Sýnir 630 niðurstöður

Nafnspjöld
Person Sauðárkrókur

Bragi Þór Haraldsson (1953-

  • S03100
  • Person
  • 8. mars 1953-

Foreldrar: Sigríður Jónsdóttir og Haraldur Hróbjartsson frá Hamri í Hegranesi. Tæknifræðingur, starfar á verkfræðistofunni Stoð á Sauðárkróki. Maki: Sigríður Jónasína Andrésdóttir, þau eiga þrjú börn.

Þuríður Helga Þorsteinsdóttir (1912-1996)

  • S03144
  • Person
  • 28. júlí 1912 - 6. maí 1996

Foreldrar: Þorsteinn Helgason s. b. í Stóra-Holti í Fljótum og f.k.h. María Guðmundsdóttir. Þuríður fæddist á Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Fjögurra ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum til Akureyrar og bjó þar í þrjú ár. Árið 1919 flutti fjölskyldan að Rangárvöllum í Kræklingahlíð en þar missti Þuríður móður sína árið 1921. Árið 1926 flutti hún ásamt föður sínum, stjúpu (Sigurbjörgu Bjarnadóttur) og systkinum að Stóra-Holti í Fljótum. Þegar Þuríður var 21 árs féll stjúpa hennar frá og stóð hún þá fyrir búi ásamt föður sínum í þrjú ár. Árið 1935 kvæntist hún Jóni Jónssyni frá Helgustöðum í Fljótum. Þau bjuggu fyrst um sinn í Stóra-Holti en fluttu svo að Helgustöðum árið 1937 þar sem þau bjuggu til ársins 1967 er þau fluttu til Sauðárkróks. Þuríður og Jón eignuðust sjö börn og tóku einn fósturson. Þuríður var ein af stofnendum kvenfélagsins Framtíðarinnar í Fljótum og var formaður þess í 20 ár. Einnig sat hún í skólanefnd Holtshrepps í fjögur ár.

Guðjón Agnar Hermannsson (1933-2014)

  • S03295
  • Person
  • 03.09.1933-09.06.2014

(Guðjón) Agnar Hermannsson, f. að Fjalli í Kolbeinsdal 03.09.1933, d. 09.06.2014 í Reykjavík. Foreldrar: Hermanns Sigurvin Sigurjónsson (1901-1981) bóndi á Lóni í VIðvíkursveit og kona hans, Rósa Júlíusdóttir (1897-1988) húsmóðir. Agnar ólst upp hjá foreldrum sínum á nokkrum bæjum í Hólahreppi til 1938, að hann fluttist með þeim að Lóni í Viðvíkursveit þar sem hann átti heima í 25 ár. Þar stofnaði hann sitt heimili en fluttist með fjölskyldu sína til Sauðárkróks árið 1963 þar sem þau hjón reistu sér íbúð að Hólavegi 28 og þar átti Agnar heimili sitt til æviloka. Sumarið 1963 hóf Agnar störf sem ýtumaður hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga og var þar óslitið til 1974 en það sumar stofnaði hann ýtufyrirtæki með starfsfélaga sínum Hjalta Pálssyni, og keyptu þeir litla ýtu, Caterpillar D-3, hina fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Árið 1980 keypti hann vélina alla og rak síðan fyrirtæki sitt, Agnar og Hjalta, í mörg ár, seinna í félagi við Hermann son sinn. Agnar vann á jarðýtum samtals fjóra áratugi. Í fjölmörg ár stundaði hann einnig sauðfjársæðingar á vegum Búnaðarsambands Skagfirðinga.
Maki: Anna Lilja Leósdóttir frá Hvalnesi á Skaga (1941-). Þau eignuðust þrjú börn.

Sigurður Lárusson (1880-1929)

  • S02848
  • Person
  • 6. mars 1880 - 2. mars 1929

Sigurður Lárusson, f. í Vatnshlíð á Skörðum 06.03.1880. Foreldrar: Lárus Jón Stefánsson bóndi á Skarði í Gönguskörðum og fyrri kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Sigurður missti móður sína á sjötta ári. Hann ólst upp hjá föður sínum og stjúpu í Vatnshlíð til 1888 og í Skarði 1888-1894 og fermdist frá þeim eftir það. Eftir fermingu vann hann að búi þeirra í Skarði 1894-1902, var í vinnumennsku á Reykjum á Reykjaströnd 1902-1905 og á Syðri-Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1905-1907. Hann var síðan tómthúsmaður á Sauðárkróki frá 1907 til æviloka. Sigurður sótti sjó á vinnumannsárum sínum á Reykjaströnd og eftir að hann fluttist til Sauðárkróks stundaði hann sjóinn einvörðungu, fyrst sem háseti hjá öðrum en varð síðar formaður. Síðast var hann með bátinn Hvíting. Maki: Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 06.12.1886 á Reynistað í Staðarhreppi. Þau eignuðust níu börn.

Vilhelmína Helgadóttir (1894-1986)

  • S02915
  • Person
  • 4. okt. 1894 - 3. okt. 1986

Dóttir Helga Péturssonar og Margrétar Önnu Sigurðardóttur, þau bjuggu m.a. á Geirmundarhóli í Hrollleifsdal og á Kappastöðum í Sléttuhlíð. Giftist Hróbjarti Jónassyni múrarameistara frá Hróarsdal í Hegranesi, þau eignuðust sex börn. Þau bjuggu lengst af á Hamri í Hegranesi. Vilhelmína starfaði um árabil með Kvenfélagi Rípurhrepps. Síðast búsett á Sauðárkróki.

Stefanía Guðríður Sigurðardóttir (1918-1993)

  • S02775
  • Person
  • 5. jan. 1918 - 12. júlí 1993

Foreldrar: Sigurður Sigurðsson sýslumaður og Guðríður Stefanía Arnórsdóttir. Að loknu skólanámi á Sauðárkróki fór Stefanía í Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan. Hún stundaði skrifstofustörf í Reykjavík, lengst af hjá Vegagerð Ríkisins en einnig hjá Reykjavíkurborg. Stefanía var ógift og barnlaus.

Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir (1907-1963

  • S02778
  • Person
  • 19. júní 1907 - 25. feb. 1963

Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 19.06.1907. Foreldrar: Sigurður Lárusson sjómaður á Sauðárkróki, f. 1880 og Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 1886. Var verkakona á Akureyri. Guðrún var ógift og barnlaus.

Pétur Guðmundsson (1887-1987)

  • S02770
  • Person
  • 18. júní 1887 - 19. mars 1987

Pétur Guðmundsson, f. 18.06.1887. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson og Þuríður Lilja Stefánsdóttir, búsett í Vatnshlíð í A-Húnavatnssýslu. Maki: Herdís Grímsdóttir frá Syðri-Reykjum í Biskupstungum. Þau eignuðust þrjár dætur. Bjuggu í Vatnshlíð en fluttu á Sauðárkrók 1938 og bjuggu þar til æviloka.

Stefán Sigurðsson (1920-1966)

  • S02767
  • Person
  • 19. mars 1920 - 24. okt. 1966

Stefán Sigurðsson, f. 19.03.1920 á Syðri-Hofdölum. Foreldar: Anna Sigríður Einarsdóttir, f. 1891 og Sigurður Stefánsson, f. 1895. Þau bjuggu m.a. í Hjaltastaðahvammi, Merkigarði í Tungusveit, Torfmýri í Blönduhlíð og Ytri-Húsabakka í Seyluhreppi fyrstu æviár Stefáns. Árið 1926 fluttist fjölskyldan á Sauðárkrók. Stefán var sjómaður og síðar skipstjóri á skipum Útgerðarfélags Sauðárkróks. Maki: Guðný Þuríður Pétursdóttir frá Vatnshlíð í Skörðum, f. 26.05.1920. Þau eignuðust tvær dætur.

Ásta Karlsdóttir (1929-

  • S02686
  • Person
  • 22. des. 1929-

Ásta Karlsdóttir, f. 22.12.1929 á Akureyri, Maki: Ólafur Sveinsson læknir.

Margrét Björney Guðvinsdóttir (1935-2018)

  • S002684
  • Person
  • 4. maí 1935 - 10. ágúst 2018

Margrét Björney Guðvinsdóttir fæddist á Stóru-Seylu í Skagafirði. Foreldrar: Guðvin Óskar Jónsson verkamaður og Lovísa S. Björnsdóttir matselja. Maki 1: Björn Guðnason byggingameistari, þau eignuðust 4 börn. Sambýlismaður frá 1994 var Haukur Björnsson frá Bæ. Hann átti þrjú börn með fyrri konu sinni, Áróru H. Sigursteinsdóttur.
Margrét ólst upp á Stóru-Seylu, að miklu leyti hjá móðurforeldrum sínum, Birni Lárusi Jónssyni hreppstjóra og Margréti Björnsdóttur húsmóður. Að loknu gagnfræðaprófi á Sauðárkróki vann hún hótelstörf um tíma á Villa Nova. Ung stofnaði hún heimili á Króknum með Birni og varð framtíðarheimili þeirra á Hólavegi 22. Ásamt húsmóðurstörfum vann Margrét ýmis önnur störf á Sauðárkróki, m.a. í fiskvinnslu og á saumastofu og síðar réðst hún til vinnu í Bókabúð Kr. Blöndal. Opnaði Blóma- og gjafabúðina í nóvember 1982 á neðri hæðinni á Hólaveginum. Þar var verslunin rekin til 2003, þegar hún var flutt að Aðalgötu 6. Margrét var mjög virk í starfi Kvenfélags Sauðárkróks um árabil, átti sæti í sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju í nokkur ár og sat í stjórn Félags eldri borgara í Skagafirði.

