Kálfárdalur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Kálfárdalur

Equivalent terms

Kálfárdalur

Associated terms

Kálfárdalur

5 Authority record results for Kálfárdalur

5 results directly related Exclude narrower terms

Andrés H. Valberg (1919-2002)

  • S02058
  • Person
  • 15. okt. 1919 - 1. nóv. 2002

Andrés H. Valberg fæddist á Syðri-Mælifellsá í Skagafirði 15. október 1919. Foreldrar hans voru Hallgrímur A. Valberg frá Reykjavöllum, bóndi á Mælifellsá og Kálfárdal, bjó síðast á Sauðárkróki, og Indíana Sveinsdóttir frá Mælifellsá. ,,Andrés var alinn upp á Mælifellsá hjá foreldrum sínum fyrstu þrjú árin, flutti þaðan í Kálfárdal í Gönguskörðum, bjó þar til 1931 og á Sauðárkróki til ársins 1946. Hann gekk í farskóla og í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki. Á efri árum þreytti hann próf frá Leiðsögumannaskólanum í Reykjavík. Hann var virkur í skátafélaginu Andvara á Sauðárkróki og stundaði ýmsar íþróttir. Á Sauðárkróki stundaði Andrés ýmsa vinnu, var sjómaður, loðdýrabóndi og verkamaður. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur, 1946, tók hann meirapróf bifreiðastjóra og var leigubílstjóri um nokkurra ára skeið. Andrés vann lengst af við járn- og trésmíðar á eigin verkstæði. Hann var kunnur hagyrðingur og var virkur í kvæðamannafélaginu Iðunni frá árinu 1957 og var heiðursfélagi þar. Oft var hann fenginn til þess að skemmta fólki með kveðskap sínum. Hann var afkastamikill safnari. Stærst safna hans eru forngripa- og fornbókasafn og náttúrugripasafn. Þessi söfn hefur hann gefið Byggðasöfnunum á Skógum og á Sauðárkróki og í Varmahlíðarskóla í Skagafirði. Á síðari árum stundaði Andrés ritstörf og átti hann í fórum sínum nokkur handrit, heimildir um horfinn tíma; vinnuhætti, mannlýsingar vísur og ljóð. Hann setti upp tvær náttúrugripasýningar. Rit eftir Andrés, sem komið hafa út: Stuðlastrengir, 1949, 1960, 1970. Hreyfilsljóð, 1953. 100 skagfirskar hringhendur, 1983. 100 dýrtrímaðar lausavísur, 1994. Þorbergur frá Sauðá, í Skagfirðingabók, 1998. Skagfirðingur skýr og hreinn, æviminningar, 2000."
Andrés kvæntist 1951 Jóhönnu Þuríði Jónsdóttur frá Fagurhólsmýri, þau eignuðust þrjú börn, fyrir átti Andrés son.

Indíana Sveinsdóttir (1891-1968)

  • S02678
  • Person
  • 3. ágúst 1891 - 22. júní 1968

Foreldrar: Sveinn Gunnarsson b. á Mælifellsá og k.h. Margrét Þórunn Árnadóttir. Kvæntist Hallgrími Valberg, þau bjuggu á Mælifellsá 1918-1923, í Kálfárdal 1923-1931, eftir það á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Kristrún Skúladóttir (1902-1979)

  • S02427
  • Person
  • 19. júlí 1902 - 5. ágúst 1979

Foreldrar: Skúli Sveinsson b. á Ytra-Mallandi og k.h. Jónína Rafnsdóttir. Kristrún stóð fyrir búi ásamt föður sínum á Ytra-Mallandi og síðar á hluta Selár í sömu sveit til ársins 1935 er hún flutti með dóttur sína að Meyjarlandi þar sem dóttir hennar var alin upp. Um nokkurra ára skeið var hún húskona á Meyjarlandi og Innstalandi. Dvaldist síðan allnokkur ár í Kálfárdal í Gönguskörðum og flutti svo til Sauðárkróks um miðjan sjöunda áratuginn. Kristrún kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Steingrími Jóhannessyni b. á Selá á Skaga.

Margeir Sveinn Valberg Hallgrímsson (1922-1995)

  • S01834
  • Person
  • 25. des. 1922 - 15. sept. 1995

Foreldrar hans voru Hallgrímur A. Valberg frá Reykjavöllum, bóndi á Mælifellsá og Kálfárdal, bjó síðast á Sauðárkróki, og Indíana Sveinsdóttir frá Mælifellsá. Kaupmaður á Sauðárkróki, síðar búsettur í Reykjavík.

Sölvi Guðmundsson (1868-1953)

  • S02726
  • Person
  • 17. okt. 1868 - 15. maí 1953

Foreldrar: Guðmundur Sölvason hreppstjóri og síðast b. á Fagranesi og kona hans Margrét Björnsdóttir frá Auðnum. Sölvi missti móður sína nýfæddur og ólst upp með föður sínum og eftir lát hans hjá Benedikt föðurbróður sínum, oddvita á Ingveldarstöðum. Bjó fyrst ókvæntur á parti af Ingveldarstöðum á Reykjaströnd en brá búi og flutti að Kálfárdal í Gönguskörðum og var þar í húsmennsku næstu árin. Maki: Sigurlaug Ólafsdóttir, f. 1865, frá Kálfárdal. Þau eignuðust átta börn en eitt dó á fyrsta ári. Eftir að Sölvi tók saman við heimasætuna Sigurlaugu fengu þau allan Kálfárdal til ábúðar og bjuggu þar 1896-1920, á Skíðastöðum 19320-1945. Dvaldi til skiptis hjá börnum sínum eftir að Stefán sonur hans tók við búi á Skíðastöðum. Átti lengi sæti í hreppsnefnd og var lendir deildarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga í Skefilstaðahreppi.