Öxnadalur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Öxnadalur

Equivalent terms

Öxnadalur

Associated terms

Öxnadalur

12 Authority record results for Öxnadalur

12 results directly related Exclude narrower terms

Ármann Þorsteinsson (1903-1987)

  • S02797
  • Person
  • 19. mars 1903 - 22. ágúst 1987

Foreldrar: Þorsteinn Jónsson og Ólöf Guðmundsdóttir. Ármann fluttist með foreldrum sínum að Bakka í Öxnadal árið 1912 og ólst þar upp til fullorðinsára. Maki: Anna Sigurjónsdóttir ljósmóðir, f. 1899, frá Ási á Þelamörk. Þau hófu búskap á Ási en fluttu tveimur árum síðar að Þverá í Öxnadal. Þau eignuðust tvo syni. Anna lést árið 1968 og bjó Ármann áfram á Þverá, fyrst hjá syni sínum og tengdadóttur en síðar hjá frænda sínum sem leigði jörðina. Fór síðar á elliheimilið Skjaldarvík. Ármann var um langt árabil formaður Búnaðarfélags Öxndæla og deildarstjóri Öxndæladeildar KEA.

Arnbjörg Guðmundsdóttir (1880-1938)

  • S02847
  • Person
  • 3. des. 1880 - 19. nóv. 1938

Foreldrar: Guðmundur Sigfússon bóndi í Grjótgarði á Þelamörk og kona hans Steinunn Anna Sigurðardóttir. Maki: Valdemar Helgi Guðmundsson. Þau eignuðust tvo syni og ólu auk þess upp fósturdóttur. Þau hófu búskap á Bessahlöðum í Öxnadal en fluttust svo að Efri-Rauðalæk á Þelamörk 1905. Þaðan fluttust þau að Fremri-Kotum 1910 og bjuggu þar til 1924. Þá keyptu þau jörðina Bólu í Blönduhlíð og var Arnbjörg búsett þar til dánardags.

Einar Jónsson (1863-1950)

  • S00265
  • Person
  • 06.06.1863-07.12.1950

Einar Jónsson fæddist að Þverá í Öxnadal þann 6. júní 1893. Hann var bóndi í Flatatungu í Akrahreppi. Á árunum 1901-1907 var hann hreppsnefndarmaður í Akrahreppi.
Kona hans var Sesselja Sigurðardóttir (1872-1945).

Friðbjörn Jóhannes Friðbjörnsson (1874-1966)

  • S02166
  • Person
  • 22. júlí 1874 - 4. ágúst 1966

Foreldrar: Friðbjörn Benediktsson b. á Finnastöðum í Sölvadal og kona hans Sigríður Sveinsdóttir. Ungur að árum missti Jóhannes föður sinn og fór þá í fóstur í Öxnadal. Varð gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla árið 1900 og réðst sama ár kennari í Holtshrepp í Fljótum. Jóhannes ávann sér fljótt ást þeirra barna sem hann kenndi og virðingu forreldra þeirra. Jóhannes giftist Kristrúnu Jónsdóttur frá Illugastöðum og bjuggu þau víða í Fljótum; Á Lambanes-Reykjum, Molastöðum, Stóra-Holti, Sléttu, Hólum, Gili og Illugastöðum. Síðast bjuggu þau á Brúnastöðum. Hann gegndi föstum kennarastörfum 1900-1915 og smábarnakennslu 1936-1942. Oddviti Holtshrepps varð hann 1913 og gegndi því ásamt öðrum trúnaðarstörfum til 1922. Jóhannes og Kristrún eignuðust þrjú börn.

