Eyrarbakki

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Eyrarbakki

Equivalent terms

Eyrarbakki

Associated terms

Eyrarbakki

6 Authority record results for Eyrarbakki

6 results directly related Exclude narrower terms

Bragi Ólafsson (1903-1983)

  • S01290
  • Person
  • 18. nóv. 1903 - 19. des. 1983

Foreldrar: Ólafur Vilborgarson verslunarstjóri í Keflavík og s.k.h. Þórdís Einarsdóttir frá Kletti í Geiradal. Bragi ólst upp á heimili foreldra sinna í Keflavík. Hann stundaði nám í Menntaskólanum í R.vík og lauk stúdentsprófi vorið 1923. Um haustið réðst hann síðan til náms í Háskólanum og lauk þar kandidatsprófi í heimspeki ári síðar. Að því loknu innritaðist hann í læknadeild og lauk kandidatsprófi frá HÍ1929. Hann stundaði framhaldsnám í Þýskalandi á árunum 1930-1931 og einnig í Bandaríkjunum árið 1947. Hann starfaði sem læknir í Hafnarfirði frá júní 19 frá júní 1930 til maí 1931 og í Reykjavík frá október 1931-1934, skipaður héraðslæknir í Hofsósslæknishéraði frá 1.6.1934 og starfaði þar til ársloka 1944. Skipaður héraðslæknir í Eyrarbakkahéraði 1945, jafnframt settur læknir í Laugarásshéraði frá 1.5.1947 og til að þjóna læknisstörfum á Vinnuhælinu að Litla-Hrauni 1950. Sinnti þeim störfum til ársins 1967, er hann var skipaður aðstoðarborgarlæknir og starfaði við það embæti fram til 1976.
Kvæntist Amalíu Sigríði Jónsdóttur frá Hafnarfirði, þau eignuðust eina dóttur. Bragi átti einnig dóttur utan hjónabands.

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson (1891-1965)

  • S03241
  • Person
  • 10.09.1891-31.01.1965

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson, f. á Kleif á Skaga 10.09.1891, d. 31.01.1965 í Reykjavík. Foreldrar: Steinn Óli Jónasson vinnumaður á Sævarlandi og síðar sjómaður á Seyðisfirði og Ingibjörg Guðvarðardóttir, þá ógift vinnukona á Kleif en síðar húskona á Minna-Felli í Sléttuhlíð. Guðvarður var tökubarn á Borgarlæk á Skaga til 1892 og hjá Sigurlaugu móðursystur sinni á Efra-Nesi á Skaga 1897-1898 en var að öðru leyti með móður sinni fram yfir 10 ára aldur víða um Skagafjörð. Eftir það mun Gðvarður hafa farið að Fossi á Skaga til Sigríðar Gísladóttur og Sigurðar Gunnarssonar. Hann var vinnumaður hjá Sigtryggi Jóhannssyni á Hóli á Skaga 1910-1911 eða lengur en fluttist vestur í Hnífsdal, seinnilega 1914. Hann fékk snemma áhuga á vélum og lærði á þær af sjálfsdáðum. Var vélstjóri til sjós í Hnífsdal og á Ísafirði um skeið, sennilega til 1919. Þar giftist hann fyrri konu sína en missti hana úr spönsku veikinni eftir aðeins tveggja ára hjónaband og gekk hún þá með barn þeirra undir belti en ekki náðist ða bjarga barninu. Eftir það fluttist Guðvarður til Reykjavíkur, eignaðist vörubíl og gerðist bílstjóri um skeið. Þar kynntist hann seinni konu sinni og kvæntist henni árið 1921. Árið 1926 tóku þau sig upp og fluttust í Skagafjörð. Þangað kom hann með vörubíl sinn og var annar af tveimur fyrstu bílstjórum í Skagafirði og kom með fyrsta eða annan bílinn til Sauðárkróks, T-Ford vörubíl sem bar númerið Sk-1. Næstu árin bjó hann á Sauðárkróki en fór á vertíðir syðra, auk þess að stunda akstur og ýmsa flutninga. Einni keyrði hann nokkur sumur fyrir SR á Siglufirði. Árið 1935 gerðist Guðvarður húsmaður á Hvammi í Laxárdal. Hafði þá hlaðist að honum mikil ómegð og höfðu forystumenn hreppsins áhyggjur af því og vildu stjaka honum yfir í fæðingarhrepp sinn. Árið eftir reisti hann bú á Selá á Skaga og bjó þar frá 1936-1943. Því næst varð hann sjómaður á Sauðárkróki í eitt ár en fluttist til Eyrarbakka árið 1944 og bjó þar til 1952 en í Reykjavík 1952-1953. Var hann ha´seti og vélstjóri þar. Árið 1953 gerðist hann aftur bóndi, þá á Kleif á Skaga og bjó þar til 1962. Síðustu árin var hann til skiptis hjá börnum sínum. Guðvarður var nokkuð hagmæltur en fór fremur dult með það.
Maki 1: Sigurbjörg Helgadóttir (30.06.1891-28.11.1918). Þau eignuðust ekki börn en Sigurbjörg var barnshafandi þegar hún lést.
Maki 2: Bentína Þorkelsdóttir (27.07.1898-07.05.1980) úr Reykjavík. Þau eignuðust þrettán börn. Fyrir átti Guðvarður dótturina Guðrúnu (12.04.1916-12.01.1994) með Friðgerði Torfadóttur frá Hattardal í Álftafirði, Guðrúnu

