Showing 551 results

Authority record
Reykjavík

Sigfús Jón Árnason (1938-

  • S01918
  • Person
  • 20.04.1938-

Sigfús fæddist á Sauðárkróki. Sonur hjónanna Árna Gíslasonar og Ástrúnar Sigfúsdóttur. Sigfús lærði til prests og vígðist til Miklabæjar í Skagafirði 1965. Hann þjónaði síðan að Hofi í Hofsárdal í Vopnafirði í aldarfjórðung. Nú búsettur í Grafarvogi í Reykjavík.

Jóhannes Gunnarsson (1943-2008)

  • S01926
  • Person
  • 16. feb. 1943 - 8. feb. 2008

Jóhannes Gunnarsson fæddist á Sauðárkróki 16. febrúar 1943. Foreldrar hans voru Rannveig Ingibjörg Þorvaldsdóttir tryggingafulltrúi og Gunnar Stefánsson skipstjóri. ,,Jóhannes ólst upp og kláraði skólagöngu sína á Sauðárkróki, fór í Samvinnuskólann á Bifröst og útskrifaðist þaðan 1962. Hann vann við verslunarstörf fyrstu árin á Sauðárkróki, Skagaströnd og á Blönduósi. Jóhannes var skrifstofumaður í Reykjavík hjá Járni og gleri, stofnaði Heildverslunina Hraðberg, var fjármálastjóri hjá S. Óskarssyni og síðar framkvæmdastjóri hjá Sverri Þóroddssyni. Frá árinu 1990 vann hann sem tollendurskoðandi hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Jóhannes var félagi í Kiwanisklúbbnum Kötlu frá 1978-1981 og frá árinu 2001." Jóhannes kvæntist Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur, þau eignuðust tvo syni.

Jón Kristjánsson (1942-

  • S01932
  • Person
  • 11. júní 1942-

Fæddur í Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði 11. júní 1942. Foreldrar: Kristján Jónsson bóndi þar og síðar á Óslandi og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Maki (25. desember 1964): Margrét Hulda Einarsdóttir bankastarfsmaður. Jón lauk samvinnuskólaprófi 1963. ,,Stundaði verslunarstörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga 1959–1963. Verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum 1963–1978. Félagsmálafulltrúi Kaupfélags Héraðsbúa 1978–1984. Skipaður 14. apríl 2001 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 7. mars 2006. Skipaður 7. mars 2006 félagsmálaráðherra, lausn 15. júní 2006. Ritstjóri Austra á Egilsstöðum síðan 1974. Í sýslunefnd Suður-Múlasýslu 1974–1987. Formaður stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga 1975–1988. Þingkjörinn endurskoðandi Framkvæmdastofnunar ríkisins 1974–1983. Stjórnarformaður Kaupfélags Héraðsbúa 1987–1995. Í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1985. Í Norðurlandaráði 1990–1991. Fulltrúi Íslands í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1985–1987. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989 og afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1988. Varaformaður Ferðamálaráðs síðan 1999. Í stjórnarskrárnefnd frá 2005, formaður. Alþingismaður Austurlans 1984–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2007 (Framsóknarflokkur). Varaþingmaður Austurlands apríl 1979, apríl 1981, febrúar–mars og nóvember 1982, október–nóvember 1983, apríl, maí, nóvember og desember 1984. Forseti neðri deildar 1987–1988. 2. varaforseti Alþingis 2006–2007." Sat einnig í fjöldamörgum öðrum nefndum og ráðum.

Gunnlaug Friðrika Briem (1902-1970)

  • S01938
  • Person
  • 13.12.1902-19.06.1970

Dóttir sr. Vilhjálms Briem frá Reynistað og k.h. Steinunnar Pétursdóttur. Gunnlaug var forstjóri Söfnunarsjóðs Íslands. Kvæntist Bjarna Guðmundssyni blaðafulltrúa í Reykjavík.

Guðbjörg Stefánsdóttir (1911-2007)

  • S01939
  • Person
  • 11. okt. 1911 - 14. des. 2007

,,Fæddist á Hvammstanga og bjó fyrstu æviár sín á Norðurlandi, fyrst á Hvammstanga en síðan á Siglufirði. Hún fluttist til Reykjavíkur 1920 og bjó þar ætíð síðan. Hún gekk í Kvennaskólann en hóf ung að stunda verslunar- og skrifstofustörf. Hún vann lengi við ýmis skrifstofustörf í Haraldarbúð, síðast sem bókari. Árið 1959 hóf hún störf sem aðalbókari hjá Vita- og hafnamálastofnun Íslands og vann þar til starfsloka árið 1981."

Pétur Þorsteinsson (1894-1978)

  • S01941
  • Person
  • 1. feb. 1894 - 26. sept. 1978

Sonur Jórunnar Andrésdóttur og Þorsteins Hannessonar á Hjaltastöðum. Guðfræðingur, starfsmaður við borgarfógetaembættið í Reykjavík. Kvæntist Kristínu Sveinbjarnardóttur.

Hólmfríður Sigurðardóttir (1913-2001)

  • S01962
  • Person
  • 12. apríl 1913 - 19. sept. 2001

Hólmfríður Sigurðardóttir fæddist á Hugljótsstöðum í Skagafirði 12. apríl 1913. Foreldrar Hólmfríðar voru Margrét Jakobína Baldvinsdóttir og Sigurður Stefán Ólafsson. Níu ára gömul fór Hólmfríður í fóstur að Undhóli í Óslandshlíð, til Hólmfríðar Jóhannesdóttur og Páls Gíslasonar. ,,Hólmfríður lauk barnaskóla og var einn vetur að Hólum í unglingaskóla. Hún fór til starfa á Siglufirði að loknu námi á Hólum, þá sautján ára gömul. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur 1932 þar sem hún starfaði á saumastofu og víðar, hún var búsett þar síðan. Hólmfríður var einn af stofnendum Kvenfélags Bústaðasóknar og virkur félagi. Jafnframt lagði hún fram krafta sína í þágu aldraðra á Norðurbrún til margra ára." Hólmfríður giftist Bessa Guðlaugssyni frá Þverá í Norðurárdal í A-Húnavatnssýslu, 6. mars 1943, þau eignuðust fimm börn saman, fyrir átti Hólmfríður dóttur.

Ásta Jónsdóttir (1909-1975)

  • S01966
  • Person
  • 10. okt. 1909 - 30. júní 1975

Foreldrar: Jón G. Erlendsson b. á Marbæli og k.h. Anna Rögnvaldsdóttir. Ásta ólst upp hjá foreldrum sínum á Marbæli. Hún var vetrartíma á unglinganámskeiði á Hólum og tvo vetrarparta við hússtörf í Reykjavík hjá Guðrúnu Lárusdóttur. Samkvæmt Íslendingabók var Ásta námsmey á Akureyri árið 1930. Árið 1939 kvæntist hún Ólafi Jónssyni ráðunaut frá Nautabúi á Neðribyggð. Þau bjuggu á Felli í Sléttuhlíð 1938-1941 og í Stóragerði 1945-1949 er Ólafur lést. Þá flutti Ásta til Sauðárkróks með börn þeirra. Árið 1956 fluttist hún til Reykjavíkur til að skapa börnum sínum meiri möguleika til menntunar. Sonurinn Jón hafði fengið heilahimnubólgu barn að aldri, sem varð þess valdandi að hann varð heyrnarlaus. Þar sem ekki voru þá skilyrði fyrir hann til framhaldsnáms eftir Heyrnleysingjaskólann á Íslandi kom hún honum í iðnnám í Noregi, og þar settist hann að. Ásta starfaði sem matráðskona hjá Landsíma Íslands í Reykjavík. Þau Ólafur eignuðust fjögur börn.

Jónas Þór Pálsson (1930-2016)

  • S01976
  • Person
  • 15. apríl 1930 - 28. nóv. 2016

Jónas Þór Pálsson málarameistari fæddist í Syðri-Hofdölum í Skagafirði 15. apríl 1930. Foreldrar hans voru Þórdís Jónasdóttir skáld og Páll Þorkelsson verkamaður. Jónas Þór ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, Jónasi Jónassyni frá Hofdölum (Hofdala-Jónasi) og Önnu Ingibjörgu Jónsdóttur. ,,Jónas Þór hleypti heimdraganum ungur og fór í siglingu til Evrópu og skoðaði sig um í nokkrum löndum. Þegar heim kom settist hann á skólabekk í Iðnskólanum í Reykjavík og nam málariðn og síðar fór hann í meistaranám í sömu grein. Hann stofnaði eigið fyrirtæki á Sauðárkróki, sem hét Fyllir, ásamt félaga sínum Hauki Stefánssyni. Þeir áttu farsælt samstarf í tugi ára og sáu um allt viðhald húsa á Króknum. Listagyðjan átti ætíð stóran sess í hjarta Jónasar Þórs. Hann vann í fjölda ára með Leikfélagi Sauðárkróks og Leikfélagi Akureyrar sem leiktjaldahönnuður og smiður, einnig sem sminka. Hann var tónelskur og starfaði í mörgum hljómsveitum, má þar m.a. nefna HG kvartett, Flamingó og hljómsveit Hauks Þorsteinssonar. Hin síðari ár sneri Jónas Þór sér meira að málaralistinni en hann málaði myndir fyrir vini og fjölskyldu og hélt nokkrar málverkasýningar." Jónas Þór kvæntist Erlu Gígju Þorvaldsdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust tvær dætur, fyrir átti Jónas son.

