Sýnir 6401 niðurstöður

Nafnspjöld

Bjarni Guðmundsson (1943-

  • S02408
  • Person
  • 1943-

Bjarni er frá Kirkjubóli í Dýrafirði, fæddur 18. ágúst 1943. Hann lauk doktorsprófi frá Norska Landbúnaðarháskólanum árið 1971 og kenndi síðan búfræði á Hvanneyri í meira en fjögurra áratuga skeið. Vann einnig við rannsóknir. Frá síðustu aldamótum hefur Bjarni veitt Landbúnaðarsafni Íslands forstöðu og stýrt uppbyggingu þess. Hann hefur skrifað nokkrar bækur, m.a. Konur breyttu búháttum og Íslenskir sláttuhættir.

Franzisca Antonia Josephine Jörgensen (1891-1976)

  • S02412
  • Person
  • 1891-1976

Franziska Antonia Josephine Jörgensen var frá Frederica á Jótlandi. Faðir hennar var járnsmiður, en móðir hennar af bæheimskum aðalsættum. Franziska giftist Gunnari Gunnarssyni skáldi í ágúst 1912. Þau eignuðust tvo syni, Gunnar og Úlf.

Guðrún Ólafía Jónsdóttir (1935-2016)

  • S02411
  • Person
  • 20. mars 1935 - 2. sept. 2016

Guðrún fæddist á Blönduósi 20. mars 1935. Dóttir hjónanna Huldu Á. Stefánsdóttur skólastjóra og Jóns S. Pálmasonar bónda á Þingeyrum. ,,Guðrún ólst upp á Þingeyrum í Húnaþingi til sjö ára aldurs er hún flutti til Reykjavíkur. Hún útskrifaðist frá MR 1955 og hélt til náms til Kaupmannahafnar. Hún lauk prófi í arkitektúr frá Konunglegu akademíunni 1963 og vann eftir útskrift á teiknistofu prófessors Viggo Möller Jensen og Tyge Arnfred til 1966. Eftir búferlaflutninga til Íslands rak hún teiknistofuna Höfða ásamt Stefáni Jónssyni og Knúti Jeppesen til 1979. Hún var forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkur, síðar Borgarskipulags Reykjavíkur 1979-1984. Frá 1984 rak hún TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur allt til dauðadags. Á sínum ferli lét Guðrún til sín taka á sviði skipulagsmála og vann að mörgum verkefnum í Reykjavík og á landsbyggðinni. Hún hannaði fjölmargar byggingar víða um land, t.a.m. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Vörðuna – ráðhús Sandgerðisbæjar og Klausturstofuna við Þingeyrakirkju. Guðrún var ákafur talsmaður verndunar byggingararfsins og kom að uppteikningu og endurgerð eldri húsa, auk gerðar byggða- og húsakannana. Guðrún kom víða við á ferlinum, hún sat í stjórn Arkitektafélags Íslands 1969-1973 og var formaður 1970-1972. Hún var formaður Torfusamtakanna 1972-1979, sat í ráðgjafanefnd um menningarmál á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar 1972-1984, í framkvæmdastjórn Listahátíðar 1974-1976, í Skipulagsstjórn ríkisins 1985-1990, í Náttúruverndarráði 1993-1996 og í faghópi vegna Rammaáætlunar 1999-2003. Hún var varaborgarfulltrúi Nýs vettvangs 1990-1994 og Reykjavíkurlista 1994-2002, sat í Skipulagsnefnd Reykjavíkur 1990-1998, var formaður Menningarmálanefndar Reykjavíkur 1994-2002, formaður byggingarnefndar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og formaður stjórnar Búmanna hsf. frá 1998-2015. Þá var hún virkur félagi í Zonta-klúbbi Reykjavíkur frá 1971 til dauðadags. Guðrún var kjörin heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands 2015."
Guðrún var þrígift, fyrst Ómari Árnasyni tryggingastærðfræðingi, þá Knúti Jeppesen arkitekt og síðast Páli Líndal, fv. borgarlögmanni og ráðuneytisstjóra, Guðrún eignaðist fjögur börn.

Steingrímur Þorsteinsson (1913-2008)

  • S02417
  • Person
  • 22. okt. 1913 - 19. nóv. 2008

Steingrímur fæddist á Dalvík 13. október 1913, sonur hjónanna Maríu Eðvaldsdóttur húsfreyju og Þorsteins Jónssonar verkamanns. Steingrímur missti móður sína ungur og var tekinn í fóstur af móðursystur sinni Petrínu Þórunni Jónsdóttur og manni hennar Sigurði Þorgilssyni. Eftir hefðbundna skólagöngu á Dalvík var Steingrímur við nám að Héraðsskólanum á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Árið 1930 hélt hann til Kaupmannahafnar og lauk þar prófi í húsamálun ári síðar. Seinna nam hann þar ytra leiktjaldamálun og leiklist við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Steingrímur var ráðinn kennari við Dalvíkurskóla og sinnti hann því starfi um þriggja áratuga skeið. Hann var mikill náttúruunnandi og mjög listfengur. Eftir hann liggur mikið safn málverka og uppstoppaðra dýra. Steingrímur sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir samfélag sitt, átti m.a. sæti í ýmsum nefndum og ráðum. Steingrímur kvæntist Steinunni Sveinbjörnsdóttur og eignuðust þau þrjú börn.

Hjördís Kristjánsdóttir (1930-

  • S02419
  • Person
  • 28. feb. 1930-

Hjördís ólst upp hjá frændfólki inn til dala á Norðurlandi. Fósturmóðir hennar var Friðrika Guðrún Jónsdóttir. Hjördís var bóndi og kennari. Maki: Sigurgeir Sigurðsson.

Arnljótur Gunnbjörn Sveinsson (1917-1992)

  • S03625
  • Person
  • 06.10.1917-06.07.1992

Arnljótur Sveinsson, f. 06.10.1917, d. 06.07.1992. Bóndi á Ytri-Mælifellsá.
Arnljótur var fæddur á Syðri-Mælifellsá en bjó á Ytri-Mælifellsá frá 12 ára aldri en var einnig um tíma á Reykjavöllum og í Sölvanesi.

Aðalsteinn Eiríksson (1919-2006)

  • S03389
  • Person
  • 27.08.1919-02.10.2006

Aðalsteinn Eiríksson, f. í Vilinganesi 27.08.1919, d. 02.10.2006 á Sauðárkróki. Foreldrar: Eiríkur Jón Guðnason bóndi í Villinganesi og þriðja kona hans, Petra Einarsdóttir. Aðalsteinn ólst upp hjá foreldrum sínum í Villinganesi. Barnafræðslu hlaut hann í heimahúsum en síðar var hann í farskóla. Aðalsteinn hóf búskap í Vlinniganesi árið 1946 ásamt Guðrúnu systur sinni. Árið 1986 kom frændi þeirra, Sigurjón Valgarðsson í Villinganes og hóf þar búsakp að hluta. Hann varð systkinunum mikil hjálparhella síðustu búskaparárin.

