Showing 658 results

Authority record
Ísland

Þorvaldur Árnason (1906-1974)

  • S02693
  • Person
  • 28. júlí 1906 - 1. júlí 1974

Foreldrar: Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki (sat þar 1887-1913) og Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri. Maki: Kristín Sigurðardóttir. Þau áttu tvö börn. Þorvaldur var tannsmiður í Reykjavík. Kvæntur Kristínu Sigurðardóttur.

Árni Björnsson (1863-1932)

  • S00812
  • Person
  • 1. ágúst 1863 - 26. mars 1932

Fæddur og uppalinn á Höfnum á Skagaströnd. Stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1885, cand. theol. frá Prestaskólanum í Reykjavík 1887 og vígðist Reynistaðarklaustursprestakalls það sama ár. Gegndi hann því prestakalli um 26 ára skeið. Hann hóf búskap á prestssetrinu Fagranesi árið 1889 og nytjaði það að meira eða minna leyti flest prestskaparár sín, en flutti til Sauðárkróks árið 1894, enda hafði prestsetrið verið flutt þangað með lögum frá 1891og kirkja reist þar 1892. Hann var prófastur Skagfirðinga 1908-1913, sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu fyrir Sauðárkrók 1906-1913. Tók einnig mikinn þátt í starfi Góðtemplarareglunnar. Sumarið 1913 fékk hann Garða á Álftanesi, þar þjónaði hann í 19 ár. Var einnig prófastur Kjalarnessprófastsdæmis frá 1916 til dauðadags og sýslunefndarmaður í Gullbringusýslu. Bjó síðustu þrjú árin í Hafnarfirði.
Maki: Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri í Aðaldal, þau eignuðust 12 börn.

Sigurlaug Árnadóttir (1910-2002)

  • S02497
  • Person
  • 6. feb. 1910 - 26. júní 2002

Sigurlaug var fædd á Sauðárkróki, foreldrar hennar voru hjónin sr. Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki 1887-1913 og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. ,,Eftir að Sigurlaug lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykjavík hóf hún nám við Hjúkrunarskóla Íslands og útskrifaðist árið 1933. Fór síðan í frekara nám í Belgíu og Englandi í eitt ár. Sigurlaug vann á Hvítabandinu og Röntgendeild Landsspítala 1934 -1937. Sigurlaug giftist 8.8. 1937 Skafta Benediktssyni frá Hlíð í Lóni, þau keyptu jörðina Hraunkot í Lóni og bjuggu þar frá hausti 1937. Hún var organisti í Stafafellskirkju í hartnær 60 ár. Sigurlaug starfaði mikið að félags - og menningarmálum. Hún sat lengi í hreppsnefnd Bæjarhrepps og var með fyrstu konum á Íslandi til að gegna því starfi. Hún sat lengi í formannaráði Kvenfélagasambands Íslands og sat landsþing þess. Hún sat einnig fulltrúaráðsfundi og landsfundi Kvenréttindafélags Íslands, og á vettvangi þess bar hún árið 1952 upp tillögu um að í hverri sveitarstjórn, nefnd og ráði á Íslandi skyldi sitja að minnsta kosti ein kona. Sigurlaug átti lengi sæti í hreppsnefnd Bæjarhrepps og var ein fyrsta kona á Íslandi til að gegna því starfi. Hún sat í Byggðasafnsnefnd og Þjóðhátíðarnefnd Austur-Skaftafellssýslu 1975. Sigurlaug sá um útgáfu á bókum Guðlaugar mágkonu sinnar og las sögur hennar upp í útvarpi ásamt frumsömdum erindum sínum. Hún þýddi einnig allmargar bækur og sá um útgáfu þeirra. Fyrir störf sín að félags- og menningarmálum fékk hún riddarakross Fálkaorðunnar árið 1975. Sigurlaug var frumkvöðull í garðrækt. Þau Skafti komu upp skrúðgarði þar sem hún kom upp af fræjum ýmsum skrautjurtum frá fjarlægum heimshlutum. Hún fékk fyrir þau störf viðurkenningar víða að, þar á meðal frá Garðyrkjufélagi Íslands árið 1985. Auk allra annarra starfa gegndi Sigurlaug mikilvægu uppeldisstarfi. Hún fóstraði mikinn fjölda sumarbarna." Sigurlaug og Skafti áttu einn fósturson.

Líney Sigurjónsdóttir (1873-1953)

  • S02626
  • Person
  • 6. okt. 1873 - 8. okt. 1953

Fædd og uppalin á Laxamýri í Aðaldal. Kvæntist árið 1894 sr. Árna Björnssyni. Þau bjuggu á Sauðárkróki 1894-1913 er þau fluttu á Álftanes. Síðar búsett í Hafnarfirði. Þau eignuðust tólf börn.

Gísli Tómasson (1927-1998)

  • S02694
  • Person
  • 19. júlí 1927 - 20. apríl 1998

Foreldrar: Tómas Gíslason kaupmaður á Sauðárkróki, f. 1876 og Elínborg Jónsdóttir, f. 1886. Maki: Kristín Sigurjónsdóttir frá Vestmannaeyjum. Þau eignuðust þrjú börn. Útskrifaðist frá MA 1949. Framkvæmdastjóri, veðurathugunarmaður og verslunarstjóri í Reykjavík.

Björn Einar Árnason (1896-1967)

  • S02627
  • Person
  • 27. feb. 1896 - 23. nóv. 1967

Foreldrar: Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki (sat þar 1887-1913) og Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri. Endurskoðandi í Reykjavík. Kvæntist Margréti Ásgeirsdóttur.

Vagn Kristjánsson (1921-2011)

  • S02697
  • Person
  • 4. nóv. 1921 - 20. jan. 2011

Foreldrar: Kristján Ragnar Gíslason, f. 1887 og Aðalbjörg Vagnsdóttir, f. 1893, bjuggu á Minni-Ökrum. Maki: Svana H. Björnsdóttir, f. 1923. Þau eignuðust sex syni. Vagn ólst upp á Minni-Ökrum í Blönduhlíð og flutti með foreldrum sínum til Sauðárkróks þegar þau hættu búskap. Hefðbundin skólaganga fór fram á Króknum og síðan var hann tvo vetur á Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Vagn vann ungur að árum í verslun Haraldar Júlíussonar, þar til hann tvítugur að aldri flutti til Reykjavíkur. Þar starfaði hann við ýmislegt, en sneri sér fljótlega að akstrinum sem varð hans ævistarf. Vagn var einn af stofnendum Hreyfils og vann þar við leiguakstur svo lengi sem heilsa leyfði. Hann stofnaði og rak flutningafyrirtæki ásamt Brynleifi Sigurjónssyni, sem sá um flutninga til Akureyrar og Ísafjarðar á framleiðsluvörum Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, ásamt því að vera með umboðsskrifstofu á Akureyri.

Kristján Ragnar Gíslason (1887-1958)

  • S02699
  • Person
  • 27. apríl 1887 - 14. mars 1958

Foreldrar: Gísli Gíslason, f. og Kristín Jónsdóttir í Grundarkoti í Blönduhlíð. Ólst upp hjá foreldrum sínum fram um fermingu en 1901 fór hann að Stóru-Ökrum og var þar til hann hóf sjálfstæðan búskap. Var bóndi á Minni-Ökrum 1914-1927. Maki: Aðalbjörg Vagnsdóttir frá Miðhúsum. Brá búi 1927 og þau hjónin fóru í húsmennsku að Bjarnastöðum í Blönduhlíð, Bakka í Vallhólmi og Hjaltastöðum í Blönduhlíð. Fluttu til Sauðárkróks 1930. Stundaði þar ýmsa vinnu, m.a. vegavinnu hjá Kota-Valda. Einn vetur fjármaður á Reynistað og gæslumaður við mæðiveikivarnir eftir að hann hætti í vegavinnu. Var einnig við símalagnir í Skagafirði. Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur 1945 og bjuggu hjá Vagni syni sínum á Langholtsvegi 5. Kristján og Aðalbjörg eignuðust sex börn

Hrafnhildur Ester Pétursdóttir (1939-

  • S02705
  • Person
  • 3. maí 1939-

Foreldrar: Pétur Jónsson verkstjóri á Sauðárkróki og kona hans Ólafía Sigurðardóttir. Flugfreyja hjá Loftleiðum um tíma. Tannfræðingur og starfsmaður á tannlæknastofu og hjá Reykjavíkurborg. Lærði tannfræði í Árósum í Danmörku. Búsett á Akureyri, síðar í Reykjavík. Maki: Pétur Pálmason byggingarverkfræðingur, þau eignuðust fimm börn.

