdóttir og Guðmundur Ólafsson, veitingamaður á Seyðisfirði. Anna fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum árið 1917 og bjó í Reykjavík alla tíða síðan. Anna lærði ung ljósmyndun en gerði leiklistina að ævistarfi sínu. Hún stofnaði ásamt fleirum Leikfélag Templara. Árið 1929 lék hún sitt fyrsta hlutverk með Leikfélagi Reykjavíkur. Hún svo þar allt þar til Þjóðleikhúsið var stofnað 1950. Sitt síðasta hlutverk lék hún þar 35 árum síðar. Hún var einnig mikil söngmanneskja og söng t.d. í Dómkirkjukórnum í 40 ár.
Maki: Páll Þorleifsson bókhaldari. Þau eignuðust ekki börn.

Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1946)

  • S03397
  • Person
  • 22.04.1855-29.03.1946

Anna Hólmfríður Jónsdóttir, f. 22.04.1855, d. 29.03.1946. Foreldrar: Jón Hallsson (1807-1894) prófastur í Glaumbæ og valgerður Sveinsdóttir, síðar húsfreyja á Vöglum. Anna ólst að mestu upp hjá föður sínum, sem ættleiddi hana.
Maki: Pálmi Þóroddsson (1862-1955) prestur á Hofsósi. Þau eignuðust tíu börn.

Andrea Jónsdóttir (1881-1979)

  • S03396
  • Person
  • 20.09.1881-12.01.1979

Andrea Jónsdóttir, f. 20.09.1881, d. 12.01.1979. Foreldrar: Jón Andrésson (1842-1882) og Guðrún Jónsdóttir. Kornung missti hún foreldra sína og var sett niður sem sveitarómagi að Hvítuhlíð í Bitrufirði. Fimm ára gömul var hún komin að Felli í Kollafirði í fóstur hjá séra Arnóri Árnasyni og Stefaníu Stefánsdóttur.
Andrea og Franklín hófu búskap í Þrúðardal 1904 en fluttu ári síðar að Litla-Fjarðarhorni. Árið 1940 lést Franklín af krabbameini. Andrea bjó áfram í Litla-Fjarðarhorni til 1947 en þá brá hún búi og flutti til Siglufjarðar með yngstu börnin. Árið 1973 fór hún á elliheimili á Siglufirði.
Maki: Franklín Þórðarson frá Stóra-Fjarðarhorni. Þau eignuðust 13 börn.

Alþýðuflokkurinn (1916-2000)

  • S03395
  • Public party
  • 12.03.1916-2000

Alþýðuflokkurinn var jafnaðarmannaflokkur, formlega stofnaður 3. mars 1916 í þeim yfirlýsta tilgangi að vera stjórnmálaafl verkalýðsfélaganna í landinu. Á starfstíma sínum var hann í meiri en helmingi af ríkisstjórnum landsins. Fyrst í Stjórn hinna vinnandi stétta 1931-1940.
Maroft í sögu floksksins varð klofningur, bæði til vinstri og í kjölfar sameiningartilrauna.
Árið 2000 gerði flokkurinn samning við samstarfsflokka sína innan Samfylkingarinnar um sameiginlegt framboð til frambúðar.

Álfheiður Helga Helgadóttir Briem (1868-1962)

  • S03394
  • Person
  • 11.11.1868-28.09.1962

Álfheiður Helga Helgadóttir Briem, d. 11.11.1868, d. 28.09.1962.
Foreldrar: Helgi Hálfdánarson (1826-1894) prestaskólakennari og Þórhildur Tómasdóttir (1835-1962).
Maki: Páll Jakob Eggertsson Briem (1856-1904)

Margeir Aðalsteinn Valdimarsson (1930-2008)

  • S03393
  • Person
  • 02.03.1930-26.09.2008

Margeir Aðalsteinn Valdimarsson, f. 02.03.1930, d. 26.09.2008. Foreldrar: Valdimar Konráðsson (1900-1986) og Ingibjörg Jóhannsdóttir (1904-1955).
Hann var bifvélavirki og bjó m.a. í Hafnarfirði.
Maki: Sigríður Björgvinsdóttir (1932-). Þau eignuðust þrjú börn.

Ágústa Runólfsdóttir (1892-1972)

  • S03392
  • Person
  • 01.08.1892-23.06.1972

Ágústa Runólfsdóttir, f. á Heiði í Gönguskörðum 01.08.1892, d. 23.06.1972. Foreldrar: Runólfur Jónsson sjómaður á Sauðárkróki og kona hans Nanna Soffía Ólafsdóttir. Ágústa ólst upp á Sauðárkróki hjá foreldrum sínum. Ágústa giftist Jónasi 17 ára gömul en hann lést eftir stutta sambúð. Ágústa fór sem ráðskona til Páls að Herjólfsstöðum árið 1914 og felldu þau hugi saman. Árið eftir fóru þau á Sauðárkrók og bjuggu þar til 1924 en fóru þá að Hrafnagili í Laxárdal. Einnig voru þau um tíma í Brennigerði. hjá Þorvaldi Guðmundssyni og Salóme Pálmadóttur. Eftir það fluttu þau aftur á Sauðárkrók og bjuggu þar þangað til þau fluttu til Akureyrar 1940. Páll og Ágústa bjuggu við mikla fáækt öll sín búskaparár í Skagafirði. Páll veiktist af taugaveiki 1924 og segja má að heimilið hafi verið leyst upp í kjölfarið. Þurftu þau að láta þrjú af börnum sínum frá sér á sveit og elsta dóttirin fór til ömmu sinnar.
Maki 1: Jónas Jónasson frá Sauðárkróki (1884-1912). Þau eignuðust tvo syni en annar dó sem kornabarn.
Maki 2: Páll Jóhannsson (1888-1981). au eignuðust 10 börn og komust öll til fullorðinsára nema eitt.

Ágúst Magnússon (1895-1979)

  • S03391
  • Person
  • 08.08.1895-03.10.1979

Ágúst Magnússon, f. í Víðinesi 08.08.1895, d. 03.10.1979 á Sauðárkróki. Foreldrar: Magnús Vigfóusson bóndi í Garðakoti í Hjaltadal og Kristín Jónsdóttir í Víðinesi. Ágúst ólst upp hjá móður sinni í Víðinesi og átti þar heima óslitið alla sína ævi. Hann tók við búsforráðum af móður sinni 1924 og bjó samfellt í 44 ár.
Ágúst var ókvæntur og barnlaus en Jórunn Sigrún Skúladóttir (1890-1970) var ráðskona hans um langa hríð.

