Ólafsfjörður

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Ólafsfjörður

Equivalent terms

Ólafsfjörður

Associated terms

Ólafsfjörður

16 Authority record results for Ólafsfjörður

16 results directly related Exclude narrower terms

Ásgrímur Hartmannsson (1911-2001)

  • S00132
  • Person
  • 13.07.1911-13.08.2001

Ásgrímur Hartmannsson fæddist í Kolkuósi í Skagafirði þann 13. júlí 1911. Hann var bæjarstjóri, kaupmaður og framkvæmdastjóri á Ólafsfirði.
Kona hans var Helga Jónína Sigurðardóttir (1917-2005).
Ásgrímur lést á Ólafsfirði 13. ágúst 2001.

Björn Hafliðason (1863-1939)

  • S01869
  • Person
  • 9. júlí 1864 - 27. okt. 1939

Foreldrar: Hafliði Finnbogason og k.h. Guðrún Steingrímsdóttir á Hamri í Fljótum. Björn var í foreldrahúsum til 11 ára aldurs, en fór þá til Siglufjarðar og var þar smaladrengur og við aðra snúninga. Fermdur í Hvanneyrarkirkju. Upp úr því fluttist hann að Heiði í Sléttuhlíð til Jóhannesar föðurbróður síns og var þar í 3 ár. Síðan vinnumaður hjá Jóni Jónassyni að Syðri Á í Ólafsfiðri um 9 ára skeið, síðan hjá Jakobi b. og útgm í Hornbrekku og konu hans Önnu Einarsdóttur. Kynntist þar verðandi konu sinni, Engilráð Einarsdóttur. Voru þau hjónin fyrstu búskaparár sín í húsmennsku í Hornbrekku í Ólafsfirði, en fluttust síðan að Brimnesi í sömu sveit og bjuggu þar í 3 ár á hluta af jörðinni. Síðan í Barðsgerði í Haganeshreppi 1896-1898, í Borgargerði 1898-1907, á Sigríðarstöðum 1907-1923, Mið-Mói 1923-1925. Brugðu þá búi og fluttust til Ólafsfjarðar. Voru þar í 2 ár, en fóru þá til Siglufjarðar og höfðu þar heimili ásamt sonum sínum til æviloka. Samfara búskapnum stundaði Björn sjómennsku. Björn og Engilráð eignuðust níu börn og ólu einnig upp bróðurdóttur Björns.

Friðrik Olgeirsson (1950-

  • S02617
  • Person
  • 30. nóv. 1950-

Friðrik er sagnfræðingur að mennt. Lengi vel stundaði hann kennslu, en eftir það hefur hann fengist við ritstörf.

Gísli Gíslason (1865-1937)

  • S01798
  • Person
  • 10. júlí 1865-31.08.1937

Foreldrar: Gísli Gíslason og Kristín Eiríksdóttir, þau voru ekki kvænt. Maður Kristínar hét Jón Jónsson og ólst Gísli upp með þeim. Var fyrst í húsmennsku á Berghyl. Bóndi í Nefsstaðaskoti í Stíflu 1893-1894, Melbreið 1894-1896, Minna Holti 1896-1904 er hann fluttist til Ólafsfjarðar. Þar bjó hann tvíbýli á Ytri-Gunnólfsá til 1915, en þá byggði hann bæ í Grundarlandi og kallaði Ytri-Grund. Þaðan fluttist hann að Syðri Grund og bjó þar til 1922, að hann flutti niður í Ólafsfjarðarhorn og dvaldist þar til dauðadags. Gísli stundaði jafnan sjómennsku með búskapnum. Var t.d. á hákarlaskipinu "Voninni" er hún fór sína frægu ferð umhverfis landið. Einnig þótti hann mjög fær klettamaður. Eftir að hann kom til Ólafsfjarðar fór hann að stunda dýralækningar og fór iðulega inn í Fljót þeirra erinda. Einnig var hann sérstaklega nærfærinn að hjúkra sjúku fólki. Gísli kvæntist Kristínu Ólafsdóttur frá Deplum í Stíflu, þau eignuðust sjö börn, auk þess ólu þau upp tvö fósturbörn.

Guðrún Jónsdóttir (1850-1921)

  • S00663
  • Person
  • 29. apríl 1850 - 12. maí 1921

Frá Hreppsendaá í Ólafsfirði. Kvæntist Rögnvaldi Þorleifssyni, þau bjuggu m.a. að Lambanesi í Fljótum, Saurbæ í Fljótum, Óslandi og Brekkukoti.

