Starrastaðir

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Starrastaðir

Equivalent terms

Starrastaðir

Associated terms

Starrastaðir

6 Authority record results for Starrastaðir

6 results directly related Exclude narrower terms

Eyjólfur Einarsson (1852-1896)

  • S01998
  • Person
  • 28. nóv. 1852 - 26. des. 1896

Foreldrar: Einar Hannesson síðast b. á Mælifellsá og s.k.h. Sigurlaug Eyjólfsdóttir frá Gili í Svartárdal. Bóndi á Hafgrímsstöðum 1882-1883, Starrastöðum 1883-1885, Mælifellsá 1885-1893, Krithóli 1893-1894, Glaumbæ 1894-1895 og á Reykjum 1895-1896. Kvæntist Margréti Þormóðsdóttur frá Ártúni, þau eignuðust sjö syni.

Margrét Þormóðsdóttir (1859-1896)

  • S01997
  • Person
  • 23. sept. 1859 - 4. júní 1896

Foreldrar: Þormóður Ólafsson b. í Ártúni við Reykjavík og k.h. Þóra Jónsdóttir. Kvæntist Eyjólfi Einarssyni frá Mælifellsá. Þau bjuggu á Hafgrímsstöðum, Starrastöðum, Mælifellsá, Krithóli, Glaumbæ og síðast á Reykjum í Tungusveit þar sem þau létust bæði árið 1896. Þau eignuðust sjö syni.

Monika Súsanna Sveinsdóttir (1887-1982)

  • S01623
  • Person
  • 16. júlí 1887 - 29. jan. 1982

Foreldrar: Sveinn Guðmundsson b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjörg Ólafsdóttir. Árið 1910 var Monika skráð sem hjú hjá Ólafi bróður sínum á Starrastöðum. Á árunum 1911-1916 var Monika á Sauðárkróki, starfaði við matsölu og a.m.k. einn vetur hjá Jónasi lækni. Hún var í vist á Þverá í Hallárdal árið 1917 hjá Steingrími Guðmundssyni og k.h. Sigurlaugu Magnúsdóttur, er síðar bjuggu á Breiðargerði. Kvæntist árið 1919 Símoni Jóhannssyni, þau bjuggu á Þverá í Hallárdal A-Hún 1919-1920, á Mælifelli 1920-1921, í húsmennsku á Starrastöðum 1921-1925, í Teigakoti í Tungusveit 1925-1933, á Keldulandi á Kjálka 1933-1935, í Goðdölum 1935-1949 og í Teigakoti aftur 1949-1951. Síðast búsett á Sauðárkróki.
Monika og Símon eignuðust þrjá syni.

Ólafur Sigmar Pálsson (1938-

  • S01899
  • Person
  • 25.05.1938-

Frá Starrastöðum, sonur Guðrúnar Kristjánsdóttur og Páls Gísla Ólafssonar. Kvæntist Hjörtínu Dóru Vagnsdóttur, þau eignuðust tvö börn. Búsettur á Sauðárkróki.

Ólafur Sveinsson (1870-1954)

  • S03164
  • Person
  • 09.11.1870-25.02.1954

Ólafur Sveinsson, f. í Fremri-Svartárdal 09.11.1870, d. 25.02.1954 á Starrastöðum.
Foreldrar: Sveinn Guðmundsson, þá bóndi í Svartárdal og seinna í Bjarnastaðahlíð og kona hans Þorbjörg Ólafsdóttir. Ólafur ólst upp með foreldrum sínum. Ólafur hóf búskap á Breið 1899 og bjó þar í tvö ár. Árið 1901 keypti hann Starrastaði , sem hafði verið kirkjujörð frá Mælifelli, og var skráður fyrir búi þar til 1943. Hann hlaut verðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs hins IX. fyrir búnaðarframkvæmdir.
Þegar kirkjan á Mælifelli brann, aðfararnótt 21. september 1921, sýndi Ólafur það snarræði og hugrekki að fara inn í brennandi kirkjuna og bjarga embættisbókum kallsins og fleiru af verðmætum munum. Loguðu bækurnar í höndum hans, er hann bar þær út. Brann hvert blað að miðju niður og varð mikið tjón, en fyrir snarræði Ólafs eyðilagðist ekki allt.
Maki 1: Gíslíana Bjarnveig Bjarnadóttir (05.011878-25.02.1902) frá Króki á Skagaströnd. Þau eignuðust son sem dó á fyrsta ári.
Maki 2: Margrét Eyjólfsdóttir (27.06.1867-26.08.1923). Eyjólfur Hansson, síðast bóndi í Stafni í Svartárdal var kjörfaðir hennar en raunverulegir foreldrar voru Björn Fr. Schram og Herdís Eiríksdóttir, sem síðar varð kona Eyjólfs. Margrét og Ólafur eignuðust þrjú börn.

Símon Jóhannsson (1892-1960)

  • S01031
  • Person
  • 26.05.1892-17.03.1960

Foreldrar: Jóhann Eyjólfsson og Ingibjörg Guðjónsdóttir. Bóndi á Herjólfsstöðum í Laxárdal 1915-1916, Þverá í Hallárdal, A-Hún 1919-1920, í húsmennsku á Starrastöðum 1921-1925, bóndi í Teigakoti í Tungusveit 1925-1933, á Keldulandi á Kjálka 1933-1935, í Goðdölum 1935-1949, í Teigakoti aftur 1949-1951, síðast búsettur í Goðdölum hjá sonum sínum. Símon stundaði töluverða hrossaverslun á tímabili, keypti þá afsláttarhross í framanverðum Skagafirði og seldi til Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Fljóta. Hann var einnig við mæðiveikivörslu við Blöndu og Kúlukvísl í einhver sumur. Vorið 1941 réði Símon sig í flokk vegagerðarmanna undir stjórn Lúðvíks Kemp við lagningu Siglufjarðarbrautar þar sem hann sá um hrossagæslu, annaðist aðföng og hafði umsjón með mötuneyti ásamt fleiri viðskiptum fyrir vegagerðarmenn. Símon kvæntist Moniku Sveinsdóttur frá Bjarnastaðahlíð, þau eignuðust þrjá syni.