Jón Jónsson (1875-1950)

  • S02789
  • Person
  • 25. feb. 1875 - 29. apríl 1950

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi, síðast á Miðlandi í Öxnadal og seinni kona hans Guðrún Karítas Jónsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og vann búi þeirra fram yfir fermingu en fór þá í vinnumennsku. Hann fór í yngri deild Möðruvallaskóla veturinn 1896-1897 en var næsta vetur í vinnumennsku hjá Sigurði bróður sínum í Sörlatungu í Hörgárdal. Flutti með honum að Sólheimum í Blönduhlíð árið 1898. Hann stundaði barnakennslu og landbúnaðarstörf í Blönduhlíð 1898-1900, 1902-1904 og 1906-1907. Árið 1900 fluttist hann út á Sauðárkrók og sinnti þar verslunarstörfum hjá Kristjáni Gíslasyni kaupmanni og kenndi jafnframt börnum hans. Vorið 1906 kom hann aftur í Blönduhlíðina að vinnumennsku á Hellu þar sem hann var síðan húsmaður 1907-1909. Þá keypti hann jörðina og hóf þar búskap. Dvaldi þar til vors 1918, en þó ekki alltaf bóndi enda seldi hann jörðina 1916. Árið 1918 fluttist hann alfarinn úr Skagafirði til Akureyrar og síðar til Siglufjarðar þar sem hann dvaldi til æviloka. Var þó kennari í Blönduhlíð veturna 1921-1922 og 1927-1928.
Maki: Sigurlaug Ingibjörg Jósefsdóttir frá Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi. Þau skildu eftir að þau fluttu til Akureyrar. Þau eignuðust einn son.

Þorkell Jónsson (1893-1980)

  • S02805
  • Person
  • 16. okt. 1893 - 29. júlí 1980

Þorkell Jónsson, f. 16.10.1893 í Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð. Foreldrar: Jón Jónasson bóndi á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð og kona hans Guðrún Þóra Þorkelsdóttir ljósmóðir. Þorkell ólst upp hjá foreldrum sínum í Hjaltastaðakvammi til 1900 og á Þorleifsstöðum 1900-1909. Hann var vinnumaður á Löngumýri í Vallhólmi 1909-1912 en sneri þá aftur að búi foreldra sinna á Þorleifsstöðum þar sem hann starfaði til ársins 1916. Var lausamaður á Mið-Grund í Blönduhlíð 1916-1917.
Maki 1: Una Gunnlaugsdóttir á Mið-Grund. Þau eignuðust fjögur börn. Þau giftust árið 1917 og hófu búskap í tvíbýli við móður Unu. Bjuggu þar til 1925. Það ár fluttust þau í Litladal og bjuggu þar til ársins 1930. Þá fluttust þau til Sauðárkróks þar sem Þorkell starfaði sem bílstjóri í eitt ár. Keyptu Miðsitju í Blönduhlíð og bjuggu þar árin 1931-1945. Á þessum árum stundaði Þorkell vöru- og fólksflutninga samhliða búskapnum. Þorkell gerði líka töluvert af því að smíða skeifur fyrir bændur í sveitinni. Árið 1945 slitu Þorkell og Una samvistir og seldu jörðina. Þorkell flutti til Siglufjarðar þar sem hann starfaði hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og stundaði ökukennslu.
Maki 2: Sambýliskona Þorkels á Siglufirði var Jóninna Margrét Sveinsdóttir, f. 05.01.1900 á Lóni í Viðvíkursveit.

Loðskinn hf (1969-)

  • S02837
  • Person
  • 1969-

Félagið fékk úthlutað lóð á Sauðárkróki 20. maí 1969 og byggingaframkvæmdir hófust það ár. Fyrsti framkvæmdastjóri var Þráinn Þorvaldsson. Sútunarverksmiðja á Sauðárkróki.

Hulda Tómasdóttir (1942-2011)

  • S02876
  • Person
  • 3. apríl 1942 - 2. ágúst 2011

Foreldrar: Tómas Björnsson, trésmiður á Sauðárkróki, f. 1895. og Líney Sigurjónsdóttir húsmóðir, f. 1904. Maki: Kári Valgarðsson húsasmiður, f. 1942, d. 2012. Hulda og Kári hófu búskap á Kambastíg 4, Sauðárkróki, en fluttu síðan á Smáragrund 21. Þau eignuðust þrjú börn. Hulda starfaði allan sinn starfsferil hjá Pósti og síma, síðar Íslandspósti, að frátöldum 2-3 árum þegar hún var um tvítugt, þar sem hún starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og Verslunarfélagi Skagfirðinga.

Anna Lísa Bang (1942-

  • S02877
  • Person
  • 14. okt. 1942-

Foreldrar: Ole Bang apótekari á Sauðárkróki og k.h. Minna Elísa Bang. Fædd og uppalin á Sauðárkróki.

Bragi Stefán Hrólfsson (1944-

  • S02882
  • Person
  • 4. nóv. 1944-

Foreldrar: Hrólfur Jóhannesson, f. 1906, bóndi í Kolgröf og kona hans Ingibjörg Björnsdóttir, f. 1915. Bifvélavirki, búsettur í Borgargerði í Borgarsveit. Maki 1: Sigurbjörg Óskarsdóttir frá Efra-Ási í Hjaltadal. Sigurbjörg lést 1972. Maki 2: Heiðbjört Kristmundsdóttir lífeindafræðingur.

Garðar Haukur Steingrímsson (1950-

  • S02899
  • Person
  • 24. maí 1950-

Foreldrar: Baldvina Þorvaldsdóttir og Steingrímur Garðarsson. Maki: Halla Rögnvaldsdóttir. Þau eiga eina dóttur saman, fyrir átti Halla aðra dóttur. Ólst upp á Sauðárkróki og búsettur þar.

Steinn Gunnar Ástvaldsson (1948-

  • S02891
  • Person
  • 07.03.1948-

Foreldrar: Ástvaldur Óskar Tómasson (1918-2007) og Svanfríður Steinsdóttir (1926-). Ólst upp á Sauðárkróki. Starfaði rúm 40 ár hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.

Guðmundur Halldórsson (1926-1991)

  • S03093
  • Person
  • 24. feb. 1926 - 13. júní 1991

Alinn upp á Skottastöðum í Svartárdal og síðar á Bergsstöðum í sömu sveit og var ætíð kenndur við þann bæ. Foreldrar: Halldór Jóhannsson og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Rithöfundur og bókavörður á Sauðárkróki. Guðmundur fór ungur að skrifa sögur, þó hann væri kominn á miðjan aldur þegar fyrsta bók hans kom út. Hann skrifaði sjö bækur. Sú fyrsta kom út 1966, en sú síðasta 1990. Kvæntist Þórönnu Kristjánsdóttur frá Stapa árið 1969, þau eignuðust eina dóttur, fyrir átti Þóranna tvo syni.

Árni Guðmundsson (1927-2016)

  • S02957
  • Person
  • 12. sept. 1927 - 7. mars 2016

Árni fæddist á Sauðárkróki 12. september 1927. Foreldrar hans voru Dýrleif Árnadóttir og Guðmundur Sveinsson á Sauðárkróki. Árni tók próf frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1945, samvinnuskólapróf frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1947, íþróttakennarapróf frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1948, kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1952 og íþróttakennarapróf frá Statens Gymnastikkskole í Ósló 1954, auk þess sem hann nam við íþróttaskóla víðar á Norðurlöndum og sótti fjölmörg námskeið í faginu. Árni var skólastjóri Íþróttakennaraskóla Íslands frá 1956 og gegndi því starfi í 41 ár. Árni giftist Hjördísi Þórðardóttir og eignuðust þau einn son.

Ólafur Grétar Guðmundsson (1946-

  • S03074
  • Person
  • 26. feb. 1946-

Foreldrar: Anna Friðriksdóttir frá Jaðri og Guðmundur Ólafsson, þau skildu árið 1947. Ólafur ólst upp með móður sinni á Sauðárkróki. Kvæntist Láru Margréti Ragnarsdóttur hagfræðingi, þau eignuðust þrjú börn. Þau skildu. Seinni kona Ólafs er Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, hún átti þrjú börn fyrir. Augnlæknir í Reykjavík.

