Reykholt

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Reykholt

Equivalent terms

Reykholt

Associated terms

Reykholt

2 Authority record results for Reykholt

2 results directly related Exclude narrower terms

Bjarni G. Bachmann (1919-2010)

  • S03079
  • Person
  • 27. apríl 1919 - 13. jan. 2010

Fæddur og uppalinn í Borgarnesi. Eiginkona Bjarna var Anna Þórðardóttir hárgreiðslukona frá Ísafirði, þau eignuðust fjögur börn. ,,Eftir að skólagöngu lauk þar fór hann í Héraðsskólann í Reykholti 1935-1937, síðan í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og fyrir hans tilstuðlan fór hann í Íþróttakennaraskóla Björns Jakobssonar á Laugarvatni. Hann sótti einnig íþróttanámskeið í Svíþjóð. Bjarni kenndi á vegum UMFÍ og ÍSÍ á Vestfjörðum og hjá Héraðssambandi Skarphéðins. Frá 1947 til 1961 kenndi hann við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar, bæði íþróttir og bóklegar greinar. Frá 1961 til 1979 kenndi hann einnig íþróttir og bóklegar greinar við barna- og miðskóla Borgarness. Þegar Bjarni starfaði á Ísafirði þjálfaði hann í mörgum greinum íþrótta, m.a. þjálfaði hann fimleikaflokk sem ferðaðist víða um land með sýningar. Í Borgarnesi þjálfaði hann meðal annars unglingalið Skallagríms í körfubolta og gerði annan og þriðja flokk karla að Íslandsmeisturum. Á sumrin vann hann ýmsa sumarvinnu eins og t.d. vegavinnu og byggingarvinnu. Bjarni var formaður sóknarnefndar Borgarneskirkju um árabil. Árið 1969 var hann ráðinn forstöðumaður í Safnahúsi Borgarfjarðar. Þar vann hann til 1994 er hann lét af starfi vegna aldurs. Bjarni hafði mikinn áhuga á ættfræði og sögu Borgarness, og skráði mikið á því sviði. Eftir að hann lét af störfum hóf hann skráningu húsa sem reist höfðu verið í Borgarnesi frá upphafi byggðar til ársins 1930 og hverjir höfðu verið ábúendur þar, hann myndaði einnig húsin sem enn voru til á þeim tíma sem hann vann að þessu hugðarefni sínu. Bjarni var félagi í Oddfellowstúkunni Gesti á Ísafirði og síðar Agli á Akranesi. Þá var hann félagi í Rotaryklúbbi Borgarness."

Haraldur Hermannsson (1923-2014)

  • S01972
  • Person
  • 22. apríl 1923 - 3. apríl 2014

Haraldur fæddist á Ysta-Mói í Fljótum og ólst þar upp. Faðir: Hermann Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Ysta-Mói (1891-1974). Móðir: Elín Lárusdóttir (1890-1980) húsfreyja á Ysta-Mói. Eftir barna- og unglingaskóla í Fljótum hélt Haraldur til náms við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði og var þar einn vetur. Haraldur hóf búskap á Ysta-Mói ásamt konu sinni árið 1947 og bjó þar í félagi við foreldra sína. Þau hættu búskap 1973 þegar elsti sonur hans tók við búinu. Haraldur flutti þá í Haganesvík þar sem hann tók við starfi kaupfélagsstjóra Samvinnufélags Fljótamanna ásamt því að sjá um póstafgreiðslu fyrir sveitina. Hann var kaupfélagsstjóri til ársins 1977 en þá var Samvinnufélag Fljótamanna sameinað Kaupfélagi Skagfirðinga og starfsemin flutt að Ketilási. Haraldur vann svo hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, fyrst að Ketilsási og síðan hjá byggingarvörudeild Kaupfélagsins á Sauðárkróki en þangað flutti hann 1979. Haraldur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. hreppstjóri Haganeshrepps 1970-82, hreppsnefndarmaður, sýslunefndarmaður, í stjórn Búnaðarsambands Skagafjarðar og formaður jarðanefndar Skagafjarðarsýslu, ásamt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Haraldur sinnti auk þess ýmsum félags- og íþróttamálum, t.d. formennsku í Skíðafélagi Fljótamanna um árabil, formennsku fyrir Veiðifélag Flókadalsár, ásamt ýmsum öðrum félagsstörfum. Hann var mikill áhugamaður um skák. Haraldur kvæntist 29.12. 1946 Guðmundu Pálínu Hermannsdóttur, þau eignuðust níu börn.