Skíðastaðir

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Skíðastaðir

Equivalent terms

Skíðastaðir

Associated terms

Skíðastaðir

10 Authority record results for Skíðastaðir

10 results directly related Exclude narrower terms

Anna Sigurbjörg Helgadóttir (1913-1976)

  • S03461
  • Person
  • 20.05.1913-15.10.1976

Anna Sigurbjörg Helgadóttir, f. 20.05.1913, d. 15.10.1976. Foreldrar: Helgi Jónsson bóndi á Hafgrímsstöðum og kona hans Þóra Kristjánsdóttir.
Anna var áttunda og yngst barna þeirra Helga og Þóru. Síðar eignaðist hún tvö hálfsystkini. Anna ólst upp hjá Elínu ömmu sinni á Hafgrímsstöðum og vann ýmis tilfallandi störf. Um tvítugt veiktist hún alvarlega og lá marga mánuði á Kristnesspítala. Hún vann við síldarsöltun á Siglufirði, var í vist á Akureyri og kaupakona á Nautabúi á Efribyggð. Anna var einnig í kaupavinnu á Sveinsstöðum og er Elín amma hennar veiktist réð hún sig í innu á sjúkrahúisinu á Sauðárkróki. Anna fór að Hrólfsstöðum og hóf sambúð með Guðmundi Ólafssyni. Árið 1947 fluttust þau að Skíðastöðum. Guðmundur veiktist árið 1952 en þá hélt Anna búskapnum áfram með aðstoð Páls, bróður Guðmundar.Eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur hóf Anna að starfa á Hrafnistu í Reykjavík og vann þar til dánardags.
Maki: Guðmundur Ólafsson (1916-1974).Þau eignuðust tvö börn. Fyrir átti Anna son með Sigurði Sigurðssyni frá Akeyri og dóttur með Karli Hallberg sem var sænskur en búsettur á Siglufirði.

Gísli Björnsson (1877-1966)

  • S02393
  • Person
  • 18.01.1877-03.03.1966

Gísli Björnsson, f. í Kolgröf í Lýtingsstaðahreppi 18.01.1877, d. 03.03.1966 í Reykjavík. Foreldrar: Björn Gottskálksson síðast bóndi í Kolgröf og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir.
Gísli aflaði sér talsverðrar menntunar af sjálfsdáðum. Hann var ráðsmaður á Skíðastöðum 1901-1904 og bóndi þar 1904-1915. Reisti hann steinsteypt íbúðarhús á jörðinni árin 1909-1910, hið fyrsta sinnar tegundar í hreppnum.
Maki: Ingibjörg Jónsdóttir (var áður gift Hannesi Péturssyni bónda á Skíðastöðum). Þau voru barnlaus og slitu samvistir 1915. Fór Gísli þá til Reykjavíkur og stundaði ýmis kaupsýslustörf og fasteignasölu. Mörg síðustu árin dvaldi hann á Hrafnistu í Reykjavíku.

Helga Helgadóttir (1889-1970)

  • S02034
  • Person
  • 01.01.1889-15.10.1970

Foreldrar: Helgi Björnsson b. á Ánastöðum og f.k.h. Steinunn Jónsdóttir. Móður sína missti Helga, þá er hún var aðeins á þriðja ári, og fór hún þá í fóstur til móðurbróður síns, Magnúsar í Gilhaga og k.h. Helgu Indriðadóttur. Þar ólst hún upp til fullorðinsára. Helga Helgadóttir fluttist til Reykjavíkur fullþroska og var þar við margvísleg störf, m.a. lengi í fiskvinnu. Þá lærði hún karlmannafatasaum og stundaði saumaskap alla tíð meðfram búskap. Kvæntist Bjarna Björnssyni frá Óspaksstöðum í Hrútafirði. Þau bjuggu fyrst á Mýrum í Hrútafirði þar sem Bjarni hafði búið með fyrri konu sinni. Árið 1933 festu þau kaup á Skíðastöðum á Neðribyggð í Lýtingsstaðahreppi og bjuggu þar til 1944 er þau slitu samvistir. Helga var síðast búsett í Reykjavík og starfaði þar lengst af á Elliheimilinu Grund. Helga og Bjarni eignuðust eina dóttur saman, fyrir átti Bjarni þrjú börn.

