Fagranes

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Fagranes

Equivalent terms

Fagranes

Associated terms

Fagranes

11 Authority record results for Fagranes

11 results directly related Exclude narrower terms

Árni Björnsson (1863-1932)

  • S00812
  • Person
  • 1. ágúst 1863 - 26. mars 1932

Fæddur og uppalinn á Höfnum á Skagaströnd. Stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1885, cand. theol. frá Prestaskólanum í Reykjavík 1887 og vígðist Reynistaðarklaustursprestakalls það sama ár. Gegndi hann því prestakalli um 26 ára skeið. Hann hóf búskap á prestssetrinu Fagranesi árið 1889 og nytjaði það að meira eða minna leyti flest prestskaparár sín, en flutti til Sauðárkróks árið 1894, enda hafði prestsetrið verið flutt þangað með lögum frá 1891og kirkja reist þar 1892. Hann var prófastur Skagfirðinga 1908-1913, sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu fyrir Sauðárkrók 1906-1913. Tók einnig mikinn þátt í starfi Góðtemplarareglunnar. Sumarið 1913 fékk hann Garða á Álftanesi, þar þjónaði hann í 19 ár. Var einnig prófastur Kjalarnessprófastsdæmis frá 1916 til dauðadags og sýslunefndarmaður í Gullbringusýslu. Bjó síðustu þrjú árin í Hafnarfirði.
Maki: Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri í Aðaldal, þau eignuðust 12 börn.

Ásgrímur Jónas Brynjólfur Helgason (1933-2010)

  • S01645
  • Person
  • 12. mars 1933 - 14. okt. 2010

Sonur Maríu Guðmundsdóttur og Helga Ísfjörð Gunnarssonar á Fagranesi. Verkamaður á Sauðárkróki. Kvæntist Ragnhildi Guðrúnu Lúðvíksdóttur frá Sauðárkróki.

Benedikt Sölvason (1848-1913)

  • S02731
  • Person
  • 15. okt. 1848 - 22. júní 1913

Foreldrar: Sölvi Guðmundsson, f. 1806 og María Þorsteinsdóttir, f. 1808. Benedikt missti móður sína í bernsku og faðir hans brá þá búi. Eftir það var hann aðallega hjá Guðmundi elsta bróður sínum sem var bóndi á Skarðsá og víðar. Bóndi á Fagranesi 1878-1883, Ingveldarstöðum 1884-1913. Sat lengi í hrepppsnefnd Sauðárhrepps hins forna og óslitið í hreppsnefnd Skarðshrepps til æviloka, eftir að Sauðárhreppi var skipt. Oddviti Sauðárhrepps 1880-1883, 1886-1889 og 1895-1907. Oddviti Skarðshrepps 1907-1913.
Maki: Málfríður Jónsdóttir frá Dæli í Sæmundarhlíð, f. 13.02.1853. Þau eignuðust einn son.

Birna Jónsdóttir (1905-2008)

  • S02570
  • Person
  • 18. nóv. 1905 - 28. júlí 2008

Birna fæddist á Grófárgili í Seyluhreppi í Skagafirði og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Brynjólfsdóttir húsfreyja og Jón Benediktsson bóndi. Birna missti föður sinn átján ára gömul. Skólaganga Birnu var ekki löng, en hún var um tíma í farskóla og einn vetur í unglingaskóla á Sauðárkróki. Eiginmaður Birnu var Eiríkur Sigmundsson, þau eignuðust fimm börn. Birna og Eiríkur bjuggu á Grófargili árabilið 1928 til 1934, en fluttu þá að Reykjum á Reykjaströnd og bjuggu þar til 1939, er þau fluttu að Hólakoti og voru þar í fjögur ár. Um vorið 1943 fluttu þau svo að Fagranesi. Birna var síðast búsett á Sauðárkróki.

Eiríkur Gíslason (1872-1952)

  • S03470
  • Person
  • 02.12.1872-20.08.1952

Eiríkur Gíslason, f. á Höskuldsstöðum 02.12.1872, d. 20.08.1952 á Tyrfingsstöðum. Foreldrar: Gísli Þorláksson og María Jónsdóttir. Fyrstu æviár sín var Eiríkur á hrakningi í Blönduhlíð, en lenti í Sólheimum á barnsaldri og var þar að mestu til tvítugs. Hirti um árabil suaði Helga ríka í Fjallhúsum. Hann var í vinnumennsku á ýmsum stöðum á Kjálka og Austurdal. Auk þess eitt ár í Fagranesi á Reykjaströnd. Þangað fluttist hann með Friðfinni Kristjánssyni frá Ábæ. Fluttist hann svo aftur fram til dala. Um 1910 gerðist hann húsmaður á Merkigili og fékk eyðibýlið Miðhús til afnota. Þar var hann með sauðfjárbú og hesta. Árið 1927 fluttist hann að Tyrfingsstöðum til sonar síns og var þar til æviloka í húsmennsku.
Einar giftist ekki en átti barn með Ólöfu Jónsdóttur frá Hóli í Siglufirði.
Ráðskona Eiríks um skeið var Inga Guðrún Guðmundsdóttir.

