Sýnir 3772 niðurstöður

Nafnspjöld
Person

Ásmundur Þorsteinsson (1944-2013)

  • S02351
  • Person
  • 1. jan. 1944 - 13. sept. 2013

Ásmundur fæddist í Móakoti í Norðfirði. Foreldrar hans voru Þorsteinn Norðfjörð Jónsson sjómaður og Sigríður Elíasdóttir húsmóðir. Ásmundur stundaði sjómennsku og fékk skipstjórnarréttindi frá Sjómannaskólanum 1966. Hann lauk svo prófi í rennismíði 1976. Árið 1996 hóf hann störf við Verkmenntaskóla Austurlands og gegndi því starfi til vorsins 2013 þegar hann lét að störfum vegna aldurs. Ásmundur kvæntist Hildi B. Halldórsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Sigurbjörg Sveinsdóttir (1919-2013)

  • S02354
  • Person
  • 26. mars 1919 - 18. nóv. 2013

Sigurbjörg var fædd í Þorsteinsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 26. mars 1919, dóttir Sveins Friðrikssonar og Stefönnu Jónatansdóttur. Hóf sambúð með Páli Ögmundsyni 1936 og eignuðust þau fjögur börn, en skildu. Sigurbjörg hóf störf að Hólum í Hjaltadal 1949. Þar vann hún í þjónustunni í Hólaskóla. Flutti síðan til Reykjavíkur og vann um tíma hjá Landspítalanum. Sigurbjörg vann við saumaskap hjá Feldinum þar til hann var lagður niður. Að endingu vann hún hjá Hreini syni sínum í Stimplagerðinni Roða. Eftir að Sigurbjörg hætti að vinna stofnaði hún ásamt fleiri eldri borgurum Leikhópinn Snúð og Snældu árið 2000. Þar lék hún í uppfærslum í nokkur ár en endaði störf sín með breytingum og saumaskap á búningum hjá Snúð og Snældu.

Halldór Eyþórsson (1924-2007)

  • S02356
  • Person
  • 12. mars 1924 - 21. sept. 2007

Halldór var fæddur 12. mars 1924 í Fremri - Hnífsdal við Djúp. Foreldrar hans voru Jón Eyþór Guðmundsson og Pálína Salóme Jónsdóttir. Halldór ólst upp í Fremri-Hnífsdal til 12 ára aldurs, en flutti þá með foreldrum sínum í Húnavatnssýsluna. Árið 1947 keyptu þau hjón Syðri - Löngumýri í Blöndudal. Allan sinn starfsaldur var Halldór bóndi þar, en um nokkurra ára skeið vann hann sem hirðir hjá Fáki í Reykjavík á veturna. Á sumrin var hann vörður við sauðfjárvarnargirðingu á Kili.

Vilhjálmur Jónasson (1935-

  • S02368
  • Person
  • 22. júní 1935-

Vilhjálmur er minkaveiðimaður og bóndi á Sílalæk í Aðaldal. Kona hans er Sigrún Baldursdóttir.

Páll Valsson (1960-

  • S02370
  • Person
  • 31. okt. 1960-

Páll er fæddur 31. október 1960. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1980 og BA-próf í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Heimspekideild HÍ 1984 og cand. mag. próf í íslenskum bókmenntum frá HÍ. Páll fékkst við stundakennslu um tíma, eða á árunum 1988 til 1992 - vann við útgáfustörf fyrir bókaforlagið Svart á hvítu 1987 - 1988. Lektor í íslensku við Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1992 - 1997. Var um árabil ritstjóri og útgáfustjóri hjá Máli og menningu. Hann hlaut Íslensku bókmennaverðlaunin 1999 í flokki fræðirita fyrir bók sína, Jónas Hallgrímsson, ævisaga. Páll skrifaði einnig ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur.

Jón Óskar Ásmundsson (1921-1998)

  • S02371
  • Person
  • 18. júlí 1921 - 20. okt. 1998

Jón Óskar var fæddur á Akranesi og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Sigurlaug Einarsdóttir og Ásmundur Jónsson sjómaður og rafvirki. Jón kvæntist Kristínu Jónsdóttur, frá Munkaþverá, myndlistarkonu f. 1933, þau eignuðust eina dóttur. Jón Óskar lauk gagnfræðaprófi frá MR árið 1940. Hann stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Lærði frönsku á námskeiðum hjá Alliace Francaise í Reykjavík og í París. Einnig námskeið og einkakennslu í ítölsku í Róm, Perugia og Genúa. Jón var píanóleikari í ýmsum danshljómsveitum 1946 - 1956. Hann var ræðuritari á Alþingi 1953 - 1958. Rithöfundur og þýðandi frá 1941 og aðalstarf hans frá 1958, en hann var afkastamikill þýðandi og rithöfundur og gaf út fjölda bóka. Meðal þeirra er: Mitt andlit og þitt, smásögur, Skrifað í vindinn, Nóttin á herðum okkar, Ljóðaþýðingar úr frönsku, Páfinn situr enn í Róm, ferðaþankar, Leikir í fjörunni, skáldsaga, Vitni fyrir manninn, Sölvi Helgason ofl. Jón Óskar var einn af frumkvöðlum módernisma í íslenskri ljóðagerð og í hópi atómskáldanna svokölluðu.

Jón Steingrímsson (1928-2011)

  • S02372
  • Person
  • 20. mars 1928 - 9. des. 2011

Jón fæddist í Reykjavík þann 20. mars 1928. Foreldrar hans voru hjónin Lára Margrét Árnadóttir og Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri. Jón ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1948. Var eitt ár í verkfræðinámi við Háskóla Íslands, en fór síðan til náms í vélaverkfræði við Worcester Polytecnhnic Instetute í Massachusetts í Bandaríkjunum og síðan við Massachusetts Instetude Technology, M.I.T. og lauk M.Sc.- prófi þaðan 1954. Um tveggja ára skeið starfaði Jón í Stálsmiðjunni. Frá 1955 - 1966 var hann deildarverkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, uns Landsvirkjun var stofnuð, að hann flutti sig þangað. Um miðjan áttunda áratuginn vann Jón að undirbúningi stofnunar Íslenska járnblendifélagsins og lauk starfsferli sínum þar. Jón kvæntist árið 1950, Sigríði Löve frá Ísafirði, foreldrar hennar voru Þóra Guðmunda Jónsdóttir og Sophus Carl Löve. Jón og Sigríður eignuðust þrjú börn.

Svavar Sigmundsson (1939)

  • S0
  • Person
  • 1939

Svavar fæddist árið 1939. Stúdent frá ML 1958 .Kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni. Var skipaður forstöðumaöur Örnefnastofnunar Íslandsstil fimm ára. Cand.mag. í íslenskum fræðum frá HÍ. Lektor við HÍ .Rannsóknarprófessor. Ritstörf : Orðabók um slangur, slettur, bannorð, Íslensk samheitaorðabók ofl.

Ingibjörg Hauksdóttir (1939-

  • S02375
  • Person
  • 19. júní 1939-

Ingibjörg er eiginkona Hannesar Péturssonar skálds, þau eiga einn son.

Þóra Sigurðardóttir (1920-2001)

  • S02389
  • Person
  • 16. feb. 1920 - 9. sept. 2001

Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson, skáld og bóndi á Arnarvatni og k.h. Sólveig Hólmfríður Pétursdóttir. Þóra giftist Jóni Kristjánssyni, bónda og starfsmanni Kísiliðjunnar hf. ,,Þóra var húsfreyja á stóru heimili á Arnarvatni í hálfa öld þar sem hún gekk í öll störf, innan heimilis sem utan. Þóra söng í kirkjukór Skútustaðakirkju frá 1946 og sá um bréfhirðingu á Arnarvatni í aldarþriðjung."

Ingibjörg Björnsdóttir (1918-2014)

  • S02384
  • Person
  • 20. nóv. 1918 - 28. feb. 2014

Ingibjörg var fædd á Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði árið 1918. Dóttir hjónanna Björns Helga Guðmundssonar bónda og konu hans Dýrólínu Jónsdóttur kennara. ,,Ingibjörg stundaði nám í Húsmæðraskólanum á Staðarfelli 1940-1941 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1944. Eiginmaður Ingibjargar var Jónas Guðjónsson kennari, þau eignuðust fimm börn. Jónas og Ingibjörg ráku á heimili sínu Smábarnaskóla Laugarness ásamt Teiti Þorleifssyni kennara 1949-1958. Hún kenndi við Laugarnesskóla 1957-1961, við Laugalækjarskóla frá 1962-1968 og Laugarnessskóla 1969-1986."

Kristinn Bjarni Jóhannsson (1942-

  • S02470
  • Person
  • 20. feb. 1942-

Kristinn fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Elínar Baldvinu Bjarnadóttur og Jóhanns Hólm Jónssonar. Er hjartaskurðlæknir. Kvæntur Sigrúnu Einarsdóttur kennara. Þau eiga þrjú uppkomin börn.

Sigtryggur Þorláksson (1928-

  • S02480
  • Person
  • 5. okt. 1928-

Fyrrum hreppstjóri í Svalbarðshreppi. Kvæntur Vigdísi Sigurðardóttur. Búsettur á Þórshöfn.

