Stóra-Gröf syðri

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Stóra-Gröf syðri

Equivalent terms

Stóra-Gröf syðri

Associated terms

Stóra-Gröf syðri

2 Authority record results for Stóra-Gröf syðri

2 results directly related Exclude narrower terms

Helgi Sigurðsson (1913-2008)

  • S01596
  • Person
  • 19.09.1913-19.12.2008

Helgi Sigurðsson fæddist í Torfgarði á Langholti í Skagafirði 19. september árið 1913. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Helgason bóndi í Torfgarði á Langholti og Helga Magnúsdóttir húsfreyja. Helgi kvæntist árið 1939 Þóru Jóhannsdóttur húsfreyju í Stóru-Gröf syðri, þau eignuðust tvö börn. Þóra átti þrjú börn af fyrra hjónabandi.
,,Helgi ólst upp í foreldrahúsum í Torfgarði en fór snemma að vinna utan heimilis sem kaupamaður á ýmsum bæjum og verkamaður víða, m.a. við lagningu þjóðvegarins um Blönduhlíð í Skagafirði. Helgi var bóndi á Víðimýri 1939-1941, á Reykjarhóli 1941-1943, á Kárastöðum í Hegranesi 1943-1944 og í Geitagerði 1944-1957 en það ár keypti hann jörðina Stóru-Gröf syðri á Langholti þar sem hann bjó um margra ára skeið þar til hann flutti til Sauðárkróks árið 1969. Starfaði hann þar um árabil í fóðurvörudeild Kaupfélags Skagfirðinga."

Páll Þorsteinsson (1920-2008)

  • S03117
  • Person
  • 28. mars 1920 - 24. feb. 2008

Páll Þorsteinsson múrarameistari fæddist á Stóru-Gröf í Skagafirði 28. mars 1920. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jóhannsson bóndi og Mínerva Sveinsdóttir. ,,Páll flutti til Reykjavíkur um tvítugt, og lauk sveinsprófi 1946. Hann fékk meistararéttindi í múrsmíði 1949 og var félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur 1946-1953, og síðan félagi í Múrarameistarafélagi Reykjavíkur. Hann var í stjórn Sveinssambands byggingamanna 1948-1949, ritari í stjórn Múrarameistarafélags Reykjavíkur 1957-1960, 1977 og síðar, í prófnefnd og í verðskrárnefnd 1975-1985. Hann starfaði sem múrarameistari þar til hann lét af störfum 70 ára að aldri." Hinn 31. mars 1945 giftist Páll Margréti Eggertsdóttur söngkonu, þau eignuðust þrjú börn.