Þórhallur Hermannsson (1938-

  • S02490
  • Person
  • 12. mars 1938-

Bóndi á Kambsstöðum í Ljósavatnsskarði. Formaður Veiðfélags Skjálfandafl. Kvæntur Ingu Hauksdóttur.

Hulda Gísladóttir (1913-1993)

  • S03611
  • Person
  • 08.08.1913-14.08.1993

Hulda Gísladóttir, f. á Bólstað í Svartárdal 08.08.1913, d. 14.08.1993. Foreldrar: Gísli Ólafsson og Jakobína Þorleifsdóttir. Um tvítugt fluttist Hulda til Siglufjarðar. Þar starfaði hún m.a. við síldarsöltun. Hún giftist fyrri manni sínum þar. Þegar seinni maður hennar lést árið 1954 flutti hún til Sauðárkróks og bjó þar síðan. Hún starfaði sem matráðskona hjá Kaupfélagi Skagfirðinga.
Maki: Anton Ingimarsson. Þau slistu samvistir. Þau eignuðust fjögur börn.
Maki 2: Hilmar Jónsson frá Tungu í Fljótum.

Brynjólfur Árnason (1921-2018)

  • S02424
  • Person
  • 12. júlí 1921 - 8. okt. 2018

Brynjólfur fæddist á Minna Garði í Mýrarhreppi í Dýrafirði 12. júlí 1921. Hann fluttist ungur með foreldrum sínum að Kotanúpi og ólst þar upp. Brynjólfur fór í Bændaskólann á Hvanneyri 1943 og lauk þaðan prófi 1945. Árið 1946 keypti hann jörðina Vaðla ásamt bróður sínum, en þar ráku þeir félagsbú til ársins 1989. Brynjólfur sat í hreppsnefnd Mosvallahrepps 1970 - 1986 og var oddviti síðustu fjögur árin. Hann var í stjórn Búnaðarfélags Mosvallahrepps og í sóknarnefnd Holtssóknar 1950 - 1990, þar af formaður frá 1985. Brynjólfur var organisti við Holts-og Kirkjubólskirkjur 1960 til ársloka 2000. Hann lék einnig á harmonikku á samkomum og dansleikjum á árunum 1940-1980.
Brynjólfur kvæntist 1957 Brynhildi Kristinsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Sigurlaug Sigurðardóttir (1878-1974)

  • S03525
  • Person
  • 05.01.1878-15.10.1974

Sigurlaug Sigurðardóttir f. á Stóra-Vatnsskarði 05.01.1878, d. 15.10.1974 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurður Bjarnason bóndi á Stóra-Vatnsskarði og seinni kona hans, Salbjörg Sölvadóttir. Sigurlaug missti föður sinn þegar hún var tólf ára. Móðir hennar lét þá af búskap og fór Sigurlaug í vist til frænku sinnar Soffíu Þorkelsdóttur og eiginmanns hennar. Meðna hún dvaldi þar lærði hún margt nytsamlegt, svo sem fatasaum.
Maki: Benedikt Sigurðsson. Þau bjuggu á Fjalli í Sæmundarhlíð. Þau eignuðust þrjú börn og tóoku nokkur til viðbótar í fóstur.

Guðmundur Ingvi Sigurðsson (1922-2011)

  • S02432
  • Person
  • 16. júní 1922 - 21. feb. 2011

Guðmundur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Sonur hjónanna Halldóru Ólafsdóttur húsmóður og Sigurðar Guðmundssonar skólameistara Menntaskólans á Akureyri.
Guðmundur lauk stúdentsprófi 1941 og cand. mag.juris frá HÍ. Árið 1947 -1948 var Guðmundur við nám í afbrotafræðum í Kaupmannahöfn, en hann nam einnig sömu fræði í Bandaríkjunum 1954 -1955. Hann var sakadómarafulltrúi 1947 - 1959. Guðmundur stofnaði lögfræðistofuna LEX ásamt Sveini Snorrasyni 1959 og stundað lögmannsstörf til ársins 2001. Hann kenndi við Fósturskóla Sumargjafar, var prófdómari við lagadeild HÍ og í stjórn Lögfæðingafélags Íslands 1958 - 1963. Guðmundur sat í stjórn Íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna 1972 - 1984 og var formaður Námssjóðs Lögmannafélagsins 1974- 1984.

Þorsteinn Gíslason (1867-1938)

  • S02441
  • Person
  • 26. jan. 1867 - 20. okt. 1938

Þorsteinn fæddist á Stærra-Árskógi við Eyjafjörð, en ólst upp á Austurlandi, lengst af á Kirkjubæ í Hróarstungu. ,,Skáld, ritstjóri og þýðandi. Þorsteinn vakti máls á stofnun íslensks háskóla. Hann var fylgjandi aðskilnaði við Danmörku og fylgdi Valtý Guðmundssyni að málum gegn heimastjórnarmönnum en síðar breyttist það. Þorsteinn las norræna tungu og bókmenntir við Kaupmannahafnarháskóla en var meinað að þreyta próf því skólinn viðurkenndi ekki íslenskar bókmenntir eftir 1500. Þorsteinn var ritstjóri Sunnanfara (með Einari Benediktssyni), Bjarka (með Þorsteini Erlingssyni), Skírnis, Óðins, Lögréttu og Morgunblaðsins. Þorsteinn þýddi sálma, þar á meðal sálm 19 og 524 fyrir íslenska sálmabók. Hann þýddi einnig verk eftir Björnstjerne Björnson, Fjodor Dostojevskí, Émile Zola, Rudyard Kipling, Guy de Maupassant, Walter Scott, Gunnar Gunnarsson og Henrik Ibsen."

Einar Benediktsson (1864-1940)