Akureyrarbær (1862-)

  • S03390
  • Organization
  • 1862-

"Akureyrar er fyrst getið árið 1562. Þá var kveðinn upp dómur á eyrinni yfir konu sem hafði sængað hjá karli án þess að hafa til þess giftingarvottorð. Það var svo 216 árum síðar, eða 1778, sem fyrsta íbúðarhúsið reis á Akureyri. Aðeins 8 árum seinna varð Akureyri kaupstaður í fyrra sinnið að undirlagi konungs sem vildi með því efla hag Íslands. Íbúar Akureyrar voru þá 12 talsins. Allt fór þetta meira og minna í vaskinn hjá kóngi, enginn vaxtarkippur hljóp í kaupstaðinn og 1836 missti bærinn kaupstaðarnafnbótina og endurheimti hana ekki aftur fyrr en 1862."

Aðalsteinn Eiríksson (1919-2006)

  • S03389
  • Person
  • 27.08.1919-02.10.2006

Aðalsteinn Eiríksson, f. í Vilinganesi 27.08.1919, d. 02.10.2006 á Sauðárkróki. Foreldrar: Eiríkur Jón Guðnason bóndi í Villinganesi og þriðja kona hans, Petra Einarsdóttir. Aðalsteinn ólst upp hjá foreldrum sínum í Villinganesi. Barnafræðslu hlaut hann í heimahúsum en síðar var hann í farskóla. Aðalsteinn hóf búskap í Vlinniganesi árið 1946 ásamt Guðrúnu systur sinni. Árið 1986 kom frændi þeirra, Sigurjón Valgarðsson í Villinganes og hóf þar búsakp að hluta. Hann varð systkinunum mikil hjálparhella síðustu búskaparárin.

Steinunn Aðalheiður Árnadóttir (1929-2004)

  • S03388
  • Person
  • 27.09.1929-23.12.2004

Aðalheiður Árnadóttir, f. 27.09.1929, d. 23.12.2004. Foreldrar: Árni Rögnvaldsson (1891-1968) og kona hans Margrét Jónasdóttir (1883-1972). Verkakona á Sauðárkróki og formaður Verkakvennafélagsins Öldunnar.
Maki: Magnús Jónssón Sjómaður á Sauðárkróki (1922-1998).

Aðalbjörg Jónsdóttir (1860-1922)

  • S03387
  • Person
  • 20.11.1860-26.12.1922

Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 20.11.1860, d. 26.12.1922. Móðir: Þrúður Jónsdóttir (1821-1906)
Skráð ekkja á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp í sóknarmannatali 1918.

Jónanna Aðalbjörg Björnsdóttir (1904-1995)

  • S03386
  • Person
  • 21.05.1904-23.09.1995

Jónanna Aðalbjörg Björnsdóttir, f. á Bakka í Viðvíkursveit 21.05.1904, d. 23.09.1995. Foreldrar: Björn Hinrik Guðmundsson (1865-1947) og Stefanía Margrét Jóhannesdóttir (1873-1953).
Aðalbjörg ólst upp hjá foreldrum sínum á Á í Unadal, yngst þriggja systkina. Fjölskyldan flutti til Siglufjarðar árið 1915. Aðalbjörg var húsfreyja á Siglufirði og kenndi kjólasaum við gagnfræðaskólann og saumaði einnig kjóla á konur í bænum. Aðalbjörg og Jóhann fluttu frá Siglufirði til Keflavíkur 1952 og nokkrum árum síðar til Reykjavíkur, þar sem hún bjóð til dánardags.
Maki: Jóhann Þorfinnsson lögregluþjónn og bifreiðastjóri á Siglufirði (1900-1962). Þau eignuðust þrjú börn.

Vilhelm Georg Theodór Bernhöft (1869-1939)

  • S03385
  • Person
  • 05.01.1869-24.06.1939

Vilhelm Georg Theodor Bernhöft, f. í Reykjavíik 05.01.1869, d. 24.06.1939. Foreldrar: Vilhelm Georg Theodor Bernhöft, f. 1828, d. 1871, bakarameistari í Reykjavík, og Johanne Louise Bernhöft, fædd Bertelsen. Vilhelm varð stúdent frá Lærða skólanum 1890 og cand.med. frá Læknaskólanum 1894. Hann fór til Kaupmannahafnar sama ár, dvaldi hjá Carl Thorlaksson tannlækni í tvö ár og kynnti sér almenna tanngerð og tannfyllingar með verklegum æfingum en lauk ekki prófi í tannlækningum. Þegar heim kom til Íslands árið 1896 varð hann tannlæknir í Reykjavík til æviloka. Vilhelm var kennari í tannlækningum við Læknaskólann 1898-1911 og síðan við læknadeild Háskóla Íslands. Vilhelm var í raun fyrsti tannlæknirinn á Íslandi því þótt aðrir hefðu stundað þessa iðn þá var Vilhelm sá fyrsti sem hafði til þess raunverulega kunnáttu.
Maki: Kristín Þorláksdóttir Bernhöft, f. 26.9. 1878, d. 2.12. 1957, húsfreyja og tannsmiður. Þau eignuðust fimm börn.

Vigfús Lárus Friðriksson (1899-1986)

  • S03384
  • Person
  • 19.10.1899-18.05.1986

Vigfús Lárus Friðriksson, f. í Bjarghúsum í Vesturhópi 19.10.1899, d. 18.05.1986. Foreldrar: Friðrik Magnússó bóndi og trésmiður í Bjarghúsum og Ingibjörg Vigfúsdóttir.
Vigfús tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1915. Hann lærði ljósmyndum hjá Guðmundi R. Trjámannssyni á Akureyri 1923-1925 og tók sveinspróf 1927. Hann var við verslunarstörf og fleira á Akureyri 1915-1923. Stofnaði ljósmyndastofu á Akueyri um 1925 en Vigfús Sigurgeirsson keypti stofuna 1926. Vigfús Lárus rak stofu í félagið við Jón Sigurðsson undir nafninu Jón og Vigffús á áriunum 1926-1952.
Maki: Nýbjörg Jakobsdóttir (1906-1994). Þau eignuðust eina dóttur.

