Hafgrímsstaðir

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Hafgrímsstaðir

Equivalent terms

Hafgrímsstaðir

Associated terms

Hafgrímsstaðir

7 Authority record results for Hafgrímsstaðir

7 results directly related Exclude narrower terms

Anna Sigurbjörg Helgadóttir (1913-1976)

  • S03461
  • Person
  • 20.05.1913-15.10.1976

Anna Sigurbjörg Helgadóttir, f. 20.05.1913, d. 15.10.1976. Foreldrar: Helgi Jónsson bóndi á Hafgrímsstöðum og kona hans Þóra Kristjánsdóttir.
Anna var áttunda og yngst barna þeirra Helga og Þóru. Síðar eignaðist hún tvö hálfsystkini. Anna ólst upp hjá Elínu ömmu sinni á Hafgrímsstöðum og vann ýmis tilfallandi störf. Um tvítugt veiktist hún alvarlega og lá marga mánuði á Kristnesspítala. Hún vann við síldarsöltun á Siglufirði, var í vist á Akureyri og kaupakona á Nautabúi á Efribyggð. Anna var einnig í kaupavinnu á Sveinsstöðum og er Elín amma hennar veiktist réð hún sig í innu á sjúkrahúisinu á Sauðárkróki. Anna fór að Hrólfsstöðum og hóf sambúð með Guðmundi Ólafssyni. Árið 1947 fluttust þau að Skíðastöðum. Guðmundur veiktist árið 1952 en þá hélt Anna búskapnum áfram með aðstoð Páls, bróður Guðmundar.Eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur hóf Anna að starfa á Hrafnistu í Reykjavík og vann þar til dánardags.
Maki: Guðmundur Ólafsson (1916-1974).Þau eignuðust tvö börn. Fyrir átti Anna son með Sigurði Sigurðssyni frá Akeyri og dóttur með Karli Hallberg sem var sænskur en búsettur á Siglufirði.

Eyjólfur Einarsson (1852-1896)

  • S01998
  • Person
  • 28. nóv. 1852 - 26. des. 1896

Foreldrar: Einar Hannesson síðast b. á Mælifellsá og s.k.h. Sigurlaug Eyjólfsdóttir frá Gili í Svartárdal. Bóndi á Hafgrímsstöðum 1882-1883, Starrastöðum 1883-1885, Mælifellsá 1885-1893, Krithóli 1893-1894, Glaumbæ 1894-1895 og á Reykjum 1895-1896. Kvæntist Margréti Þormóðsdóttur frá Ártúni, þau eignuðust sjö syni.

Helgi Jónsson (1877-1954)

  • S02787
  • Person
  • 31. jan. 1877 - 28. apríl 1954

Helgi Jónsson, f. 31.01.1877 á Þröm í Blöndudal. Foreldrar: Jón Davíðsson og Steinunn Jónsdóttir. Helgi ólst upp hjá foreldrum sínum á Þröm. Maki: Þóra Kristjánsdóttir frá Hafgrímsstöðum í Lýtingsstaðahreppi. Þau bjuggu fyrstu tvö árin á Þröm en síðan á Hafgrímsstöðum. Þar lést Þóra 1903, viku eftir fæðingu níunda barns þeirra. Síðar bjó Helgi þrjú ár í Stapa en frá fardögum 1923 í Merkigarði og hafði látið af búskap tveimur árum áður en hann dó. Ráðskona hans í Merkigarði var Ingigerður Halldórsdóttir. Helgi var lengi formaður Lestrarfélags Mælifellssóknar. Hann átti lengi sæti í sveitarstjórn.

Ingiberg Helgi Helgason (1905-1974)

  • S02077
  • Person
  • 16. júní 1905 - 7. maí 1974

Foreldrar: Helgi Jónsson b. og járnsmiður á Hafgrímsstöðum o.v., síðast í Merkigarði og k.h. Þóra Kristjánsdóttir. Fór eftir fermingu í vist að Hóli í Tungusveit og síðan að Tyrfingsstöðum í Kjálka til Rögnvaldar Jónssonar vegaverkstjóra og Sigríðar Árnadóttur. Vann síðan fjöldamörg sumur við vegagerð með Rögnvaldi. Bóndi í Hvammkoti 1944-1974. Ókvæntur og barnlaus.

Jóhannes Blöndal Kristjánsson (1892-1970)

  • S02702
  • Person
  • 7. okt. 1892 - 13. ágúst 1970

Foreldrar: Kristján Kristjánsson bóndi á Hafgrímsstöðum og Elín Arnljótsdóttir ráðskona hans. Fór í fóstur að Brúnastöðum í sömu sveit til Jóhanns P. Péturssonar og Elínar Guðmundsdóttur afasystur sinnar og ólst þar upp. Maki: Ingigerður Magnúsdóttir frá Gilhaga. Þau hófu búskap á Brúnastöðum 1921 og bjuggu þar til 1945 er þau fluttust að Reykjum í Tungusveit og bjuggu þar síðan. Þau eignuðust fjögur börn. Jóhannes var skipaður hreppstjóri árið 1939 og gegndi því embætti til 1958. Átti lengi sæti í hreppsnefnd og skattanefnd og var sýslunefndarmaður 1942-1950. Formaður Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps um langt skeið og sinnti ýmsum öðrum trúnaðarstörfum.

Margrét Þormóðsdóttir (1859-1896)

  • S01997
  • Person
  • 23. sept. 1859 - 4. júní 1896

Foreldrar: Þormóður Ólafsson b. í Ártúni við Reykjavík og k.h. Þóra Jónsdóttir. Kvæntist Eyjólfi Einarssyni frá Mælifellsá. Þau bjuggu á Hafgrímsstöðum, Starrastöðum, Mælifellsá, Krithóli, Glaumbæ og síðast á Reykjum í Tungusveit þar sem þau létust bæði árið 1896. Þau eignuðust sjö syni.

Þrúður Jónsdóttir (1821-1906)

  • S02016
  • Person
  • 16. sept. 1821 - 1906

Þrúður fæddist í Stokkhólma í Vallhólmi, dóttir Jóns ,,sterka" Guðmundssonar b. á Hafgrímsstöðum og k.h. Þrúðar Jónsdóttur. Þrúður ólst upp hjá foreldrum sínum, en missti föður sinn árið 1831. Hún var hjá móður sinni og stjúpa, Gunnari Guðmundssyni, á Hafgrímsstöðum 1831-1839. Vann að búi þeirra í Stapa í Tungusveit 1839-48 en var í vist hjá tengdaforeldrum sínum í Glæsibæ 1848-1849. Kvæntist Jóni Björnssyni frá Glæsibæ í Staðarhreppi, þau bjuggu í Miðhúsum. Eftir lát Jóns brá hún búi og eftirlét Þrúði dóttur sinni jarðnæðið og var hjá henni í Miðhúsum 1885-1900 og hjá Guðrúnu dóttur sinni á s.st. til æviloka. Átti hún Miðhús til dauðadags. Þrúður og Jón eignuðust tólf börn