Melstaður

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Melstaður

Equivalent terms

Melstaður

Associated terms

Melstaður

4 Authority record results for Melstaður

4 results directly related Exclude narrower terms

Guðmundur Bjarnason (1906-1983)

  • S01949
  • Person
  • 6. mars 1906 - 8. maí 1983

Sonur Bjarna Jóhannssonar b. í Þúfum í Óslandshlíð og k.h. Jónínu Dóróteu Jónsdóttur. Búsettur á Melstað, ókvæntur og barnlaus.

Halldór Bjarnason (1904-1941)

  • S01955
  • Person
  • 8. júní 1904 - 22. apríl 1941

Foreldrar: Bjarni Jóhannsson b. í Þúfum og k.h. Jónína Dóróthea Jónsdóttir. Halldór ólst upp hjá foreldrum sínum í Þúfum. Var við nám unglingadeildar Hólaskóla 1931-1932. Snemma hóf hann að stunda sjóinn, fyrstu árin með Halldóri frænda sínum á Miklabæ en um eða uppúr 1930 létu þeir Halldór og Melstaðarfeðgar, ásamt Óskari Gíslasyni, seinna bónda í Þúfum, smíða mótorbátinn Leif, þann hinn sama dag og Magnús Hartmannsson gerði síðan út allt til 1960. Mörg fyrstu árin fóru þeir félagar Halldór, Magnús og Óskar með Leif ýmist til Ólafsfjarðar eða Siglufjarðar og reru þaðan á vor- og haustvertíðum. Í annan tíma hafði Leifur uppsátur í Óslandskróki. Oft fiskuðu þeir félagar vel og urðu til þessar veiðar því drjúgt innlegg til uppbyggingar á jörðum þeirra. Árið 1939-1940 byggði Halldór ásamt tengdaföður sínum, íbúðarhús úr steini sem enn stendur á Melstað. Halldór var félagi í Ungmennafélaginu Geisla. Hann lést af slysförum við Kolkuós aðeins 37 ára gamall.
Halldór kvæntist Guðnýju Kristínu Hartmannsdóttur, þau eignuðust einn son.

Hartmann Magnússon (1888-1980)

  • S01663
  • Person
  • 9. okt. 1888 - 23. nóv. 1980

Sonur Magnúsar Gunnlaugssonar og Guðrúnar Bergsdóttur, alinn upp hjá þeim á Ytri-Hofdölum. Kvæntist Gunnlaugu Pálsdóttur (1888-1968), hún veiktist illa eftir barnsburð 1913 og fluttu þau þá í Kolkuós þar sem þau dvöldust í þrjú ár hjá Hartmanni Ásgrímssyni og Kristínu Símonardóttur. Þaðan fluttust þau að Hólum í Hjaltadal þar sem Hartmann hafði umsjón með öllum flutningum fyrir búið frá Sauðárkróki, Kolkuósi og Hofsósi. Allir flutningar fóru þá fram á hestum, ýmist á klakk, sleða eða kerrum. Mun sá starfi hafa verið bæði erfiður og oft æði slarksamur í erfiðri vetrarfærð. Árið 1921 byggðu þau hjón upp nýbýlið Melstað í Óslandshlíð þar sem þau bjuggu til 1946 er þau fluttu til sonar síns og tengdadóttur í Brekkukoti. Hartmann átti alltaf smiðju og hefilbekk, smíðaði mikið og gerði við amboð ýmiss konar, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Hartmann og Gunnlaug eignuðust sex börn ásamt því að ala upp bróðurson Gunnlaugar.

Magnús Hofdal Hartmannsson (1910-1985)

  • S01951
  • Person
  • 9. apríl 1910 - 18. jan. 1985

Foreldrar: Hartmann Magnússon b. á Melstað og k.h. Gunnlaug Pálsdóttir. Veturinn 1930-1931 var Magnús við nám í unglingadeild Hólaskóla. Bóndi í Brekkukoti 1931-1985. Magnús tók virkan þátt í félagsmálum, var formaður ungmennafélagsins Geisla (nú Neista) 1935-1942 og 1951-1962, einnig sat hann lengi í stjórn lestrarfélagsins. Magnús var mikill dansmaður og stjórnaði löngum gömlu dönsunum í Hlíðarhúsinu. Meðfram búskap stundaði hann vor- og haustvertíðir á mótorbátnum Leifi. Kvæntist Sigurbjörgu Halldórsdóttur frá Brekkukoti, þau eignuðust fjögur börn og tóku einn fósturson.