Helga Hinriksdóttir (1923-2011)

  • S02537
  • Person
  • 9. sept. 1923 - 19. ágúst 2011

Helga var fædd í Úlfstaðakoti í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Jóhanna Hallgrímsdóttir og Hinrik Sigurður Kristjánsson. Fjölskyldan flutti í Bakkasel um vorið 1927, en um haustið missti Helga föður sinn. Móðir Helgu flutti þaðan vorið eftir og fór þá sem ráðskona í Silfrastaði í Blönduhlíð. Helga fylgdi móður sinni og ólst upp hjá henni. Vorið sem Helga fermdist voru þær mæðgur á Víðivöllum en þar voru þær í eitt ár en fóru svo aftur í Silfrastaði. Eftir 15 ára aldur fór hún að vinna fyrir sér og upp úr 1940 flutti hún til Reykjavíkur. Í Reykjavík vann hún fyrst á Langholtsbúinu en þar var Gígja systir hennar líka. Eitt ár starfaði hún á Reykjalundi, einnig vann hún á saumastofum. Í Langholti kynntist hún Sveini verðandi eiginmanni sínum. 1949 fluttust þau hjónin norður í Skagafjörð og settust að á Hafragili í Laxárdal þar sem þau bjuggu til 1968 er þau fluttu til Sauðárkróks. Fyrsta sumarið á Króknum vann hún á Hótel Mælifelli en fór svo að vinna í fiski. Lengst af starfaði Helga þó í þvottahúsi Sjúkrahúss Skagfirðinga eða þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Síðustu æviár Sveins bjuggu þau í Grenihlíð 9, Sauðárkróki og bjó Helga þar síðan ein til ársins 2007 er hún flutti á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki.Hún flutti til Reykjavíkur um 1940, en þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Sveini Bjarnasyni. Árið 1949 fluttu þau til Skagafjarðar og bjuggu á Hafragili í Laxárdal, en fluttu á Sauðárkrók 1968. Helga og Sveinn eignuðust fimm börn.

Guðrún Sighvatsdóttir (1960-

  • S02665
  • Person
  • 24. okt. 1960-

Foreldrar: Sigurlaug Pálsdóttir (1934-) frá Laufskálum og Sighvatur Fanndal Torfason (1936-2004) frá Hvítadal í Dalasýslu. Guðrún Sighvatsdóttir er fædd árið 1960 og er búsett á Sauðárkróki ásamt eiginmanni sínum Ásgrími Sigurbjörnssyni, þau eiga einn son.

Margrét Sigríður Jóhannsdóttir (1858-1950)

  • S02742
  • Person
  • 26. des. 1858 - 6. júlí 1950

Margrét Sigríður Jóhannsdóttir, f. 03.01.1858 á Stóru-Þverá í Fljótum, d. 06.07.1950 á Siglufirði. Foreldrar: Jóhann, þá vinnumaður á Stóru-Þverá og kona hans Hallfríður Árnadóttir. Maki: Friðvin Ásgrímsson, f. 1865. Þau eignuðust fimm börn og komust fjögur þeirra upp. Bjuggu á Reykjum á Reykjaströnd. Eftir andlát Friðvins brá Margrét búi og flutti til Sauðárkróks og síðan til Siglufjarðar.

Guðbrandur Jónsson Valsberg (1877-1941)

  • S02238
  • Person
  • 5. sept. 1877 - 5. des. 1941

Guðbrandur Jónsson Valsberg. Íslendingabók segir Guðbrand vera fæddan 5. september 1877. Í manntölum kemur fram að hann hafi fæðst í Reykjavíkursókn. Árið 1880 er hann skráður sem niðursetningur á Húsabakka í Glaumbæjarsókn í Skagafirði. Líklega er hann skráður niðursetningur á Grófargili árið 1890
Árið 1899 kvænist hann Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) ekkju Gríms Grímssonar bónda í Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd. Virðist hún hafa búið sem húskona að Rein í Hegranesi stuttu áður en þau giftust. Guðbrandur og Theodóra fluttu til Reykjavíkur með börn hennar af fyrri samböndum. Í manntalinu 1901 er hann (þá nefndur Jón Guðbrandur Jónsson), ásamt Theodóru, skráður til heimilis í Melbæ í Reykjavík. Árið 1910 er Theodóra skráð til heimilis ... ásamt

og hann hafi verið ,,...húsbóndi í Reykjavík 1910 og 1913. Verslunarmaður, síðar verkamaður í Hafnarfirði." Erfitt er að finna hann í manntalinu vegna ruglings með nafnið hans. "Jón Guðbrandur Jónsson" er húsbóndi á Melbæ í Reykjavík árið 1901, þá giftur Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) en hann er þó sagður búa á Bakka í Sauðárkrókshreppi árið 1920 en er þá fráskilinn. Fæðingardagur hans er líka eitthvað á reiki. Í manntalinu 1920 er hann sagður fæddur 23.09.1878. Í minningu (ljóð) er birtist um hann í Morgunblaðinu 16.04.1942 er hann sagður fæddur 23.09.1879. Árið 1911 tilkynnir hann í Lögréttu að hann ætli að taka upp nafnið Valsberg.

Abel Jónsson (1898-1953)

  • S02707
  • Person
  • 18. apríl 1898 - 25. des. 1953

Abel Jónsson, f. 18.04.1898 í Brautarholti í Svarfaðardal. Foreldrar: Jón Jónsson og Margrét Jóhannsdóttir. Abel var fyrsta árið hjá móður sinni að Brautarholti en hjá foreldrum sínum á Hrísum í Svarfaðardal 1898-1900. Fór þá í fóstur til Sigurjóns Jónassonar og Kristínar Stefánsdóttur sem síðast bjuggu að Sæbóli í Aðalvík. Um tvítugt kom Abel í Skagafjörð og var þar vinnumaður á Heiði í Gönguskörðum, síðan á Veðramóti. Flutti til Sauðárkróks 1923. 25 ára að aldri. Stundaði þar sjómennsku og einnig í tvö ár á Dalvík. Fór aftur til Sauðárkróks og starfaði m.a. sem matsveinn á síldarbátum nokkur sumur. Maki: Gunnhildur Andrésdóttir, f. 22.08.1887 á Tyrfingsstöðum á Kjálka. Þau eignuðust ekki börn en tóku að sér fósturdóttur.

María Kristín Haraldsdóttir (1931-2016)

  • S02310
  • Person
  • 17. apríl 1931 - 18. des. 2016

María Kristín Haraldsdóttir fæddist á Sauðárkróki 17. apríl 1931. Foreldrar hennar voru kaupmannshjónin Guðrún Ingibjörg Bjarnadóttir og Haraldur Júlíusson á Sauðárkróki. ,,María lauk landsprófi á Sauðárkróki og starfaði um skeið í verslun foreldra sinna. Fékk hún inni í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar en fór fyrst í Húsmæðraskóla Reykjavíkur í eitt ár. Því næst starfaði María í versluninni Gullfossi í Aðalstræti í Reykjavík, hjá Ragnari Þórðarsyni og Ruth Barker. Á þeim tíma kynntist hún ungum athafnamanni úr Bolungarvík, Guðfinni Ólafi Einarssyni. Felldu þau hugi saman en sammæltust um að María héldi sínu striki og færi til ársdvalar sem „au pair“ í Flórída, þar sem hún lærði ensku og stundaði nám í hand- og fótsnyrtingu. 17. apríl 1955 giftust María og Guðfinnur og stofnuðu heimili í Bolungarvík, þar sem Guðfinnur rak útgerð og fiskvinnslu. María var virk í félagsstarfi bæjarins, Kvenfélaginu Brautinni og Sjálfstæðiskvennafélaginu Þuríði sundafylli, þar sem hún gegndi formennsku um árabil. Auk þess að syngja í kirkjukórnum sat hún í safnaðarstjórn Hólskirkju og annaðist styrktarsjóð kirkjunnar um langt árabil." María og Guðfinnur eignuðust þrjú börn.

Ómar Bragi Stefánsson (1957-)

  • S02223
  • Person
  • 02.06.1957-

Foreldrar: Stefán Guðmundsson og Hrafnhildur Stefánsdóttir. Kvæntur Maríu Björk Ingvadóttur, þau eiga þrjú börn. Búsettur á Sauðárkróki.

Birgir Rafn Rafnsson (1960-

  • S02225
  • Person
  • 07.01.1960-

Sonur Arndísar Jónsdóttur og Rafns Guðmundssonar. Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Viðskiptafræðingur, útibússtjóri Landsbankans á Sauðárkróki. Kvæntur Hrafnhildi Pétursdóttur sjúkraliða, þau eiga þrjú börn.

Árni Stefánsson (1953-

  • S02226
  • Person
  • 10.10.1953-

Íþróttakennari á Sauðárkróki. Kvæntur Herdísi Klausen hjúkrunarfræðingi.

Árni Þór Friðriksson (1964-

  • S02227
  • Person
  • 21.02.1964-

Sonur Málfreðs Friðriks Friðrikssonar skósmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Sesselju Hannesdóttur.

Gísli Sigurðsson (1964-

  • S02228
  • Person
  • 01.07.1964

Sonur Sigurðar Björnssonar og Ragnhildar Svölu Gísladóttur. Framkvæmdastjóri Tengils.

Ingvi Geirmundsson (1959-

  • S02236
  • Person
  • 22. sept. 1959-

Sonur Guðríðar Önnu Guðjónsdóttur frá Nýlendi í Deildardal og Geirmundar Jónssonar frá Grafargerði. Læknir.

Eiríkur Sverrisson

  • S02234
  • Person
  • 29.08.1965-

Sonur Sverris Björnssonar húsasmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Guðnýjar Eyjólfsdóttur. Nuddari.

Tómas Dagur Helgason (1961-

  • S02249
  • Person
  • 26. okt. 1961-

Sonur Ingu Valdísar Tómasdóttur og Helga Rafns Traustasonar.

Hólmar Ástvaldsson (1967-

  • S02264
  • Person
  • 29. apríl 1967-

Sonur Þórdísar Einarsdóttur og Ástvaldar Guðmundssonar rafvirkjameistara. Viðskiptafræðingur.

