Messuholt

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Messuholt

Equivalent terms

Messuholt

Associated terms

Messuholt

3 Authority record results for Messuholt

3 results directly related Exclude narrower terms

Fjóla B. Bárðdal (1929-2011)

  • S03312
  • Person
  • 12.05.1929 - 10.01.2011

Fædd 12. maí 1929 á Fossi í Blönduhlíð í Skagafirði. Látin 10. janúar 2011 á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Fjóla var í sambúð með Sigurþóri Hjörleifssyni, f. 15.06.1927.
Fjóla ólst upp á Sauðárkróki. Hún fór ung í vist á Sauðárkróki og vann síðar við ýmis störf svo sem fiskvinnu og saumaskap.
Haustið 1967 tók Fjóla að sér heimilið í Messuholti og þrjár ungar dætur Sigurþórs og Guðbjargar Hafstað sem lést 02.07.1966. Fjóla tók virkan þátt í Kvenfélagi Skarðshrepps og var ein af stofnendum þess. Í mörg ár voru börn í sumardvöl hjá Fjólu og önnur til lengri tíma. Einnig var hún dagmamma um árabil.

Guðbjörg Árnadóttir Hafstað (1928-1966)

  • S00424
  • Person
  • 25.06.1928-02.07.1966

Ólst upp í Vík með foreldrum sínum Árna J. Hafstað og Ingibjörgu Sigurðardóttur. Guðbjörg stundaði gagnfræðanám í Reykjavík og húsmæðraskóla sótti hún í Danmörku og lauk húsmæðrakennaraprófi 1952. Árið 1953 réðist hún sem kennari í Húsmæðraskólanum á Varmalandi. Árið 1960 kvæntist hún Sigurþóri Hjörleifssyni frá Messuholti, þau eignuðust þrjár dætur.

Sigurþór Hjörleifsson (1927-)

  • S01979
  • Person
  • 15. júní 1927-

Sonur Hjörleifs Sturlaugssonar b. á Kimbastöðum og k.h. Áslaugar Jónsdóttur. Sigurþór byggði nýbýlið Messuholt úr landi Kimbastaða og er búsettur þar. Lengi ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga, rekur vélaverkstæði í Messuholti. Kvæntist Guðbjörgu Árnadóttur Hafstað frá Vík, þau eignuðust þrjár dætur, Guðbjörg lést 1966. Seinni kona Sigurþórs var Fjóla B. Bárðdal frá Sauðárkróki.