Ari Ívarsson (1931-

  • S02421
  • Person
  • 21. júlí 1931-

Frá Melanesi á Rauðasandi. Sonur hjónanna Ingibjargar Júlíönu Júlíusdóttur og Ívars Rósinkrans Halldórssonar bænda þar. Eiginkona Ara er Arnfríður Ásta Stefánsdóttir. Hann er fyrrum ýtumaður á Patreksfirði. Ari skrifaði í Árbók Barðastrandasýslu um vélvæðingu báta, bíla, dráttarvéla og jarðýta.

Torfi Bjarnason (1899-1991)

  • S00383
  • Person
  • 26. des. 1899 - 17. ágúst 1991

,,Torfi var fæddur að Ásgarði í Hvammssveit í Dölum 26. desember 1899. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Jensson, bóndi þar og hreppstjóri, og Salbjörg Ásgeirsdóttir ljósmóðir. Torfi lauk stúdenstprófi 1921. Hann varð cand. med. frá Háskóla Íslands 1927 og var síðan við framhaldsnám í Danmörku í tvö ár. Torfi var starfandi læknir á Ísafirði 1929-1932, héraðslæknir á Hvammstanga 1932-1938, á Sauðárkróki 1938-1955 og síðan á Akranesi til 1969."
Torfi var giftur Sigríði Auðuns.

Vigfús Björnsson (1927-2010)

  • S02453
  • Person
  • 20. jan. 1927 - 6. jan. 2010

Vigfús fæddist á Ásum í Skaftártungu 20. janúar 1927. Foreldrar hans voru sr. Björn O. Björnsson og Guðríður Vigfúsdóttir. Vigfús ólst upp í foreldrahúsum, en árið 1941 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þar starfaði hann við ýmislegt, m.a. hjá hernum og var á þeim árum að verulegu leyti fyrirvinna fjölskyldunnar. Vigfús hóf bókbandsiðn árið 1947 við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi og varð síðar meistari í iðninni. Hann hélt til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms árið 1950 og að námi loknu bauð föðurbróðir hans, Sigurður O. Björnsson, starf hjá Prentverki Odds Björnssonar, fyrirtæki fjölskyldunnar á Akureyri. Þar starfaði Vigfús sem verkstjóri í bókbandi í 30 ár. Hann kvæntist Elísabetu Guðmundsdóttur frá Flatey á Skjálfanda árið 1953, þau eignuðust átta börn. Auk þeirra starfa sem að framan greinir vann Vigfús lengst af við ritstörf og eftir hann hafa komið út á annan tug bóka, aðallega sögur fyrir börn.

Sigurður Líndal (1931-

  • S02420
  • Person
  • 2. júlí 1931-

Varð forseti Hins íslenska bókmenntafélags 1967. Prófessor við Háskóla Íslands 1972 - 2001 og Háskólann á Bifröst til 2007. Sigurður hefur skrifað um kenningar í lögfræði og ritstýrt fjölda verka um lögfræði, sögu ofl.

Kristján Árnason (1929-2008)

  • S02422
  • Person
  • 14. mars 1929 - 4. feb. 2008

Kristján fæddist á Skarði í Lundareykjardal 14. mars 1929 og ólst upp á Stálpastöðum í Skorradal. Hann var elstur níu barna hjónanna Elínar Sigríðar Kristjánsdóttur og Árna Kristjánssonar. Lengst af bjó fölskyldan á Kistufelli í Lundareykjardal. Kristján var í Ingimarsskóla og lauk þaðan landsprófi. Hann var einn vetur í M.R. og einn vetur í trésmíðanámi á Hólum í Landbroti. Árið 1975 fór hann í smíðavinnu í Sléttuhlíð í Skagafirði. Kristján bjó í Skagfirði upp frá því. Hann byggði sér íbúðarhús og smíðaverkstæði á Skálá. Kristján þótti handlaginn og góður smiður. Hann gaf út tvær ljóðabækur.

Rögnvaldur Björnsson (1850-1918)

  • S02152
  • Person
  • 26. des. 1850 - 6. ágúst 1918

Rögnvaldur Björnsson, f. að Auðólfsstöðum í Langadal. Foreldrar: Björn Ólafsson (1817-1853) frá Auðólfsstöðum, síðast bóndi í Eyhildarholti og kona hans Filippía Hannesdóttir (1819-1908) frá Ríp. Rögnvaldur missti föður sinn ungur er hann drukknaði í Héraðsvötnum vorið 1853. Síðar giftist móðir hans Markúsi Árnasyni. Eftir andlát föður síns fór Rögnvaldur í fóstur að Stóru-Seylu á Langholti til móðursystur sinnar Maríu Hannesdóttur og Magnúsar Magnússonar prests í Glaumbæ. Þegar María flutti til dóttur sinnar að Ystu-Grund árið 1865 fór Rögnvaldur með henni þangað og ólst upp hjá Sigríði Magnúsdóttur og Gísla Þorlákssyni sem þar bjuggu. Rögnvaldur hóf búskap í Hjaltastaðahvammi 1880 en fluttist í Réttarholt 1883 og bjó þar til 1892. Var á Bjarnastöðum 1892-1895 en fór þá aftur í Réttarholt og eignaðist jörðina. Bjó þar til dánardags.
Var sýslunefndarmaður Akrahrepps 1886-1917, hreppsnefndarmaður í Akrahreppi 1881-1887 og 1896-1901, oddviti 1883-1886.
Maki: Freyja Jónsdóttir (1859-1942) frá Barði í Fljótum. Þau eignuðust 7 börn en ein dóttir þeirra lést á unglingsaldri.

Geir Stefánsson (1915-2004)

  • S02454
  • Person
  • 19. júlí 1915 - 11. júlí 2004

Geir fæddist á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð í Norður - Múlasýslu. Hann var bóndi og sláturhússtjóri. Geir kvæntist Elsu Ágústu Björgvinsdóttur og eignuðust þau fjögur börn.

Hjörtur Benediktsson (1883-1982)

  • S02540
  • Person
  • 23. sept. 1883 - 6. ágúst 1982

Hjörtur var fæddur á Skinþúfu í Vallhólma, þar ólst hann upp og síðar á Syðra-Skörðugili. Foreldrar hans voru Ingibjörg Einarsdóttir og Benedikt Kristjánsson. Hann kvæntist Guðbjörgu Sigurðardóttur frá Marbæli á Langholti, en hún lést eftir barnsburð árið 1912. Þá bjuggu þau á Hryggjum í Gönguskörðum og var Hjörtur síðasti bóndi sem þar bjó. Hjörtur flutti með dóttur sína, Guðbjörgu, sem var á fyrsta ári, að Glaumbæ á Langholti. Hún lést á unglingsaldri úr lömunarveiki. Árið 1917 flutti Hjörtur að Marbæli og bjó þar síðan. Hjörtur var bókhneigður maður og átti nokkurt bókasafn. Hann skrifaði ýmsa þætti í blöð og tímarit. Einnig var hann bókbindari. Hann var lengi forðagæslumaður, stefnuvottur og hirti fé fyrir Seylhreppinga í 40 ár. Hjörtur var safnvörður í Glaumbæ 1954 - 1964.

Kristján Eiríksson (1945-

  • S02428
  • Person
  • 19. nóv. 1945-

Kristján fæddist á Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði árið 1945. Hann lauk stúndentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, BA - prófi og cand. mag.prófi í íslenskum bókmenntum frá H.Í. Kristján kenndi lengi við Menntaskólann á Laugarvatni. Var lektor í íslenskum bókmenntum í Björgvin í Noregi, einnig kenndi hann við KHÍ. Kristján hefur starfað við Árnastofnun frá árinu 1999. Eiginkona hans er Sigurborg Hilmarsdóttir. Þau eiga þrjú börn.

Knútur Bjarnason (1917-2013)

  • S02431
  • Person
  • 23. maí 1917 - 23. mars 2013

Knútur var fæddur á Kirkjubóli í Dýrafirði 23. maí 1917. Foreldrar hans vorur Bjarni Magnús Guðmundsson og Kristín Margrét Guðmundsdóttir. Knútur ólst upp hjá föður sínum og eiginkonu hans, Guðmundu Maríu Guðmundsdóttur. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi í tvo vetur. Knútur sótti vorvertíð frá Salvogum og Hrafnabjörgum og var um nokkurt árabil á vertíðum á Akranesi. Búskapurinn, sem var hans aðal áhugamál, var þó aðalstarf hans, en á Kirkjbóli bjó hann alla sína ævi. Knútur naut búskaparins mjög, ekki síst að rækta og bæta landið. Hann hafði einnig næmt auga fyrir ræktun búfjár. Knútur tók mikinn þátt í félagsstarfi í sveitinni; var forðagæslumaður og formaður búnaðarfélags sveitar sinnar um árabil. Hann sat í stjórnum Kaupfélags Dýrfirðinga og Sparisjóðs Þingeyrarhrepps um hríð. Árin 1954-1958 var hann oddviti Þingeyrarhrepps. Einnig var hann kjötmatsmaður um áratuga skeið. Knútur var ókvæntur og barnlaus.

