Showing 6506 results
Authority recordBúnaðarsamband Skagfirðinga (1931-
- S02657
- Corporate body
- 1931-
Búnaðarsamband Skagfirðinga var stofnað árið 1931 að frumkvæði Sigurðar Sigurðssonar sýslumanns. Áður hafði þó komið upp umræða að stofna búnaðarsamband því uppkast að lögum fyrir félagið lá fyrir sýslufundi árið 1881 og tók fyrsti ráðunauturinn, Jósef J. Björnsson, til starfa um það leyti. Félagið var ekki formlega stofnað en margir hreppar skiluðu þó inn búnaðarskýrslum til sýslunefndar. Ræktunarfélag Norðurlands vann að jarðabótamælingum í Skagafirði með styrk sýslunefndar frá 1911 en það félag var stofnað 1903 og voru félagar þess í Skagafirði orðnir 51 í árslok 1904.
- S02531
- Privat company
Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -
- S02611
- Organization
- 1948-
Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1948 og er rannsókna-, þekkingar- og þjónustustofnun sem safnar, varðveitir og rannsakar muni og minjar úr Skagafjarðarhéraði og miðlar til almennings. Starfssvæði þess er bundið við landfræðileg mörk Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Höfuðstöðvar safnsins eru í Glaumbæ.
Byggingarnefnd Sauðárhrepps (1907-1947)
- S02292
- Organization
- 1907-1947
Byggingarnefnd Sauðárhrepps tók til starfa þegar Sauðárhreppur var stofnaður og starfaði fram til ársins 1947, en þá fékk Sauðárkrókur kaupstaðarréttindi og í kjölfar nýrrar bæjarstjórnar var stofnuð byggingarnefnd Sauðárkróks.
Carl Pétur Albertsson (1882-1936)
- S01793
- Person
- 1882-1936
Sonur Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Fæddur í Vesturheimi. Bóndi á Steinsstöðum. Kv. Margréti Jósefsdóttur Johnson. Hann var mjög músíkalskur og um langt skeið kirkjuorganisti.
Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm (1870-1947)
- S01888
- Person
- 26.09.1870-20.04.1947
Kristján 10. (Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm af Glücksborg) var sonur Friðriks 8. og Lovísu drottningar. Hann var konungur Danmerkur frá 1912 til 1947. Eftir að Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember 1918 var hann einnig konungur konungsríkisins Íslands. Eftir stofnun lýðveldis á Íslandi 1944 var hann einungis konungur Danmerkur. Hann var bróðir Karls Danaprins, sem varð Hákon 7. Noregskonungur 1905. Kristján var hávaxinn og þótti mynduglegur, alvörugefinn og skyldurækinn. Hann lauk stúdentsprófi 1889 og var fyrstur Danakonunga til að hafa slíkt próf. Því næst þjónaði hann í hernum, í ýmsum herdeildum. Hann varð krónprins 1906 þegar faðir hans, Friðrik 8., varð konungur, og var sjálfur krýndur konungur að föður sínum látnum, árið 1912.
Christian Fredrik Carl Georg Valdemar Axel (1872-1957)
- S01886
- Person
- 03.08.1872-21.09.1957
Hákon 7. fæddur Christian Frederik Carl Georg Valdemar Axel var fyrsti konungur Noregs eftir sambandsslitin við Svíþjóð árið 1905. Hákon var sonur Friðriks 8. og Lovísu drottningar. Hákon giftist þann 22. júlí 1896 Maud Bretaprinsessu, yngstu dóttur Alberts Játvarðs sem seinna varð Játvarður 7., og konu hans Alexöndru drottningar. Þau eignuðust einn son þann 2. júlí 1903 sem var skírður Alexander Edward Christian Frederik og varð Ólafur 5. Noregskonungur.
- S03201
- Person
- 09.03.1856-11.04.1930
Christian Hansen, f. á Amager við Kaupmannahöfn 09.03.1856, d. 11.04.1930. Foreldrar: Hans Christian Hansen (f. 1818) og kona hans Trine (f. um 1830).
Christian nam ungur að árum beykisiðn og fékk sveinbréf árið 1876. Fékk hann atvinnutilboð frá Noregi, Grænlandi og Íslandi í kjölfarið og valdi að koma til Íslands. Til Sauðárkróks kom hann í júní 1876. Réðst hann til Christan Popps kaupmanns. Fór svo til Danmerkur um haustið en kom vorið eftir, alkominn til Íslands. Var bóndi á Sauðá 1882 til dánardags og rak einnig Hótel Tindastól um tveggja ára skeið.
