Bakkasel í Öxnadal

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Bakkasel í Öxnadal

Equivalent terms

Bakkasel í Öxnadal

Associated terms

Bakkasel í Öxnadal

4 Authority record results for Bakkasel í Öxnadal

4 results directly related Exclude narrower terms

Eðvarð Ingólfsson (1921-1979)

  • S01826
  • Person
  • 22. mars 1921 - 20. nóv. 1979

Dóttir Jónínu Guðrúnar Einarsdóttur og Ingólfs Daníelssonar b. á Steinsstöðum og víðar. Rafsuðumaður, lengst í Stálvík í Garðabæ og búsettur syðra, síðast veiðivörður í Skagafirði, þá til heimilis hjá Friðriki bróður sínum í Laugarhvammi. Ókvæntur.

Halldór Gottskálk Jóhannsson (1871-1942)

  • S03037
  • Person
  • 25. nóv. 1871 - 9. júní 1942

Fæddur að Rein í Hegranesi. Foreldrar: Jóhann Þorvaldsson, bóndi að Rein og víðar og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Finnstungu. Þau slitu samvistir þegar hann var ársgamall.
Halldór var um árabil vinnumaður hjá Agli bónda á Merkigili. Hann var bóndi á hluta Gilsbakka 1896-1897, Egilsá 1899-1901, Löngumýri 1901-1904, Vöglum 1904-1912 (eignaðist þá jörð), Vaglagerði 1912-1920. Þaðan fluttist hann að Bakkaseli í Öxnadal og bjó þar í 6 ár. Þar stunduðu þau hjónin m.a. greiðasölu. Þá hættu þau hjónin búskap og dvöldust eftir það á Akureyri í skjóli barna sinna til æviloka. Maki: Jónína Jónsdóttir (1880-1958) frá Króksstöðum. Þau eignðust níu börn. Fyrir hafði Halldór eignast son með Björgu Steinsdóttir, þá vinnukonu á Stóru-Seylu.

Helga Hinriksdóttir (1923-2011)

  • S02537
  • Person
  • 9. sept. 1923 - 19. ágúst 2011

Helga var fædd í Úlfstaðakoti í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Jóhanna Hallgrímsdóttir og Hinrik Sigurður Kristjánsson. Fjölskyldan flutti í Bakkasel um vorið 1927, en um haustið missti Helga föður sinn. Móðir Helgu flutti þaðan vorið eftir og fór þá sem ráðskona í Silfrastaði í Blönduhlíð. Helga fylgdi móður sinni og ólst upp hjá henni. Vorið sem Helga fermdist voru þær mæðgur á Víðivöllum en þar voru þær í eitt ár en fóru svo aftur í Silfrastaði. Eftir 15 ára aldur fór hún að vinna fyrir sér og upp úr 1940 flutti hún til Reykjavíkur. Í Reykjavík vann hún fyrst á Langholtsbúinu en þar var Gígja systir hennar líka. Eitt ár starfaði hún á Reykjalundi, einnig vann hún á saumastofum. Í Langholti kynntist hún Sveini verðandi eiginmanni sínum. 1949 fluttust þau hjónin norður í Skagafjörð og settust að á Hafragili í Laxárdal þar sem þau bjuggu til 1968 er þau fluttu til Sauðárkróks. Fyrsta sumarið á Króknum vann hún á Hótel Mælifelli en fór svo að vinna í fiski. Lengst af starfaði Helga þó í þvottahúsi Sjúkrahúss Skagfirðinga eða þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Síðustu æviár Sveins bjuggu þau í Grenihlíð 9, Sauðárkróki og bjó Helga þar síðan ein til ársins 2007 er hún flutti á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki.Hún flutti til Reykjavíkur um 1940, en þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Sveini Bjarnasyni. Árið 1949 fluttu þau til Skagafjarðar og bjuggu á Hafragili í Laxárdal, en fluttu á Sauðárkrók 1968. Helga og Sveinn eignuðust fimm börn.

Ingunn Björnsdóttir (1922-2004)

  • S01823
  • Person
  • 18. júlí 1922 - 29. nóv. 2004

Ingunn Björnsdóttir fæddist á Stóru-Ökrum 18. júlí 1922. Foreldrar hennar voru Sigríður Gunnarsdóttir húsfreyja á Stóru-Ökrum og Björn Sigurðsson bóndi og símstöðvarstjóri þar. ,,Maður Ingunnar var Geir Axelsson, þau bjuggu fyrstu árin í Bakkaseli en Björn faðir Ingunnar rak þar greiðasölu. Fluttu þau síðan að Hrólfsstöðum þar sem þau bjuggu í 8 ár, eða þar til þau eignuðust jarðirnar Litladal og Brekkukot en þar bjuggu þau þar til þau fluttu á Sauðárkrók árið 1982.." Ingunn og Geir eignuðust sjö börn.