Helgi Hallgrímsson (1935-

  • S02472
  • Person
  • 11. júní 1935-

Helgi er fæddur í Holti í Fellum, en ólst upp á Arnheiðarstöðum og Droplaugarstöðum í Fljótsdal. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. 1955. Helgi nam líffræði og grasafræði við háskóla í Göttingen og Hamborg 1955-1963. Hann kenndi við Eiðaskóla og M.A. 1957-1969. Helgi var forstöðumaður við Náttúrugripasafnið á Akureyri 1964-1987 og rannsóknarstöðina Kötlu á Arsskógsströnd 1970-1976. Helgi hefur fengist við margskonar rannsóknir á íslenskri náttúru, einkum vatnalífi og sveppaflóru landsins og skrifað kver um þau efni, Sveppakverið og Veröldin í vatninu; hefur einnig ritað fjölda greina í blöð og tímarit. Hann stofnaði og stýrði Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi 1969-1980 og Vísindafélagi Norðlendinga 1971-1987. Helgi stofnaði og ritstýrði tímaritinu Týli, tímarit um náttúruvernd og var í ritstjórn Glettings, tímarit um austfirsk málefni.Árið 2005 gaf hann út veglega bók um Lagarfljót.
Hann hefur beitt sér fyrir verndun náttúrunnar á ýmsum vettvangi. Hefur verið búsettur á Egilsstöðum frá 1987.

Þórður Tómasson (1921-

  • S02436
  • Person
  • 28. apríl 1921-

Þórður fæddist í Vallatúni undir Eyjafjöllum. Safnvörður á Skógum. Eftir hann liggur fjöldi bóka um íslenskt þjóðlíf fyrri tíma.

Jón Þórarinsson (1917-2012)

  • S02443
  • Person
  • 13. sept. 1917 - 12. feb. 2012

Jón Þórarinsson fæddist í Gilsárteigi í Eiðaþinghá, S-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Þórarinn Benediktsson, hreppstjóri og alþingismaður, f. í Keldhólum á Völlum og k.h. Anna María Jónsdóttir. Árið 1920 flutti fjölskyldan til Seyðisfjarðar. ,,Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann lauk Mus.B-prófi í tónfræði 1946 og Mus.M-prófi í tónsmíði 1947 við Yale-háskólann í Bandaríkjunum. Sumarið 1945 stundaði hann nám við Juilliard-tónlistarháskólann í New York og fór til námsdvalar í Austurríki og Þýskalandi 1954-1955. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-1968, stundakennari við sama skóla frá 1979 og kennari við Söngskólann í Reykjavík 1983-1987. Hann starfaði við Ríkisútvarpið að mestu óslitið 1938-1956, var dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Ríkissjónvarpsins 1968-1979 og sat í Útvarpsráði 1983-1987. Hann var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrsti stjórnarformaður 1950-1953 og framkvæmdastjóri hennar 1956-1961. Þá sat hann aftur í stjórn hljómsveitarinnar frá 1988-2002. Jón var söngstjóri Fóstbræðra 1950-1954, Gamalla Fóstbræðra frá stofnun 1959-1997 og Stúdentakórsins 1964-1967. Hann var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1951-1952 og 1963-1966, var formaður úthlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs 1985-1986 og framkvæmdastjóri Listahátíðar 1988. Jón sat í undirbúningsnefnd Samtaka um byggingu tónlistarhúss (1987) og í stjórn samtakanna um skeið. Auk þess að gegna ýmsum öðrum stjórnar- og trúnaðarstörfum hjá samtökum listamanna. Jón var meðlimur í Rótarýklúbbi Reykjavíkur frá 1975 til dauðadags. Eftir Jón liggur fjöldi tónverka. Meðal þekktra sönglaga Jóns eru Fuglinn í fjörunni, Íslenskt vögguljóð á Hörpu og Sex gamlir húsgangar. Jón samdi auk þess tónlist við mörg leikrit og kvikmyndir og gerði fjölda útsetninga á verkum annarra höfunda, meðal annars hljómsveitarútsetningu þjóðsöngsins. Megnið af frumsaminni tónlist Jóns kom út á geisladiskasafninu Fuglinn í fjörunni 1998. Meðal ritverka Jóns eru Stafróf tónfræðinnar (1962) Páll Ísólfsson (1963) Sveinbjörn Sveinbjörnsson ævisaga (1969) og óútgefin Tónlistarsaga Íslands frá landnámsöld til miðbiks tuttugustu aldar sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni. Hann skrifaði tónlistargagnrýni og um tónlist og tónlistarmenn í Alþýðublaðið (1948-1950), Morgunblaðið (1962-1968) og Vísi á árum áður. Eftir Jón liggur auk þess mikill fjöldi greina um tónlist og tónlistarmálefni frá ýmsum tímum. Jón var riddari íslensku fálkaorðunnar frá 1978 og stórriddari hennar frá 1999." Fyrri kona Jóns var Þórdís Edda Kvaran, þau eignuðust þrjá syni. Þau skildu. Seinni kona Jóns var Sigurjóna Jakobsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Bergsteinn Jónsson (1926-2006)

  • S02459
  • Person
  • 4. okt. 1926 - 10. júlí 2006

Sonur hjónanna Jóns Árnasonar verkamanns og Kristínar Jónsdóttur húsmóður. ,,Lauk stúdentsprófi frá MR 1945. Hann lauk cand phil. og BA-próf frá HÍ, cand. mag.-próf í sögu Íslands, almennri sögu og ensku frá HÍ 1957. Bergsteinn var póstafgreiðslumaður hjá Póststofunni í Reykjavík 1946 til 1958, kenndi í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1958-1962, í Kvennaskólanum í Reykjavík 1960-1961, MR 1959 til 1971 og Háskóla Íslands frá 1967 allt til ársins 1992. Eftir Bergstein liggja eftirtalin rit: Landsnefndin 1770-1771, I og II, 1958-1961; Mannkynssaga 1648-1789, 1963, Bygging Alþingishússins 1880-1881, sérprentun úr ævisögu Tryggva Gunnarssonar, 1972; Tryggvi Gunnarsson I-IV, ásamt Þorkeli Jóhannessyni, 1955 til 1990; Vestræna, ritgerðasafn til heiðurs Lúðvík Kristjánssyni sjötugum, útg. ásamt Einari Laxness 1981; Ísland, ásamt Birni Þorsteinssyni og Helga Skúla Kjartanssyni, Kaupmannahöfn 1985. Íslandssaga til okkar daga, meðhöf. ásamt Birni Þorsteinssyni 1991. Bergsteinn skrifaði greinar og ritgerðir um sagnfræðileg efni í tímaritum. Hann stundaði ritstörf og rannsóknir fyrir Seðlabankann og Landsbanka Íslands 1963 til 1965 og öðru hvoru síðan. Hann annaðist rannsóknarstörf um ferðir Íslendinga til Vesturheims 1971-1972. Báran rís og hnígur 2005, um samfélag íslenskumælandi fólks í Norður-Dakóta, Eitt og annað um vesturferðir, Vesturheim og Vesturíslendinga, handrit gefið út í tveimur eintökum 2006 í tilefni af áttræðisafmælisári Bergsteins."

Sigfús Elíasson (1896-1972)

  • S02455
  • Person
  • 24. okt. 1896 - 22. okt. 1972

Búfræðingur og hárskerameistari á Akureyri og í Reykjavík. Rakari á Akureyri 1930. Rithöfundur og skáld. Starfrækti Dulspekiskólann í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Sigurjón Sæmundsson (1912-2005)

  • S02479
  • Person
  • 5. maí 1912 - 17. mars 2005

Sigurjón fæddist í Lambanesi í Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Sæmundur Jón Kristjánsson útvegsbóndi og Herdís Jónsdóttir húsmóðir og verkakona. Sigurjón missti föður sinn á fjórða ári, þá fór hann til móðursystur sinnar og síðar var hann léttadrengur á ýmsum bæjum milli þess sem hann var hjá móður sinni. Sigurjón fór til Siglufjarðar tólf ára gamall, var þar til sjós og vann í síld. Hann var sextán ára þegar hann flutti til Akureyrar ásamt móður sinni og bræðrum. Þar hóf hann prentnám og festi síðar kaup á Siglufjarðarprentsmiðju. Hann var bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í 20 ár og formaður Iðnaðarmannafélags Siglufjarðar í 15 ár. Sigurjón var mikill söngmaður og söng í kórum áratugum saman; söng auk þess einsöng. Hann var frumkvöðull að stofnun Tónlistarskólans Vísis. Eiginkona Sigurjóns var Ragnheiður Jónsdóttir. Þau eignuðust tvö börn.

Borga Jakobson (1918-

  • S02484
  • Person
  • 1918-

Borga er fædd í Kanada. Dóttir hjónanna Indíönu Sveinsdóttur og Kristjóns Sigurðssonar. Eiginmaður Borgu var Bjarki Sigurðsson læknir og einnig alíslenskur. Þau eignuðust átta börn. Indíana var ættuð úr Skagafirði. Indíana flutti ung til Vesturheims.