Maki (g. 13.10.1879): Björg hansen (29.11.1861-08.02.1940) frá Garði í Hegranesi. Þau eignuðust átta börn.
Christian Waldemar Carl Popp (1866-1920)
- S00475
- Person
- 22.10.1866-25.01.1920
Fæddur á Akureyri en flutti ársgamall með foreldrum sínum til Danmerkur og ólst þar upp uns þau fluttust til Sauðárkróks árið 1885. Faðir hans rak verslun á Sauðárkróki og starfaði Christian við verslunina fyrst um sinn en tók svo alveg við rekstri hennar árið 1893. Aðal verslunin var á Sauðárkróki en útibú á Hofsósi og í Kolkuósi. Verslun Popp var önnur stærsta verslunin í Skagafirði á þessum tíma. ,,Popp var að mörgu leyti stórhuga í verslun sinni og fitjaði upp á ýmsum nýjungum í atvinnuháttum. Hann lét t.d. verka hafsíld, gerði tilraun með álakistu í kílnum milli Áshildarholtsvatns og Miklavatns, og hann stofnaði ásamt fleirum hlutafélög, sem kallað var Reykjarhólsgarðurinn. Var girt af allmikið land á Reykjarhóli í Seyluhreppi og hafin þar kartöflurækt við jarðhita. Var þetta allt brautryðjendastarf hvert á sínu sviði, og stóð hið síðastnefnda í nokkur ár. Útgerð hafði Popp þó nokkra. Hafði hann einnig fiskmótttöku í Drangey, Selvík og víðar, og fisktökuskipin Skagfirðingur, Stormfuglinn og Fálkinn, sem hann átti hvert á eftir öðru, stunduðu fiskveiðar jafnframt. Árið 1902 brann íbúðarhús hans. Tengdafaðir hans teiknaði þá fyrir hann nýtt hús, sem kom svo tilhöggvið frá Danmörku og var sett hér upp árið 1903. Nýja húsið, Villa Nova, sem þá þótti glæsilegasta íbúðarhús á Norðurlandi, var bæði dýrt í byggingu og sérstaklega dýrt í rekstri. Fór því að halla mjög undan fæti efnalega fyrir Popp eftir þetta. Hann varð að losa sig við útibúin og loks að selja alla verslunina 1912. Sama ár flutti hann til Danmerkur með fjölskylduna." Kona Popps var Paula Anna Lovise, þau eignuðust þrjú börn, fyrir hafði Popp eignast son sem lést eins árs gamall.
Dagbjört Anna Magnúsdóttir (1865-1937)
- S001152
- Person
- 15. júní 1865 - 4. apríl 1937
Húsfreyja á Hraunum í Fljótum, Skag. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Kvæntist Einari Baldvini Guðmundssyni (eldri) á Hraunum á Fljótum.
Dagrún Halldórsdóttir (1905-1980)
- S00517
- Person
- 15.07.1905-31.12.1980
Verslunarmær á Akureyri 1930. Kona Svavars Dalmanns Þorvaldssonar. Síðast búsett í Reykjavík.
Daníel Benediktsson Hannesson (1896-1978)
- S01282
- Person
- 4. maí 1896 - 8. júlí 1978
Sonur Benedikts Hannessonar og Sigrúnar Daníelsdóttur. Daníel var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann sigldi til Vesturheims með foreldrum sínum. Hermaður í fyrri heimsstyrjöldinni. Kaupmaður í Kanada. Kvæntist Daisy Ethel Tucker.