Bergur Ársæll Arnbjarnarson (1901-1993)

  • S01977
  • Person
  • 17. ágúst 1901 - 5. jan. 1993

Var í Galtarholti, Stafholtssókn, Mýr. 1901. Umsjónarmaður á Njálsgötu 54, Reykjavík 1930. Bifreiðaeftirlitsmaður og umboðsmaður Sjóvá. Síðast bús. á Akranesi.

Gunnar Geir Gunnarsson (1927-2016)

  • S01983
  • Person
  • 04.09.1927-20.06.2016

Gunnar Geir Gunnarsson fæddist 4. september 1927 að Enni í Unadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Gunnar Gunnarsson og Pálína Þorleifsdóttir. ,,Geiri, eins og hann var oftast kallaður, ólst upp á Hofsósi. Eiginkona Gunnars Geirs var Arnbjörg Jónsdóttir, Ebba ljósmóðir, fædd á Nesi í Flókadal. Árið 1952 byggðu þau sér hús að Kárastíg 15 á Hofsósi. Geiri var vörubílstjóri alla sína tíð og vann við vegagerð þ. á m. Siglufjarðarskarð, í Fljótum og þjónustaði bændur í Skagafirði með fjárflutninga, áburðardreifingu, malardreifingu og fleira. Þá vann hann einnig við efnisvinnslu og vegagerð víða um land. Árið 1985 fluttu Geiri og Ebba til Reykjavíkur, þar vann hann hjá verktakafyrirtækinu Veli og Skeljungi. Þá vann hann hjá sonum sínum við keyrslu til áttræðisaldurs." Gunnar og Ebba eignuðust þrjú börn.

Geir G. Bachmann (1908-1987)

  • S01987
  • Person
  • 23. sept. 1908 - 27. des. 1987

Geir fæddist í Reykjavík 23. september 1908, en tveggja ára fluttist hann með foreldrum sínum til Borgarness og átt þar heimili upp frá því. Bifreiðaeftirlitsmaður.

Jón Ólafur Guðsteinn Eyjólfsson (1891-1968)

  • S01992
  • Person
  • 27. júlí 1891 - 15. jan. 1968

Sonur Eyjólfs Einarssonar síðast b. á Reykjum í Tungusveit og k.h. Margrétar Þormóðsdóttur. Foreldrar hans létust bæði árið 1896 og var Jón þá sendur í fóstur að Ríp í Hegranesi. Kaupmaður í Stykkishólmi og Reykjavík. Kvæntist Sesselju Konráðsdóttur frá Syðsta-Vatni.

Sigurður Birkis (1893-1960)

  • S02099
  • Person
  • 9. ágúst 1893 - 31. des. 1960

Foreldrar: Eyjólfur Einarsson síðast b. á Reykjum í Tungusveit og k.h. Margrét Þormóðsdóttir. Foreldrar hans létust bæði árið 1896. Sigurður var því alinn upp frá þriggja ára aldri hjá sr. Vilhjálmi Briem og k.h. Steinunni Pétursdóttur frá Valadal. Sigurður var söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. Kvæntist Guðbjörgu Jónasdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Þormóður Eyjólfsson (1882-1959)

  • S01996
  • Person
  • 15. apríl 1882 - 27. jan. 1959

Foreldrar: Eyjólfur Einarsson síðast b. á Reykjum í Tungusveit og k.h. Margrét Þormóðsdóttir. Foreldrar hans létust bæði árið 1896. Fór þá í fóstur að Undirfelli í Vatnsdal til Bjargar föðursystur sinnar. Þormóður útskrifaðist frá Flensborgarskólanum 1902 og tók þaðan kennarapróf 1904. Meðan hann dvaldi við nám í Flensborg, var hann þar einnig söngkennari. Var í efra bekk Verzlunarskólans veturinn 1907—08. Á Siglufirði var ævistarf hans. Þar gegndi hann fjölda starfa fyrir ríkið, opinberar stofnanir og Siglufjarðarbæ. Hann var umboðsmaður Samábyrgðar Íslands, Brunabótafélags Íslands og Sjóvátryggingarfélags Íslands frá stofnun allra þessara félaga. Hann var afgreiðslumaður Eimskipafélags Islands frá 1924 og norskur ræðismaður frá sama tíma. Skrifstofustjóri síldareinkasölunnar var hann 1928. Bæjarfulltrúi á Siglufirði var hann frá 1930. Söngstjóri Karlakórsins Vísis var hann um tuttugu ára skeið, og stofnaði söngmálasjóð Siglufjarðar. Noregskonungur sæmdi hann St. Ólafsorðunni 1936 og stórriddari Fálkaorðunnar varð hann 1942.
Maki: Guðrún Anna Björnsdóttir frá Kornsá í Vatnsdal. Þau ólu upp tvær kjördætur og einn fósturson.

Sigurmon Hartmannsson (1905-1991)

  • S01968
  • Person
  • 17. nóv. 1905 - 1. feb. 1991

Foreldrar: Hartmann Ásgrímsson b. og kaupmaður í Kolkuósi og k.h. Kristín Símonardóttir frá Brimnesi. Sigurmon ólst upp hjá foreldrum sínum á Kolkuósi. Fermingarhaustið fór hann í unglingadeild Hólaskóla og var þar til vors. Vorið 1923 útskrifaðist hann frá gagnfræðaskóla Akureyrar. Vorið 1929 fór hann utan og vann á dönskum búgarði. Fór þaðan til Edinborgar í janúar 1930 og dvaldi þar fram á sumar. Við heimkomuna réði hann sig hjá Bifreiðastöð Steindórs þar sem hann var til haustsins, að hann fór heim í Kolkuós. Kauptíð Kolkuósverslunar mun hafa lokið um 1930. Var þá ekki annað til ráða til öflunar lífsviðurværis en að snúa sér alfarið að hefðbundnum bústörfum. Faðir hans mátti heita auðugur á þeirra tíma mælikvarða og átti nokkrar jarðir, þrjár þeirra, Unastaðir, Langhús og Kolkuós, komu í hlut Sigurmons við erfðaskipti og Saurbær í Kolbeinsdal fylgdi Haflínu konu hans. Miklahól keypti hann af Ásgrími bróður sínum á sjöunda áratugnum og árið 1935 keypti hann 300 hektara lands af Gunnlaugi Björnssyni í Brimnesi. Má því segja að nægt hafi verið landið til stórbúskapar og kom það sér vissulega vel þegar hrossum fjölgaði svo gríðarlega sem raun bar vitni. Sigurmon bjó við blandaðan búskap, kindur, kýr og hross framundir 1950 en hafði fremur fáar kýr og lagði ekki inn mjólk nema yfir sumartímann. Á veturnar var unnið úr mjólkinni heima og smjör selt í nokkrum mæli og hélst svo fram á sjöunda áratuginn. Árið 1949 þurfti hann að skera niður vegna garnaveikinnar og fékk ekki kindur aftur fyrr en tveimur árum seinna. Laust eftir 1940 hafði hann líka þurft að skera niður vegna sömu veiki. Fjárpestirnar urðu til þess að Sigurmon sneri sér í stórauknum mæli að því að fjölga hrossum en þó skipulega með kynbótum. Mun svo hafa verið komið fljótlega uppúr 1960 að hann var orðinn einhver stærsti hrossabóndi landsins með hátt í annað hundrað hrossa. Eingöngu seldi hann lífhross og þá oft í stórum hópum. Hross sín seldi hann fremur ódýrt, setti fast verð á hvern árgang og bauð mönnum svo að velja úr hópnum. Gefur því auga leið að margir högnuðust á þeim viðskiptum, enda varð Sigurmon fljótt landsþekktur og hross hans ekki síður. Mörg reyndust gæðingar og sum jafnvel afburða reiðhross. Samhliða búskapnum reri Sigurmon til fiskjar fyrir heimilið og stundum aflaðist svo mikið að hann varð aflögufær með fiskmeti til annarra. Á síldaráruunum óð síldin oft á tíðum upp á landsteina í Kolkuós og var þá veidd í net með fyrirdrætti, söltuð í tunnur og nytjuð til skepnufóðurs. Tryllubát eignaðist hann upp úr 1950 og notaði hann einnig til heimilisþarfa eingöngu. Félagsmál voru Sigurmoni lengstum hugleikin og starfaði hann mikið að hreppsmálum og fyrir önnur félög sveitar sinnar. Hann var oddviti 1942-1958 og í hreppsnefnd óslitið 1934-1974. Hann var formaður búnaðarfélagins 1935-1947 og formaður í ýmsum öðrum félögum. Sigurmon kvæntist árið 1932 Haflínu Björnsdóttur frá Saurbæ í Kolbeinsdal, þau eignuðust þrjár dætur.