Guðrún Stefánsdóttir (1878-1917)

  • S00723
  • Person
  • 11.04.1878-18.08.1917

Dóttir Stefáns Ásgrímssonar og Helgu Jónsdóttur í Efra-Ási. Kvæntist Sigurði Ásgrímssyni (1876-1939), þau bjuggu fyrst að Efra-Ási, svo að Unastöðum í Kolbeinsdal, í Ólafsfirði, í Ketu í Hegranesi og síðast á Ási í Hegranesi. Guðrún og Sigurður eignuðust tvö börn.

Hólmfríður Pálmadóttir (1897-1969)

  • S01503
  • Person
  • 9. júní 1897 - 11. okt. 1969

Foreldrar: Pálmi Björnsson og k.h. Ingibjörg Málfríður Grímsdóttir. Þegar hún var sex ára gömul settust foreldrar hennar að á Ytri-Húsabakka í Seyluhreppi og ólst hún upp þar. Hólmfríður lærði karlafatasaum á Sauðárkróki. Árið 1921 kvæntist hún Sigvalda Pálssyni frá Langhúsum í Viðvíkursveit. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau á Ytri-Húsabakka og Syðri-Húsabakka. Bjuggu á Unastöðum í Kolbeinsdal 1923-1926 og í Langhúsum (nú Ásgarði) 1929-1936 er þau fluttu til Ólafsfjarðar og bjuggu þar í 28 ár. Á Ólafsfirði varð prjónaskapur aðal atvinna þeirra hjóna á veturna. Síðast búsett í Reykjavík.
Hólmfríður og Sigvaldi eignuðust þrjú börn.

Jón Arnbjörnsson (1882-1961)

  • S02514
  • Person
  • 23. apríl 1882 - 12. okt. 1961

Í manntali 1890 er Jón ásamt foreldrum sínum, Arnbirni Jónssyni og Maríu Soffíu Jónsdóttur á Kvíabekk í Ólafsfirði. 1910 er hann skráður vinnumaður á hjá Birni Hafliðasyni á Saurbæ í Kolbeinsdal, móðir hans er þar líka. Samkvæmt manntali er hann kominn í Svaðastaði 1920 og var þar vinnumaður til í kringum 1945. Síðast búsettur á Marbæli í Óslandshlíð. Ógiftur og barnlaus.

Jón Gunnlaugsson (1849-1934)

  • S03054
  • Person
  • 1. sept. 1849 - 30. júní 1934

Foreldrar: Gunnlaugur Magnússon b. í Garði í Ólafsfirði og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum í Garði. Mun síðan hafa átt heima um skeið á Auðnum í Ólafsfirði. Hann hóf búskap að Garði um 1875 og bjó þar, uns hann fluttist að Tungu í Stíflu 1888. Bjó þar til 1898 og á Mjóafelli 1898-1917. Brá þá búi en var kyrr á sama stað. Jón var nokkur ár í hreppsnefnd og réttarstjóri til fjölda ára. Árið 1870 kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur, þau eignuðust sjö börn.

Júlíana Jóhannsdóttir (1915-1987)

  • S02765
  • Person
  • 23. sept. 1915 - 16. júní 1987

Júlíana Jóhannsdóttir, f. 23.09.1915í Brekkukoti í Hjaltadal. Foreldrar: Jóhann Guðmundsson bóndi í Brekkukoti, f. 1876 og kona hans Birgitta Guðmundsdóttir, f. 1881.
Maki: Páll Jóhannes Þorsteinsson skipstjóri á Ólafsfirði, f. 1900. Þau eignuðust fimm börn.

Marteinn Friðriksson (1924-2011)

  • S02964
  • Person
  • 22. júní 1924 - 18. apríl 2011

Marteinn Friðriksson fæddist á Hofsósi 22. júní 1924 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Friðrik Jónsson (1894-1978) útvegsbóndi og Guðrún Sigurðardóttir (1902-1992). Marteinn var kvæntur Ragnheiði Jensínu Bjarman (1927-2007) og eignuðust þau sjö börn. Að loknu námi við Barnaskólann á Hofsósi stundaði Marteinn nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og þar á eftir í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Marteinn var mikill frjálsíþróttamaður á yngri árum og keppti í fjölmörgum greinum með ágætum árangri. Marteinn starfaði víða framan af, m.a. hjá Kaupfélagi Árnesinga, hjá KEA á Akureyri, vann á vegum SÍS við eftirlitsstörf og uppgjör kaupfélaga, hjá Útgerðarfélagi KEA og Fisksölusamlagi Eyfirðinga, hjá Kaupfélagi Ólafsfjarðar og rak bókabúð á Akureyri. Fjölskyldan flutti svo til Sauðárkróks árið 1955 og þar starfaði Marteinn sem framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks hf. frá stofnun hennar 1955 - 1987. Marteinn var bæjarfulltrúi á Sauðárkróki um langt skeið og sat í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka. Einnig vann hann að stofnun Útgerðarfélags Skagfirðinga og var stjórnarformaður þess um árabil. Jafnframt var hann formaður Tónlistarfélags Sauðárkróks í fjölmörg ár og stofnfélagi að Lionsklúbbi Sauðárkróks árið 1964.