  • S02440
  • Person
  • 31. okt. 1864 - 12. jan. 1940

,,Faðir Einars var Benedikt Sveinsson, alþingismaður og sýslumaður og móðir hans hét Katrín Einarsdóttir, húsmóðir. Einar gekk í Lærða Skólann í Reykjavík þaðan sem hann varð stúdent 1884. Hann fór því næst til Kaupmannahafnar og útskrifaðist sem lögfræðingur úr Hafnarháskóla 1892. Einar stofnaði fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, árið 1896, sem studdi Heimastjórnarflokkinn, og var sjálfur ritstjóri þess í tvö ár. Hann átti þátt í stofnun Landvarnarflokksins árið 1902 og gaf út blaðið Landvörn samhliða því. Einar átti þátt í því að koma á laggirnar fyrstu loftskeytastöð landsins árið 1905. Hann kom einnig að útgáfu blaðanna Þjóðin (1914–15), Þjóðstefna (1916–17) og Höfuðstaðurinn (1916–17). Einar var mikill áhugamaður um virkjun fallvatna og stofnaði ásamt öðrum Fossafélagið Títan 1914 til athugunar á því hvort arðbært væri að byggja virkjanir við Þjórsá. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum fyrr en um hálfri öld seinna þegar Búrfellsvirkjun var byggð. Á árunum 1907–21 ferðaðist Einar mikið. Hann fór til Noregs, Edinborgar í Skotlandi, sneri aftur til Kaupmannahafnar (1908-10) en eyddi svo sjö árum í London (1910–17) áður en hann fór enn aftur til Kaupmannahafnar (1917–21), þess í milli hafði hann stuttar viðkomur á Íslandi. Hann sneri endanlega aftur heim til Íslands 1921 og bjó í Reykjavík næstu árin, þó svo að hann hafi oft verið langdvölum erlendis, meðal annars í Þýskalandi, á Spáni og í Norður-Afríku. Þá lét hann fara fram rannsóknir á námum í Miðdal, til þess að skoða möguleikana á málmvinnslu og sementsframleiðslu. Síðustu átta árum ævi sinnar eyddi Einar í Herdísarvík á Reykjanesskaga, þar sem hann lést 1940."
Helstu verk:
Sögur og kvæði (1897)
Pétur Gautur (1901) (Þýðing á leikriti Henrik Ibsen)
Hafblik (1906) (Kvæði)
Hrannir (1913) (Kvæði)
Vogar (1921) (Kvæði)
Hvammar (1930) (Kvæði)

Halla Eyjólfsdóttir (1866-1937)

  • S02439
  • Person
  • 11. ágúst 1866 - 6. feb. 1937

,,Halla Eyjólfsdóttir hét fullu nafni Hallfríður Guðrún Eyjólfsdóttir og fæddist hún að Múla við Gilsfjörð 11. ágúst 1866. Tvítug réði hún sig að Laugabóli við Ísafjörð í Ísafjarðardjúpi og fáeinum árum síðar giftist hún syni hjónanna þar, Þórði Jónssyni frá Laugabóli. Þau eignuðust 14 börn en misstu þrjú þeirra úr barnaveiki. Eftir lát Þórðar sá Halla um búið en árið 1921 giftist hún Gunnari Steini Gunnarssyni frá Hvítanesi í Ögursveit við Djúp. Þau héldu áfram búskap á Laugabóli til 1935. Skáldskapurinn átti ætíð hug hennar allan þrátt fyrir að hún gæti aðeins sinnt honum í hjáverkum. Eftir Höllu liggja tvær ljóðabækur, Ljóðmæli sem komu út árið 1919, og Kvæði sem komu út árið 1940, þremur árum eftir andlát hennar. Bækurnar eru miklar að vöxtum og ljóðin margvísleg að allri gerð. Úrval kvæða hennar sem Guðfinna Hreiðarsdóttir gaf út ásamt æviágripi kom út árið 2008 og nefnist bókin Svanurinn minn syngur."

Steinn Sigurðsson (1872-1940)

  • S02438
  • Person
  • 24. apríl 1872 - 18. ágúst 1940

,,Steinn var fæddur 24. apríl 1872 að Fagurhóli í Austur-Landeyjum. Þar ólst hann upp við verkamannavinnu fyrir fátækan föður sinn. Lauk kennaraprófi vorið 1893 frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Það var árið 1903 að Steinn flutti til Vestmannaeyja. Hóf hann störf sem farkennari og fólst það í að kenna 7-14 ára börnum sem ekki fengu vist í skólanum sökum rúmleysis. Árið eftir, 1904, var hann svo ráðinn sem skólastjóri Barnaskóla Vestmannaeyja og hélt því starfi til 1914. Hann var formaður Ungmennafélags Vestmannaeyja. Þá var Steinn hvatamaður að byggingu sundskála á Eiðinu árið 1913. Eiginkona Steins hét Agatha Þórðardóttir. Síðast búsett í Reykjavík."

Árni Björnsson (1932-

  • S02319
  • Person
  • 16. jan. 1932-

Árni er þjóðháttafræðingur að mennt og hefur skrifað margar bækur um íslenskt þjóðlíf, s.s: Saga daganna, Jól á Íslandi, Íslenskt vættatal, Gamlar þjóðlífsmyndir, Í hálfkæringi og alvöru ofl. Árni var forstöðumaður þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins frá 1969 - 2002

Guðrún Jóhannsdóttir (1892-1970)

  • S02447
  • Person
  • 21. júní 1892 - 29. sept. 1970

,,Guðrún Jóhannsdóttir er fædd 21. júní 1892 í Sveinatungu í Norðurárdal, Mýrasýslu. Um tvítugt fluttist hún með foreldrum sínum að Brautarholti á Kjalarnesi og kenndi sig síðan við þann stað. Guðrún stundaði nám í kvennaskólanum á Blönduósi og við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Árið 1919 giftist hún Bergsveini Jónssyni og bjuggu þau í Reykjavík. Þau eignuðust þrjár dætur. Guðrún vann mikið að ritstörfum og skrifaði bæði fyrir börn og fullorðna. Hún starfaði einnig að félagsmálum, t.a.m. fyrir Hallgrímskirkjusöfnuð, og flutti erindi í útvarp. Sex bækur komu út eftir hana á tuttugu árum, sú fyrsta Tvær þulur, árið 1927."

Kristín Helgadóttir (1927-

  • S02461
  • Person
  • 23. ágúst 1927-

Foreldrar: Kristín J. Guðmundsdóttir og Helgi Magnússon bændur í Tungu í Gönguskörðum. Eiginmaður hennar var Magnús Jónsson smiður. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Perth í Ástralíu frá 1968-1987 er þau fluttu til Sauðárkróks.

Nanna Hermannsson (1942-

  • S02468
  • Person
  • 1942-

Foreldrar: Margrét Þórunn Sigurðardóttir og Olle Hermannsson. Nanna var fædd og uppalinn í Svíþjóð. Hún fornleifafræðingur að mennt, var lengi safnstjóri í Árbæjarsafni. Nú búsett í Svíþjóð. Minjasafnsstjóri Stokkhólmi.

Hjalti Árnason (1915-2010)

  • S02476
  • Person
  • 11. jan. 1915 - 4. júlí 2010

Hjalti fæddist á Víkum á Skaga A-Hún., sonur hjónanna Árna Antoníusar Guðmundssonar bónda og smiðs í Víkum og Önnu Lilju Tómasdóttur húsfreyju.
Hjalti kvæntist Önnu Lilju Magnúsdóttur og varð þeim níu barna auðið. Hjalti og Anna Lilja bjuggu allan sinn búskap á Skeggjastöðum í Blöndudal. ,,Meðfram búskapnum starfaði Hjalti sem póstur sveitarinnar í áratugi. Á fyrstu árum búskapar síns eignaðist hann jarðvinnsluvélar sem hann nýtti fyrir sjálfan sig og vann auk þess fyrir nágranna sína. Hann var einnig sjálfmenntaður járnsmiður, átti smiðju þar sem hann smíðaði m.a. skeifur undir reiðhesta sína og annarra."