- S00317
- Person
- 04.05.1872- 26.03.1967
Daníel Davíðsson fæddist í Kárdalstungu í Vatnsdal, 4. maí 1872. Faðir: Davíð Davíðsson (1823-1921) bóndi á Kötlustöðum, Gilá A-Hún.. Móðir: Þuríður Gísladóttir (1835-1928) húsfreyja á Kötlustöðum. Lærði ljósmyndum hjá Joni J. Dahlman. Var í framhaldsnámi í Kaupmannahöfn um 1901-1902. Vann við ýmis sveitastörf. Rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1902-1909 í húsi er hann lét byggja og nefndist "Ljósmyndarahúsið". Tók einnig myndir á ferðalögum sínum um Skagafjörð. Var aðstoðarmaður Sigurðar Pálssonar læknis á Sauðárkróki. Bóndi á Breiðsstöðum í Gönguskörðum í Skagafirði 1910-1919, Heiðarseli (Dalsá) í sömu sveit 1920-1922, Hróarsstöðum á Skagaströnd 1922-1924 og í Neðra-Nesi á Skaga 1924-1930. Flutti þá að Syðri-Ey á Skagaströnd og bjó þar til dánardags. Plötu- og filmusafn hans er glatað. Maki: Magnea Aðalbjörg Árnadóttir (1883-1968), húsfreyja. Saman áttu þau 7 börn. Daníel átti eitt fósturbarn.
- S01332
- Person
- 24.11.1919 - 18.05.2001
Foreldrar: Jónína Guðrún Einarsdóttir og Ingólfur Daníelsson á Steinsstöðum. Fósturforeldrar Daníels voru Hannes Halldór Kristjánsson og Sigríður Benediktsdóttir í Hvammkoti.
Daníel var bóndi í Laugabóli í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 1944-1945 og var áfram þar eftir að hann brá búi. Hann hóf búskap á Brenniborg á Neðribyggð í Lýtingsstaðahreppi árið 1956 og bjó þar fram til ársins 1963. Flutti aftur að Laugabóli er hann brá búi á Brenniborg. Síðar búsettur í Kópavogi. Ókvæntur.
Daniel Johannes Glad (1927-2015)
- S03358
- Person
- 30.07.1927-26.05.2015
Daniel Johannes Glad, f. 30.07.1927, d. 26.05.2015. Foreldrar: Edvin og Evi Glad. Daniel ólst upp í Solberg í Finnlandi og nam í verslunarskóla í Helsinki. Þaðan fór hann í herþjónustu, þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Daniel fór í biblíuskóla í Svíþjóð 1950-1952. Hann flutti til Íslands 1952 og stundaði trúboð innan Hvítasunnuhreyfingarinnar. Daniel og Marianne bjuggu á Sauðárkróki þar sem þau sáu um Hvítasunnukirkjuna. Eftir mörg ár þar fluttu þau aftur til Finnlands og voru þar í tæp tvö ár. Snéru þá aftur til Íslands og fluttu í Stykkishólm þar sem Daniel tók við Hvítasunnukirkjunni. Árið 1970 fluttu þau til Reykjavíkur. Samhliða kirkjustarfi þar ferðaðist Daniel um landið sem trúboði.
Maki: Marianne Glad (f. 1932) þau eignuðust fjögur börn.
- S02651
- Person
- 19. jan. 1963-
Daníel er fæddur í Neskaupstað, sonur hjónanna Þorsteins Árnasonar læknis frá Sjávarborg og Önnu Siggerðar Jóhannsdóttur. Daníel er tónlistarmaður og píanisti, var við nám í Hollandi. Eiginkona hans er Hrafnhildur Vigfúsdóttir, þau eiga þrjú börn. Búsettur á Akureyri.
- S01145
- Person
- 5. apríl 1896 - óvíst
Sonur Tómasar Ísleikssonar og Guðrúnar Jóelsdóttur í Kolkuósi (1891-1903), þau fluttu til Winnipeg 1903. Stundaði nám við Wesley College í Winnipeg, starfaði sem blaðamaður.
- S00604
- Person
- 21.01.1895-01.03.1964
Davíð fæddist í Fagraskógi þann 21. janúar árið 1895. Foreldrar hans voru Stefán Baldvin Stefánsson bóndi og síðar alþingismaður og Ragnheiður Davíðsdóttir frá Hofi í Hörgárdal. Davíð lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri árið 1911. Á árunum 1915 – 1916 dvaldist hann í Kaupmannahöfn og hófst skáldferill hans þar. Síðar hóf hann nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1919 en það ár kom fyrsta ljóðabók hans út, hún ber heitið Svartar fjaðrir. Davíð dvaldist öðru hvoru erlendis, meðal annars í nokkra mánuði á Ítalíu árið 1920 og svo í Noregi 1923. Árið 1925 tók Davíð við föstu starfi sem bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri. Hann lét formlega af störfum sem bókavörður árið 1951.
