Mjóafell í Stíflu

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Mjóafell í Stíflu

Equivalent terms

Mjóafell í Stíflu

Associated terms

Mjóafell í Stíflu

2 Authority record results for Mjóafell í Stíflu

2 results directly related Exclude narrower terms

Jón Gunnlaugsson (1849-1934)

  • S03054
  • Person
  • 1. sept. 1849 - 30. júní 1934

Foreldrar: Gunnlaugur Magnússon b. í Garði í Ólafsfirði og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum í Garði. Mun síðan hafa átt heima um skeið á Auðnum í Ólafsfirði. Hann hóf búskap að Garði um 1875 og bjó þar, uns hann fluttist að Tungu í Stíflu 1888. Bjó þar til 1898 og á Mjóafelli 1898-1917. Brá þá búi en var kyrr á sama stað. Jón var nokkur ár í hreppsnefnd og réttarstjóri til fjölda ára. Árið 1870 kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur, þau eignuðust sjö börn.

Jón Gunnlaugsson (1899-1970)

  • S02755
  • Person
  • 13.02.1899-19.10.1970

Jón Gunnlaugsson, f. 13.02.1899 á Mjóafelli í Stíflu í Fljótum. Foreldrar: Gunnlaugur Magnús Jónsson húsmaður á Mjóafelli og Sigríður Guðvarðardóttir. Jón var bóndi á Deplum í Stíflu 1921-1924 og á Mjóafelli 1924-1963. Jón missti föður sinn á unga aldri, en ólst áfram upp hjá móður sinni og í skjóli föðurafa og ömmu og var þar til 18 ára aldurs. Árið 1921 hóf hann búskap í félagi við móður sína á Deplum en fluttist árið 1924 að Mjóafelli og bjó þar samfleytt til 1963. Var móðir hans bústýra lengi vel en síðan Guðrún systir hans. Skólagöngu naut Jón ekki utan barnaskóla eins og hann var á þeim tíma. Var virkur í félagsstörfum og var m.a. einn af stofnendum ungmennafélagsins Vonar í Stíflu og lengi gjaldkeri þess. Sat í sveitarstjórn 1938-1942 og aftur 1946-1963 og var oddviti allt síðara tímabilið. Einnig forðagæslumaður um árabil og sýslunefndarmaður 1947-1965. Jón var ógiftur og barnlaus. Oft voru börn og unglingar á heimilinu og Haukur Gíslason systursonur hans ólst alveg upp á heimili hans. Er Jón hætti búskap fluttist hann í Haganesvík og starfaði þar hjá Samvinnufélagi Fljótamanna. Síðan fluttist hann suður og starfaði þar hjá BYKO.