Sigríður Jensdóttir (1957-

  • S02286
  • Person
  • 24.01.1957-

Foreldrar: Margrét Guðmundsdóttir frá Ytra-Vatni í Lýtingsstaðahreppi og Jens Kristjánsson frá Tröð í Önundarfirði. Þau bjuggu í Sandgerði, á Reykjaskóla í Hrútafirði og á Sauðárkróki. Íþróttakennari á Sauðárkróki.

Rannveig Þorkelsdóttir Hansen (1901-1988)

  • S02306
  • Person
  • 10. júní 1901 - 21. sept. 1988

Rannveig Þorkelsdóttir fæddist 10. júní 1901 í Gagnstöð í Hjaltastaðarþinghá. Faðir: Þorkell Stefánsson bóndi í Gagnstöð. Móðir: Guðríður Magnúsdóttir, húsmóðir í Gagnstöð.
,,Rannveig ólst upp á heimili foreldra sinna austur þar. Hún sótti hannyrðanámskeið á Seyðisfirði á ungmeyjarárum sínum og stundaði um langt árabil hannyrðakennslu við barnaskólann á Sauðárkróki, eftir að hún settist að þar. Byrjaði hún hjúkrunarstörf við sjúkrahúsið á Akureyri, en varð frá að hverfa af heilsufarsástæðum. Rannveig réðst í sumarvinnu að Framnesi í Blönduhlíð og síðan að sjúkrahúsinu á Sauðárkróki árið 1930. Rannveig giftist Árna Hansen árið 1931. Þrátt fyrir að Rannveig þjáðist mestan hluta ævinnar af sjúkdómi sínum (nýrnaveiki), stýrði hún um mörg sumur mötuneyti hjá vegavinnuflokki bónda síns." Rannveig og Árni eignuðust ekki börn.

Stefanía Arnórsdóttir (1945-

  • S02332
  • Person
  • 9. mars 1945

Fædd á Sauðárkróki 9. mars 1945. Dóttir hjónanna Arnórs Sigurðssonar og Guðrúnar Sveinsdóttur. Gift Jóni Björnssyni sálfræðingi; þau eiga tvö börn. Stefanía starfaði hjá Þjóðskjalasafninu.

Unnar Ingvarsson (1968-

  • S02333
  • Person
  • 12. sept. 1968-

Fæddur 12. september 1968. Ólst upp á Sólheimum í Svínadal. Sagnfræðingur að mennt. Var héraðsskjalavörður hjá Héraðskjalasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki 2000-2014. Kvæntist Nínu Þóru Rafnsdóttur. Býr í Garðabæ. Starfar nú á Þjóðskjalasafninu.

Ólafur Helgi Jensson (1879-1948)

  • S03000
  • Person
  • 8. jan. 1879 - 22. júní 1948

Ólafur Helgi Jensson, f. á Kroppsstöðum í Önundarfirði. Foreldrar: Jens Jónsson og Sigríður Jónatansdóttir. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum til fermingaraldurs. Fór þá til náms til mágs síns, sr. Björns Jónssonar á Miklabæ í Skagafirði og dvaldist þar áralangt. Fór í Flensborgarskólann haustið 1894 og lauk þar námi vorið 1896. Gerðist þá verslunarmaður á Sauðárkróki hjá Popp kaupmanni. Vann þar um 14 ár, fyrst sem búðarmaður og síðan bókhaldari. Var svo verslunarstjóri á Hofsósi í 5 ár. Rak verslun og útgerð á Hofsósi frá vorinu 1910 í félagi við Jón Björnsson frá Gröf. Vegna mikils taps á fiskisölu erlendis lagði verslunin upp laupana árið 1922. Þá fluttist Ólafur með fjölskyldu sína til Siglufjarðar og fékkst þar við útgerð í nokkur ár. Hann varð gjaldkeri við útibú Íslandsbanka 1923 og gegndi því starfi til 1927. Þá var hann skipaður póstafgreiðslumaður í Vestmannaeyjum. Fluttist þangað og gegndi starfinu til æviloka. Var lengi í hreppsnefnd og sóknarnefnd á Hofsósi, á Siglufirði formaður niðurjöfnunarnefndar í 3 ár og átti sæti í skólanefnd þar í bæ. Sat í sáttanefnd og var sáttasemjari í vinnudeilum í Vestmannaeyjum. Maki: Lilja Haraldsdóttir (1882-1944) frá Sauðárkróki, þau eignuðust 5 börn.

Monika Sigurðardóttir (1894-1963)

  • S02761
  • Person
  • 2. ágúst 1894 - 30. mars 1963

Monika Sigurðardóttir, f. 02.08.1894 á Spáná í Unadal. Foreldrar: Sigurður Ólafsson, f. 1868 og Margrét Jakobína Baldvinsdóttir, f. 1871. Monika var á Hugljótsstöðum á Höfðaströnd 1901. Hún kom í Reynistað 1916 og átti þar heimili síðan, en Guðmundur Helgi bróðir hennar var húsmaður þar. Monika sinnti einkum saumaskap en var einnig vinnukona á bænum. Oft var hún á Sauðárkróki vetrartíma við sauma og ferðaðist um hreppinn og hélt saumanámskeið. Tók virkan þátt í leiklistarstarfi og annarri starfsemi Ungmennafélagsins Æskunnar. Monika var ógift og barnlaus.

Andrés Þorsteinsson (1890-1959)

  • S02821
  • Person
  • 17. apríl 1890 - 12. mars 1959

Andrés Þorsteinsson, f. 17.04.1890 á Ytri-Hofdölum. Foreldrar: Þorsteinn Hannesson bóndi á Hjaltastöðum og kona hans Jórunn Andrésdóttir. Andrés ólst upp hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs á Ytri-Hofdölum en þá fluttust þau í Hjaltastaði. Andrés hlaut venjulega undirbúningsfræðslu í heimahúsum en veturinn 1911-1912 fór hann í unglingaskólann á Sauðárkróki. Veturinn eftir var hann í bændaskólanum á Hólum en lauk ekki prófi þaðan. Næstu árin var hann heima og vann að búi móður sinnar. Bóndi á Hjaltastöðum 1917-1922. Eftir að búskap lauk fluttist Andrés til Siglufjarðar. Fyrstu árin þar vann hann ýmis störf, m.a. útgerð um skeið. Einnig í flatningsverksmiðju O.Tynes í nokkur sumur. Á vetrum var hann á verkstæði h.f. Odda á Akureyri og hlaut þar meistararéttindi vélsmiða. Árið 1926 tók hann minna mótorvélstjórapróf á Siglufirði. Stofnaði vélaverkstæði og rak til dauðadags.
Maki: Halldórs Jónsdóttir, f. 22.02.1896 frá Torfhóli í Óslandshlíð. Þau eignuðust einn son og tóku einn fósturson.

Stefán Guðmundsson Íslandi (1907-1994)

  • S02633
  • Person
  • 6. okt. 1907 - 1. jan. 1994

Stefán Íslandi eða Stefano Islandi (Stefán Guðmundsson) var íslenskur söngvari. Foreldrar: Guðmundur Jónsson frá Nesi í Flókadal og k.h. Guðrún Stefánsdóttir frá Halldórsstöðum. Þau bjuggu í Krossanesi 1906-1911 en síðan á Sauðárkróki. ,,Faðir Stefáns drukknaði í Gönguskarðsá þegar Stefán var tíu ára en þá fór hann í fóstur til hjónanna í Syðra-Vallholti í Skagafirði. Stefán þótti snemma mjög efnilegur tenórsöngvari. Fyrstu tónleika sína hélt hann á Siglufirði 17 ára að aldri. Haustið 1926 hélt hann til Reykjavíkur og starfaði þar fyrst í Málaranum en hóf síðar nám í rakaraiðn. Hann söng jafnframt í Karlakór Reykjavíkur og stundaði söngnám hjá Sigurði Birkis. Hann hélt tónleika og söng við ýmis tækifæri, meðal annars á kvikmyndasýningum, og vakti mikla athygli fyrir sönghæfileika sína. Úr varð að Richard Thors, forstjóri útgerðarfélagsins Kveldúlfs, styrkti hann til náms á Ítalíu. Stefán hóf söngnám í Mílanó á Ítalíu árið 1930 og lærði lengst af hjá barítónsöngvaranum Ernesto Caronna. Árið 1933 söng Stefán fyrst á sviði á Ítalíu og tók skömmu síðar upp listamannsnafnið Stefano Islandi. Hann söng á Ítalíu um tíma en var síðan á faraldsfæti um skeið, söng bæði heima á Íslandi og á Norðurlöndum og tók upp fyrstu tvær hljómplötur sínar. Árið 1938 söng hann svo hlutverk Pinkertons í óperunni Madame Butterfly við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn við þvílíkar vinsældir að hann settist að í Danmörku, fékk fastráðningu við leikhúsið 1940 og varð það aðalstarfsvettvangur hans allt þar til hann fluttist heim til Íslands. Hann naut mikilla vinsælda í Danmörku og söng fjölda þekktra óperuhlutverka. Hann var útnefndur konunglegur hirðsöngvari 1949. Hann var einnig söngkennari við óperuna og prófdómari við Konunglega tónlistarskólann um skeið. Stefán flutti til Íslands árið 1966 og sneri sér að söngkennslu. Á Kaupmannahafnarárunum kom hann oft heim og hélt tónleika eða söng sem gestur, söng meðal annars Rigoletto í fyrstu íslensku óperuuppfærslunni í Þjóðleikhúsinu 1951."
Maki 1: Else Brems, dönsk óperusöngkona. Þau skildu.
Maki 2: Kristjana Sigurz frá Reykjavík.
Stefán eignaðist fimm börn.

