Brúnastaðir í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Brúnastaðir í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði

Equivalent terms

Brúnastaðir í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði

Associated terms

Brúnastaðir í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði

5 Authority record results for Brúnastaðir í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði

5 results directly related Exclude narrower terms

Ingigerður Magnúsdóttir (1888-1971)

  • S01192
  • Person
  • 20. júní 1888 - 7. júlí 1971

Dóttir Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar í Gilhaga. Ingigerður ólst upp í Gilhaga, stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi 1908-1909 og á húsmæðraskóla Hólmfríðar Árnadóttur í Reykjavík 1909-1910. Kvæntist Jóhannesi Blöndal Kristjánssyni, þau bjuggu á Brúnastöðum í Tungusveit 1921-1945 og að Reykjum í Tungusveit 1945-1970, þau eignuðust fjögur börn.

Jóhann Pétur Pétursson (1833-1926)

  • S02757
  • Person
  • 11. okt. 1833 - 6. feb. 1926

Foreldrar: Pétur Arngrímsson bóndi á Geirmundarstöðum og kona hans Björg Árnadóttir. Jóhann var yngstur 12 systkina sem upp komust. Hann missti báða foreldra sína 5 ára gamall. Fór hann þá til vandalausra og fór snemma að vinna fyrir sér. Hann naut engrar menntunar utan þeirra sem krafist var til fermingar. Rúmlega tvítugur varð hann fyrirvinna hjá ekkjunni Jórunni Sveinsdóttur sem bjó í Árnesi í Lýtingsstaðahreppi. Skömmu síðar giftist hann dóttur hennar og hóf búskap þar 1861 og bjó þar næstu fimm árin. Bóndi á Brúnastöðum frá 1866 til 1925. Á eignajörð sinni, Reykjum, lét hann byggja kirkju árið 1897. Jóhann var hreppstjóri Lýtingsstaðahrepps í rúm 50 ár, sýslunefndarmaður í 6 ár og sáttanefndarmaður frá 1874. Árið 1903 gaf hann 1000 kr til að stofnaður yrði sjóður fyrir munaðarlaus börn í hreppnum. Hann var sæmdur heiðursmerki Dannebrogsmanna 1899 fyrir framkvæmdi í búnaði og farsæla stjórn sveitarmála.
Maki 1: Sólveig Jónasdóttir (05.03.1831-17.11.1863) frá Árnesi. Þau hjón eignuðust þrjú börn sem dóu öll í æsku.
Maki 2: Elín Guðmundsdóttir (11.02.1838-28.12.1926) frá Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Þau eignuðust ekki börn en ólu upp fósturbörn, m.a Jóhannes Kristjánsson frá Hafgrímsstöðum.

Jóhannes Blöndal Kristjánsson (1892-1970)

  • S02702
  • Person
  • 7. okt. 1892 - 13. ágúst 1970

Foreldrar: Kristján Kristjánsson bóndi á Hafgrímsstöðum og Elín Arnljótsdóttir ráðskona hans. Fór í fóstur að Brúnastöðum í sömu sveit til Jóhanns P. Péturssonar og Elínar Guðmundsdóttur afasystur sinnar og ólst þar upp. Maki: Ingigerður Magnúsdóttir frá Gilhaga. Þau hófu búskap á Brúnastöðum 1921 og bjuggu þar til 1945 er þau fluttust að Reykjum í Tungusveit og bjuggu þar síðan. Þau eignuðust fjögur börn. Jóhannes var skipaður hreppstjóri árið 1939 og gegndi því embætti til 1958. Átti lengi sæti í hreppsnefnd og skattanefnd og var sýslunefndarmaður 1942-1950. Formaður Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps um langt skeið og sinnti ýmsum öðrum trúnaðarstörfum.

Sigurlaug Guðmundsdóttir (1911-2003)

  • S01512
  • Person
  • 02.06.1911 - 31.07.2003

Sigurlaug Guðmundsdóttir fæddist að Ytrafelli á Fellsströnd í Dalasýslu 2. júní 1911. Foreldrar hennar voru Sigríður Helga Gísladóttir og Guðmundur Ari Gíslason. Sigurlaug ólst upp hjá foreldrum sínum en þau bjuggu á einum sex bæjum í Snæfellsnes- og Dalasýslum. Hún flutti með þeim til Skagafjarðar 11 ára gömul. Um tvítugt fór hún til Reykjavíkur og starfaði þar á ýmsum stöðum. Hún sótti námskeið í fatasaumi, orgelleik, útsaumi og listmálun. Hún og maður hennar, Sigurður Stefánsson frá Brennigerði, hófu búskap á Brenniborg 1936. Þau hættu honum árið 1942 og fluttu til Reykjavíkur. Þau dvöldu þar í fimm ár en fluttu síðan aftur í Skagafjörðinn, að Brúnastöðum. Síðustu starfsárin vann hún í eldhúsi á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og síðasta áratuginn dvaldi hún að mestu á dvalarheimilinu þar. Sigurlaug og Sigurður eignuðust tvo syni.

Vinagjöf - sjóður, Lýtingsstaðarhreppi

  • S03677
  • Family
  • 1903 - 1942

Eins og segir í bók: Við undirrituð ekta hjón, Jóhann P.Pétursson hreppstjóri og damibrogsmaður, og Elín Guðmundsdóttir á Brúnatöðum og við hjónin Björn Þorkelsson og Guðlaug Gunnlaugsdóttir á Sveinstöðum, gjörum hér með kunnugt að við hvor um sig gefur 1000-eitt þúsund krónur til stofnunnar sjóðs ern verja skal til uppeldis munaðarlausum börnum í Lýtingsstaðarhreppi og gilda um sjóð þennan reglur. Í lögunum segir meðal annars í 2.gr. Höfuðstóll sjóðsins skal leggjast í Sparísjóðinn á Sauða´rkróki og skal hann standa það á vöxtum um aldur og æfi, sem föst innistæða en aldrei má skerða en vöxtum sjóðsins skal árlega varið til uppfósturs börnum er misst hafa foreldra sina og sveit eiga í Lýtingsstaðarhreppi. Undirritað er og þinglýst á manntalsþingi að Lýtinssstöðum 27.maí. 1903. Eggert Briem.
Ekki kemur fram í gögnum þessum um framtíð sjóðsins.