Skafti Óskarsson (1912-1994)

  • S02712
  • Person
  • 12. sept. 1912 - 7. ágúst 1994

Foreldrar: Óskar Á. Þorsteinsson og Sigríður Hallgrímsdóttir, búsett í Hamarsgerði og síðar Kjartansstaðakoti. Nemandi á Hólum í Hjaltadal 1930. Bóndi á Kjartansstöðum á Langholti. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Maki: Ingibjörg Hallgrímsdóttir, f. 08.02.1915. Þau eignuðust fjórar dætur.

Jóhanna Jóhannesdóttir (1907-1980)

  • S02717
  • Person
  • 9. maí 1907 - 24. júní 1980

Foreldrar: Jóhannes Björnsson verslunarmaður, f. 1875 og Ólína Björg Benediktsdóttir, f. 1883, búsett á Sauðárkróki. Jóhanna er skráð þjónustustúlka á Njálsgötu 5 í Reykjavík árið 1930. Starfaði um 20 ár í Sælgætisgerð Nóa í Reykjavík og var síðast búsett í Reykjavík. Jóhanna var ógift og barnlaus.

Alfreð Guðmundsson (1962-)

  • S02728
  • Person
  • 20. maí 1962

Foreldrar: Guðmundur Helgason bifreiðastjóri og lögreglumaður á Sauðárkróki, síðar póstur og k.h. Erna Guðbjörg Ingólfsdóttir. Kennari í Árskóla á Sauðárkróki.

Björgvin Bjarnason (1915-1989)

  • S02729
  • Person
  • 12. júlí 1915 - 10. des. 1989

Foreldrar: Bjarni Kjartansson og Svanhildur Einarsdóttir. Björgvin varð stúdent frá MA 1937 og Cand. juris frá HÍ 1944. Var málflutningsmaður á Siglufirði 1944-1947. Kennari við Gagnfræðaskólann þar 1945-1947. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1947-1958. Sýslumaður Strandasýslu frá 1958-1968. Bæjarfógeti á Ísafirði og sýslumaður Ísafjarðarsýslu frá 1968. Bæjarfógeti á Akranesi 1973 til 1985. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á öllum þessum stöðum.
Maki: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 06.04.1920. Þau eignuðust þrjú börn.

Margrét Sigríður Jóhannsdóttir (1858-1950)

  • S02742
  • Person
  • 26. des. 1858 - 6. júlí 1950

Margrét Sigríður Jóhannsdóttir, f. 03.01.1858 á Stóru-Þverá í Fljótum, d. 06.07.1950 á Siglufirði. Foreldrar: Jóhann, þá vinnumaður á Stóru-Þverá og kona hans Hallfríður Árnadóttir. Maki: Friðvin Ásgrímsson, f. 1865. Þau eignuðust fimm börn og komust fjögur þeirra upp. Bjuggu á Reykjum á Reykjaströnd. Eftir andlát Friðvins brá Margrét búi og flutti til Sauðárkróks og síðan til Siglufjarðar.

Jóhann Jónsson (1925-1971)

  • S02746
  • Person
  • 7. ágúst 1925 - 8. mars 1971

Foreldrar: Ástína Þorbjörg Jóhannsdóttir f. 1892 og Jón Gíslason f. 1891 í Krossanesi, síðar á Sauðárkróki. Var bæjarstarfsmaður á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus. Bjó lengst af með föður sínum á Freyjugötu 1 á Sauðárkróki.

Ástína Þorbjörg Jóhannsdóttir (1892-1954)

  • S02747
  • Person
  • 4. okt. 1892 - 4. feb. 1954

Fædd á Vatnsenda í Ólafsfirði. Foreldrar: Jóhann Friðrik Tómasson og Sigurbjörg Björnsdóttir, síðast búsett í Sveinskoti á Reykjaströnd. Maki: Jón Gíslason, f. 1891. Þorbjörg kom sem kaupakona í Skagafjörð og kynntist Jóni þar. Þau bjuggu í Krossanesi 1922-1933, síðan á Sauðárkróki. Þau eignuðust einn son.

Guðrún Bergsdóttir (1922-1996)

  • S02750
  • Person
  • 19. feb. 1922 - 26. feb. 1996

Guðrún Bergsdóttir, f. 19.02.1922 á Ytri-Hofdölum. Foreldrar: Bergur Magnússon og Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir. Maki: Hólmsteinn Sigurðsson, f. 1924. Þau eignuðust fjögur börn. Bjuggu á Ytri-Hofdölum 1944-1986 en fluttu þá á Sauðárkrók.

Sigrún Þóra Ásgrímsdóttir (1923-2020)

  • S02759
  • Person
  • 25. des. 1923 - 8. mars 2020

Sigrún Þóra Ásgrímsdóttir, f. 25.12.1923 á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð. Foreldrar: Ólöf Konráðsdóttir, f. 1890 og Ásgrímur Halldórsson f. 1886 á Tjörnum í Sléttuhlíð. Sigrún kvæntist Kjartani Jónssyni Hallgrímssyni, þau eignuðust fimm börn og bjuggu lengst af á Tjörnum. Sigrún var síðast búsett á Sauðárkróki.

Monika Sigurðardóttir (1894-1963)

  • S02761
  • Person
  • 2. ágúst 1894 - 30. mars 1963

Monika Sigurðardóttir, f. 02.08.1894 á Spáná í Unadal. Foreldrar: Sigurður Ólafsson, f. 1868 og Margrét Jakobína Baldvinsdóttir, f. 1871. Monika var á Hugljótsstöðum á Höfðaströnd 1901. Hún kom í Reynistað 1916 og átti þar heimili síðan, en Guðmundur Helgi bróðir hennar var húsmaður þar. Monika sinnti einkum saumaskap en var einnig vinnukona á bænum. Oft var hún á Sauðárkróki vetrartíma við sauma og ferðaðist um hreppinn og hélt saumanámskeið. Tók virkan þátt í leiklistarstarfi og annarri starfsemi Ungmennafélagsins Æskunnar. Monika var ógift og barnlaus.

Jón Hjaltdal Jóhannsson (1911-1999)

  • S02766
  • Person
  • 24. júní 1911 - 18. mars 1999

Jón Hjaltdal Jónsson, f. 24.06.1911 á Hofi í Hjaltadal. Foreldrar: Jóhann Guðmundsson, d. 1876 og Birgitta Guðmundsdóttir, f. 1881 bændur í Brekkukoti (nú Laufskálum). Jón fluttist með foreldrum sínum í Brekkukot í Hjaltadal tveggja ára gamall. Hann lauk búfræðinámi frá Hólaskóla árið 1932. Árið 1934 flutti hann úr föðurhúsum og stundaði að mestu sjálfstæðan atvinnurekstur sem bifreiðarstjóri eftir það. Jón var umboðsmaður Tryggingar hf á Sauðárkróki í 35 ár. Sat í sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju og var safnaðarfulltrúi um tíma og meðhjálpari frá 1977-1992. Maki: Sigríður Árnadóttir frá Atlastöðum í Svarfaðardal. Þau eignuðust fjögur börn.

Stefán Sigurðsson (1920-1966)

  • S02767
  • Person
  • 19. mars 1920 - 24. okt. 1966

Stefán Sigurðsson, f. 19.03.1920 á Syðri-Hofdölum. Foreldar: Anna Sigríður Einarsdóttir, f. 1891 og Sigurður Stefánsson, f. 1895. Þau bjuggu m.a. í Hjaltastaðahvammi, Merkigarði í Tungusveit, Torfmýri í Blönduhlíð og Ytri-Húsabakka í Seyluhreppi fyrstu æviár Stefáns. Árið 1926 fluttist fjölskyldan á Sauðárkrók. Stefán var sjómaður og síðar skipstjóri á skipum Útgerðarfélags Sauðárkróks. Maki: Guðný Þuríður Pétursdóttir frá Vatnshlíð í Skörðum, f. 26.05.1920. Þau eignuðust tvær dætur.

Pétur Guðmundsson (1887-1987)

  • S02770
  • Person
  • 18. júní 1887 - 19. mars 1987

Pétur Guðmundsson, f. 18.06.1887. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson og Þuríður Lilja Stefánsdóttir, búsett í Vatnshlíð í A-Húnavatnssýslu. Maki: Herdís Grímsdóttir frá Syðri-Reykjum í Biskupstungum. Þau eignuðust þrjár dætur. Bjuggu í Vatnshlíð en fluttu á Sauðárkrók 1938 og bjuggu þar til æviloka.