Hrefna Róbertsdóttir (1961-

  • S02339
  • Person
  • 6. sept. 1961-

Hrefna er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hún var formaður sagnfræðistofnunar 1994-1996. Hrefna var skipuð þjóðskjalavörður árið 2019.

Vigdís Kristjónsdóttir Bauernhuber

  • S02494
  • Person
  • ?

Vigdís er dóttir Kristjóns Sigurðssonar og Indíönu Sveinsdóttur sem ættuð var úr Skagafirði, en hún flutti ung til Vesturheims. Vigdís er systir Borgu Jakobson. Bræður þeirra voru Ólafur og Sveinn. Indíana var móðursystir Kristmundar. Vigdís giftist Joseph Bauernhuber og eignuðust þau þrjú börn.

Steinunn Jónsdóttir Inge (1874- 1974)

  • S02505
  • Person
  • 1874- 1974

Foreldrar Steinunnar voru Jón Jónsson og Björg Jónsdóttir Syðstu -Grund í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar fæddist Steinunn. Var í vist á bænum Garði í Hegranesi 1889-1891. Fór til Kanada árið 1893.

Sigurbjörg Benónýsdóttir (1890-1977)

  • S02503
  • Person
  • 1890-1977

Sigurbjörg fæddist á Sæunnarstöðum í Hallárdal, í Austur - Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Andrésdóttir og Benóný Ólafsson. Árið 1935 flutti hún til Reykjavíkur, en þar vann hún lengst af við aðhlynningu gamals og lasburða fólks sem bjó heima. Síðustu árin var hún á elliheimilinu í Hveragerði og Grund þar sem hún lést.

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir (1898-1985)

  • S02502
  • Person
  • 1898-1985

Sigurlaug fæddist í Háagerði í Vindhælishreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Jónas Sveinsson og Björg Björnsdóttir. Eiginmaður Sigurlaugar var Jónas Þorbergsson fyrrum útvarpsstjóri. Þau eignuðust tvö börn, Björgu og Jónas.

Sigurjón Jónasson (1877-1959)

  • S02516
  • Person
  • 9. mars 1877 - 10. nóv. 1959

Sigurjón fæddist á Gunnsteinsstöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Jónas Jónsson og Vigdís Guðmundsdóttir bændur á Hólakoti á Reykjaströnd. Bóndi í Hólakoti á Reykjaströnd 1903-1922 og á Skefilsstöðum á Skaga 1922-1953, bjó áfram á Skefilsstöðum hjá syni sínum. Sigurjón kvæntist Margréti Stefánsdóttur frá Daðastöðum og eignuðust þau fimm syni.

Sigríður Þóra Valgeirsdóttir (1919-2011)

  • S02521
  • Person
  • 15. nóv. 1919 - 3. sept. 2011

Sigríður fæddist í Reykjavík. Hún var kennari frá Kennaraskólanum og síðar prófessor í uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. Hún var einnig með doktorsgráðu í menntasálfræði. Sigríður veitti forstöðu fyrstu alþjóðlegu PISA rannsóknunum. Hún skrifaði bækurnar Gömlu dansarnir - brot úr íslenskri menningarsögu og Íslenskir söngdansar í þúsund ár. Hún giftist Hjörleifi Baldvinssyni - þau eignuðust þrjú börn.

Ögmundur Jónasson (1948-

  • S02527
  • Person
  • 17. júlí 1948-

Ögmundur fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jónas B. Jónsson og Guðrún Ö. Stephensen. Ögmundur er kvæntur Valgerði Andrésdóttur.

Margrét Ólafsdóttir (1838-1926)

  • S02281
  • Person
  • 30. júlí 1838 - 17. júní 1926

Foreldrar: Ólafur Gottskálksson og kona hans Kristín Sveinsdóttir. Maki: Snorri Pálsson frá Viðvík, verslunarmaður á Hofósi, Skagaströnd og Siglufirði. Var einnig alþingismaður Eyfirðinga. Þau eignuðust sjö börn. Margrét fluttist síðan til Ísafjarðar og á Súðavík.

Þuríður Kristjánsdóttir (1921-1991)

  • S01812
  • Person
  • 9. jan. 1921 - 28. apríl 1991

Foreldrar: Kristján Árnason b. á Krithóli o.v. og k.h. Ingibjörg Jóhannesdóttir. Þuríður stundaði nám í Laugaskóla 1940-1942. Árið 1943 kvæntist Þuríður Gunnari Jóhannssyni frá Mælifellsá. Þau byggðu nýbýlið Varmalæk úr landi Skíðastaða á Neðribyggð og ráku þar saumastofu, gróðurhús og verslun. Gunnar glímdi við hrörnunarsjúkdóm og árið 1954 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur til þess að hann gæti fengið betri læknisþjónustu. Þuríður og Gunnar slitu samvistir árið 1970, þau eignuðust átta börn. Eftir að Þuríður fluttist til Reykjavíkur vann hún í mörg ár sem gangbrautarvörður við Langholtsskólann og síðan á barnaheimili í Kópavogi. Þuríður var einn af stofnendum Skagfirsku söngsveitarinnar og söng einnig í Drangeyjarkórnum, hún var mjög virk í öllu kórastarfi. Seinni sambýlismaður Þuríðar var Jóhann Jóhannesson frá Reykjum í Tungusveit, hann lést árið 1982.

Jóhann Pétur Pétursson (1833-1926)

  • S02757
  • Person
  • 11. okt. 1833 - 6. feb. 1926

Foreldrar: Pétur Arngrímsson bóndi á Geirmundarstöðum og kona hans Björg Árnadóttir. Jóhann var yngstur 12 systkina sem upp komust. Hann missti báða foreldra sína 5 ára gamall. Fór hann þá til vandalausra og fór snemma að vinna fyrir sér. Hann naut engrar menntunar utan þeirra sem krafist var til fermingar. Rúmlega tvítugur varð hann fyrirvinna hjá ekkjunni Jórunni Sveinsdóttur sem bjó í Árnesi í Lýtingsstaðahreppi. Skömmu síðar giftist hann dóttur hennar og hóf búskap þar 1861 og bjó þar næstu fimm árin. Bóndi á Brúnastöðum frá 1866 til 1925. Á eignajörð sinni, Reykjum, lét hann byggja kirkju árið 1897. Jóhann var hreppstjóri Lýtingsstaðahrepps í rúm 50 ár, sýslunefndarmaður í 6 ár og sáttanefndarmaður frá 1874. Árið 1903 gaf hann 1000 kr til að stofnaður yrði sjóður fyrir munaðarlaus börn í hreppnum. Hann var sæmdur heiðursmerki Dannebrogsmanna 1899 fyrir framkvæmdi í búnaði og farsæla stjórn sveitarmála.
Maki 1: Sólveig Jónasdóttir (05.03.1831-17.11.1863) frá Árnesi. Þau hjón eignuðust þrjú börn sem dóu öll í æsku.
Maki 2: Elín Guðmundsdóttir (11.02.1838-28.12.1926) frá Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Þau eignuðust ekki börn en ólu upp fósturbörn, m.a Jóhannes Kristjánsson frá Hafgrímsstöðum.

Jón Guðmundsson (1857-1940)

  • S02774
  • Person
  • 23. mars 1857 - 8. sept. 1940

Jón Guðmundsson, f. á Hömrum 23.03.1857. Foreldrar: Guðmundur Hannesson bóndi á Hömrum og kona hans María Guðrún Ásgrímsdóttir. Jón var bóndi á Fremri-Kotum 1883-1884, á Hömrum 1884-1919. Fluttist þá með Jóel syni sínum að Ökrum og átti þar heima til æviloka. Maki: Katrín Friðriksdóttir (1857-1930) frá Borgargerði í Norðurárdal. Þau eignuðust 4 börn.

Sigurður Jónsson (1863-1952)

  • S02955
  • Person
  • 19. ágúst 1863 - 16. maí 1952

Sigurður Jónsson, f. í Tungu í Stíflu. Foreldrar: Jóns Steinsson og Guðrún Nikulásdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin en árið 1871 drukknaði faðir hans. Fór þá Sigurður til föðurbróður síns, Bessa Steinssonar, að Kýrholti í Viðvíkursveit og ólst upp hjá honum og konu hans, Guðrúnu Pálmadóttur. Var hann skráður þar til heimilis til 1892. Þá er hann eitt ár vinnumaður að Bakka í Viðvíkursveit. Árin 1893-1895 er hann skráður vinnumaður að Hvalnesi á Skaga. Eftir það flutti hann með konuefni sínu að Bakka í Viðvíkursveit og var þar 1895-1897. Þaðan á Sauðárkrók þar sem þau voru eitt ár og aftur að Bakka 1898-1903. Þá réðust þau til hjónanna að Hvalnesi og taka þar við búi og búa þar 1903-1919, nema hvað þau leigðu jörðina árið 1908-1909 og voru sjálf í húsmennsku. Árið 1919 fóru þau á Sauðárkrók þar sem Sigurður rak verslun næstu þrjú árin. Árið 1922-1923 bjuggu þau að Hringveri í Hjaltadal, þar sem Guðrún lést. Vorið 1929 fluttist Sigurður til Sigurlaugar dóttur sinnar í Brimnesi og var þar til dánardags. Sigurður sat um skeið í sveitarstjórn og gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Lengi hafði hann og verslun í Hvalnesi. Maki: Guðrún Símonardóttir (1871-1924), frá Brimnesi. Þau eignuðust tvö börn, en sonur þeirra lést ungur úr mislingum.