Sigríður Skaftadóttir (1937-

  • S02515
  • Person
  • 15. apríl 1937-

Fædd á Sauðárkróki, dóttir Skafta Óskarssonar og Ingibjargar Hallgrímsdóttur.

Jakobína Ragnheiður Ingadóttir (1942-)

  • S03588
  • Person
  • 01.02.1942-

Jakobína Ragnheiður Ingadóttir, f. 01.02.1942. Foreldrar: Ingi Gests Sveinsson og Guðrún Sigríður Gísladóttir.

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen (1915-1999)

  • S03599
  • Person
  • 24.03.1915-27.10.1999

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen, f. á Mælifelli í Skagafirði 24.03.1915 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Sigfússon (1892-1957) og Jórunn Hannesdóttir (1914-1978).
Maki 1: Sveinn Steindórsson garðyrkjumaður í Hveragerði. Þau eignuðust stúlku sem lést samdægurs. Þau bjuggu saman í Hveragerði. Sveinn lést í bruna á Hótel Íslandi 1944.
Maki 2: Marteinn Sívertsen húsasmíðameistari og kennari Í Reykjavík. Þau eignuðust ekki börn en Marteinn átti einn son fyrir. Þau bjuggu engst af í Litlagerði 7.

Héðinn Sveinn Ásgrímsson (1930-1987)

  • S03330
  • Person
  • 24.03.1930-28.07.1987

Héðinn Ásgrímsson, f. 24.03.1930. d. 28.07.1987. Foreldrar: Ásgrímur Árnason (1896-1933) bóndi á Mallandi á Skaga og kona hans, Sigríður Sigurlína Árnadóttir (1905-1985).
Héðinn var húsasmiður og búsettur á Sauðárkróki.
Maki: Hjörtína Ingibjörg Steinþórsdóttir (1940-2001) frá Þverá í Blönduhlíð.

Magnús Gunnlaugur Jóhannesson (1968-)

  • S03455
  • Person
  • 11.04.1968-

Magnús Gunnlaugur Jóhannesson, f. 11.04.1968. Foreldrar: Jóhannes Sigmundsson bóndi í Brekkukoti og kona hans Halldóra Kristín Guðrun Magnúsdóttir.
Bifvélavirki á Sauðárkróki.

Jónas Guðvarðarson (1932-1997)

  • S03477
  • Person
  • 17.10.1932-29.11.1997

Jónas Guðvarðarson, f. á Sauðárkróki 17.10.1932, d. 29.11.1997. Foreldrar: Guðvarður Steinsson bílstjóri, vélstjóri og ´siðar bóndi á Selá og Kleif á Skaga og kona hans Bentína Þorkelsdóttir.
Maki. Halldóra Guðmundsdóttir fararstjóri og húsmóðir. Þau eignuðust þrjú börn.
Jónas varð gagnfræðingur árið 1949 frá Flensborg. Hann lauk meiraprófi bílstjóra 1957, var við myndlistarnám í myndlistarskóla Reykjavíkur 1963-1968 og Escuela massana í Barcelona 1968-1969. Hann var skrifstofustjóri hjá Sölunefnd Varnaliðsins 1961968, fararstjóri á Mallorca árið 1969-1971 og fararstjóri hjá Úrval 1971-1977. Jafnframt var hann fararstjóri hjá Flugfélagi Íslands og síðan Flugleiðum til 1978.

Halldór Hafstað (1924-

  • S02856
  • Person
  • 21. maí 1924

Sigmar Halldór Árnason Hafstað f. á Sauðárkróki 14.05.1924. Foreldrar: Árni Jónsson Hafstað og Ingibjörg Sigurðardóttir. Bóndi í Útvík í Skagafirði, maki: Solveig Arnórsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

  • S00240
  • Person
  • 12. janúar 1915 - 15. mars 2004

Guðjón Ingimundarson kennari fæddist á Svanshóli í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu 12. janúar 1915. Foreldrar Guðjóns voru Ingimundur Jónsson og Ólöf Ingimundardóttir bændur á Svanshóli. Guðjón kvæntist 27.5. 1944 Ingibjörgu Kristjánsdóttur frá Nautabúi, f. 11.9. 1922, þau eignuðust sjö börn
,,Guðjón lauk prófi frá Héraðsskólanum í Reykholti 1934, íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1937 og smíðakennaraprófi frá Handíðaskólanum í Reykjavík 1944. Hann stundaði nám í teiknikennaradeild seinni hluta vetrar 1948 og sótti ýmis endurmenntunarnámskeið varðandi sund-, handavinnu- og íþróttakennslu. Guðjón var kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni 1937-1941. Hann flutti til Sauðárkróks 1941 og bjó þar til dauðadags. Guðjón var kennari við skólana á Sauðárkróki 1941-1974 og sundkennari á vornámskeiðum í Varmahlíð 1940-1956. Guðjón var forstjóri Sundlaugar Sauðárkróks og sundkennari 1957-1986. Hann hafði umsjón með Námsflokkum Sauðárkróks 1974-1979 og kenndi á ýmsum námskeiðum. Alla sína ævi tók Guðjón mikinn þátt í félagsmálum, m.a. var hann bæjarfulltrúi á Sauðárkróki fyrir Framsóknarflokkinn 1950-1974 og forseti bæjarstjórnar 1966-1970. Hann var formaður íþróttanefndar Sauðárkróks 1946-1978, í skólanefnd um árabil og formaður hennar 1974-1978, í fræðsluráði Norðurlands vestra 1974-1978, í stjórn Fiskivers Sauðárkróks hf. frá stofnun 1957 og Skagfirðings hf. frá 1959 þar til þau félög hættu störfum. Guðjón sat í stjórn Framsóknarfélags Sauðárkróks um langt árabil, var endurskoðandi Kaupfélags Skagfirðinga til fjölda ára, í stjórn Menningarsjóðs KS í mörg ár og formaður fræðuslunefndar þess um skeið. Íþrótta- og ungmennafélagsmál áttu hug hans allan og beitti hann sér mjög fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja og skóla á Sauðárkróki. Hann var í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar 1942-1973 og þar af formaður í 29 ár. Formaður Ungmennafélagsins Tindastóls í fimm ár og í stjórn alls níu ár. Hann var varaformaður Ungmennafélags Íslands 1965-1983 og í sambandsráði Íþróttasambands Íslands um árabil. Guðjón hlaut riddarakross fálkaorðunnar fyrir störf að félagsmálum 1984. Hann var heiðursfélagi Sundfélagsins Grettis á Ströndum, Ungmennasambands Skagafjarðar, Ungmennafélagsins Tindastóls, Íþróttasambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Rotaryklúbbs Sauðárkróks."

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

  • S00435
  • Person
  • 23. jan. 1901 - 3. nóv. 1999

Eyþór Stefánsson fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901. Foreldrar hans voru Stefán Sigurðsson, sjómaður og k.h. Guðrún Jónasdóttir. Hann gekk í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki, en 1928 fór hann suður í tónlistarnám hjá Emil Thoroddsen og Páli Ísólfssyni og leiklistarnám hjá Indriða Waage. Hann var síðan við framhaldsnám í þessum greinum í Hamborg 1934. Hann var aðeins 11 ára gamall er hann byrjaði að syngja með kirkjukór Sauðárkróks en kórinn var ekki formlega stofnaður fyrr en 1942 að hans tilstuðlan og var hann fyrsti stjórnandi hans. Hafði hann þá verið organisti og söngstjóri við Sauðárkrókskirkju frá árinu 1929 og gegndi hann þeim störfum allt til ársins 1972. 19 ára gamall byrjaði Eyþór að vinna að söng- og leiklistarstörfum fyrir Ungmennafélagið Tindastól, eins var hann einn af þeim sem endurreistu Leikfélag Sauðárkróks 1941 og starfaði þar sem leikstjóri og leikari allt til ársins 1976 er hann steig síðast á svið, var það hans 118. hlutverk. Hann vann við verslunar- og skrifstofustörf á Sauðárkróki 1923-1948, og var söngkennari við Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1948-1972. Skólastjóri Tónlistarskóla Sauðárkróks 1964-1974. Formaður framkvæmdanefndar um byggingu minnisvarða Stephans G. Stephanssonar á Arnarstapa 1953. Hann var á tímabili formaður Kirkjukórasambands Skagafjarðarprófastsdæmis, sat í stjórn Kirkjukórasambands Íslands og var sendikennari þess til kirkjukóra á Norður-, Austur- og Vesturlandi 1952-1961. Hann var einn af stofnendum Rotaryklúbbs Sauðárkróks 1948 og fræðslustúkunnar Mælifells, innan frímúrarareglunnar á Íslandi 1970. Hann var heiðursfélagi í mörgum félögum, þar á meðal: Kirkjukór Sauðárkróks, Leikfélagi Sauðárkróks, Ungmennafélaginu Tindastól, Rotaryklúbbi Sauðárkróks, Tónskáldafélaginu, var sæmdur heiðursmerki úr silfri frá Karlakórasambandinu Heklu á Akureyri, gullmerki frá Félagi íslenskra leikara og var heiðursborgari Sauðárkróks frá árinu 1971. Eins var hann sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að menningarmálum á Sauðárkróki. Eyþór kvæntist 13. desember 1936 Sigríði Önnu Stefánsdóttur frá Skógum í Þelamörk, f. 29. september 1905, d. 20. júní 1992. Sigríður tók virkan þátt í störfum Eyþórs bæði í leiklist og tónlist. Þau eignuðust eina dóttur.