Davidson, Portrait & Landscape Photographer
- S00626
- Corporate body
- 1889-1907
Davidson, Portrait & Landscape Photographer var ljósmyndastofa sem var rekin í Carberry, Manitoba af George Davidson milli 1889 og 1907. Fyrirtækið var með útibú í Deloraine, Melita, Rapid City og Souris.
- Person
- Person
- Person
Det Kongelige Bibliotek, Köbenhavn
- S02532
- Privat company
Dóra Ingibjörg Magnúsdóttir (1928-2019)
- S00190
- Person
- 7. júní 1928 - 4. júní 2019
Foreldar hennar voru Hólmfríður Elín Helgadóttir saumakona og Magnús Halldórsson beykir. Dóra giftist Rögnvaldi Ólafssyni (Valda rakara) frá Siglufirði, þau eignuðust fimm börn, fyrir átti Rögnvaldur einn son.
Dorothea Kristín Daníelsdóttir (1882-1963)
- S00729
- Person
- 16.03.1882-06.06.1963
Dóttir Daníels Ólafssonar og Svanhildar Loftsdóttur, síðast á Framnesi. Verslunarkona í R.vík, ókvænt og barnlaus.
Dýraverndunarfélag Skagafjarðar
- S03663
- Organization
- 17.06.1918-1975
Dýraverndunarfélag Skagafjarðar
- Association
- 17.06.1918-1975
Dýraverndunarfélag Skagafjarðar var stofnað 17. júní 1918 af Jóni Þ. Björnsyni, þáverandi skólastjóra á Sauðárkróki og var hann í stjór þess fyrstu árin. Stofnfélagar voru 50. Tilgangur félagsins, eins og segir í lögum félagsins þess sé að vernda dýrin gegn illri meðferð og glæða hugsun og tilfinningu almennings fyrir skyldum mannsins við þau og stuðla að bættri meðferð dýra og að eftirlit sé haft með þeim. Félagsmenn höfðu skyldu að láta vita ef þeir yrðu varir við illa meðferð á skepnum.
Ef félagsmaður varð sjálfur uppvís af illri meðferð á skepnum eða lét líða hjá að tilkynna brot sem hann varð vitni af, þá varð hann brottrækur úr félaginu.
Fyrsta baráttumál félagsins var að bæta aðstöðu og meðferð á hrossum ferðamanna í Sauárkrókskaupstað, þar sem lítil sem engin aðstaða var fyrir hross aðkomumanna og þau oft látin standa næturlangt án viðunandi skýlis. Tók formaður oft að sér að skýla hrossin og haustið 1918 samdi sýslunefnd við hann um leigu á peningshúsi hans undir „hesthús til almenningsnota“ og sá Jón sjálfur um hrossin.
Starfsemi Dýraverndunarfélag Skagafjarðar lá niðri á tímabilinu 1930 – 1939 en félagið var síðan endurvakið 7.2.1939.
Dýrfinna Gunnarsdóttir (1907-1994)
- S00429
- Person
- 15.04.1907 - 23.06.1994
Dýrfinna Gunnarsdóttir fæddist 15. apríl 1907. Hún var dóttir Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur.
Dýrfinna var húsfreyja á Máná á Tjörnesi um alllangt árabil.
Maður hennar var (Jóhann) Egill Sigurðsson (1893-1972).
Dýrfinna lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 23. júní 1994.
Dýrleif Árnadóttir (1899-1993)
- S01140
- Person
- 4. júlí 1899 - 8. mars 1993
Foreldrar: Árni Magnússon og Anna Rósa Pálsdóttir í Utanverðunesi. Dýrleif ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim til Sauðárkróks árið 1907. Naut hún barna- og unglingafræðslu þar. Dýrleif starfaði mikið með ungliðadeild Góðtemplara reglunnar og í Ungmennafélaginu Tindastóli þar sem hún var heiðursfélagi. Dýrleif starfaði einnig allmikið með verkakvennafélaginu Öldunni og sat í stjórn um skeið, söng einnig um nokkurra ára skeið með Kirkjukór Sauðárkróks. Dýrleif kvæntist Guðmundi Sveinssyni árið 1919 og það sama ár hófu þau búskap á Hóli í Sæmundarhlíð. Ári síðar fluttu þau til Sauðárkróks og bjuggu þar síðan, þau eignuðust sjö börn. Eftir að börn þeirra hjóna voru uppkomin, starfaði Dýrleif við fiskvinnslu hjá KS á meðan starfsævi entist.