Snorri Sigfússon (1884-1978)

  • S02495
  • Person
  • 31. ágúst 1884 - 13. apríl 1978

Snorri var fæddur á Brekku í Svarfaðardal, sonur hjónanna Önnu Sigríðar Björnsdóttur og Sigfúsar Jónssonar. Snorri lauk kennaraprófi frá Storð í Noregi; sótti einnig námskeið í Danmörku og Englandi. Hann var skólastjóri og námstjóri. Síðast búsettur í Reykjavík. Eiginkona hans var Guðrún Jóhannesdóttir.

Sigurjón Samúelsson (1936-2017)

  • S02508
  • Person
  • 6. feb. 1936 - 4. ágúst 2017

Sigurjón var fæddur á Hrafnabjörgum við Ísafjarðardjúp, sonur hjónanna Samúels G. Guðmundssonar bónda og Hildar Hjaltadóttur húsfreyju og ljósmóður. Sigurjón fór snemma til sjós, fór m.a. til Grindarvíkur á vertíð. Hann fór á Hvanneyri á vélanámskeið og vann lengi á jarðýtu hjá Búnaðarfélaginu. Um 1958 tók Sigurjón við búinu á Hrafnabjörgum. Sigurjón sat lengi í hreppsnefnd Ögurhrepps og seinna Súðavíkurhrepps, var einnig formaður búnaðarfélags Ögurhrepps nokkurn tíma og sat í stjórn Ræktunarsambands Ögur- og Reykjafjarðarhrepps. Sigurjón átti gífurlega stórt hljómplötusafn, sem hann hafði safnað um árabil. Hann var mikill unnandi tónlistar. Hann eignaðist tvo syni.

Sveinn Einarsson (1934-

  • S02510
  • Person
  • 18. sept. 1934-

Sveinn er sonur hjónanna Kristjönu Þorsteinsdóttur píanókennara og Einars Ól. Sveinssonar prófessors og fyrrum forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi.
Kvæntist Þóru Kristjánsdóttur listfræðingi, þau eignuðust eina dóttur. ,,Blaðamaður við Alþýðublaðið sumurin 1955-57, leikgagnrýnandi þess blaðs 1959-60. Fulltrúi í dagskrárdeild Ríkisútvarpsins frá júlí 1959 til áramóta 1960-61 og sumurin 1961 og 1962. Leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1963-72. Skólastjóri og kennari við Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1963-69. Þjóðleikhússtjóri 1972-83. Menningarráðunautur í Menntamálaráðuneytinu 1983-89, 1993-95 og 1998-2004. Dagskrárstjóri innlendrar dagskrár Sjónvarps 1989-93. Formaður (listrænn stjórnandi) stjórnar Listahátíðar í Reykjavík frá 1998-2000. Settur forstöðumaður Þjóðmenningarhússins í sex mánuði 2002. Í aðalstjórn UNESCO 2001-2005." Sveinn hefur fengist mikið við ritstörf.

Sigurlaug Bjarnadóttir (1926-

  • S02511
  • Person
  • 4. júlí 1926-

Sigurlaug fæddist í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Foreldrar hennar voru Bjarni Sigurðsson bóndi og Björg Björnsdóttir húsfreyja. Maki Sigurlaugar var Þorsteinn Óskarsson Thorarensen, þau eignuðust þrjú börn. Sigurlaug er fyrrum menntaskólakennari, borgarfulltrúi og alþingismaður.

Sigurður Nordal (1886-1974)

  • S02517
  • Person
  • 14. sept. 1886 - 21. sept. 1974

Sigurður var fæddur á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Foreldrar hans voru Björg Sigurðardóttir húsfreyja og Jóhannes Nordal íshússtjóri. Sigurður ólst upp hjá föðurbróður sínum Jónasi Guðmundssyni og Steinunni Steinsdóttur konu hans. Hann varð stúdent frá MR árið 1906 og lauk meistaraprófi frá Hafnarháskóla í norrænum fræðum 1912 og Dr. phil.-prófi 1914 frá sama skóla. Einnig stundaði hann heimspekinám í Berlín og Oxford 1917 - 1918. Sigurður var prófessor í íslenskum fræðum og íslenskum skáldskap og menningarsögu. Hann var sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn frá 1951 til 1957. Eftir Sigurð liggur fjöldi merkra ritverka, einnig greinar, ljóð og leikrit.
,,Sigurður Nordal var útgáfustjóri Íslenskra fornrita 1933-1951, ritstjóri Studia Islandica 1937-1953 og Monumenta typographica 1-5, en meðritstjóri Nelson's Icelandic Texts og meðútgefandi tímaritsins Vöku 1927-1929. Hann var þjóðernishyggjumaður og lagði rækt við íslenskt mál og íslenska hugsun. Þótt íslensk fræði hafi verið stunduð hér á landi á undan Sigurði Nordal af mönnum eins og Sveinbirni Egilssyni og Birni M. Ólsen var það fyrst með honum að verulega fór að kveða að rannsóknum í íslenskum fræðum við æðri menntastofnanir og áhrifa þeirra að gæta út fyrir landsteinana. Ritskýringar hans og lýsing á þróun íslenskra bókmennta voru um eitt skeið viðteknar þar sem þessi fræði eru stunduð.
Sigurður aðhylltist svokallaða bókfestukenningu um uppruna Íslendinga sagna. Sigurður setti saman Íslenska lestrarbók 1400 - 1900 árið 1924. Þar birti hann ritgerð sína um samhengið í íslenskum bókmenntum sem er stórsaga íslenskra bókmennta um aldir. Þetta bókmenntasöguyfirlit hafði mikil áhrif og ekki síður val hans á bókmenntaverkum til lestrar því bókin var notuð í skólum í áratugi." Fyrri kona Sigurðar var Nanna Henriksson. Seinni konan hans var Ólöf Nordal, þau eignuðust tvo syni.

Steinþór Heiðarsson (1974-

  • S02520
  • Person
  • 26. mars 1974-

Ættaður frá Tjörnesi S- Þingeyjarsýslu. Stúdent frá MA og BA - próf í sagnfræði frá HÍ.

Bókaútgáfan Útkall

  • S02529
  • Einkafyrirtæki
  • 1994-

,,Útkall bókaútgáfa er rekin af Hálfdani Örlygssyni og Óttari Sveinssyni – byggð á Útkallsbókum þess síðarnefnda – fyrsta bókin kom út árið 1994 og hefur ávalt komið út ein bók á ári – nú eru þær orðnar 24 og hafa ávalt verið á metsölulistum. Bækurnar hafa einnig verið gefnar út í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku og Hollandi."