Agner Francisco Kofoed Hansen

  • S03555
  • Person
  • 1869-1957

Anger Fransisco Kofoed Hansen fæddist í Danmörku árið 1869. Hann var skógfræðingur að mennt og hafði mikla reynslu í stjórnun ræktunarframkvæmda, bæði frá Svíþjóð og Rússlandi. Hann var skipaður skógræktarstjóri í byrjun árs 1908. Hann lést í Reykjavík árið 1957.

Karl Bjarnason (1916-2012)

  • S03044
  • Person
  • 31. ágúst 1916 - 6. mars 2012

Foreldrar hans voru Margrét Guðfinna Bjarnadóttir og Bjarni Gíslason á Siglufirði. ,,Faðir Kalla drukknaði þegar mótorbáturinn Samson fórst í hákarlalegu og var Kalla skömmu síðar komið í fóstur að Brúnastöðum í Fljótum til hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Sveins Arngrímssonar. Hann fluttist með fósturforeldrum sínum að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit árið 1928. Hann átti síðan heima á allmörgum bæjum þar í nágrenninu, lengst í Hofstaðaseli en einnig á Dýrfinnustöðum og Lóni, síðast búsettur á Sauðárkróki." Hann vann margvísleg sveitastörf alla sína starfsævi. Kalli var ókvæntur og barnlaus.

Súlíma Stefánsdóttir (1862-1953)

  • S02199
  • Person
  • 26. okt. 1862 - 1. okt. 1953

Foreldrar: Stefán Einarsson og k.h. Lilja Kristín Jónsdóttir, þau bjuggu í Þröm á Langholti, í Geldingaholti, á Stóra-Vatnsskarði, í Hátúni, í Vík, á Grófargili, á Litlu-Seylu (nú Brautarholt) og loks í Vatnshlíð. Verkakona í Reykjavík. Ógift og barnlaus.

Sigurfinnur Bjarnason (1868-1928)

  • S03048
  • Person
  • 14. júní 1868 - 20. júlí 1928

Fæddur á Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Bjarni Þorfinnsson b. á Daðastöðum og kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir. Sigurfinnur ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim á Sauðárkrók er þau brugðu búi 1887. Næstu ár var hann á ýmsum stöðum þar til hann fór að búa. Bóndi á Herjólfsstöðum á Laxárdal 1893-1897, Meyjarlandi 1897-1928.
Maki: Jóhanna Sigurbjörg Sigurðardóttir (1871-1949). Þau eignuðust níu börn en sex þeirra náðu fullorðinsaldri. Auk þess átti Sigurfinnur laundóttur með Helgu Gunnarsdóttur.

Jón Arnbjörnsson (1882-1961)

  • S02514
  • Person
  • 23. apríl 1882 - 12. okt. 1961

Í manntali 1890 er Jón ásamt foreldrum sínum, Arnbirni Jónssyni og Maríu Soffíu Jónsdóttur á Kvíabekk í Ólafsfirði. 1910 er hann skráður vinnumaður á hjá Birni Hafliðasyni á Saurbæ í Kolbeinsdal, móðir hans er þar líka. Samkvæmt manntali er hann kominn í Svaðastaði 1920 og var þar vinnumaður til í kringum 1945. Síðast búsettur á Marbæli í Óslandshlíð. Ógiftur og barnlaus.

Sigurlaug Guðrún Sigurðardóttir (1903-1971)

  • S03064
  • Person
  • 6. maí 1903 - 23. feb. 1971

Foreldrar: Sigurður Jónsson og Guðrún Símonardóttir á Hvalnesi á Skaga. 16 ára gömul fór hún til Margrétar móðursystur sinnar að Brimnesi í Viðvíkursveit en þar hafði hún oft dvalið tímabundið frá barnsaldri. Veturinn 1920-1921 var hún við nám í Kvennaskóla í Reykjavík. Vorið 1921 flutti hún í Svaðastaði og kvæntist Jóni Pálmasyni. Næstu árin voru þau í húsmennsku á Svaðastöðum. Árið 1923 yfirgaf Jón konu sína og tvær ungar dætur og fór til Ameríku. Þau skildu að lögum stuttu seinna og dvaldist Sigurlaug áfram á Svaðastöðum fyrst um sinn en fór þaðan alfarin til Reykjavíkur árið 1925 þar sem hún gekk að eiga Gunnlaug Björnsson frá Narfastöðum í Viðvíkursveit. Vorið 1929 fluttu Sigurlaug og Gunnlaugur í Brimnes og hófu þar búskap og bjuggu þar síðan. Sigurlaug og Gunnlaugur eignuðust saman einn son en fyrir hafði Sigurlaug eignast tvær dætur með fyrri manni sínum.

Reynir Þorgrímsson (1936-2014)

  • S03072
  • Person
  • 7. okt. 1936 - 1. maí 2014

Reynir Þorgrímsson fæddist á Siglufirði 7. október 1936. Foreldrar Reynis voru Þorgrímur Brynjólfsson frá Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum og Margét Ingibjörg Jónsdóttir frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd. ,,Reynir ólst upp á Siglufirði og bjó þar til 16 ára aldurs. Þá flutti hann til Reykjavíkur og stundaði nám við Samvinnuskólann og útskrifaðist þaðan árið 1954. Reynir kom víða komið við í atvinnulífinu, hann var einn af stofnendum Hagkaups, rak og átti verksmiðju á Sauðárkróki þar sem sokkabuxur undir nafninu Gleymmérei voru framleiddar. Hann átti bílasöluna Bílakaup sem var í Borgartúninu. Þá stofnaði hann Fyrirtækjasöluna í Suðurveri árið 1986 og rak hana þar til hann settist í helgan stein árið 2012. Reynir var áhugaljósmyndari og hélt hann margar ljósmyndasýningar, meðal annars í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem hann sýndi og seldi ljósmyndir sem hann hafði tekið og nefndi Skartgripi fjallkonunnar. Reynir var virkur í félagsstörfum, hann var félagsmaður í JCI og var þar landsforseti frá '73-'74, hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins Víðarr og þá var hann einnig frímúrari. Reynir kvæntist Rósu Guðbjörgu Gísladóttur, þau eignuðust fjögur börn, þau bjuggu meirihluta ævi sinnar í vesturbænum í Kópavogi."

Jóhann Bernhard (1918-1963)

  • S03078
  • Person
  • 8. okt. 1918 - 16. ágúst 1963

Ritstjóri, teiknari og skrifstofumaður í Reykjavík, hann var áberandi innan íþróttahreyfingarinnar. Kvæntist Svövu Þorbjarnardóttur söngkonu, þau eignuðust þrjú börn.

Haukur Snorrason (1916-1958)

  • S03080
  • Person
  • 1. júlí 1916 - 10. maí 1958

Fæddur á Flateyri. Búsettur á Akureyri 1930-1956, síðustu tvö árin í Reykjavík. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri og fór síðan til náms í Englandi. Starfaði sem gjaldkeri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga um tíma og var einnig fræðslufulltrúi þess. Tók við ritstjórn blaðsins Dags á Akureyri árið 1944 og hélt því starfi til 1956. Þá varð hann annar af tveimur ritstjórum Tímans í Reykjavík. Á árunum 1947-1950 var hann einnig ritstjóri Samvinnunnar.
Maki: Else Friðfinnsson, þau eignuðust þrjú börn.

Ingimundur K. Guðjónsson (1958-

  • S03094
  • Person
  • 25. feb. 1958-

Sonur Guðjóns Ingimundarsonar íþróttakennara á Sauðárkróki og k.h. Ingibjargar Kristjánsdóttur. Tannlæknir á Sauðárkróki. Kvæntur Agnesi Huldu Agnarsdóttur, þau eiga fimm börn.

Hákon G. Torfason (1929-2020)

  • S03102
  • Person
  • 1. mars 1929 - 13. sept. 2020

Verkfræðingur í Reykjavík. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1966-1974. Maki: Ásta Kristjánsdóttir, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Ásta tvær dætur sem Hákon gekk í föðurstað.