Vilhjálmur Guðmundsson (1922-2002)

  • S03383
  • Person
  • 06.01.1922-14.09.2002

Vilhjálmur Guðmundsson, f. á Refsteinsstöðum í Víðidal 06.01.1922, d. 14.09.2002 á Hvammstanga. Foreldrar: Sigurlaug Jakobína Sigurvaldasdóttir og Guðmundur Pétursson. Viðhjálmur hóf búskap á Hraunum í Fljótum 1945 en flutti árið 1967 að Gauksmýri i Vestur-Húnavatnssýslu. Síðustu árin bjó hann á Hvammstanga.
Maki: Jónína Hallgrímsdóttir frá Hrafnabjörgum á Héraði. Þau eignuðust fjögur börn og ólu einnig upp barnabarn sitt, Jónínu Rakel Gísladóttur.

Vilhjálmur Jón Þ. Gíslason (1897-1982)

  • S03383
  • Person
  • 16.09.1897-19.05.1982

Vilhjálmur Þ. Gíslason, f. 16.09.1897, d. 19.05.1982. Foreldrar: Þorsteinn Gíslason ritstjóri og skáld og kona hans Þórunn Pálsdóttir. Vilhjálmur ólst upp í Ryekjavík. Hann varð stúdent 1917, lagði stund á íslensk fræði og tók meistarapróf í norrænum fræðum 1923. Hann stundaði ritstörf, bæði fræðilegs efnis og skáldskap. Einnig starfaði hann við fréttamennsku og var fréttamaður útvarps. Árið 1935 varð hann bókmenntaráðunautur útvarpsins. Árið 1952 var hann skipaður útvarpsstjóri og gegndi því embætti til sjötugs.

Sigurður Kortsson (1825-1902)

  • S03382
  • Person
  • 10.12.1825-14.12.1902

Sigurður Kortsson, f. 10.12.1825, d. 14.12.1902. Móðir: Guðrún Ólafsdóttir (1794-1873). Sjómaður á Litla-Hólmi í Leiru. Var á Fossá, Reynivallarsókn, Kjós. 1845. Var í Móakoti, Útskálasókn, Gullbringusýslu 1901.

Anna Halldórsdóttir (?)

  • S03381
  • Person
  • ?

Anna Halldórsdóttir, óvíst um fæðingar- og dánardag. Foreldrar: Halldór Rögnvaldsson á Brekku í Svarfaðardal og seinni kona hans Sigurbjörg Halldórsdóttir. Anna var hálfsystir sr. Zophoníasar prófasts í Viðvík. Hún flutti ásamt fjölskyldu sinni til Vesturheims árið 1900.

Stefán Jónsson (1870-1911)

  • S03380
  • Person
  • 17.01.1870-27.04.1911

Stefán Jónsson, f. að Holtsmúla á Langholti 1701.1870, d. 27.04.1911. Foreldrar: Jón Stefánsson bóndi á Skinþúfu, Völlum og víðar og kona hans Kristín Sölvadóttir.
Lengst af var Stefán í húsmennsku í Minni-Akragerði en var bóndi þar 1898-1899. Hann flutti til Ameríku með fjölskyldu sinni árið 1900 ásamt föður sínum og tveimur bræðrum. Þar stettist hann að í Þingvallabyggð og var þar í húsmennsku fyrstu þrjú árin. Eftir það tók hann land og gerðist bóndi.
Maki: Annna Halldórsdóttir frá Brekku í Svarfaðardal. Þau eignuðust fimm börn.

Sigurður Óskarsson (1905-1995)

  • S03379
  • Person
  • 06.07.1905-10.08.1995

Sigurður Óskarsson, f. í Hamarsgerði á Fremribyggð 06.07.1905, d. 10.08.1995. Foreldrar: Óskar Þorsteinsson bóndi í Kjartansstaðakoti og kona hans Sigríður Hallgrímsdóttir. Óskar ólst upp hjá foreldrum sínum í Hamarsgerði fram að fermingu. Fór hann síðan í vinnumennsku að Vindheimum og var þar í fimm ár. Þar fór hann á fást við tamningar og hélt þeim áfram fram í háa elli. Þegar hann fór frá Vindheimum fór hann í vinnumennsku og síðar jarðabóktavinnu. Sigurður kvæntist árið 1934 og hóf búskap í Krossanesi en stundaði áfram jarðabótavinnu á sumrum. Sigurður tók virkan þátt í félagsmálum og var einn af stofnendum hestamannafélagsins Stíganda. Hann var formaður félagsins frá stofnun og næstu 20 árin. Einnig var hann einn af stofnendum veiðifélags Húseyjarkvíslar og í stjórn þess í mörg ár.
Kona: Ólöf Ragnheiður Jóhannsdóttir (1908-1991) frá Löngumýri. Þau eignuðust þrjár dætur.

Jón Stefánsson (1894-1964)

  • S03378
  • Person
  • 01.12.1894-03.01.1964

Jón Stefánsson, f. á Steinavöllum í Flókadal 01.12.1894, d. 01.03.1964. Foreldrar: Stefán Sigurður Jónsson bóndi í Nesi og kona hans Guðrún Friðriksdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrsta á Steinavöllum og síðan á Hálsi og í Nesi. Hann byrjaði búskap í Nesi, fyrst á móti föður sínum en frá 1924 bjó hann einn á jörðinni til 1937. Þá fluttist hann að Hvammkoti við Hofsós. Þar stundaði hann alla algenga vinnu til lands og sjávar. Í Fljótum tók hann töluverðan þátt í félagsmálum og var m.a. einn af stofnendum Samvinnufélags Fljótamanna.
Maki: Sigurbjörg Halldóra Jónsdóttir. Þau eignuðust fimm börn en eitt fæddist andvana. Fyrir átti Sigurbjörg eitt barn. Jón eignaðist barn með Rósu Jóakomsdótur, Björn (f. 1925). Einnig ólu þau upp að mestu leyti bróðurson Sigurbjargar.