Sigfús Jónsson (1866-1937)

  • S02000
  • Person
  • 24. ágúst 1866 - 8. júní 1937

Foreldrar: Jón Árnason b. á Víðimýri og k.h. Ástríður Sigurðardóttir. Sigfús lauk prófi frá prestaskólanum árið 1888 og var næsta vetur við barnakennslu á Sauðákróki. Prestur að Hvammi í Laxárdal 1889-1900 og að Mælifelli 1900-1919, þjónaði jafnframt Goðdalaprestakalli 1904-1919 en það var sameinað Mælifellsprestakalli 1907. Er hann lét af embætti, fluttist hann til Sauðárkórks og varð framkvæmdastjóri Kaupfélags Skagfirðinga og gegndi því starfi til æviloka með miklum myndarbrag. En áður hafði hann verið formaður Pöntunarfélagsins, sem kaupfélagið er risið upp af, um sex ár samhliða preststarfinu og enn fyrr í stjórn þess í 6 ár. Sr. Sigfús rak stórt og myndarlegt bú á Mælifelli. Á opinberum vettvangi gegndi hann ýmsum störfum. Hann var sýslunefndarmaður 1894-1900, hreppsnefndaroddviti 1890-1900 og átti sæti í hreppsnefnd 1904-1916. Alþingismaður Skagfirðinga var hann 1934-1937. Formaður fræðslunefndar um nokkur ár. Endurskoðandi sparisjóðs Sauðárkróks frá 1908. Í stjórn SÍS var hann og í nokkur ár. Kvæntist Petreu Þorsteinsdóttur, þau eignuðust sex börn.

Rósa Petra Jensdóttir

  • IS-HSk
  • Person
  • 1929-1993

Rósa Petra Jensdóttir var fædd 11. maí 1929 á Sauðárkróki. Foreldrar hennar voru Jens Pétur Erikssen kaupmaður á Sauðárkróki og Sigríður Amalía Njálsdóttir, þau bjuggu á Suðurgötu 18, húsið var lengi vel kallað Jenshús eða Jensahús. Rósa tók gagnfræðapróf á Akureyri og var við nám í Húsmæðraskólann á Löngumýri 1948 - 1950. Rósa hóf störf sem talsímavörður hjá Pósti og síma á Sauðárkróki árið 1944, þar starfaði hún í rúm tvö ár og fluttist svo til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum, hún hóf svo störf hjá langlínumiðstöðinni í Reykjavík og starfaði þar af og til á tímabilinu 1949-1960, en óslitið frá 1964 - 1974 og yfir sumartímann á árunum 1980-1982. Frá 25.júlí 1988 starfaði Rósa óslitið hjá langlínumiðstöðinni, eða þar til hún lét af störfum árið 1993, hún lést síðla það sama ár.

Guðmundur Einarsson (1865-1907)

  • S00781
  • Person
  • 15.06.1865-25.09.1907

Foreldrar: Einar Baldvin Guðmundsson b. og alþingismaður á Hraunum og 1. k. h. Kristín Pálsdóttir frá Viðvík. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Hraunum og vann þar að bústörfum til lands og sjávar. Hann stundaði nám á Möðruvallaskóla líklega veturnar 1881-1883. Að lokinni þeirri skólagöngu fór hann utan til námsdvalar í Þýskalandi og Noregi. Nokkru eftir að hann kom úr utanförinni gekk hann í þjónustu Gránufélagsins á Sauðárkróki og lagði þar stund á verslunarstörf. Um 1890 varð hann bókhaldari Poppsverslunar á Sauðárkróki og gengdi því starfi til 1898, er hann varð verslunarstjóri Poppsverslunar á Hofsósi. Árið 1904 varð Guðmundur verslunarstjóri Gránufélagsins á Siglufirði og gegndi því starfi til æviloka. Guðmundur kvæntist Jóhönnu Stefánsdóttur frá Reynistað, þau eignuðust fjögur börn.

Guðrún Erlendsdóttir (1887-1938)

  • S00904
  • Person
  • 16.12.1887-11.04.1938

Foreldrar: Erlendur Pálsson bókhaldari á Sauðárkróki, síðar verslunarstjóri í Grafarósi og Hofsósi og k.h. Guðbjörg Stefánsdóttir. Guðrún ólst upp á Sauðárkróki, lauk þar barnaskólanámi og mun einnig hafa lært orgelleik. Fjölskyldan fluttist til Grafaróss 1903 þar sem þau bjuggu til 1915. Guðrún var organisti í kirkjunni á Hofi um skeið og kenndi lítillega orgelleik í Hofsósi og á Siglufirði. Hún flutti til Patreksfjarðar 1913 þar sem hún bjó til 1918 er hún sneri aftur til Hofsóss. Kvæntist árið 1921 Árna Jóhannssyni verslunarmanni á Hofsósi og á Sauðárkróki. Árið 1928 fluttu þau til Siglufjarðar. Þau eignuðust einn son.

Guðný Jónasdóttir (1866-1943)

  • S01003
  • Person
  • 11.08.1866-16.06.1943

Fædd á Skottastöðum í Svartárdal, Au-Hún. Guðný vann mikið og merkilegt starf fyrir Góðtemplararegluna á Sauðárkróki. Kvæntist Magnúsi Benediktssyni, þau bjuggu á Sauðárkróki og eignuðust sex börn.

Jón Björnsson (1891-1982)

  • S01011
  • Person
  • 17. nóvember 1891 - 17. september 1982

Foreldrar: Björn Björnsson og Guðbjörg Guðjónsdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum, sem komu úr Svarfaðardal til Skagafjarðar árið 1903 og settust að á Hrappstöðum (nú Hlíð) í Hjaltadal. Árið 1908 fluttu þau búferlum að Unastöðum í Kolbeinsdal og bjuggu þar til 1915. Vorið 1910 réðst Jón til vinnu á Hólum við fjós- og hlöðubyggingu og komst um haustið í skólann, þar sem hann lauk búfræðiprófi vorið 1912. Sumarið milli námsvetranna vann hann í gróðrastöðinni á Hólum. Árið 1915 hóf Jón störf hjá Kristni Briem kaupmanni á Sauðárkróki og starfaði þar í 23 ár eða til 1938. Eftir það tók hann að sér deildarstjórastöðu í Ytribúðinni / Gránu þar sem hann starfaði samfleytt í 32 ár eða til ársins 1970.
Jón kvæntist Unni Magnúsdóttur, þau eignuðust fimm börn.

Sigurlaug Jónsdóttir (1870-1968)

  • S01036
  • Person
  • 19. jan. 1870 - 12. maí 1968

Foreldrar: Jónas Jónsson í Hróarsdal og 2. k. h. Elísabet Gísladóttir frá Lóni í Viðvíkursveit. Sigurlaug ólst upp hjá foreldrum sínum fram undir tvítugt, en þá réðst hún norður að Þönglabakka í Fjörðum þar sem hún kynntist manni sínum Theódóri Friðrikssyni frá Flatey á Skjálfanda. Fyrstu árin bjuggu þau í tvíbýli að Gili í Fjörðum á móti foreldrum Theódórs. Næstu þrjú árin voru þau hér og þar í húsmennsku, síðast að Bárðartjörn í Höfðahverfi. Árið 1902 fluttu þau vestur í Skagafjörð og voru fyrst um sinn í húsmennsku á kotum í grennd við Sauðárkrók en bjuggu svo í níu ár á Sauðárkróki þar til þau fluttu til Húsavíkur 1916 þar sem þau bjuggu saman til 1936 er þau skildu. Eftir lok seinni heimstyrjaldar flutti Sigurlaug aftur til Sauðárkróks og bjó þar í Blöndalshúsi fram á tíræðisaldur. Síðustu æviárin dvaldi hún í Reykjavík hjá syni sínum. Sigurlaug og Theódór eignuðust sex börn.

Sigurbjörg Halldórsdóttir (1893-1916)

  • S01050
  • Person
  • 04.07.1893-11.05.1916

Dóttir Sigríðar Magnúsdóttur og Halldórs Þorleifssonar á Ystu-Grund, síðar á Sauðárkróki. Sigurbjörg lést úr berklum aðeins 23 ára gömul, ógift og barnlaus.

Emilie Antonette Popp (1845-1931)

  • S01160
  • Person
  • 6. apríl 1845 - 1931

Fædd í Kaupmannahöfn. Kvæntist Ludvig Popp kaupmanni. Þau bjuggu á Akureyri fyrstu ár sín í hjónabandi, fluttu svo til Kaupmannahafnar og svo aftur til Íslands og bjuggu á Sauðárkróki 1885-1893, þau eignuðust þrjú börn.

