Sýnir 6397 niðurstöður

Nafnspjöld

Frosti Fífill Jóhannsson (1952-)

  • S0
  • Person
  • 27. apríl 1952

Fæddur að Ljósalandi í Lýtingsstaðarhreppi í Skagafirði. For: Jóhann Hjálmarsson og María Benediktsdóttir. Frosti er þjóðfræðingur að mennt.

Guðmundur J. Jónasson (1887- 1982)

  • S03304
  • Person
  • 1887-1982

Guðmundur var fæddur á Breiðstöðum í Gönguskörðum í Skagafirði árið 1887. Fyrrverandi forseti þjóðræknisdeildar. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson og Anna Kristjánsdóttir kennd við Tjörn, lítið býli í nágrenni Sjávarborgar í Skagafirði. Fór til Vesturheims 1905.

Gestur Jónsson (1865-1940)

  • S02806
  • Person
  • 25. des. 1866 - 4. des. 1940

Gestur Jónsson, f. 23.12.1865 að Gilsbakka í Austurdal. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hagyrðingur á Gilsbakka og fyrri kona hans, Valgerður Guðmundsdóttir. Gestur ólst upp á Gilsbakka og byrjaði þar búskap árið 1886 og bjó til 1893. Fluttist að Stekkjaflötum það ár og bjó þar leiguliði til 1910. Fluttist að Keldulandi 1910 og keypti þá jörð og bjó á henni til 1933 að hann brá búi. Dvaldi síðustu æviárin á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Maki 1: Soffía Jónatansdóttir, f. 07.07.1857 á Auðnum í Hörgárdal. Hún lést 03.02.1926. Þau ólu upp einn dreng, Gest Jónsson f. 21.09.1909.
Maki 2: Guðrún Pálsdóttir ljósmóðir, f. 16.11.1899. Þau eignuðust einn son, Snæbjörn, f. 13.01.1928. Guðrún bjó á Keldulandi 1935-1950 en hún lést það ár.

Sjálfstæðisflokkurinn (1929-)

  • S02814
  • Opinber aðili
  • 25.05.1929-

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí 1929 við samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Fyrsti formaður flokksins var Jón Þorláksson, verkfræðingur og síðar borgarstjóri í Reykjavík. Hann gegndi því embætti til 1934 þegar Ólafur Thors tók við. Því næst var formaður dr. Bjarni Benediktsson 1961-1970, þá Jóhann Hafstein til 1973, næstur Geir Hallgrímsson til 1983, Þorsteinn Pálsson til 1991, Davíð Oddsson til 2005 og Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005-2009. Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 29. mars 2009. Hann var endurkjörinn formaður á landsfundi þann 26. júní 2010.

Heimdallur (1927-

  • S02812
  • Opinber aðili
  • 16.02.1927-

Félagið var stofnað 16. febrúar 1927 og er elsta svæðisfélag íslensks stjórnmálaflokks. Tæplega 7000 meðlimir eru í félaginu á aldrinum 15 til 35 ára.

Þórarinn Magnússon (1913-1965)

  • S02825
  • Person
  • 15. ágúst 1913 - 12. okt. 1965

Þórarinn Magnússon, f. 15.08.1913 að Hrútsholti í Eyjahreppi. Maki: Herta Haag frá Svíþjóð. Sem ungur maður fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri. Þaðan fór hann í lýðsháskóla í Edslöv og síðan í Svalö, landbúnaðarháskóla í Svíþjóð. Var hann 7 ár í Svíþjóð og stundaði þar störf á sviði landbúnaðar. Kom til Vestamannaeyja árið 1946 og fór svo víða um land, m.a. í Stykkishólm. Stundaði trúboð til æviloka, en hann varð bráðkvaddur á Grænlandi eftir fjögurra ára veru við trúboðsstörf þar.

Arnbjörg Guðmundsdóttir (1880-1938)

  • S02847
  • Person
  • 3. des. 1880 - 19. nóv. 1938

Foreldrar: Guðmundur Sigfússon bóndi í Grjótgarði á Þelamörk og kona hans Steinunn Anna Sigurðardóttir. Maki: Valdemar Helgi Guðmundsson. Þau eignuðust tvo syni og ólu auk þess upp fósturdóttur. Þau hófu búskap á Bessahlöðum í Öxnadal en fluttust svo að Efri-Rauðalæk á Þelamörk 1905. Þaðan fluttust þau að Fremri-Kotum 1910 og bjuggu þar til 1924. Þá keyptu þau jörðina Bólu í Blönduhlíð og var Arnbjörg búsett þar til dánardags.

