Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 887 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Bréf
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

3 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Bréf Héraðsskjalasafns Skagfirðinga til Akraskóla

Bréfið er vélritað á pappírsörk í A4 stærð, bréfsefni safnsins. Það varðar vöðtöku á gögnum sem skólinn afhenti safninu í júní árið 1993. Með liggur listi yfir gögn afhent árið 1988 frá héraðsskjalaverði og listi yfir gögn afhent árið 1999 frá skólastjóra.

Grunnskóli Akrahrepps

Bréf frá Halli Jónassyni

Bréf frá Halli Jónassyni til Sigurðar bróður síns. Hallur skrifar frá Vestmannaeyjum þar sem hann dvelur. Segir Sigurði frá því að hann sé búinn að fá sér hjól en spyr jafnan frétta að heiman, bæði varðandi búskapinn og hvernig landskipti hefðu farið fram eftir að prófasturinn kom í heimsókn.

Inngöngubréf í Laugarvatnsskóla

Inngöngubréf frá Laugarvatnsskóla til Gunnlaugs þar sem honum er veitt skólavist n.k. vetur gegn þeim skilyrðum sem upp eru talin í bréfinu. Í bréfinu er meðal annars tekið fram að nemendur skuli vera vel hraustir, hafi siðferðisvottorð frá málsmetandi manni og neyti hvorki áfengra drykkja né tóbaks á meðan þeir dveilja í skólanum.Einnig er talið upp hvað nemendur þurfi að hafa meðferðis í skólann og hvaða reglur gildi um dvöl þeirra í skólanum.

Bréf frá Jóni Sigurðssyni

Bréf frá Jóni Sigurðssyni alþingismanni. Jón skrifar Gunnlaugi varðandi leiðréttingar á fjártölum og segir bæði Gunnlaug og Steinunni móður hans fá leiðréttingar á uppeldisstyrk á lömbum sem voru sett á haustið 1941.

Kristinn Gísli Konráðsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00119
  • Safn
  • 1937-1981

Einkaskjalasafn Gísla Konráðssonar. Allt frá heimilisbókhaldi til einkabréfa.

Kristinn Gísli Konráðsson (1892-1982)

Bréf frá Árna Guðmundssyni 1947-1958

Bréf frá Árna Guðmundssyni fyrrverandi skólastjóra Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni. Árni var fæddur á Sauðárkróki. Guðjón og Árni virðast hafa skrifast á árlega á 11 ára tímabili.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Ýmislegt

Gögn sem komu úr fórum Rögnvaldar Jónssonar:
Fjallskilareglugjörð fyrir Skagafjarðarsýslu frá 1906.
Verðlagsskrá fyrir Skagafjarðarsýslu frá 16. maí 1935 - jafnlengdar 1936.
Félagsmannatal Kaupfélags Skagfirðinga frá 1950.
Bréf frá innlánsdeild Kaupfélags Skagfiðinga - e.d.

Rögnvaldur Jónsson (1908-2003)

Sigmundur Baldvinsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00283
  • Safn
  • 1880-1980

Gögnin skiptast annars vegar í persónuleg gögn og hins vegar í gögn Fiskifélagsdeildar Hofshrepps á Hofsósi. Gögn fiskifélagsdeildar Hofshrepps innihalda fundargerðir (bók og á lausum síðum) og uppkast að lögum. Persónulegu gögnin innihalda ljósmyndir, sígarettumyndir, samúðarskeyti, sendibréf, hjónavígslubréf og vitnisburð um einkunnir í skóla.

Sigmundur Baldvinsson (1900-1983)

Bréf Eiríks Eiríkssonar til Péturs Jónassonar

Bréfið er vélritað á pappírsörk í A4 stærð.
Efni þess eru fréttir af fjölskyldu Eiríks og sumarleyfi hans á Suðurlandi.
Einnig biður hann Pétur um efni í blaðið Heima er bezt.
Ástand skjalsins er gott.

Eiríkur Eiríksson Akureyri

Niðurstöður 341 to 425 of 887