Páll Bergsson (1871-1949)

  • S02164
  • Person
  • 11. feb. 1871 - 11. júní 1949

Kennari, útgerðarmaður, hreppstjóri og kaupmaður í Ólafsfirði og Hrísey. Verzlunarmaður í Syðstabæ, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930.

Páll Halldórsson (1858-1938)

  • S01056
  • Person
  • 12.10.1858-10.05.1938

Foreldrar: Halldór Jónsson og Ingibjörg Jónatansdóttir. Páll var fæddur að Litla-Árskógi við Eyjafjörð en flutti með foreldrum sínum er hann var á öðru ári að Álfgeirsvöllum í Skagafirði. Árið 1864 var hann tekinn í fóstur af móðursystur sinni og manni hennar, er þá bjuggu á Selárbakka á Árskógsströnd. Árið 1870 flutti Páll með þeim að Þóroddsstað í Ólafsfirði og var þá talinn fóstursonur þeirra. Árið 1881 var hann vinnumaður í Hornbrekku í Ólafsfirði, kynntist þar konu sinni og reisti þar bú. Bóndi í Hornbrekku 1882-1888. Bóndi á Reykjum á Reykjaströnd 1888-1894, er hann brá búi og flutti með konu og börn til Vesturheims. Landnámsmaður að "Geysi". Kvæntist Jónönnu Jónsdóttur frá Ólafsfirði, þau eignuðust fjögur börn saman sem upp komust, fyrir átti Jónanna tvær dætur.

Þorleifur Rögnvaldsson (1876-1947)

  • S00679
  • Person
  • 06.04.1876-18.02.1947

Foreldrar: Rögnvaldur Þorleifsson og Guðrún Jónsdóttir. Kvæntist Guðrúnu Sigurðardóttur frá Karlsá í Ólafsfirði árið 1900, Guðrún var áður kvænt Rögnvaldi bróður Þorleifs en hann drukknaði 1899. Þorleifur og Guðrún hófu búskap í Brekkukot í Óslandshlíð til 1902 en þá fluttu þau búferlum að Stóragerði, en þar bjuggu þau til 1915 en fluttu það ár til Ólafsfjarðar og hófu búskap að Hornbrekku ásamt vélbátaútgerð frá Ólafsfirði. Árið 1924 var búskapnum hætt í Hornbrekku, en vélbátaútgerð hélt Þorleifur áfram frá Ólafsfirði til ársins 1933. Hann starfaði í hreppsnefnd Hofshrepps og var oddviti nefndarinnar 1910-1913. Í Ólafsfirði gegndi Þorleifur ýmsum opinberum störfum, átti meðal annars lengi sæti í hreppsnefnd, var oddviti og starfaði að ýmsum framfaramálum hreppsins. Þorleifur og Guðrún eignuðust fimm börn.

Þorsteinn Gunnlaugur Símonarson (1905-1945)

  • S00668
  • Person
  • 10. janúar 1905 - 22. september 1945

Sonur Símonar Gunnlaugssonar og Guðrúnar Þorsteinsdóttur á Læk. Stud. jur. á Höfða, Reykjavík 1930. Bæjarfógeti á Ólafsfirði. Dó ókvæntur og barnlaus.

Þorsteinn Helgi Björnsson (1929-2000)

  • S02802
  • Person
  • 30. maí 1929 - 14. feb. 2000

Foreldrar: Eríksína Kristbjörg Ásgrímsdóttir frá Hólakoti í Fljótum, f. 1989 og Björn Zophonías Sigurðsson frá Héðinsfirði, f. 1892. Þorsteinn ólst upp á Siglufirði. Hóf sjómennsku 17 ára gamall með föðurbróður sínum sem þá var skipstjóri á Kristjönu EA. Lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1953 og var stýrimaður og skipstjóri á ýmsum skipum eftir það. Síðustu árin var hann stýrimaður á togaranum Sigurbjörgu frá Ólafsfirði. Hætti til sjós 1989 og var eftir það nokkur ár við fiskmat og á hafnarvigtinni á Ólafsfirði.
Maki: Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 18.12.1926. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Hólmfríður eina dóttur.