Jón Sigmundsson (1890-1962)

  • S03377
  • Person
  • 30.06.1890-27.11.1962

Jón Sigmundsson, f. á vestara-Hóli í Flókadal 30.06.1890, d. 27.11.1962 í Kópavogi. Foreldrar: Sigmundur Jónsson bóndi á Vestara-Hóli og fyrri kona hans Anna Helga Jónsdóttir. Jón missti móður sína fimm ára gamall og var þá komið í fóstur til Guðmundar Jónssonar og Ingunnar Guðvarðardóttur á Laugalandi á Bökkum. Með þeim fluttist hann að Skuggabjörgum í Deildardal, þá 10 ára gamall. Hann var í vinnumennsku á Miklabæ og Tumabrekku í Óslandshlíð. Árið 1919 var hann vinnumaður í Tungu í Stíflu og var sonur hans með honum þar. Árið 1921 var hann vinnumaður á Delpum og giftist um haustið sienni konu sinni. Þau hófu sambúð í húsmennsku en hófu svo búskap á Hamri í Stíflu 1922-1924. Voru á Molastöðum 1924-1939, Hraunum 1939-1944, Lambanes-Reykjum 1944-1954 og Illugastöðum 1955-1962.
Maki 1: Margrét Arndís Guðbrandsdóttir (1895-1975). Þa uskildu eftir stutta sambúð. Þau eignuðust einn son.
Maki 2: Sigríður Guðmundsdóttir (1895-1985). Þau eignuðust fimm börn.

Friðrík Guðlaugur Márusson (1910-1997)

  • S03376
  • Person
  • 08.08.1910-02.01.1997

Friðrik Guðlaugur Márusson, f. að Minni-Reykjum í Fljótum 08.08.1910, d. 02.01.1997. Foreldrar: Márus Símonarson (1879-1968) og Sigurbjörg Jónasdóttir (1888-1958).
Verkamaður á Fyrirbarði, Barðssókn, Skag. 1930. Íþróttakennari og verkstjóri á Siglufirði.
Maki: Halldóra Hermannsdóttir frá Ysta-Mói. Þau eignuðust þrjú börn.

Jóhannes Ástvaldsson (1910-1979)

  • S03375
  • Person
  • 28.09.1910-23.05.1979

Jóhannes Ástvaldsson, f. 28.09.1910, d. 23.05.1979. Foreldrar: Guðleif Soffía Halldórsdóttir (1870-1937) og Ástvaldur Jóhannesson (1868-1940)
Nemandi á Hólum, Hólasókn, Skag. 1930. Bóndi á Reykjum í Hjaltadal. Síðast búsettur í Hólahreppi.

Jóninna Margrét Sveinsdóttir (1900-1976)

  • S03374
  • Person
  • 05.01.1900-04.10.1976

Jóninna Margrét Sveinsdóttir, f. á Lóni í Viðvíkursveit 05.01.1900, d. 04.10.1976. Foreldar: sveinn Sveinsson verkamaður á Sauðárkróki og Jóninna Margrét Sigfúsdóttir. Jóninna ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Sigfúsi Dagssýni og Aðalbjörgu Eiríksdóttur. Jóninna lærði ljósmóðurfræði á fullorðinsárum og gegndi því starfi í Rípurhreppsumdæmi t1936-1944 og síðan á Siglufirði 1944-1970.
Maki: Þorkell Jónsson (1893-1980). Þai eignuðust ekki börn samanen fyrir átti Þorkell fjögur börn með fyrri konu sinni, Unu Gunnlaugsdóttur.

Sigurður Konráðsson (1902-1986)

  • S03373
  • Person
  • 02.02.1902-25.09.1986

Sigurður Konráðsson, f. á Dæli í Sæmundarhlíð 02.02.1902, d. 25.09.1986. Foreldrar Konráð Konráðsson bóndi á Skarðsá og barnsmóðir hans Halldóra Sigvaldadóttir. Halldóra móðir Konráðs og móðuramma hans Ingibjörg voru í húsmennsku þegar hann fæddist og fylgi hann þeim á milli bæja næstu árin. Sigurður var í kaupavinnu og vinnkumennsku strax og aldur leyfði og mun lengst hafa verið á Fjalli. Árið 1930 reisti hann bú á þriðjungi jarðarinnar Dúks en vorið 1932 fékk hann hálfa Geirmundarstaði til ábúðar. Árið 1935 fluttist hann að Varmalandi þar sem hann bjó síðan, fyrst sem leiguliði en keypti jörðina árið 1948. Árið 1958 hófu dóttir Sigurðar og Önnu og tengdasonur þeirra sambýli með þeim að Varmalandi en þau bjuggu þar áfram meðan heilsa leyfði.
Maki: Anna Guðrún Stefanía Sveinsdóttir, (1904-1977).
Þau eignuðust þrjú börn.

Lárus Hermannsson (1914-2007)

  • S03372
  • Person
  • 04.03.1914-12.04.2007

Lárus Hermannsson f. á Hofsósi 04.03.1914, d. 12.04.2007 í Reykjavík. Foreldrar: Hermann Jónsson bóndi og hreppstjóri á Ysta-Mói og kona hans Elín Lárusdóttir.
Maki: Aðalheiður Halldórsdóttir. Þau eignuðust einn son.
Maki 2: María Jakobína Sófusdóttir. Þau eignuðust þrjá syni.
Lárus ólst upp á Ysta-Móií Fljótum. Þar gekk hann í barnaskóla í Haganesvík. Hann stundaði nám við Íþróttaskólann á Laugarvatni einn vetur og fír síðan í Samvinnuskólann. Að loknu námi þar fór hann til Ísafjarðar og starfaði hjá kaupfélaginu þar í nokkur ár. Þá starfaði hann hjá KRON og síðan SÍS. Lárus var hagmæltur og eftir hann liggur nokkur kveðskapur. Árið 1998 gaf hann út bókina Frásagnir frá fyrri tíð sem geymir m.a. sagnaþætti og vísur.

Páll Hróar Jónasson (1908-1999)

  • S03371
  • Person
  • 17.05.1908-21.12.1999

Páll Hróar Jónasson, f. í Hróarsdal 17.05.1908, d. 21.12.1999 í Reykjavík. Foreldrar: Jónas Jónsson bóndi í Hróarsdal og þirðja kona hans, Lilja Jónsdóttir. Páll ólst upp hjá foreldrum sínum í Hróarsdal við hefðbundin bústörf. Hann lærði húsasmíði og vann við húsbyggingar víða um Skagafjörð og á Siglufirði.Árin 1930-1932 stundaði hann nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Á árunum 1933-1938 vann hann að hluta til hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga. Páll var bóndi í Hróarsdal 1936-1956 en stundaði smíðar meðfram búskapnum. Árið 1956 flutti fjölskyldan í Utanverðunes. Hann stundaði áfram smíðar meðfram búskapnum og var einnig vitavörður í Hegranesvita.
Páll sat í hreppsnefnd Rípurhrepps 1935-1950 og aftur 1958-1962. Í skattanefnd 1938-1963. Árið 1963 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur en átti áfram lögheimili að Utanverðunesi.
Maki: Þóra Jóhanna Jónsdóttir (1919-1997). Þau eignuðust átta börn en eitt þeirra dó á öðru ári.