Gísli Halldórsson (1914-2012)

  • S03104
  • Person
  • 12. ágúst 1914 - 8. okt. 2012

Gísli fædd­ist 12. ág­úst 1914 á Jörfa á Kjal­ar­nesi. ,,Gísli lauk prófi frá Iðnskól­an­um í Reykja­vík 1933 og sveins­prófi í húsa­smíði árið 1935. Að því loknu lá leið hans til Kaup­manna­hafn­ar þar sem hann lauk prófi sem bygg­ing­ar­fræðing­ur frá Det Tekn­iske Selska­bs Skole árið 1938. Síðan stundaði hann nám í Det Kong­elige Aka­demi for de Skønne Kun­ster 1938-1940 en kom þá heim vegna seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Hann lauk brott­farar­prófi sem arki­tekt 1947. Gísli setti á fót eig­in teikni­stofu í Reykja­vík ásamt Sig­valda Thor­d­ar­son arki­tekt sem þeir starf­ræktu sam­eig­in­lega til árs­ins 1948. Hann rak stof­una síðan einn til 1957 en eft­ir það sem sam­eign­ar­fé­lag með nokkr­um sam­starfs­mönn­um. Gísli hef­ur teiknað fjöl­mörg mann­virki, þar á meðal mörg fé­lags­heim­ili og íþrótta­mann­virki. Gísli sat sem varamaður í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur 1954-1958 og borg­ar­full­trúi 1958-1974. Var vara­for­seti borg­ar­stjórn­ar 1958 og for­seti borg­ar­stjórn­ar 1970-1974. Í borg­ar­ráði 1962-1970. Sat í bygg­ing­ar­nefnd Reykja­vík­ur 1954-1958. Skipu­lags­nefnd Reykja­vík­ur 1958-1974 og um­ferðar­nefnd 1962-1966. Formaður í stjórn íþrótta­vall­anna 1958-1961. Formaður íþróttaráðs 1961-1974. Gísli starfaði um ára­bil fyr­ir KR og íþrótta­hreyf­ing­una." Eig­in­kona Gísla var Mar­grét Hall­dórs­son, fædd í Kaupmannahöfn, þau eignuðust einn son.

Björn Guðnason (1929-1992)

  • S03106
  • Person
  • 27. apríl 1929 - 11. maí 1992

Björn fæddist að Nöf í Hofsósi. Foreldrar: (Kristinn) Guðni Þórarinsson og s.k.h. Jóhanna Ragnheiður Jónasdóttir. ,,Byggingameistari á Sauðárkróki og framkvæmdastjóri Byggingafélagsins Hlyns hf. Björn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sauðárkrókskaupstað, samtök iðnaðarmanna á Sauðárkróki og átti um skeið sæti í bæjarstjórn Sauðárkróks fyrir Sjálfstæðisflokkinn." Maki: Margrét Guðvinsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Hjörleifur Andrésson (1885-1965)

  • S03115
  • Person
  • 12. júlí 1885 - 31. des. 1965

Foreldrar: Andrés Pétursson b. á Öldubakka á Skaga og k.h. Kristjana Jónsdóttir. Bóndi á Öldubakka 1912-1916, á Þorbjargarstöðum í Laxárdal 1919-1920, á Breiðstöðum í Skörðum 1920-1921 er hann flutti til Sauðárkróks. Á Sauðárkróki starfaði hann m.a. við sláturhús K.S. og var í sigflokki Marons Sigurðssonar í Drangey. Hjörleifur tók þátt í starfsemi Leikfélags Sauðárkróks og lék m.a. hlutverk Skugga-Sveins í samnefndu leikriti. Árið 1925 kvæntist Hjörleifur Steinvöru Júníusdóttur. Þau slitu samvistir eftir stutta sambúð. Hjörleifur kvæntist ekki aftur og var barnlaus.

Lovísa Möller (1914-1966)

  • S03121
  • Person
  • 19. ágúst 1914 - 14. mars 1966

Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Jóhannsson Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Lucinda ólst upp hjá Sigrúnu Pálmadóttur móðursystur sinni og Jóni Sigurðssyni á Reynistað. Maki: Sigurður Samúelsson prófessor, þau eignuðust þrjú börn. Síðast búsett í Reykjavík.

Ólöf Jóhannesdóttir (1902-1952)

  • S03128
  • Person
  • 5. feb. 1902 - 18. mars 1952

Foreldrar: Jóhannes Björnsson verslunarmaður á Sauðárkróki og barnsmóðir hans Filippía Þorsteinsdóttir frá Miklagarði. Filippía kvæntist síðar Bjarna Oddssyni, þau bjuggu á Rein í Hegranesi, í Birkihlíð í Staðarhreppi (þá Hólkoti) og síðan á Sauðárkróki. Ólöf ólst upp með móður sinni. Hótelstýra á Stykkishólmi. Ógift og barnlaus.

Fjóla Kristjánsdóttir (1918-2014)

  • S03136
  • Person
  • 10. nóv. 1918 - 16. feb. 2014

Foreldrar: Ingibjörg Jóhannsdóttir og Kristján Árnason bændur á Krithóli og víðar. Kvæntist Jósefi Sigfússyni, þau bjuggu á Torfustöðum í Svartárdal Au-Hún, síðar á Sauðárkróki, þau eignuðust tvö börn.

Sigurður Jónasson (1913-1989)

  • S03141
  • Person
  • 25. júlí 1913 - 6. des. 1989

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 3. k. h. Lilja Jónsdóttir. Sigurður starfaði sem smiður. Kvæntist Lilju Sigurðardóttur kennara frá Sleitustöðum árið 1955, þau eignuðust þrjú börn. Þau hófu búskap í Hróarsdal árið 1957 og bjuggu þar til ársins 1969 er þau fluttu til Akureyrar en dvöldu þó flest sumur í Hróarsdal.

Skafti Stefánsson (1894-1979)

  • S03161
  • Person
  • 06.03.1894-27.07.1979

Skafti Stefánsson f.í Málmey á Skagafirði 06.03.1894 , d. Í Reykjavík 27.07.1979. Foreldrar: Dýrleif Einarsdóttir og Stefán Pétursson. Hann var elstur fimm systkina. Árið 1897 fluttist fjölskyldan frá Málmey að Litlu-Brekku á Höfðaströnd og bjó þar nokkur ár. Þar veiktist Stefán og gat ekki stundað búskap og fluttist fjölskyldan þá aftur í Amálmey þar sem hann stundaði sjóróðra. Ungur fór Skafti að aðstoða föður sinn, m.a. við beituskurð. Á seinni búskaparárunum í Málmey veiktist faðir hans alvarlega og varð óvinnufær en lifði þó 26 ár eftir það og við það varð Stefán fyrirvinna heimilisins ásamt móður sinni. Fjölskyldan fluttist þá aftur til lands og hóf búskap á litlu býli við Hofsós sem kallað var Nöf. Árið 1920 flutti Skafti til Siglufjarðar og gerði útgerð og fiskkaup að atvinnu sinni. Skafti var einn af stofnendum Kaupfélags Siglfirðinga og sat lengi í stjórn þess. Hann átti sæti í bæjarstjórn um tíma og einnig hafnanefnd og fleiri nefndum.
Maki: Helga Jónsdóttir frá Akureyri. Þau giftu sig 06.03.1924. Þau eignuðust fjögur börn.

Björn Sveinsson (1867-1958)

  • S03175
  • Person
  • 20.05.1867-21.08.1958

Björn Sveinsson, f. í Hátúngi á Langholti, 20.05.1867, d. 21.08.1958 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Sveinn Jónsson (1842-1871), bóndi í Ketu í Hegranesi og víðar og kona hans Sigurlaug Kristjánsdóttir (1830-1911). Þegar börnum þeirra fjölgaði var Birni komið fyrir að Þorleifsstöðum í Blönduhlíð til Jóhanns Hallssonar þáverandi hreppsstjóra. Þegar Hjóhann fluttist þaðan að Egg í Hegranesi fluttist Björn með honum og ólst þar upp þar til Jóhann fór til Vesturheims 1876. Þá fór Björn til móður sinnar sem var þá vinnukona í Tungusveit. Var hann með henni næstu árin, aðallega á Reykjum og Steinsstöðum. Þaðan fór hann smali að Bergstöðum í Svartárdal og var fermdur þaðan 1881. Var svo í vistum vestra næstu árin. Þar kvæntist hann fermingarsystur sinni árið 1891. Næstu ár voru þau hjú eða í húsmennsku í Blöndudalshólum, reistu svo bú og bjuggu á parti af Skeggstöðum 1894-1897, Valadal 1897-1899, Mörk 1899-1900, Torfustöðum 1900-1901, er þau brugðu búi og voru næstu ár í húsmennsku. Reistu bú á Botnastöðum 1908 og bjuggu þar til 1915. Keyptu Þverárdal og bjuggu þar til 1921 með sonum sínum. Bjuggu á parti af Sjávarborg 1921-1923, á Gíli í Borgarsveit 1923-1928. Brugðu þá búi og fóru í húsmennsku til Eiríks sonar síns. Árið 1937 fluttu þau til Sauðárkróks og dvöldu þar til æviloka.
Maki: Guðbjörg Jónsdóttir (1866-1943). Þau eignuðust tvo syni.