Hjörtur Hjálmarsson (1840-1893)

  • S03004
  • Person
  • 30. jan. 1840 - 19. maí 1893

Fæddur á Skíðastöðum. Foreldrar: Hjálmar Árnason bóndi og kona hans Guðrún Stefánsdóttir. Hjörtur ólst upp hjá foreldrum sínum. Bóndi á Bústöðum í Austurdal 1864-1883, Skíðastöðum 1883-1893. Byggði eitt af fyrstu timburhúsunum í sveitum Skagafjarðar er hann bjó á Skíðastöðum og setti einnig brú á Grímsá til að létta beitarhúsamönnum leiðina yfir þessa mannskæðu á.
Hjörtur sat í hreppsnefnd Skefilstaðahrepps og var sýslunefndarmaður 1889-1892 og hreppstjóri frá 1886 til æviloka.
Maki 1: María Jóhannesdóttir (1839-1871). Ekkert barna þeirra komst upp.
Maki 2: María Þorláksdóttir (f. um 1846, d. 1874). Þau eignuðust ekki börn.
Maki 3: Ingibjörg Gunnarsdóttir. Ekkert barna þeirra komst upp.
Maki 4: Þórunn Gunnarsdóttir. Þau ólu upp nokkur fósturbörn.
Einnig átti Hjörtur launbarn á milli kvenna. Lundfríði (1877-1912) sem var skólastýra Kvennaskólans á Akureyri.

Jóhann Sigurðsson (1869-1934)

  • S03158
  • Person
  • 03.05.1869-04.09.1934

Jóhann Sigurðsson, f. í Vatnskoti í Hegranesi 03.05. 1869, d. 04.09.1934 á Sævarlandi. Foreldrar: Sigurður Stefánsson bóndi í Vatnskoti (1835-1887) og kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir (1835-1908). Jóhann ólst upp hjá foreldrum sínum til 13 ára aldurs, en þá voru þau komin að Heiðarseli og bjuggu þar við mikla fátækt. Vorið 1881 réðst Jóhann að Skíðastöðum í Laxárdal, þar sem hjónin á bænum, Hjörtur og Þórunn, tóku hann að sér. Hann dvaldi 2 vetur á Möðruvallaskóla. Er hann reisti bú á Sævarlandi hafði hann verið ráðsmaður Þórunnar um skeið.
Jóhann átti lengi sæti í hreppsnefnd Skefilstaðahrepps, var oddviti hennar frá 1906-1919, sýslunefndarmaður frá 1901-1922 og hreppsstjóri frá 1901 til æviloka.
Maki (gift 1901): Sigríður Magnúsdóttir (18.09.1868-14.09.1949). Þau eignuðust eina dóttur.

Sigurður Gunnarsson (1833-1909)

  • S03113
  • Person
  • 4. mars 1833 - 7. feb. 1909

Fæddur á Skíðastöðum í Laxárdal. Foreldrar: Gunnar Gunnarsson hreppstjóri á Skíðastöðum og k.h. Ingibjörg Björnsdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum á Skíðastöðum. Bóndi á Hafragili 1863-1865. Kvæntist árið 1867 Sigríði Gísladóttur, þau eignuðust tólf börn og bjuggu á Fossi á Skaga frá 1865. Sigurður var hreppstjóri Skefilsstaðahrepps 1872-1875.
Sigurður lést árið 1909 úr taugaveiki, sama ár létust einnig tvær dætur hans úr sama sjúkdómi.

Sigurlaug Ólafsdóttir (1865-1922)

  • S02727
  • Person
  • 9. sept. 1865 - 31. jan. 1922

Foreldrar: Ólafur Rafnsson og Sigríður Gunnarsdóttir á Tyrfingsstöðum. Maki: Sölvi Guðmundsson bóndi á Skíðastöðum í Laxárdal og víðar. Þau eignuðust átta börn, eitt dó á fyrsta ári.