Verslun L. Popps (1875-

  • S02850
  • Einkafyrirtæki
  • 02.07.1875-

Sumarið 1875 hóf Ludvig Popp, sem áður hafði verið verslunarmaður á Akureyri, lausakap á Sauðárkróki. Hann falaði Sauðárkrókshöndlun af Halli Ásgrímssyni og var gerður kaupsamningur 3. júlí þetta ár. Kristján Hallgrímsson varð fyrsti verslunarstjóri hans á Sauðárkróki en síðan Valgard Claessen, er Grafarósfélagið leið undir lok, en hann var síðasti verslunarstjóri þess. Popp fluttist til Sauðárkróks með fjölskyldu sína árið 1886. Hann hafði mikla verslun á Sauðárkróki, auk þess sem hann hafði í seli austan fjarðar.

STEF

Stefán Pálsson

Ath til er Stefán A. Pálsson í Atóm, er það sami maðurinn?

Stefanía Björg Ástvaldsdóttir (1926-2013)

  • S03579
  • Person
  • 11.09.1926-03.04.2013

Stefanía Björg Ástvaldsdóttir, f. á Sauðárkróki 11.09.1926, d. 03.04.2013 á Sauðárkróki. Foreldrar: Ástvaldur Einarsson (1889-1955) og Sigurbjörg Pálsdóttir (1894-1949).
Maki: Geirald Gíslason (1910-1977). Þau eignuðust einn son.

Ágústa Jónasdóttir (1904-2006)

  • S03585
  • Person
  • 01.08.1904-08.12.2006

Ágústa Jónasdóttir, f. á Merkigili 01.08.1904, d. 08.12.2006. Foreldrar: Jónas Steindór Kristjánsson og Stefanía Sigurðardóttir. Foreldrar Ágústu voru í húsmennsku á Merkigili þegar hún fæddist og tveggja ára var henni komið í fóstur til Jóns Guðmundssonar, sem síðar bjó á Hofi í Vesturdal og komu hans, Margrétar Jóhannesdóttur. Ólst hún upp hja´þeim á Minni-Ökrum, Tyrfingsstöðum og Stekkjarflötum. Hún fór vinnkonu að Héraðsdal árið 1921 og giftist Sigtryggi, sem þar hóf búskap árið áður. Ágústa stundaði heimilisstörf í Héraðsdal en þegar þú hjón fluttu til Sauðárkróks fór hún að vinna við þríf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þau bjuggu í Lindargötu 5 (Borgarey).
Þess er sérstaklega getið í æviskrám að Ágústa hafi sundriðið Héraðsvötn til að fæða sonstinn í umsjón ljósmóður sem var búsettt í Sólheimagerði.
Maki: Sigtryggur Einarsson bóndi í Héraðsdal (1886-1955). Þau eignuðust sex börn.

Þóroddur Sigtryggsson (1902-1962)

  • S03602
  • Person
  • 25.02.1902-22.07.1962

Þóroddur Sigtryggsson, f. að Giljum í Vesturdal 25.02.1902, d. 22.07. 1962. Foreldrar: Sigtryggur Friðfinnsson bóndi á Giljum og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir. Þóroddur ólst upp með foreldrum sínum fram um fermingardaldur. Hann var síðan nokkuð á faraldsfæti og var m.a. vinnumaður á Ábæ. Um tvítugt fluttist hann til Sauðárkróks og vann þar ýmsa vinnu til sjós og lands. Hann átti m.a. eigin bát. Hann glímdi við flogaveiki og var lengi heilsulaus andlega og líkamlega. Hann tók virkan þátt í verkalýðsbaráttu og var dyggur stuðningsmaður Kommúnistaflokksins og síðan Sósíalistflokksins. Mörg hin síðari ár var hann vistmaður á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki en vann þar einnig ýmis smáviðvik. Þóroddur var ógiftur og barnlaus.

