Álftagerði

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Álftagerði

Equivalent terms

Álftagerði

Associated terms

Álftagerði

4 Authority record results for Álftagerði

4 results directly related Exclude narrower terms

Efemía Halldórsdóttir (1869-1929)

  • S02504
  • Person
  • 4. sept. 1869 - 21. mars 1929

Dóttir Halldórs Einarssonar b. í Álftagerði, Íbishóli, Grófargili o.v. og k.h. Sigríðar Jónasdóttur. Efemía kvæntist Sigurjóni Gíslasyni, þau bjuggu á Syðstu-Grund og eignuðust einn son saman sem lést eins árs gamall. Fyrir hafði Efemía eignast einn son. Einnig ólu þau upp systurson Efemíu frá þriggja ára aldri.

Haraldur Jóhannesson (1903-1994)

  • S03462
  • Person
  • 21.12.1903-11.06.1994

Haraldur Jóhannesson, f. á Bakka í Viðvíkursveit 21.12.1903, d. 11.06.1994 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhannes Bjarnason bóndi í Grundarkoti og kona hans Björg Sigfúsdóttir. Haraldur ólst upp hjá foreldrum sínum fram undir fermingu. Snemma fór hann að vinna fyrir sér og fyrir fermingu gerðist hann léttadrengur á Vagla. Fimmtán ára var hann í Álftagerði og fór þaðan í Frostastaði sem vinnumaður þar til hann gifti sig 22 ára. Þá fóru þau hjónin í húsmennsku í Sólheima og voru næstu tvö árin en fluttu til baka í Frostaðastaði. Árið 1928 voru þau vinnuhjú en árið 1929 fengu þau hálfa jörðina til ábúðar. Þau bjuggu á Frostastöðum til 1943, frá 1943-1957 á Unastöðum í Kolbeinsdal og á Bakka frá 1957-1987. Eftir að asmi fór að hrjá Harald lét hann að mestu af hefðbundnum búskap en fékkst við silungsveiðar og æðarvarp auk þess að vera með nokkrar kindur. Haraldur var hagmæltur og fékkst nokkuð við vísnagerð.
Maki: Anna Margrét Bergsdóttir (1897-1991). Þau eignuðust fimm börn.

Ólafur Sigfússon (1880-1972)

  • S03362
  • Person
  • 26.01.1880-21.04.1972

Ólafur Sigfússon, f. í Hringey í Vallhólmi, f. 26.01.1880, d. 21.04.1972 á Sauðárkróki. (Sjálfur taldi hann fæðingarárið vera 1879).
Foreldrar: Sigfús Jónasson bóndi í Hringey og kona hans Margrét Guðmundsdóttir. Þau slitu samvistir þegar Ólafur var barn að aldri og ólst hann upp með móður sinni. Voru þau á ýmsum stöðum þar í sveitinni. Hann fór ungur að vinna fyrir sér. Hóf búskap í Álftagerði 1906 og keypti bústofninn af fráfarandi bónda.
Maki: Arnfríður Ingibjörg Halldórsdóttir (1873-1953). Þau eignuðust fimm börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Einnig átti Ólafur fjögur börn utan hjónabands.
Ólafíu Álfheiði (f. 1907) barnsmóðir Elínborg Ólafsdóttir.
Sesselju (f. 1909), barnsmóðir María Guðbjörg Árnadóttir.
Hjalta Eymann (f. 1918), barnsmóðir Lilja Kristín Gísladóttir.
Eggert (. 1918) barnsmóðir Soffía Sigríður Skúladóttir. Eggert er skráður Skúlason.

Salóme Sigrún Halldórsdóttir (1867-1948)

  • S01937
  • Person
  • 12. feb. 1867 - 24. jan. 1948

Dóttir Halldórs Einarssonar b. í Álftagerði, Grófargili, Dúki, Íbishóli o.v. og k.h. Sigríðar Jónasdóttur. Leigjandi í Geldingaholti 1901, á Minni-Ökrum hjá syni sínum 1930, síðar húsfreyja á Bakka í Vallhólmi. Salóme kvæntist ekki en eignaðist son.