Snorri Lárusson (1899-1980)

  • S02003
  • Person
  • 26. ágúst 1899 - 6. maí 1980

Ritsímastjóri á Seyðisfirði 1930, símritari á Akureyri, síðast fulltrúi í Reykjavík.

Aðalbjörg Vagnsdóttir (1893-1951)

  • S02015
  • Person
  • 14. feb. 1893 - 16. ágúst 1951

Foreldrar: Vagn Eiríksson b. í Miðhúsum í Blönduhlíð og k.h. Þrúður Jónsdóttir. Faðir hennar lést þegar hún var aðeins fimm ára gömul, móðir hennar bjó áfram í Miðhúsum með börnin í tvö ár en var eftir það í húsmennsku. Kvæntist Kristjáni R. Gíslasyni frá Grundarkoti í Blönduhlíð, þau bjuggu á Minni-Ökrum frá 1914-1927 er þau fóru í húsmennsku að Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Voru svo í húsmennsku á Bakka í Vallhólmi og á Hjaltastöðum. Fluttu til Sauðárkróks árið 1930. Eftir að þau hættu búskap á Minni-Ökrum var Aðalbjörg ráðskona í vegavinnu hjá Rögnvaldi Jónssyni frá Kotum. Árið 1945 fluttu þau til Reykjavíkur, þau eignuðust sex börn.

Guðmundur Lárusson (1903-2001)

  • S02019
  • Person
  • 23. apríl 1903 - 17. júlí 2001

Guðmundur Lárusson fæddist á Skarði í Skarðshreppi í Skagafirði 23. apríl 1903. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Björg Sveinsdóttir húsfreyja frá Finnstungu í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu og Lárus Jón Stefánsson, bóndi á Skarði. ,,Guðmundur var hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs, en fluttist þá með Sveini bróður sínum að Steini í Skarðshreppi þegar hann hóf búskap þar, og var hjá honum til 21 árs aldurs, er hann flutti aftur heim að Skarði. Guðmundur flutti til Reykjavíkur 1941. Eftir að Guðmundur flutti til Reykjavíkur vann hann um tíma fyrir breska setuliðið, en fór fljótlega að vinna fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson og vann þar meðan heilsa leyfði eða til 74 ára aldurs. " Hinn 31. júlí 1943 kvæntist Guðmundur Jófríði Gróu Sigurlaugu Jónsdóttur frá Litlu-Hvalsá í Bæjarhreppi í Strandasýslu, þau eignuðust þrjá syni.

Sigríður Sigurfinnsdóttir (1906-1967)

  • S02022
  • Person
  • 3. júlí 1906 - 4. nóv. 1967

Dóttir Jóhönnu Sigurbjargar Sigurðardóttur og Sigurfinns Bjarnasonar á Meyjarlandi. Vinnukona á Innstalandi 1930. Kvæntist Óskari Guðmundssyni, bjó í Reykjavík.

Sigríður Kristjánsdóttir (1903-1990)

  • S02025
  • Person
  • 4. júní 1903 - 24. des. 1990

Dóttir Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki og k.h. Bjargar Sigríðar Önnu Eiríksdóttur. Bjó í Reykjavík.

Jóhanna Sigríður Jónína Helgadóttir (1906-1999)

  • S02033
  • Person
  • 19.07.1906-19.04.1999

Foreldrar hennar voru Helgi Björnsson og Margrét Sigurðardóttir á Ánastöðum. Sigríður var næstyngst níu systkina og dvaldist hjá foreldrum sínum á Ánastöðum fyrst, fylgdi þeim er þau fluttu að Mælifellsá, Kolgröf og síðast að Reykjum í Tungusveit. Hún naut tilsagnar heimiliskennara í æsku, og er hún hafði aldur til, fór hún til náms í fatasaumi, fyrst hjá Hólmfríði systur sinni á Sauðárkróki. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur síðla vetrar árið 1927 til framhaldsmenntunar. Þar var hún til heimilis hjá Ísfold systur sinni, sem þá var orðin húsmóðir þar. Hún komst í nám hjá Herdísi Maríu Brynjólfsdóttur saumakonu, en fór síðan að stunda fiskvinnslu sér til framfærslu. Sumarið 1930 kom Sigríður aftur heim í Skagafjörð og kvæntist Svavari Péturssyni. Þau hófu búskap á Reykjum 1931, en fluttust síðan að Hvammkoti, þaðan að Ytrikotum í Norðurárdal og síðan að Silfrastöðum og bjuggu þar í sex ár, þá byggðu þau nýbýli úr landi Reykjaborgar sem þau nefndu Laugarbakka. Þar stunduðu þau búskap til ársins 1963 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu til æviloka. Sigríður og Svavar eignuðust fjögur börn.

Helga Helgadóttir (1889-1970)

  • S02034
  • Person
  • 01.01.1889-15.10.1970

Foreldrar: Helgi Björnsson b. á Ánastöðum og f.k.h. Steinunn Jónsdóttir. Móður sína missti Helga, þá er hún var aðeins á þriðja ári, og fór hún þá í fóstur til móðurbróður síns, Magnúsar í Gilhaga og k.h. Helgu Indriðadóttur. Þar ólst hún upp til fullorðinsára. Helga Helgadóttir fluttist til Reykjavíkur fullþroska og var þar við margvísleg störf, m.a. lengi í fiskvinnu. Þá lærði hún karlmannafatasaum og stundaði saumaskap alla tíð meðfram búskap. Kvæntist Bjarna Björnssyni frá Óspaksstöðum í Hrútafirði. Þau bjuggu fyrst á Mýrum í Hrútafirði þar sem Bjarni hafði búið með fyrri konu sinni. Árið 1933 festu þau kaup á Skíðastöðum á Neðribyggð í Lýtingsstaðahreppi og bjuggu þar til 1944 er þau slitu samvistir. Helga var síðast búsett í Reykjavík og starfaði þar lengst af á Elliheimilinu Grund. Helga og Bjarni eignuðust eina dóttur saman, fyrir átti Bjarni þrjú börn.

Rósa Stefánsdóttir (1895-1993)

  • S02042
  • Person
  • 10. okt. 1895 - 14. júlí 1993

Rósa fæddist 10. október á Króksstöðum í Kaupvangssveit í Eyjafirði. ,,Sem unglingur var Rósa í vist hjá hinum nafntogaða presti og fræðimanni, sr. Jónasi á Hrafnagili sem þá var kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Árið 1930 var hún ráðin aðstoðarkona á Sjúkrahúsi Akureyrar, en skömmu síðar ráðskona við Menntaskólann á Akureyri. Hélt síðan til frekara náms í Danmörku og lauk prófi frá merktum hússtjórnarskóla, Ankerhus í Sorø. Næstu árin stundaði hún kennslu í sinni grein við Kvennaskólann á Laugalandi í Eyjafirði og síðar Kvennaskólann og Miðbæjarskólann í Reykjavík. Árið 1940 giftist hún Jóni Þ. Björnssyni skólastjóra á Sauðárkróki sem þá hafði verið ekkjumaður í átta ár, hann hafði átt tíu börn með fyrri konu sinni. Hún sá um þungt heimili þeirra af skörungsskap, en kenndi jafnframt við Barna- og unglingaskóla Sauðárkróks 1942­1952. Auk færni sinnar í öllum húsmóðurstörfum var Rósa mikill matreiðslusnillingur. Í meira en áratug stóð hún fyrir hótelrekstri á Hólum í Hjaltadal á sumrin eða þar til þau hjónin fluttust til Reykjavíkur 1962. Eftir það var Rósa lengi matráðskona við Hagaskólann í Reykjavík."