Stefanía Guðríður Sigurðardóttir (1918-1993)

  • S02775
  • Person
  • 5. jan. 1918 - 12. júlí 1993

Foreldrar: Sigurður Sigurðsson sýslumaður og Guðríður Stefanía Arnórsdóttir. Að loknu skólanámi á Sauðárkróki fór Stefanía í Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan. Hún stundaði skrifstofustörf í Reykjavík, lengst af hjá Vegagerð Ríkisins en einnig hjá Reykjavíkurborg. Stefanía var ógift og barnlaus.

Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir (1907-1963

  • S02778
  • Person
  • 19. júní 1907 - 25. feb. 1963

Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 19.06.1907. Foreldrar: Sigurður Lárusson sjómaður á Sauðárkróki, f. 1880 og Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 1886. Var verkakona á Akureyri. Guðrún var ógift og barnlaus.

Jón Jónsson (1875-1950)

  • S02789
  • Person
  • 25. feb. 1875 - 29. apríl 1950

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi, síðast á Miðlandi í Öxnadal og seinni kona hans Guðrún Karítas Jónsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og vann búi þeirra fram yfir fermingu en fór þá í vinnumennsku. Hann fór í yngri deild Möðruvallaskóla veturinn 1896-1897 en var næsta vetur í vinnumennsku hjá Sigurði bróður sínum í Sörlatungu í Hörgárdal. Flutti með honum að Sólheimum í Blönduhlíð árið 1898. Hann stundaði barnakennslu og landbúnaðarstörf í Blönduhlíð 1898-1900, 1902-1904 og 1906-1907. Árið 1900 fluttist hann út á Sauðárkrók og sinnti þar verslunarstörfum hjá Kristjáni Gíslasyni kaupmanni og kenndi jafnframt börnum hans. Vorið 1906 kom hann aftur í Blönduhlíðina að vinnumennsku á Hellu þar sem hann var síðan húsmaður 1907-1909. Þá keypti hann jörðina og hóf þar búskap. Dvaldi þar til vors 1918, en þó ekki alltaf bóndi enda seldi hann jörðina 1916. Árið 1918 fluttist hann alfarinn úr Skagafirði til Akureyrar og síðar til Siglufjarðar þar sem hann dvaldi til æviloka. Var þó kennari í Blönduhlíð veturna 1921-1922 og 1927-1928.
Maki: Sigurlaug Ingibjörg Jósefsdóttir frá Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi. Þau skildu eftir að þau fluttu til Akureyrar. Þau eignuðust einn son.

Þorkell Jónsson (1893-1980)

  • S02805
  • Person
  • 16. okt. 1893 - 29. júlí 1980

Þorkell Jónsson, f. 16.10.1893 í Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð. Foreldrar: Jón Jónasson bóndi á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð og kona hans Guðrún Þóra Þorkelsdóttir ljósmóðir. Þorkell ólst upp hjá foreldrum sínum í Hjaltastaðakvammi til 1900 og á Þorleifsstöðum 1900-1909. Hann var vinnumaður á Löngumýri í Vallhólmi 1909-1912 en sneri þá aftur að búi foreldra sinna á Þorleifsstöðum þar sem hann starfaði til ársins 1916. Var lausamaður á Mið-Grund í Blönduhlíð 1916-1917.
Maki 1: Una Gunnlaugsdóttir á Mið-Grund. Þau eignuðust fjögur börn. Þau giftust árið 1917 og hófu búskap í tvíbýli við móður Unu. Bjuggu þar til 1925. Það ár fluttust þau í Litladal og bjuggu þar til ársins 1930. Þá fluttust þau til Sauðárkróks þar sem Þorkell starfaði sem bílstjóri í eitt ár. Keyptu Miðsitju í Blönduhlíð og bjuggu þar árin 1931-1945. Á þessum árum stundaði Þorkell vöru- og fólksflutninga samhliða búskapnum. Þorkell gerði líka töluvert af því að smíða skeifur fyrir bændur í sveitinni. Árið 1945 slitu Þorkell og Una samvistir og seldu jörðina. Þorkell flutti til Siglufjarðar þar sem hann starfaði hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og stundaði ökukennslu.
Maki 2: Sambýliskona Þorkels á Siglufirði var Jóninna Margrét Sveinsdóttir, f. 05.01.1900 á Lóni í Viðvíkursveit.

Rótarýklúbbur Sauðárkróks (1948-

  • S02816
  • Organization
  • 26.09.1948-

Rótarýklúbbur Sauðárkróks var stofnaður 26.09.1948 í Hótel Villa Nóva á Sauðárkróki, að undangegnum þremur stofnfundum fyrr í sama mánuði.
Í fyrstu stjórn klúbbsins voru kosnir sr Helgi Konráðsson, forseti, Torfi Bjarnason héraðslæknir, varaforseti, Kristinn P. Briem kaupmaður, Ole Bang lyfsali, gjaldkeri og Valgarð Blöndal stallari. Fullgildingarhátíð klúbbsins var haldin 3. september árið 1949, að viðstöddu fjölmenni. Klúbburinn hefur unnið að ýmsum samfélagsverkefnum, svo sem uppsetningu útsýnisskífu, hljóðfærakaupum fyrir lúðrasveit, aðstoð við undirbúning þjóðhátíðar á Hólum. Einnig hefur klúbburinn staðið í ýmsum fjáröflunum og veitt verðlaun fyrir námsárangur.

Andrés Þorsteinsson (1890-1959)

  • S02821
  • Person
  • 17. apríl 1890 - 12. mars 1959

Andrés Þorsteinsson, f. 17.04.1890 á Ytri-Hofdölum. Foreldrar: Þorsteinn Hannesson bóndi á Hjaltastöðum og kona hans Jórunn Andrésdóttir. Andrés ólst upp hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs á Ytri-Hofdölum en þá fluttust þau í Hjaltastaði. Andrés hlaut venjulega undirbúningsfræðslu í heimahúsum en veturinn 1911-1912 fór hann í unglingaskólann á Sauðárkróki. Veturinn eftir var hann í bændaskólanum á Hólum en lauk ekki prófi þaðan. Næstu árin var hann heima og vann að búi móður sinnar. Bóndi á Hjaltastöðum 1917-1922. Eftir að búskap lauk fluttist Andrés til Siglufjarðar. Fyrstu árin þar vann hann ýmis störf, m.a. útgerð um skeið. Einnig í flatningsverksmiðju O.Tynes í nokkur sumur. Á vetrum var hann á verkstæði h.f. Odda á Akureyri og hlaut þar meistararéttindi vélsmiða. Árið 1926 tók hann minna mótorvélstjórapróf á Siglufirði. Stofnaði vélaverkstæði og rak til dauðadags.
Maki: Halldórs Jónsdóttir, f. 22.02.1896 frá Torfhóli í Óslandshlíð. Þau eignuðust einn son og tóku einn fósturson.

Loðskinn hf (1969-)

  • S02837
  • Person
  • 1969-

Félagið fékk úthlutað lóð á Sauðárkróki 20. maí 1969 og byggingaframkvæmdir hófust það ár. Fyrsti framkvæmdastjóri var Þráinn Þorvaldsson. Sútunarverksmiðja á Sauðárkróki.

Finnur Árnason (1958-

  • S02836
  • Person
  • 27. maí 1958-

Foreldrar: Árni Hafstað og Arngunnur Ársælsdóttir. Maki: María Maack. Þau eignuðust þrjú börn. Finnur lauk Bs prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands og cand. fil. prófi í rekstrarhagfræði frá háskólanum í Gautaborg í Svíþjóð. Starfaði sem háseti á Má frá Ólafsvík, framleiðslustjóri hjá Slippfélaginu, framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki og Aldin á Húsavík. Var um langt skeið stjórnarformaður Sjávarleðurs á Sauðárkróki. Vann hjá Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og við ráðgjafafyrirtækið Taktar. Framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum frá 2013.

Sigurður Lárusson (1880-1929)

  • S02848
  • Person
  • 6. mars 1880 - 2. mars 1929

Sigurður Lárusson, f. í Vatnshlíð á Skörðum 06.03.1880. Foreldrar: Lárus Jón Stefánsson bóndi á Skarði í Gönguskörðum og fyrri kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Sigurður missti móður sína á sjötta ári. Hann ólst upp hjá föður sínum og stjúpu í Vatnshlíð til 1888 og í Skarði 1888-1894 og fermdist frá þeim eftir það. Eftir fermingu vann hann að búi þeirra í Skarði 1894-1902, var í vinnumennsku á Reykjum á Reykjaströnd 1902-1905 og á Syðri-Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1905-1907. Hann var síðan tómthúsmaður á Sauðárkróki frá 1907 til æviloka. Sigurður sótti sjó á vinnumannsárum sínum á Reykjaströnd og eftir að hann fluttist til Sauðárkróks stundaði hann sjóinn einvörðungu, fyrst sem háseti hjá öðrum en varð síðar formaður. Síðast var hann með bátinn Hvíting. Maki: Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 06.12.1886 á Reynistað í Staðarhreppi. Þau eignuðust níu börn.