Hrólfur Þorsteinsson (1886-1966)

  • S02829
  • Person
  • 21. maí 1886 - 14. okt. 1966

Hrólfur Þorsteinsson, f. á Litladalskoti í Tungusveit. Foreldrar: Þorsteinn Lárus Sigurðsson bóndi á Skatastöðum og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir. Hrólfur ólst upp hjá foreldrum sínum í Sölvanesi, Hofi í Vesturdal og Skatastöðum. Maki: Valgerður Kristjánsdóttir, f. 25.05.1888. Þau eignuðust 7 börn og ólu einnig upp fósturdótturina Jóhönnu Kristjánsdóttur. Þau bjuggu á Ábæ 1909-1912, síðan á Skatastöðum í eitt ár, aftur á Ábæ 1913-1929 síðan á Stekkjarflötum. Síðustu árin var hann þar í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar en stundaði þó sauðfjárbúskap til dánardags. Hrólfur var þekktur gangnamaður og í 70 haust fór hann í haustgöngur.

Vigfús Jónsson (1711-1761)

  • S02843
  • Person
  • 1711 - 22. apríl 1761

Foreldrar: Jóns Vigfússonar á Hofi og kona hans Þórdís Jónsdóttir. Vigfús varð stúdent frá Skálholtsskóla 1728. Hann vígðist aðstoðarprestur séra Guðmundar Högnasonar að Hofi í Álftafirði haustið 1734 og varð síðan prestur í Stöð í júli 1737. Maki: Guðrún Jónsdóttir, ekkja eftir séra Högna Guðmundsson prest í Stöð. Þau eignuðust þrjár dætur. Fæddist hin fyrsta, Guðríður, árið 1739 og orti þá prestur Barnaljóðin, eins konar heilræðavísur til hennar. Jón Eiríksson gaf síðan þessi ljóð móðurbróður síns út í Kaupmannahöfn 1780. Önnur útgáfa kom einnig út í Kaupmannahöfn 1838. Séra Vigfús samdi einnig Hugvekjur út af öllum Passíusálmum Hallgríms Péturssonar og voru þær gefnar út í Kaupmannahöfn 1833.

Ungmennafélag Íslands (1907-)

  • S02838
  • Félag/samtök
  • 02.08.1907

Ungmennafélag Íslands var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907 en þann dag hafði fjöldi fólks komið saman til að halda þjóðhátíð, aðra í röðinni frá því þjóðhátíðin mikla fór þar fram árið 1874. Jóhannes Jósefsson glímukappi frá Akureyri var einn sex ungra manna sem stofnuðu félagið og var hann kjörinn fyrsti formaður þess. Fyrir daga ungmennafélaganna voru búnaðarfélög og lestrarfélög helstu félögin sem var að finna á landsbyggðinni. Einnig nokkur málfundafélög, kvenfélög og bindindisfélög. Íþróttafélög voru fáséð á þessum tíma. Samkvæmt Félagatali sem Þorsteinn Einarsson tók saman í tilefni af 90 ára afmmæli voru 32 félög sem kalla má undanfara ungmennafélaganna, sem voru stofnuð á fyrstu árum 20. aldar og kenndu sig m.a. við framfarir, bindindi, málfundi, glímu og fimleika.
Þegar ungmennafélögin komu til sögunnar var vorhugur í æskufólki á Íslandi. Unga fólkið neitaði að lúta höfði fyrir dönskum kóngi og dönskum fána og vildi eignast sitt eigið þjóðarmerki sem tákn fyrir vaknandi sjálfstæðishug þjóðarinnar. Eins og nærri má geta urðu Íslendingar ekki sammála um þetta frekar en nokkuð annað. Deilurnar um nýjan íslenskan fána tóku á sig ýmsar myndir áður en lauk. Um eitt voru menn þó sammála. Hið gamla innsigli Íslands með mynd af flöttum þorski og kórónu Danakóngs yfir þar sem þorskhausinn skyldi vera var óhafandi og skyldi varpast í ystu myrkur. Fánamálið var nátengt sjálfstæðismálinu en um þetta leyti virtust vera sóknarfæri til að lina tök Dana á íslensku þjóðinni.
Hugmyndasmiðurinn að hinum bláhvíta fána var Einar Benediktsson skáld. Þann 13. mars 1897 skrifaði hann í blað sitt Dagskrána grein sem nefndist „Íslenzki fáninn.“ Þar varpaði hann fyrstur manna fram hugmyndinni um sérstakan íslenskan fána sem skyldi vera hvítur kross á bláum feldi. „Þjóðlitir Íslands eru hvítt og blátt og tákna himininn og snjóinn,“ bætti Einar við. Föðursystir hans, Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir, sem var formaður Hins íslenska kvenfélags hafði forgöngu um að sauma fyrsta bláhvíta fánann þá um sumarið. Hann var fyrst borinn í skrúðgöngu við upphaf þjóðhátíðar sem Stúdentafélag Reykjavíkur gekkst fyrir 2. ágúst sama ár. Í kjölfarið tók UMFÍ hann upp á sína arma.

Finnbogi Guðmundsson (1924-2011)

  • S02922
  • Person
  • 8. jan. 1924 - 3. apríl 2011

Fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Laufey Vilhjálmsdóttir kennari og Guðmundur Finnbogason prófessor og landsbókavörður. Finnbogi kvæntist Kristjönu P. Helgadóttur lækni, þau eignuðust eina dóttur og ólu upp fósturdóttur. Finnbogi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943. Eftir útskrift frá menntaskóla hóf Finnbogi nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Hann lauk cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1949. Hann lauk doktorsprófi frá HÍ 1961. Finnbogi tók við nýstofnuðu embætti í Kanada (Winnipeg), sem Vestur-Íslendingar höfðu stofnað. Þar vann hann mikilvægt brautryðendastarf, bæði við kennslu og kynningastarf meðal Vestur-Íslendinga. Einnig vann hann afrek á sviði fornra fræða. En hann var stórvirkur í fræðum Vestur-Íslandinga. Finnbogi gegndi starfi Landsbókasafnsvarðar í þrjátíu ár. Hann stundaði kennslu um árabil og var m.a. stundakennari við MR, aðstoðarkennari við Manitoba-háskóla og sendikennari við Óslóarháskóla og Björgvinjarháskóla. Hann var einnig dósent við HÍ um tíma. Eftir Finnboga liggur fjöldi ritverka, bæði frumsamins efnis og þýðinga. Hann annaðist einnig útgáfu fjölda bóka, m.a. fornrita og bóka eftir föður sinn. Finnbogi tók mikinn þátt í félagsmálum og var m.a. um tíma í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og var gerður að heiðursfélaga þess, formaður Félags íslenskra fræða og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags. Hann var formaður byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðunnar frá 1970.

Frank Herlufsen (1941-2015)

  • Person
  • 1941-2015

Frank fæddist árið 1941. Hann var tónlistarkennari og skólastjóri víða, M.a. var hann skólastjóri Tónlistarskóla Ólafsfjarðar, í Grindavík og Kópavogi. Hann var kórstjórnadi, t.d. kirkjukórum og karlakórum. Frank kenndi á mörg hljóðfæri, mest á píanó.