Pétur Pétursson (1918-2007)

  • S02477
  • Person
  • 16. okt. 1918 - 23. apríl 2007

Pétur var fæddur á Eyrarbakka, sonur hjónanna Elísabetar Jónsdóttur og Péturs Guðmundssonar. Pétur fluttist til Reykjavíkur ásamt móður sinni og systkinum árið 1923. Hann gekk í barnaskóla Reykjavíkur og Landakotsskóla. Ungur að aldri gerðist hann sendisveinn hjá Útvegsbanka Íslands og síðar bankamaður þar. Pétur stundaði nám við lýðháskóla í Svíþjóð og Pitman´s College í Bretlandi. Árið 1941 var Pétur ráðinn þulur við Ríkisútvarpið og starfaði þar til 1955. Þá fékkst hann við verslunarrekstur um tíma, en hóf aftur störf við Ríkisútvarpið árið 1970 og lauk þar starfsævi sinni. Hann var afar farsæll útvarpsmaður. Pétur skrifaði fjölmargar greinar í blöð, m.a. um sögulegt efni. Hann gerði fjölda útvarpsþátta, einkum viðtalsþætti. Pétur var verkalýðssinni og sjálfmenntaður fræðimaður sem naut virðingar m.a. sagnfræðinga. Pétur kvæntist Birnu Jónsdóttur og eignuðust þau eina dóttur.

Sigríður Ingimarsdóttir (1923-2008)

  • S01851
  • Person
  • 1. okt. 1923 - 28. apríl 2008

Sigríður Ingimarsdóttir fæddist í Reykjavík 1. október 1923. Hún ólst upp á Eyrarbakka til 6 ára aldurs. Árið 1928 fluttist hún að Flúðum í Hrunamannahreppi, en þar gegndi faðir hennar skólastjórastarfi barnaskólans til ársins 1938. Það ár fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Þann 17. Júní 1944 lauk Sigríður stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hún tók próf í forspjallsvísindum frá Háskóla Íslands árið 1945. Á námsárunum var hún í ritnefnd Skólablaðs MR, í stjórn Framtíðarinnar, í stjórn Góðtemplarastúkunnar Sóleyjar og Ungmennafélags Reykjavíkur. Sigríður kom að fjölmörgum störfum, var ritstjóri kvennablaðsins Feminu 1946-1948 og í stjórn Kvenstúdentafélags Íslands 1950-1960. Hún var dönsku- og enskukennari við Samvinnuskólann. Árið 1958 var stofnað Styrktarfélag fatlaðra og Sigríður einn af stofnendum þess félags. Hún var ritari í stjórn þess 1958-1975. Á árunum 1961-1986 var hún í stjórn Öryrkjabandalags Íslands og í stjórn dagheimilisins Lyngáss 1961-1971. Hún var stjórnarformaður þjálfunarheimilisins Bjarkaráss 1971-1981. Á árunum 1971-1976 var hún stjórnaformaður Þroskaþjálfaskólans. Hún var í stjórn Nordisk Forbund Psykisk Udviklingshæmning (NFPU) 1963-1983. Hún var fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands hjá Alþjóðaendurhæfingarsamtökunum (Rehabilitation International) 1978-1988. Þá var hún í undirbúningsnefnd og framkvæmdarstjóri Árs fatlaðra 1980-1981. Hún var í stjórn og varstjórn Bandalags kvenna í Reykjavík 1971-1981 og varaforseti Kvenfélagasambands Íslands 1987-1991. Þá var hún í ritnefnd tímaritsins Húsfreyjunnar 1977-1991 og ritstjóri 1981-1989. Árið 1971 hlaut Sigríður riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og var heiðursfélagi í Kvenfélagasambandi Íslands og í Styrktarfélagi fatlaðra og hlaut einnig heiðursmerki Landssamtakanna Þroskahjálpar. Hún var vel ritfær og góður hagyrðingur og orti og þýddi m.a. fyrir barnatíma ríkisútvarpsins á 6. og 7. áratugnum. Nokkrir textar hennar urðu kunnir, t.d. „Við litum og við litum“ og „Dýrin úti í Afríku“. Maður hennar var Vilhjálmur Árnason (1917-2006), hæstaréttarlögmaður, þau eignuðust sjö börn.

Unnur Vilhjálmsdóttir (1918-1999)

  • S01627
  • Person
  • 14. júlí 1918 - 11. jan. 1999

Unnur Vilhjálmsdóttir fæddist á Eyrarbakka 14. júlí 1918. Foreldrar hennar voru Elín Sveinsdóttir frá Bjarnastaðahlíð og Vilhjálmur Andrésson. Hinn 3. júlí 1943 gekk Unnur að eiga Kristján Jóelsson byggingarmeistara, þau eignuðust fjögur börn.