Jóhanna Álfheiður Bergsdóttir (1883-1963)

  • S01757
  • Person
  • 10. okt. 1883 - 7. júlí 1967

Foreldrar: Bergur Hallsson b. á Skálafelli í Suðursveit og k.h. Sigríðar Jónsdóttur. Kvæntist Haraldi Sigurðssyni ættuðum úr Öxnadal, þau hófu búskap á Bessahlöðum í Öxnadal en fluttu að Tyrfingsstöðum á Kjálka 1911. Jóhanna var vinnukona á Silfrastöðum 1912-1913, sennilega með manni sínum í vinnumennsku í Flatatungu á Kjálka 1913-1922, bjó á Fossi í Blönduhlíð 1922-1923, vinnukona á Vöglum í Blönduhlíð 1924-1925 og húskona í Flatatungu 1925-1926. Líklega í Flatatungu 1926-1930, í Gloppu í Öxnadal 1931-1935. Fóru þaðan að Fagranesi í Öxnadal til 1939 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu til 1943. Það sama ár fluttu þau til Sauðárkróks og bjuggu þar síðan. Á efri árum sínum á Sauðárkróki hafði hún þann starfa að gæta kúa bæjarbúa. Jóhanna var römm að afli, verkhög, nærfærin við sjúka og lagin við að taka á móti börnum. Jóhanna og Haraldur eignuðust fjögur börn saman, fyrir átti Jóhanna dóttur.

Jón Jónsson (1875-1950)

  • S02789
  • Person
  • 25. feb. 1875 - 29. apríl 1950

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi, síðast á Miðlandi í Öxnadal og seinni kona hans Guðrún Karítas Jónsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og vann búi þeirra fram yfir fermingu en fór þá í vinnumennsku. Hann fór í yngri deild Möðruvallaskóla veturinn 1896-1897 en var næsta vetur í vinnumennsku hjá Sigurði bróður sínum í Sörlatungu í Hörgárdal. Flutti með honum að Sólheimum í Blönduhlíð árið 1898. Hann stundaði barnakennslu og landbúnaðarstörf í Blönduhlíð 1898-1900, 1902-1904 og 1906-1907. Árið 1900 fluttist hann út á Sauðárkrók og sinnti þar verslunarstörfum hjá Kristjáni Gíslasyni kaupmanni og kenndi jafnframt börnum hans. Vorið 1906 kom hann aftur í Blönduhlíðina að vinnumennsku á Hellu þar sem hann var síðan húsmaður 1907-1909. Þá keypti hann jörðina og hóf þar búskap. Dvaldi þar til vors 1918, en þó ekki alltaf bóndi enda seldi hann jörðina 1916. Árið 1918 fluttist hann alfarinn úr Skagafirði til Akureyrar og síðar til Siglufjarðar þar sem hann dvaldi til æviloka. Var þó kennari í Blönduhlíð veturna 1921-1922 og 1927-1928.
Maki: Sigurlaug Ingibjörg Jósefsdóttir frá Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi. Þau skildu eftir að þau fluttu til Akureyrar. Þau eignuðust einn son.

Menningarfélagið Hraun í Öxnadal (2003-

  • S002687
  • Organization
  • 2003-

Menningarfélagið Hraun í Öxnadal var stofnað 26. maí 2003. Að félaginu standa einstaklingar, félög og stofnanir og skipta hluthafar tugum. Stærstu hluthafar eru Menningarsjóður íslenskra sparisjóða, Spari-sjóður Norðlendinga, KEA og Hörgárbyggð. Menningarfélagið keypti jörðina Hraun í Öxnadal kom þar á fót minningarstofu um skáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson og fólkvangi í landi Hrauns. Í íbúðarhúsinu að Hrauni í Öxnadal er fræðimannaíbúð. Fastir liðir á dagskrá Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal er Fífilbrekkuhátíð, sem haldin er á Hrauni í Öxnadal annan sunnudag í júní, gönguferðir um fólkvanginn í landi Hrauns, og Jónasarfyrirlestur, sem haldinn er á fæðingardegi Jónasar víðs vegar um landið.

Ragnar Bernharð Steingrímur Jóhannesson (1905-1974)