Gunnar Guðjón Helgason (1929-2007)

  • S01354
  • Person
  • 21. september 1929 - 7. janúar 2007

Gunnar Guðjón Helgason fæddist á Fagranesi á Reykjaströnd 21. september 1929. Foreldrar hans voru Guðbjörg María Guðmundsdóttir og Helgi Ísfjörð Gunnarsson. ,,Gunnar lærði bakaraiðn og vann í Sauðárkróksbakaríi um skeið, vann svo á Bifreiðaverkstæðinu Áka, Keflavíkurflugvelli, Hitaveitu Sauðárkróks og endaði svo starfsferilinn hjá Kaupfélagi Skagfirðinga en þar starfaði hann í 22 ár. Gunnar starfaði einnig mikið að félagsmálum, var m.a. formaður ungra sjálfstæðismanna í Skagafirði, formaður Stangaveiðifélags Sauðárkróks, formaður U.M.F. Tindastóls og formaður Slysavarnadeildarinnar." 17. júní 1956 kvæntist Gunnar Sigurlaugu Jónsdóttur, þau eignuðust sex börn, fyrir átti Sigurlaug einn son.

Hallgrímur Thorlacius (1864-1944)

  • S01256
  • Person
  • 18. júlí 1864 - 31. okt. 1944

Foreldrar: Magnús Hallgrímsson prestur á Fagranesi, síðar prófastur á Reynistað og k.h. Guðrún Jónasdóttir. Hallgrímur ólst upp hjá foreldrum sínum á Fagranesi og Hafsteinsstöðum. Stúdent frá Reykjavík 1886, cand. theol. frá Prestaskólanum 1888. Veitt Rípurprestakall 1888 og vígður sama ár. Veitt Glaumbæjarprestakall 1894, fékk lausn frá embætti 1935. Bóndi á Ríp 1889-1894 og í Glaumbæ 1895-1935. Eftir að hann lét af embætti dvaldi hann lengst af á Marbæli og síðast í Hátúni. Kvæntist Sigríði Þorsteinsdóttur árið 1895 og eignaðist með henni tvær dætur, þau skildu.

Helga Sigríður Sigurðardóttir (1909-1987)

  • S02849
  • Person
  • 3. júlí 1909 - 26. sept. 1987

Helga Sigríður Sigurðardóttir, f. 03.07.1909 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurður Lárusson sjómaður og Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, húsvörður í barnaskólanum á Sauðárkróki. Helga Sigríður ólst upp á Sauðárkróki til sjö ára aldurs en fór þá í fóstur að Fagranesi á Reykjaströnd til hjónanna Björns og Dýrólínu. Maki: Jón Svavar Ellertsson frá Holtsmúla, bóndi og hagyrðingur. Þau eignuðust níu börn. Húsmóðir í Steinholti 1936-1937, á Þröm 1937-1938, í Ármúla 1938-1954 og á Bakka í Viðvíkursveit 1954-1957 en eftir það á Sauðárkróki.

Jón Sigurður Eiríksson (1929-

  • S01859
  • Person
  • 08.01.1929-

Jón er fæddur á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og kona hans, Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, fyrst á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón var bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði jafnframt fuglveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 40 ár. Þá hefur hann einnig lengi siglt með ferðamenn til Drangeyjar frá Reykjum. Búsettur á Sauðárkróki.
Maki 1: Sigríður Viggósdóttir, þau eignuðust fimm börn. Jón og Sigríður slitu samvistir.
Maki 2: Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir, f. 6. september 1944, d. 13. október 1997, þau eignuðust fimm börn.

Kristján Eiríksson (1945-

  • S02428
  • Person
  • 19. nóv. 1945-

Kristján fæddist á Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði árið 1945. Hann lauk stúndentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, BA - prófi og cand. mag.prófi í íslenskum bókmenntum frá H.Í. Kristján kenndi lengi við Menntaskólann á Laugarvatni. Var lektor í íslenskum bókmenntum í Björgvin í Noregi, einnig kenndi hann við KHÍ. Kristján hefur starfað við Árnastofnun frá árinu 1999. Eiginkona hans er Sigurborg Hilmarsdóttir. Þau eiga þrjú börn.

Sigmundur Vigfús Eiríksson (1933-1977)

  • S01858
  • Person
  • 15. feb. 1933 - 25. sept. 1977

Foreldrar: Birna Jónsdóttir frá Grófargili í Seyluhreppi og Eiríkur Sigmundsson frá Gunnhildargerði í Hróarstungu. Sigmundur ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Grófargili, á Reykjum á Reykjaströnd 1934-1939, í Hólakoti í sömu sveit 1939-1943 og loks á Fagranesi. Sigmundur var bóndi á Fagranesi framan af árum og var sigmaður í Drangey í mörg ár. Síðast búsettur í Hveragerði. Maki: Kristín Þorsteinsdóttir, þau áttu fjögur börn saman, fyrir átti Kristín son.