Fríða Emma Eðvarðsdóttir (1927-2009)

  • S02852
  • Person
  • 31. maí 1927 - 30. maí 2009

Fríða Emma Eðvarðsdóttir, f. 31.05.1927 í Lossa í Mið-Þýskalandi. Foreldrar: Berta Emma Karlsdóttir og Edmund Ulrich. Fríða flutti frá Þýskalandi með foreldrum sínum til Íslands þriggja ára gömul. Hún gekk í barnaskóla á Akureyri, en byrjaði ung að vinna fyrir sér. Í janúar 1949 fór hún að Þorsteinsstöðum í Tungusveit. Þar bjó Finnbogi Stefánsson sem varð síðar eiginmaður hennar, þau eignuðust fjögur börn en fyrir átti Fríða eina dóttur. Fríða bjó á Þorsteinsstöðum til ársins 1994, en flutti þá á Sauðárkrók.

Þóra Rósa Stefánsdóttir (1938-1991)

  • S02854
  • Person
  • 18. sept. 1938 - 10. mars 1991

Foreldrar: Stefán Rósantsson og Helga Guðmundsdóttir á Gilhaga. Rósa ólst upp í stórum systkinahóp á Gilhaga. Ung gegndi hún húsmóðurhlutverkinu á bænum í veikindum móður sinnar. Rósa átti heimili að Gilhaga uns hún fluttist að Reykjum. Rósa gekk tvo vetur í skóla á Löngumýri, 1957-1959, og kenndi síðar vélprjón við skólann. Hún vann m.a. í mötuneyti Steinsstaðaskóla. Þá var hún lengi húsvörður í Félagsheimilinu Miðgarði. Hún var listfeng og handlaginn og saumaði m.a. altarisdúk í Reykjakirkju. Hún söng í kirkjukór Reykjakirkju og tók virkan þátt í hvers konar menningar- og líknarmálum, m.a. starfi Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps. Maki: Indriði Jóhannesson. Þau eignuðust ekki börn.

Sigurður Jónsson (1916-1994)

  • S02860
  • Person
  • 11. ágúst 1916 - 28. okt. 1994

Sigurður Jónsson, f. á Hóli í Sæmundarhlíð 11. 08.1916. Foreldrar: Jón Sveinsson, bóndi í Hóli í Sæmundarhlíð, f. 1887 og kona hans Margrét Sigurðardóttir, f. 1895. Hún lést þegar Sigurður var 7 ára gamall og giftist faðir hans síðar Petreu Óskarsdóttur. Sigurður varð stúdent úr stærðfræðideild MR árið 1939 en hóf nám í lyfjafræði í Laugavegsapóteki það haust. Að loknu námi í fyrri hluta lyfjafræðinngar hélt hann til Ameríku og lauk námi við Philadelphia College of Pharmacy í júní 1945. Eftir að hafa starfað í Laugavegsapóteki um árabil, svo og hjá Heildverzlun Stefáns Thorarensen og Efnagerð Reykjavíkur (1945-1963) gerðist hann apótekari í Húsavíkur apóteki í ágúst 1963 og gegndi því starfi unz hann fluttist með fjölskyldu sinni og tók við stöðu apótekara í Sauðárkróksapóteki í maí 1970. Sigurður og Margrét kona hans fluttu svo til Reykjavíkur er hann lét af störfum sem apótekari á Sauðárkróki.
Maki: Margrét Magnúsdóttir, f. 1918, d. 2006.

Gunnar Steindórsson (1922-2002)

  • Person
  • 1922-2002

Gunnar var fæddur 1922. Foreldrar hans voru Kristbjörg Dúadóttir húsfreyja og bæjarfógetaritari og Steindór Steindórsson grasafræðingur og skólastjóri, frá Hlöðum.
Steindór kvæntist árið 1946, Guðrúnu Sigbjörnsdóttur tryggingafulltrúa. Börn þeirra:Steindór, Sigbjörn, Gunnar og Kristín.
Gunnar lauk stúdentsprófi frá MA árið 1944. Árabilið 1945 til 1946 starfaði hann í Dómsmálaráðuneytinu, síðan vann hann hjá Bifriðaeftirliti ríkisins 1946-1953, Slökkviliðinu 1953-1966 og starfaði hjá MA þar sem hann gengdi kennarastarfi frá 1969-1972. Hann vann við Iðnskólann og síðar við Verkmenntaskólann á Akureyri þar til hann lét af störfum vegna aldurs

Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (1866-1931)

  • S02865
  • Person
  • 24. júní 1866 - 22. ágúst 1931

Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir, f. 24.06.1866 í Héraðsdal. Foreldrar: Guðjón Jónsson fyrrum bóndi í Áshildarholti og Sæunn Björnsdóttir, þau voru ekki í sambúð. Gekk í kvennskólann á Laugalandi 1892-1893. Ólst að mestu leiti upp í Sölvanesi hjá þeim Sveini Guðmundssyni og Guðrúnu Jónasdóttur. Maki: Gottskálk Albert Björnsson, f. 1869. Þau eignuðust átta börn. Hólmfríður og Gottskálk bjuggu á hluta jarðarinnar Vindheima 1896-1898, í Litladalskoti 1898-1901 og á Neðstabæ í Norðurárdal í A-Húnavatnssýslu frá 1901 til æviloka.

Guðrún Margrét Albertsdóttir (1902-1970)

  • S02868
  • Person
  • 4. des. 1902 - 29. apríl 1970

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp á Sölvanesi). Guðrún Margrét ólst upp á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Maki: Valdimar Sigurjónsson. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Hreiðri í Holtum í Rangárvallasýslu til ársins 1964 er þau brugðu búi og fluttust til Hafnarfjarðar.

Indíana Albertsdóttir (1906-2001)

  • S02869
  • Person
  • 5. maí 1906 - 4. feb. 2001

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp í Sölvanesi) bændur á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Maki: Stefán Þórðarson múrari, frá Þorljótsstöðum í Skagafirði, f. 1895, d. 1951. Þau eignuðust þrjár dætur. Þau hófu búskap hjá foreldrum Indíönu en fluttust fljótlega að Kollugerði í sömu sveit og síðan að Eyjakoti á Skagaströnd. Þaðan fluttu þau síðan til Sauðárkróks eftir 15 ára búskap. Eftir andlát Stefáns sá Indíana fyrir sér með kaupavinnu á sumrin og vann við fiskvinnu á veturna. Að nokkrum árum liðnum tók hún að sér að annast heimili fyrir ekkjumanninn Skafta Magnússon. Héldu þau saman heimili yfir 20 ár eða þar til Skafti andaðist 1982 en þá voru þau flutt í Kópavog. Síðustu þrjú æviárin bjó Indíana á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.

Sveinbjörn Albertsson (1901-1924)

  • S02866
  • Person
  • 30. júlí 1901 - 5. júní 1924

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og k.h. Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp í Sölvanesi), lengst af búsett í Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Lést aðeins 23 ára ógiftur og barnlaus.

