Stóragerði í Óslandshlíð

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Stóragerði í Óslandshlíð

Equivalent terms

Stóragerði í Óslandshlíð

Associated terms

Stóragerði í Óslandshlíð

15 Authority record results for Stóragerði í Óslandshlíð

15 results directly related Exclude narrower terms

Anna Björnsdóttir (1867-1917)

  • S02768
  • Person
  • 12. nóv. 1867 - 29. sept. 1917

Anna Björnsdóttir, f. 13.11.1867 í Stóragerði. Foreldrar: Björn Illugason og Helga Jónsdóttir í Enni í Viðvíkursveit. Maki: Snorri Bessason, f. 18.09.1862. Þau hófu búskap í Stóragerði í Óslandshlíð 1890 og bjuggu þar þrjú ár. Bjuggu í Hringveri 1893-99, í Garðakoti 1899-1916 og í Enni 1916-1918 en Snorri brá búi ári eftir andlát Önnu. Anna og Snorri eignuðust fimm börn sem upp komust.

Anna Kristín Jóhannsdóttir (1865-1930)

  • S02824
  • Person
  • 25. mars 1865 - 24. mars 1930

Anna Kristín Jóhannsdóttir, f. 25.03.1865 að Gröf á Höfðaströnd. Foreldrar: Jóhann Bjarnason og kona hans Halldóra Þorfinnsdóttir á Gröf á Höfðaströnd.
Maki: Jón Jónsson frá Ólafsfirði, f. 1861, þau eignuðust sjö börn. Þau bjuggu á Torfhóli í Óslandshlíð 1887-1897, Stóragerði 1897-1906, Brekkukoti 1906-1909. Brugðu þá búi en reistu aftur bú á Torfhóli 1911. Voru þar til 1918. Brugðu þá búi og fluttust til Hofsóss. Fluttust þaðan til Siglufjarðar, til Halldóru dóttur sinnar. Þar dó Anna Kristín.

Ásta Jónsdóttir (1909-1975)

  • S01966
  • Person
  • 10. okt. 1909 - 30. júní 1975

Foreldrar: Jón G. Erlendsson b. á Marbæli og k.h. Anna Rögnvaldsdóttir. Ásta ólst upp hjá foreldrum sínum á Marbæli. Hún var vetrartíma á unglinganámskeiði á Hólum og tvo vetrarparta við hússtörf í Reykjavík hjá Guðrúnu Lárusdóttur. Samkvæmt Íslendingabók var Ásta námsmey á Akureyri árið 1930. Árið 1939 kvæntist hún Ólafi Jónssyni ráðunaut frá Nautabúi á Neðribyggð. Þau bjuggu á Felli í Sléttuhlíð 1938-1941 og í Stóragerði 1945-1949 er Ólafur lést. Þá flutti Ásta til Sauðárkróks með börn þeirra. Árið 1956 fluttist hún til Reykjavíkur til að skapa börnum sínum meiri möguleika til menntunar. Sonurinn Jón hafði fengið heilahimnubólgu barn að aldri, sem varð þess valdandi að hann varð heyrnarlaus. Þar sem ekki voru þá skilyrði fyrir hann til framhaldsnáms eftir Heyrnleysingjaskólann á Íslandi kom hún honum í iðnnám í Noregi, og þar settist hann að. Ásta starfaði sem matráðskona hjá Landsíma Íslands í Reykjavík. Þau Ólafur eignuðust fjögur börn.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (1907-1955)

  • S01964
  • Person
  • 1. apríl 1907 - 20. okt. 1955

Foreldrar: Jón G. Erlendsson b. á Marbæli í Óslandshlíð og k.h. Anna Rögnvaldsdóttir. Ingibjörg ólst upp hjá foreldrum sínum á Marbæli til fullorðinsára. Hún lauk barnaskólanámi á Hlíðarhúsinu í Óslandshlíð. Einnig stundaði hún nám í tvo vetur á alþýðuskólanum að Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu og útskrifaðist þaðan vorið 1927. Hún stundaði garðrækt og ræktaði kartöflur, rófur og ýmiskonar kálmeti, sem ekki var algengt í þá daga. Ingibjörg starfaði í UMF Geisla og var hún ein af stofnendum kvenfélagsins Óskar í Óslandshlíð og í stjórn þess. Ingibjörg kvæntist Kristjáni Jónssyni frá Stóragerði, þau bjuggu í Stóragerði 1932-1946 og á Óslandi eftir það, þau eignuðust fjögur börn.