Agnar Vigfússon (1937-1993)

  • S02063
  • Person
  • 29. júní 1937 - 3. feb. 1993

Agnar var fæddur í Varmahlíð í Skagafirði 29. júní 1937. Foreldrar hans voru Vigfús Helgason frá Hóli í Hörðudal og kona hans var Elín Helga Helgadóttir frá Núpum í Fljótshverfi. Agnar fór ungur í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi tæpra 17 ára vorið 1954. Sumarið 1965 hóf hann störf hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga, fyrst mörg ár á jarðýtu, síðar lengi á skurðgröfu, allt til ársins 1987. Agnar var ókvæntur og barnlaus, síðast búsettur í Reykjavík.

Birgir Vigfússon (1940-2002)

  • S02067
  • Person
  • 9. maí 1940 - 20. des. 2002

Hörður Birgir Vigfússon fæddist 9. maí 1940 á Hólum í Hjaltadal. Foreldrar hans voru Vigfús Helgason frá Hóli í Hörðudal og kona hans var Elín Helga Helgadóttir frá Núpum í Fljótshverfi. Kennari við Bændaskólann á Hólum 1965-1969, Laugarbakkaskóla í Miðfirði 1971-1975, Barnaskólanum á Hvammstanga 1974-1977, Hlíðaskóla í Reykjavík 1979-1986 og Grunnskóla Vopnafjarðar 1986-1989.

Þorvaldur Ari Steingrímsson Arason (1928-1996)

  • S02078
  • Person
  • 11. maí 1928 - 26. nóv. 1996

Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Var í Víðimýri, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Hlaut 16 ára fangelsisdóm fyrir að myrða fyrrum eiginkonu sína árið 1967.

Ingimar Ástvaldur Magnússon (1907-2004)

  • S02057
  • Person
  • 13. okt. 1907 - 24. júní 2004

Ingimar Ástvaldur Magnússon fæddist á Ytri-Hofdölum í Viðvíkursveit í Skagafirði 13. október 1907. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Gunnlaugsson og Guðrún Bergsdóttir. Ingimar kvæntist 1934 Guðrúnu Guðmundsdóttur, þau eignuðust tvö börn. ,,Ingimar fluttist til Reykjavíkur 1930 og hóf skömmu síðar húsasmíðanám hjá Zóphoníasi Snorrasyni, húsasmíðameistara. Hann lauk prófi við Iðnskólann í Reykjavík 1933, sveinsprófi 1935 og fékk húsasmíðaréttindi í Reykjavík 1939. Ingimar starfaði um árabil við húsasmíðar í þjónustu ýmissa aðila, lengst af hjá Ingólfi B. Guðmundssyni, sem í marga áratugi rak Sögina hf. í Reykjavík. Á sjötta áratugnum stofnaði Ingimar ásamt öðrum byggingarfélagið Afl sf., sem rak öfluga byggingarstarfsemi í Reykjavík í hartnær tvo áratugi."

Sigmundur Sigurðsson (1905-1980)

  • S02083
  • Person
  • 26. júní 1905 - 30. nóv. 1980

Foreldrar: Sigurður Sveinsson b. á Mannskaðahóli o.v., síðast í Hólakoti og k.h. Guðbjörg Þuríður Sigmundsdóttir. Á unglingsárum stundaði Sigmundur nokkuð Drangeyjarútgerð ásamt föður sínum og bræðrum. Bóndi í Hólakoti á Reykjaströnd 1937-1939 er hann flutti til Sauðárkróks. Á Sauðárkróki vann hann m.a. við húsamálun hjá Guðmundi Jónatanssyni málara og setti svo upp dívanaverkstæði, þar sem hann vann um skeið. Síðast búsettur í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.

Jón Stefánsson (1923-2009)

  • S02088
  • Person
  • 28. apríl 1923 - 15. júní 2009

Sonur Stefáns Vagnssonar b. og skálds á Hjaltastöðum og k.h. Helgu Jónsdóttur frá Flugumýri. ,,Jón fór ungur til Reykjavíkur þar sem hann stundaði leigubifreiðaakstur á Bifreiðastöðinni Hreyfli, um tíma annaðist hann vöruflutninga fyrir Kaupfélag Skagfirðinga, en var síðan verkstæðisformaður á Bifreiðaverkstæði KS á Sauðárkróki í 40 ár." Hinn 23.12. 1951 kvæntist Jón Petru Gísladóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Árni Gunnarsson (1936-

  • S02090
  • Person
  • 9. sept. 1936-

Sonur Ingibjargar Guðrúnar Árnadóttur frá Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi og Gunnars Guðmundssonar b. og rafvirkja á Reykjum á Reykjaströnd. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum á Reykjum. Bóndi á Reykjum og síðar verkamaður og fiskmatsmaður á Sauðárkróki, síðar rithöfundur í Reykjavík. Kvæntist Elísabetu Beck Svavarsdóttur.

Margrét S. Konráðsdóttir (1891-1992)

  • S02103
  • Person
  • 25. jan. 1891 - 30. nóv. 1993

Frá Ytri- Brekkum, Blönduhlíð. Dóttir Konráðs Arngrímssonar b. og kennara og k.h. Steinunnar Björnsdóttur. Kaupkona í R.vík, ógift og barnlaus.

Hjálmar Þorsteinsson (1886-1982)

  • S02104
  • Person
  • 5. sept. 1886 - 20. maí 1982

Fæddur að Reykjum í Hrútafirði. Hóf búskap í Mánaskál í Laxárdal með konu sinni Önnu Guðmundsdóttur frá Holti á Ásum. Fluttu síðan að Hofi á Kjalarnesi og við þann bæ var Hjálmar jafnan kenndur. Fluttu síðan að Jörva og síðast til Reykjavíkur. Hjálmar var skáld og gaf út nokkrar bækur.

Helga Dýrleif Jónsdóttir (1895-1995)

  • S02107
  • Person
  • 8. des. 1895 - 7. júní 1995

Helga Dýrleif Jónsdóttir fæddist á Gunnfríðarstöðum í Langadal í A-Hún. Foreldrar hennar voru Anna Einarsdóttir, f. á Hring í Blönduhlíð og Jón Hróbjartsson, f. á Reykjarhóli í Biskupstungum. Hinn 14. júlí 1918 giftist Helga Steingrími Á. B. Davíðssyni, þau eignuðust tólf börn sem upp komust, þau bjuggu á Blönduósi, síðar í Reykjavík. Helga var síðast búsett á Blönduósi.

Guðni A. Jónsson (1890-1983)

  • S02106
  • Person
  • 25. sept. 1890 - 5. des. 1983

Sonur Jóns Hróbjartssonar og Önnu Einarsdóttur á Gunnfríðarstöðum í Langadal, Anna var frá Hring í Blönduhlíð. Bókbindari, úr- og gullsmiður í Reykjavík.

Bjarni Jónasson (1929-

  • S02115
  • Person
  • 4. jan. 1929-

Foreldrar hans voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi í Hátúni og k.h. Steinunn Sigurjónsdóttir. Raffræðingur í Reykjavík. Kvæntist Guðnýju Jónsdóttur.

Ólafur Jónasson (1926-2014)

  • S02116
  • Person
  • 15. mars 1926 - 5. okt. 2014

Foreldrar hans voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi í Hátúni og k.h. Steinunn Sigurjónsdóttir. ,,Ólafur starfaði ungur sem bifreiðastjóri á Akureyri en fluttist til Reykjavíkur 1954 þar sem hann starfaði á Sendibílastöð Reykjavíkur. Stundaði búskap í Norðlingaholti í Reykjavík og starfaði sem vaktmaður á Landspítalanum frá árinu 1980. Árið 1955 kvæntist Ólafur Sæunni Gunnþórunni Guðmundsdóttur, f. 15. júní 1933, frá Króki í Grafningi, þau eignuðust fjögur börn. Þau skildu. Ólafur eignaðist einnig son með Þóreyju Ólafsdóttur."

Sigurður Jónasson (1923-1978)

  • S02117
  • Person
  • 31. okt. 1923 - 25. jan. 1978

Foreldrar hans voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi í Hátúni og k.h. Steinunn Sigurjónsdóttir. Trésmiður og byggingamaður í Reykjavík, rak einnig svína- og hænsnabú að Hátúni við Rauðavatn á árunum 1964-1978 í félagi við Ólaf bróður sinn. Kvæntist Guðrúnu Ragnarsdóttur frá Snæfellsnesi.

Jónas Jónasson (1919-1984)

  • S03047
  • Person
  • 4. des. 1919 - 3. jan. 1984

Foreldrar hans voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi í Hátúni og k.h. Steinunn Sigurjónsdóttir. Kaupmaður í Reykjavík, rak raftækjaverslun á Vesturgötu 10. Kvæntist Ástu Pétursdóttur frá Reykjavík.

