Tjörn í Borgarsveit

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Tjörn í Borgarsveit

Equivalent terms

Tjörn í Borgarsveit

Associated terms

Tjörn í Borgarsveit

3 Authority record results for Tjörn í Borgarsveit

3 results directly related Exclude narrower terms

Anna Elín Kristjánsdóttir (1863-1928)

  • S01249
  • Person
  • 20.06.1863-10.01.1928

Ekkja Jónasar Jónassonar, þau voru kennd við Tjörn í Borgarsveit. Anna Elín varð ekkja árið 1900 eftir að maður hennar Jónas Jónasson ferjumaður á Tjörn í Borgarsveit, veiktist skyndilega og lést. Anna Elín fluttist með fjögur börn sín til Vesturheims 1902. Þau bjuggu öll í Mountain N-Dak. Anna Elín giftist aftur Guðna Gestssyni, f. 2.5. 1862 á Langanesi, d. 18.6. 1923. Var hann ekkjumaður eftir fyrri konu og þrjú börn.

Bjarnleifur Árni Jónsson (1874-1954)

  • S03336
  • Person
  • 01.01.1874-04.02.1954

Bjarnleifur Árni Jónsson, f. á Sauðárkróki 01.01.1874, d. 04.02.1954 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Sigurðsson ferjumaður á Tjörn í Borgarsveit og kona hans María Þorkelsdóttir. Í sóknarmannatali í skírnarnafn hans skráð Bjarni Leifur Árni.
Bjarnleifur var yngstur systkina sinna og ólst upp hjá foreldraum sínum, fyrst á Sauðárkróki til 1878 en þá fluttust þau að tjörn. Þaðan fluttust þau aftur á Sauðárkrók árið 1883.Bjarnleifur stundaði sjómennsku og tilfallandi verkamannavinnu og var m.a. við fuglaveiðar og eggjatöku í Drangey. Árið 1896 fluttist hann með foreldrum sínum til Ísafjarðr árið 1896. tveimur árum síðar komu þau aftur og var þá kona Bjarnleifs með í för. Þau bjuggu á Sauðárkróki til haustsins 1913 að Bjarnleifur fluttist til Reykjavíkur og fjölskyldan kom vorið eftir. Eftir það áttu þau lengst af heima í Reykjavík en voru þó einhver ár í Vestmannaeyjum um og eftir 1930. Frá 1939 bjuggu þau á Kárastíg 9A í Reykjavík.
Bjarnleifur lærði skósmíiði. Hann lagði þó iðnina á hilluna með tímanum þar sem sjómennskjan gaf meira af sér. Hann sigldi á togurum og öll ár fyrri heimstyrjaldarinnar sigldi hann á England.
Maki: Ólafía Kristín Magnúsdóttir (1878-1949). Þai eignuðust níu börn.

Guðmundur Júlíus Jónasson (1887-1982)

  • S01250
  • Person
  • 31. júlí 1887 - 1. mars 1982

Sonur Jónasar Jónassonar (1851-1900) ferjumanns á Tjörn í Borgarsveit og Önnur Elínar Kristjánsdóttur. Anna fór líklega til Vesturheims með systkini Guðmundur árið 1902. Guðmundur fór til Vesturheims 1905 frá Sjávarborg. Settist að í Mountain og stundaði landbúnað. Kvæntist Elísabetu Guðnadóttir, f. 20.10.1889.