Sigmar Þorleifsson (1890-1968)

  • S03370
  • Person
  • 15.10.1890-27.02.1968

Sigmar Þorleifsson, f. á Ljótsstöðum á Höfðaströnd 15.10.1890, d. 27.02.1968 á Sauðárkróki. Foreldrar: Þorleifur Pálsson bóndi á Hrauni í Unadal og kona hans Margrét Ingólfsdóttir. Sigmar ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra þar til hann giftist. Hann bjó í Svínavallakoti 1913-1920, á Þverá í Hrolleifsdal 1920-1928 og á Bjarnastöðum í Unadal 1928-1930. Þegar hann hætti búskap flutti hann með konu sinni í Nöf á Hofsósi. Þar vrou þau til vorsins 1936 og fluttu þá í Bræðraborg, sem synir þeirra höfðu byggt. Eftir að Sigmar varð ekkil fluttist hann til Hjálmars sonar síns á Hofsósi og bjó þar þangað til hann keypti Gilsbakka á Hofósis 1957. Þar bjó hann svo til æviloka.
Maki: Kristjana Sigríður Guðmundsdóttir (1889-1945). Þau eignuðust átta börn.

Þorsteinn Jónsson (1886-1952)

  • S03369
  • Person
  • 29.10.1886-30.10.1952

Þorsteinn Jónsson, f. í Litlu-Brekku á Höfðaströnd 29.10.1886, d. 30.10.1952 á Hofsósi. Foreldrar: Jón Þorsteinsson bóndi í Stóru-Brekku og kona hans Guðrún Kristjánsdóttir. Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum í Stóru-Brekku og dvaldist þar lengst af þangað til hann fluttist í Hofsós. Stundaði hann þá einkum sjómennsku. Árið 1918 hóf hann smábúskap í Hornbrekkur við túnfótinn hjá föður sínum. Hann fluttist´i Nöf á Hofsósi 1924 og bjó þar til vorsins 1936. Þá fluttist fjölskyldan í kjallara skólahússins en hóf að byggja nýtt hús uppi á brekkunni norðan við ána sem kallast Lyngholt. Þar bjó Þorsteinn frá 1936 til æviloka.
Kona: Baldvina Sigríður Sigurjónsdóttir (1892-1975). Þau eignuðust þrjú börn

Sigurlaug Hallgrímsdóttir (1893-1922)

  • S03368
  • Person
  • 22.09.1893-24.06.1922

Sigurlaug Hallgrímsdóttir, f. á Akureyri 22.09.1893, d. 24.06.1922. Foreldrar: Hallgrímur Hannes Sigurðsson stýrimaður á Akureyri og kona hans Guðrún Sigurðardóttir.
Sigurlaug lést af barnsförum. Hún og Brynleifur bjuggu á Akureyri.
Maki: Brynleifur Tobíasson. Þau eignuðust einn son.

Björn Skúlason (1893-1975)

  • S03367
  • Person
  • 07.12.1893-11.06.1975

Tökubarn í Vatnshlíð, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1901. Var í Gunnarshúsi, Sauðárkrókssókn1910. Kom frá Sauðárkróki að Ríp 1911. Bóndi á Söndum á Borgareyju. Veghefilsstjóri. Bílstjóri á Sauðárkróki 1930. Síðast búsettur á Sauðárkróki.
Kona hans var Ingibjörg Jósafatsdóttir.

Páll Árnason (1879-1965)

  • S03366
  • Person
  • 09.07.1879-15.12.1965

Páll Árnason, f. á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 09.07.1879, d. 15.12.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Ísak Árni Ísaksson og kona hans Anna Björnsdóttir. Páll ólst upp í foreldrahúsum að mestu þar til hann fór í Möðruvallaskóla 1900 og varð gagnfræðingur 1902. Fluttist þá vestur í Hjaltadal og vann að jarðræktarstörfum að vorinu en barnafræðslu ða vetrinum, bæði í Hólahreppi, Viðvíkurhreppi og Óslandshlíð. Kvæntist og fluttist að Kvíabekk í Ólafsfirði og bjó þar 1907-1910. Þá fluttist hann að Hofi á Höfðaströnd og bjó þar eitt ár. Brá þá búi og fluttist í Hofsós. Var kennari við barnaskólann þar 1910-1935. Reisti bú í Ártúni 1916 og bjó þar til 1946, að hann fluttist aftur í Hofsós. Páll var hreppsnefndarmaður 1913-1925, þar af oddviti í 6 ár. Sat í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga um skeið og var endurskoðandi reikninga í 25 ár. Hann var skattanefndarmaður, útttektarmaður, kjötmats- og ullarmatsmaður o.fl. í mörg ár.
Maki: Þórey Halldóra Jóhannsdóttir (1875-1957). Þau eignuðust fjögur börn.

Frímann Arnar Ásmundsson (1942-)

  • S03365
  • Person
  • 23.08.1942-

Frímann Arnar Ásmundsson, f. 23.08.1942. Foreldrar: Ásmundur Frímannsson (1919-2008) og Ólöf Sveinbjörg Örnólfsdóttir (1919-2007).

Sveinn Vilhjálmur Pálsson (1903-1992)

  • S03364
  • Person
  • 15.08.903-28.07.1992

Sveinn Vilhjálmur Pálsson, f. á Gili í Fljótum 15.08.1903, d. 28.07.1992. Foreldrar: Páll Arngrímsson bóndi í Hvammi í Fljótum og kona hans Ingveldur Hallgrímsdóttir. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum, lengst af í Hólakoti en síðar í Hvammi. Þegar hann fékk aldur til fór hann til sjós og réri bæði fyrir fisk og hákarl úr Hraunakróki. Átti hann heimili í Hvammi þar til hann stofnaði heimili að Illugastöðum með sambýliskonu sinni. Hann var bóndi á Illugastöðum 1936-1939, á Sléttu 1940-1942 og aftur 1943-1971. Árið 1942-1943 voru þau Kristín í húsmennsku á Bjarnargili. Þá brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrst í Hraunbænum en síðar á Bræðraborgarstíg. Síðustu árin voru þau á Dvalarheimili á Dalbraut í Kópavogi.