Guðrún Jónasdóttir (1927-2019)

  • S02118
  • Person
  • 22. okt. 1927 - 8. maí 2019

Foreldrar hennar voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi í Hátúni og k.h. Steinunn Sigurjónsdóttir. Búsett í Reykjavík. Kvæntist Einari Páli Kristmundssyni kennara.

Gísli Gíslason (1876-1960)

  • S02126
  • Person
  • 18. ágúst 1876 - 10. ágúst 1960

Foreldrar: Gísli Þorláksson vinnumaður í Glaumbæ o.v. og s.k.h. María Jónsdóttir. Gísli ólst upp hjá móður sinni fyrstu tíu árin, en hún var á þessum árum ýmist húskona eða vinnukona á ýmsum bæjum í Blönduhlíð og Vallhólmi til 1882, en á Hraunum í Fljótum 1882-1885 og Lambanesi í Fljótum 1885-1886. Árið 1886 fór Gísli í fóstur að Réttarholti í Blönduhlíð til Rögnvalds Björnssonar og k.h. Freyju Jónsdóttur. Fermdist hann frá þeim árið 1891 og vann síðan búi þeirra allt til ársins 1902, er hann fór sem vinnumaður að Þverá í Blönduhlíð til Stefáns Sigurðssonar bónda þar. Á Þverá var Gísli vinnumaður þar til hann kvæntist 1912 Helgu Guðmundsdóttur frá Skuggabjörgum, eftir það í húsmennsku á s.st til 1915 og Framnesi í sömu sveit 1915-1918, að þau hófu búskap á Skúfsstöðum í Hjaltadal. Bóndi á Skúfsstöðum í Hjaltadal 1918-1921, á Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1921-1924 og í Hjaltastaðahvammi 1924-1950. Eftir það í húsmennsku, fyrst að Minni Ökrum og síðast á Höskuldsstöðum. Árið 1956 fluttu þau til Reykjavíkur. Gísli og Helga eignuðust tvær dætur.

Stefanía Ólafsdóttir (1878-1974)

  • S02133
  • Person
  • 14. ágúst 1878 - 27. jan. 1974

Foreldrar: Ólafur Stefánsson (1850-1887) og Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir (1834-1907). Foreldrar Stefaníu bjuggu aldrei saman, og var hún í fyrstu með föður sínum í Málmey á Skagafirði, en síðar á fleiri bæjum, þar til hann dó, er hún var níu ára gömul. Fór hún þá í vistir til vandralausra og átti misjafnt atlæti. Fyrst fór hún að Grafargerði á Höfðaströnd til Magnúsar Gíslasonar og Halldóru Skúladóttur, sem voru henni mjög góð, en eftir að Magnús drukknaði í janúar 1889 fór hún að Hofi á Höfðaströnd og síðar að Ártúni. Eftir fermingju, fjórtán ára gömul, fór hún að Brekku hjá Víðimýri til móður sinnar, sem þá var þar ráðskona hjá Birni Bjarnasyni bónda. 21 árs giftist Stefanía Birni. Þau bjuggu í Brekku til 1909, á Reykjarhóli 1909-1915 og í Krossanesi 1915-1919. Voru eftir það í húsmennsku á Hjaltastöðum, síðan að Brenniborg og loks hjá Sigurlínu dóttur sinni á Hofi á Höfðaströnd. Árið 1971 fluttist Stefanía suður til Reykjavíkur eftir 50 ára dvöl á Hofi. Stefanía og Björn eignuðust sjö börn saman. Með fyrri konu sinni, Margréti Andrésdóttur frá Stokkhólma, hafði Björn eignast einn son. Einnig eignaðist hann dóttur með Soffíu Björnsdóttur.

Ingveldur Vilborg Óskarsdóttir Thorsteinson (1923-2010)

  • S02135
  • Person
  • 4. júlí 1923 - 20. júní 2010

Ingveldur Vilborg Óskarsdóttir Thorsteinson fæddist í Reykjavík 4. júlí 1923. Foreldrar hennar voru Óskar Jónasson, kafari og kona hans Margrét Björnsdóttir frá Brekku í Seyluhreppi í Skagafirði. Inga giftist 15.10. 1942 Steingrími Harry Thorsteinson prentara, þau eignuðust sex börn.

Margrét Fafin Thorsteinsson (1943-

  • S02136
  • Person
  • 23.02.1943-

Dóttir Ingveldar V. Óskarsdóttur og Steingríms Thorsteinsson prentara í Reykjavík. Margrét er langömmubarn Stefaníu Ólafsdóttur sem lengst bjó á Hofi á Höfðaströnd.

Vilhelmína Guðmundsdóttir (1883-1968)

  • S02138
  • Person
  • 22. júní 1883 - 27. apríl 1968

Dóttir Guðmundar Sigurðssonar b. í Ytra-Vallholti og k.h. Guðrún Eiríksdóttir frá Djúpadal. Vilhelmína kvæntist Tómasi Skúlasyni b. í Álftagerði, síðar búsett í Reykjavík.

Björg Hólmfríður Björnsdóttir (1915-2006)

  • S02141
  • Person
  • 5. ágúst 1915 - 4. des. 2006

Foreldrar hennar voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. ,,Björg lauk prófi frá Verslunarskólanum í Reykjavík 1936. Hún var aðalgjaldkeri hjá Kristjáni G. Gíslasyni hf. og tengdum fyrirtækjum í Reykjavík (Feldinum, Leðuriðjunni Atson og Rex), síðar húsmóðir á Siglufirði og í Reykjavík." Björg giftist 10. júní 1944 Páli Ólafssyni efnafræðingi, þau eignuðust tvö börn.

Hólmfríður Björg Björnsdóttir (1916-1992)

  • S02143
  • Person
  • 12. sept. 1916 - 16. mars 1992

Foreldrar hennar voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. Veiktist af berklum á unga aldri og náði aldrei fullri heilsu eftir það. Dvaldi í Danmörku árið 1939. ,,Díva gekk í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og kenndi síðan við skólann. Díva giftist ekki og átti engin börn en hélt heimili með foreldrum sínum meðan þau lifðu. Síðast búsett í Reykjavík."

Birna Sigríður Björnsdóttir (1927-2005)

  • S02144
  • Person
  • 8. sept. 1927 - 14. mars 2005

Foreldrar hennar voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. ,,Birna ólst upp á Húsavík þar sem faðir hennar var héraðslæknir. Birna fór suður og nam í Húsmæðraskóla Reykjavíkur veturinn 1946-1947. Þá hóf hún störf hjá Blindravinafélagi Íslands, því næst í Útvegsbanka Íslands frá 1951-1955. Birna giftist Herði Péturssyni, húsgagnabólstrara og kaupmanni, f. 7. mars 1931, þau eignuðust þrjú börn, þau slitu samvistir. Eftir að börnin fæddust starfaði hún með manni sínum við húsgagnaverslun þeirra þar til þau skildu. Eftir það starfaði hún hjá húsgagnaversluninni Heimilið á Sogavegi, þar til hún hóf störf 1977 hjá Veðdeild Landsbanka Íslands. Þar vann hún til starfsloka. Fjölskyldan bjó til margra ára á Leifsgötu 13 en byggði svo í Goðalandi 18 í Fossvogi. Birna tók virkan þátt í félagsstarfi hjá Knattspyrnufélaginu Fram ásamt manni sínum um árabil. Þá var hún einnig virk í Félagi þingeyskra kvenna og var m.a. gjaldkeri félagsins."

Helga Halldórsdóttir (1907-1980)

  • S02147
  • Person
  • 23. okt. 1907 - 19. júlí 1980

Barnfóstra á Húsavík hjá Birni Jósefssyni lækni frá Hólum í Hjaltadal. Síðar búsett í Reykjavík.

Árni Guðmundsson (1927-1999)

  • S02153
  • Person
  • 8. júlí 1927 - 11. sept. 1999

Foreldrar: Guðmundur Magnús Árnason b. á Þorbjargarstöðum í Laxárdal og k.h. Kristín Árnadóttir. Árni lauk námi í rennismíði frá vélsmiðjunni Héðni árið 1951. Fluttist þá aftur til Sauðárkróks og stofnaði ásamt Ingólfi bróður sínum verkstæðið Áka við þriðja mann. Árni var síðan einn af stofnendum Skjaldar hf. á sjöunda áratugnum sem rak hraðfrystihús á Eyrinni. Kom einnig mjög að stofnun og uppbyggingu Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki og sat í stjórn hennar. Starfaði um áratugaskeið í Sjálfstæðisflokknum og gegndi þar margvíslegum trúnaðarstörfum, sat jafnframt í bæjarstjórn Sauðárkróksbæjar ýmist sem aðal- eða varamaður um 16 ára skeið.
Kvæntist Svanfríði Guðrúnu Þóroddsdóttur frá Hofsósi, þau bjuggu alla tíð á Sauðárkróki og eignuðust fjögur börn.