Helga Sigríður Sigurðardóttir (1909-1987)

  • S02849
  • Person
  • 3. júlí 1909 - 26. sept. 1987

Helga Sigríður Sigurðardóttir, f. 03.07.1909 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurður Lárusson sjómaður og Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, húsvörður í barnaskólanum á Sauðárkróki. Helga Sigríður ólst upp á Sauðárkróki til sjö ára aldurs en fór þá í fóstur að Fagranesi á Reykjaströnd til hjónanna Björns og Dýrólínu. Maki: Jón Svavar Ellertsson frá Holtsmúla, bóndi og hagyrðingur. Þau eignuðust níu börn. Húsmóðir í Steinholti 1936-1937, á Þröm 1937-1938, í Ármúla 1938-1954 og á Bakka í Viðvíkursveit 1954-1957 en eftir það á Sauðárkróki.

Jónas Skagfjörð Svavarsson (1948-

  • S02902
  • Person
  • 17. feb. 1948-

Jónas Skagfjörð Svavarsson. Foreldrar: Jón Svavar Ellertsson (1911-1992) og Helga Sigríður Sigurðardóttir (1909-1987).
Fv. verslunarmaður á Sauðárkróki.
Maki: Jóhanna Petra Haraldsdóttir. Þau eiga þrjár dætur og eru búsett á Sauðárkróki.

Svava Svavarsdóttir (1950-

  • S02290
  • Person
  • 14.09.1950-

Foreldrar: Svavar Ellertsson frá Holtsmúla og Helga Sigríður Sigurðardóttir frá Eyrarbæ á Sauðárkróki.

Verslun L. Popps (1875-

  • S02850
  • Privat company
  • 02.07.1875-

Sumarið 1875 hóf Ludvig Popp, sem áður hafði verið verslunarmaður á Akureyri, lausakap á Sauðárkróki. Hann falaði Sauðárkrókshöndlun af Halli Ásgrímssyni og var gerður kaupsamningur 3. júlí þetta ár. Kristján Hallgrímsson varð fyrsti verslunarstjóri hans á Sauðárkróki en síðan Valgard Claessen, er Grafarósfélagið leið undir lok, en hann var síðasti verslunarstjóri þess. Popp fluttist til Sauðárkróks með fjölskyldu sína árið 1886. Hann hafði mikla verslun á Sauðárkróki, auk þess sem hann hafði í seli austan fjarðar.

Fríða Emma Eðvarðsdóttir (1927-2009)

  • S02852
  • Person
  • 31. maí 1927 - 30. maí 2009

Fríða Emma Eðvarðsdóttir, f. 31.05.1927 í Lossa í Mið-Þýskalandi. Foreldrar: Berta Emma Karlsdóttir og Edmund Ulrich. Fríða flutti frá Þýskalandi með foreldrum sínum til Íslands þriggja ára gömul. Hún gekk í barnaskóla á Akureyri, en byrjaði ung að vinna fyrir sér. Í janúar 1949 fór hún að Þorsteinsstöðum í Tungusveit. Þar bjó Finnbogi Stefánsson sem varð síðar eiginmaður hennar, þau eignuðust fjögur börn en fyrir átti Fríða eina dóttur. Fríða bjó á Þorsteinsstöðum til ársins 1994, en flutti þá á Sauðárkrók.

Sigurður Jónsson (1916-1994)

  • S02860
  • Person
  • 11. ágúst 1916 - 28. okt. 1994

Sigurður Jónsson, f. á Hóli í Sæmundarhlíð 11. 08.1916. Foreldrar: Jón Sveinsson, bóndi í Hóli í Sæmundarhlíð, f. 1887 og kona hans Margrét Sigurðardóttir, f. 1895. Hún lést þegar Sigurður var 7 ára gamall og giftist faðir hans síðar Petreu Óskarsdóttur. Sigurður varð stúdent úr stærðfræðideild MR árið 1939 en hóf nám í lyfjafræði í Laugavegsapóteki það haust. Að loknu námi í fyrri hluta lyfjafræðinngar hélt hann til Ameríku og lauk námi við Philadelphia College of Pharmacy í júní 1945. Eftir að hafa starfað í Laugavegsapóteki um árabil, svo og hjá Heildverzlun Stefáns Thorarensen og Efnagerð Reykjavíkur (1945-1963) gerðist hann apótekari í Húsavíkur apóteki í ágúst 1963 og gegndi því starfi unz hann fluttist með fjölskyldu sinni og tók við stöðu apótekara í Sauðárkróksapóteki í maí 1970. Sigurður og Margrét kona hans fluttu svo til Reykjavíkur er hann lét af störfum sem apótekari á Sauðárkróki.
Maki: Margrét Magnúsdóttir, f. 1918, d. 2006.

Indíana Albertsdóttir (1906-2001)

  • S02869
  • Person
  • 5. maí 1906 - 4. feb. 2001

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp í Sölvanesi) bændur á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Maki: Stefán Þórðarson múrari, frá Þorljótsstöðum í Skagafirði, f. 1895, d. 1951. Þau eignuðust þrjár dætur. Þau hófu búskap hjá foreldrum Indíönu en fluttust fljótlega að Kollugerði í sömu sveit og síðan að Eyjakoti á Skagaströnd. Þaðan fluttu þau síðan til Sauðárkróks eftir 15 ára búskap. Eftir andlát Stefáns sá Indíana fyrir sér með kaupavinnu á sumrin og vann við fiskvinnu á veturna. Að nokkrum árum liðnum tók hún að sér að annast heimili fyrir ekkjumanninn Skafta Magnússon. Héldu þau saman heimili yfir 20 ár eða þar til Skafti andaðist 1982 en þá voru þau flutt í Kópavog. Síðustu þrjú æviárin bjó Indíana á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.

Skafti Magnússon (1902-1982)

  • S03058
  • Person
  • 17. ágúst 1902 - 14. okt. 1982

Foreldrar: Magnús Jónsson b. í Gilhaga og Guðbjörg Guðmundsdóttir, þau voru ekki kvænt. Skafti ólst upp hjá föður sínum og k.h. Helgu Indriðadóttur í Gilhaga.
Leigjandi á Ytri-Mælifellsá 1930. Stundaði síðar eigin atvinnurekstur, hellusteypu, á Sauðárkróki. Seinna bókari í Kópavogi.
Kvæntist Önnu S. Sveinsdóttur frá Mælifellsá, þau eignuðust fjögur börn. Anna lést árið 1953. Sambýliskona Skafta eftir það var Indíana Albertsdóttir frá Neðstabæ í Húnavatnssýslu.

Óskar Jónsson (1943-

  • S02872
  • Person
  • 14. sept. 1943-

Foreldrar: Ingibjörg Óskarsdóttir og Jón Dagsson múrarameistari. Læknir á Sauðárkróki. Búsettur á Höfuðborgarsvæðinu.

Sólrún Jóna Steindórsdóttir (1943-

  • S02873
  • Person
  • 11. apríl 1943-

Foreldrar: Steindór Kristinn Steindórsson og Fjóla Soffía Ágústsdóttir. Læknaritari á Sauðárkróki. Kvæntist Gunnari Þóri Guðjónssyni. Nú búsett í Kópavogi.

Gunnar Þórir Guðjónsson (1945-2020)

  • S01903
  • Person
  • 7. júlí 1945 - 3. okt. 2020

Sonur Guðjóns Sigurðssonar bakara á Sauðárkróki og k.h. Ólínu Ingibjargar Björnsdóttur. Bakarameistari. Lengi búsettur á Sauðárkróki, síðar í Reykjavík.

Hulda Tómasdóttir (1942-2011)

  • S02876
  • Person
  • 3. apríl 1942 - 2. ágúst 2011

Foreldrar: Tómas Björnsson, trésmiður á Sauðárkróki, f. 1895. og Líney Sigurjónsdóttir húsmóðir, f. 1904. Maki: Kári Valgarðsson húsasmiður, f. 1942, d. 2012. Hulda og Kári hófu búskap á Kambastíg 4, Sauðárkróki, en fluttu síðan á Smáragrund 21. Þau eignuðust þrjú börn. Hulda starfaði allan sinn starfsferil hjá Pósti og síma, síðar Íslandspósti, að frátöldum 2-3 árum þegar hún var um tvítugt, þar sem hún starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og Verslunarfélagi Skagfirðinga.