Kristín Aðalbjörg Jóna Þorbergsdóttir (1915-1999)

  • S03363
  • Person
  • 09.12.1915-26.10.1999

Kristín Aðalbjörg Jóna Þorbergsdóttir, f. á Helgustöðum í Austur-Fljótum 09.12.1915, d. 26.10.1999. Foreldrar: Þorbergur Arngrímsson bóndi í Hvammi í Fljótum og barnsmóðir hans Sigríður Eiríksdóttir. Kristín ólst upp hjá móður sinni í Helgustöðum fyrstu sjö árin, utan ársins 1922 sem hún var til heimilis hjá föður sínum í Hvammi. Árið 1922 lést móðir hennar og fór Sigríður þá í fóstur til afa síns og ömmu og fermdist frá þeim árið 1930. Árið 1932 var hún ráðskona hjá Pétri Jónssyni bónda á Brúnastöðum sem þá hafði misst konu sína árið áður. Árið 1933 fór hún að Þrasastöðum en 1934 var hún komin í Hvamm og orðin heitkona Sveins. Þau bjuggu á Illugastöðum 1936-1939, á Sléttu 1940-1942 og aftur 1943-1971. Árið 1942-1943 voru þau Sveinn í húsmennsku á Bjarnargili. Þá brugðu þau búi og fluttust til Reykjavíkur. Eftir að suður kom fór Krstín að vinna á Landakotsspítala. Þau bjuggu fyrst í Hraunbænum en síðar á Bræðraborgarstíg. Síðustu árin voru þau á Dvalarheimili á Dalbraut í Kópavogi.
Maki: Sveinn Vilhjálmur Pálsson (1903-1992). Þau eignuðust sex börn.

Ólafur Sigfússon (1880-1972)

  • S03362
  • Person
  • 26.01.1880-21.04.1972

Ólafur Sigfússon, f. í Hringey í Vallhólmi, f. 26.01.1880, d. 21.04.1972 á Sauðárkróki. (Sjálfur taldi hann fæðingarárið vera 1879).
Foreldrar: Sigfús Jónasson bóndi í Hringey og kona hans Margrét Guðmundsdóttir. Þau slitu samvistir þegar Ólafur var barn að aldri og ólst hann upp með móður sinni. Voru þau á ýmsum stöðum þar í sveitinni. Hann fór ungur að vinna fyrir sér. Hóf búskap í Álftagerði 1906 og keypti bústofninn af fráfarandi bónda.
Maki: Arnfríður Ingibjörg Halldórsdóttir (1873-1953). Þau eignuðust fimm börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Einnig átti Ólafur fjögur börn utan hjónabands.
Ólafíu Álfheiði (f. 1907) barnsmóðir Elínborg Ólafsdóttir.
Sesselju (f. 1909), barnsmóðir María Guðbjörg Árnadóttir.
Hjalta Eymann (f. 1918), barnsmóðir Lilja Kristín Gísladóttir.
Eggert (. 1918) barnsmóðir Soffía Sigríður Skúladóttir. Eggert er skráður Skúlason.

Pálína Björnsdóttir (1866-1949)

  • S03361
  • Person
  • 09.08.1866-23.12.1949

Pálína Björnsdóttir, f. 09.08.1866, d. 23.12.1949 á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð. Foreldrar: Björn Pétursson bóndi á Hofstöðum og fyrri kona hans, Margrét Pálsdóttir. Pálína dvaldi í föðurhúsum fram undir tvítugt. Þá fór hún í ljósmæðraskóla á Akureyri. Alla tíð síðan stundaði hún ljóðsmóðurstarf, eða 52 ár. Hún þótti einstaklega dugleg til vinnu og farsæl í ljósmóðurstörfum sínum. Hún og eiginmaður hennar stunduðu búskap í Syðri-Brekkum í Blönduhlíð.
Maki: Jónas Jónsson (1856-1941). Þau eignuðust sex börn.

Þórunn Ólafsdóttir (1933-2017)

  • S03360
  • Person
  • 19.10.1933-31.10.2017

Þórunn Ólafsdóttir, f. á Siglufirði 19.10.1933, d. 31.10.2017. Sem kornabarn var Þórunn ættleidd af hjónunum Ólafi Sigurðssyni óðalsbónda á Hellulandi og Ragnheiði Konráðsdóttur. Ung að árum fór hún í skóla á Laugarvatni en sneri heim að Hellulandi að námi loknu. Þórunn og eiginmaður hennar stunduðu búskap á Hellulandi, fyrst í samstarfi við kjörforeldra hennar en tóku alfarið við búinu 1961. Síðustu árin bjó Þórunn á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki.
Maki: Jón Kristinn Björnsson frá Bæ á Höfðaströnd. Þau eignuðust sex börn.

Gunnar Már Ingólfsson (1944-2001)

  • S03359
  • Person
  • 24.12.1944-11.05.2001

Gunnar Már Ingólfsson, f. á Sauðárkróki 24.12.1944, d. 11.05.2001. Foreldar: Unnur Hallgrímsdóttir og Ingólfur Nikódemusson.
Maki 1: Anna Sigurbjörg Leópoldsdóttir. Þau eignuðust tvær dætur. Fyrir átti Anna einn sön. Gunnar og Anna skildu.
Maki 2: Hólmfríður Ragnarsdóttir (f. 1950). Hún á þrjú börn.
Gunnar ólst upp á Sauðárkróki og lauk hefðbundinni skólagöngu þar. Á unglingsárum vann hann ýmis störf til sjávar og sveita. Hann réðist snemma til starfa hjá mjólkursamlagi KS. Hann fór til Noregs 1964 og stundaði þar nám í mjólkurfræði. Að námi loknu, árið 1968, settist hann að á Sauðárkróki og vann þar til 1978. Þá flutti hann á Selfoss og vann hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Frá Selfossi flutti hann til Reykjavíkur og starfaði hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Hann starfaði við sjómennsku um tíma, og vann þá m.a. hjá Hafskip. Einnig vann hann hjá Útgerðarfélagi Skagfirðinga. Árið 1987 flutti hann aftur í Skagafjörrð og vann hjá mjólkursamlagi KS til dánardags. Hann tók þátt í starfi Leikfélags Sauðárkróks, UMF Tindastóls og Kiwanisklúbbsins Drangeyjar. Einnig söng hann í kórum og var m.a. í Karlakórnum Heimi.