Málfríður Laufey Eyjólfsdóttir (1918-2009)

  • S02154
  • Person
  • 10. maí 1918 - 9. júní 2009

Fædd og uppalinn í Reykjavík. Málfríður giftist 12. okt. 1946 Eðvaldi Gunnlaugssyni frá Gröf á Höfðaströnd. ,,Eðvald og Málfríður bjuggu um tíma í Kópavoginum, en fluttu árið 1954 til Sauðárkróks. Fyrstu búskaparárin á Sauðárkróki var Málfríður virkur meðlimur í leikfélaginu og tók m.a. þátt í mörgum uppákomum og leiksýningum á hinni árlegu Sæluviku Skagfirðinga. Árið 1963 stofnaði Málfríður tískuverslunina Skemmuna, sem hún rak ásamt Eðvaldi í nær 20 ár. Á Sauðárkróki gengu þau undir nöfnunum Fríða og Eddi Gull og Málfríður var aldrei kölluð annað en Fríða Edda Gull. Árið 1982 hættu þau hjónin verslunarrekstinum og fluttust aftur til Reykjavíkur." Málfríður og Eðvald eignuðust eina dóttur.

Stefán Yngvi Finnbogason (1931-2019)

  • S02177
  • Person
  • 13. jan. 1931 - 14. júní 2019

Stefán Yngvi Finnbogason fæddist á Mið-Grund í Skagafirði 13. janúar 1931. Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Foreldrar hans fluttu frá Mið-Grund að Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og þaðan til Akureyrar. Stefán varð stúdent frá MA árið 1950 og cand. odont. frá HÍ 1957. Yfirskólatannlæknir í Reykjavík frá 1976. Kvæntist Hólmfríði Árnadóttur frá Rauðuskriðu í Aðaldal.

Eiríkur Hreinn Finnbogason (1922-2006)

  • S02181
  • Person
  • 13. mars 1922 - 3. maí 2006

Eiríkur Hreinn Finnbogason fæddist á Merkigili í Austurdal í Skagafirði 13. mars 1922. Foreldrar hans voru Skúli Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi, þau fluttu frá Merkigili að Sveinsstöðum í Tungusveit árið 1923 og voru þar í tvö ár, bjuggu á Mið-Grund í Blönduhlíð 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og fóru þaðan til Akureyrar. ,,Eiríkur Hreinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Hann lagði stund á íslensk fræði við Háskóla Íslands og lauk cand. mag.-prófi 1949. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann við Hringbraut (nú Hagaskóla) frá stofnun 1949 til 1962, og forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur 1959-60. Hann kenndi við Menntaskólann í Reykjavík 1962-63 og var fulltrúi í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins 1957-63. 1963 varð hann lektor við háskólana í Gautaborg og Lundi og starfaði þar til 1966 þegar hann tók við starfi borgarbókavarðar og gegndi því starfi til 1975. Eiríkur Hreinn var prófessor í afleysingum við Háskóla Íslands á vormisseri 1968 og síðar stundakennari þar um árabil. Hann kenndi einnig við MR og Verslunarskólann eftir að hann kom heim frá Svíþjóð. Hann var útgáfustjóri Almenna bókafélagsins frá 1975 til ársins 1994 þegar hann lét af störfum. Eiríkur Hreinn var upphafsmaður þáttarins Daglegs máls í Ríkisútvarpi 1953 og stjórnaði honum þá og 1955 og 1956. Eftir Eirík Hrein liggja ýmsar ritgerðir og greinar í blöðum og tímaritum auk formála eða eftirmála að flestum útgáfum sem hann annaðist. Hann þýddi verk eftir Graham Greene, Bertil Almgren og Per Olof Sundman. Hann var ritstjóri Félagsbréfa AB 1957-63 (ásamt öðrum) og ritstýrði ásamt öðrum íslensku útgáfunni af Sögu mannkyns, ritröð AB. Hann gaf út Dagbók í Höfn og ljóðmæli Gísla Brynjúlfssonar. Einnig endurbætti hann og gaf út Íslenska málfræði Björns Guðfinnssonar. Hann annaðist útgáfu á verkum eftir m.a. Guðmund G. Hagalín, Sigurð Breiðfjörð, Tómas Guðmundsson, Matthías Johannessen og Jakob Thorarensen." Eiríkur Hreinn kvæntist 4. júní 1949 Jóhönnu Pétursdóttur frá Hjalteyri, þau eignuðust þrjú börn.

Ástríður Magnúsdóttir (1904-1990)

  • S02190
  • Person
  • 18. sept. 1904 - 3. apríl 1990

Fædd og uppalinn í Laxnesi í Mosfellsdal, dóttir Magnúsar Þorsteinssonar prests og k.h. Valgerðar Gísladóttur. Ung að árum fór hún til starfa á Hvanneyri og kynntist þar mannsefni sínu, Tómasi Jóhannssyni frá Möðruvöllum í Eyjafirði. Þau kvæntust árið 1924 og höfðu á árunum 1924-1927 jörðina Hlíð í Hjaltadal á leigu, en bjuggu þó ekki þar nema eitt sumar en höfðu húsfólk á jörðinni. Þau voru búsett á Hólum til 1929 er Tómas lést. Árið 1930 flutti Ásta með dætur sínar til móður sinnar að Svanastöðum við Mosfellsheiði, fóru síðan að Brúarlandi í Mosfellssveit. Þar starfaði Ásta við símavörslu á landssímastöðinni. Árið 1939 flutti hún til Reykjavíkur og bjó þar síðan. Í Reykjavík starfaði Ásta m.a. á Vöggustofunni að Hlíðarenda og á Hrafnistu. Ásta og Tómas eignuðust tvær dætur.
Maki 2: Páll Guðjónsson sérleyfishafi frá Stokkseyri. Þau skildu.
Maki 3: Júlíus Ágúst Jónsson bifreiðastjóri og sérleyfishafi úr Kjós.

Anna Jónsdóttir (1912-1992)

  • S02192
  • Person
  • 23. júlí 1912 - 25. jan. 1992

Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson vélfræðingur og útgerðarmaður í Hrísey og k.h. Sóley Jóhannesdóttir. Anna stundaði nám við Verslunarskólann í Reykjavík á unglingsárum. Hún giftist Torfa Hjartarsyni sýslumanni á Ísafirði, síðar tollstjóra í Reykjavík, þau eignuðust fimm börn.

Bjarni Jónsson (1945-

  • S00377
  • Person
  • 29. sept. 1945

Bjarni Jónsson fæddist á Sauðárkróki 29. september 1945. Sonur Jóns Nikódemussonar og Önnu Friðriksdóttur.
Hann er rafvirki, búsettur í Reykjavík.
Kona hans er Gyða Blöndal Flóventsdóttir (1946-).

Páll Einarsson (1868-1954)

  • S02194
  • Person
  • 2505.1868-17.12.1954

Páll Einarsson, f. á Hraunum í Fljótum 25.05.1868, d. 17.12.1954. Foreldrar: Einar B. Guðmundsson bóndi á Hraunum í Fljótum og fyrsta kona hans, Kristín Pálsdóttir.
Páll lauk embættisprófi i lögfræði frá Hafnarháskóla 1891. Hann var málflutningsmaður við Landsyfirréttinn, sýslumaður í Barðastrandarsýslu, bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann var kosinn fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík 1908 og gegndi því embætti í eitt kjörtímabil sem var þá sex ár. Hann var síðan bæjarfógeti og sýslumaður á Akureyri og loks hæstaréttardómari.
Maki 1: Sigríður Thorsteinsson. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigríður Símsen. Þau eignuðust sex börn.

Súlíma Stefánsdóttir (1862-1953)

  • S02199
  • Person
  • 26. okt. 1862 - 1. okt. 1953

Foreldrar: Stefán Einarsson og k.h. Lilja Kristín Jónsdóttir, þau bjuggu í Þröm á Langholti, í Geldingaholti, á Stóra-Vatnsskarði, í Hátúni, í Vík, á Grófargili, á Litlu-Seylu (nú Brautarholt) og loks í Vatnshlíð. Verkakona í Reykjavík. Ógift og barnlaus.