Óskar Jónsson (1943-

  • S02872
  • Person
  • 14. sept. 1943-

Foreldrar: Ingibjörg Óskarsdóttir og Jón Dagsson múrarameistari. Læknir á Sauðárkróki. Búsettur á Höfuðborgarsvæðinu.

Birna Sigurbjörg Guðjónsdóttir (1943-

  • S02875
  • Person
  • 29. ágúst 1943-2021

Foreldrar: Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980) og Guðjón Sigurðsson (1908-1986) bakari á Sauðárkróki. Fædd og uppalin á Sauðárkróki.
Maki: Björn Björnsson fv. skólastjóri, þau eignuðust þrjár dætur.

Eyjólfur Sveinsson (1947-

  • S02896
  • Person
  • 18. sept. 1948-

Foreldrar: Sigríður Aðalheiður Friðriksdóttir og Sveinn Þ. Sveinsson, Ytri-Ingveldarstöðum. Maki: Ingibjörg Axelsdóttir, þau eiga fjögur börn. Búsettur á Sauðárkróki.

Jón Gíslason (1947-

  • S02901
  • Person
  • 18. nóv. 1947-

Foreldrar: Gísli Kristjánsson (1913-1967) og Jóhanna Freyja Jónsdóttir (1922-2016). Ólst upp í Réttarholti í Blönduhlíð og er búsettur þar. Maki: Auður Friðriksdóttir.

Skarphéðinn Jóhannesson (1942-

  • S02890
  • Person
  • 12. mars 1942-

Skarphéðinn Jóhannesson f. 12.03.1942 á Merkigili. Foreldrar: Jóhannes Bjarnason (1896-1944) og Monika Sigurlaug Helgadóttir (1901-1988) bændur á Merkigili í Austurdal. Búsettur í Hveragerði, starfaði hjá Landsvirkjun.
Maki 1: Sigríður Hrólfsdóttir frá Kolgörf á Efribyggð. Þau skildu.
Maki 2: Guðríður Fjóla Ólafsdóttir frá Kleif á Skaga, f. 1941.

Sigurður Sigurðsson (1950-

  • S02908
  • Person
  • 24.04.1950-

Foreldrar: Sigurður Anton Einarsson bóndi á Fitjum á Neðribyggð (1906-1968) og kona hans Helga Steindórsdóttir (1918-1994). Fyrrum bóndi og bifreiðastjóri í Héraðsdal I í Dalsplássi.
Maki: Auður Sveinsdóttir, f. 1954. Þau eiga þrjú börn.

Þorsteinn Ólafsson (1948-

  • S02911
  • Person
  • 29. júní 1948

Foreldrar: Sigurlaug Jakobína Jónasdóttir (1914-2007) og Ólafur Þorsteinn Jónsson (1899-1948).
Bóndi á Kárastöðum í Hegranesi, ásamt systur sinni Lilju og bróður sínum Jóni. Jón lést af slysförum í Hjaltadalsá.

María Björnsdóttir Hansen (1920-2006)

  • S02917
  • Person
  • 5. mars 1920 - 26. jan. 2006

María Björnsdóttir fæddist á Refsstöðum í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu árið 1920. Foreldrar hennar voru Björn Leví Gestsson og María Guðmundsdóttir. María brautskráðist úr Samvinnuskólanum árið 1940. Hún vann skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og var aðalbókari á skrifstofu Ríkisspítalanna í Reykjavík. María gekk í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1944-1945. Árið 1946 giftist hún Kristjáni Friðrikssyni Hansen. Eftir giftingu vann hún á skrifstofu sýslumanns á Sauðárkróki en síðar sem bókhaldari og fleira við flutningafyrirtæki eiginmanns síns "Kristján og Jóhannes". María og Kristján eignuðust einn son en tóku einnig í fóstur systurson Maríu.

A.C.Lambertsen

Virðist hafa verið einhvers konar fæðubótafyrirtæki í Danmörku.

Aðalbjörg Jónsdóttir (1860-1922)

  • S03387
  • Person
  • 20.11.1860-26.12.1922

Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 20.11.1860, d. 26.12.1922. Móðir: Þrúður Jónsdóttir (1821-1906)
Skráð ekkja á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp í sóknarmannatali 1918.

Guttormur Vigfússon Þormar (1928-2015)

  • S0
  • Person
  • 1928-2015

Guttormur var fæddur á Neskaupstað. Foreldrar hans voru Vigfús Guttormsson og Ingibjörg Guttormsson, fædd Biskoptoð. Guttormur var til sjós eftir að barnaskóla lauk. Hann lauk námi frá Sjómannaskólanum árið1951. Kona hans var Áslaug Sigurðardóttir snyrtifræðingur. Börn þeirra :Drengur sem lifði aðeins í þrjár vikur, og dæturnar Magnea og Sigurbjörg Ásta.

Ólafur Kristjánsson (1884-1958)

  • S02919
  • Person
  • 15. júní 1884 - 15. nóv. 1958

Foreldrar: Kristján Kristjánsson og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, síðast búsett á Ábæ í Austurdal. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum á Keldulandi til 1887, í Reykjaseli á Mælifellsdal eitt ár, á Tyrfingsstöðum á Kjálka í fjögur ár og á Ábæ til fullorðinsára. Hann nam trésmíðar á Akureyri um 1906-1908 og síðan voru trésmíðar jafnan hans aðalstarf. Ólafur hóf, ásamt fyrri konu sinni, búskap á Ábæ sumarið 1912 og voru þau þar eitt ár. Fluttust þaðan að Glæsibæ í Staðarhreppi og voru þar um skeið. Árið 1932 hóf hann, ásamt seinni konu sinni, búskap á hluta af jörðinni Sveinsstöðum og bjuggu þau þar til 1945. Þar áttu þau heimili áfram til 1955, þó að eigi dveldu þau þar að staðaldri síðari árin. Árið 1955 fluttist Ólafur til Akureyrar og dvaldist þar síðustu þrjú æviárin, ýmist á Kristneshæli þar sem kona hans starfaði eða hjá dóttur þeirra á Akureyri. Ólafur dvaldi löngum fjarri heimili sínu við smíðar og var yfirsmiður við fjölda bygginga í Lýtingsstaðahreppi. Þ.á.m. kirkjurnar á Ábæ, Mælifelli og Glaumbæ. Auk þessa stundaði hann vegavinnu um skeið. Heilsu hans tók að hnigna á árunum 1952-1955 svo hann gat ekki lengur stundað erfiðisvinnu að staðaldri. Tók hann þá að sér umsjón með heimavistarbarnaskóla Lýtingsstaðahrepps, Steinsstaðaskóla, og kenndi þar jafnframt en kona hans var þá ráðskona við skólann.
Maki 1: Lilja Aðalbjörg Jóhannesdóttir f. 31.07.1886 í Litladal í Eyjafirði d. 20.10.1930 á Sauðárkróki. Hún lést af völdum gigtarsjúkdóma. Þau eignuðust eina dóttur.
Maki 2: Guðlaug Egilsdóttir, f. 07.08.1905 á Sveinsstöðum, d. 03.05.1982 á Akureyri. Þau eignuðust eina dóttur.