Daniel Johannes Glad (1927-2015)

  • S03358
  • Person
  • 30.07.1927-26.05.2015

Daniel Johannes Glad, f. 30.07.1927, d. 26.05.2015. Foreldrar: Edvin og Evi Glad. Daniel ólst upp í Solberg í Finnlandi og nam í verslunarskóla í Helsinki. Þaðan fór hann í herþjónustu, þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Daniel fór í biblíuskóla í Svíþjóð 1950-1952. Hann flutti til Íslands 1952 og stundaði trúboð innan Hvítasunnuhreyfingarinnar. Daniel og Marianne bjuggu á Sauðárkróki þar sem þau sáu um Hvítasunnukirkjuna. Eftir mörg ár þar fluttu þau aftur til Finnlands og voru þar í tæp tvö ár. Snéru þá aftur til Íslands og fluttu í Stykkishólm þar sem Daniel tók við Hvítasunnukirkjunni. Árið 1970 fluttu þau til Reykjavíkur. Samhliða kirkjustarfi þar ferðaðist Daniel um landið sem trúboði.
Maki: Marianne Glad (f. 1932) þau eignuðust fjögur börn.

Matthías Eggertsson (1865-19559

  • S03356
  • Person
  • 15.06.1865-09.10.1955

Matthías Eggertsson f. í Melanesi á Rauðasandi, V-Barð 15.06.1865, d. 09.10.1955. Foreldrar hans:Eggert Jochumsson, síðar barnakennari og sýsluskrifari á Ísafirði og fyrri kona hans, Guðbjörg Ólafsdóttir, húsfreyja í Haga á Barðaströnd og Melanesi.
Matthías varð stúdent frá Lærða skólanum 1883 og cand. theol. frá Prestaskólanum 1888. Hann var barnakennari og sýsluskrifari á Ísafirði 1883-86 og var prestur á Helgastöðum í Reykjadal, S-Þing., 1888-1895 og prestur á Miðgörðum í Grímsey 1895-1937. Eftir að hann fékk lausn frá embætti dvaldist hann í Reykjavík til dánardags.
Matthías var barnaskólastjóri í Grímsey í tíu ár alls, bréfhirðingarmaður í 28 ár og bókavörður í 37 ár. Hann hafði veðurathuganir á hendi í 40 ár og var loftskeytastöðvarstjóri í átta ár. Hann fékkst við ættfræðirannsóknir og eftir hann liggur Ættartölubók í handriti, alls 14 bindi. Matthías var oddviti hreppsnefndar í Grímsey í 25 ár og formaður skólanefndar í 20 ár og var sýslunefndarmaður í Eyjafjarðarsýslu í 30 ár.
Maki: Mundína Guðný Guðmundsdóttir, f. 29.4. 1869, d. 29.4. 1956, húsfreyja. Matthías og Guðný eignuðust 14 börn.

Kristinn Júlíus Jóhannesson (1876-)

  • S03355
  • Person
  • 05.07.1876-?

Kristinn Júlíus Jóhannesson, f. 05.07.1876, dánardagur óþekktur.
Móðir: Guðbjörg Jónsdóttir, (1840-1915).
Skráður lausamaður á Vatnsenda við Höfðavatn 1901.
Var lengi vinnumaður hjá Vilhelm Erlendssyni á Hofsósi

Jón Hallur Jóhannsson (1940-2020)

  • S03354
  • Person
  • 01.12.1940-18.05.2020

Jón Hallur Jóhannsson, f. 01.12.1940, d. 18.05.2020. Foreldrar: Jóhann Salberg sýslumaður og kona hans, Sesselja Helga Jónsdóttir.

Bryndís Jónsdóttir (1925-2021)

  • S03352
  • Person
  • 07.09.1925-26.12.2020

Bryndís Jónsdóttir, f. í Skagen í Danmörku 07.09.1925, d. 26.12.2020. Foreldrar: Jón Stefánsson listmálari og Sigríður Zoega ljósmyndari.

Jón H. Ísleifsson (1880-1954)

  • S03351
  • Person
  • 29.08.1880-31.05.1954

Jón Hallsson Ísleifsson, f. að Hvammi í Laxárdal 29.08.1880, d. 31.05.1954. Foreldrar: Ísleifur Einarsson (1833-1895) og Seeselja Jónsdóttir. Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík árið 1900. Hóf þá verkfræðinám, fyrst í Kaupamannahöfn en síðan við verkfræðiskólann í Þrándheimi og lauk prófi þaðan árið 1911. Að prófi loknu tók hann að sér ýmis verkfræðistörf.
Maki: Jóhanna Pálmadóttir. Þau eignuðust tvær dætur.

Gunnlaugur Pálmi Steindórsson (1925-2013)

  • S03350
  • Person
  • 22.10.1925-21.06.2013

Gunnlaugur Pálmi Steindórsson, f. 22.10.1925, d. 21.06.2013. Foreldar: Sigríður Bryndís Pálmadóttir og Steindór Gunnlaugsson lögfræðingur.
Maki: Guðrún Halldórsdóttir verslunarkona og húsmóðir (1928-2013). Þau eignuðust einn son.
Gunnlagur lauk prófi í járnsmíði frá Iðnskólanum 1946 og prófi frá Vélskóla Íslands 1950. Hann var vélstjóri á togurum og farskipum á árunum 1947-1953 og síðan vélstjóri við Írafossvirkjun. Árið 1954 stofnaði hann vélsmiðjuna Dynjanda ásamt öðrum.

Halldór Kristján Kolbeins Eyjólfsson (1893-1965)

  • S03349
  • Person
  • 16.02.1893-29.11.1964

Halldór Kristján Kolbeins Eyjólfsson, f. 16.02.1893, d. 29.11.1964.
Prestur í Flatey á Breiðafirði, á Stað í Súgandafirði, Vestmannaeyjum og víðar.