Árni G. Eylands (1895-1980)

  • S02210
  • Person
  • 8. maí 1895 - 26. júlí 1980

Árni G. Eylands, ráðnautur, var fæddur á Þúfum í Óslandshlíð, 8. maí 1895. Foreldrar hans voru Þóra Friðbjörnsdóttir og Guðmundur Guðmundsson. Kona Árna var Margit Larsson frá Fosstveit í Noregi. Árni varð búfræðingur frá Hólaskóla en nam síðan búfræði í Noregi og Þýskalandi; kynntist þar ýmsum nýmælum í búskap svo sem vélum og verkfærum. Árið 1921 réðist Árni til starfa hjá Búnaðarfélagi Íslands, m.a. sem þúfnabanastjóri. Síðar varð Árni verkfæraráðunautur Búnaðarfélagsins, framkvæmdastjóri búnaðardeildar SÍS, Áburðarsölu ríkisins og Grænmetisverslunar ríkisins. Þá var hann í forystu Verkfæranefndar og Vélasjóðs þar sem í hlut hans kom það að vinna að innflutningi búvéla og verkfæra, svo og prófun þeirra. Hann leiðbeindi einnig um notkun búvéla og tækni. Má segja að Árni hafi hafi komið að flestu því er varðaði þá miklu verktæknibyltingu landbúnaðarins er hófst á þriðja áratug 20. aldar. Árni skrifaði bókina Búvélar og ræktun, sem út kom árið 1950. Bókin er mikið og einstakt heimildarrit um tæknivæðingu íslensks landbúnaðar á fyrri helmingi 20. aldar, auk þess að vera kennslubók síns tíma í mótor- og búvélafræðum. Árni og Margit eignuðust tvö börn.

Ásmundur Jónsson (1899-1963)

  • S02213
  • Person
  • 6. júlí 1899 - 18. sept. 1963

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi, oddviti og sýslunefndarmaður á Skúfsstöðum og barnsmóðir hans Guðrún Þorsteinsdóttir. Ásmundur ólst upp á Skúfsstöðum. Hann fór ungur til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður danska sendiráðsins þar, en fékkst einnig af og til við verslunarstörf og fleira. Ásmundur dvaldist síðan lengi erlendis, mest í Danmörku og Þýskalandi og kvæntist þar 1938 vel menntaðri danskri söngkonu af pólskum og þýskum ættum, Irmu Weile. Eftir seinna stríðið fluttust þau heim til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Ásmundur gaf út þrjár ljóðabækur og starfaði einnig við blaðamennsku.

Karl Hafsteinn Pétursson (1931-2002)

  • S02214
  • Person
  • 21. mars 1931 - 22. okt. 2002

Karl Hafsteinn Pétursson var fæddur 21. mars 1931 í Búðardal á Skarðsströnd í Dalasýslu. Foreldrar Karls voru Pétur Guðfinnsson bifreiðarstjóri Sigríður Dóróthea Karlsdóttir prjónakona. ,,Karl sinnti ýmsum störfum og var m.a. lengi bifreiðastjóri eða þar til hann hóf búskap á Klifmýri á Skarðsströnd í Dalasýslu árið 1967. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur árið 1987 rak hann m.a. matvöruverslun og var húsvörður í Hátúni 12 þar sem hann bjó síðustu æviárin. Karl starfaði að sveitarstjórnarmálum í Skarðsstrandarhreppi, m.a. sem oddviti og var virkur í ýmiss konar félagsstarfsemi, s.s. Breiðfirðingafélaginu." Karl kvæntist 10. nóvember 1957 Eddu Hermannsdóttur, þau eignuðust fimm börn, þau skildu.

Ingunn Árnadóttir (1922-2010)

  • S02216
  • Person
  • 19. mars 1922 - 11. maí 2010

Ingunn Árnadóttir fæddist 19. mars 1922 í Hólkoti á Reykjaströnd, Skagafirði. Foreldrar hennar voru Árni Þorvaldsson og Sigurbjörg Hálfdanardóttir. Ingunn giftist árið 1947 Sverri Finnbogasyni rafvirkja, og áttu þau þrjár dætur. Ingunn lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1946 og kenndi við Skóla Ísaks Jónssonar 1946-1956 og svo aftur frá 1965 þar til hún lét af störfum vegna aldurs.

Jón Ingimarsson (1923-1989)

  • S02221
  • Person
  • 27. okt. 1923 - 2. sept. 1989

Foreldrar: Elínborg Lárusdóttir rithöfundur frá Tunguhálsi og Ingimar Jónsson skólastjóri í Reykjavík. Lögfræðingur og skrifstofustjóri í Reykjavík. Kvæntist Elínu Guðmannsdóttur tannlækni, þau eignuðust þrjú börn.

Björn Sverrisson (1961-

  • S02233
  • Person
  • 01.02.1961-

Sonur Sverris Björnssonar húsasmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Guðnýjar Eyjólfsdóttur. Húsasmíðameistari á Sauðárkróki, kvæntur Hrefnu Guðmundsdóttur geislafræðingi, þau eiga tvær dætur, auk þess á Björn son.

Gígja Haraldsdóttir (1938-

  • S02291
  • Person
  • 13.01.1938-

Foreldrar: Haraldur Sigurðsson verslunarmaður á Sauðárkróki og k.h. Ólöf Sesselja Bjarnadóttir. Bankastarfsmaður í Reykjavík. Kvæntist Böðvari Bragasyni lögreglustjóra í Reykjavík.

Sigmundur Pálsson (1823-1905)

  • S02301
  • Person
  • 20. ágúst 1823 - 17. nóv. 1905

Sigmundur fæddist 20. ágúst 1823 að Ljótsstöðum á Höfðaströnd, Skagafirði. Faðir: Páll Jónsson, bóndi og hreppstjóri að Viðvík (1791-1836). Móðir: Sigríður Jónsdóttir (1800-1862) frá Ljótsstöðum. Sigríður giftist aldrei. ,,Sigmundur ólst upp á Hólum í Hjaltadal hjá Gísla Jónssyni, fyrrv. konrektor Hólaskóla, síðar prests að Stærra-Árskógi. Lærði undir skóla hjá sr. Gísla, en fór til náms í Bessastaðaskóla 1844 og stundaði síðar framhaldsnám í Reykjavík. Kom frá Reykjavík 1850. Gerðist verslunarmaður í Hofsósi og rak búskap á Ljótsstöðum 1851-58 og aftur á s. st. 1862-93. Var hreppstjóri Hofshrepps 1859-62. Sýslunefndarmaður fyrir Hofshrepp 1875-1877. Oddviti hreppsn. Hofshrepps 1874-80. Þá mun Sigmundur hafa verið við verslunarstörf í Grafarósi. Fyrir og um síðustu aldamót voru þrjár verslanir á Sauðárkróki: Gránufélagsverslun, Poppsverslun og V. Claessenverslun. Höfðu verslanir þessar nokkurs konar selstöðuverslun á Kolkuósi í ullarkauptíðum, tvo til þrjá mánuði ár hvert. Var Sigmundur fyrir slíkri Poppsverslun á Kolkuósi nokkur ár." Sigmundur kvæntist Margréti Þorláksdóttur (1824-1893) frá Vöglum á Þelamörk í Eyjafirði. Saman áttu þau sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

María Kristín Haraldsdóttir (1931-2016)

  • S02310
  • Person
  • 17. apríl 1931 - 18. des. 2016

María Kristín Haraldsdóttir fæddist á Sauðárkróki 17. apríl 1931. Foreldrar hennar voru kaupmannshjónin Guðrún Ingibjörg Bjarnadóttir og Haraldur Júlíusson á Sauðárkróki. ,,María lauk landsprófi á Sauðárkróki og starfaði um skeið í verslun foreldra sinna. Fékk hún inni í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar en fór fyrst í Húsmæðraskóla Reykjavíkur í eitt ár. Því næst starfaði María í versluninni Gullfossi í Aðalstræti í Reykjavík, hjá Ragnari Þórðarsyni og Ruth Barker. Á þeim tíma kynntist hún ungum athafnamanni úr Bolungarvík, Guðfinni Ólafi Einarssyni. Felldu þau hugi saman en sammæltust um að María héldi sínu striki og færi til ársdvalar sem „au pair“ í Flórída, þar sem hún lærði ensku og stundaði nám í hand- og fótsnyrtingu. 17. apríl 1955 giftust María og Guðfinnur og stofnuðu heimili í Bolungarvík, þar sem Guðfinnur rak útgerð og fiskvinnslu. María var virk í félagsstarfi bæjarins, Kvenfélaginu Brautinni og Sjálfstæðiskvennafélaginu Þuríði sundafylli, þar sem hún gegndi formennsku um árabil. Auk þess að syngja í kirkjukórnum sat hún í safnaðarstjórn Hólskirkju og annaðist styrktarsjóð kirkjunnar um langt árabil." María og Guðfinnur eignuðust þrjú börn.