Frederik Ludvig Popp (1831-1893)

  • S01161
  • Person
  • 28. feb. 1831 - 10. mars 1893

Fæddur í Kaupmannahöfn. Mun fyrst hafa komið hingað sem verslunarþjónn og verið við verslanir á Vestdalseyri við Seyðisfjörð og á Eskifirði á árunum 1858-1859. Árið 1866 hóf hann eigin verslun á Akureyri. Fljótlega hóf hann sumarverslun við Skagafjörð, fyrst á Hofsósi og einkum með hesta. Árið 1874 keypti hann verslunarhús Halls Ásgrímssonar Grænlandsfara á Sauðárkróki og hóf verslun þar en bjó þó í Kaupmannahöfn. Hann hafði verslunarstjóra á Sauðárkróki uns hann flutti þangað sjálfur með fjölskylduna árið 1885 og tók við verslunarstjórn. Varð verslun hans brátt önnur stærsta verslunin við Skagafjörð næst Gránufélagsversluninni og voru útibú á Hofsósi og Kolkuósi. Heimili þeirra hjóna á Sauðárkróki varð fljótlega helsta miðstöð alls menningarlífs á Sauðárkróki. Popp var mjög listelskur maður og lagði nokkra stunda á málarlist og málaði t.d. leiktjöld fyrir leiksýningar og studdi ásamt konu sinni mjög að allri leikstarfsemi á Sauðárkróki. Eitt helsta áhugamál hans var bygging Sauðárkrókskirkju en hann gaf 200 kr. til byggingarinnar og tvær töflur fyrir sálmanúmer, er hann útbjó sjálfur að nokkru. Eftir lát hans gaf ekkjan fagra altaristöflu til kirkjunnar í minningu hans.
Kvæntist Emilie Antonette Popp, þau eignuðust þrjú börn.

Kári Jónsson (1933-1991)

  • S01393
  • Person
  • 27.10.1933-19.03.1991

Kári Jónsson fæddist á Sauðárkróki 27. október 1933. ,,Hann var sonur Jóns Björnssonar verslunarmanns, sem lengi stýrði Ytribúð Kaupfélags Skagfirðinga (Gránu), og konu hans, Unnar Magnúsdóttur. ,,Kári lauk gagnfræðaprófi á Sauðárkróki vorið 1950 og gerðist síðan afgreiðslumaður í verzlun Haraldar Júlíussonar. Árið 1954 fór Kári ásamt vini sínum til Kanada og vann þar meðal annars við ríkisjárnbrautirnar. Eftir heimkomuna hóf hann aftur störf hjá Haraldi og vann þar til ársins 1959 en réðst þá til Verzlunarfélags Skagfirðinga. Í maímánuði 1966 hóf hann störf hjá Pósti og síma á Sauðárkróki og starfaði þar meðan kraftar entust. Hann varð fulltrúi stöðvarstjóra 1974 og skipaður stöðvarstjóri 1983." Kári kvæntist Evu Snæbjörnsdóttur, þau eignuðust tvo syni.

Bjarni Jónsson (1945-

  • S00377
  • Person
  • 29. sept. 1945

Bjarni Jónsson fæddist á Sauðárkróki 29. september 1945. Sonur Jóns Nikódemussonar og Önnu Friðriksdóttur.
Hann er rafvirki, búsettur í Reykjavík.
Kona hans er Gyða Blöndal Flóventsdóttir (1946-).

María Hermannsdóttir (1936-1985)

  • S00512
  • Person
  • 01.06.1936-31.05.1985

Foreldrar hennar voru Hermann Sigurjónsson og Rósa Júlíusdóttir. Fyrri maður Maríu var Kjartan Haraldsson frá Unastöðum í Kolbeinsdal, þau bjuggu bæði í Gröf á Höfðaströnd og á Miklabæ í Óslandshlíð en síðast á Sauðárkróki, þau eignuðust einn son. Seinni maður Maríu var Ingimundur Árnason frá Ketu í Hegranesi, þau bjuggu lengst af á Sauðárkróki en keyptu árið 1982 jörðina Laufskála í Hjaltadal. Ingimundur átti tvö börn af fyrra hjónabandi.

Helgi Rafn Traustason (1937-1981)

  • S01655
  • Person
  • 18. apríl 1937 - 21. des. 1981

Helgi Rafn Traustason fæddist á Patreksfirði 18. apríl 1937. Foreldrar hans voru Trausti Jóelsson og kona hans Rannveig Jónsdóttir.
Helgi Rafn stundaði nám í gagnfræðaskólanum í Reykjavík, á Laugarvatni og Akureyri. Hann lauk gagnfræðaprófi með ágætum frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Veturinn 1954-1955 nam hann við Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk hann prófi úr þeim skóla árið 1955. Sama ár flutti skólinn að Bifröst í Borgarfirði. Hann vann við hreingerningar í Samvinnuskólanum er hann var við nám þar og hóf störf hjá Samvinnutryggingum mánuði áður en hann lauk þar námi. Þá vann hann nokkur sumur hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar og í fjármáladeild Sambandsins sumarið 1954. Hann var aðalbókari hjá Samvinnutryggingum 1955-1960, kaupfélagsstjóri Samvinnufélags Fljótamanna 1960-1963, fulltrúi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga 1963-1972 og kaupfélagsstjóri KS 1972-1981. Helgi Rafn var frumkvöðull körfuboltans á Sauðárkróki.
Kona hans: Inga Valdís Tómasdóttir (1937-). Þau kvæntust árið 1957.

Jóhanna María Möller Bernhöft (1909-1983)

  • S03122
  • Person
  • 15. feb. 1909 - 24. sept. 1983

Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Jóhannsson Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Maki: Guido Bernhöft, þau eignuðust þrjú börn. Þau voru búsett í Reykjavík.

Stefanía Ólöf Möller Andrésson (1910-1976)

  • S00090
  • Person
  • 14. mars 1910 - 19. okt. 1976

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Húsfreyja í Reykjavík. Maki: Magnús Andrésson forstjóri í Reykjavík, þau áttu eina kjördóttur.

Aage V. Michelsen (1928-2018)

  • S00075
  • Person
  • 14. okt. 1928 - 7. jan. 2018

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara og Guðrúnar Pálsdóttur. Bifvélavirki í Hveragerði.

Ingvar Gýgjar Jónsson (1930-

  • S02475
  • Person
  • 27. mars 1930-

Fæddur í Skagafirði. Sonur hjónanna Olgu Sigurbjargar Jónsdóttur og Jóns Jónssonar frá Hafsteinsstöðum, síðar á Gýgjarhóli í Staðarhreppi í Skagafirði. Kvæntist Sigþrúði Sigurðardóttur, þau eignuðust fimm börn. Býr á Sauðárkróki.

Gísli Ólafsson (1885-1967)

  • S00398
  • Person
  • 02.01.1885-14.01.1967

Fæddur á Eiríksstöðum í Svartárdal, foreldrar hans voru Ólafur Gíslason og Helga Sölvadóttir. Gísli bjó lengi vel á Eiríksstöðum með foreldrum sínum. Hann vann ýmis störf utan heimilis og sótti einn vetur nám í unglingaskóla hjá Árna Hafstað í Vík. Gísli kvæntist árið 1914 Jakobínu G. Þorleifsdóttur og voru þau hjón í húsmennsku á bæjum í Svartárdal fyrstu hjúskaparár sín. Árið 1924 fluttust það til Blönduóss þar sem Gísli stundaði daglaunavinnu. 1928 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til æviloka, húsið sem þau bjuggu í við Suðurgötu 11b nefndu þau Eiríksstaði. Gísla var í blóð borin rík hagmælska og hann byrjaði snemma að yrkja. Fyrsta bók hans, Ljóð, kom út 1917, Nokkrar stökur kom út 1924. Samantekt fyrri ljóða ásamt nýjum viðauka, Á brotnandi bárum, kom út 1944. Síðasta bók hans, Í landvari, kom út árið 1960. Nokkur þekkt sönglög hafa verið samin við texta hans, t.d. Myndin þín eftir Eyþór Stefánsson. Gísli hlaut listamannalaun ríkisins frá 1945. Gísli lék einnig á orgel og var góður kvæðamaður.
Gísli og Jakobína eignuðust þrjú börn og ólu einnig upp dótturson sinn.

María Guðlaug Pétursdóttir (1927-2001)

  • S00106
  • Person
  • 11. nóv. 1927 - 10. ágúst 2001

María Guðlaug Pétursdóttir fæddist á Löngumýri í Skagafirði 11. nóvember 1927. Foreldrar hennar voru Pétur Þorgrímsson frá Hofstaðaseli og k.h. Engilráð Guðmundsdóttir. Þegar María var þriggja vikna, fór hún í fóstur til Elísabetar Jónsdóttur, f. 1885, d. 1967, og ólst upp hjá henni. Árið 1952 giftist María Ögmundi Eyþóri Svavarssyni mjólkurfræðingi, þau eignuðust þrjár dætur. ,,María var alla tíð útivinnandi, jafnhliða húsmóðurstörfum, og vann næstum allan sinn starfsaldur við fiskvinnslu, eða hart nær hálfa öld. María var virkur félagsmaður í Verkakvennafélaginu Öldunni á Sauðárkróki og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum."

Jón Stefánsson (1897-1994)

  • S01931
  • Person
  • 18. mars 1897 - 28. jan. 1994

Sonur Stefáns Bjarnasonar b. á Halldórsstöðum og k.h. Aðalbjargar Magnúsdóttur. Bóndi í Glæsibæ 1930. Síðar bóndi í Geldingaholti. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Margréti Jóhannsdóttur.

