Vatn á Höfðaströnd

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Vatn á Höfðaströnd

Equivalent terms

Vatn á Höfðaströnd

Associated terms

Vatn á Höfðaströnd

7 Authority record results for Vatn á Höfðaströnd

7 results directly related Exclude narrower terms

Amalía Sigurðardóttir (1890-1967)

  • S00355
  • Person
  • 25.05.1890 - 14.06.1967

Amalía Sigurðardóttir fæddist á Víðivöllum í Akrahreppi þann 25. maí 1890.
Hún var á húsfreyja á Vatni á Höfðaströnd og á Víðimel í Seyluhreppi.
Fyrri maður hennar var Jón Kristbergur Árnason (1885-1926).
Seinni maður hennar var Gunnar Jóhann Valdimarsson (1890-1967).
Amalía lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 14. júní 1967.

Árni Jónsson (1913-1972)

  • S02100
  • Person
  • 21. apríl 1913 - 10. okt. 1972

Fæddur á Vatni á Höfðaströnd, sonur Amalíu Sigurðardóttur frá Víðivöllum og fyrri manns hennar Jóns Kristbergs Árnasonar. Bóndi, organisti og stöngstjóri á Víðimel í Seyluhreppi. Kvæntist Hallfríði Báru Jónsdóttur frá Hóli í Sæmundarhlíð. Þau bjuggu alla sína búskapartíð á Víðimel og eignuðust fimm börn.

Guðrún Þorsteinsdóttir (1863-1954)

  • S00667
  • Person
  • 7. ágúst 1863 - 27. júní 1954

Fædd og uppalin fyrstu árin á Vík í Héðinsfirði en fór svo með móður sinni að Siglunesi og síðan að Bæ á Höfðaströnd. Kvæntist Helga Ólafssyni, þau bjuggu í Ártúni á Höfðaströnd, á Mannskaðahóli, í Hornbrekku, að Læk í Viðvíkursveit, að Vatni á Höfðaströnd og síðast í Mýrakoti.

Sigrún Jónsdóttir (1911-1986)

  • S01666
  • Person
  • 6. mars 1911 - 22. mars 1986

Foreldrar: Jón Kristbergur Árnason og k.h. Amalía Sigurðardóttir. Sigrún ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Vatni á Höfðaströnd, en þaðan fluttu þau í Víðivelli 1921. Sigrún fór svo á Húsmæðraskólann á Blönduósi veturinn 1930-1931. Kvæntist árið 1934 Ingimari Jónssyni frá Flugumýri og þar bjuggu þau óslitið frá 1932-1955 er Ingimar lést. Sigrún hélt áfram búskap til 1959 er synir hennar tóku við. Haustið 1964 fór hún í vinnu að Reykjaskóla í Hrútafirði og var þar næstu þrjá vetur en þar var yngsti sonur hennar við nám. Árið 1969-1970 var hún hjá Steinunni dóttur sinni í Garðabæ. Alltaf átti hún þó heimili á Flugumýri og fluttist ekki þaðan fyrr en en hún keypti íbúð á Sauðárkróki árið 1972. Þar dvaldi hún næstu 5 árin, eða þar til hún fór á sjúkrahús vegna veikinda. Strax í æsku komu í ljós hjá Sigrúnu tónlistarhæfileigar og sérlega fögur söngrödd, sem hún hélt alla tíð. Sigrún og Ingimar eignuðust átta börn.

Verónika Franzdóttir (1896-1988)

  • S02588
  • Person
  • 14. mars 1896 - 14. maí 1988

Foreldrar: Franz Jónatansson b. og kennari í Málmey og k.h. Jóhanna Gunnarsdóttir. Verónika ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Höfðaströnd og síðan í Málmey. Árið 1914 fóru þau að Skálá og varð það heimili hennar næstu fjóra áratugina. Einn vetur var hún í skóla á Sauðárkróki og veturinn 1916 á húsmæðraskóla í Reykjavík. Hún kunni bæði söngstjórn og orgelleik. Kvæntist árið 1918 Eiði Sigurjónssyni frá Óslandi og tóku þau við búsforráðum á Skálá af foreldrum hennar það sama ár og bjuggu til 1954 er þau fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík starfaði Verónika á Elliheimilinu Grund. Verónika og Eiður eignuðust fjögur börn.