Gunnar F Guðmundsson (1952-

  • S03131
  • Person
  • 30. okt. 1952-

Gunnar er sagnfæðingur. Hann er skjalavörður kaþólsku kirkjunnar,rithöfundur, skrifað m.a. ævisögu Jóns Sveinssonar (Nonna)

Grímur M.Helgason

  • Person
  • Ekki vitað

Cand.mag - Bókavörður Reykjavík

Guðjón Sveinsson (Mánabergi, Breiðdalsvík)

  • Person
  • 1937-2018

Guðjón fæddist að Þverhamri í Breiðdal 1937. Hann tók hið meira fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum 1961. Guðjón vann ýmis störf, var sjómaður, stýrimaður,kennari, afgreiðslumaður, skrifstofumaður, stundaði búskap og var virkur í trúnaðar og félagsstörfum. Hann skrifaði bækur fyrir börn og unglinga og fékk fyrstu verðlaun fyrir söguna Morgundögg. Guðjón samdi hann ljóð og smásögur

Elín Sigríður Magnúsdóttir Blöndal (1894-1975)

  • S02950
  • Person
  • 29. mars 1894 - 3. jan. 1975

Fædd í Gautsdal í Geiradal. Foreldrar: Magnús Benedikt Benediktsson Blöndal og Ólöf Snæbjörnsdóttir ljósmóðir í Gautsdal. Elín ólst upp hjá móður sinni í Gautsdal, en fluttist ásamt henni árið 1914 að Sævarlandi til Þórðar hálfbróður síns og gerðist bústýra hans, Ólöf var ekki móðir Þórðar. Eftir lát Þórðar árið 1949 fluttist Elín til Reykjavíkur. Þar stundaði hún sauma í nokkur ár en dvaldist lengst af á heimili Sigríðar fósturdóttur sinnar. Þau systkinin Elín og Þórður eignuðust hvorugt barn en ólu upp fósturbörn. Þau voru:
Sigríður Þorvaldsdóttr, f. 22.12.1929. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Þorvaldsson og Helga Jóhannesdóttir.
Friðberg Björnsson, f. 11.06.1906. Foreldrar hans voru Björn Benónýsson og Ingibjörg Stefánsdóttir.
Ragnar Magnús Auðunn Magnússon Blöndal, f. 29.06.1918. Ragnar var hálfbróðir þeirra systkina. Þau tóku hann að sér tveggja ára gamlan en komu honum síðar í fóstur í Litlu-Gröf á Langholti og kostuðu uppeldi hans.

Gísli Sveinsson (1880-1959)

  • S02928
  • Person
  • 7. des. 1880 - 30. nóv. 1959

Fæddur að Sandfelli í Öræfum. Foreldrar: Sveinn Eiríksson (1844-1907) prestur í Sandfelli og kona hans Guðríður Pálsdóttir (1845-1920). Lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1903 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1910. Um tíma bæjarfógeti og settur sýslumaður á Akureyri. Varð yfirdómslögmaður í Reykjavík árið 1910. Sýslumaður í Víkurkauptúni í V-Skaftafellssýslu. Skipaður sendiherra í Noregi árið 1947. Alþingismaður 1916-1921, 1933-1942 og 1946-1947 fyrir Vestur-Skaftfellinga. Landskjörinn þingmaður 1942-1946. Gegndi ýmsum nefndarstörfum og ritaði margar greinar um sjálfstæðismál Íslendinga og kirkjumál. Samdi einnig bækling um Kötlugosið 1918 og afleiðingar þess. Maki: Guðrún Pálína Einarsdóttir (1890-1981). Þau eignuðust fjögur börn.

Guðmundur Ingi Kristjánsson (1907-2002)

  • S03063
  • Person
  • 15. jan. 1907 - 30. ágúst 2002

Fæddur á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Foreldrar: Kristján Guðjón Guðmundsson og Bessa Halldórsdóttir. Guðmundur Ingi ólst upp á Kirkjubóli og var þar heimilisfastur alla ævi. Hann stundaði nám í eldri deild Alþýðuskólans á Laugum 1929-1930 og í eldri deild Samvinnuskólans í Reykjavík 1931-1932 en var að öðru leyti sjálfmenntaður. Ungur hóf hann afskipti af ýmsum félagsmálum innan sveitar sem utan. Hann hafði einnig afskipti af stjórnmálum og var þrisvar í framboði til alþingis fyrir Framsóknarflokkinn. Aðalatvinna hans var búskapur en formlega tók hann þó ekki við búi á Kirkjubóli fyrr en 1944. Samhliða fékkst hann við barnakennslu í hreppnum, með hléum á árunum 1927-1946 en samfellt 1954-1974. Frá 1955 var hann skólastjóri barnaskólans í Holti i Önundarfirði. Guðmundur Ingi sendi frá sér fimm ljóðabækur, Sólstafir, Sólbráð, Sóldögg, Sólborgir og Sólfar. Voru ljóð allra bókanna endurútgefin undir heitinu Sóldagar árið 1993. Guðmundur var sæmdur riddarakrossi 1984 og var heiðursborgari Mosvallahrepps og síðar Ísafjarðarbæjar.
Maki: Þuríður Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirði, þau eignuðust ekki börn saman en hún átti fyrir einn son.

Hákon Bjarnason (1907-1989)

  • S02930
  • Person
  • 13. júlí 1907 - 16. apríl 1989

Foreldrar: Ágúst H. Bjarnason, prófessor í heimspeki við HÍ og Sigríður Jónsdóttir kennari við Kvennaskólann. Hákon lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1926 og hélt að því loknu til náms í skógræktarfræðum við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan brautskráðist hann 1932 fyrstur Íslendinga í þessum fræðum. Vann einn vetur sem aðstoðarmaður á Plantefysiologisk Laboratorium við sama háskóla. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands frá 1933 til loka 7. áratugarins. Kjörinn heiðursfélagi þess 1977. Hákon var skipaður skógræktarstjóri 1935 og gegndi því starfi í 42 ár, til 1977. Hákon dvaldist erlendis veturinn 1936—37 til þess að kynna sér vinnubrögð við tilraunastarfsemi í jarðannsóknum. Forstöðu Mæðiveikivarna gegndi Hákon til 1941. Beitti sér mjög fyrir innflutningi trjátegunda til Íslands í störfum sínum sem og notkun lúpínu við landgræðslu. Hákon var kjörinn heiðursfélagi Norska skógræktarfélagsins.
Maki 1: Guðrún Magnúsdóttir Þau eignuðust eina dóttur. Þau slitu samvistum.
Maki 2: Guðrún Bjarnason. Þau eignuðust fjögur börn.

Niðurstöður 3996 to 4080 of 6401