  • S02754
  • Person
  • 16. maí 1905 - 25. des. 1974

Ragnar Bernharð Steingrímur Jóhannesson, f. 16.05.1905 á Hólum í Öxnadal. Foreldar: Guðný Jónsdóttir og Jóhannes Sigurðsson bóndi á Engimýri í Öxnadal.
Útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólaskóla 1930. Fór í íþróttaskólann í Haukadal 1930-1931 og gerðist íþróttakennari á Hólum veturinn eftir. Maki: Margrét Jósefsdóttir, f. 1911, frá Vatnsleysu. Þau eignuðust eina dóttur. Hófu búskap á Vatnsleysu 1934 ásamt föður Margrétar. Þar bjuggu þau hjónin í átta ár en fluttu þá til Akureyrar og bjuggu þar til 1955. Á Akureyri stundaði Rangar verslunar- og skrifstofustörf. Fluttu á höfuðborgarsvæðið og bjuggu síðast að Móaflöt 21 í Garðahreppi. Þar starfaði Ragnar hjá Sambandi íslenskra Samvinnufélaga. Ragnar var hagmæltur og mikil tónlistarunnandi og tók virkan þátt í kóra- og menningarstarfi.

Sólrún María Magnúsdóttir (1857-1916)

  • S01174
  • Person
  • 9. sept. 1857 - 25. jan. 1916

Frá Fagranesi í Öxnadal. ,,Flutti sem vinnukona frá Ytrigerðum í Miklagarðssókn að Litlu-Hámundarstöðum á Árskógsströnd 1874 og síðan þaðan að Völlum í Svarfaðardal 1876. Vinnukona í Viðvík, Viðvíkursókn, Skag. 1880. Húsfreyja á Bakka í Viðvíkursveit, síðar í Hvammi í Hjaltadal, Skag." Kvæntist Sigurði Halldórssyni b. á Bakka í Viðvíkursveit, þau eignuðust tvö börn.

Stefán Guðmundsson (1886-1969)

  • S02792
  • Person
  • 15. apríl 1886 - 5. ágúst 1969

Foreldrar: Guðmundur Jónsson, bóndi á Bási í Hörgárdal og víðar og kona hans Lilja Gunnlaugsdóttir. Bóndi á Efstalandi í Öxnadal 1925-1934. Síðar búsettur á Akureyri.

Steindór Pétursson (1882-1956)

  • S02793
  • Person
  • 4. ágúst 1882 - 29. júní 1956

Faðir: Pétur Guðmundsson, f. 1853. Hjá foreldrum í Álftagerði í Mývatnssveit um 1882-1886 og á Árbakka í sömu sveit frá um 1899 fram yfir 1900 nema í vist í Víðikeri í Bárðardal 1899-1900. Bjó í Voladal á Tjörnesi um 1921-1922, flutti þá til Eyjafjarðar. Bóndi í Hólum í Öxnadal um 1929-1935 og 1936-1942. Klauf á Staðarbyggð 1935-1936., síðar á Hraunshöfða í Öxnadal um 1942-1947. Var á Krossastöðum á Þelamörk 1947-1955. Maki: Guðný Sigurðardóttir frá Merkigili, Saurbæjarhreppi í Eyjafirði.

Valdimar Helgi Guðmundsson (1878-1966)

  • S02779
  • Person
  • 20. mars 1878 - 25. nóv. 1966

Valdimar Helgi Guðmundsson, f. 25.03.1877 á Myrká í Hörgárdal. Foreldrar: Guðmundur Jónsson, bóndi á Bási í Hörgárdal og víðar og kona hans Lilja Gunnlaugsdóttir. Valdimar fór ungur úr foreldrahúsum til móðurbróður síns, Jóhanns í Flöguseli og var þar fram yfir fermingu. Stundaði svo vinnumennsku í nokkur ár. Hóf búskap á Bessahlöðum í Öxnadal. Fluttist að Efra-Rauðalæk á Þelamörk 1905. Á yngri árum fékkst Valdimar við nautgripakaup fyrir Kaupfélag Eyfirðinga og eitt vorið rak hann í einni ferð um 30 naut, mörg fullorðin og mannýg, í einni ferð niður yfir heiði til Akureyrar. Með honum í för var aðeins Guðmundur sonur hans, þá innan við fermingu. Árið 1910 fluttist hann ásamt konu sinni, Arnbjörgu Guðmundsdóttur, að Fremri-Kotum og bjuggu þau þar til 1924. Keyptu þá jörðina Bólu og fluttu þangað og bjó Valdimar þar lengst af síðan, síðast hjá Guðmundi syni sínum. Valdimar og Arnbjörg eignuðust tvo syni og eins fósturdóttur.