Símon Jóhannsson (1892-1960)

  • S01031
  • Person
  • 26.05.1892-17.03.1960

Foreldrar: Jóhann Eyjólfsson og Ingibjörg Guðjónsdóttir. Bóndi á Herjólfsstöðum í Laxárdal 1915-1916, Þverá í Hallárdal, A-Hún 1919-1920, í húsmennsku á Starrastöðum 1921-1925, bóndi í Teigakoti í Tungusveit 1925-1933, á Keldulandi á Kjálka 1933-1935, í Goðdölum 1935-1949, í Teigakoti aftur 1949-1951, síðast búsettur í Goðdölum hjá sonum sínum. Símon stundaði töluverða hrossaverslun á tímabili, keypti þá afsláttarhross í framanverðum Skagafirði og seldi til Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Fljóta. Hann var einnig við mæðiveikivörslu við Blöndu og Kúlukvísl í einhver sumur. Vorið 1941 réði Símon sig í flokk vegagerðarmanna undir stjórn Lúðvíks Kemp við lagningu Siglufjarðarbrautar þar sem hann sá um hrossagæslu, annaðist aðföng og hafði umsjón með mötuneyti ásamt fleiri viðskiptum fyrir vegagerðarmenn. Símon kvæntist Moniku Sveinsdóttur frá Bjarnastaðahlíð, þau eignuðust þrjá syni.

Sölvi Guðmundsson (1868-1953)

  • S02726
  • Person
  • 17. okt. 1868 - 15. maí 1953

Foreldrar: Guðmundur Sölvason hreppstjóri og síðast b. á Fagranesi og kona hans Margrét Björnsdóttir frá Auðnum. Sölvi missti móður sína nýfæddur og ólst upp með föður sínum og eftir lát hans hjá Benedikt föðurbróður sínum, oddvita á Ingveldarstöðum. Bjó fyrst ókvæntur á parti af Ingveldarstöðum á Reykjaströnd en brá búi og flutti að Kálfárdal í Gönguskörðum og var þar í húsmennsku næstu árin. Maki: Sigurlaug Ólafsdóttir, f. 1865, frá Kálfárdal. Þau eignuðust átta börn en eitt dó á fyrsta ári. Eftir að Sölvi tók saman við heimasætuna Sigurlaugu fengu þau allan Kálfárdal til ábúðar og bjuggu þar 1896-1920, á Skíðastöðum 19320-1945. Dvaldi til skiptis hjá börnum sínum eftir að Stefán sonur hans tók við búi á Skíðastöðum. Átti lengi sæti í hreppsnefnd og var lendir deildarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga í Skefilstaðahreppi.

Sveinbjörn Sveinsson (1886-1933)

  • S03212
  • Person
  • 10.07.1886-15.05.1933

Sveinbjörn Sveinsson, f. í Syðra-Vallholti 10.07.1886, d. 15.05.1933 á Bakka í Vallhólmi. Foreldrar: Sveinn Gunnarsson bóndi á Mælifellsá og kona hans Margrét Þórunn Árnadóttir. Hann var sjöundi í aldursröð fimmtán barna þeirra. Bóndi á Mælifellsá á Efribyggð 1909-1914, á Ánastöðum í Svartárdal 1914-1916, á Skíðastöðum í Laxárdal ytri 1916-1920, í Breiðargerði 1921-1927, í Selhaga á Skörðum A-Hún 1929-1930, í Efra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit 1930-1931, í Breiðargerði 1931-1933.
Maki (gift 13.06.1912): Stefanía Ragnhildur Jónsdóttir (09.04.1887-16.11.1944). Þau eignuðust fjögur börn og dó eitt þeirra í frumbernsku. Síðar eignaðist Ragnhildur tvö börn með Birni Björnssyni, síðar bónda í Borgargerði í Norðurárdal.