Zóphonías Magnús Jónasson (1896-1983)

  • S03176
  • Person
  • 12.09.1896-02.04.1983

Zóphonías Magnús Jónasson, f. í Ökrum í Fljótum 12.09.1896, d. 02.04.1983. Foreldrar: Solveig Guðbjörg Ásmundsdóttir (1853-1921) og Jónas Jónasson (1853-1921). Þau bjuggu í Ökrum, Stóraholti og Molastöðum. Fluttu til Siglufjarðar er þau brugðu búi. Zóphonías var yngstur tíu systkina. Zophónías ólst upp á Ökrum til fjórtán ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan að Stóraholti og tveimur árum síðar að Molastöðum. en gerðist bóndi á Molastöðum 1921-1923, flutti þá til Akureyrar. Vann þar við smíði laxastiga, að sprengja grjót og hlaða grjótkanta. Virku í starfi Framsóknarmanna.
Maki: Guðbjörg Jónsdóttir, húsfreyja (1901-1983). Þau eignuðust fimm börn.

Filippus Guðmundur Halldórsson (1875-1949)

  • S03183
  • Person
  • 27.10.1875-05.07.1949

Filuppus Guðmundur Halldórsson, f. að Stóra-Grindli í Fljótum 27.10.1875, d. 05.07.1949 á Molastöðum í Fljótum.
Foreldrar: Halldór Guðmundsson bóndi á Stóra-Grindli og kona hans Kristín Anna Filuppusdóttir frá Illugastöðum.
Guðmundur fór ungur að heiman og var fyrst í vinnumennsku að Efra-Haganesi. Síðan eitt ár á Uppsölum í Blönduhlíð. Vann að öllum hefðbundnum landbúnaðarstörfum en stundaði jafnframt sjóróðra haust og vor og fór einnig í hákarlalegur á vetrarskipum. Vann einnig mikið við vegghleðslur yrir aðra.
Guðmundur og Anna giftu sig 1899 og voru þá tvö ár í húsmennsku í Efra-Haganesi, til 1901, er þau hófu búskap í Neðra-Haganesi og bjuggu þar til 1905. Voru í Neskoti 1905-1916, á Mið-Mói 1916-1919 og í Neðra-Haganesi 1919-1931 er þau bruggðu búi og voru í húsmennsku í Efra-Haganesi í nokkur ár. Fluttu svo til Jóns sonar síns og Helgu konu hans að Molastöðum í Austur-Fljótum. Síðari búskaparár sín í Neðra-Haganesi vann Guðmundur mikið hjá Samvinnufélagi Fljótamanna við margvísleg störf sem til féllu. Hann sat í hreppsnefnd Haganeshrepps í nokkur ár og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.
Maki: Aðalbjörg Anna Pétursdóttir (26.06.1875-25.06.1947).
Þau eignuðust fjögur börn. Einnig ólu þau upp að miklu leyti Sigríði Benediktsdóttur (f. 1896).

Rannveig Ingibjörg Bjarnadóttir (1869-1953)

  • S03189
  • Person
  • 10.09.1869-21.02.1953

Rannveig Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 10.09.1869, d. 21.02.1953. Foreldrar: Bjarni Bjarnason og Margrét Jónsdóttir á Mannskaðahóli. Rannveig ólst upp með foreldrum sínum á Mannskaðahóli. Var síðan vinnukona, m.a. á Hrauni í Unadal og fluttist þaðan að Hrauni í Sléttuhlíð er hún gistist Jóni, en fyrri kona hans var alsystir hennar. Eftir að Jón drukknaði leystist heimilið upp og börnin fóru í fóstur á ýmsa staði, nema yngsta dóttirin, sem fylgdi móður sinni. Fór hún í vinnumennsku og var á ýmsum stöðum í Sléttuhlíð. Þegar Stefanía, dóttir hennar, byrjaði búskap á Hrauni árið 1918 fluttist Rannveig til hennar og dvaldist hjá henni til dauðadags að undanskildum tveimur árum sem hún dvaldi á Svaðastöðum.
Maki: Jón Zóphonías Eyjólfsson (10.09.1868-01þ06þ1910. Hann drukknaði 41 árs er bátur hvölfdi með hann á Sléttuhlíðarvatni. Hann átti eitt barn með fyrr konu sinni, sem dó í bernsku og sjö börn með Rannveigu. Þrjú þeirra dóu í bernsku.

Ólöf Konráðsdóttir (1890-1956)

  • S03190
  • Person
  • 16.03.1890-16.03.1956

Ólöf Konráðsdóttir, f. á Ysta-Hóli 16.03.1890, d. 16.03.1956 á Tjörnum. Foreldrar: Konráð Jón Sigurðsson bóndi á Ysta-Hóli og kona hans Indíana Guðbjörg Sveinsdóttir. Ólöf ólst upp hjá foreldrum sínum, elst fjögurra systra. Um tveggja ára skeið lærði hún karlamannafatasaum og hannyrðir á Sauðárkróki, Akureyri og Siglufiri. Fékkst hún mikið við saumaskap eftir það.
Maki: Ásgrímur Halldórsson (27.2.2886-21.02.1960), bóndi á Tjörnum. Þau eignuðust sjö börn.Tvö dóu í bernsku. Auk þeirra ólu þau upp fósturbörnin Guðna Kristján Hans Friðríksson og Sigríði Sölvínu Sölvadóttur.

Ólöf Guðmundsdóttir (1841-1916)

  • S03202
  • Person
  • 1841-1916

Ólöf Guðmundsdóttir, 23.11.1841, d. 1916. Foreldrar: Guðmundur Jónsson bóndi í Efri-Skútu í Siglufirði og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir. Ólöf ólst upp hjá foreldrum sínum og fermdist frá þeim árið 1857. Vann að búi þeirra í Efri-Skútu til 1862. Bjó ásamt manni í sínum í Efri-Skútu 1862-1869, en það ár drukknaði Árni á Siglufirði, ásamt Guðmundi föður Ólafar. Eftir lát hans bjó Ólöf í Efri-Skútu 1869-1872 , er hún giftist Magnúsi. Þau bjuggu áfram í Efri-Skútu 1872-1879. Fóru þá að Brekkukoti í Óslandshlíð og voru til 1881 eða lengur. Voru á Háleggsstöðum 1885-1887 og í Grafargerði 1887 og þar til Magnús lést 1889. Eftir lát hans var Ólöf vinnukona á Torfhóli 1890 og 1901, húskona í Berlín á Hofsósi 1910 en síðast á sveitarframfæri á Krossi.
Maki 1 (g. 1860): Árni Árnason. Hann drukknaði á Siglufirði ásamt tengdaföður síns í miklum hafís. Árni og Ólöf eignuðust 5 börn og létust 2 þeirra í frumbernsku.
Maki 2 (1872): Magnús Gíslason (1851-24.01.1889). Hann drukknaði í Kolkuósi. Þau eignuðust þrjú börn sem öll dóu ung.

Gunnlaugur Jón Jóhannsson (1874-1942)

  • S03206
  • Person
  • 26.04.1874-08.12.1942

Gunnlaugur Jón Jóhannsson, f. að Hringveri í Hjaltadal 26.04.1874, d. 08.12.1942 á Illugastöðum í Flókadal. Foreldrar: Jóhann Gunnlaugsson og Guðrún Einarsdóttir, ógift vinnuhjú að Hirngveri. Jóhann ólst upp hjá móður sinni sem var vinnukona á Litla-Hóli í Viðvíkursveit hjá Aðalsteini Steinssyni bónda þar og konu hans Helgu Pálmadóttur og hafði son sinn á kaupi sínu, þar til hann fór að geta unnið fyrir sér. Gunnlagur bjó á Litla-Hóli 1899-1906, Háleggsstöðum 1906-1916, Stafni 1916-1925 og Illugastöðum í Flókadal 1925-1934. Hann hafði alltaf lítið bú og vann því oft utan heimilis. M.a. við torfristu, vegghleðslu og byggingu. Einnig þótti hann laginn að hjálpa skepnum við burð og var oft fenginn í slíkt.
Maki (gift 1899): Jónína Sigurðardóttir (14.02.1877-04.02.1964). Þau eignuðust átta börn og misstu eitt þeirra tveggja ára gamalt.

Páll Árnason (1879-1965)

  • S03207
  • Person
  • 09.07.1879-15.12.1965

Páll Árnason, f. á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 09.07.1879, d. 15.12.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Ísak Árni Runólfsson (1851-1934) bóndi á Atlastöðum og kona hans Anna Björnsdóttir (1859-1954). Páll ólst upp í föðurgarði og vann að búi föður síns að mestu til 1900, að hann fór í Möðruvallaskóla og varð gagnfræðingur þaðan 1902. Fluttist þá vestur í Hjaltadal og vann að jarðræktarstörfum að vorinu en barnafræðslu að vetrinum, í Hólahreppi, Viðvíkurhreppi og Óslandshlíð. Kvæntist og fluttist að Kvíabekk í Ólafsfirði. Bjó þar 1907 til 1910, að hann fluttist að Hofi á Höfðaströnd. Bjó þar eitt ár og brá þá búi og fluttist í Hofsós. Var kennari við barnaskólann þar 1910-1935. Reisti bú í Ártúni 1916 og bjó þar til 1946 að hann fluttist aftur í Hofsós og átti þar heimili til dauðadags. Páll vann mikið að opinberum störfum fyrir sveit sína. Var hreppsnefndarmaður 1913-1925, þar af oddviti í 6 ár. Í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga á Hofsósi um skeið og endurskoðandi reikninga félagsins í 25 ár. Var skattanefndarmaður, úttektarmaður, kjótmats- og ullarmatsmaður og fleira í mörg ár.
Maki (gift 114.07.1904): Þórey Halldóra Jóhannsdóttir, f. 21.08.1875, d. 31.07.1957. Þau eignuðust 4 börn og ólu einnig upp að mestu þrjú fósturbörn.