Kristján Blöndal (1864-1931)

  • S00205
  • Person
  • 18. júlí 1864 - 21. okt. 1931

Fæddist að Grafarósi í Skagafirði. Sonur Jósefs Gottfreð Blöndal verslunarstjóra Grafarósi og Önnu Margrétar Þuríðar Kristjánsdóttur Möller. Hóf síðar verslunarstörf hjá Valgard Classen kaupmanni og stjúpa sínum. Starfaði sem bóksali og umboðsmaður bóksalafélags Íslands á Sauðárkróki. Kvæntist Álfheiði Guðjónsdóttur og eignuðust þau tvö börn, aðeins annað þeirra komst upp.

Guðrún Ragnheiður Sigurðardóttir Urup (1925-2012)

  • S00205
  • Person
  • 25.07.1925-28.06.2012

,,Guðrún Sigurðardóttir Urup, f. 25.07.1925 á Sauðárkróki, d. 28.06.2012 í Holte í Danmörku. Foreldrar hennar voru Stefanía Arnórsdóttir og Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki. Hinn 25.7. 1947 giftist Guðrún Jens Urup listmálara, f. 25.9. 1920, d. 21.11. 2010. Guðrún ólst upp á Sauðárkróki. Hún gekk í Myndlista- og handíðaskólann frá 1941-43 og kenndi í framhaldi af því teikningu í Reykjavík. Hún hóf nám á Kunstakademiet í Kaupmannahöfn 1945 og útskrifaðist 1950. Þar kynntist hún eiginmanni sínum og eignuðust þau 4 börn. Eftir að börnin fæddust sinnti Guðrún barnauppeldi og húsfreyjustörfum og studdi mann sinn á listabrautinni. Á síðari hluta ævinnar tók hún aftur til við listsköpun. Þau hjón unnu ýmis verk sem eru á Íslandi og unnu saman að gerð glermósaikglugga í Sauðárkrókskirkju 1974 og 1985. Guðrún hélt einkasýningu í Reykjavík í Galleríi Gangskör 1987 og hélt margar sýningar í gegnum tíðina í Kaupmannahöfn, m.a. í Jónshúsi. Síðasta stóra sýningin var í Birkerød Kunstforening í desember 2011, þar sem henni var boðið að sýna í minningarsýningu um Jens Urup í tengslum við fráfall hans."

Jón Sigurður Eiríksson (1929-

  • S01859
  • Person
  • 08.01.1929-

Jón er fæddur á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og kona hans, Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, fyrst á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón var bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði jafnframt fuglveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 40 ár. Þá hefur hann einnig lengi siglt með ferðamenn til Drangeyjar frá Reykjum. Búsettur á Sauðárkróki.
Maki 1: Sigríður Viggósdóttir, þau eignuðust fimm börn. Jón og Sigríður slitu samvistir.
Maki 2: Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir, f. 6. september 1944, d. 13. október 1997, þau eignuðust fimm börn.

Sigurfinnur Jónsson (1930-)

  • S01852
  • Person
  • 11. mars 1930

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Steini á Reykjaströnd og k.h. Sigfríður Jóhannsdóttir. Finni er fæddur á Daðastöðum á Reykjaströnd þar sem foreldrar hans bjuggu til 1946 er þau fluttu að Steini á Reykjaströnd. Línumaður og síðar verkstjóri hjá Rarik, búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Maríu Jóhannsdóttur frá Daðastöðum.

Jófríður Björnsdóttir (1927-2000)

  • S01327
  • Person
  • 27. september 1927 - 20. desember 2000

Jófríður Björnsdóttir fæddist að Bæ á Höfðaströnd 27. september 1927. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Ingibjargar Kristinsdóttur og Björns Jónssonar hreppstjóra frá Bæ á Höfðaströnd. ,,Jófríður stundaði nám við Húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1945-1946. Áður en hún stofnaði heimili starfaði hún sem hótelstýra á Hofsósi, ráðskona á hótelinu Blönduósi og í Fornahvammi en sem ráðskona fyrir vegavinnuflokk og á Hólum í Hjaltadal fyrstu sumur eftir giftingu. Síðari hluta vetrar 1964 dvaldist hún í Reykjavík og lærði sniðagerð og saumaskap. Eftir það stundaði hún saumaskap á heimili sínu allt til þess er hún gerðist verkstjóri í verksmiðjunni Ylrúnu á Sauðárkróki um miðjan áttunda áratuginn þar sem hún starfaði allt til ársins 1992. Jófríður tók virkan þátt í félagsmálum, var m.a. formaður Kvenfélags Sauðárkróks, söng með Kirkjukór Sauðárkróks um árabil og í kór eldri borgara í Skagafirði síðustu árin. Jófríður giftist hinn 31. ágúst 1950 Gunnari Þórðarsyni bifreiðastjóra, síðar yfirlögregluþjóni og bifreiðaeftirlitsmanni, frá Lóni, Viðvíkursveit, þau eignuðust tvær dætur."

Kolbeinn Kristinsson (1895-1983)

  • S01737
  • Person
  • 7. júlí 1895 - 15. ágúst 1983

Kolbeinn Kristinsson, f. á Þúfum í Óslandshlíð en fluttist ásamt foreldrum sínum að Skriðulandi í Kolbeinsdal 1897. Foreldrar: Kristinn Sigurðsson (1863-1943) og Hallfríður Jónsdóttir (1858-1951). Kolbeinn tók fyrst við parti af búinu á Skriðulandi en svo allri jörðinni þegar faðir hans lést 1943. Kolbein bjó í 3 ár á Hofi en fluttist aftur að Skriðulandi. Hann fór þaðan alfarinn árið 1955. Þá flutti hann til Akureyrar og vann á fjórðungssjúkrahúsinu við skrifstofustörf og sem gjaldkeri. Frá Akureyri flutti hann til Sauðárkróks og bjó í tvö ár þar og vann við skipaafgreiðslu hjá Kaupfélaginu. Loks flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann fékk ígripavinnu hjá Finni Sigmundssyni á Þjóðskjalasafninu.
Maki: Kristín Guðmundsdóttir (1898-1981). Þau eignuðust tvær dætur.

Oddgnýr Ólafsson (1883-1961)

  • S01753
  • Person
  • 10. feb. 1883 - 25. des. 1961

Oddgnýr ólst upp hjá föður sínum, Ólafi Grímssyni og fóstru, Lilju Kristjánsdóttur, á Selnesi og síðar á svokölluðum Selnesbakka sem var fyrir og eftir síðustu aldamót einhver mesta verstöð í Skagafirði. Oddgnýr fór að stunda sjó þaðan eins og faðir hans. Eignaðist hann bát þar og var formaður á honum í mörg ár. Mun hafa verið með síðustu formönnum á Selnesbökkum. Árið 1923 fluttist Oddgnýr til Sauðárkróks og hélt áfram sjómennskunni þar, bæði á eigin fari eða sem háseti hjá öðrum, svo sem Pálma Sighvats, en síðar mest hjá Halldóri Sigurðssyni. Oddgnýr reyndist farsæll formaður, siglari mikill og góður sjómaður. Oddgnýr var heiðursfélagi í Útvegsmannafélagi Sauðárkróks. Ókvæntur og barnlaus.

Júlíus Jóhann Pálsson (1896-1974)

  • S01759
  • Person
  • 16. maí 1896 - 13. nóv. 1974

Sonur Páls Pálssonar b. á Syðstahóli í Sléttuhlíð og k.h. Ástu Jóhönnu Gunnlaugsdóttur. Kvæntist Brynhildi Jónsdóttur, þau eignuðust þrjú börn og ólu upp dótturson sinn. Verkamaður á Sauðárkróki.

Sigurgeir Daníelsson (1866-1959)

  • S01761
  • Person
  • 14. maí 1866 - 29. okt. 1959

Foreldrar: Daníel Daníelsson á Skáldstöðum í Eyjafirði og k.h. Guðrún Sigurðardóttir frá Gröf í Kaupangssveit. Sigurgeir ólst upp hjá foreldrum sínum á Skáldastöðum og vann að búi þeirra, þar til hann kvæntist árið 1893, Jóhönnu Jónsdóttur frá Syðra-Dalsgerði í Eyjafirði. Það sama ár hófu þau búskap, fyrst í Hólum á móti tengdaföður sínum, en fluttust árið 1896 að Núpufelli og bjuggu þar til 1906, er þau fluttust til Sauðárkróks. Þar tók Sigurgeir að sér rekstur sjúkrahússins og gegndi því starfi í allmörg ár. Samhliða störfum sínum við sjúkrahúsið stofnsetti hann verslunina Drangey og rak hana allt fram á efri ár. Einnig var hann mörg ár þátttakandi í útgerð á Sauðárkróki. Sigurgeir gegndi mörgum trúnaðarstörfum bæði í Eyjafirði og á S.króki. Hann var í hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps í mörg ár og hreppstjóri 1920-1932. Sigurgeir og Jóhanna eignuðust ekki börn en ólu upp tvö fósturbörn. Sigurgeir eignaðist son með Ásdísi Andrésdóttur eftir að kona hans lést.

Niðurstöður 256 to 340 of 630