Jón Björnsson (1873-1959)

  • S01735
  • Person
  • 21. apríl 1873 - 20. maí 1959

Jón Björnsson í Stóragerði í Óslandshlíð. Foreldrar: Björn Illugason bóndi í Enni í Viðvíkursveit o.v. og k.h. Helga Jónsdóttir. Ólst upp á Þúfum, Miklahóli og Enni. Bóndi á Bakka 1906-1955. Sýslunefndarmaður Viðvíkurhrepps 1933-1954 og gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Kona: Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir, f. á Frostastöðum 1878, þau eignuðust sjö börn.

Jón Björnsson, f. í Stóragerði í Óslandshlíð 21.04.1874, d. 20.05.1959 í Reykjavík. Foreldrar: Björn Illugason bóndi í Enni í Viðvíkursveit og víðar og kona hans Helga Jónsdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum í Þúfum í Óslandshlíð og síðan á Miklahóli og Enni. Vann að búi foreldra sinna og kom sér jafnhliða upp bústofni, eftir að hann kom að Enni, þótt faðir hans væri talinn ábúandi á allri jörðinni. Reisti bú á Bakka 1906 og var bóndi þar til 1955.
Jón var sýslunefndarmaður Viðvíkurhrepps 1933-1954 og gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir sveit sína.
Maki: Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir. Þau giftust 1916 en áður hafði hún verið bústýra hans frá því um 1900. Þau eignuðust átta börn. Eitt þeirra dó í um tvítugt.

Jón Jónsson (1861-1931)

  • S02823
  • Person
  • 29. sept. 1861 - 5. des. 1931

Foreldrar: Jón Þorkelsson bóndi á Hreppsendaá í Ólafsfirði og kona hans Anna Símonardóttir. Jón fæddist í Skarðsdal og ólst þar upp til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan að Reykjarhóli í Austur-Fljótum og bjó þar til ársins 1871 en þá drukknaði faðir hans af hákarlaskipi frá Hraunum. Varð þá ekkjan að láta frá sér börnin nema það yngsta, Rögnvald. Jón fór því snemma að vinna fyrir sér og var á ýmsum stöðum í Fljótum til fullorðinsára. Þá fluttist hann inn í Hofshrepp og kvæntist þar. Maki: Anna Kristín Jóhannsdóttir, f. 25.03.1865 á Gröf á Höfðaströnd. Þau eignuðust sjö börn. Var bóndi á Torfhóli í Óslandshlíð 1887-1897, Stóragerði 1897-1906, Brekkukoti 1906-1909. Brá þá búi en reisti aftur bú á Torfhóli 1911. Var þar til 1918 en brá þá búi og fluttist til Hofsóss. Fluttust þau hjón þaðan til Siglufjarðar til Halldóru dóttur sinnar. Þar lést Anna Kristín og fór Jón þá til Akureyrar til Guðbjargar dóttur sinnar og bjó þar til dauðadags.