Anna Lísa Bang (1942-

  • S02877
  • Person
  • 14. okt. 1942-

Foreldrar: Ole Bang apótekari á Sauðárkróki og k.h. Minna Elísa Bang. Fædd og uppalin á Sauðárkróki.

Friðrik A. Jónsson (1930-2001)

  • S02879
  • Person
  • 11. sept. 1930 - 5. júlí 2001

Foreldrar: Jón Sigvaldi Nikódemusson (1905-1983) og Anna Friðriksdóttir (1909-1993). Maki: Elínborg Dröfn Garðarsdóttir húsmóðir, f. 1933, d. 1996. Þau eignuðust eina dóttur. Þau hjónin hófu búskap á Öldustíg 9 en bjuggu hin síðari ár í Háuhlíð 14 á Sauðárkróki. Friðrik starfaði við vélgæslu í frystihúsi á Sauðárkróki og stundaði einnig útgerð. Hann rak ásamt konu sinni verslun og happdrættisumboð til marga ára. Friðrik var virkur félagi í Ferðafélagi Skagfirðinga og Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit.

Birgir Magnús Valdimarsson (1949-)

  • S02881
  • Person
  • 23. des. 1949-

Foreldrar: Margrét Ólöf Stefánsdóttir, f. 1928 og Valdimar Líndal Magnússon (1922-1988) á Sauðárkróki. Birgir var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.

Bragi Stefán Hrólfsson (1944-

  • S02882
  • Person
  • 4. nóv. 1944-

Foreldrar: Hrólfur Jóhannesson, f. 1906, bóndi í Kolgröf og kona hans Ingibjörg Björnsdóttir, f. 1915. Bifvélavirki, búsettur í Borgargerði í Borgarsveit. Maki 1: Sigurbjörg Óskarsdóttir frá Efra-Ási í Hjaltadal. Sigurbjörg lést 1972. Maki 2: Heiðbjört Kristmundsdóttir lífeindafræðingur.

Rósa Guðrún Sighvats (1943-

  • S02874
  • Person
  • 9. des. 1943-

Foreldrar: Sighvatur Pétursson Sighvats og Herdís Pálmadóttir frá Reykjavöllum. Fædd og uppalin á Sauðárkróki. Nú búsett á Akureyri.

Símon Baldur Skarðhéðinsson (1950-

  • S02889
  • Person
  • 12. ágúst 1950-

Foreldrar: Þórleif Elísabet Stefánsdóttir og Skarphéðinn Pálsson á Gili. Verktaki á Sauðárkróki. Kvæntur Brynju Ingimundardóttur, þau eiga þrjú börn.

Steinn Gunnar Ástvaldsson (1948-

  • S02891
  • Person
  • 07.03.1948-

Foreldrar: Ástvaldur Óskar Tómasson (1918-2007) og Svanfríður Steinsdóttir (1926-). Ólst upp á Sauðárkróki. Starfaði rúm 40 ár hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.

Tómas Leifur Ástvaldsson (1950-)

  • S02892
  • Person
  • 23. maí 1950-

Foreldrar: Ástvaldur Óskar Tómasson (1918-2007) og Svanfríður Steinsdóttir (1926-). Verkstjóri á Sauðárkróki.

Þórður Hansen (1949-

  • S02893
  • Person
  • 8. júní 1949-

Foreldrar: Jóhannes Friðrik Hansen (1925-) og Ingibjörg Jóhanna Þórðardóttir Hansen (1927-2011).
Maki: Edda Lúðvíksdóttir. Þórður er verktaki á Sauðárkróki.

Björn Ragnarsson (1940-2020)

  • S02894
  • Person
  • 28. okt. 1940 - 25. sept. 2020

Björn Ragn­ars­son fædd­ist 28. októ­ber 1940 á Hrafns­stöðum í Suður-Þing­eyj­ar­sýslu. Faðir hans var Ragn­ar Guðmunds­son og móðir Guðbjörg Jón­ína Þór­ar­ins­dótt­ir (Bubba). Kjörfaðir hans var Guðmund­ur Jó­hann Ein­ars­son frá Ási í Hegranesi. Ólst upp hjá móður sinni og kjörföður frá sex ára aldri. Þau bjuggu á Bárustíg 13 á Sauðárkróki. Sjómaður, flutningabílstjóri, beitingamaður og verkstjóri. Starfaði síðar hjá Byggðasafninu í Reykjanesbæ. Síðast búsettur í Keflavík. Sambýliskona: Ólöf Björnsdóttir, þau áttu ekki börn saman en fyrir hafði Björn eignaðast þrjá syni.

Hallfríður Sigríður Jónsdóttir (1893-1965)

  • S03059
  • Person
  • 20. maí 1893 - 24. okt. 1965

Foreldrar: Jón Pálmason b. á Auðnum í Sæmundarhlíð og k.h. Guðbjörg Sölvadóttir. Árið 1912 kvæntist hún Þórarni Sigurjónssyni frá Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Þau bjuggu á Sæunnarstöðum í Hallárdal 1912-1914, á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð 1914-1915, á Auðnum í sömu sveit 1915-1920, í Vík í Staðarhreppi 1920-1922. Þau eru sögð hafa skilið árið 1923 en fjölskyldan átti þó lögheimili að Varmalandi hjá foreldrum Þórarins til 1928, jafnframt er yngsti sonur þeirra fæddur 1926. Hallfríður hóf störf á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki árið 1923, fyrst sem þvottakona. Í framhaldinu nam hún undirstöðuatriði hjúkrunarfræði hjá Jónasi lækni og varð síðar yfirhjúkrunarkona við sjúkrahúsið og hélt því starfi til ársloka 1962. Eftir það veitti hún ellideild sjúkrahússins forstöðu til 1964. Hallfríður bjó á spítalanum og var þar vakin og sofin öllum stundum. Árið 1948, eftir 25 ára starf á sjúkrahúsinu, sæmdi sýslufélagið hana í heiðursskyni 1000 krónum, sem þótti töluverð upphæð í þá daga. Á síðari árum sæmdi bæjarstjórn Sauðárkróks hana heiðursskjali og peningagjöf.
Hallfríður og Þórarinn eignuðust fimm börn. Hallfríður eignaðist einnig son með Árna Hafstað frá Vík.

Eyjólfur Sveinsson (1947-

  • S02896
  • Person
  • 18. sept. 1948-

Foreldrar: Sigríður Aðalheiður Friðriksdóttir og Sveinn Þ. Sveinsson, Ytri-Ingveldarstöðum. Maki: Ingibjörg Axelsdóttir, þau eiga fjögur börn. Búsettur á Sauðárkróki.

Garðar Haukur Steingrímsson (1950-

  • S02899
  • Person
  • 24. maí 1950-

Foreldrar: Baldvina Þorvaldsdóttir og Steingrímur Garðarsson. Maki: Halla Rögnvaldsdóttir. Þau eiga eina dóttur saman, fyrir átti Halla aðra dóttur. Ólst upp á Sauðárkróki og búsettur þar.

Kári Kort Jónsson (1949-2018)

  • S02903
  • Family
  • 6. ágúst 1949 - 10. feb. 2018

Foreldrar: Þuríður Guðlaug Márusdóttir, f. 1926 og Jón Kort Ólafsson, f. 1921, d. 2000. Kári ólst upp í Efra-Haganesi í Fjótum. Hann lærði bifvélavirkjun á bílaverkstæði Áka á Sauðárkróki þar sem hann starfaði þar til hann flutti til Reykjavíkur árið 1972. Árið 1973 stofnaði Kári eigið fyrirtæki og var sjálfstæður atvinnurekandi upp frá því. Síðustu starfsárin vann hann m.a. við fasteigna- og bílasölu. Tók virkan þátt í félagsstarfi, m.a. JC hreyfingunni og var um tíma í hverfisráði Sjálfstæðisflokksins í Breiðholti. Hann var einnig í skagfirsku söngsveitinni.
Maki 1: Sigurlaug Vilborg, f. 1949. Þau slitu samvistum árið 1985. Þau eignuðust þrjú börn. Þau hófu búskap á Sauðárkróki en fluttu til Reykjavíkur.
Maki 2: Kristín Alfreðsdóttir, f. 1959. Þau eignuðust tvö börn. Þau slitu samvistum 2012. Þau bjuggu í Reykjavík.

Sigurður Rúnar Gíslason (1948-

  • S02904
  • Person
  • 7. ágúst 1948-

Foreldrar: Gísli Sigurðsson sérleyfishafi í Sigtúnum í Kolbeinsdal og kona hans Helga Margrét Magnúsdóttir starfsmaður á Landakotsspítala og sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Maki: Heiða Sigurðardóttir frá Fitlum, f. 1947. Búsettur á Sauðárkróki. Bifvélavirki og rak lengi útgerð fólksflutningabíla þar.