Páll Ágúst Þorgilsson (1872-1925)

  • S03203
  • Person
  • 09.09.1872-15.02.1925

Páll Ágúst Þorgilsson, f. á Kambi í Deildardal 09.09.1872, d. 15.02.1925. Foreldrar: Þorgils Þórðarson, bóndi á Kambi og kona hans Steinunn Árnadóttir. Páll ólst upp með foreldrum sínum og vann að búi þeirra. Fór í Flensborgarskólann í Hafnarfirði og lauk þar námi. Reisti bú á Stafni í Deildardal 1897, bóndi þar til 1905, á Brúarlandi frá 1905 til æviloka.
Maki: Guðfinna Ásta (29.06.1873-09.05.1959). Þau eignuðust 7 börn sem upp komust. Auk þess eignaðist Páll tvö börn utan hjónabands með Pálínu Sumarrós Pálsdóttur, mágkonu sinni.

Sigríður Guðrún Þorkelsdóttir (1901-1995)

  • S03209
  • Person
  • 26.10.1901-24.11.1995

Sigríður Þorkelsdóttir fæddist 26. október 1901. Faðir: Þorkell Jónsson frá Egg í Hegranesi. Móðir: Anna Sigríður Sigurðuardóttir frá Kjartansstaðakoti. Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum á Ríp, Rein, Daðastöðum og Ingveldarstöðum syðri. Á síðastnefnda bænum var hún til vors 1930 en þá flutti hún til Sauðárkróks, trúlofuð Þorsteini Andréssyni sem hún síðar giftist. Saman bjuggu þau á Sauðárkróki og áttu heima í húsi sem er nefnt Sólheimar. Sigríður vann ýmis störf, m.a. í fiskverkun, í síld og í sláturhúsi.
Giftist Þorsteini Andréssyni. Sigríður lést 24. nóvember 1995.

Jónas Pétur Jónsson (1898-1940)

  • S03214
  • Person
  • 21.03.1898-20.06.1940

Jónas Pétur Jónsson, f. á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð 21.03.1898, d. 20.06.1940. Foreldrar: Jón Jónasson (1857-1922) bóndi á Þorleifsstöðum og Guðrún Þóra Þorkelsdóttir (1859-1935) ljósmóðir. (Jónas) Pétur var málari á Sauðárkróki og í Kanada.

Jón Júlíusson (1871-1961)

  • S03215
  • Person
  • 18.12.1889-07.05.1961

Jón Júlíusson, f. í Enni á Höfðaströnd 18.12.1889-07.05.1961. Foreldrar: Guðný Gunnarsdóttir (f. 10.05.1858-13.10.1943) og Gunnlaugur Júlíus Jónsson (05.07.1871-24.06.1957). Foreldrar Jóns voru trúlofuð um skeið en giftust ekki. Þau eignuðust þrjú börn saman. Júlíus faðir hans giftist Aðalbjörgu Sigurjónsdóttuir og átti með henni 9 börn. Jón ólst upp með föðurömmu sinni, Sólveigu Guðmundsdóttur, og manni hennar Guðmundi Jóni Sigurðssyni. Eftir að Sólveig lést bjó Guðmundur með Guðnýju, móður Jóns. Jón tók við búi á Grindum 1910 og bjó þar með Sólveigu systur sinni, sem einnig hafði alist þar upp með ömmu sinni og Guðmundi. Jón var ógiftur og barnlaus.

Björg Sveinsdóttir (1899-1976)

  • S03217
  • Person
  • 14.07.1899-14.05.1976

Björg Sveinsdóttir, f. að Felli í Sléttuhlíð 14.07.1899, d. 14.05.1976 í Reykjavík. Foreldrar: Sveinn Árnason og Jórunn Sgteinunn Sæmundsdóttir. Björg tók ljósmæðrapróf frá Ljósmæðraskóla Íslands 1919 og hjúkrunarpróf í hjúkrun geðveikra 1926. Hjúkrúnarpróf í almennri hjúkrun 1931. Var ljósmóðir í Fellsumdæmi frá 1919 til haustsins 1921 og starfandi ljósmóðir á Kópaskeri og nágrenni um skeið. Hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi og við einkahjúkrun í London 1931-1948 og 1958-1968. Starfandi 1948-1958 á sjúkrahúsum í Durban Brookenhill og Salisbury í Afríku. Stofnfélagi í Ljósmæðrafélagi Íslands 2. maí 1919.
Maki 1: Harry Edwin Bird byggingarmeistari.
Maki 2: Harold Cox rafvirkjameistari í Hastings á Englandi.

Jóhannes Sigtryggsson (-1919)

  • S03227
  • Person
  • 14.02.1895-23.06.1919

Jóhannes Sigtryggsson, f. 14.02.1895, d. 23.06.1919. Foreldrar: Sigtryggur Jónatansson bóndi í Framnesi og kona hans
Námsmaður. Drukknaði í Héraðsvötnum.

Guðmundur Guðmundsson (1880-1951)

  • S03230
  • Person
  • 20.10.1880-23.12.1953

Guðmundur Guðmundsson f. í Flatatungu 20.10.1880, d. 23.12.1953 á Akureyri. Foreldrar: Guðmundur Björnsson bóndi á Giljum í Vesturdal og víðar og kona hans Guðrún Björnsdóttir. Guðmundur ólst upp með foreldrum sínum í framanverðum Skagafirði og var stoð þeirra á síðustu búskaparárum þeirra. Hann lærði trésmíði hjá Þorsteini Sigurðssyni á Sauðárkróki og lauk sveinsprófi 1904. Stundaði þá iðn nær eingöngu þar til hann hóf búskap. Tvö fyrstu árin eftir að Guðmundur kvæntist átti hann heimili í Goðdölum og hafði grasnyt þar en taldist ekki búnandi. Bóndi í Brekku hjá Víðimýri 1909-1915. Keypti þá Reykjarhól og bjó þar til 1935. Árið 1930 lét hann hluta úr landinu undir nýbýli, er síðar hlaut nafnið Varmahlíð. Eftir að þau hjónin hættu búskap áttu þau heima á Sauðárkróki til 1941 en fluttu þá til Akureyrar og bjuggu þar til æviloka. Á báðum stöðum stundaði Guðmundur smíðar.
Maki: Stefanía Guðrún Guðmundsdóttir (16.09.1887-15.10.1946). Þau eignuðust þrjú börn og ólu upp eina fósturdóttur, Þóreyju Pétursdóttur.
Maki:

Tryggvi Magnússon (1900-1960)

  • Person
  • 06.06.1900-08.09.1960

Tryggvi Magnússon, f. í Bæ við Steingrímsfjörð 06.06.1900, d. 08.09.1960. Foreldrar: Magnús Magnússon og kona hans Anna Eymundsdóttir.
Tryggvi stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri 1919. Hann fór sama ár til Kaupmannahafnar og nam í Tekniske Selskabsskole og hjá einkakennurum 1919-1921. Hann nam teikningu og málaralist og tók próf upp í Listaháskólann en gat ekki haldið áfram námi þar. Hann gekk í League Art í New York 1921-1922 og nam þar andlitsmyndagerð. Fór síðan í einkaskólann Der Weg í Dresden 1922-1923 og lagði þar stund á málaralist. Árið 1923 kom hann til Reykjavíkur og bjó þar síðan.
Tryggvi teiknaði m.a. drög að öllum sýslumerkjum fyrir Alþingishátíðina 1930 og skjaldarmerkið. Var um árabil aðalteiknarinn í skopritið Spegilinn og þar einna þekktastur fyrir skopmyndir sínar.
Maki: Sigríður Jónína Sigurðardóttir (23.07.1904-22.05.1971) listmálari frá Minni-Þverá í Fljótum. Þau eignuðust tvö börn. Þau slitu síðar samvistir.

Guðmundur Björnsson (1867-1962)

  • S03245
  • Person
  • 11.08.1867-19.07.1962

Guðmundur Björnsson, f. 11.08.1962, d. 19.07.1962. Foreldrar: Björn Guðmundsson bóndi á Ytra-Mallandi á Skaga og kona hans Sigríður Pétursdóttir. Guðmundur var lengi hjá Björgu móðursystur sinni og hmanni hennar, Jón Jónssyni á Stóru-Seylu. Hann reisti fyrst bú þar á móti þeim, þá ókvæntur. Bóndi á hluta Seylu 1894-1897, Holtskoti 1898-1900, Vallanesi 1900-1907, Reykjum í Tungusveit 1907-1911. Keypti Syðra-Vatn 1911 og bjó þar til 1941 er hann hætti búskap og fór til Jóhannesar sonar síns.
Maki: Anna Jóhannesdóttir (10.08.1872-11.07.1941). Þau eignuðust sjö börn sem upp komust.

Niðurstöður 3401 to 3485 of 3772