Jón Kristjánsson (1942-

  • S01932
  • Person
  • 11. júní 1942-

Fæddur í Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði 11. júní 1942. Foreldrar: Kristján Jónsson bóndi þar og síðar á Óslandi og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Maki (25. desember 1964): Margrét Hulda Einarsdóttir bankastarfsmaður. Jón lauk samvinnuskólaprófi 1963. ,,Stundaði verslunarstörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga 1959–1963. Verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum 1963–1978. Félagsmálafulltrúi Kaupfélags Héraðsbúa 1978–1984. Skipaður 14. apríl 2001 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 7. mars 2006. Skipaður 7. mars 2006 félagsmálaráðherra, lausn 15. júní 2006. Ritstjóri Austra á Egilsstöðum síðan 1974. Í sýslunefnd Suður-Múlasýslu 1974–1987. Formaður stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga 1975–1988. Þingkjörinn endurskoðandi Framkvæmdastofnunar ríkisins 1974–1983. Stjórnarformaður Kaupfélags Héraðsbúa 1987–1995. Í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1985. Í Norðurlandaráði 1990–1991. Fulltrúi Íslands í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1985–1987. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989 og afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1988. Varaformaður Ferðamálaráðs síðan 1999. Í stjórnarskrárnefnd frá 2005, formaður. Alþingismaður Austurlans 1984–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2007 (Framsóknarflokkur). Varaþingmaður Austurlands apríl 1979, apríl 1981, febrúar–mars og nóvember 1982, október–nóvember 1983, apríl, maí, nóvember og desember 1984. Forseti neðri deildar 1987–1988. 2. varaforseti Alþingis 2006–2007." Sat einnig í fjöldamörgum öðrum nefndum og ráðum.

Kristinn Sigurðsson (1863-1943)

  • S01551
  • Person
  • 28. júlí 1863 - 5. okt. 1943

Foreldrar: Sigurður Gunnlaugsson síðast b. á Skriðulandi í Kolbeinsdal og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Kristinn ólst upp með foreldrum sínum og fluttist með þeim að Skriðulandi í Kolbeinsdal árið 1872. Reisti bú á Fjalli í Kolbeinsdal 1894. Fluttist að Þúfum í Óslandshlíð 1895, að Stóragerði 1896. Fór aftur að Skriðulandi 1897, tók við búskap þar að fullu árið 1900-1933. Kristinn fylgdi ferðamönnum ótal sinnum yfir Heljardalsheiði í erfiðum veðrum. Eftir að síminn var lagður yfir heiðina annaðist Kristinn eftirlit með línunni og bilanir voru tíðar. Kristinn kvæntist Hallfríði Jónsdóttur, hún var alin upp á Hvalnesi á Skaga, þau eignuðust einn son saman. Fyrir hafði Kristinn eignast son með Kristínu Jónsdóttur, sá fór til Vesturheims.

Kristján Jónsson (1905-1994)

  • S01970
  • Person
  • 27. des. 1905 - 8. sept. 1994

Foreldrar: Jón Sigurðsson smiður og bóndi í Stóragerði og k.h. Níelsína Kristjánsdóttir. Fimm ára fluttist hann með foreldrum sínum að Hólum í Hjaltadal, en þá gerðist faðir hans smíðakennari við bændaskólann. Kristján lauk barnaskólanámi í Hólahreppi. Síðan fór hann í Hólaskóla og tók þar búfræðipróf vorið 1923. Árið 1929 fór hann til Danmerkur og vann þar á búgarði um veturinn. Þaðan fór hann til Noregs vorið 1930 og tók þriggja mánaða námskeið við landbúnaðarháskólann að Ási. Mun hann hafa haft hug á frekara námi sem ekki varð af og kom hann heim haustið 1930. Árið 1922 fluttu foreldrar Kristjáns að Stóragerði og árið 1932 hóf hann búskap í félagi við foreldra sína en árið 1932. Það sama ár kvæntist hann Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur frá Marbæli. Í Stóragerði bjuggu þau til ársins 1946 er þau keyptu jörðina Ósland í sömu sveit. Kristján missti konu sína árið 1955 og næstu ár var búskapurinn rekinn með aðstoð Margrétar elstu dótturinnar en árið 1959 byrja búskap með honum Þóra dóttir hans og hennar maður Jón Guðmundsson. Kristján átti heimili á Óslandi til æviloka. Kristjáni voru falin ýmis störf í þágu samfélagsins. Ungur var hann í Umf. Geisla sem starfaði í Óslandshlíð. Sat í hreppsnefnd í 27 ár, þar af oddviti í 4 ár, 1966-1970. Hann var formaður sjúkrasamlags Hofshrepps, í stjórn lestrarfélagsins, sýslunefndarmaður 1967-1972, í stjórn Búnaðarfélags Óslandshlíðar, í stjórn Kaupfélags Austur - Skagfirðinga og í skólanefnd Hofshrepps í mörg ár svo eitthvað sé nefnt. Kristján og Ingibjörg eignuðust fjögur börn.