Sigurður Nataníel Brynjólfsson

  • S03578
  • Person
  • 20.02.1912-15.06.1993

Sigurður N. Brynjólfsson f. á Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum 20.02.1912, d. 15.06.1993.
Foreldrar: Margrét Guðmundsdóttir og Brynjólfur Jónsson. Tveggja ára fór Sigurður í fóstur til Guðlaugs Sigurðssonar og Ingveldar Guðmundsdóttur á Lækjahvammi í sömu sveit. Þar ólst hann upp ásamt Ágústi syni þeirra. Hann ólst upp við hefðbundin sveitastörf og lauk skyldunámi, auk þess að vera einn vetur í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal.
Sigurður stundaði sjómennsku og daglaunavinnu í Reykjavík og síðan lögreglustörf á Sauðárkróki. Einnig var hann lögregluþjónní Keflavík. Eftir að hann lét af störfum í lögreglunni stundaði hann oftast almenna verkamannavinnu. Síðustu árin var hann húsvörður við íþróttahús barnaskólans í Keflavík. Hann var einn af stofnendum Alþýðubandalags Keflavíkur og formaður þess um tíma. Einnig var hann virkuur félagi í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og var um árabil í stjórn Kaupfélags Suðurnesja. Þá tók hann virkan þátt í íþrótta- og ungmennafélagsstarfi og var formaður Héraðssambands Skagafjarðar meðan hann var á Sauðárkróki. Sigurður var mikil íþróttamður, einkum glímumaður. Hann stundaði glímkennslu víða.
Maki: Pálína Ragnhildur Rögnvaldsdóttir (1918-1992). Þau eignuðust sjö börn, eitt þeirra dó samdægurs.

Guðný Þórðardóttir (1937-2018)

  • S03605
  • Person
  • 08.06.1937-21.07.2018

Guðný Þórðardóttir, f. 08.06.1937, d. 21.07.2018. Lést af í bílslysi. Foreldrar: Þórður Sighvatsson (1909-1993) og María Njálsdóttir (1917-2003). Guðný ólst upp á Sauðárkróki, Siglufirði og Akranesi. Hún varð gagnfræðingur frá gagnfræðaskólanum á Akranesi og var einn vetur í húsmæðraskóla á Löngumýri. Hún hóf störf hjá Landssímanum 1951 og starfaði þar allan sinn starfsferil, nema með hléum vegna náms Grétars í Skotlandi. Hún nam ensku einn vetur í verslunarháskóla í Aberdeen en hóf aftur störf hjá Pósti og síma. Nokkrum árum síðar var hún skipuð yfirumsjónarmaður Talsambands við útlönd og gengdi þeirri stöðu rúm 20 ár. Guðný og Grétar voru lengst af búsett í Reykjavík og síðar á Selstjarnarnesi en eftir ða þau fóru á eftirlaun settust þau að á jörð sinni Hvammkoti í Lýtingsstaðahreppi. Stunduðu þau skógrækt þar.
Maki: Grétar Magni Guðbergsson (1934-2013) jarðfræðingur. Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Grétar einn son.

Guðrún Þrúður Vagnsdóttir (1939-2007)

  • S03610
  • Person
  • 16.01.1939-23.05.2007

Guðrún Þrúður Vagnsdóttir, f. á Minni-Ökrum í Skagafirði 16.01.1939, d. 23.05.2007. Foreldar: Vagn Gíslason (1901-1986) og Fjóla Stefánsdóttir (1914-2004).
Maki: Hreinn Þorvaldsson. Þau eignuðust fimm börn.

Símon Ingi Gestsson (1944-2018)

  • S03591
  • Person
  • 23.12.1944-05.06.2018

Símon Ingi Gestsson, f. 23.12.1944 í Saltnesi í Hrísey, d. 05.06.2018 í Reykjavík. Foreldrar: Friðfinna Símonarsdóttir (1927-1995) og Gestur Árelíus Frímannsson (1924-2007). Símon ólst upp hjá foreldrum sínum á Siglufirði en dvaldist einnig langdvölum hjá föðurforeldrum sínum, Frímanni Viktori Guðbrandssyni og Jósefínu Jósefsdóttur á Austara-Hóli. Hann gekk í barnaskóla á Siglufirði og útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum árið 1961. Auk hefðbundinna sveitastarfa vann Símon m.a. við gerð Strákaganga og keyrði leigubíl í Keflavík um tíma. Árið 1970 tóku Símon og Heiðrún jörðina Barð í Fljótum á leigu. Auk búskapar vann Símon m.a. við akstur mjólkurbíls og skólabíls. Hann var útibússtjóri KS á Ketilási frá 1981-1991 og vann við póstafgreiðslu á Ketilási og póstdreifingu. Á Barði bjuggu Heiðrún og Símon til 2008, er þau fluttu á Bæ á Höfðaströnd. Þar hafði Símon starfað um skeið sem ráðsmaður og gengdi því starfi til haustsins 2016 en þá lét hann af störfum og flutti í Hofsós. Símon gengdi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. formaður Hestamannafélagsins Svaða og formaður sóknarnefndar Barðskirkju.
Maki: Heiðrún Guðbjörg Alfreðsdóttir (1946-2016). Þau eignuðust fjögur börn.

Niðurstöður 5866 to 5950 of 6397