Álftanes

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • „Álftanes (nú hluti af Garðabæ) er nes á suðvesturlandi. Nesið liggur til norðvesturs á milli Hafnarfjarðar að sunnan og Skerjafjarðar að norðan. Nesið er láglent og á því allnokkurt hraun, Gálgahraun. Á nesinu er vaxandi byggð. Þekktustu staðir á Álftanesi eru Bessastaðir og Garðar. Á Bessastöðum er aðsetur forseta Íslands. Garðar eru kirkjustaður og fyrrum prestssetur. Í Gálgahrauni mun hafa verið aftökustaður sakamanna fyrrum. Yst á Álftanesi er Skansinn, en þar var byggt vígi til varnar konungsgarðinum á Bessastöðum ef sjóræningjar skyldu leggja þangað leið sína.“

Display note(s)

Hierarchical terms

Álftanes

Equivalent terms

Álftanes

Associated terms

Álftanes

5 Authority record results for Álftanes

5 results directly related Exclude narrower terms

Árni Björnsson (1863-1932)

  • S00812
  • Person
  • 1. ágúst 1863 - 26. mars 1932

Fæddur og uppalinn á Höfnum á Skagaströnd. Stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1885, cand. theol. frá Prestaskólanum í Reykjavík 1887 og vígðist Reynistaðarklaustursprestakalls það sama ár. Gegndi hann því prestakalli um 26 ára skeið. Hann hóf búskap á prestssetrinu Fagranesi árið 1889 og nytjaði það að meira eða minna leyti flest prestskaparár sín, en flutti til Sauðárkróks árið 1894, enda hafði prestsetrið verið flutt þangað með lögum frá 1891og kirkja reist þar 1892. Hann var prófastur Skagfirðinga 1908-1913, sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu fyrir Sauðárkrók 1906-1913. Tók einnig mikinn þátt í starfi Góðtemplarareglunnar. Sumarið 1913 fékk hann Garða á Álftanesi, þar þjónaði hann í 19 ár. Var einnig prófastur Kjalarnessprófastsdæmis frá 1916 til dauðadags og sýslunefndarmaður í Gullbringusýslu. Bjó síðustu þrjú árin í Hafnarfirði.
Maki: Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri í Aðaldal, þau eignuðust 12 börn.

Halldór Bjarnason (1922-2010)

  • S01806
  • Person
  • 20. feb. 1922 - 18. des. 2010

Halldór Bjarnason fæddist á Völlum í Skagafirði 20. febrúar 1922. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Jónasdóttir og Bjarni Halldórsson. ,,Halldór fluttist með foreldrum sínum að Uppsölum í Blönduhlíð árið 1925 og ólst þar upp ásamt systkinum sínum. Báðar ömmur hans voru alla tíð á heimilinu og tóku þátt í uppeldi barnanna. Hann fór í bændaskólann á Hvanneyri 1943 og lauk þaðan búfræðiprófi 1945. Halldór kvæntist 22. maí 1948 Guðrúnu Bergþórsdóttur frá Fljótstungu í Hvítársíðu, þau eignuðust þrjár dætur. Hann hóf búskap með Guðrúnu á Uppsölum til ársins 1957 er þau fluttu að Hesti í Borgarfirði og síðan í Borgarnes 1959. Þar vann Halldór hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Halldór og Guðrún skildu. Seinni kona hans var Antonía Jóna Bjarnadóttir. Halldór og Antonía bjuggu lengst af í Hveragerði og á Álftanesi og vann hann síðustu ár starfsævinnar hjá Glettingi í Þorlákshöfn. Halldór var kjötmatsmaður meðfram öðrum störfum frá 1963 til 1998. Síðustu tvö árin bjó Halldór á Vífilsstöðum og nú síðast í Mörk."

Líney Sigurjónsdóttir (1873-1953)

  • S02626
  • Person
  • 6. okt. 1873 - 8. okt. 1953

Fædd og uppalin á Laxamýri í Aðaldal. Kvæntist árið 1894 sr. Árna Björnssyni. Þau bjuggu á Sauðárkróki 1894-1913 er þau fluttu á Álftanes. Síðar búsett í Hafnarfirði. Þau eignuðust tólf börn.

Sigurjón Þorvaldur Árnason (1897-1979)

  • S03139
  • Person
  • 3. mars 1897 - 10. apríl 1979

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Aðstoðarprestur í Görðum í Álftanesi 1922-1924, prestur í Vestmannaeyjum 1924-1944 og í Reykjavík frá 1945. Kvæntist Þórunni E. Kolbeins.

Þorvaldur Einarsson (1851-1921)

  • S00968
  • Person
  • 21.01.1851-01.01.1921

Frá Nýjabæ á Álftanesi, þar sem hann ólst upp með foreldrum sínum til fermingaraldurs. 23 ára gamall réðst hann sem kaupamaður að Veðramóti í Gönguskörðum. Þaðan fluttist hann til Sauðárkróks og var þar búsettur upp frá því og stundaði sjómennsku og aðra verkamannavinnu. Árið 1875 kvæntist hann Láru Sigfúsdóttur frá Gilsárvallahjáleigu í N.-Múlasýslu, þau eignuðust tvær dætur.