Ólafur Bergmann Sigurðsson (1936-2017)

  • S02906
  • Person
  • 18. júlí 1936 - 21. apríl 2017

Foreldrar: Ólína Ragnheiður Ólafsdóttir og Sigurður Bergmann Magnússon. Þau bjuggu á Hafursstöðum við Skagaströnd en síðan á Sauðárkróki. Ólafur starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Sigurður Jón Halldórsson (1947-1997)

  • S02907
  • Person
  • 27. sept. 1947 - 4. nóv. 1997

Foreldrar: Halldór Ingimar Gíslason (1909-1998) og Guðrún Sigurðardóttir (1914-1986) á Halldórsstöðum á Langholti. Sigurður bjó með foreldrum sínum á Halldórsstöðum og stundaði bústörf frá unga aldri. Hann bjó sjálfstæðu búi síðustu árin þar til þeir feðgar fluttu á Sauðárkrók árið 1988. Jafnframt var hann starfsmaður Vegagerðarinnar í áratugi. Hann söng með Karlakórnum Heimi, Rökkurkórnum, Kirkjukór Glaumbæjarsóknar og Kirkjukór Sauðárkróks Maki: Kristín Friðfinna Jóhannsdóttir frá Tyrfingsstöðum á Kjálka. Þau eignuðust ekki börn saman en Kristín átti tvö börn fyrir.

Sigmar Hróbjartsson (1919-2014)

  • S02912
  • Person
  • 24. maí 1919 - 5. nóv. 2014

Sigmar Hróbjartsson var sonur hjónanna Hróbjartar Jónassonar og Vilhelmínu Helgadóttur á Hamri í Hegranesi. Sigmar ólst upp með foreldrum sínum, lengst af á Hamri í Hegranesi. Leiðin lá síðan í Héraðsskólann í Reykholti. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1944, lærði síðan múraraiðn, tók sveinspróf á Sauðárkróki 1959 og meistarapróf í Reykjavík 1973. Hann bjó á Efri-Harrastöðum á Skagaströnd 1947-1955, fluttist þá til Skagastrandar og vann við múrverk, sjómennsku og fleira. Var kaupfélagsstjóri á Skagaströnd 1965-1968, fluttist þá til Reykjavíkur og starfaði þar við múrverk til 1981. Var vaktmaður hjá SÍS 1981-1989. Eftir það var hann við blaðburð og starfaði einnig mikið með Silfurlínunni sem aðstoðaði eldra fólk. Sigmar kvæntist Jóhönnu Guðbjörgu Gunnlaugsdóttur. Þau skildu. Þau eignuðust tvö börn. Sigmar kvæntist aftur árið 1978, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, hún átti sex börn fyrir.

Vilhelmína Helgadóttir (1894-1986)

  • S02915
  • Person
  • 4. okt. 1894 - 3. okt. 1986

Dóttir Helga Péturssonar og Margrétar Önnu Sigurðardóttur, þau bjuggu m.a. á Geirmundarhóli í Hrollleifsdal og á Kappastöðum í Sléttuhlíð. Giftist Hróbjarti Jónassyni múrarameistara frá Hróarsdal í Hegranesi, þau eignuðust sex börn. Þau bjuggu lengst af á Hamri í Hegranesi. Vilhelmína starfaði um árabil með Kvenfélagi Rípurhrepps. Síðast búsett á Sauðárkróki.

María Björnsdóttir Hansen (1920-2006)

  • S02917
  • Person
  • 5. mars 1920 - 26. jan. 2006

María Björnsdóttir fæddist á Refsstöðum í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu árið 1920. Foreldrar hennar voru Björn Leví Gestsson og María Guðmundsdóttir. María brautskráðist úr Samvinnuskólanum árið 1940. Hún vann skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og var aðalbókari á skrifstofu Ríkisspítalanna í Reykjavík. María gekk í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1944-1945. Árið 1946 giftist hún Kristjáni Friðrikssyni Hansen. Eftir giftingu vann hún á skrifstofu sýslumanns á Sauðárkróki en síðar sem bókhaldari og fleira við flutningafyrirtæki eiginmanns síns "Kristján og Jóhannes". María og Kristján eignuðust einn son en tóku einnig í fóstur systurson Maríu.

Rögnvaldur Gíslason (1923-2014)

  • S02920
  • Person
  • 16. des. 1923 - 7. apríl 2014

Foreldrar: Gísli Magnússon og Guðrún Sveinsdóttir í Eyhildarholti. Maki: Sigríður Jónsdóttir frá Djúpadal, þau eignuðust fjögur börn. Rögnvaldur ólst upp í Eyhildarholti og gekk í farskóla í Rípurhreppi en var síðan einn vetur í Gagnfræðaskólanum í Reykjavík, annan í Héraðsskólanum á Laugarvatni og þann þriðja í Bændaskólanum á Hólum. Hann varð búfræðingur 1945. Aðra vetur var hann við bústörf heima í Eyhildarholti, en á sumrin oftast í vega- og brúarvinnu víða um Norður- og Norðausturland. Þegar þau Sigríður giftust hófu þau búskap í Djúpadal og stóð til að þau tækju þar að fullu við búi en snöggur endir var bundinn á þau áform þegar Rögnvaldur fékk lömunarveiki vorið 1956. Hann lamaðist ekki en varð óvinnufær um nokkurra ára skeið og gat ekki unnið erfiðisvinnu eftir það. Um tíma vann Rögnvaldur íhlaupavinnu á skrifstofu Búnaðarsambands Skagafjarðar, en í ársbyrjun 1961 hóf hann störf á sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki og vann þar til starfsloka um sjötugt, lengst af sem aðalbókari. Fyrstu árin átti fjölskyldan áfram heimili í Djúpadal ásamt föður og föðurbræðrum Sigríðar, en Rögnvaldur leigði herbergi á Sauðárkróki og kom heim um helgar. Haustið 1967 fluttist fjölskyldan til Sauðárkróks og áttu þau hjón þar heima síðan.

Sigurður Jónsson (1863-1952)

  • S02955
  • Person
  • 19. ágúst 1863 - 16. maí 1952

Sigurður Jónsson, f. í Tungu í Stíflu. Foreldrar: Jóns Steinsson og Guðrún Nikulásdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin en árið 1871 drukknaði faðir hans. Fór þá Sigurður til föðurbróður síns, Bessa Steinssonar, að Kýrholti í Viðvíkursveit og ólst upp hjá honum og konu hans, Guðrúnu Pálmadóttur. Var hann skráður þar til heimilis til 1892. Þá er hann eitt ár vinnumaður að Bakka í Viðvíkursveit. Árin 1893-1895 er hann skráður vinnumaður að Hvalnesi á Skaga. Eftir það flutti hann með konuefni sínu að Bakka í Viðvíkursveit og var þar 1895-1897. Þaðan á Sauðárkrók þar sem þau voru eitt ár og aftur að Bakka 1898-1903. Þá réðust þau til hjónanna að Hvalnesi og taka þar við búi og búa þar 1903-1919, nema hvað þau leigðu jörðina árið 1908-1909 og voru sjálf í húsmennsku. Árið 1919 fóru þau á Sauðárkrók þar sem Sigurður rak verslun næstu þrjú árin. Árið 1922-1923 bjuggu þau að Hringveri í Hjaltadal, þar sem Guðrún lést. Vorið 1929 fluttist Sigurður til Sigurlaugar dóttur sinnar í Brimnesi og var þar til dánardags. Sigurður sat um skeið í sveitarstjórn og gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Lengi hafði hann og verslun í Hvalnesi. Maki: Guðrún Símonardóttir (1871-1924), frá Brimnesi. Þau eignuðust tvö börn, en sonur þeirra lést ungur úr mislingum.

Guðrún Símonardóttir (1871-1924)

  • S01563
  • Person
  • 22. feb. 1871-1924

Foreldrar: Símon Pálmason og Sigurlaug Þorkelsdóttir á Brimnesi. Guðrún kvæntist árið 1894 Sigurði Jónssyni frá Tungu í Stíflu. Þau bjuggu sem vinnuhjú Hvalnesi á Skaga 1893-1895, á Bakka í Viðvíkursveit 1895-1897, eitt ár á Sauðárkróki, aftur á Bakka 1898-1903 en tóku það ár við búskap á Hvalnesi og bjuggu þar til 1919 er þau fluttu til Sauðárkróks þar sem þau dvöldu í þrjú ár. Þaðan fóru þau að Hringveri í Hjaltadal og þar lést Guðrún árið 1924. Guðrún og Sigurður eignuðust tvö börn en sonur þeirra lést aðeins 11 ára gamall.