Páll Hólm Auðunn Þórðarson (1947-

  • S01380
  • Person
  • 18.07.1947

Foreldrar: Jörgína Þórey Jóhannsdóttir og Þórður Eyjólfsson. Alinn upp í Stóragerði í Óslandshlíð, bílstjóri í Reykjavík. Eiginkona Páls er Alma Elísabet Guðbrands, þau eiga þrjú börn.

Snorri Bessason (1862-1949)

  • S01612
  • Person
  • 18. sept. 1862 - 19. ágúst 1949

Snorri Bessason, f. 18.09.1862 á Knappstöðum í Fljótum, d. 19.08.1949 í Reykjavík. Snorri ólst upp að mestu hjá föður sínum og stjúpu í Kýrholti í Viðvíkursveit. Hann hóf búskap að Stóragerði í Óslandshlíð 1890-1893, að Hringveri 1893-1899, í Garðakoti 1899-1916 og í Enni 1916-18, er hann brá búi. Fluttist skömmu síðar til R.víkur, var lengi stefnuvottur þar og stundaði fleiri störf. Maki: Anna Björnsdóttir, f. 13.11.1867. Þau eignuðust fimm börn sem upp komust.

Steinn Marínó Snorrason (1891-óvíst)

  • S02769
  • Person
  • 13. maí 1891-óvíst

Steinn Marinó Snorrason, f. 13.05.1891. Ekki er vitað hvenær Steinar lést, en hann mun hafa verið ungur. Foreldrar: Snorri Bessason, f. 1862 og Anna Björnsdóttir, f. 1867, þá búsett í Stóragerði í Óslandshlíð. Maki: Steinunn Ísaksdóttir, f. 02.12.1890, d. 17.12.1962. Steinunn er skráð á Lambanes-Reykjum 1901 en var hjúkrunarkona á Siglufirði um 1930. Þau eignuðust eina dóttur.

Þóra Jónsdóttir (1908-1937)

  • S01963
  • Person
  • 18. sept. 1908 - 13. apríl 1937

Dóttir Jóns Sigurðssonar b. og smiðs í Stóragerði í Óslandshlíð og k.h. Níelsínu Soffíu Kristjánsdóttur. Kvæntist Friðriki V. Guðmundssyni b. á Höfða á Höfðaströnd, Þóra lést þar af barnsförum.

Þórður Eyjólfsson (1927-

  • S01984
  • Person
  • 22.06.1927-

Bifreiðastjóri, áður búsettur í Stóragerði í Óslandshlíð, nú á Sauðárkróki. Kvæntist Jörgínu Þóreyju Jóhannsdóttur, þau eignuðust fjögur börn.

Þorleifur Rögnvaldsson (1876-1947)

  • S00679
  • Person
  • 06.04.1876-18.02.1947

Foreldrar: Rögnvaldur Þorleifsson og Guðrún Jónsdóttir. Kvæntist Guðrúnu Sigurðardóttur frá Karlsá í Ólafsfirði árið 1900, Guðrún var áður kvænt Rögnvaldi bróður Þorleifs en hann drukknaði 1899. Þorleifur og Guðrún hófu búskap í Brekkukot í Óslandshlíð til 1902 en þá fluttu þau búferlum að Stóragerði, en þar bjuggu þau til 1915 en fluttu það ár til Ólafsfjarðar og hófu búskap að Hornbrekku ásamt vélbátaútgerð frá Ólafsfirði. Árið 1924 var búskapnum hætt í Hornbrekku, en vélbátaútgerð hélt Þorleifur áfram frá Ólafsfirði til ársins 1933. Hann starfaði í hreppsnefnd Hofshrepps og var oddviti nefndarinnar 1910-1913. Í Ólafsfirði gegndi Þorleifur ýmsum opinberum störfum, átti meðal annars lengi sæti í hreppsnefnd, var oddviti og starfaði að ýmsum framfaramálum hreppsins. Þorleifur og Guðrún eignuðust fimm börn.