Björn Jónsson (1858-1924)

  • S02312
  • Person
  • 15. júlí 1858 - 3. feb. 1924

Björn Jónsson fæddist 15. júlí 1858 í Broddanesi í Kollafirði. Faðir: Jón hreppstjóri í Broddanesi (1814-1902). Móðir: Guðbjörg Björnsdóttir (1825-1915) húsmóðir í Broddanesi.
,,Björn lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1884 og prófi úr Prestaskólanum 1886. Veittir Bergsstaðir í Svartárdal árið 1886 og vígður sama ár. Veitt Miklabæjarprestakall í Blönduhlíð 1889. Fékk lausn frá embætti 1921. Prófastur í Skagafjarðarprófastdæmi 1913 til 1919. Varamaður í Landsdómi. Að áeggjan hans var Miklabæjarkirkja reist að nýju á fyrstu árum hans þar, og réð hann öllu um stærð og útlit hennar. Hann stofnaði lestrarfélög í tveimur sóknum sínum og var form. Lestrafél. Miklabæjarsóknar um langt skeið og aflaði því úrvalsbóka. Var form. Búnaðarfélags Akrahrepps alllengi, var nokkur ár í hreppsnefnd og prófdómari við barnapróf. Árið 1919 fór hann til Rvíkur að leita sér lækninga við sjóndepru, en kom alblindur heim úr þeirri ferð. Tók hann sér þá aðstoðarprest, sr. Lárus Arnórsson, sem síðar varð tengdasonur hans. Fékk hann lausn frá embætti og flutti með fjölskyldu sína að Sólheimum í Blönduhl. og andaðist þar." Björn kvæntist Guðfinnu Jensdóttur (1862-1938) frá Innri-Veðrará í Önundarfirði. Saman áttu þau 11 börn og ólu upp þar að auki 2 fósturbörn.

Jón Björnsson (1946-

  • S02314
  • Person
  • 01.01.1946-

Sálfræðingur. Býr í Reykjavík, giftur Stefaníu Arnórsdóttur frá Sauðárkróki.

Jón Brynjólfsson (1949-

  • S02315
  • Person
  • 20. okt. 1949

Geðlæknir í Reykjavík. Kvæntur Grethe Have lækni.

Ögmundur Kristinn Helgason (1944-2006)

  • S02318
  • Person
  • 28. júlí 1944 - 8. mars 2006

Ögmundur var fæddur á Sauðárkróki 8. júlí 1944. Foreldrar hans voru Sigríður Ögmundsdóttir og Helgi Einarsson. Sagnfræðingur, forstöðumaður Handritadeildar Landsbókasafnsins, kennari við Þjóðfræðideild Háskóla Íslands og starfsmaður Árnastofnunar, síðast búsettur í Reykjavík. Kvæntist Rögnu Ólafsdóttur kennara, þau eignuðust tvö börn.

Jón Aðalsteinn Jóhannsson (1949-

  • S02320
  • Person
  • 13. apríl 1949-

Jón Aðalsteinn er fæddur í Reykjavík 13. apríl 1949. Foreldrar: Elín Baldvina Bjarnadóttir frá Reykjum í Tungusveit / Grímsstöðum í Svartárdal og Jóhann Hólm Jónsson frá Stykkishólmi. Jón er heimilislæknir í Reykjavík.

Gunnar Stefánsson (1945-

  • S02327
  • Person
  • 1945-

Útvarpsmaður, hefur ritstýrt Andvara, skrifaði Bókina Saga Ríkisútvarpsins 1930-1960. Háskólapróf í íslensku og bókmenntum.

Jón Torfason (1949-

  • S02330
  • Person
  • 27. mars 1949-

Jón er fæddur 1949. Íslenskufræðingur og skákmeistari. Skjalavörður á Þjóðskjalasafni.

Sigurjón Friðbjörn Björnsson (1926-

  • S02331
  • Person
  • 25. nóv. 1926-

Foreldrar: Halldóra Friðbjörnsdóttir frá Hvammkoti á Skaga og s.m.h. Björn Björnsson járnsmiður á Sauðárkróki. Sálfræðingur að mennt. Fyrrum prófessor í sálarfræði við Háskóla Íslands. Rithöfundur og þýðandi. Kvæntist Margréti Eybjörgu Margeirsdóttur.

Stefanía Arnórsdóttir (1945-

  • S02332
  • Person
  • 9. mars 1945

Fædd á Sauðárkróki 9. mars 1945. Dóttir hjónanna Arnórs Sigurðssonar og Guðrúnar Sveinsdóttur. Gift Jóni Björnssyni sálfræðingi; þau eiga tvö börn. Stefanía starfaði hjá Þjóðskjalasafninu.

Jónmundur Júlíus Halldórsson (1874-1954)

  • S02336
  • Person
  • 4. júlí 1874 - 9. júlí 1954

Jónmundur fæddist 4. júlí 1874 á Viggbelgsstöðum í Innra-Akraneshreppi. Foreldrar hans voru Halldór, síðar múrari í Reykjavík og kona hans Sesselja Gísladóttir frá Bæ í Miðdölum. Jónmundur var stúdent 1896, cand. theol. 1900. Hann var settur aðstoðarprestur séra Helga Árnasonar í Ólafsvík 1900, veitt Barð í Fljótum árið 1902 og Mjóafjarðarprestakall 1915. Jónmundur var settur sóknarprestur í Grunnavík árið 1918. Hann var að auki við þjónustu í Kvíabekkjarprestalakki 1906-1908, Staðarprestakalli í Aðalvík 1938-1941 og Unaðsdalssókn frá 1918 um nokkurt skeið. Hann var sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu 1908-1915 og í Norður-Ísafjarðarsýslu frá 1921. Sr. Jónmundur var einn af merkustu prestum þessa lands og sérstæður persónuleiki. Kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur frá Eyrar-Uppkoti í Kjós, þau eignuðust sjö börn.

Hrefna Róbertsdóttir (1961-

  • S02339
  • Person
  • 6. sept. 1961-

Hrefna er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hún var formaður sagnfræðistofnunar 1994-1996. Hrefna var skipuð þjóðskjalavörður árið 2019.

Jón Júlíus Ferdinandsson (1929-1996)

  • S02341
  • Person
  • 1. mars 1929 - 20. júlí 1996

Alinn upp í Reykjavík. Hann lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Skósmiður á Hverfisgötu til margra ára. Starfaði einnig um árabil hjá Veðurstofu Íslands, Prentsmiðju Reykjavíkurborgar og síðustu árin sem kennari hjá Námsflokkum Reykjavíkur og Kópavogs. Kvæntist Helgu Óskarsdóttur hjúkrunarfræðingi, þau eignuðust fjögur börn.

Jón Þ. Þór (1944-

  • S02342
  • Person
  • 14. ágúst 1944-

Sagnfræðingur. Fæddur 1944 og ólst upp á Akureyri. Skrifaði m.a. Sögu Grindavíkur og Sögu Ísafjarðarkaupstaðar og Eyrarhrepps hins forna. Hefur einnig fengist við kennslu.

Jónas Jónsson (1930-2007)

  • S02343
  • Person
  • 9. mars 1930 - 24. júlí 2007

Jónas var fæddur að Ystafelli í Köldukinn, sonur hjónanna Jóns Sigurðssonar bónda og rithöfundar og Sigríðar Helgu Friðgeirsdóttur húsfreyju. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. árið 1952 og búfræðinámi frá Hólum 1953. Jónas lauk meistaranámi frá landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi1957 og stundaði framhaldsnám í jurtakynbótum og frærækt í Wales á árunum 1961 - 1962. Hann kenndi við Bændaskólann á Hvanneyri 1957-1963 og starfaði sem sérfræðingur við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Reykjavík 1963-1966 og var jarðræktarráðunautur Búnaðarfélags Íslands 1974 - 1980 og aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra 1971-1974. Jónas var búnaðarmálastjóri 1980-1995. Eftir það vann hann að sérverkefnum fyrir Bændasamtök Íslands og stundaði einnig ritstörf. Umhverfismál og náttúruvernd voru Jónasi ætíð hugleikin og m.a. var hann formaður Skógræktarfélags Íslands 1972-1981. Hann sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn 1973-1974 og var varaþingmaður frá 1969. Jónas kvæntist Sigurveigu Erlingsdóttur, þau eignuðust fjögur börn.

Lárus Halldór Grímsson (1954-

  • S02346
  • Person
  • 13. des. 1954-

Lárus er tónskáld. Hann lauk blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1975. Var við nám í Hollandi árið 1979 í elektrónískum tónsmíðum. Hefur samið elektrónísk tónverk.

Results 171 to 255 of 551