Sigurður Stefánsson (1854-1924)

  • S02951
  • Person
  • 30. ágúst 1854 - 21. apríl 1924

Sigurður Stefánsson, f. á Ríp í Hegranesi. Foreldrar: Stefán Stefánsson (1828-1910) síðar bóndi á Heiði í Gönguskörðum og kona hans Guðrún Sigurðardóttir (1831-1903) húsmóðir. Maki (6. júní 1884): Þórunn Bjarnadóttir (f.15.06.1855, d. 22.05.1936), þau eignuðust fjögur börn. Sigurður tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1879 og guðfræðipróf frá Prestaskólanum 1881. Var prestur í Ögurþingum frá 1881 til æviloka. Kosinn dómkirkjuprestur í Reykjavík 1889, en baðst undan því. Bjó í Vigur. Sýslunefndarmaður í Norður-Ísafjarðarsýslu 1884–1919. Formaður Búnaðarsambands Vestfjarða 1907–1919. Alþingismaður Ísfirðinga 1886–1900 og 1902, alþingismaður Ísafjarðar 1904–1915, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1917–1923. 2. varaforseti efri deildar 1909, varaforseti sameinaðs þings 1913, 1. varaforseti neðri deildar 1921.

Sigríður Daníelsdóttir (1883-1973)

  • S02954
  • Person
  • 22. júlí 1883 - 1. júlí 1973

Sigríður Daníelsdóttir fædd 22. júlí 1883, ólst upp á Steinsstöðum, dóttir Daníels Sigurðssonar b. og pósts á Steinsstöðum og s.k.h. Sigríður Sigurðardóttir. Sigríður var fyrst kvenna til þess að læra sund í Steinsstaðalaug litlu fyrir aldamótin 1900. Hún var við nám í Hvítárbakkaskóla veturinn 1908-1909 og tvo vetur á Reynistað hjá Sigríði Jónsdóttur. Eftir það dvaldi hún um tíma á Hornafirði. Eiginmaður Sigríðar var Kristján I. Sveinsson (1884-1971) frá Stekkjarflötum í Austurdal. Þau bjuggu á Sauðárkróki 1920-1942 en fluttust þá til Siglufjarðar og loks til Reykjavíkur. Á Sauðárkróki og Siglufirði vann Sigríður stundum utan heimilis, fór þá á síldarvertíðir eða í kaupavinnu. Sigríður og Kristján eignuðust þrjár dætur.

Árni Guðmundsson (1927-2016)

  • S02957
  • Person
  • 12. sept. 1927 - 7. mars 2016

Árni fæddist á Sauðárkróki 12. september 1927. Foreldrar hans voru Dýrleif Árnadóttir og Guðmundur Sveinsson á Sauðárkróki. Árni tók próf frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1945, samvinnuskólapróf frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1947, íþróttakennarapróf frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1948, kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1952 og íþróttakennarapróf frá Statens Gymnastikkskole í Ósló 1954, auk þess sem hann nam við íþróttaskóla víðar á Norðurlöndum og sótti fjölmörg námskeið í faginu. Árni var skólastjóri Íþróttakennaraskóla Íslands frá 1956 og gegndi því starfi í 41 ár. Árni giftist Hjördísi Þórðardóttir og eignuðust þau einn son.

Jóhann Guðjón Guðjónsson (1917-1984)

  • S02963
  • Person
  • 17. nóv. 1917 - 30. nóv. 1984

Foreldrar: Guðjón Jóhannsson og Ingibjörg Sveinsdóttir á Nýlendi á Höfðaströnd. Múrarameistari og skólastjóri Iðnskólans á Sauðárkróki, síðast byggingarfulltrúi.
Maki 1: Dagrún Sædal Bjarnadóttir Hagen, þau eignuðust einn son, þau skildu.
Maki 2: Karla Berndsen.

Marteinn Friðriksson (1924-2011)

  • S02964
  • Person
  • 22. júní 1924 - 18. apríl 2011

Marteinn Friðriksson fæddist á Hofsósi 22. júní 1924 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Friðrik Jónsson (1894-1978) útvegsbóndi og Guðrún Sigurðardóttir (1902-1992). Marteinn var kvæntur Ragnheiði Jensínu Bjarman (1927-2007) og eignuðust þau sjö börn. Að loknu námi við Barnaskólann á Hofsósi stundaði Marteinn nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og þar á eftir í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Marteinn var mikill frjálsíþróttamaður á yngri árum og keppti í fjölmörgum greinum með ágætum árangri. Marteinn starfaði víða framan af, m.a. hjá Kaupfélagi Árnesinga, hjá KEA á Akureyri, vann á vegum SÍS við eftirlitsstörf og uppgjör kaupfélaga, hjá Útgerðarfélagi KEA og Fisksölusamlagi Eyfirðinga, hjá Kaupfélagi Ólafsfjarðar og rak bókabúð á Akureyri. Fjölskyldan flutti svo til Sauðárkróks árið 1955 og þar starfaði Marteinn sem framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks hf. frá stofnun hennar 1955 - 1987. Marteinn var bæjarfulltrúi á Sauðárkróki um langt skeið og sat í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka. Einnig vann hann að stofnun Útgerðarfélags Skagfirðinga og var stjórnarformaður þess um árabil. Jafnframt var hann formaður Tónlistarfélags Sauðárkróks í fjölmörg ár og stofnfélagi að Lionsklúbbi Sauðárkróks árið 1964.

Sveinn Gunnarsson (1858-1937)

  • S02972
  • Person
  • 27. júlí 1858 - 4. ágúst 1937

Foreldrar: Gunnar Gunnarsson bóndi í Syðra-Vallholti og k.h. Ingunn Ólafsdóttir. Ólst upp með þeim fyrst í stað en fór svo í vinnumennsku. Sveinn var bóndi í Borgarey 1878-1885, Syðra-Vallholti 1885-1888, Bakka í Hólmi 1888-1893 og á Mælifellsá 1893-1909. Dvaldi í Dölum og í Borgarfirði 1909-1917, lengst af í lausamennsku. Kaupmaður í Reykjavík 1917-1924 og á Sauðárkróki 1924 til æviloka. Skrifaði tvær bækur, Veraldarsögu 1921 og Ævisögu Karls Magnússonar 1905.
Maki: Margrét Þórunn Árnadóttir (1855-1928). Þau eignuðust 13 börn og dóu tvö þeirra ung.

Margrét Pálsdóttir (1874-1937)

  • S02989
  • Person
  • 31. des. 1874 - 13. des. 1937

Foreldrar: Páll Andrésson og Anna Jónsdóttir bændur á Egilsá, Breið, Bústöðum og víðar. Margrét ólst að mestu leyti upp á Merkigili hjá þeim Agli og Sigurbjörgu. Var um tíma starfsstúlka hjá baróninum á Hvítárvöllum. Stundaði barnakennslu lengi, fyrst á Sauðárkróki og síðan á Akureyri. Kennari í Reykjavík 1930. Margrét kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Sigtryggi Friðfinnssyni á Giljum.

Ólafur Helgi Jensson (1879-1948)

  • S03000
  • Person
  • 8. jan. 1879 - 22. júní 1948

Ólafur Helgi Jensson, f. á Kroppsstöðum í Önundarfirði. Foreldrar: Jens Jónsson og Sigríður Jónatansdóttir. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum til fermingaraldurs. Fór þá til náms til mágs síns, sr. Björns Jónssonar á Miklabæ í Skagafirði og dvaldist þar áralangt. Fór í Flensborgarskólann haustið 1894 og lauk þar námi vorið 1896. Gerðist þá verslunarmaður á Sauðárkróki hjá Popp kaupmanni. Vann þar um 14 ár, fyrst sem búðarmaður og síðan bókhaldari. Var svo verslunarstjóri á Hofsósi í 5 ár. Rak verslun og útgerð á Hofsósi frá vorinu 1910 í félagi við Jón Björnsson frá Gröf. Vegna mikils taps á fiskisölu erlendis lagði verslunin upp laupana árið 1922. Þá fluttist Ólafur með fjölskyldu sína til Siglufjarðar og fékkst þar við útgerð í nokkur ár. Hann varð gjaldkeri við útibú Íslandsbanka 1923 og gegndi því starfi til 1927. Þá var hann skipaður póstafgreiðslumaður í Vestmannaeyjum. Fluttist þangað og gegndi starfinu til æviloka. Var lengi í hreppsnefnd og sóknarnefnd á Hofsósi, á Siglufirði formaður niðurjöfnunarnefndar í 3 ár og átti sæti í skólanefnd þar í bæ. Sat í sáttanefnd og var sáttasemjari í vinnudeilum í Vestmannaeyjum. Maki: Lilja Haraldsdóttir (1882-1944) frá Sauðárkróki, þau eignuðust 5 börn.