Jónas Kristjánsson (1940-2018)

  • S03348
  • Person
  • 05.02.1940-29.06.2018

Jónas Kristjánsson, f. 05.02.1940, d. 29.06.2018. Foreldrar: Kristján Jónsson (1914-1947) og Anna Pétursdóttir (1914-1976).
Maki: Kristín Halldórsdóttir ritsjóri og alþingiskona. Þau eignuðust fjögur börn.
Jónas var blaðamaður og fréttastjóri á Tímanum 1961-1964. Fréttastjóri Vísis 1964-1966. Ritstjóri Vísis 1966-1975. Einn stofnendar og ritstjóri Dagblaðsins 1975-1981. Ritstjóri DV 1981-2001. Ritstjóri Fréttablaðsins 2002. útgáfustjóri Eiðfaxa 2003-2005.

Hans Kristjánsson (1891-1952)

  • S03347
  • Person
  • 22.05.1891-01.08.1952

Hans Kristjánsson, f. 22.05.1891-01.08.1952. Foreldrar: Sigríður Híramína Jóhannesdóttir (1879-1946) og Kristján Albert Kristjánsson útvegsbóndi og kaupmaður á Suðureyri.
Hans ólst upp á Suðureyri og hóf sjósókn 12 ára gamall. 18 ára gerðist hann formaður á vélbát föður síns. Hann var stofnandi Sjóklæðagerðar Íslands.
Maki 2: María Helga Guðmundsdóttir (d. 1937). Þau eignuðust átta börn.
Maki 2: Ólafía Á Einarsdóttir.

Þórður Kristjánsson (1915-1991)

  • S03346
  • Person
  • 12.11.1915-14.07.1991

Þórður Kristjánsson, f. 12.11.1915, d. 14.07.1991.
Foreldrar: Sigríður Híramína Jóhannesdóttir (1879-1946) og Kristján Albert Kristjánsson útvegsbóndi og kaupmaður á Suðureyri.
Þórður ólst upp á Suðureyri hjá foreldrum sinum, fjórði í röð níu systkina. Hann tók kennarapróf frá kennaraskólanum 1946 og gerðist kennari á Helllissandi. Árið 1949 fór hann til framhaldsnáms í Kaupmannahafnarháskóla. Fór einnig til námsdvalar í Noregi. Eftir það gerðist hann kennari við Laugarnesskólann. 1960-1961 fór hann til námsdvalar í Bretlandi. Hann starfaði á fræðsluskrifstofu Reykjavíkur frá 1957 og var ma. námstjóri í kritnum fræðum.
Maki: Ásdísi Vilhelmsdóttir. Þau eignuðust eina dóttur.

Sigrún Jónsdóttir (1916-1977)

  • S03345
  • Person
  • 02.01.1916-15.10.1977

Sigrún Jónsdóttir, f. 02.01.1916, d. 15.10.1977. Foreldrar: Jóhanna Lovísa Pálmadóttir og Jón H. Ísleifsson. Skrifstofumaður í Reykjavík.

Sesselja Helga Jónsdóttir (1916-2006)

  • S03344
  • Person
  • 07.08.1916-30.11.2006

Sesselja Helga Jónsdóttir, f. 07.08.1916, d. 30.11.2006.
Foreldrar: Jóhanna Lovísa Pálmadóttir og Jón H. Ísleifsdóttir.
Maki: Jóhann Salberg sýslumaður.

Jóhanna Lovísa Pálmadóttir (1893-1980)

  • S03343
  • Person
  • 04.11.1893-03.12.1980

Jóhanna Lovísa Pálmadóttir, f. 04.11.1893, d. 03.12.1980. Foreldrar: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955) og kona hans
Húsfreyja í Reykjavík.
Maki: Jón ísleifsson verkfræðingur.

Laufey Þorvarðardóttir Kolbeins (1913-1994)

  • S03342
  • Person
  • 20.01.1913-12.09.1994

Laufey Þorvarðardóttir Kolbeins f. á Stað í Súgandafirði 20.01.1913, d. 12.09.1994. Foreldrar: séera Þorvarður Brynjólfsson prestur á Stað í Súgandafirði og Anna Stefánsdóttir. Laufey ólst upp á stað til fimmtán ára aldurs en fór þá til Vopnafjarðar og var þar tæpt ár hjá móðurbróður sínum, Halldóri Stefánssyni. Hún flutti til Reykjavíkur 1929 og var í Ingimarsskólanum en jafnframt í vist hjá Tryggva Þórhallssyni forsætisráðherra og síðar dr. Gunnlaugi Claessen. Laufey var síðar við heimilisstörf hjá Ragnhildi systur sinni á Suðureyri, var síðan í námi í Kvennaskólanum í Reykjavík og Folkehöjskole í Tinglev í Danmörku 1934-1937. Hún vann hjá Gjaldeyrisnefndinni 1937-1942.
Maki: Páll Kolbeins. Þau eignuðust þrjú börn.

Jón Gunnlaugsson (1915-1984)

  • S03341
  • Person
  • 15.11.1915-12.04.1984

Jón Gunnlaugsson, f. á Ytri-Kotum í Norðurárdal 15.11.1915, d. 12.04.1984 á Akranesi. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Bakka í Vallhólmi og kona hans Friðbjörg Halldórsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á Ytri-Kotum til níu ára aldurs, síðan eitt ár á Uppsölum og annað á Sólheimagerði. Á Grófargili í tvö ár, Ípishóli í fimm ár og var síðan búsettur á Bakka frá 1933 og bóndi þar á hluta af jörðinni 1938-1941. Haustið 1933 fór hann í Bóndaskólann á Hólum og var þar til vors 1934. Kom aftur seinni hluta vetrar 1935 en var þá við smíðanám. Árið 1936 kvæntist hann fyrri konu sinni. Það ár keypti hann vörubifreið og fór að stunda margskonar flutninga. Vorið 1941 fór fjölskyldan að Víðimýri og var þar í eitt ár. Þau Soffía skildu og Jón fór til Siglufjarðar 1942, með seinni konu sinni. Þar vann hann við bifreiðaakstur en stundaði jafnframt ökukennslu. Einnig lærði hann að gera tundurdufl óvirk og fékkst við það. Árið 1952 fluttist Jón til Akraness og stundaði þar bifreiðaakstur. Jón hafði góða söngrödd og söng með Karlakórnum Vísi á Siglufirði og Karlakórnum Svönum á Akranesi.
Maki 1: Soffía Jónsdóttir (1910-2006). Þau eignuðust tvö syni.
Maki 2: María Nálsdóttir (1917-2003). Þau eignuðust einn son.

Results 341 to 425 of 6399