Margrét Arnórsdóttir (1887-1920)

  • S03011
  • Person
  • 9. júlí 1887 - 18. ágúst 1920

Foreldrar: Arnór Árnason (1860-1938), prestur í Hvammi í Laxárdal og víðar og fyrri kona hans, Stefanía Sigríður Stefánsdóttir (1857-1893). Foreldrar Margrétar bjuggu á Felli í Kollafirði 1886-1904, á Ballará á Skarðsströnd 1904-1907 og síðan á Hvammi í Laxárdal. Maki: Gísli Jónsson kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki og síðan verslunarmaður á Seyðisfirð, þau eignuðust fimm börn.

Helga Júlíana Guðmundsdóttir (1892-1988)

  • S03034
  • Person
  • 28. jan. 1892 - 1. júní 1988

Foreldrar: Guðmundur Gíslason verkamaður á Sauðárkróki, áður bóndi á Hryggjum í Gönguskörðum og k.h. Ólöf Jónsdóttir frá Steinavöllum í Flókadal. Árið 1901 fluttist Helga með foreldrum sínum til Sauðárkróks og fór ung að stunda fiskvinnu og fleiri tilfallandi störf. Um fjórtán ára aldur fór hún til Hartmanns og Kristínar í Kolkuósi og dvaldi þar í tíu ár. Eftir veruna í Kolkuósi var hún eitt ár vinnukona á Hólum, síðar verkakona með búsetu á Sauðárkróki, var í síld á Siglufirði í nokkur sumur en starfaði á saumaverkstæði á Sauðárkróki að vetrinum. Eftir að hún kvæntist vann hún m.a. við síldarsöltun og saumaskap samhliða húsmóðurstörfum. Maki: Stefán Jóhannesson bifreiðastjóri og verkstjóri á Sauðárkróki, þau eignuðust tvær dætur og ólu auk þess upp tvo fóstursyni.

Helga Steinsdóttir (1852-1931)

  • S03041
  • Person
  • 4. nóv. 1852 - 1. jan. 1931

Fædd að Stóru-Gröf. Foreldrar: Steinn Vigfússon bóndi í Stóru-Gröf (1814-1887) og kona hans Helga Pétursdóttir (f. 1820-1892). Helga ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar menntunar, sem veitt var "betri bænda dætrum." Hún tók oft fósturbörn um lengri eða skemmri tíma. Þegar hún settist að á Sauðárkróki keypti hún leyfi til veitingasölu og gistihússreksturs og stundaði það um 30 ár í eigin íbúð. Rak einnig búskap í nokkur ár og leigði sér lönd til heyskapar. kMaki: Jónas Halldórsson. Þau giftu sig um 1875. Bjuggu að Stóru-Seylu á Langholti til 1888 en fóru þá búferlum að Keldudal í Hegranesi og bjuggu þar til 1901. Þá brugðu þau búi og fluttu til Sauðárkróks og fór Jónas síðar til dætra sinna í Ameríku en Helga varð eftir. Þau eignuðust 4 börn og fóru þrjú þeirra til Ameríku.

Sigurfinnur Bjarnason (1868-1928)

  • S03048
  • Person
  • 14. júní 1868 - 20. júlí 1928

Fæddur á Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Bjarni Þorfinnsson b. á Daðastöðum og kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir. Sigurfinnur ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim á Sauðárkrók er þau brugðu búi 1887. Næstu ár var hann á ýmsum stöðum þar til hann fór að búa. Bóndi á Herjólfsstöðum á Laxárdal 1893-1897, Meyjarlandi 1897-1928.
Maki: Jóhanna Sigurbjörg Sigurðardóttir (1871-1949). Þau eignuðust níu börn en sex þeirra náðu fullorðinsaldri. Auk þess átti Sigurfinnur laundóttur með Helgu Gunnarsdóttur.

Steinn Kárason (1954-

  • S03068
  • Person
  • 22. okt. 1954-

Foreldrar: Kári Steinsson frá Neðra-Ási í Hjaltadal og Dagmar Valgerður Kristjánsdóttir frá Róðhóli í Sléttuhlíð. Steinn er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Kvæntur Kristínu Arnardóttur, þau eiga þrjá syni saman, fyrir átti Steinn tvö börn. Búsettur í Kópavogi.

Sigurjón Gestsson (1944-

  • S03035
  • Person
  • 8. júlí 1944-

Búsettur á Sauðárkróki. Kvæntur Svanborgu Guðjónsdóttur (1950-), þau eiga tvö börn.

Reynir Þorgrímsson (1936-2014)

  • S03072
  • Person
  • 7. okt. 1936 - 1. maí 2014

Reynir Þorgrímsson fæddist á Siglufirði 7. október 1936. Foreldrar Reynis voru Þorgrímur Brynjólfsson frá Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum og Margét Ingibjörg Jónsdóttir frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd. ,,Reynir ólst upp á Siglufirði og bjó þar til 16 ára aldurs. Þá flutti hann til Reykjavíkur og stundaði nám við Samvinnuskólann og útskrifaðist þaðan árið 1954. Reynir kom víða komið við í atvinnulífinu, hann var einn af stofnendum Hagkaups, rak og átti verksmiðju á Sauðárkróki þar sem sokkabuxur undir nafninu Gleymmérei voru framleiddar. Hann átti bílasöluna Bílakaup sem var í Borgartúninu. Þá stofnaði hann Fyrirtækjasöluna í Suðurveri árið 1986 og rak hana þar til hann settist í helgan stein árið 2012. Reynir var áhugaljósmyndari og hélt hann margar ljósmyndasýningar, meðal annars í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem hann sýndi og seldi ljósmyndir sem hann hafði tekið og nefndi Skartgripi fjallkonunnar. Reynir var virkur í félagsstörfum, hann var félagsmaður í JCI og var þar landsforseti frá '73-'74, hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins Víðarr og þá var hann einnig frímúrari. Reynir kvæntist Rósu Guðbjörgu Gísladóttur, þau eignuðust fjögur börn, þau bjuggu meirihluta ævi sinnar í vesturbænum í Kópavogi."

Árni Ragnarsson (1949-

  • S03073
  • Person
  • 6. mars 1949-

Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, sonur Önnu Pálu Guðmundsdóttur og Ragnars Pálssonar. Arkitekt á Sauðárkróki. Kvæntur Ásdísi Hermannsdóttur, þau eiga þrjú börn.

Ólafur Grétar Guðmundsson (1946-

  • S03074
  • Person
  • 26. feb. 1946-

Foreldrar: Anna Friðriksdóttir frá Jaðri og Guðmundur Ólafsson, þau skildu árið 1947. Ólafur ólst upp með móður sinni á Sauðárkróki. Kvæntist Láru Margréti Ragnarsdóttur hagfræðingi, þau eignuðust þrjú börn. Þau skildu. Seinni kona Ólafs er Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, hún átti þrjú börn fyrir. Augnlæknir í Reykjavík.

Hrefna Jóhannsdóttir (1905-1993)

  • S03091
  • Person
  • 17. des. 1905 - 3. jan. 1993

,,Hún var fædd á Kjartansstöðum í Staðarhreppi 17. desember 1905. Foreldrar hennar voru þau Ingibjörg Jónsdóttir, ljósmóðir frá Botnastöðum í Svartárdal, og Jóhann Sigurðsson, bóndi frá Sæunnarstöðum í Hallárdal. Hrefna kvæntist Jóni Friðbjörnssyni frá Rauðuskriðu í Aðaldal, árið 1933. Þau settust að á Sauðárkróki og bjuggu lengst af á Freyjugötu 23, í húsi sem þau reistu og kölluðu Víkingvatn, þau eignuðust tvo syni."

Guðmundur Halldórsson (1926-1991)

  • S03093
  • Person
  • 24. feb. 1926 - 13. júní 1991

Alinn upp á Skottastöðum í Svartárdal og síðar á Bergsstöðum í sömu sveit og var ætíð kenndur við þann bæ. Foreldrar: Halldór Jóhannsson og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Rithöfundur og bókavörður á Sauðárkróki. Guðmundur fór ungur að skrifa sögur, þó hann væri kominn á miðjan aldur þegar fyrsta bók hans kom út. Hann skrifaði sjö bækur. Sú fyrsta kom út 1966, en sú síðasta 1990. Kvæntist Þórönnu Kristjánsdóttur frá Stapa árið 1969, þau eignuðust eina dóttur, fyrir átti Þóranna tvo syni.

Results 426 to 510 of 658